Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ég er einhvernvegin mörgum árum á eftir mér !

 

20061007121501_2

Eins og vanalega þegar ég sest niður við tölvuna og skrifa bloggfærslu, veit ég ekkert hvað ég á að skrifa um.

 

 

 

Ég byrja bara :20041010102008_0

Var að koma úr vinnunni, og finn að ég er mjög þreytt. Ég upplifi eins og tíminn sé í raun og veru ekki neitt, heldur eins og allt sé í einni línu, frá einu til annars. Núna er komið vor, allt í blóma, en hjá mér er kannski fyrir ári eða tveim árum síðan. Það var í gær að við fluttum hingað, að við fenguð Iðunni hundinn okkar, en þegar ég er spurð hvað hún sé gömul, segi ég 11 ára, en það er bara einhver tala.

Þegar ég svo hugsa okkur þegar við fengum hana vorum við svo ung, Siggi sonur okkar var 11 ára, lítill strákur með gleraugu, hann er núna 22 tveggja ára, maður í Akademisku námi, halló !!

Það var í fyrra eða hittifyrra sem Björg hringdi í okkur og sagði okkur að sonur hennar hefði fundið kettling í plastpoka í göturæsi á Nørrebro , ásamt öðrum kettling. Við vorum nýflutt í hús úti á landi, og þess vegna vildi hún heyra hvort við vildum fá þennan sæta kettling, sem var með flær, og augnsjúkdóm. Við sögðum að sjálfsögðu já.20050426174355_4

Við fengum kisu, Hún heitir Alexandra Manlei, frá Hong Kong, ekki King Kong.

Hún er núna 11 ára.

Múmin (kisan okkar ) fengum við nýlega, það eru átta ár síðan. Freðrik (líka kisa) kom til okkar í fyrra, það eru fimm ár síðan. Lappi er hvolpur hann er tveggja ára. Það gerist allt svo hratt, að mér finnst ég ekki geta hangið í. Ég er einhvernvegin mörgum árum á eftir.

Það eru fáar pásur, það leiðir eitt af öðru. Við förum frá einni athöfninni til annarrar, frá einni senu í aðra. Allt er þetta lærdómur, sem setur upp spurningarmerki og svör. Eitt leiðir af öðru, og öðruvísi getur það varla verið.

Það er í raun ekki mikill tími til að stoppa og hugsa um hvort þetta sé alveg rétta leiðin, hvort það sé í þetta sem ég vil nota tímann minn, hvað er það sem ÉG vil ?20061007114420_6

Ég vil helst af öllu bara vera, hérna í garðinum mínum, húsinu mínu, með dýrunum mínum og síðast en ekki síst með fólkinu mínu.

En hvað með alla hina, ef ég í mínu egói mætti ráða, myndi ég oftast vilja bara hugsa um mig, ekki of stóran radíus í kringum mig.

Veit samt þegar ég hlusta á sálina, þá er þetta ekki það sem er best fyrir mína þróun sem manneskju eða þá sem ég mæti á lífsleið minni, og kenna mér ýmislegt gott og ég get kennt frá mér. Að vera í tengslum við Alheimssálina, til að geta það þarf ég að vera í tengslum við aðra, og allt hitt.

Það er bara svo auðvelt að vera í því sem er öruggt og krefst ekki neins. En það er ekki gott, því hvað ef allir hugsuðu svona , hvað gerist þá ?

Þá eru bara fullt af mafíósafjölskyldum um alla á jörð.   

Er að gera mér grein fyrir því hvað veldur því sem ég skrifa, hvað það er sem er að pikka í mér.

Fyrir það fyrsta er ég þreytt, það hefur verið alveg svakalega mikið að gera, sem hefur reynt á mig andlega og persónulega.20040815071857_2

Annað er að það er smá pressa á mér í vinnunni, sem ég á erfitt með. Þannig er að skólinn á að bæta við sig annarri deild, með jafn mörgum nemendum, og þremur kennurum. Þetta verður samt ekki skóli, en vinnuaðstaða fyrir fólk sem er fatlað, og er komið á leið í sinni list.

Þetta er auðvitað ofsalega gaman, nema það er pressa á mér að ég taki yfir þessu líka, með skólanum. Hluti af mér vil það alveg, en hluti af mér orkar það ekki.

Og hver er hvað ?

Ég veit að það gæti verið spennandi að vera með í þessu, og hafa áhrif á því sem formast, sem er svo mikilvægt. En það er líka fullt af öðru fólki sem gæti gert það jafn vel og ég, hefur sömu hæfileika og kunnáttu.

Þá er mikilvægt að ég fókuseri á hvað er það sem ég er best til, og kannski ekki eins margir sem eru bestir þar, þar ætti ég í raun að fókusera og nota krafta mína.20040715130216_3

Ég er með mjög mörg verkefni, bæði því sem ég sinni í andlegum málum, sem er mjög mikið. Einnig eru börn , dýr og eiginmaður. Myndlistinn er einhvernvegin orðin bær í Hvíta Rússlandi (oná brauð. Ísl.). Af sem áður var !!!

Ég held að ef ég skoða mig án tilfinninga, og það sem ég er að hugsa án tilfinninga, þá gæti ég fundið út úr því hvað er best fyrir mig, og hvað er mótívið fyrir þeirri ákvörðun sem ég tek. Því það er að mínu mati mjög mikilvægt að mótívið sé hreint og frá hjartanu. Að sjálfsögðu veit ég að ég þarf að vera á varðbergi, því það er eðli manneskjunnar að sannfæra sig um það að það sem uppfyllir þörf egósins sé það besta, en það sem er gott fyrir sálina og heildina verður aukaatriði.

 En þetta þarf  að lokum að hanga saman. Sálin og Heildin.

En það var gott að hugsa þetta á skrift, því þá er eins og ég sitji hérna og tali við mig, en það keyrir ekki einhvernvegin í höfðinu á mér án upphafs eða endis.

Í byrjun júní á Sólin okkar afmæli, hún verður 10 ára. Hún hefur tvær óskir um afmælisgjafir.20050510142959_3

Nýjasta geisladiskinn hennar Bjarkar, sem er auðvelt að uppfylla.  Hitt er heldur erfiðara, en það er Landskjaldbaka !! Það gæti verið gaman, hef heyrt að þær verði allt upp í 300 ára,( þá verð ég ekki í vandræðum með að segja að hún/hann sé enn ungi, þó hún sé 100 ára. Það að segja að tíminn er afstæður) Vandamálið er að ég veit ekkert um skjaldbökur !!!! Veit einhver ykkar eitthvað ?

Ég læt þessar pælingar gossa á bloggið.

Ljós og Kærleikur  til ykkar allra, ætla út í garð að vinna vorverkin.

steina

 


ECO 1992


Að vera sannur í sér er ekki alltaf auðvelt !

 

 Í gær fórum við út í sveit að ná í Sólina okkar sem var í heimsókn hjá vinkonu sinni.Billede 2013

Foreldrar vinkonunar eru einnig góðir vinir okkar, við höfum þekkt þau í 7 ár. Það var yndislegt að koma til þeirra, í sveitina,þar sem þau hafa  hunda, ketti, hvolpa, kettlinga, hesta, kanínur og marsvín !

Við fundum líka fullt af slöngum sem var ferlega spennandi !!

Við tókum Lappa með !

Þau hafa búið þarna í ca fjögur ár. Áður bjuggu þau ekki svo langt frá okkur, og þar áður í Kaupmannahöfn, Kaliforniu, Englandi og Afriku. Sem sagt fólk sem hefur prufað ýmislegt. Þau hafa ekki haft það alltof gott í dönsku sveitinni, vegna nágranna sem hafa skáldað sögur um þau og breytt út um allar sveitir. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt, og hefur reynt mikið á þau. Fyrir nokkru voru þau alvarlega að spá í að flytja til Colorado. Hann fór þangað í mánuð til að athuga aðstæður. En sá svo á öllu að þau myndu hafaBillede 1902 erfitt með að hafa sama lifistandard þar og þau hafa hérna. Við ræddum þessi mál fram og til baka. Við þekkjum mörg þessa tilfinningu að vera öðruvísi, eins og þau upplifa mjög sterkt. Þau hafa til dæmis valið að börnin(sem eru þrjú) þeirra eru heima og fari ekki í leikskóla, þar til árið áður en þau byrja í skóla, þetta er ekki vel liðið af fólki í kringum þau, sem velja eitthvað annað. Þau lifa mjög lífrænt, með bæði fæði og föt, þetta er einnig þyrnir í augum margra. Þau leyfa börnunum að mála húsið að utan með mold, því það gerir fólk í Afríku. Þetta er einnig öðruvísi en hjá mörgum. Það sem þau í raun gera er að lifa því lífi sem fyrir þeim er rétt, eins og við öll veljum. En Billede 1918það er svolítið skrítið að þau lendi á milli tanna á nágrönnunum því við höfum öll rétt á að velja það sem er best fyrir okkur og það sem er best fyrir okkur er ekki eins hjá öllum.

Eins og ég sagði áður hefur þetta reynt mikið á þau að vera svona útundan og upplifa sig svo öðruvísi en aðrir. Mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sjálf og örugglega margir aðrir upplifa það sama. Hvað er það sem veldur því að fólk bregst svona við þeim sem hugsa öðruvísi, klæðist öðruvísi, talar öðruvísi og lifir öðruvísi. Ég held að það sé meðal annars hræðslan við það sem maður þekkir ekki, hræðslan við það sem birtist í öðrum, sem kannski gerir það líf sem við veljum er ekki eins öruggt og rétt og við höldum. Ég er sjálf alinn upp í litlu samfélagi, og hef búið á fleiri stöðum í litlum samfélögum. Þar upplifði ég bæði að vera sá sem flytur inn í bæinn og upplifa mig ekki sem hluta af samfélaginu, og sem sá sem býr í bænum og er hluti af samfélaginu og nýjir flytja inn í bæinn.

Ég hef líka unnið á vinnustað,(Kópavogshæli) fyrir 20 árum, þar sem nýjir komu inn og ég vildi ekki gefa þeim pláss, því ég var hrædd um að missa eitthvað af mér , til þeirra. Ég hélt fast í það gamla , því þar var ég sú sterka, og gat haldið í völd og það var ekki sétt spurningarmerki við mig, hvorki af mér sjálfri eða samstarfsfólki. Og þá var ekkert að óttast. Ég held að þetta sé svolítið sama tilfinningin sem nágrannar vina minna upplifa. Það að sjá eitthvað nýtt, öðruvísi, sem gæti raskað því sem maður heldur að sé rétt, og sett spurningarmerki við það líf sem maður hefur valið að lifa. Þá er auðveldast að ráðast á , hæðast að, setja spurninarmerki við þá sem ógna. Að koma svona inn í samfélag og hugsa öðruvísi, er ekki auðvelt, maður þarf að vera sterkur í því sem maður er, til að halda í SIG. Það er ekki auðvelt að fara á móti straumnum, en sýna kærleika til þeirra sem er í kring. Til að geta þetta þarf maður að vera sterkur. Það erBillede 1997 auðveldast að falla inn í umhverfið og vera eins og hinir. En hvar erum við þá? Að mínu mati er svo mikilvægt með þá sem hugsa öðruvísi, og geta verið brautryðjendur á mörgum sviðum. Það eru þeir sem flytja fjöll og hugsun. Ef allir eru eins, breytist ekkert, enginn vill ógna heildinni, og taka fyrsta skrefið í eitthvað nýtt sem er framþróun. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að halda fast í það sem er sannleikur og rétt, fyrir hvern og einn, og til að geta það í mörgum samfélögum, er að styrkja innri mynd, og vera sáttur og trúr sér og sínum sannleika.

Ég upplifi það sama í því sem ég er að gera, bæði með því að hugleiða, vera grænmetisæta, drekka ekki og hafa oft aðra lífssýn en aðrir. Þetta hefði verið ómögulegt fyrir nokkrum árum, því þá var ég ekki Þar sem ég er í dag. Þá vildi maður heyra til á einum stað, vera hluti af einu samfélagi, vera hluti af einni grúppu. En núna er ég, ÉG, og heyri til allsstaðar, og er hluti af öllu. Það er örugglega fullt af fólki sem finnst ég ekki heyra til hjá þeim, þeirra lífi og hugsun, en það er ekki mitt mál, það sem er milvægast fyrir mig, er hvar mér finnst ég heyra til.

 

Það var erfitt í byrjun, því ég kom út frá myndlistarsamfélagi, og þar er ákveðinn status sem maður fær, og hann var notalegur. Núna er ég ekki hluti af neinu einu, eða tvennu, og það opnar allar gáttir og gerir allt mögulegt. Engar takmarkanir, því ég get farið í þær áttir sem ég vil.Billede 1995

Þetta vona ég að vinir mínir í sveitinni finni sem gerir þau sterk, innri styrk, því mín meining er sú að fólkið í kringum þau læri mikið á því að sjá það sem er öðruvísi, og fær þau til að setja spurningarmerki við hluti í sínu lífi sem gæti flutt þau pínu lítið.

Ég held að það sé svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að maður getur alltaf breytt, alltaf fundist annað í dag en í gær, því þá þróast maður. En maður þarf að vera sannur í sér til að geta og þora því.

Ætla nú að fara að þrífa húsið með Gunna og Sól.

Ljós til ykkar allra.

Steina     

 Billede 1911


Ferðin til Sviss var..............!

Kæru netvinir og aðrir vinir !

Billede 1886

Er komin heim ! Sólin skín og ég hlusta á Mozart, með alla glugga opna. Hef gengið um garðinn minn, með tebollann, og ilmað að blómum og náttúru. Eplatréð dásamlega er í fullum blóma ásamt öllum hinum ávaxtatrjánum í garðinum. Hundarnir mínir hafa rölt með og hann Gunni minn með kaffibollann sinn. Núna er Gunni farinn til Kaupmannahafnar að vinna í Færeyskahúsinu, sem hann gerir af og til. Sól er á Fjóni í heimsókn hjá Rachel vinkonu sinni sem á heima þar á bóndabæ.Á morgun náum við í hana og kíkjum á epla  plantekruna okkur og upplifum öll eplatrén í fullum blóma.

Ég er sem sagt ein heima með dýrum og músik.

Ég kom heim í gærkvöldi kl seint.

 

 

Ferðin til Genf var þannig að ég er enn að hugsa og upplifa. Þetta fólk sem ég var með kom frá öllum heiminum. USA, Skotlandi, Argentínu, Indlandi, Nígeríu, Ítalíu, Spáni, Rússlandi, Úkraína, og fleiri stöðum. Þetta var fólk sem eru í grúppu, sem eru meðlimir í WSI. WSI er World Service Intergroup. Í WSI eru svo grúppu frá öllum heiminum sem vinna að því að gera heiminn betri en hann er á mjög ólíkan hátt. Það sem þessi ráðstefna sem ég var á fjallaði um, eins og ég hef áður sagt, “hvernig getum við gert heiminn betri en hann er”.

Ekki mjög einfalt, en mín upplifun var mjög greininlega að við byrjum á okkur sjálfum. Það erum við sem erum Ljós berarnir EKKI HINIR. Það erum við sem BERUM ÁBYRGÐ, ekki hinir.  Við unnum mikið í hópum sem var mjög spennandi, þar sem ákveðin efni voru tekinn upp, sem voru einnig hluti af þeim hugleiðslum sem við höfðum, tvisvar til þrisvar á dag. Þannig að reint var eftir fremsta megni að vinna út frá sálinni, því hreina. Það voru mjög spennandi umræður sem ég ætla auðvitað ekki að fara út í smáatriðin með.Billede 1898

Það sem mér fannst einnig mjög spennandi og lærdómsríkt það var að sjá hvað það er í raun að gerast í heiminum í dag. Það er svo margt gott, sem þetta fólk var að gera. Þarna voru nokkrir lífefnafræðingar sem voru að þróa orku út frá jörðinni sem er hrein orka sem hægt er að nota í staðin fyrir olíu, til dæmis og margt annað. Ef þetta kemst á markað, gerir það fólki kleift að lifa ódýrara, sem gefur öllum meiri tíma, því það þarf ekki að vinna eins mikið, sem vonandi gefur okkur þá möguleika á að skoða inn í okkur og finna dýptir sem við vitum ekki um, og þá kannski fá fram Kærleikann til alls lífs, sem oft er erfitt að hugsa um í daglega bröltinu.

Einnig var fólk þarna sem vann með ríkisstjórnum við að finna betri lausnir á hinum ýmsu málum. Þarna voru frábærir heilarar, einn frá Ukraínu sem hafði haft 60,000 klienta. Þarna var einnig mikið af ungu fólki sem var að koma með nýjar leiðir til að vinna að ýmsu mjög spennandi. Aðal þemað var : GOODWILL, RIGHT HUMAN RELATIONS, UNANIMITY, ESSENTIAL DIVINITY, og svo nokkru önnur.

Ég átti fund með konu frá Italíu sem bjó hálft árið í Daardiling á Indlandi, þar vann hún á stað sem hjálpaði dýrum.

 

Verkefnið var að bólusetja og gelda hunda og ketti, sem var safnað upp af götunum, farið með til dýralæknis ogBillede 1888 gert þessa hluti. Einnig ef dýr voru veik var þeim hjálpað. Þau tóku sig líka að fílum sem oft eiga erfitt líf.Hún sagði mér að áður en þetta verkefni var sett í gang þá var samskipti dýra og manna á þessum slóðum mjög slæmt, vegna þeirra smitsjúkdóma sem dýrin báru í sér, meðal annars hundaæði. Eftir þetta framtak, eru samskiptin öðruvísi á milli fólks og dýra. Þau eru ekki bara barin og drepinn af bæjarbúum, því þau á einhvern hátt frá aðra sýn á dýrin þegar þau sjá aðrar manneskjur leggja svona mikla vinnu við að hjálpa. Kennsla án orða, með fordæmi. Það sem snerti mig einnig við þessa vinnu var að hún sagði að eftir að dýrin hefðu fengið þá hjálp sem þurfti voru þau keyrð á þann stað sem þau fundust.  

Þessi kona er mjög aktív í þessum málaum og ætlum við að vera í sambandi og sjá hvort við á einhvern hátt getum gert eitthvað saman. 

Hugleiðslan þegar fullt tungl var 2. maj, var stórkostleg. Ef við viljum deila upplifunum, væri það gaman, en stundum er gott að geyma upplifanir í hjartanu sínu, þar til rétti tímin er. En deila með öðum sem vilja deila með mér, geri ég gjarnan.

 

Ég er enn að melta þetta allt saman með mér, og inni í mér finn ég hamingju sem ég vona að verði lengi. Það gladdi mig svo að sjá að það eru að gerast svo margir dásamlegir hlutir á Jörðinni og fyrir Jörðina sem er að sjálfsögðu við.  Billede 1878

Ég kem örugglega til með að muna þetta allt í rólegheitum , og það kemur inn á bloggið í því tempói sem það skal.

En það sem ég man núna áður en ég ætla að fara rúnt á blogginu og heilsa upp á ykkur bloggvini er:

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Jörðina.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Dýrin.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Plönturnar

Elskum okkur eins og við viljum að aðrir elski Plánetuna.

Því við eru eitt með því öllu.

Ljós og kærleikur til ykkar allra

 

  


Ein Planeta, Eitt Lif, Eitt med Ollu

 

Kaeru vinir a netheim. Veran herna er dasamleg, a ekki ord til ad tja thaer upplifanir sem eg hef haft.

Eitt Lif

Eitt Hjarta

Einn Adardrattur.

Vid erum eitt med ollu lifandi a Jordu.

Eg finn thad og upplifi sterkar en nokkur tima.

Hef haf margar hugleidslur a hverjum degi,

Eg bara er.

Eitt med Ollu

 

Er ad fara ad skoda FN (Sameinudu Thjodirnar) A eftir med ollum hopnum.

Ljos og kaerleikur til ykkar allra


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband