Ferðin til Sviss var..............!

Kæru netvinir og aðrir vinir !

Billede 1886

Er komin heim ! Sólin skín og ég hlusta á Mozart, með alla glugga opna. Hef gengið um garðinn minn, með tebollann, og ilmað að blómum og náttúru. Eplatréð dásamlega er í fullum blóma ásamt öllum hinum ávaxtatrjánum í garðinum. Hundarnir mínir hafa rölt með og hann Gunni minn með kaffibollann sinn. Núna er Gunni farinn til Kaupmannahafnar að vinna í Færeyskahúsinu, sem hann gerir af og til. Sól er á Fjóni í heimsókn hjá Rachel vinkonu sinni sem á heima þar á bóndabæ.Á morgun náum við í hana og kíkjum á epla  plantekruna okkur og upplifum öll eplatrén í fullum blóma.

Ég er sem sagt ein heima með dýrum og músik.

Ég kom heim í gærkvöldi kl seint.

 

 

Ferðin til Genf var þannig að ég er enn að hugsa og upplifa. Þetta fólk sem ég var með kom frá öllum heiminum. USA, Skotlandi, Argentínu, Indlandi, Nígeríu, Ítalíu, Spáni, Rússlandi, Úkraína, og fleiri stöðum. Þetta var fólk sem eru í grúppu, sem eru meðlimir í WSI. WSI er World Service Intergroup. Í WSI eru svo grúppu frá öllum heiminum sem vinna að því að gera heiminn betri en hann er á mjög ólíkan hátt. Það sem þessi ráðstefna sem ég var á fjallaði um, eins og ég hef áður sagt, “hvernig getum við gert heiminn betri en hann er”.

Ekki mjög einfalt, en mín upplifun var mjög greininlega að við byrjum á okkur sjálfum. Það erum við sem erum Ljós berarnir EKKI HINIR. Það erum við sem BERUM ÁBYRGÐ, ekki hinir.  Við unnum mikið í hópum sem var mjög spennandi, þar sem ákveðin efni voru tekinn upp, sem voru einnig hluti af þeim hugleiðslum sem við höfðum, tvisvar til þrisvar á dag. Þannig að reint var eftir fremsta megni að vinna út frá sálinni, því hreina. Það voru mjög spennandi umræður sem ég ætla auðvitað ekki að fara út í smáatriðin með.Billede 1898

Það sem mér fannst einnig mjög spennandi og lærdómsríkt það var að sjá hvað það er í raun að gerast í heiminum í dag. Það er svo margt gott, sem þetta fólk var að gera. Þarna voru nokkrir lífefnafræðingar sem voru að þróa orku út frá jörðinni sem er hrein orka sem hægt er að nota í staðin fyrir olíu, til dæmis og margt annað. Ef þetta kemst á markað, gerir það fólki kleift að lifa ódýrara, sem gefur öllum meiri tíma, því það þarf ekki að vinna eins mikið, sem vonandi gefur okkur þá möguleika á að skoða inn í okkur og finna dýptir sem við vitum ekki um, og þá kannski fá fram Kærleikann til alls lífs, sem oft er erfitt að hugsa um í daglega bröltinu.

Einnig var fólk þarna sem vann með ríkisstjórnum við að finna betri lausnir á hinum ýmsu málum. Þarna voru frábærir heilarar, einn frá Ukraínu sem hafði haft 60,000 klienta. Þarna var einnig mikið af ungu fólki sem var að koma með nýjar leiðir til að vinna að ýmsu mjög spennandi. Aðal þemað var : GOODWILL, RIGHT HUMAN RELATIONS, UNANIMITY, ESSENTIAL DIVINITY, og svo nokkru önnur.

Ég átti fund með konu frá Italíu sem bjó hálft árið í Daardiling á Indlandi, þar vann hún á stað sem hjálpaði dýrum.

 

Verkefnið var að bólusetja og gelda hunda og ketti, sem var safnað upp af götunum, farið með til dýralæknis ogBillede 1888 gert þessa hluti. Einnig ef dýr voru veik var þeim hjálpað. Þau tóku sig líka að fílum sem oft eiga erfitt líf.Hún sagði mér að áður en þetta verkefni var sett í gang þá var samskipti dýra og manna á þessum slóðum mjög slæmt, vegna þeirra smitsjúkdóma sem dýrin báru í sér, meðal annars hundaæði. Eftir þetta framtak, eru samskiptin öðruvísi á milli fólks og dýra. Þau eru ekki bara barin og drepinn af bæjarbúum, því þau á einhvern hátt frá aðra sýn á dýrin þegar þau sjá aðrar manneskjur leggja svona mikla vinnu við að hjálpa. Kennsla án orða, með fordæmi. Það sem snerti mig einnig við þessa vinnu var að hún sagði að eftir að dýrin hefðu fengið þá hjálp sem þurfti voru þau keyrð á þann stað sem þau fundust.  

Þessi kona er mjög aktív í þessum málaum og ætlum við að vera í sambandi og sjá hvort við á einhvern hátt getum gert eitthvað saman. 

Hugleiðslan þegar fullt tungl var 2. maj, var stórkostleg. Ef við viljum deila upplifunum, væri það gaman, en stundum er gott að geyma upplifanir í hjartanu sínu, þar til rétti tímin er. En deila með öðum sem vilja deila með mér, geri ég gjarnan.

 

Ég er enn að melta þetta allt saman með mér, og inni í mér finn ég hamingju sem ég vona að verði lengi. Það gladdi mig svo að sjá að það eru að gerast svo margir dásamlegir hlutir á Jörðinni og fyrir Jörðina sem er að sjálfsögðu við.  Billede 1878

Ég kem örugglega til með að muna þetta allt í rólegheitum , og það kemur inn á bloggið í því tempói sem það skal.

En það sem ég man núna áður en ég ætla að fara rúnt á blogginu og heilsa upp á ykkur bloggvini er:

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Jörðina.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Dýrin.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Plönturnar

Elskum okkur eins og við viljum að aðrir elski Plánetuna.

Því við eru eitt með því öllu.

Ljós og kærleikur til ykkar allra

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er yndislegt að hreynsast í Guði og finna hans nærveru. Komsast út úr eigin nafla.

G.Helga Ingadóttir, 5.5.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsljósakveðja

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Bragi Einarsson

velkomin heim :)

Bragi Einarsson, 5.5.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært og fallegt. Það er ekki alltaf hægt að koma upplifunum í orð..en svona upplifanir birtast svo bara í verkum viðkomandi og framkomu við aðra dýr og menn.

Gott að þú ert komin aftur Steina mín...kærleiksknús!

p.s já það er nefninlega svo mikið af góðu fólki að gera vel. Vildi að við fengjum meira að heyra og sjá af því í fréttunum. Því það eru sko alvöru fréttir !

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 14:58

5 Smámynd: halkatla

jei - velkomin aftur. Mér líður alltaf svo vel þegar ég les greinarnar þínar, þessi kona sem þú hittir hefur verið heillandi. Dýr eru svo æðisleg. Jamm, ég er ánægð

halkatla, 5.5.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mikið er gaman að þú sért komin heim elsku frænka, glöð og kát í sálinni þinni. Nú er bara einn mánuður þangað til við hittumst. Nei, við vorum ekki búin að leigja húsið í Ringsted. En þetta er allt að koma í ljós:)

Kveðja frá kalda Íslandi...

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.5.2007 kl. 15:16

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er líka ánægð, mest ánægð, þegar við hlustum hvert á annað, og viljum vel hvert fyrir annað, það getur bara orðið út úr því.

kærleikur og knús til ykkar allra sem kommenta svona fallega.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 15:20

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa frænka, hlakka svo til að hitta ykkur !!!

aðeins að leiðrétta hérna það sem ég skrifaði fyrir ofan, það á að standa "það getur bara komið gott út úr því " ekki villa vegna lélegrar íslensku kunnáttu, en fljótfærni, sem gerist stundum !

knús frá sólríku landi með nágrönnum að plokka með fingrum í jörð!

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 15:23

9 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg lesning og hreint yndisleg manneskja sem þú ert!  Að skapa með eigin hug og hreinni sál getur ekki verið fallegra, vera ein með náttúrunni eins og hún kemur fyrir, bera ábyrgð á sér!  Yndisfaðmur á björtum laugardegi! 

www.zordis.com, 5.5.2007 kl. 16:01

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, kæra Steina, velkomin heim.  Yndislegt að þú ert komin aftur.

Kærleiksknús, S. 

SigrúnSveitó, 5.5.2007 kl. 16:11

11 identicon

En yndislegt. Ég skynja svo líðan þína, að vera bara og finna fyrir kærleikanum, finna að maður sé hluti af heild. Mikið er ég glöð hvað það séu margir að gera e-ð gott fyrir heiminn vissi það hreinlega ekki.

Takk 

jóna björg (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 20:52

12 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Alltaf gaman að fá bloggheimsókn frá þér! Þetta hefur verið talsverð upplifun hjá þér og skemmtileg ferð, ég væri til að upplifa svona einhvern tímann! Hafðu áfram gott ;)

Lúðvík Bjarnason, 6.5.2007 kl. 15:30

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.5.2007 kl. 17:25

14 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þakka þér kæra Steina mín fyrir að vera það sem þú ert! And keep on shining your Light!

Vilborg Eggertsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:30

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin heim

Guðrún Þorleifs, 7.5.2007 kl. 10:21

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 ... takk fyrir þetta. Fannst þér ekki fallegt við Genfarvatnið?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.5.2007 kl. 21:33

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt að lesa, það færist yfir mig friður og ró

takk

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband