Ég er einhvernvegin mörgum árum á eftir mér !

 

20061007121501_2

Eins og vanalega þegar ég sest niður við tölvuna og skrifa bloggfærslu, veit ég ekkert hvað ég á að skrifa um.

 

 

 

Ég byrja bara :20041010102008_0

Var að koma úr vinnunni, og finn að ég er mjög þreytt. Ég upplifi eins og tíminn sé í raun og veru ekki neitt, heldur eins og allt sé í einni línu, frá einu til annars. Núna er komið vor, allt í blóma, en hjá mér er kannski fyrir ári eða tveim árum síðan. Það var í gær að við fluttum hingað, að við fenguð Iðunni hundinn okkar, en þegar ég er spurð hvað hún sé gömul, segi ég 11 ára, en það er bara einhver tala.

Þegar ég svo hugsa okkur þegar við fengum hana vorum við svo ung, Siggi sonur okkar var 11 ára, lítill strákur með gleraugu, hann er núna 22 tveggja ára, maður í Akademisku námi, halló !!

Það var í fyrra eða hittifyrra sem Björg hringdi í okkur og sagði okkur að sonur hennar hefði fundið kettling í plastpoka í göturæsi á Nørrebro , ásamt öðrum kettling. Við vorum nýflutt í hús úti á landi, og þess vegna vildi hún heyra hvort við vildum fá þennan sæta kettling, sem var með flær, og augnsjúkdóm. Við sögðum að sjálfsögðu já.20050426174355_4

Við fengum kisu, Hún heitir Alexandra Manlei, frá Hong Kong, ekki King Kong.

Hún er núna 11 ára.

Múmin (kisan okkar ) fengum við nýlega, það eru átta ár síðan. Freðrik (líka kisa) kom til okkar í fyrra, það eru fimm ár síðan. Lappi er hvolpur hann er tveggja ára. Það gerist allt svo hratt, að mér finnst ég ekki geta hangið í. Ég er einhvernvegin mörgum árum á eftir.

Það eru fáar pásur, það leiðir eitt af öðru. Við förum frá einni athöfninni til annarrar, frá einni senu í aðra. Allt er þetta lærdómur, sem setur upp spurningarmerki og svör. Eitt leiðir af öðru, og öðruvísi getur það varla verið.

Það er í raun ekki mikill tími til að stoppa og hugsa um hvort þetta sé alveg rétta leiðin, hvort það sé í þetta sem ég vil nota tímann minn, hvað er það sem ÉG vil ?20061007114420_6

Ég vil helst af öllu bara vera, hérna í garðinum mínum, húsinu mínu, með dýrunum mínum og síðast en ekki síst með fólkinu mínu.

En hvað með alla hina, ef ég í mínu egói mætti ráða, myndi ég oftast vilja bara hugsa um mig, ekki of stóran radíus í kringum mig.

Veit samt þegar ég hlusta á sálina, þá er þetta ekki það sem er best fyrir mína þróun sem manneskju eða þá sem ég mæti á lífsleið minni, og kenna mér ýmislegt gott og ég get kennt frá mér. Að vera í tengslum við Alheimssálina, til að geta það þarf ég að vera í tengslum við aðra, og allt hitt.

Það er bara svo auðvelt að vera í því sem er öruggt og krefst ekki neins. En það er ekki gott, því hvað ef allir hugsuðu svona , hvað gerist þá ?

Þá eru bara fullt af mafíósafjölskyldum um alla á jörð.   

Er að gera mér grein fyrir því hvað veldur því sem ég skrifa, hvað það er sem er að pikka í mér.

Fyrir það fyrsta er ég þreytt, það hefur verið alveg svakalega mikið að gera, sem hefur reynt á mig andlega og persónulega.20040815071857_2

Annað er að það er smá pressa á mér í vinnunni, sem ég á erfitt með. Þannig er að skólinn á að bæta við sig annarri deild, með jafn mörgum nemendum, og þremur kennurum. Þetta verður samt ekki skóli, en vinnuaðstaða fyrir fólk sem er fatlað, og er komið á leið í sinni list.

Þetta er auðvitað ofsalega gaman, nema það er pressa á mér að ég taki yfir þessu líka, með skólanum. Hluti af mér vil það alveg, en hluti af mér orkar það ekki.

Og hver er hvað ?

Ég veit að það gæti verið spennandi að vera með í þessu, og hafa áhrif á því sem formast, sem er svo mikilvægt. En það er líka fullt af öðru fólki sem gæti gert það jafn vel og ég, hefur sömu hæfileika og kunnáttu.

Þá er mikilvægt að ég fókuseri á hvað er það sem ég er best til, og kannski ekki eins margir sem eru bestir þar, þar ætti ég í raun að fókusera og nota krafta mína.20040715130216_3

Ég er með mjög mörg verkefni, bæði því sem ég sinni í andlegum málum, sem er mjög mikið. Einnig eru börn , dýr og eiginmaður. Myndlistinn er einhvernvegin orðin bær í Hvíta Rússlandi (oná brauð. Ísl.). Af sem áður var !!!

Ég held að ef ég skoða mig án tilfinninga, og það sem ég er að hugsa án tilfinninga, þá gæti ég fundið út úr því hvað er best fyrir mig, og hvað er mótívið fyrir þeirri ákvörðun sem ég tek. Því það er að mínu mati mjög mikilvægt að mótívið sé hreint og frá hjartanu. Að sjálfsögðu veit ég að ég þarf að vera á varðbergi, því það er eðli manneskjunnar að sannfæra sig um það að það sem uppfyllir þörf egósins sé það besta, en það sem er gott fyrir sálina og heildina verður aukaatriði.

 En þetta þarf  að lokum að hanga saman. Sálin og Heildin.

En það var gott að hugsa þetta á skrift, því þá er eins og ég sitji hérna og tali við mig, en það keyrir ekki einhvernvegin í höfðinu á mér án upphafs eða endis.

Í byrjun júní á Sólin okkar afmæli, hún verður 10 ára. Hún hefur tvær óskir um afmælisgjafir.20050510142959_3

Nýjasta geisladiskinn hennar Bjarkar, sem er auðvelt að uppfylla.  Hitt er heldur erfiðara, en það er Landskjaldbaka !! Það gæti verið gaman, hef heyrt að þær verði allt upp í 300 ára,( þá verð ég ekki í vandræðum með að segja að hún/hann sé enn ungi, þó hún sé 100 ára. Það að segja að tíminn er afstæður) Vandamálið er að ég veit ekkert um skjaldbökur !!!! Veit einhver ykkar eitthvað ?

Ég læt þessar pælingar gossa á bloggið.

Ljós og Kærleikur  til ykkar allra, ætla út í garð að vinna vorverkin.

steina

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er svo gott að puðra þessu bara frá sér sem er að brjótast í manni á stundum..sérstaklega þegar mikilvægar spurningar fara að hrannast upp. Það að skrifa er sálarhreinsandi og augaopnari..eyeopener..hehe. Kanski þess vegna sem svona margir blogga..smá vorhreingerning. Samt gaman að velta því fyrir sér að allar þínar hugrenningar..innri tilfinningar eru á einhvernhátt líka mínar og allra hinna. Og það skipti okkur öll máli að þú sért í jafnvægi og í ljósi alveg eins og það skiptir alla hina máli eða hefur áhrif á alla hvernig öllum líður. Sko núna fór ég að hugsa beint í gegnum puttana.

Hafðu það gott mín kærasta..og allir þínir.

Skjaldbökur..hmmm. Nei segi ekki orð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er svo gott að puðra þessu bara frá sér sem er að brjótast í manni á stundum..sérstaklega þegar mikilvægar spurningar fara að hrannast upp. Það að skrifa er sálarhreinsandi og augaopnari..eyeopener..hehe. Kannski þess vegna sem svona margir blogga..smá vorhreingerning. Samt gaman að velta því fyrir sér að allar þínar hugrenningar..innri tilfinningar eru á einhvernhátt líka mínar og allra hinna. Og það skipti okkur öll máli að þú sért í jafnvægi og í ljósi alveg eins og það skiptir alla hina máli eða hefur áhrif á alla hvernig öllum líður. Sko núna fór ég að hugsa beint í gegnum puttana.

Hafðu það gott mín kærasta..og allir þínir.

Skjaldbökur..hmmm. Nei segi ekki orð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: www.zordis.com

Yndislega hrein og blíð færsla um hugsanir konu sem er meðvituð.  Eru ekki þessar skjaldbökur rosalega stórar?  Spurning að fá litla sem er dúllukrútt ..... Reyndar eru þær lítið gefandi skjaldbökurnar eins og hundar og kisur en voða sætar!  Gangi y kkur vel

www.zordis.com, 10.5.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Hæ! Ég kannast svo við þessar hugleiðingar þínar og lendi í svipuðum flækjum eins og þú en ég efast ekki um að þú farir sú leið sem þú ætlar þér enda er það allt saman fullkomið ;)

Lúðvík Bjarnason, 10.5.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ! Já sumt virðist í gær og annað man maður ekki alvegþað er svo langt síðanEinu sinni var maður alltaf að bíða.

Veit voða lítið um skjaldbökur sem gæludýr.

Knús 

Solla Guðjóns, 11.5.2007 kl. 01:59

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ætlapi nú að minnast á þessa fegurðardís á myndunum.Er þetta hún Sól

Solla Guðjóns, 11.5.2007 kl. 02:00

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir frábær komment, allir sem einn !!!

já thetta er Sólin mín dásamlega !

Ljós til ykkar allra á netheimi, sem ødrum heimi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 08:53

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir einlæga færslu og góða helgi

Guðrún Þorleifs, 11.5.2007 kl. 11:16

9 identicon

Takk fyrir góða færslu, mér finst alltaf yndislegast að lesa einlægar og fallegar færslur sem maður getur samhæft og lært af. ég þurfti akkurat að lesa þessar pælingar þínar og segja við þig eins og sjálfa mig, svarið er í hjartanu.

Hafðu góða helgi 

jóna björg (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert!

Ég þarf ekki að segja meira elsku Steinunn mín ljós og kærleikur til þín frá hjarta til hjarta.  Stundum eru orð óþörf.  Stundum er þögnin eina svarið.  Stundum geta algjörlega ókunnugar manneskjur fundið samhljóm í tóminu.  Það er orka jarðarinnar sem sameinar, samhljómur ómældra orða, ósaminna verka, þögnin í huganum sem bara er þarna úti á sveimi og við móttökum, án þess eiginlega að vita af hverju við vitum.  Það bara er.  Óútskýranlegt óáþreyfanlegt en bara er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: Elín Björk

Oh, hvað ég skil þetta með að "það gerðist í gær"! -Virðist líka ágerast með aldrinum

Knús til þín

Elín Björk, 13.5.2007 kl. 08:37

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...einhvern veginn eru allar þínar hugsanir og tilfinningar mínar líka. Falleg stelpa og falleg dýr.

Gangi þér vel

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 11:26

13 Smámynd: halkatla

yndislega fallegar myndir, og texti

ég fíla skjaldbökur, en ég veit ekki hvað lífseigustu tegundirnar verða gamlar.... samt, þær verða mjög gamlar

halkatla, 13.5.2007 kl. 12:53

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Falleg færsla elsku frænka mín. Nú er bara hálfur mánuður þar til við hittumst. (rúmlega reyndar)

Ég veit að landskjaldbökur eru mjög oft salmonellusmitberar svo að þær þarf að meðhöndla eins og hráan kjúkling. Þær eru auðvitðað bannaðar hér á landi eins og flest skriðdýr vegna smithættu en ég hef samt séð svoleiðis hjá fólki. Ein vinkona átti svona og hún var rosa stór!

Knús í krús, Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 16:52

15 Smámynd: Sylvía

sæt dýrin

Sylvía , 17.5.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband