Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

The Message og helgardraumur

 

litir litil1067

Við áttum alveg yndislega helgi !

Fórum í strandferð,

skógarferð,

það var rok,

sól

ekki rok

ekki  sól !

Ég horfði  á tvær góðar bíómyndir! Eina um Jesús og eina um Dalai Lama ! Þegar ég horfi á svona myndir, hugsa ég alltaf um allt sem ég gæti gert fyrir heiminn, í staðin fyrir að sitja og horfa á bíómyndir !

Úti er kallt, og ég var að koma heim úr vinnunni !

Geri mér fulla grein fyrir að andinn er ekki  yfir mér núna,

á mánudegi,

seinni partinn,

 kallt úti.

En á morgun kemur annar dagur, sem líka er annasamur !

En hinn daginn kemur líka dagur sem líka er annasamur !

Svona er lífið.

 Megi ljós skína á ykkur

Steina

 

 

 

 


Sophocles: Wisdom is the supreme part of happiness.

 

Föstudagur til friðar ! Frí vikan mín er að verða búinn !

Átti yndislegan dag í gær. Þegar ég var búinn að koma Sólinni í skólann fór ég í göngutúr með hundanna. Ég gekk niður að Lejreá, það var ekki svo mikið vatn í henni eins og hefur verið, en allt var að spretta upp úr moldinni. Við förum alltaf á sumrin niður að þessari ár og hundar,kisur og börn leika sér í ánni.20060831142947_0

 

Eftir göngutúrinn fór ég með lestinni til Kaupmannahafnar . Ég hafði mælt mér mót með Sigga syni mínum (sem býr í KBH) í gallerí Nordlys. Sá þar alveg frábæra sýningu með Finni Arnar. Mjög flott sýning. Gaman var að spjalla við þær stöllur Steinu frænku og Bryndísi sem reka þetta gallerí og teiknistofu.

Þarna kom Siggi og saman fórum við og gengum í gegnum bæinn. Við keyptum okkur pizzu og fórum svo í stúdíóið hans Sigga. Ég fékk fiðring í magann að koma þarna inn eins og alltaf þegar ég heimsæki hann.

Minningarnar koma upp, lyktin og hljóðin af fullt af fólki sem málar, skapar, og sprautar.

Það er ekki svo langt síðan ég var sjálf í námi í bæði Dusseldorf og í Mynd og hand, en samt er eins og það séu hundrað ár síðan

Ég sagði við Sigga að ég fylltist alltaf pínu öfund þegar ég kæmi til hans í skólann, því þetta hefðu verið mín bestu ár að læra og taka á móti alla daga. Að vera í púlsinum ! Svo taka árin við sem maður þarf að standa á eingin fótum, en svona er jú þróuninn í lífinu.

Hann sýndi mér það sem hann var að gera, sem mömmu fannst náttúrulega rosa flott, en gátum sammt líka rætt þetta á faglegu nótunum.

Við settum inn á bloggið mitt tvö frábær myndbönd sem ég hvet fólk að sjá ! Þau eru svo lífsgefandi bæði.

Á eftir þetta innlit í DDKK fórum við í Marmarakirkjuna og hugleiddum í tæpan klukkutíma. Það var yndislegt.

Eftir það löbbuðum við í gegnum bæinn til Hovedbanegaarden, bærinn iðaði af lífi og vori ! Ég tók lestina heim. Það er ca 800 metrar frá lestarstöðinni og heim til mín, og á leiðinni heim á túninu mætti ég Gunna, Sól, Lappa, Iðunni og Múmin (einni af kisunni okkar) Þau höfðu ákveðið að taka á móti mér. Við gengum svo í rólegheitum heim, klæddum okkur upp og fórum á frábæra tónleika í skólanum hérna. Þetta voru tónleikar með bekknum hennar Sólar. Þau spiluðu frumsamið, og við foreldrar vorum auðvitað með tár í augum og áttum ekki orð yfir snillingunum okkar.

 
Svona getur lífið líka verið gott og fallegt. Ljós frá Lejre til ykkar allra !20060719084147_1


Gary Jule - Mad World / Free Hug campaign



Kindness is more important than wisdom, and the recognition of this is the beginning of wisdom.

 Hérna eru nokkrar dásamlegar myndir, til að minna á undur lífsins, hvað mannveran er frábær til að fá það besta úr því sem er !

Í dag ætla ég að baka brauð, fá vinkonu mína í morgunkaffi, og taka til í garðinum ! Það er vor í lofti 12 til 13 stiga hiti og sól ! Hafið fallegan dag, og megi ljósið skýna á leið ykkar !

 

 


[]

[]
 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
[]

 
 
 
 


Það er gott að nördast í myndlistinni !

Sunnudagur til sælu, svo sannarlega ! Er ein heima, Gunni og Sól fóru á epla plantekruna að taka til. Ég hafði þörf fyrir að slappa af, og vera með sjálfri mér. Opnuninn í gær gekk mjög vel, það komu yfir 200 gestir . Meðal annars kom Magnea sem var með mér í Mynd og hand. Hún var í heimsókn í Svíþjóð og ákvað að skella sér yfir, það var alveg frábært ! Það var gaman að hitta alla Íslendingana, og tala líka á íslensku. Ég seldi verkið mitt, og get þar með látið drauminn rætast og keypt mér góða myndavél og samt átt pening eftir !! Opnuninn var frá 13.00 til 17.00. Margir fóru út að borða, en ég Gunni, Elena og Siggi fórum heim og elduðum okkur dýrindis mat. Flest okkar eru grænmetirætur og þar af leiðandi vildum við heldur borða heima því að það er mjög sjaldan hægt að fá góðan grænmetismat á veitingahúsum, Gunni er besti kokkur í heimi þannig að við vorum ansi örugg á að við fengjum góðan mat hérna heima.

Fyrir rúmum tveim árum ákvað ég að taka pásu í myndlistinni.  Ég hafði í nokkur ár haft svo mikið að gera að ég hafði hvorki tíma fyrir fjölskylduna mína eða sjálfa mig. Á sama tíma ofan í allt byrjuðum við (Morten, Lena og ég) með myndlistaskólann, sem var líka rosalega mikil vinna. Maður getur sagt að ég brann út. Ég fékk ógeð á myndlist og myndlistalífinu. Ég sagði mig úr öllu, sýningarstjóra verkefnum, sýningum, og myndlista hópum og hætti að fara á opnanir á hverju föstudagskvöldi. Ég fór svo að vinna við að finna harmomi/jafnvægi bæði í innra og ytra líf mínu. Ég fór að hugleiða, sem ég vil meina að hafi bjargað mér, ég hugleiði núna tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin . Ég hef samt notað mikinn tíma í myndlistarskólann, enda stækkar skólinn jafnt og þétt. Núna eru 6 kennarar, og við erum með biðlista inn í skólann. Ég finn að með þessum skóla bætum við lifsgæði hjá fullt af fólki, það er líka mikilvægt.  Árið 2005 var ég svo með sýningu í Kling og Bang á Íslandi, og það var bara svolítið gaman, en það fékk mig ekki til að vilja fara á fullt aftur í listalífið. Svo var mér boðið að vera með á þessari sýningu í Stalke.  Ég get sagt að við það að gera verkið sem ég sýndi fann ég gamla tilfinningu ”gleði við að skapa” sem var alveg yndislegt ! Þessi tilfinning hefur ekki verið þarna frá því fyrir 2001 ! Ég ætla samt aðeins að taka því rólega og sjá hvað gerist. Ég átti langt samtal við gallerístan í gær (sem er listsafnari og það var hann sem keypti verkið mitt) um það að vera listamaður, með stóru L eða nörd eins og ég er orðin. Þar að segja að vera listamaður til að gera list sköpunarinnar vegna eða að vera sölumaður(ég veit að auðvitað er þetta ekki svona ferkantað, en það hefur verið það fyrir mér, og þannig hljóðaði það í þessu samtali) ! Hann þekkir þennan heim inn og út, það var hann sem Ólafur Elíasson var hjá í byrjun ferilsins, áður en hann var stórstjarna. Það að vera listamaður með stóru L er markaðsetning, söluvara. Þetta var ég farinn að finna á sínum tíma (þó svo ég hafi alls ekki verið nálægt stórstjörnunum), og þá hvarf gleðin, og um leið eitthvað inni í mér. Ég hef svo síðustu tvö árin nördast hérna heima, með dýrin mín garðinn minn, sem ég get týnt mér í á sumrin, epla plantrekrunni okkar, lesið góðar bækur og síðast en ekki sístverið með fjölskyldunni minni.

Ég hef farið í sumarfrí síðustu tvö árin, til að fara í frí, ekki fengið alla fjölskylduna með og notað fríið til að fara annað hvort á milli sýningarstaða eða sjálf verið að sýna. Í gær fann ég samt smá kvíða í mér, því það er svo auðvelt að fara í svíng, finna þetta rúss, þegar manni er hrósað of mikið. Það er mjög mikilvægt að taka gleði og sorg með sama jafnvægi, þetta er allt hluti af því sama. Þetta hef ég mjög í huga mínum núna í dag, til að halda mér í ró.

Það er  mikilvægt að spyrja sjálfan sig : hvað er það  sem er mikilvægast í lífinu ! fyrir mig er það harmoni/jafnvægi og gleði. Þegar ég hef það , hef ég eitthvað að gefa af sjálfri mér til umhverfisins.

Það er skrítið að skrifa svona um sjálfan sig á netið, en fyrir mig er það hluti af því að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega, og kannski er einhver sem getur þekkt eitthvað í því sem ég skrifa og deilt því með mér og öðrum. Við erum jú öll hluti af því sama, þegar upp er staðið.

Þegar Sól og Gunni koma heim ætlum við til Hróarskeldu í bíó og út að borða, það verður notalegt.

Þeir sem vilja sjá myndir frá opnuninni geta farið inn á  og séð myndir á http://www.barnaland.is/barn/20432

Einnig er hérna mynd af verkinu mínu frá sýningunni.


 

Ljós og friður héðan 

Billede 862

 


Listen to the Exhortation of the Dawn

 
Allir eru sofandi nema ég hundarnir og kettirnir ! Morguninn er svo hljóður, ég elska svona helgarmorgna. Siggi og Elena komu í gærkvöldi og borðuðum við súpu saman kl. 10. Sendi þessa fallegu morgunkveðju með von um að allir fái fallegasta dag í heimi.
Steina
 
 Kalidasa:
 
Listen to the Exhortation of the Dawn!
Look to this Day!
For it is Life, the very Life of Life.
In its brief course lie all the
Verities and Realities of your Existence.
The Bliss of Growth,
The Glory of Action,
The Splendor of Beauty;
For Yesterday is but a Dream,
And To-morrow is only a Vision;
But To-day well lived makes
Every Yesterday a Dream of Happiness,
And every Tomorrow a Vision of Hope.
Look well therefore to this Day!
Such is the Salutation of the Dawn!
 
st-or061106152011_2

Svona geta börn verið dásamleg

Svona geta börn verið dásamleg. Við fullorðnir getum lært mikið af þeim, til dæmis að tala oftar út frá hjartanu, þó heilinn og sé góður,þá er hægt að blanda þessu saman !

image012image014image017image0102image0039image0047image0056image013image015image016

Thomas Jefferson: I hope our wisdom will grow with our power, and teach us, that the less we use our power the greater it will be.

 

Það er mikið að gera þessa dagana, sýningin er nú komin upp, og opnunin er á laugardaginn! Það verður gaman að hitta íslendinga og spjalla við þá. Ég hef ekki svo mikið samband við íslendinga hérna í Danmörku! Á morgun kemur vinkona okkar hún Elena og verður hjá okkur fram yfir sýningu. Hún er frá Hvíta Rússland, og hefur enga fjölskyldu hérna nema systur sína.  Þær eru oft hjá okkur yfir helgar og yfir jól, páska og þess háttar.

Gamli hundurinn minn hún Iðunn sem er orðin 11 ára er á blæðingum, það blæðir alveg ferlega. Ég hefði haldið að tíkur hættu þessu á ákveðnum aldri eins og við konurnar. Hún Iðunn mín blessunin hefur aldrei verið dugleg að þrífa upp eftir sig sjálf, en Lappi hundurinn okkar sem er tveggja ára þrífur heldur betur upp eftir hana! Veit ekki alveg hvort þetta er svona hjá villtum dýrum, villtum hundum, úlfum og þess hátta, en efast um það!  Á morgun  byrjar helgin, það verður dejligt !20070204144911_3
Friður og ljós í netheim!
Steina


Fréttabréf frá Stalke ! Allir eru velkomnir !

INVITATION


U P D A T E   2007

10. marts til 7. april 2007


Stalke Galleri i Kirke Sonnerup præsenterer udstillingen UPDATE 2007. Udstillingsprojektet er et forum hvor ni kunstnere er sat i stævne. De kommer fra forskellige positioner og tilgange og tager udgangspunkt i et mangfoldigt, mangefacetteret udtryk. Flere af de inviterede kunstnere har deres bopæl langt væk fra Danmark, såsom Vietnam, Berlin, London og Island. Udstillingen giver hver kunstner en mulighed for at præsentere sine værker i Stalke. Det er tilstræbt at forskelligheden vil skabe en dynamisk og seværdig udstilling bort fra den såkaldte mainstrem og det forudsigelige

 
 

Udstillingsprojektet kan ses som et nedslag, der spænder over det politiske, det stemningsfulde, det personlige. Målet er at vise en udstilling som ikke kan ses i andre sammenhænge. Værkerne kan ikke beskrives med en enkelt, samlende betegnelse, men repræsenterer det skæve, det underlige, det mærkværdige, det grimme, det mystiske og det kunne også være det profane, det irriterende, det underkendte. Kunsthistorien og medierne forsøger at forstå kunsten ved at ensrette og forenkle, vi gør det modsatte ved at eksponere mangfoldigheden og har valgt kunstere som netop er kritiske over for det kunstpolitisk korrekte.

UPDATE vil fremover være en årlig tilbagevendende begivenhed i Stalkes regi, hvert år med skiftende temaer og kuratorer.
   


 
 
Følgende kunstnere deltager:

Hans Peterson, Anne Bennike, Morten Tillitz, Frank Busk, Steinunn H. Sigurdardottir, Hulda Vilhjámsdóttir, Thorgej Steen Hansen, Kristleifur Björnsson og  Jes Brinch

 
 
Kuratorer:
Sam Jedig og Morten Tillitz

Udstillingen åbner den 10. marts 2007 med fernisering kl. 13-17
Udstillingen slutter den 7. april

Åbningstider: fredag kl. 14-18 og lørdag kl. 13-15
                      og efter aftale på  telefon 2926 7433

Læs mere

www.stalke.dk
 

Galleri Kirke Sonnerup í danaveldi !

Allir eru velkomnir !update1[1]

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband