Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Borgaraleg Alexandra.

 alex og drengerne

Í fyrsta sinn sem meðlimur konungsfjölskyldunnar velur borgaralegt líf hérna í Danmörku ! Hérna eru fallegar myndir frá brúðkaupinu. Synir Alex fylgdu henni til altaris,svo er mynd af parinu. Allur matur og áfengi var lífrænt ! Ég er ekki ein af þeim sem fylgjast grant með konungsfjölskyldunni, en ég hef alltaf verið hrifin af Alexandra. Hún hefur gert margt gott í Danmörku, og hefur verið sú afkastamesta af allri fjölskyldunni með opinbers törf ! 

Gott að fá athyglina á eitthvað annað er lætin í Kaupmannahöfn !

Friður héðan frá Lejre

kys


Ástin sigraði, eins og Kronprins Fredrik sagði !

Alexandra og Martin segja já hvort við annað í Øster Egede kirke og Alexandra verður grevinde Jørgensen ! Ástin sigraði eins og kronprins Fredrik sagði þegar hann var spurður hvað honum findist um að þau giftu sig ! Kærleikurinn er bestur!

Steina 

alexandra og martin


Það er stríðsástand í Kaupmannahöfn !!

ungdomshusetRIP

Ég hef fylgst með þessu ástandi í nokkra tíð í gegnum son minn sem er 22 ára, og börn vina minna, sem hafa tekið þátt í hinum og þessum mótmælum í nokkurn tíma. Þetta er sorglegt ástand ! Það er margt í þessu máli sem er óskiljanlegt, t.d var þessu unga fólki gefið húsið á sínum tíma, en svo selur Kaupmannahöfn húsið til "fader huset", sem er hópur kristinna, sem meinar að húsið sé heltekið af djöflinum (sem er náttúrulega algjört aukaatriði). Þessu mótmæla að sjálfsögðu þeir sem telja sig eiga húsið, og svo kemur skriðan.......Ég skil vel þá sem slást fyrir rétti sínum, en ég held að svo óheppilega vilji til að það slást í hópinn fullt af fólki frá allri Evrópu, sem vilja bara slást. þá er þetta orðið meira en að berjast fyrir rétti sínum. Það er að mínu mati mjög óheppilegt fyrir þetta unga fólk að hlutirnir eru orðnir svona brjálaðir, það hjálpar þeim ekki, síður en svo. Ég er samt viss um að átökin verða, þar til þau fá nýtt hús ! Það hefur að sjálfsögðu verið mikið rætt um þetta mál, bæði í vinnuni minni, útvarpi og sjónvarpi. Ég horfði á þetta í sjónvarpinu til kl. hálf ellefu í gærkvöldi þar til Siggi hringdi í mig og sagði að allt væri í lagi með hann. Þá gat ég farið að sofa. Siggi var þarna frá því um morguninn og allan daginn, hann vildi meina að ástandið hafi ekki verið eins rosalegt og kom fram í sjónvarpinu. Frétti að það hefði komið mynd af honum í Information með kanínuandlit  og rauða slaufu um hálsinn, gefandi fólk rósir til að benda fólki á fáránleika þessa atburðar! Greinin heitir "Absurd teater"og er heilsíða um þessi átök með þessari líka flottu litmynd af Sigga með kanínugrímuna, rauða slaufu með hvítum doppum og bleikar rósir. Ég er ferlega stolt af honum!  Hann lenti visst í smá ógöngum þar sem hann var lokaður inni á milli lögreglu og unga fólksins, en var svo hjálpað burtu af lögregunni. Hann söng líka og dansaði bæði fyrir lögregluna og þá sem var búið að handtaka og sátu í röðum á jörðinni. Sem sagt stríð í Kaupmannahöfn, sem heldur ábyggilega áfram í nokkurn tíma.

 
Ljós og friður héðan.
SteinaEN_Ungdomshuset_f


Hver man ekki eftir Louise Brown, hún er sennilega í kringum 28 ára í dag !

 

l f%C3%B8rse ouisebrown[1]        Í Danmörku ætlar allt um koll að keyra vegna fæðingu stúlkubarns ! Móðirin er 61 árs ! Þetta finnst flestum alveg hræðilegt, og fylgja Því líka ansi mörg önnur ókvæðisorð t.d. móðirin hefur greinilega enga ábyrgðartilfinningu af því hún velur að eignast barn svona gömul. barnið kemur til með að missa móður sína mjög snemma. Unglingar voru spurðir í sjónvarpinu hvort þau vildu eiga mömmu sem væri á 70 ára aldrinum ! Nei, hræðilegt, ógeðslegt...... í allri þessari umræðu er aldrei spurt um föðurinn, hann er 61 árs líka ? Hversu margir verða ekki feður á gamals aldri og eru ágætis feður og slæmir feður, eins og allir aðrir feður ? Eitt er hvort við eigum að breyta því sem náttúran hefur ákveðið fyrir okkur, sem við gerum endalaust ! Annað er  hvernig fréttaflutningur þessi hefur verið hérna í Danmörku. Foreldrarnir fóru í glasafrjógun til Englands, en fæddu barnið á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Heyrði útundan mér þegar ég var að vaska upp eftir kvöldmatinn í gær að einhver sagði að auðvitað yrðum við að taka á móti þessu barni ?
 Ég veit ekki hvort mér finnst í lagi að fara í svona aðgerð á þessum aldri, það er í raun aukaatriði, það finnst mér hver og einn eigi að velja sjálfur.  Ef rökin fyrir því að maður eigi ekki að eignast börn á þessum aldri sé vegna þess að þá missi börnin foreldra sína svo ung, þau rök eru ekki næg að mínu mati, allir geta dáið hvenær sem er, það eru engar reglur um það. Það er fullt af fólki sem fær hjálp til að eignast börn, sem alls ekki ættu að eignast börn ! Sem dæmi man ég eftir máli þar sem vangefin kona hérna í DK fór í svona aðgerð og fékk barn, en gat svo ekki passað barnið og það var fjarlægt frá henni á móti hennar vilja, mjög sorglegt mál. Það er erfitt að dæma ! Þessi hjón sem eru 61 árs, geta verið við hesta heilsu, og það er einnig mögulegt að þetta verði súper foreldrar ! Hver getur dæmt um það. Allt annað er mögulegt líka. En ef fólk á þessum aldri leggur þetta á sig bæði hlýtur þetta að kosta mikinn pening, og einnig er þessi prosess ekkert auðveldur þá er þráin til að eignast barn mikil. Það er ekki okkar að dæma ! Andere Tijden IVF Louise Brown[1]
Já gott að við höfum frjálsan vilja í flestum málum.

Kærleikur og ljós                   Hver man ekki eftir Louise Brown!!! 

Steina


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband