Mikið varð ég leið yfir þessari frétt !

images

Ísbirnir eiga ekki auðvelda daga núna, þeir berjast fyrir lífi sínu. Það gæti verið liðin tíð eftir ekki svo mörg ár að sjá ísbjarnarmömmu með ungana sína á selaveiðum. Hver hefur ekki notið náttúrulífsþátta þar sem hún er á veiðum með ungana sína á ísbreiðunni, þar sem lyktnæmið er svo ótrúlegt að hún getur fundið lykt af sel á löngu færi og í gegnum ísinn.

Þessi mögnuðu dýr sem á svo fallegan hátt falla svo vel inn í umhverfið sitt.Ísbjarnar kallinn blessaður sem vandrar um á íssléttunni sem tákn um styrk og fegurð.

Það bendir allt til þess að þetta verði í framtíðinni bara það sem hægt er að upplifa á myndum.

Amerískar rannsóknir vísa að eftir 100 ár, með þeirri meðferð sem Móðir Jörð fær, þá verða engir ísbirnir á Jörðinni, þeir verða hreinlega útdauðir.

images-1Við vitum að lífsviðurværi þeirra er fæði í hafinu, og til að ná í það vandra þeir út á ísinn. En þegar engin ís er þá er erfitt fyrir þá að finna sér fæðu.

Núna í vorinu kemur ísbjarnarmamma út úr snjóholunni með ungana sína til að kenna þeim að lifa með þeirri náttúru sem þeim er sköpuð. Oftast er lífið ekki auðvelt fyrir þessa litlu unga, og oftast lifir bara annar hver ungi. Hvernig verður það núna, það lifa ekki margir ungar í þeirri fæðuvöntun sem er fyrir þessi blessuðu dýr

En núna er lífið erfiðar en áður, eins og lífið næsta ár verður erfiðara en í ár.187095A

Ísbjarnarmamma hefur ekki möguleika á að synda á haf út til að finna fæðu fyrir sig og ungana, en það getur ísbjarnarkallinn.

Hann getur synt langt, mjög langt, stundum í marga daga og stundum alla leið til ísland, það sem loksins er fast land undir fótum eftir marga daga á sundi og þarna vonast hann eftir fæðu, en það er ekki tekið vel á móti ísbjörnum á Íslandi, þeir er bara sí svona, skotnir.

Oft drukkna ísbirnir þegar valið er á milli þess að synda á haf út, eða leita fæðu í landi. Það er samt ekki erfitt að reikna út að þegar valið er að synda út í óvissuna og vonast eftir fæði,og synda í í marga daga, þá er ekki fæði í landi !

Ég hef velt mikið fyrir mér hvaða örlög bíða þessara frábæru dýra.

Það eru að gerast spennandi hlutir þrátt fyrir allt, og líka sögulegir, sem sumum finnst kannski ekkert spennandi, en það finnst mér. Því að þessi þróun er óumflýjanleg.

Í dýragarðinum í Berlín í þýskalandi  og fleiri löndum eru litlir ísbjarnarungar fóstraðir upp af einstaklingum, sem taka litlu birnina í fóstur.

Þetta er ekki alltaf vel liðið, og við segjum oft að dýr séu dýr, ennnn þessi dýr eru að verða útdauð og ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er allt um peninga sem dýragarðarnir eru að hugsa um.
Það sem ég hef á tilfinningunni að sé að gerast er að á milli manna og þessara viltu dýra myndist tengsl, og það sem ég trúi er að hver dýrategund er tengd á innri plönum, eins og allt mannkyn er tengt á innri plönum og við svo í stærra samhengi erum tengd öllu lifandi hér á Jörðinni.
Ekki ætla ég alveg að fara út í þetta, en verð að láta smá útskýringu fylgja sem skýrir það sem ég er að segja. Vonandi.images-4

Þessi tengsl  sem myndast held ég að hafi mikla þýðingu fyrir þróun hjá ísbirninum, og hjá okkur mannkyni.

Þegar dýr umgangast manneskjur hækkar vitundarstig dýrsins.
Þegar við elskum dýrin og sínum og gefum þeim allan þann Kærleika sem við höfum í okkur, hefur það ekki bara áhrif á það dýr sem við höldum að mótaki Kærleika, en alla þá dýrategund sem þetta dýr er sprottið frá.

Tökum sem dæmi litla Kurt í dýragarðinum í Þýskalandi .

Hann fær mikla ást og umhyggju frá þeim sem passar hann, þessi ást og kærleikur streymir í gegnum litla Kurt og frá honum í einskonar brunn af orku, eða sameiginlega sál allra ísbjarna og þó svo að við séum ekki sammála um allt, getum við verið sammála um það, að ekki veitir af !
Við sjáum fleiri dæmi um það að ísbirnir eru að nálgast aðrar tegundir á jákvæðan hátt !
Til dæmis hunda, það hefur sést á mörgum stöðum að ísbirnir leika við og kela við sleðahunda. Þetta er eitthvað sem ekki hefur verið upplifað áður.

Það er sorglegt þegar valið er að aflífa dýr, án þess að reyna að finna annan möguleika.

Þetta var einn ísbjörn !
Hvað var gert við Keikó ?

Blessun til allra dýra á Jörðinni !!


mbl.is Ekki fleiri bjarndýr í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Alltaf sjálfri þér samkvæm ástin mín. Falleg og þörf grein.

Gunni Palli  

Gunnar Páll Gunnarsson, 5.6.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk Steina mín....fallegar myndir

Guðni Már Henningsson, 6.6.2008 kl. 00:28

3 identicon

Oh já mér finnst þetta ferlegt. það var nú ekki lítið umstangið í kringum keikó en hann var náttúrulega frægur hollívúdd hvalur...blessaði ísbjörnin var greinilega ekki nógu frægur

jóna björg (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: halkatla

það voru flestir íslendingar alveg miður sín þennan dag, þetta hefði aldrei þurft að fara svona :(

ég bloggaði óendanlega mikið um þetta á nýja blogginu mínu. Hafðu það sem best

halkatla, 6.6.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst þetta engan vegin gott mál en skilst á því litla sem ég er búin að kynna mér um þetta mál að lítið annað hafi verið til í söðunni.Vonandi gerist svona ekki aftur.

Solla Guðjóns, 6.6.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég get sko alveg tekið undir það sem þú segir....það yrði hræðilegt ef þessi fallega skepna hyrfi alveg....við mannfólkið þurfum að breyta svo mörgu til að snúa við þessari óheilla þróun....bæði hvað varðar mengun og hlýnun jarðar....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: www.zordis.com

Sorglegt ad hann hafi verid skotinn til bana, hver veit nema ad fjölskyldan hans bídi enn eftir honum?

Falleg skrif um falleg dýr!

www.zordis.com, 7.6.2008 kl. 10:00

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, ég varð líka leið og jafnframt reið. Hvítabirnir eru friðaðir með lögum og hafa verið í tugi ára, nema kannski hjá Inúítum sem fá leyfi til þess að veiða þá. Það er hneyksli að eftir mörghundruð ára reynslu af því að hvítabirnir gangi hér á land á Íslandi skuli ekki enn þann dag í dag,  hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að ná þeim lifandi og koma þeim á öruggan stað.
Íslendingar eru móðursjúkir og veiðisjúkir miðað við aðrar þjóðir sem umgangast hvítabirni eins og t.d. í Kanada.

Svava frá Strandbergi , 8.6.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Heidi Strand

Jeg er enig med deg og takk for denne artikkelen og bildene. Det er helt utrolig at islendingene ikke skal være forberedt på at det kan komme isbjørn i land og ha beredskapen klar. Det er også ufattelig at folk ikke ble holdt unna.
Vi vet at isbjørnen kommer til å bli borte om ikke alt for lenge på grunn av miljøproblemene. Alle snakker om det, men det ser ut som alt for få er villige til å gjøre noe selv for at det skal bli bedre for miljøet. Her på Island f. eks kjører folk rundt i byene på store jepper som aldri før. Forurensende storidustri er i oppseiling flere steder. På samme tid som folk snakker om rent land og vakker natur , så planlegger de blandt annet oljerenseanlegg her på vestfjorden.

Heidi Strand, 8.6.2008 kl. 08:47

10 identicon

ég r alveg sammála þér... þetta er ein fallegasta veran á jörðinni og ég er alveg 100% sammála þessu að þegar maður talar við eitt dýr þá finna önnur... kanski öll sem vilja... ef þau hlusta, eða hafa áhuga... einhver hugsana bilgja... samband... þetta hafa maurar td það hef ég sannreint og þetta er mjög vel skrifað og falleg video, og góð hugsun... afslappað og satt og gæti verið texti í barnabók um isbjöddnin kær leikur

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:20

11 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Steina bloggvinkona mín. Ég er búinn að vera svo upptekinn af þessum sorgar viðburði allt frá því hann gerðist. Hann var svo fallegur og umkomulaus á þessum ókunnulegu slóðum sem hann kaus örugglega ekki að vera á. 

Var virkilega ekki hægt að gera neitt annað????????????????

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 8.6.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband