elska skaltu allt eins og sjálfan þig....

 _MG_7739

Veðrið er alveg frábært,  blómin eru falleg ,sól sól sól !!!
Við fórum í gær að vatni hérna rétt hjá með kvöldmatinn og vorum þar með Sigyn, Albert og börnunum þeirra. Sigyn er elsta dóttirin á bænum.

Þarna vorum við til kl átta um kvöldið að synda leika okkur og borða góðan mat. Það er alveg frábært að hafa svona paradís í bakgarðinum.
Við ákváðum að hittast þarna allavega einu sinni í viku og borða kvöldmat saman og leika okkur í vatninu.

Núna er ég að taka til og spjalla við nágranna minn sem af og til kemur hlaupandi inn og  sem hefur mikla þörf á að koma og spjalla um allt það sem gerist í lífi hennar.

Ég hef skrifað um hana áður, þá á þeim stað að ég gat ekki haldið hana út.
En ég get séð núna að það dugir ekki að vilja vera eitt með öllum heiminum og halda svo þeim sem mest þurfa á samskiptum að halda vegna einmannaleika og þar að auki eru nágrannar manns, frá sér.
Það er nefnilega svo auðvelt að vilja vera góður við börnin i Afríku en klofa svo yfir þá sem liggja á tröppunum manns og láta sem maður sjá ekki þörfina.

Hún nágranni er einmanna, og á við mikil andleg vandamál að stríða og þess vegna getur fólk ekki haldið hana út. En sem manneskja sem boðar frið á Jörðu og að við séum öll bræður og systur tók ég mig í hnakkadrambið og opnaði dyrnar mínar fyrir henni og nú er hún hérna af og til allan daginn.

Hún borðar með mér hádegismat ef ég er heima og svo spjöllum við um alla heima og geima. Hún hefur átt viðburðarríkt líf og ég er þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að heyra um það.

Hún hjálpar alveg heilmikið og er góð við Sólina okkar og dýrin.

Núna stelur hún ekki fleiri kisum svo þær eru í öruggum höndum. Hún er ALGJÖR einstæðingur og þannig má það ekki vera. Ég þarf að æfa mig í að segja til og frá og það er hollt fyrr mig.

Hérna eru nokkrar myndir frá yndislega deginum í gær.
Knús í krús

_MG_7933_MG_7885_MG_7897IMG_7918_MG_7823IMG_7930 _MG_7769


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar myndir. Mikið ertu flott að hleypa þessari konu aftur til þín. Sjálf myndi ég held ég ekki nenna því. Enda að æfa mig í hinu gagnstæða. Að vera ekki meðvirk með fólki sem ég í raun nenni ekki eða vill ekki hafa mikið oní mér. Knús og kram.

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.6.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænka, það er svo auðvelt að vera ekki meðvirkur þegar það er engin til að vera meðvirkur með, það sem er þrautin, það er að vera ekki meðvirkur þegar maður er í sambandi við þá sem opna fyrir meðvirknina og það er það sem hún getur ómeðvitað hjálpað mér með.

knús til þín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Steinunn, þú ert indæl manneskja

Þessi saga sem þú nefndir við færsluna mína er ein af mínum uppáhalds sögum. Sagan heitir "Velkomin til Hollands" 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.6.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri gunnar, frábært að lesa söguna í heild sinni. ég heyrði söguna svona stutta á sínum tíma, sennilega vegna þess að sú sem sagði mér söguna var frá ítalíu og kunni næstum því ekki dönsku, hvað þá íslensku og enga ensku.

En núna kann ég söguna alla og ég hvet ykkur sem koma hingað inn að klikka á Velkomin til Hollands hérna á kommentinu hjá honum Gunnari og ég mæli líka með síðustu færsluni hans sem er bæði einlæg, falleg og átakanleg raunveruleikasaga og lesa það.

hafðu fallegt mánudagskvöld Gunnar.

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Þröstur Unnar

"Það er nefnilega svo auðvelt að vilja vera góður við börnin i Afríku en klofa svo yfir þá sem liggja á tröppunum manns og láta sem maður sjá ekki þörfina."

So true.

Þröstur Unnar, 2.6.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hef ég sagt þér hvað þú ert yndisleg? Segi það þá bara aftur!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 21:40

7 identicon

Yndislegt að borða svona úti í góða veðrinu, ég nýt veðursins í botn þessa dagana. Sammála þér í kommenti nr 2, það er svakaleg æfing í að vera í kringum fólk án þess að vera meðvirkur og nauðsinlegur þroski, en maður þarf auðvitað að vera í kringum fólkið til að æfa sig. Þegar við flytjum til íslands verður það hluti af þroska okkar...að segja frá og vera ekki meðvirk, bíta í það súra að vera kannski stimpluð vond þó það sé auðvitað ekki meiningin.

knús úr sólinni hjá mér í sólina hjá þér 

jóna björg (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:12

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Falleg mynd og góður texti.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2008 kl. 12:17

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fallegar myndir, meinti ég víst ;-) ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2008 kl. 12:18

10 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert yndisleg og svo gaman að hafa heyrt hláturinn þinn og skynjað þig í verunni!

Fallegar myndir og ég man fyrri færslur um grönnsluna þina og verð bara að segja að þú ert yndislegust!

www.zordis.com, 3.6.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Elín Björk

Yndislegar myndir og fallegt að heyra hvernig þú ert við meðmanneskjur þínar
Knús á þig Steina

Elín Björk, 4.6.2008 kl. 21:58

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er ekki laust við að ég finni fyrir smá öfund yfir ykkur og vatninu ykkar.Þetta er toppurinn á tilverunni.

Þú ert alveg með eindæmum.Ég man eftir þessari kisukonu.Og ég er ekki bara að tala um það heldur var ég að lesa færsluna hér fyrir neðan og ég hugsaði mikið rétt og svo falllegt ég vildi að allir væru eins og hún SteinaFrábært hvernig þessum dreng hefur vegnað hjá ykkur.

Takk fyrir að vera til

Solla Guðjóns, 4.6.2008 kl. 23:42

13 identicon

Fallegar myndir :)

. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:15

14 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er næring að skoða myndirnar þínar og einnig verð ég að segja: Þú ert frábær penni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.6.2008 kl. 01:52

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Steina, þetta eru hreint út sagt guðdómlegar myndir. Takk fyrir þetta - og annað!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband