Hvað sameinar okkur ?
17.9.2007 | 15:21
Það er tími til komin að ég fari að skrifa aftur blogg !
Ég hef haft svo mikið að gera við margt skemmtilegt ! Fjölskyldan er nú sameinuð og í gær buðum við Gunni, Sigga, Sigyn og Sól börnunum okkar, og Alina og Albert tengdabörnunum okkar og Lilju og Aron barnabörnunum okkar til Svíþjóðar ! Við tókum lest til Malmö. Fórum á Listasafnið, sáum þar góða sýningu með David Shringley.
Við borðuðum svo á Listasafninu. Þetta er góður veitingastaður, mæli með honum. Þarna var spiluð lifandi músík. Sem sagt ósköp notalegt !
Annars fara dagarnir í hitt og þetta. Erum að gera fullt við húsið, hjálpa Sigyn og Albert með krakkana og margt annað.
Ég heyri oft fólk sem hefur helgað sínu lífi Kristinni trú, segja um hvað það var sem breytti lífi þeirra. Þetta finnst mér oft mjög áhugavert. Núna langar mig að segja hvað það var sem fékk mig til að finna mína leið í kærleikann. Eða eins og oft er kallað að vera esoterisker.
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, kannski svona 5 til 6 árum. Ég hef alltaf verið trúuð, en ekki aðhyllst neina kirkju, eða söfnuð. Heldur eins og margir myndu segja ég hafði mína trú, og svo kemur alltaf á eftir, en ég trúi ekki á neinn hvíthærðan mann sem hægt er að kalla Guð !
Ég sem sagt var bara sátt við lífið og tilveruna, og sá lífið með mínum augum, oft út frá hinum og þessum persónulegum plönum. En ég vil meina að ég hafði mikinn Kærleik í mér til alls lifandi.
Svo sá ég einu sinni að það átti að vera fyrirlestur hérna í samkomuhúsinu um hvaða þýðingu múskinn hefur haft á andlega þróun mannkyns. Vinkona mín ætlaði að fara og vildi hafa mig með. Ég var svona á báðum áttum, enda sama dag átti að vera opnun í gallerí þar sem ég var einn af sýningarstjórunum, og tíminn mjög knappur til að ná báðum hlutunum ! Ég lét þó til leiðast, þó svo ég hafi einhversstaðar ekki viljað fara.
Fyrirlesarinn heitir Niels Brønsted. Ég sest inn bara ansi cool. Flestir í þessu bæjarfélagi vita hver ég er vegna ýmissa uppákoma sem ég hef staðið fyrir og sem hefur vakið athygli á þessum dásamlega bæ. Þannig að maður kemur inn og er bara ansi cool.
Ég sest á fremsta bekk og fyrirlesturinn hefst. Þetta var þannig byggt upp að það var spiluð músík sem hafði haft hvað mest áhrif hverju sinni í að lyfta meðvitund fólks á hverjum tíma í gegnum aldirnar.
Það var ekki komið langt inn í efnið þegar eitthvað brestur í mér sem var svo cool og ég byrja bara að grenja og grenja, og ég gerði það allan fyrirlesturinn, svo mikið að ég þurfti að halda niður ekkanum svo ég myndi ekki stynja yfir allan salinn. Þetta var í raun alveg hræðilegt, því ég gat ekki stjórnað þessu. Svo rétt áður en fyrirlestrinum líkur lauma ég mér út, eins og maður getur nú laumað sér út frá fremsta bekk, allur út grátinn.
Ég fer heim og er eiginlega alveg uppgefinn og skil ekkert í neinu, gleymi þessu svo bara og lífið heldur svo áfram.
Einn daginn er ég svo í skólanum og Lena sem var með mér og Morten til að byrja með myndlistaskólann kemur með bækling og segir við mig , hvort við eigum að byrja í þessum skóla Esoterisk skole Skandinaven !
Nei segi ég og hendi bæklingum til baka til hennar. Um leið og ég gerði það þá veit ég svona eins og gerist og gengur að það er það sem ég á að gera þó svo að þetta sé algerlega óskrifuð bók fyrir mig. Ég tek bæklinginn aftur , hringi inn og læt skrifa mig inn í næsta skólaár. Þetta var tveggja ára nám. Ótrúlega spennandi finnst mér.
Við lærðum hugleiðslu, esoteriska stjórnmála og samfélagsfræði, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska sálfræði esoteriska heimsspeki og esoteriska anatomi.
Þetta nám gerði að ég fékk dýpri og nýja sýn á allt, hlutir hafa fleiri víddir, allir hlutir hafa fleiri víddir.
Ég kláraði þetta nám og er í mínu lífi Esoteriker inn í hjartað og í mínu daglega lífi.
Ég vil meina að það sem er mikilvægt sem bæði Kristinn, Esoteriker og í raun hver trúar sem er sé okkar skilda að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa meðbræðrum okkar og systrum (einnig dýraríkinu, plönturíkinu og mineralríkinu) sem ekki hafa það eins gott og við hérna á jörðinni. Fyrir mér er ekki aðalatriðið hverrar trúar manneskja er, því það eru margar leiðir til Guðsríkis, heldur hvort viðkomandi hefur Kærleikann í sér, og það hafa flestir meðvitað eða ómeðvita.
Sennilega væri best að við saman styddum hvert annað og fókuseruðum á hvað það er sem við eigum sameiginlegt en ekki hvað það er sem skilur okkur að. Það er í raun og veru það sem er mikilvægast fyrir allt mannkyn, ef alltaf ef fókuserað á það sem aðskilur okkur, verða áfram styrjaldir, fordómar, hatur og ......
Hvað er það sem sameinar okkur gaman væri að hugsa svolítið um það og senda því hugsun!
AlheimsLjós til ykkar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alveg dásamleg elskan mín.
Góðir pistlar hjá þér.
Manninn þinn.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.9.2007 kl. 15:27
þú ert frábær elsku Steina.......
Guðni Már Henningsson, 17.9.2007 kl. 15:29
Já Steina mín, styð þessa hugmynd - englakv.
Vilborg Eggertsdóttir, 17.9.2007 kl. 17:30
Hugsaður þér bara hvað allt væri auðveldara ef við hugsuðum einmitt um það sem sameinar okkur í stað þess að einblína alltaf á það sem sundrar. Takk fyrir fallega færslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:43
nákvæmlega, við hugsum alltof oft hvað það er sem aðskilur okkur, ég ætla að breyta um hugsunarhátt og fara að sjá hvað það er sem sameinar okkur mannkyn. Takk fyrir að opna augu mín.
ljós&kærleikur
jóna björg (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:46
Takk fyrir að opna fyrir ljósið. Falleg færsla sem þú gefur okkur!
Ég var eitt sinn stödd í miðbæ Reykjavíkur með vinum mínum. Ég stend fyrir framan bókabúð og þar er manneskja sem gefur sig að mér og tjáir sig um fegurð og frelsi ..... ég var komin á annað plan og fann fyrir ólgandi tárum sem spruttu eins og dásamlegar perlur sem ultu til jarðarinnar. Ég varð hrædd og snéri í lás!
Kanski var þetta mannlegur engill eða engilsásynd mannsverunnar. Ég hugsa oft um þetta þetta fallega blig í lífi mínu, blik sem ég lét fram hjá mér fara en opnaði margt.
Kærleikurinn er yfirsterkari öllu öðru.
www.zordis.com, 17.9.2007 kl. 18:59
Ég hef átt nokkrar svona stundir.....og alltaf hefur eitthvað mikilvægt breyst. Stundum á mismunandi sviðum og heldur örugglega áfram að gerast um alla eilífð..svei mér þá. Færslurnar þínar eru fallegar og fullar af einlægni og sannleikanum þínum. Ljós og blessun til þín Steina...töffari
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:44
Knúsi knús, kæra frænka. Þú ert dásamleg manneskja.
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 08:53
Takk fyrir góða færslu
Guðrún Þorleifs, 18.9.2007 kl. 12:54
Flottur pistill og alheimsljós til þín
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.9.2007 kl. 22:48
Stefnuljós til þín mín kæra.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 18.9.2007 kl. 23:41
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:51
Ég held að við eigum öll okkar örlagastunir meðvitað og ómeðvitað.
Það er sama um hvað þú skrifar ég fer alltaf að hugsa um það ,þú nærð ótrúlega vel til fólks
Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 21:01
Gott að þú fannst leið til að finna kærleikann í garð sjálfrar þín og samferðamannanna
Sjál er ég Búddisti og þar er einmitt mjög mikil áhersla lögð á að hjálpa samferðamönnum okkar að finna hamingjuna í þessum heimi ekkert síður en að finna hana sjálf.
Gangi þér vel og megi alheimsorkan aðstoða þig í daglegu amsri
Dísa Dóra, 27.9.2007 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.