Færsluflokkur: Matur og drykkur
Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
11.3.2013 | 14:12
Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
Ég hafði alveg dásamlega hugleiðslu í morgun, þar sem ég fékk skilning á svo mörgu, bæði með sjálfa mig og einnig með lífið á Jörðinni.
Ég hef í mörg, mörg ár haft höfuðið uppi í skýjunum, eins og stundum er sagt, þegar jarðtenging er lítil eða engin. Við erum ansi mörg, sem höfum ekki mikla tenginu við mannkyn, eða önnur náttúruríki, en erum upptekinn að þróa og styrkja, sjálfsmynd okkar, eða huga, til að verða klókari og klárari í vinnu og annarsstaðar./hinn fullkomni einstaklingur.
Það er líka krafist þess af samfélaginu, að þú sért fljótur að hugsa, fljótur að gera og klár og keik.
Þar af leiðandi eru eins og við vitum, margir sem falla út og geta ekki fylgt með í þessu hörku flóði. Við setum þau oft í greiningarkassa, til að afsaka okkur sjálf, fyrir ekki að skoða samfundið eins og það er og til að mögulega gera einhverjar beitingar á því sem er og þangað sem við erum að fara.
Ekki nóg með að við hendum þeim frá sem ekki geta hlaupið nógu hratt, hugsað nógu hratt eða vera nógu gott, út frá einhverju stöðluðu mati, sem engin veit hver hefur sett yfir hausinn á okkur sem mannkyn.
Ekki nóg með að við hendum fólki af vagninum, sem ekki geta, eða vilja vera með, þá erum við sjálf ekki heil í því sem við erum að gera. Við tökum ekki allan pakkann með í hlaupið, við tökum bara þann hluta sem við á sem auðveldastan hátt getum haft með, án þess að þurfa að nota tíma til sjálfsrannsóknar, sem við höfum ekki tíma til, nema ef vera kynni að við verðum svo heppin að brotna undan álaginu, sem krefur okkur að stoppa og skoða og skilja.
Allt einhvernvegin mjög fólkið, en þó ekki.
Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá hef ég eins og ég hef sagt, hugleitt í mörg ár og það er mín sterkasta hlið, að hafa höfuðið í skýjunum.
Undanfarið hef ég verið að reyna að tengjast líkama mínum, til að vinna með honum, en ekki á móti. Ég hef skrifað áður um þessa baráttu, svo ég ætla ekki inn í það hérna. En í morgun í hugleiðslunni minni, sá ég þetta allt í stærra samhengi.
Þetta er ekki bara ég og líkami minn í þerapíu, þetta er allt hluti af stærra samhengi.
Ég get upplifað það sama, á því hvernig við umgöngumst Móður Jörð. Við elskum hana þar sem hún er falleg, en viljum sem minnst vita af henni þar sem hún er ljót! Við einbeitum okkur meira að því ytra, en að því innra. Við tökum og tökum, það sem okkur vantar, án þess að gefa til baka, nema þar sem okkur hentar sjálfum.
Ég get séð hvernig við sem manneskjur, hugsum meira um hið ytra útlit, en við hugsum um, hvernig líkamanum líður, við tengjum í raun ekki saman, hvernig líkamanum líður og hvernig okkur líður, við hlustum ekki á líkamann.
Flestir láta sig litlu varða, hvað það er sem sett er í líkamann, bara ef hann heldur sér grönnum. Við borðum gervisykur, í allavega fæðutegundum, við smyrjum okkur í allavegana krem, sem eru full af eiturefnum og ég tala nú ekki um, búið að gera allavega tilraunir á litlu bræðrum okkar og systrum í dýraríkinu. Þetta hugsa allt of fáir um, þegar verið er að smyrja á líkamann hinum og þessum andlitskremum og bodykremum.
Ég get séð fyrir mér, hvernig orka er í þessum kremum, sem búið er að þróa í gegnum þjáningu þessa litlu lífa á tilraunastofum um allan heim. Sem betur fer er búið að banna svona tilraunir í Evrópu, núna nýverið.
En ef við skoðum stærri myndina, þá gerum við það sama við móður jörð, við hendum allavegana rusli og eiturefnum í hana, við skoðum ekki hvað er best fyrir Jörðina, við skoðum hvað okkur hentar. Það er ekki jafnvægi á milli hugar og líkama.
Þegar ég skoða hvernig er í mörgum Arabaríkjum, Indlandi og öðrum stöðum, þá er allt fljótandi í rusli á götum úti, í náttúrunni, engin tenging við móður jörð, það er bara tekið og tekið og allt er um trúna, föðurinn. Það er lifað í trúnni á föðurinn, án þess að hafa neina tengingu við Móður Náttúru, dýraríkið, plönturíkið eða steinaríkið. Þetta er sem sagt alger tenging upp, þar að segja, með höfuðið í skýjunum. Annað sem ég velti fyrir mé, er að við segjum við jarðarfarir, Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Það sem gerist í þessu ferli, er að öll þau eiturefni sem við höfum bæði smurt á okkur, sett ofan í okkur og annað, blandast móður Jörð, í rotnunarferlinu. Allt er eitt, hvort sem við sjáum það með berum augum, eða skiljum það sem koncept. Lausnin er að mínu mati heldur ekki að við látum brenna líkamann, neineinei, eiturefnin fara bara í andrúmsloftið og blandast svo á þann háttinn inn í Móður Jörð.
Svo skoða ég frumbyggja í Ástralíu, Indíána, sem eru enn í tengingu við sinn uppruna. Þá sem aðhyllast shamanisme, þar sem alger tenging er í Móðurina, öll náttúruríkin, þau eru með fæturna grafnar í jörðina,
Mín hugsun er, að á báðum þessum stöðum, þar sem maður er með höfuðið í skýjunum, eða fæturna grafnar í Jörðinni, þá þarf að tengja það hæsta því lægsta, Andinn þarf að mæta efninu.
Í hugleiðslunni minni í morgun, upplifði ég að við sem mannkyn erum öll meira og minna á sama stað, við þurfum að tengja því hærra, því lægra og við þurfum að tengja því lægra, við það hærra.
Þetta er hægara sagt en gert, en fyrsta skrefið er að skilja þetta lögmál, til að geta farið í gang. Ég varð í raun mjög glöð að fá þennan skilning, því nú skil ég hvað verkefnið er hjá mér. Þetta er ekki bara ég ein að reyna að skapa tengingu og samvinnu við líkamann minn, þegar þetta er séð í stærra samhengi, þá er mannkyn að tengja sig bæði við föðurinn og við móðurina og ég og þú erum bæði hluti af mannkyni. Þegar ég fer í gang og skrifa þessa hugsanir mínar niður, þá verða fleiri og fleiri sem skilja og vera, ég sendi frá mér hugsanir, sem hafa áhrif á aðra.
Ég er svo þakklát fyrir þennan skilning, því nú skil ég hvers vegna og hvert við erum að fara ég og líkami minn, hollusta, lífrænt, og Kærleikur.
Steina
Blessun
25.2.2009 | 19:22
Blessun matarins : Haltu hægri hendi yfir matnum og vinstri hendi lyftirðu upp með lófann fram á við. Segðu frá hjartanu á meðan þú lætur Kærleika og Ljós streyma yfir matinn þinn.
Lát þessa fæðu gefa þá næringu sem þarf til að öðlast andlega vöknun
Leiðin til heilbrigðs líkama er auðveld, trúið mér, ég veit...
4.1.2009 | 17:05
Dagur tiltektar hérna í Lejrekotinu. Byrjaði loksins að taka til í fataskápunum, sem ég ætlaði að vera búinn að fyrir jólin. En annir hafa verið miklar og engin tími til þess háttar smáatriða.
Ég er eiginlega að tæma fataskápana til rauðakrossins og þeirra sem vilja. Kílóin hrynja af mér og ég hef einhvernvegin engan skilning á því. Ég bara léttist og fötin stækka á mér !
Cirka 15 kíló eru farin frá því 27 ágúst þegar ég byrjaði á þessum nýja lífsstíl.
Ef einhver ykkar er í sömu sporum og ég hef verið alla tíð. Verið í hverjum megrunarkúrnum á eftir öðrum og bara bætt meiru og meiru á sig.
Ömurlega erfitt !!
Ef þið viljið breyta lífinu til frambúðar og virkilega vinna á þessu á sál og líkama þá er til leið, trúið mér, leiðin er auðveld. Ég hef aldrei haft svona auðvelt með þetta. Jólin voru auðveld, áramótin voru auðveld, ég hlakka til dagsins á morgun, því hann verður auðveldur.
Ef þið eruð virkilega tilbúinn, hafið samband við mig steinunnhelga@gmail.com
Þetta er ekki töfrakúr, þetta er hugarvinna, þetta er skilningur og ást á sjálfinu og líkamanum.
Það er til leið og ég var svo heppin að finna hana. Í fyrsta sinn í mörg ár hlakka ég til sumarsins og léttu kjólanna og að baða í vatni og sjó.
Ég er ekki neinn líkamsdýrkandi, allir eru fagrir með Ljósið sem skín í gegnum þá !
En með líkama sem er of þungur til að gera lífið létt er erfitt að vera meðvitaður um það. Það er of margt í daglega lífinu sem verður erfitt þegar kílóin eru of mörg.
Annað til þeirra sem búa á Skagaströnd, þarna í bænum er listamaður sem hefði gaman af að kynnast íslendingum, hann heitir Philip Simmons, endilega gefið ykkur á tal við hann!
Kærleikur til ykkar allra
maðurinn sem plantaði trjám !
28.9.2008 | 13:02
Núna er huggan í hámarki á sunnudegi, á morgun er hinn stóri fundardagur !
Þannig að nú er um að gera að njóta þess að vera í fríi og gera það sem mig langar.
Mig langar að skrifa smá blogg, hlusta á músík, og bara slappa af.
Sló garðinn áðan, sem var góð líkamsæfing í klukkutíma.
Gunni og Sól eru á eplaplantekrunni, að týna og týna epli svo að við fáum sem mest af eplamost fyrir veturinn.
Alexandra Manlei situr í stólnum hérna á móti mér og horfir á mig með sýnum djúpu augum. Hún hefur alltaf verið svo, svona.
Þegar við fengum hana fyrir 13 árum, þá var hún nokkra mánaða og svo horuð með einhvern augnsjúkdóm og full af orm og flóm. Einhverjir höfðu fundið hana og annan kettling í plastpoka troðið inn í göturist í Kaupmannahöfn.
Það var hringt í okkur og við beðin að taka hana, og að sjálfsögðu gerðum við það. Hún var fyrsta kisan af mörgum. Allar fundist hingað og þangað á einverubraut, nema Múmín hann kom frá tryggri fjölskyldu. Það er þó ekki hægt að finna það á honum. Hann er skrítinn, en sætur.
Núna er Alex, drottning drottninganna og hún virðir mig fyrir sér og hugsar sennilega eitthvað sem ég vil ekkert vita. Er hún ekki flott ?
Núna í gær var liðin mánuður síðan ég borðaði sykur og hveiti og margt annað óholt. Kílóin hverfa og ég verð léttari í lund.
Ég finn tildæmis að næmni mitt eykst, ég finn samband mitt við líkamsdivuna aukast dag frá degi. Ég finn eins og sambandið frá því innsta sé opin straumur í gegn um kroppinn, án eiturefna sem stoppa og trufla. Það er erfitt að útskýra það í orðum, en einhver glóð sem hefur alltaf skinið, nær í gegn og mér er fært að ná geislum hennar, vegna hreinleika kroppsins.
Ég er svo þakklát á hverjum morgni að þessum áfanga er náð. Einu sinni stoppaði ég með að drekka áfengi á sama hátt. Áfengið truflaði þróun hugans og líkamans. Áfengið var alltaf lengi í kroppnum sem hafði áhrif á hugleiðslunar mínar. Það var ekkert auðvelt í huggulandinu þar sem allt byggist á að fá sér bjór saman , að stoppa. En það gekk. Það er 5 til 6 ár síðan.
Ég var svo hamingjusöm þegar þessi löstur var yfirunninn.
Svo var það sykurinn, ég er nefnilega sykurgrís, en núna er það líka fortíð og það er svo góð tilhugsun. Ég helt í raun, einhversstaðar að ég yrði bara að lifa við þetta, ég tæki bara á þessu í næsta lífi.
En svo var ekki !
Á eftir þegar þau koma heim, ætlum við á ströndina, kannski böðum við. Það er nefnilega svo fallegt veður.
Ég set hérna inn alveg ofsalega fallega mynd, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að horfa á hana.
Kærleikur til ykkar !
Hann Gunni minn á afmæli í dag
1.7.2008 | 11:00
Hann er núna orðin 45 ára, fullorðin maður.
Hvað tíminn flýgur áfram.
Ég kynntist Gunna þegar hann var 28 ára gamall og ég var 31 árs gömul. Við komum frá tveim ólíkum heimum, hann frá kokkabransanum og að vera piparsveinn alla sína ungu tíð. Ég fráskilin með tvö börn og í Myndlista og handíðaskólanum. Fyrstu árin voru ekki alltaf auðveld vegna þessa kulturnmismunar.
Það var þó einn hlutur sem Gunni tók alvarlega frá fyrsta degi og það var föðurhlutverkið. Frá fyrsta degi fór hann með á foreldrafundi og var virkur þáttakandi í því sem viðkom börnunum. Stundum fannst mér það erfitt, en mér fannst þetta líka aðdáunarvert, því þetta var ekki auðvelt hlutverk. Það er ekki auðvelt að koma inn í tilbúna fjölskyldu og ætla að finna sér pláss.
Við höfðum búið saman í eitt ár og verið kærustupar í tvö þegar við fluttum til Danmerkur og tveim dögum áður giftum við okkur.
Það var góð ákvörðun að flytja í annað land saman og finna okkar framtíð þar . Við byrjuðum á jöfnum fæti og á einhvern hátt vorum við mjög háð hvert öðru frá fyrsta degi í öðru landi. Við töluðum hvorugt tungumálið en vorum fljót að læra máltækið haltur leiðir blindan það var þannig að Gunni varð fljótari en ég að tala dönskuna og svo er hann miklu hugaðri en ég, en ég varð fljótari að skilja tungumálið en hann og þannig vorum við sem eitt í atvinnuviðtölum og öðrum samtölum sem krefjast þegar flutt er í nýtt land.
Það var erfitt í byrjun eins og oft vill vera þegar flutt er á milli landa eða landshluta. Gunni var dásamlegur að vera með því fyrir honum var þetta eitt stórt ævintýri. Hann fór frá einum stað til annars og sótti um vinnur, hann fékk nokkrar vinnur. Hann vann í mörg ár á alveg frábærum stað Cafe Wilder þar sem þeir sem unnu með honum tala ennþá um þennan frábæra kokk frá íslandi. Ég heyrði einu sinni sagt um hann að hann væri stærsta leyndarmál Danmerkur.
Hann eldaði oft ofan í Kronprinsen, hann eldaði oft ofan í Poul Dissing hann eldaði oft ofan í tónlistameðlimi í Sort Sol og marga marga fleiri sem hafa sett spor sitt á Danska menningu.
En þú heyrir Gunna aldrei monta sig á því. Hann hefur þann fallega eiginleika að vera auðmjúkur. Það er eiginleiki sem mér finnst fallegastur í fari fólks. Hann er ekki feimin eða gerir lítið úr sér, hann er bara auðmjúkur yfir þeim tækifærum og reynslu sem lífið hefur gefið honum. Hann montar sig ekki yfir öllu því sem hann hefur upplifað eða notar sér það til framdráttar.
Gunni vann í þrjú ár á SAS Skandinavía hótelinu, (hann var oftast í tveim vinnum) það fannst honum ömurleg vinna, en vinnan gaf okkur möguleika á að ferðast um allt fyrir mjög lítinn pening. Ein af ástæðunum fyrir því að hann vann þarna svona lengi var að ég var í námi í Dusseldorf og gat notað þessar ódýru ferðir til að komast fram og til baka. Ef hann hefði ekki haldið það út að vera þarna í þrjú ár hefði ég ekki haft þennan möguleika. Ég er meðvituð um þá fórn sem var færð til mín þarna og ég er þakklát fyrir það.
Eftir tvö ár í Kaupmannahöfn fengum við, vil ég segja í dag, yndislegt tækifæri á að meta tilfinningar okkar til hver annars og þakklæti okkar til lífsins. Gunni fékk hjartaáfall. Hann er með fæðingagalla í hjartanu sem fór á fullt og varð þess valdandi að hann hneig niður á vinnustað. Það tók við að mér fannst á þeim tíma hræðilegur mánuður í óvissu um hvort að hann myndi lifa þetta af. Við fengum þarna sé ég í dag stærstu gjöf hvers sambands, að meta tilfinningar okkar til hvers annars og það líf sem við höfðum saman og hversu mikil virði það væri okkur. Ég held að eftir þann tíma hafi við bæði verið viss um að við vorum hvert öðru ætluð og það væri engin leið til baka. Gunni gaf mér lífsreynslu sem ég er óendanlega þakklát fyrir.
Við fluttum í sveitina og Gunni fékk garðinn sinn sem hann hefur alltaf óskað sér. Eina vandamálið var að Gunni hafði of mikla vinnu til að geta sinnt þessum blessaða garði. En sem kokkur þá eru ekki margir möguleikar á vinnu frá 8 til 4 og þannig var það bara.
Við fengum Sólina litlu pabbastelpu. Sólin er augasteininn hans pabba síns. Eins og ég hef áður sagt er Gunni yndislegur pabbi og það hefur ekki minnkað með árunum. Hann er alltaf sá sem meldir sig í allt í skólanum sem á að gera með börnunum, líka þegar hann er ekki á landinu. Þegar við vorum í Bandaríkjunum um daginn þá hafði Gunni skrifað sig til að elda mat í skólanum fyrir bekkinn. (Þetta er bara smá pilla á Gunna þegar hann les þetta hahaha). Hann er sá sem býður vinkonunum hennar heim fyrir jólin að baka jólakökur með. Hann er sá sem býður vinkonunum hennar heim til að gera heimagerðan brjóstsykur.Hann er sá sem býður vinkonum hennar heim að búa til páskaegg.
Ég ætla ekki út í smáatriði meira, en fyrir Gunna að ná þangað sem hann er núna í góðri vinnu sem yfirmaður í mötuneyti hjá Novo Nordisk frá klukkan 7 til 3 krefur mikilla sjálfsskoðunar. Það að fara frá karríerhlaupinu í kokkabransanum og að vera einn af bestu kokkum í heiminum er bara gert þegar maður er komin þangað með sjálfan sig að maður VEIT !
Gunnar er þar núna að hann hvílir í sér og er hamingjusamur.
Hann hefur tekið margar erfiðar ákvarðanir og gengið í gegnum lífskrísur sem hafa fært hann hingað sem hann er í dag.
Gunni er NÖRD í sínu fagi, hann veit allt um mat en hann þarf ekki að sanna sig fyrir neinum.
Hann lifir hamingjuna núna í harmoni með því sem hann gerir. Hann er ánægður i vinnunni, hann er hamingjusamur með garðinn sinn þar sem hann talar við hvert tré og hvert blóm. Áður en hann fer í gang með að snyrta trén undirbýr hann tréð til að gefa því ekki sjokk.
Hann er með býflugurnar sínar sem hann passar eins og sjáaldur augna sinna.
Hann er með eplaplantekruna þar sem hann framleiðir heimsins bestu eplasaft.
Hann skrifar um mat, hann les allt um mat.
Hann eldar mat fyrir fólk i heimahúsum og gefur þeim himneska upplifun sem þau lifa á lengi lengi.
Hann er sá sem hvað mest hjálpar mér í að verða betri manneskja. Það er ekki nein tilviljun að við erum saman því í honum sé ég það sem mig vantar og ég fylgist með og læri af því hvernig hann gerir.
Í þessum skala hérna hjá okkur er líka stærri skali sem ég verð að láta fylgja með. En þetta er allt saman svo einfalt einhvernvegin.
Við vegum hvert annað upp í því sem við erum. Hann hefur það sem mig vantar og ég hef það sem hann vantar. Þá höfum við það sem þarf til að byggja upp hamroniskt líf, ef við bara munum það og erum ekki bara fókueruð á að vilja einn vilja inn í sambandið en tökum syntesen af okkur báðum inn í sambandið. Þannig að við finnum það sem við getum verið sammála um og vinnum út frá því.
Stundum vill maður eitthvað annað, en stundum er tíminn bara ekki réttur til þess og þar er mikilvægt að gefa eftir til að gefa báðum það pláss og hugsun sem er mikilvæg til að lifa saman. Seinna getur verið að það sem ekki var möguleiki á verði pláss fyrir, en bara þegar báðir aðilar eru tilbúnir til þess.
Svona er þetta líka með allt mannkyn við vegum hvert annað upp í eina heild. Við sem mannkyn erum eins og ein manneskja. Sumir eru höfuðið, taka á móti hugmyndum frá hinu æðra, senda það niður til hálssentrið. Sem talar það út í lífið sem svo sendir það áfram til handa og fóta. Vinnuhanda og fóta, þeir sem framkvæma verkið. Þegar við skiljum þetta þá verður heimurinn betri. Höfuðið getur ekki án handa, fóta og háls verið og öfugt.
Svona virka líka býflugurnar hans Gunna. Það er býflugnadívan sem sendir skilaboð til drottningarinnar sem sendir svo skilaboð til hinna. Þetta er svo einfalt.
Jæja þá ætla ég að ljúka þessu til hans Gunna míns og til ykkar. Það sem ég kannski er að segja í lööööööngu máli er að við höfum öll hlutverk hér í lífinu og því fyrr sem við finnum hvert hlutverk okkar er og að við erum hvorki meiri né minni en aðrir en að við erum hvert öðru háð til að ná þeim þroska sem er nauðsynlegur til að hækka vitund jarðar.
Já til að hækka vitund jarðar sem gerir það allt allt líf á jörðu verður í Ljósinu/Kærleikanum.
Þakka þér elsku hjartans Gunni minn fyrir að kenna mér það sem þú kennir mér. Til að vera með í að gera mig að betri mannelsku.
Það gagnar ekki bara mér og þér, það gagnar heildinni.
steina
þetta ætti virkilega að vekja okkur til umhugsunar...
31.3.2008 | 05:51
Höfum við alltaf möguleika á að velja það besta fyrir börnin okkar !
6.7.2007 | 08:01
Það rignir og rignir og ég er í sumarfríi. Ég ætlaði sko ekkert að blogga þar til í ágúst, en ég kemst ekkert út að vinna í garðinum. Nenni ekki í stórborgina þegar það rignir svona mikið. Fer að sjálfsögðu út með hundana, enda styttir stundum upp á kvöldin og þá förum við í strandferðir og það er frábært.
Ég er mikill morgunhani vakna alltaf fyrir allar aldir þó svo að ég eigi ekki að fara að vinna.
Það segir að á sunnudaginn eigi veðrið að verða betra. Ég er ansi andlaus að skrifa ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ SKRIFA ! Þar að segja um dýr og trúarbrögð. En ætla að skrifa smá hérna í bloggið í staðin , Ég lofa mér svo að ég tek mig saman til að gera það sem bíður mín.
Um daginn fórum við í afmæli hjá Ingrid. Ingrid hitti ég í fyrsta sinn fyrir rúmum 10 árum. Ég var ófrísk af Sólinni okkar og var svo óheppin /heppinn að ég mátti ekkert vinna. En þar sem mér leiddist svo að vera heima alla daga fór ég í vitjanir með dýralækninum okkar. Það var sko gaman. Ég gerði þetta í svolítinn tíma. En í einni af þessum vitjunum fórum við heim til Ingrid sem er bóndi. Ég var ansi dolfallinn af þessum stað sem hún bjó á og öllum dýrunum. Það síðasta sem ég sagði við hana þegar við Anne Marie dýralæknir fórum var ef henni vantaði einhveratíma vinnumann mætti hún hringja í mig !!!
Rúmum tveim árum seinna hringir svo Ingrið í mig og tjáir mér að hún sé að vinna í að opna barnaheimili á bænum sínum, hvort ég vilji vera með í projektet ! Já svar ég að augabragði. Þannig að í júlí sama ár opnum við barnaheimili á þessum dásamlega bóndabæ. Við opnum með 7 börn og í skúrvagni. Álman sem átti að nota sem barnaheimili var enn í byggingu. Að sjálfsögðu var allt byggt lífrænt og ótrúlega fallegt handverk.
Við vorum í skúrvagninum í nokkra mánuði og var það ekki alltaf auðvelt með kúkandi börn og bleyjur.
Um haustið flytjum við inn í húsið og ráðum aðra manneskju. Þetta var góður tími fyrir mig því mitt verkefni var aðallega að sjá um dýrin. Þegar svo BOSSIN eins og ég kallaði hana fór í frí passaði ég bóndabæinn og fannst það ekki leiðinlegt.
Að sjálfssögðu varð barnaheimilið stærra og stærra. Það fór upp í 25 börn. Fullt af hestum, hundum, kisum, kanínum, hænum, páfuglum, grísum, fuglum, hænum, kindum, geitum og kúm. Önnur kýin hét Lisbeth og var dásamleg. Hún var kannski sú sem ég fékk best samband við. Sigrún Sól okkar byrjaði á barnaheimilinu þegar hún var tveggja ára og var þar til hún byrjaði í skóla.
Konseptið var að börnin áttu að lifa í harmomi með náttúrunni árástíðunum og dýrunum. Á vorin fengu börnin geitamjólk, og kindamjólk.Sólin okkar var t.d með ofnæmi fyrir kúamjólk og þá gátum við ég eða Gunni mjólkað geit eða kind til að taka mjólk með heim. Á föstudögum borðuðum við grænmetissúpu (börnin skáru allt grænmetið og vorum með að gera súpuna) og borðuðum speltbrauð sem við bökuðum sjálf. Það var alltaf bál, á bálstæðinu og þegar það var mjög kalt á veturna gerðum við te eða kakó.
Allt var byggt upp á hollustu og að vera meðvitaður. Vera í sambandi við dýrin og hvert annað. Við réðum Marianna og Carl. Marianna er rúmlega 60 og Carl líka. Carl sá um að smíða og byggja með þeim strákum og stelpum sem vildu. Marianna var ömmuleg sem sá um að börnin vantaði ekkert og var og er dásamleg. Hún gerði sig að ömmu Sólar í útlöndum. Gefur henni enn jólagjafir og afmælisgjafir sendir henni geggibréf, sem er alltaf gert rétt fyrir páska. Býður okkur alltaf í mat á Þorláksmessu. Ómetanlegt þegar maður er langt frá ættingjunum.
Inn á barnaheimilið kom lítil hrædd stúlka sem heitir Isabella, ég var stuðningsfóstra fyrir hana. Isabella er med Dawn Sindrom. Þannig að mit verkefni var hún dásamlega og dýrin dásamlegu.
Það voru ekki mörg leikföng á staðnum. Það sem var inni í húsinu var falleg tréleikföng og fullt af bókum. Einnig var kista með fötum svo að börnin gætu klætt sig í búninga.
Við vorum að mestu úti allt árið sem var frábært bæði fyrir okkur og börnin. Mér fannst morgnarnir dásamlegir. Við komum alltaf fyrsta ég og Marianna og kveiktum upp í arninum. Börnin komu eitt af öðru og þau settust á skinn fyrir framan arininn og skoðuðu bækur og gátu vaknað og mótekið staðin í ró og næði og í þeirra eigin tempói.
Þegar það voru komin slatti af börnum klæddum við okkur í útifötin og fórum inn í staldin (þar sem dýrin voru) og fóðruðum dýrin skoðum og klöppuðum.
Það er mjög mikilvægt fyrir Ingrið að börnin læri að umgangast dýr og náttúruna í kringum sig. Maður var alltaf góður við dýrin og við rífum ekki og tættum í runnana eða blómin því allt hefur líf. Það var mikilvægt að börnin væru ekki með mikið að leikföngum, en það sem þau voru með var mjög vandað. Í sandkassanum voru ekki plastskóflur og plastdót, en það voru skeiðar, ausur oft silfurskeiðar. Pottar pönnur og eldhúshlutir sem þau gátu leikið með.
Einn pabbinn kom með alvöru traktor sem að sjálfsögðu virkaði ekki. En það var algjört æði fyrir strákana.
Við bökuðum mjög oft pönnukökur við bálið, og þegar ég hugsa til þessa tíma hugsa ég með hlýju til þessara stunda sem maður getur fengið þegar það er setið við bál drukkið kakó borðaðar pönnukökur og maður er vel klæddur en heyri vindinn í kringum sig.
Einu sinni í viku kom ein kona og fór með börnin í reiðtúra. á íslenskum hestum. Það var að sjálfsögðu inni á svæðinu.
Það kom líka önnur kona einu sinni í viku og kenndi börnunum drama, eða leiklist. Það voru elstu börnin sem voru með í því og það var sko spennandi.
Ég vann þarna sjálf í þrjú ár. Það var ekki alltaf auðvelt því hugur minn vildi alltaf í myndlistina. En ég get séð að þetta er alveg paradís fyrir börn. Sólin mín segir oft að hún sakni barnaheimilis síns. Við förum samt oft í heimsókn til Ingrid og dætra hennar. Við höfum fengið fullt af dýrum þaðan. Lappa okkar Múmín kisuna okkar og helling af hænum kanínum og fl.
Hérna í Danmörku er hægt að velja barnaheimili sem hafa allavega pædagogik. Skógarbarnaheimili, Rudolf Steinar barnaheimili bóndabæjarbarnaheimili. Inni í KBH er barnaheimili þar sem er mikil þjónusta og tölvavæðing. Foreldrarnir geta fylgst með börnunum sínum á netinu. Geta komið með þvott og fengið þvegið á barnaheimilinu. Einnig geta þau keypt mat þar og farið með heim.
Nú veit ég ekki hvernig þetta er á Íslandi en mér finnst svo mikilvægt að það sé möguleiki á að velja út frá fl. möguleikum. Sumum hentar að það sé eins og við erum vön, en svo eru aðrir sem vilja annað og það á að vera möguleiki á því.
Á Lejregaard þar sem ég var var bæði gefið og fengið Við foreldrarnir gerðum hreint á barnaheimilinu. Það var ekki alltaf gaman en við komumst í samband hvert við annað á meðan við gerðum hreint, og við fengum tilfinningu fyrir að þetta var okkar barnaheimili. Við pöntuðum saman lífrænar vörur, hveiti, álegg og fl. Við héldum flóamarkað einu sinni á ári þar sem við seldum dót og föt og allt mögulegt. Ágóðinn fór í að kaupa hluti á barnaheimilið. Einnig vorum margir foreldrar bændur eða kaupmenn og það var deilt og skipt vörum fram og til baka. Ein mamman klippti okkur fjölskylduna í langan tíma fyrir lítinn pening.
Barnaheimilið var líka bara opið frá 8 til 3 og það gerði að við vorum oft í vandræðum með að ná fyrir lokun. Þá hjálpuðumst við foreldrarnir bara að og tókum börn með heim til okkar til skiptis.
Eftir þessi þrjú ár sem ég vann þarna byrjaði ég með myndlistaskólann. En Sólin litla var þarna þar til hún byrjaði í skóla . Við förum oft í heimsókn og rifjum upp gamla tíma. Ef þið viljið sjá myndir frá barnaheimilinu getið þið farið hérna inn á heimasíðuna okkar og séð myndir sem ég tók þegar við fórum í afmælið hennar Ingrið. http://www.barnaland.is/barn/20432/album/515973
Nú ætla ég að fara að teikna er búinn að hita mig upp. Það er enn rigning úti.
Matur og drykkur | Breytt 7.7.2007 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
anda inn og anda út, það er málið
22.6.2007 | 14:55
Á mánudaginn: andaði ég inn, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna kom heim, út með hundana, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, borðuðum, las í bókinni Kristen Gnosis eftir C.W Leadbeater og fór að sofa.
Á Þriðjudaginn hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, var á fundum, kom heim fór í göngutúr með hundana, borðuðum, hitti hugleiðsluhópinn minn og fór að sofa.
Á miðvikudaginn: hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, gerði skýrslur um nemendur fyrir sveitafélöginn, kom heim, fór út með hundana í göngutúr. Hugleiddi í rauða stólnum við gluggann , borðuðum, las í bókinni Zahir eftir stórskáldið Paulo Coelho og fór að sofa
Á fimmtudaginn : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, fórum til Malmö í sumarferð, sáum snilldarsýningu í Malmö Listasafninu eftir listamanninn William Kentridge. kom heim, lagðist í brúna sófann með góða stórateppið kl. 19,00 og svaf til 11,00. Fór upp í svefnherbergi, hlustaði á leðurblökurnar, og sofnaði svefni hinna þreyttu.
Á föstudaginn, í dag : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, tók Christoffer og og Kirsten með til Rov´s Torv. Náðum í prentarann flotta, keyptum ketil, fengum okkur gott að borða, fórum svo aftur í skólann, kom heim, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, settist hérna og skrifaði. Fer í matarboð á eftir, og
ég anda svo út.
Friður Ljós veri með ykkur og í ykkur og munið að anda reglulega að anda út og anda inn.mæli með að þið skoðið heimasíðuna: www.breathing.dk
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fyrsta viðtal við Michael Moore í 5 og 1/2 ár
19.6.2007 | 16:35
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jarðarberjate og skítugt eldhús
19.6.2007 | 13:42
Komin heim eftir vinnu. Þetta er síðasta vikan mín fyrir sumarfrí og ég hlakka svo til að fara í frí .
Þegar ég kom inn í húsið hérna áðan var búið að gera jarðaberjate handa mér. Það voru Sól og Andrea vinkona hennar . Þarna stóð fallegi tebollinn með rauðu te í. En hvað sá ég ? Jú eldhúsið var á hvolfi. Þær höfðu að sjálfsögðu skilið allt eftir sig hér og þar. Hvað gerist svo með mig, ég verð pirruð út af draslinu, en ekki glöð vegna tesins. Ekki svo gott.
Gat ekki alveg hamið mig þegar þær komu svo ánægðar inn
og sögðu : við erum með svolítið handa þér !
Ég sagði: þið þurfið að ganga frá eftir ykkur.
Þær sögðu: viltu ekki sjá ?
Ég kreisti fram bros: jú að sjálfsögðu, ennn þið verið að muna eftir að þegar þið eruð að gera eitthvað í eldhúsinu, að ganga frá eftir ykkur!
Fékk tebollan, sit með hann hérna við hliðina á mér, og teið er volgt, bragðast ekkert sérlega vel, en þetta er Guðadrykkur, gerður frá hjartanu !
Verð að segja þeim það.
Þessi litla snúlla okkar er lötust við að taka til, að ganga frá á eftir sig.
Einhvernvegin verður hún að læra það, en án þess að vera þvinguð.
Í kvöld ætlum við að hafa húsfund, þar sem að sjálfsögðu allir koma með sitt sem betur má fara. Þetta gerðum við mikið þegar eldri krakkarnir bjuggu heima, en hún Sólin okkar hefur einhvernvegin ekki verið inni í þessum málum. Hún er svo svífandi í sínum tónlistarheimi, og hefur bara fengið að vera þar, fær það alveg áfram en þarf aðeins að vera í jarðsambandi.
Allar vinkonur hennar Andrea, Cicilia og Vera eru svona, og þegar þær hafa verið hérna er ekki alltaf jafn gaman að koma heim.En þær búa alltaf eitthvað til handa mér sem stendur á borðinu með fallega skrifaðri kveðju til mín. Því má ekki gleyma.
Við fórum á flóamarkað um helgina, ekki frásögufærandi nema að við keyptum fiðlu handa Sól. Við höfum annars leigt fiðlu handa henni. En þarna var ein, frekar ný (þó það sé ekki alltaf kostur) gerð í Englandi og kostaði 1400 ddk (ca 15,000 isl) þetta vorum við ánægð með. Fiðlan er sem ný og fallega rauð brún, í fallegum kassa. Við fundum líka flotta allt flautu þarna sem við keyptum handa henni á 30 ddk. (ca 300 isl) Við vorum ánægð með þetta þegar heim var komið.
Við fórum með hundana á ströndina á sunnudagskvöldið sem er gott fyrir þá , og sérlega gott fyrir Iðu, en hún var nú ekkert að láta þvinga sig til að synda, en Lappi synti eins og óður.
Núna ætla ég að hugleiða seinnipartshugleiðsluna mína, áður en ég þarf að fara að gera fullt annað, þvo þvott, planta nokkrum blómum, ganga frá, fara með hundana í göngutúr, vaska upp eftir matinn(er svo heppinn að Gunni eldar alltaf, og þá meina ég ALLTAF .
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Frá mér