Færsluflokkur: Lífstíll

Að vera sannur í sér er ekki alltaf auðvelt !

 

 Í gær fórum við út í sveit að ná í Sólina okkar sem var í heimsókn hjá vinkonu sinni.Billede 2013

Foreldrar vinkonunar eru einnig góðir vinir okkar, við höfum þekkt þau í 7 ár. Það var yndislegt að koma til þeirra, í sveitina,þar sem þau hafa  hunda, ketti, hvolpa, kettlinga, hesta, kanínur og marsvín !

Við fundum líka fullt af slöngum sem var ferlega spennandi !!

Við tókum Lappa með !

Þau hafa búið þarna í ca fjögur ár. Áður bjuggu þau ekki svo langt frá okkur, og þar áður í Kaupmannahöfn, Kaliforniu, Englandi og Afriku. Sem sagt fólk sem hefur prufað ýmislegt. Þau hafa ekki haft það alltof gott í dönsku sveitinni, vegna nágranna sem hafa skáldað sögur um þau og breytt út um allar sveitir. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt, og hefur reynt mikið á þau. Fyrir nokkru voru þau alvarlega að spá í að flytja til Colorado. Hann fór þangað í mánuð til að athuga aðstæður. En sá svo á öllu að þau myndu hafaBillede 1902 erfitt með að hafa sama lifistandard þar og þau hafa hérna. Við ræddum þessi mál fram og til baka. Við þekkjum mörg þessa tilfinningu að vera öðruvísi, eins og þau upplifa mjög sterkt. Þau hafa til dæmis valið að börnin(sem eru þrjú) þeirra eru heima og fari ekki í leikskóla, þar til árið áður en þau byrja í skóla, þetta er ekki vel liðið af fólki í kringum þau, sem velja eitthvað annað. Þau lifa mjög lífrænt, með bæði fæði og föt, þetta er einnig þyrnir í augum margra. Þau leyfa börnunum að mála húsið að utan með mold, því það gerir fólk í Afríku. Þetta er einnig öðruvísi en hjá mörgum. Það sem þau í raun gera er að lifa því lífi sem fyrir þeim er rétt, eins og við öll veljum. En Billede 1918það er svolítið skrítið að þau lendi á milli tanna á nágrönnunum því við höfum öll rétt á að velja það sem er best fyrir okkur og það sem er best fyrir okkur er ekki eins hjá öllum.

Eins og ég sagði áður hefur þetta reynt mikið á þau að vera svona útundan og upplifa sig svo öðruvísi en aðrir. Mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sjálf og örugglega margir aðrir upplifa það sama. Hvað er það sem veldur því að fólk bregst svona við þeim sem hugsa öðruvísi, klæðist öðruvísi, talar öðruvísi og lifir öðruvísi. Ég held að það sé meðal annars hræðslan við það sem maður þekkir ekki, hræðslan við það sem birtist í öðrum, sem kannski gerir það líf sem við veljum er ekki eins öruggt og rétt og við höldum. Ég er sjálf alinn upp í litlu samfélagi, og hef búið á fleiri stöðum í litlum samfélögum. Þar upplifði ég bæði að vera sá sem flytur inn í bæinn og upplifa mig ekki sem hluta af samfélaginu, og sem sá sem býr í bænum og er hluti af samfélaginu og nýjir flytja inn í bæinn.

Ég hef líka unnið á vinnustað,(Kópavogshæli) fyrir 20 árum, þar sem nýjir komu inn og ég vildi ekki gefa þeim pláss, því ég var hrædd um að missa eitthvað af mér , til þeirra. Ég hélt fast í það gamla , því þar var ég sú sterka, og gat haldið í völd og það var ekki sétt spurningarmerki við mig, hvorki af mér sjálfri eða samstarfsfólki. Og þá var ekkert að óttast. Ég held að þetta sé svolítið sama tilfinningin sem nágrannar vina minna upplifa. Það að sjá eitthvað nýtt, öðruvísi, sem gæti raskað því sem maður heldur að sé rétt, og sett spurningarmerki við það líf sem maður hefur valið að lifa. Þá er auðveldast að ráðast á , hæðast að, setja spurninarmerki við þá sem ógna. Að koma svona inn í samfélag og hugsa öðruvísi, er ekki auðvelt, maður þarf að vera sterkur í því sem maður er, til að halda í SIG. Það er ekki auðvelt að fara á móti straumnum, en sýna kærleika til þeirra sem er í kring. Til að geta þetta þarf maður að vera sterkur. Það erBillede 1997 auðveldast að falla inn í umhverfið og vera eins og hinir. En hvar erum við þá? Að mínu mati er svo mikilvægt með þá sem hugsa öðruvísi, og geta verið brautryðjendur á mörgum sviðum. Það eru þeir sem flytja fjöll og hugsun. Ef allir eru eins, breytist ekkert, enginn vill ógna heildinni, og taka fyrsta skrefið í eitthvað nýtt sem er framþróun. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að halda fast í það sem er sannleikur og rétt, fyrir hvern og einn, og til að geta það í mörgum samfélögum, er að styrkja innri mynd, og vera sáttur og trúr sér og sínum sannleika.

Ég upplifi það sama í því sem ég er að gera, bæði með því að hugleiða, vera grænmetisæta, drekka ekki og hafa oft aðra lífssýn en aðrir. Þetta hefði verið ómögulegt fyrir nokkrum árum, því þá var ég ekki Þar sem ég er í dag. Þá vildi maður heyra til á einum stað, vera hluti af einu samfélagi, vera hluti af einni grúppu. En núna er ég, ÉG, og heyri til allsstaðar, og er hluti af öllu. Það er örugglega fullt af fólki sem finnst ég ekki heyra til hjá þeim, þeirra lífi og hugsun, en það er ekki mitt mál, það sem er milvægast fyrir mig, er hvar mér finnst ég heyra til.

 

Það var erfitt í byrjun, því ég kom út frá myndlistarsamfélagi, og þar er ákveðinn status sem maður fær, og hann var notalegur. Núna er ég ekki hluti af neinu einu, eða tvennu, og það opnar allar gáttir og gerir allt mögulegt. Engar takmarkanir, því ég get farið í þær áttir sem ég vil.Billede 1995

Þetta vona ég að vinir mínir í sveitinni finni sem gerir þau sterk, innri styrk, því mín meining er sú að fólkið í kringum þau læri mikið á því að sjá það sem er öðruvísi, og fær þau til að setja spurningarmerki við hluti í sínu lífi sem gæti flutt þau pínu lítið.

Ég held að það sé svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að maður getur alltaf breytt, alltaf fundist annað í dag en í gær, því þá þróast maður. En maður þarf að vera sannur í sér til að geta og þora því.

Ætla nú að fara að þrífa húsið með Gunna og Sól.

Ljós til ykkar allra.

Steina     

 Billede 1911


Ferðin til Sviss var..............!

Kæru netvinir og aðrir vinir !

Billede 1886

Er komin heim ! Sólin skín og ég hlusta á Mozart, með alla glugga opna. Hef gengið um garðinn minn, með tebollann, og ilmað að blómum og náttúru. Eplatréð dásamlega er í fullum blóma ásamt öllum hinum ávaxtatrjánum í garðinum. Hundarnir mínir hafa rölt með og hann Gunni minn með kaffibollann sinn. Núna er Gunni farinn til Kaupmannahafnar að vinna í Færeyskahúsinu, sem hann gerir af og til. Sól er á Fjóni í heimsókn hjá Rachel vinkonu sinni sem á heima þar á bóndabæ.Á morgun náum við í hana og kíkjum á epla  plantekruna okkur og upplifum öll eplatrén í fullum blóma.

Ég er sem sagt ein heima með dýrum og músik.

Ég kom heim í gærkvöldi kl seint.

 

 

Ferðin til Genf var þannig að ég er enn að hugsa og upplifa. Þetta fólk sem ég var með kom frá öllum heiminum. USA, Skotlandi, Argentínu, Indlandi, Nígeríu, Ítalíu, Spáni, Rússlandi, Úkraína, og fleiri stöðum. Þetta var fólk sem eru í grúppu, sem eru meðlimir í WSI. WSI er World Service Intergroup. Í WSI eru svo grúppu frá öllum heiminum sem vinna að því að gera heiminn betri en hann er á mjög ólíkan hátt. Það sem þessi ráðstefna sem ég var á fjallaði um, eins og ég hef áður sagt, “hvernig getum við gert heiminn betri en hann er”.

Ekki mjög einfalt, en mín upplifun var mjög greininlega að við byrjum á okkur sjálfum. Það erum við sem erum Ljós berarnir EKKI HINIR. Það erum við sem BERUM ÁBYRGÐ, ekki hinir.  Við unnum mikið í hópum sem var mjög spennandi, þar sem ákveðin efni voru tekinn upp, sem voru einnig hluti af þeim hugleiðslum sem við höfðum, tvisvar til þrisvar á dag. Þannig að reint var eftir fremsta megni að vinna út frá sálinni, því hreina. Það voru mjög spennandi umræður sem ég ætla auðvitað ekki að fara út í smáatriðin með.Billede 1898

Það sem mér fannst einnig mjög spennandi og lærdómsríkt það var að sjá hvað það er í raun að gerast í heiminum í dag. Það er svo margt gott, sem þetta fólk var að gera. Þarna voru nokkrir lífefnafræðingar sem voru að þróa orku út frá jörðinni sem er hrein orka sem hægt er að nota í staðin fyrir olíu, til dæmis og margt annað. Ef þetta kemst á markað, gerir það fólki kleift að lifa ódýrara, sem gefur öllum meiri tíma, því það þarf ekki að vinna eins mikið, sem vonandi gefur okkur þá möguleika á að skoða inn í okkur og finna dýptir sem við vitum ekki um, og þá kannski fá fram Kærleikann til alls lífs, sem oft er erfitt að hugsa um í daglega bröltinu.

Einnig var fólk þarna sem vann með ríkisstjórnum við að finna betri lausnir á hinum ýmsu málum. Þarna voru frábærir heilarar, einn frá Ukraínu sem hafði haft 60,000 klienta. Þarna var einnig mikið af ungu fólki sem var að koma með nýjar leiðir til að vinna að ýmsu mjög spennandi. Aðal þemað var : GOODWILL, RIGHT HUMAN RELATIONS, UNANIMITY, ESSENTIAL DIVINITY, og svo nokkru önnur.

Ég átti fund með konu frá Italíu sem bjó hálft árið í Daardiling á Indlandi, þar vann hún á stað sem hjálpaði dýrum.

 

Verkefnið var að bólusetja og gelda hunda og ketti, sem var safnað upp af götunum, farið með til dýralæknis ogBillede 1888 gert þessa hluti. Einnig ef dýr voru veik var þeim hjálpað. Þau tóku sig líka að fílum sem oft eiga erfitt líf.Hún sagði mér að áður en þetta verkefni var sett í gang þá var samskipti dýra og manna á þessum slóðum mjög slæmt, vegna þeirra smitsjúkdóma sem dýrin báru í sér, meðal annars hundaæði. Eftir þetta framtak, eru samskiptin öðruvísi á milli fólks og dýra. Þau eru ekki bara barin og drepinn af bæjarbúum, því þau á einhvern hátt frá aðra sýn á dýrin þegar þau sjá aðrar manneskjur leggja svona mikla vinnu við að hjálpa. Kennsla án orða, með fordæmi. Það sem snerti mig einnig við þessa vinnu var að hún sagði að eftir að dýrin hefðu fengið þá hjálp sem þurfti voru þau keyrð á þann stað sem þau fundust.  

Þessi kona er mjög aktív í þessum málaum og ætlum við að vera í sambandi og sjá hvort við á einhvern hátt getum gert eitthvað saman. 

Hugleiðslan þegar fullt tungl var 2. maj, var stórkostleg. Ef við viljum deila upplifunum, væri það gaman, en stundum er gott að geyma upplifanir í hjartanu sínu, þar til rétti tímin er. En deila með öðum sem vilja deila með mér, geri ég gjarnan.

 

Ég er enn að melta þetta allt saman með mér, og inni í mér finn ég hamingju sem ég vona að verði lengi. Það gladdi mig svo að sjá að það eru að gerast svo margir dásamlegir hlutir á Jörðinni og fyrir Jörðina sem er að sjálfsögðu við.  Billede 1878

Ég kem örugglega til með að muna þetta allt í rólegheitum , og það kemur inn á bloggið í því tempói sem það skal.

En það sem ég man núna áður en ég ætla að fara rúnt á blogginu og heilsa upp á ykkur bloggvini er:

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Jörðina.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Dýrin.

Förum með okkur eins og við viljum að aðrir fari með Plönturnar

Elskum okkur eins og við viljum að aðrir elski Plánetuna.

Því við eru eitt með því öllu.

Ljós og kærleikur til ykkar allra

 

  


Reiðin og krafturinn

 

 Er núna ein heima, Gunni og Sól fóru til Íslands í dag og verða í 9 daga.Og í dag þegar ég kom heim úr vinnuni var 30 stiga hiti fyrir framan húsið !!!med3

Ég hef verið að velta fyrir mér í dag og í gær hvað ég ætti að skrifa um, hvað er það sem ég rekst á bæði á bloggheimi og í daglega lífinu. Það er nefnilega oft góður innblástur í bæði hvað er mikilvægt fyrir mig að vinna með,eða minna mig á, en gæti einnig verið innblástur fyrir einhver ykkar að lesa.

 

 

 

Ég ætla að skrifa um skapið, reiðina og kraftinn.

Þó svo ég verði ekki oft reið í dag, þá þekki ég svo vel þessa tilfinningu sem læðist inn og hitar upp kroppinn,  gefur smá hita í höfuðið og magann. Reiðin er kraftur, sem hægt er, að mínu mati að umbreyta í jákvæðan kraft.

Ég hef af mínum nánustu verið þekkt alla tíð fyrir mitt rosalega skap.
Hef varla verið í húsum hæf vegna skapofsa. Hugsa oft til blessaðra foreldra minna og systur sem hafa þurft að lifa með sitt af hverju. Þetta var ekki auðvelt, hvorki fyrir mig, né þá sem umgengust mig.
2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2
Bara sem dæmi að í gegnum mörg ár þjáðist ég af þeirri hugsun að ég væri á vitlausum stað, eins og að ég væri að spila hlutverk, en ég væri í vitlausi mynd og þar af leiðandi væri ég í vitlausu hlutverki. Þettað framkallaði mörg skapofsaköst, mikla sorg, mikinn lífsleiða, sem börnin mín og mínir nánustu þurftu að lifa við.

Mamma mín sagði mér síðast þegar ég var á Íslandi að þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi varð ég svo brjáluð að ég hljóp upp í flekkjum, það var engin leið að ráða við mig :o))

Þannig að ég hef allt mitt líf verið að troða þessu skapi mínu í kassa og setið ofan á lokinu svo skapið kæmist ekki út.Því þetta skap var rangt og mátti ekki vera þarna. Við þetta hef ég notað ómælda orku.

Ég var svo á dagsnámskeiði hjá Gordon Davidson í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum þar sem við unnum að því að skilja okkur sjálf, út frá undirmeðvitund, persónu og sál. Áttum við þá hver fyrir sig að segja hvað það var í fari okkar sem við litum á sem okkar versta óvin. Ég var fljót til að svara og sagði að ég væri með svo hræðilegt skap , sem hefði ollið mér og mínum nánustu, miklum raunum. Þessi yndislegi maður leit brosandi á mig horfði í augun á mér og sagði: ÞETTA ER GJÖF!!  Ég fann að ég varð eitthvað einkennileg inni í mér, en fann samt einhverja gleði yfir því, sem er svo stór hluti af mér, gæti ég kannski sæst við. Við ræddum svo þessa hluti fram og til baka.
MeditationLotus

 

Í hugleiðslu á eftir áttum við að sjá fyrir okkur það sem við meintum að væri versti óvinur okkar. Ég sá að sjálfsögðu REIÐINA sem risastóra eldkúlu. Ég upplifði þessa eldkúlu í dálítinn tíma, skoðaði hana og velti henni fyrir mér. Eftir dágóða stund fór kúlan að breytast, formaði sig öðruvísi og fékk annan lit, sá ég svo að allt í einu varð eldkúlan að risa stóru LJÓSI , jafn stór og eldkúlan var. Þarna sá ég að í raun var þetta sami krafturinn, en það eru mismunandi leiðir að nota hann.

 

 

Það eru tvær hliðar á öllu, gott og vont, sorg og gleði, og så videre. Ég hef rosalegt skap, skapið er kraftur, sem hægt er að nota jákvætt, og neikvætt, ég hef oft notað þennan kraft jákvætt, en alltaf bara hleypt kraftinum út úr kassanum pínu lítið í einu, því ég hef verið svo hrædd um að missa stjórn á kraftinum. Ég notaði kraftinn þegar ég skildi við fyrri manninn minn, valdi að hætta á Kópavogshæli þar sem ég hafði unni í mörg mörg ár. Ég notaði kraftinn þegar ég var í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík, ég notaði kraftinn þegar ég og Gunni fluttum til Danmerkur með Sigga og Sigyn, með íbúð í mánuð, enga vinnu, enga dönsku ekki neitt, ég notaði kraftinn þegar ég fór til Þýskalands, fór á milli Lista Akademía og sótti um inntöku, þrátt fyrir aðvörunarorð frá Íslandi að það þýddi ekkert að sækja um í Þýskalandi þegar maður væri yfir 30 ára. (ég var þá 34 ) Ég notaði kraftinn þegar ég var þessi 3 ár í Dusseldorf , bjó í Danmörku, en ferðaðist fram og til baka milli DK og Þýskalands.,Happiness

 Ég hef líka mjög oft notað neikvæðu hliðina, verið skapvond, reið það versta er þegar ég hef verið vond og óréttlát við börnin mín, foreldra mína eiginmann og vini mína. Þarna og oft annarsstaðar notaði ég Kraftinn. ( jákvæðu hliðina og neikvæði ) En það sem gerðist núna, á þessu námskeiði hjá Gordon var að það sem hafði verið skapgerðargalli, og pínt mig svo mikið í öll þessi ár, fékk núna aðra merkingu, þetta var GJÖF þegar ég hafði tekið hann/Kraftinn í sátt og gert hann að hluta að mér. Núna hef ég tekið Kraftinn fram, og þori að vera með honum. Ég nota hann mikið. Sérstaklega í þeirri andlegu leit sem ég er í núna. Hann kemur að miklu gagni núna þegar ég hugleiði. Ég finn að ég get stjórnað honum. Ég finn að ég er ekki krafturinn, en ég get notað hann þegar ég vil og þarf á að halda. Hann er hluti af mér, en hann er ekki ég. Það að geta ekki stjórnað honum er svipuð tilfinning og að vera með brjálaðan hund sem ekki er hægt að ala upp. Hann er hluti af manni, en er samt ekki maður sjálfur, við lokum hann bara inni, þá eru enginn vandræði og hann gerir ekki pínlega hluti þegar aðrir sjá til. En að vera með hund sem er vel upp alinn og maður þekkir og það vel að maður veit hvernig maður á að bregðast við öllum merkjum frá honum og hann bíður og vonast eftir að geta gert eitthvað fyrir húsbónda sinn, er yndisleg tilfinning sem gefur öllum í kringum hann mikla gleði (ég veit allt um þetta með hunda af eigin raun. Á tvo: Iðunni og Lappa). 20060226134139_4

 
Það sama er með skapið og í raun og veru allt það sem við höfum hver fyrir sig í okkur. Ég held að það besta sé að skoða það sem hrærist í manni, virða það og elska, og allt í einu einn daginn er það ekki okkur fötur um fót, heldur það sem á samleið með okkur í þessu lífi.

Vonandi gefur þetta allt saman einhverja meiningu fyrir ykkur. Þetta að uppgötva að svona stór hluti af mér væri gjöf var eins og segja já við hinum helmingnum af manni sjálfum!

Maður verður heill. Með allan þennan kraft!

Það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert saman,

ég og hann/Krafturinn!

 

Ljós til ykkar frá mér

 


Hvað getur hjónabandið gert fyrir þig ?

Billede 1234

 

Hjónaband og sambúð, oft hefur það verið bölvað basl hjá mér. Er líka gift í annað sinn. Ég get sagt með báða þessa kæru menn að þeir hafa hjálpað mér mest af öllum. Hjálpað mér að slípa kanta í persónuleikanum, sem ég hefði ekki gert, hefði ég búið ein allt mitt líf.

Ég hugsa oft til fyrstu áranna, með mínum fyrri manni. Ég var alveg hroðalega hrædd um að vera svikin, ég var bundin og hlekkjuð í tilfinningar mínar. Ég hélt dauðahaldi í hann, með miklum látum, það var eins og ég vissi að einn daginn væri þetta búið og það yrði svo sárt. Ég kveið því alla okkar sambúð. Ég reyndi með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum að hindra það óumflýjanlega, setti fullt af reglum, þú mátt ekki þetta þú mátt ekki hitt. Hélt að ef ég hefði fingurnar í öllu gæti ég stjórnað þessu. En var allan tímann þegar ég hugsa til baka að hræðast endalokin, að verða meidd. Skrítið í dag að hugsa um þetta. Því núna er þetta allt mjög lógiskt fyrir mér.

 

Ég og hann vorum að klára ákveðin karmisk bönd sem þýddu sársauka á tilfinningalífinu, sem hjálpuðu mér ennþá eitt skref í þroskanum. Þegar ég lít til baka er ég mínum fyrrverandi mjög þakklát og ég sé hversu mikinn greiða hann hefur gert mér. Eitt var sem hann hafði, sem ég aldrei þurfti að hafa áhyggjur af. Það var að hann hafði stjórn á peningamálum. Fullkomna stjórn.

Billede 1038Eftir þetta hjónaband ákvað ég að vera ein og ekki láta særa mig aftur.Á þessum tíma sem ég var ein ca 6 ár sá faðir minn um mín peningamál, þannig að ég hafði enga ábyrgð á þeim málum. En viti menn: Ég hitti hann Gunna minn. Þegar við hittumst var eins og svona ætti þetta að vera, við áttum að vera saman. En þetta var oft hreint helvíti. Ég tók allt frá fyrra sambandi yfir í seinna samband. Núna ætlaði ég sko að vera á vagt, og hann mátti ekki hitt og hann mátti ekki þetta. Ég stjórnaði öllu, og fannst að núna gæti ekkert komið óvænt uppá og eyðilagt. Ég vissi samt innst inni að við yrðum saman restina af okkar lífi. En samt, allur er varinn góður.

Hann var ljúfur sem lamb, í fyrstu... Hann hafði þó galla sem voru svo erfiðir fyrir mig, og sem ég virkilega þurfti að taka á mínum stóra til að geta haldið út. Hann hafði ekki stjórn á peningamálum. Ég reyndi allt til að breyta þessu. ALLT! Nema að kíkja á sjálfa mig. Ég hótaði og ég hótaði, ef hann ekki tæki sig á í peningamálum þá... Skrítið að hugsa um þetta núna. Því núna get ég séð að á þessum sviðum, peningamálum vantaði mig að þroska sjálfa mig, ég hafði alltaf haft einhvern sem sá um þessa hluti fyrir mig, og núna var ég svo heppinn að fá mann sem var eins og ég í þessum efnum, hans vandamál var bara að ég tók það sem sjálfsagðan hlut að hann gerði þetta. Ég gerði mér svo hægt og rólega grein fyrir að ef ég einhverntíma ætlaði að losna út úr peningavandamálum yrði ég að sýna einhverja ábyrgð. Ég vissi að við gætum alveg borgað það sem þyrfti að borga, en að þetta lægi ennþá dýpra. Og það þyrfti ég að horfast í augu við.

 strutshaus

Við fáum hvert verkefnið á eftir öðru og við fáum það þangað til við leysum það. Þannig að núna deilum  við hjónin ábyrgðinni. Og ég hef yfirblik yfir hvernig staða okkar er. Ekki eins og strúturinn sem stingur höfðinu í sandinn og heldur að þá sé allt ok. Þetta var harður lærdómur,fannst mér þá en í raun  ekki harðari en annað sem ég hef tekist á við Ég sé í dag að þetta var bara nýtt verkefni sem ég þurfti að ákveða að leysa.

Eins og ég skrifaði fyrr var Gunni minn eins og lamb í byrjun, lét mig bara ráða svona til að sjá hvernig hlutirnir færu held.ég. En einn daginn fór minn maður að hafa skoðun á hinu og þessu og fór hitt og þetta, það gerðist ekkert vont, en ég var svo hrædd. Þegar við til dæmis fórum á þorrablót , hafði ég arnaraugu á honum, til að ekkert færi fram hjá mér, var fljót að misskilja og halda allt mögulegt. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir okkur bæði. Ég hef svo smám saman þurft að sjá að ég hafði vandamál og ég yrði að leysa það ef ég ætlaði hreinlega að vera hér á jörðinni. Ég varð fyrir það fyrsta að treysta honum og einnig að sjá hann sem sálfstæða manneskju sem væri ekki hluti af mér, en hann hafði sínar eigin meiningar og hann gat í raun gert það sem hann vildi. Hann þurfti t.d ekki að taka til ef honum fyndist ekki þörf á því. Ef mér finndist skítugt hérna heima, er það ég sem geri eitthvað í því. Því ef honum finnst það ekki, þá finnst honum það ekki. Ef hann vill á þorrablót og gera allt mögulegt, þá má hann það. Ég ræð engu um það. Þvílíkur léttir!!! Allt í einu var eins og öll bönd losnuðu. Hann gat gert það sem hann vildi, ég get gert það sem ég vil.

Ég fer aldrei út að skemmta mér, finnst það bara ekkert gaman. Á hann þá aldrei að fara út að skemmta sér. Ef ég sneri dæminu við. Hann ræður öllu, og vill að við gerum hitt og þetta, og ég verð líka að gera það. Nei, þá er betra með frjálsan vilja. Við gerum það sem við hver fyrir sig viljum (ég og Gunni), og oftast er það þannig að við viljum það sama, en stundum viljum við ekki það sama. Og það er fínt.Ég sé núna samhengið í þessu út frá stærra perspektífi. Ég sé minn fyrrverandi hjálpa mér með að vinna með tilfinningar mínar, sem gætu heitið að eiga! Hann sýndi mér svart á hvítu að við eigum ekki hvort annað. Við eigum samleið stundum stuttan tíma til að kenna hvort öðru og klára karma. Svo er það stundum búið. Gunni kenndi mér að bera ábyrgð og að sleppa. Það er svo mikill léttir að finna að maður á samleið, en við eigum ekki hvort annað. Ég finn mjög sterkt þá tilfinningu að ég hef ábyrgð á mér, en er hluti af öllu öðru, en ég ræð ekki yfir öllu öðru. Það sem oftast er sárast að lifa og sætta sig við er það sem flytur mann sem mannesku til manneskju sem skilur og dæmir ekki.auralovers

Smá skemmtileg mynd sem ég hef oft í höfðinu á mér, sem við þekkjum örugglega öll. Hef átt svona leikþátt með báðum mönnunum mínum.

Við erum ósammála. Ég byrja á að segja þú ert alltaf....... hann segir þú gerir altaf..... svo keyrir þetta áfram með hrópum og látum, inni í höfðinu á manni, veit maður hvað kemur næst því þetta er 95. sýning af sama leikþætti. Við endurtökum okkur alltaf. Ég kasta pönnuni, hann kastar pottinum ég kasta skeiðinni, hann kastar gaflinum. Þetta höfum við gert í mörg ár, mörg líf. Einn daginn og þar finnst mér ég vera núna hugsa ég, þetta hef ég gert í mörg líf, hvað hef ég fengið út úr því? Ekkert, kannski ætti ég að prófa eitthvað annað, og þá hefst nýtt tímabil og nýr þáttur aðeins betri en sá fyrri, því vonandi er ég komin þangað að ég geri mér grein fyrir að við höfum það best ef við sýnum hvert öðrum kærleika og umburðarlyndi. Ég næ engu með hótunum. Sjáum þetta í stærra samhengi. Við getum kíkt á lönd með einræðisherrum. Þeir ráða öllu og halda öllum í klóm sínum. Fólk fær ekki að hugsa sjálfstætt, og það fær ekki að flytja úr landi. Margir reyna að flýja land og finna samastað í öðrum löndum. Þegar ég var lítil hugsaði ég. ”Ef allar ríkisstjórnir væru góðar og þjónuðu þegnum sínum, myndi enginn vilja flýja land, allir vildu búa þar sem kærleikurinn ríkir” Þá væri enginn landsflótti. En ef við viljum reka heimili okkar eins og einræðisherrar, vill enginn vera þar. Þannig að það sama gildir á heimilum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og löndum. Besti árangurinn næst með kærleika. Til þegna sinna, til fjölskyldunnar sinnar til sín sjálfs.

Ég vil þakka fjölskyldu minni vinum og öllum þeim sem ég hef haft samskipti við fyrir að hafa hjálpað mér í gegnum þroskabrautina sem ég hef farið í þessu lífi
Ljós og friður til ykkar á þessum fallega þriðjudegi.
Billede 1233


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband