Færsluflokkur: Lífstíll
Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar
11.8.2013 | 07:00
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viltu læra á einfaldan hátt að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?
9.8.2013 | 19:44
Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.
Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?
Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.
Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.
Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 19:00 á íslenskum tíma, er ég með hóphugleiðslu á skype.
Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.
Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar í heiminum. Kjarnin og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara.
Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um að læra að hugleiða, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.
Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.
Ég hlakka til að heyra frá þér.
Með kærri kveðu.
Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
11.3.2013 | 14:12
Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
Ég hafði alveg dásamlega hugleiðslu í morgun, þar sem ég fékk skilning á svo mörgu, bæði með sjálfa mig og einnig með lífið á Jörðinni.
Ég hef í mörg, mörg ár haft höfuðið uppi í skýjunum, eins og stundum er sagt, þegar jarðtenging er lítil eða engin. Við erum ansi mörg, sem höfum ekki mikla tenginu við mannkyn, eða önnur náttúruríki, en erum upptekinn að þróa og styrkja, sjálfsmynd okkar, eða huga, til að verða klókari og klárari í vinnu og annarsstaðar./hinn fullkomni einstaklingur.
Það er líka krafist þess af samfélaginu, að þú sért fljótur að hugsa, fljótur að gera og klár og keik.
Þar af leiðandi eru eins og við vitum, margir sem falla út og geta ekki fylgt með í þessu hörku flóði. Við setum þau oft í greiningarkassa, til að afsaka okkur sjálf, fyrir ekki að skoða samfundið eins og það er og til að mögulega gera einhverjar beitingar á því sem er og þangað sem við erum að fara.
Ekki nóg með að við hendum þeim frá sem ekki geta hlaupið nógu hratt, hugsað nógu hratt eða vera nógu gott, út frá einhverju stöðluðu mati, sem engin veit hver hefur sett yfir hausinn á okkur sem mannkyn.
Ekki nóg með að við hendum fólki af vagninum, sem ekki geta, eða vilja vera með, þá erum við sjálf ekki heil í því sem við erum að gera. Við tökum ekki allan pakkann með í hlaupið, við tökum bara þann hluta sem við á sem auðveldastan hátt getum haft með, án þess að þurfa að nota tíma til sjálfsrannsóknar, sem við höfum ekki tíma til, nema ef vera kynni að við verðum svo heppin að brotna undan álaginu, sem krefur okkur að stoppa og skoða og skilja.
Allt einhvernvegin mjög fólkið, en þó ekki.
Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá hef ég eins og ég hef sagt, hugleitt í mörg ár og það er mín sterkasta hlið, að hafa höfuðið í skýjunum.
Undanfarið hef ég verið að reyna að tengjast líkama mínum, til að vinna með honum, en ekki á móti. Ég hef skrifað áður um þessa baráttu, svo ég ætla ekki inn í það hérna. En í morgun í hugleiðslunni minni, sá ég þetta allt í stærra samhengi.
Þetta er ekki bara ég og líkami minn í þerapíu, þetta er allt hluti af stærra samhengi.
Ég get upplifað það sama, á því hvernig við umgöngumst Móður Jörð. Við elskum hana þar sem hún er falleg, en viljum sem minnst vita af henni þar sem hún er ljót! Við einbeitum okkur meira að því ytra, en að því innra. Við tökum og tökum, það sem okkur vantar, án þess að gefa til baka, nema þar sem okkur hentar sjálfum.
Ég get séð hvernig við sem manneskjur, hugsum meira um hið ytra útlit, en við hugsum um, hvernig líkamanum líður, við tengjum í raun ekki saman, hvernig líkamanum líður og hvernig okkur líður, við hlustum ekki á líkamann.
Flestir láta sig litlu varða, hvað það er sem sett er í líkamann, bara ef hann heldur sér grönnum. Við borðum gervisykur, í allavega fæðutegundum, við smyrjum okkur í allavegana krem, sem eru full af eiturefnum og ég tala nú ekki um, búið að gera allavega tilraunir á litlu bræðrum okkar og systrum í dýraríkinu. Þetta hugsa allt of fáir um, þegar verið er að smyrja á líkamann hinum og þessum andlitskremum og bodykremum.
Ég get séð fyrir mér, hvernig orka er í þessum kremum, sem búið er að þróa í gegnum þjáningu þessa litlu lífa á tilraunastofum um allan heim. Sem betur fer er búið að banna svona tilraunir í Evrópu, núna nýverið.
En ef við skoðum stærri myndina, þá gerum við það sama við móður jörð, við hendum allavegana rusli og eiturefnum í hana, við skoðum ekki hvað er best fyrir Jörðina, við skoðum hvað okkur hentar. Það er ekki jafnvægi á milli hugar og líkama.
Þegar ég skoða hvernig er í mörgum Arabaríkjum, Indlandi og öðrum stöðum, þá er allt fljótandi í rusli á götum úti, í náttúrunni, engin tenging við móður jörð, það er bara tekið og tekið og allt er um trúna, föðurinn. Það er lifað í trúnni á föðurinn, án þess að hafa neina tengingu við Móður Náttúru, dýraríkið, plönturíkið eða steinaríkið. Þetta er sem sagt alger tenging upp, þar að segja, með höfuðið í skýjunum. Annað sem ég velti fyrir mé, er að við segjum við jarðarfarir, Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Það sem gerist í þessu ferli, er að öll þau eiturefni sem við höfum bæði smurt á okkur, sett ofan í okkur og annað, blandast móður Jörð, í rotnunarferlinu. Allt er eitt, hvort sem við sjáum það með berum augum, eða skiljum það sem koncept. Lausnin er að mínu mati heldur ekki að við látum brenna líkamann, neineinei, eiturefnin fara bara í andrúmsloftið og blandast svo á þann háttinn inn í Móður Jörð.
Svo skoða ég frumbyggja í Ástralíu, Indíána, sem eru enn í tengingu við sinn uppruna. Þá sem aðhyllast shamanisme, þar sem alger tenging er í Móðurina, öll náttúruríkin, þau eru með fæturna grafnar í jörðina,
Mín hugsun er, að á báðum þessum stöðum, þar sem maður er með höfuðið í skýjunum, eða fæturna grafnar í Jörðinni, þá þarf að tengja það hæsta því lægsta, Andinn þarf að mæta efninu.
Í hugleiðslunni minni í morgun, upplifði ég að við sem mannkyn erum öll meira og minna á sama stað, við þurfum að tengja því hærra, því lægra og við þurfum að tengja því lægra, við það hærra.
Þetta er hægara sagt en gert, en fyrsta skrefið er að skilja þetta lögmál, til að geta farið í gang. Ég varð í raun mjög glöð að fá þennan skilning, því nú skil ég hvað verkefnið er hjá mér. Þetta er ekki bara ég ein að reyna að skapa tengingu og samvinnu við líkamann minn, þegar þetta er séð í stærra samhengi, þá er mannkyn að tengja sig bæði við föðurinn og við móðurina og ég og þú erum bæði hluti af mannkyni. Þegar ég fer í gang og skrifa þessa hugsanir mínar niður, þá verða fleiri og fleiri sem skilja og vera, ég sendi frá mér hugsanir, sem hafa áhrif á aðra.
Ég er svo þakklát fyrir þennan skilning, því nú skil ég hvers vegna og hvert við erum að fara ég og líkami minn, hollusta, lífrænt, og Kærleikur.
Steina
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Likaminn fór í sjokk
10.3.2013 | 11:15
Í þetta sinn, var þetta algerlega hræðilegt. Það voru skorin ca. 50 göt á fæturnar á mér, bæði að framan og aftan.
Líkaminn fór í sjokk.
Ég sá fyrir ekki löngu síðan, viðtal við skurðlæknir hérna í Danmörku um það hvað gerist í líkamanum, þegar hann er skorin. Það var mjög áhugavert.
Eitt af því sem situr eftir hjá mér, eftir þetta viðtal er að þegar líkaminn er skorinn upp, eða einhver aðgerð er gerð á líkamanum, þá fer líkaminn í sjokk. Líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort það sé skorið í líkamann, eða hvort það er eitthvað dýr sem ræðst á hann eða eitthvað annað sem meiðir hann, það myndast einfaldlega sjokk, yfir ofbeldinu á líkamann.
Þetta hefur sett margar hugsanir af stað hjá mér um samband mitt við líkama minn.
Ég er vel meðvituð um að líkaminn minn hefur ekki haft það besta líf sem hugsast getur, ég hef ekki verið góð við hann, stærstan hluta af þeim tíma sem við höfum verið saman, líkaminn og ég.
Hvað er það sem við gerum líkamanum, þegar við setjum hann í fráhald, aðhald, svelt, ofát, uppköst, líkamsrækt, sem ekki passar fyrir líkamann, hlaup, sem ekki passa fyrir líkamann, eða eitthvað annað sem við þvingum hann til?
Hlustum við einhverntíma á hvað það er í raun og veru sem líkaminn þarfnast ?
Ég hef gert allt það sem upp talið hér á undan, en innst inni hef ég vitað að líkaminn minn hefur það ekki gott með neitt af þessu.
Minn líkami, elskar að vera úti, að ganga, elskar að synda, elskar að gera yoga, elskar að gera rólegar hreyfingar, til dæmis garðvinnu, dansa eða þar sem jafnvægi og samvinna er á milli líkama og sálar.
Ég hef eins og margir aðrir, fylgt fjöldanum og gert það sem er sagt, að sé gott, til að grennast og halda líkamanum grönnum, en ég hef alltaf fundið fyrir einhverri mótstöðu gagnvart því, en aldrei hlustað, fyrr en núna.
Það er ár síðan ég fór í þessa aðgerð og ég hef verið bólgin og aum, í liðunum, húðinni og vöðvunum síðan eftir aðgerðina.
Þegar ég valdi að byrja upp á nýtt og hætta að vinna á móti líkamanum, en læra að vinna með líkamanum. Hætta að hlusta á hvað hinn og þessi segir að sé best fyrir líkamann, en í staðin að hlusta á líkamann og heyra frá honum, hvað sé best fyrir hann, hefur margt fallegt gerst.
Meðan annars hef ég undanfarið einfaldlega hlustað á líkamann og ég hef notað smá tíma á hverjum degi og heilað líkama minn. Ég hef sent Ljós og Kærleika á hverjum degi inn í likamann. Ég hef farið í göngutúra þar sem ég finn, hverju sinni, hversu langt ég vil ganga, hversu hratt og hversu oft, allt eftir líkamans þörfum.
Þessi einfalda breyting hefur heldur betur hjálpað. Það hefur tekið tíma og ég hef oft efast um að þetta gangi upp, en núna síðustu daga, hef ég séð að bólgan er að minnka, og ég er farinn að eiga auðveldara með að hreyfa hnén. Annað sem er aukalega gott, er að líkaminn er farinn að léttast, ekki á megrun, en á Kærleika sem kemur frá mér til hans. Líkaminn hefur sína eigin þyngd, þar sem honum líður best, það er engin vikt sem getur mælt það, heldur kemur fram vellíðan, sem ekki er um að villast, því þurfum við að trúa og treysta.
Eftir að ég heyrði þetta viðtal við skurðlæknirinn, þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir að líkaminn lifir sínu eigin lífi og er í raun í minni þjónustu.
Það sem sker í hjartað þegar ég hugsa um það, er hvernig ég hef borgað þessa þjónustu sem hann hefur veitt mér, með harðri hendi, með boðum og bönnum á allan hugsanlegan máta og það versta er, með hatri, hann hefur aldrei gert nógu vel, nógu mikið eða nógu lítið. Fer maður svona með þann sem þjónar manni á allan hugsanlega máta, NEI.
Ég hef í gegnum þessa heilun, komist í snertingu við líkamann sem hefur fengið margar hugsanir fram, ekki bara góðar, en mest af öllu hjálplegar.
Ég geri mér nú grein fyrir því að til að skapa fullkomið jafnvægi milli mín og líkama míns, þá þarf ég að læra að hlusta á hvað hann þarf til að hafa það best.
Í morgun fékk ég þessi skilaboð frá líkama mínum:
Engin líkami, hefur sömu þarfir, þar af leiðandi eru megrunarkúrar, sem passa fyrir einn líkama, ekkert endilega góðir fyrir annan líkama. Engin líkami, er bara fallegur eða ljótur í sjálfu sér, það er það sem skín frá líkamanum, sem gerir hann að fallegum orkufullum líkama, eða orkulausum líkama.
Það sem er gott fyrir líkamann á ákveðnum tímum, er kannski ekki gott fyrir líkamann á öðrum tímum, allt eftir því við hverjar aðstæður líkaminn er hverju sinni.
Það er mikilvægt að hlusta á líkamann, hverjar þarfir líkaminn hefur hverju sinni.
Það er ekki mögulegt að skapa fagran líkama í jafnvægi, með hörku og reglum, það er eingöngu hægt með samvinnu við líkamann og Kærleika.
Ljósið kemur innan frá og út í gegnum líkamann.
Kærleikur og Ljós
Steina
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Villtu verða þinn besti vinur?
1.3.2013 | 18:22
Viltu verða sá/sú sem stjórnar í lífi þínu?
Viltu verða sá sem er hljómsveitarstjóri í þinni eigin hljómsveit og fá hljómsveitina til að spila saman í einum takti ?
Er svo er, þá er Joyful Evolution kannski leiðin fyrir þig.
Joyful Evolution eða MDP (Multi Dimensional Psychology ) er einstök heimspeki-þarapíuaðferð sem leggur áherslu á vinnu með hin 3 sjálf: sál, meðvitaða vitund og undirmeðvitund.
Þessi sérstaka þroskaleið er opnun inní nýjan heim og færir okkur möguleika á að umbreyta gömlum munstrum og tilfinningaflækjum á undraverðan og skjótan hátt, sem hingað til hafa staðið í veginum fyrir því að þú gætir lifað lífinu í gleði og jafnvægi. Hér er tækifæri til að læra nýja leið og samtímis upplifa sjálfa þig sem eina samræmda heild.
Ég hef undanfarin 9 ár verið í Joyful Evolution þerapí. Ég hef einnig verið í þjálfun sem Joyful Evolution leiðbeinandi og jafnframt fengið andlega leiðsögn hjá Gordon Davidson í öll þessi ár fram til dagsins í dag. Gordon Davidson er höfundur bókarinnar Joyful Evolution Sjá: (www.joyfulevolution.net)
Síðustu tvö árin hef ég unnið með fjölda manns í þerapí , bæði einstaklinga og hópa sem Joyful Evolution leiðbeinandi, hér að neðan er hægt að lesa frá nokkrum af þeim sem ég hef unnið með.
Öll vinna fer fram á skype, sem gefur möguleika á landamæralausri Jörð, þar að segja engri fjarlægð.
Hver þerapíutími tekur ca. 60 mín og kostar 10.000 kr.
Ef þú hefur áhuga á að heyra meira, þá getur þú getur sent mér @mail: steinunnhelga@gmail.com
--------------------------------------------------------------
"Steinas own soul evolution has led to her multifaceted expression as a visionary artist, a leader & spiritual warrior, a teacher and healer. She brings an artists creativity, love and humour to her activity as a spiritual guide.
In working with Steina you experience her deep love of nature and her vision of a great healing between the kingdoms of nature and humanity. You also find yourself supported by an intuitive and strong soul who creates a safe and loving space to help you explore your multidimensional self.
I heartily recommend Steina as a guide on your spiritual journey."
John Waters,
Director, Path Centre
Love & blessings, John
--------------------------------------------------------------
Ég hef verið í svokölluðum sessionum hjá Steinunni Helgu í nokkur skipti.
Ég get mælt með Steinunni Helgu sem leiðbeinenda í slíkri vinnu. Hún hefur leitt mig inn í mjög djúpa vinnu sem hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt og verið stór partur af heilunarferli mínu á síðustu mánuðum.
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc., matarfíknarráðgjafi, dáleiðslutæknir.
--------------------------------------------------------------
'Eg hef ávallt verið leitandi sál og hef komið víða við á leiðinni til andlegs þroska . 'Eg las bókina Joyful Evolution eftir Gordon Davidson og ég hámaði hana í mig. Hér var einhvað komið sem ég þarf akkurat núna inn í líf mitt . Margar aðferðir hef ég notast við til að verða að betri manneskju og sumar hafa virkað og sumar ekki . 'Eg hafði verið lengi með ýmis hegðunarmynstur sem vildu ekki lagast sama hvað ég var búin að reyna að gera , ekkert virkaði alltaf koma það til baka. Eftir námskeið fór´ég að vinna í Multidimensional Psychology
Og á einhver undraverðan hátt mér til mikillar furðu smellvirkaði hún . Það var töfrum líkast . Hegðunarmynstur og stíflur sem hafa verið um langan tíma breyttust og losnuðu . Þessi aðferð er svo einföld og hún virkar vel að ég er enn að undrast yfir því. Og þvílík gleði sem fylgir þessari vinnu . 'Eg er þakklát að hafa fengið að kynnast Steinunni og held áfram í þessari vinnu með henni .- Hulda Leifsdóttir
--------------------------------------------------------------
Steinunn has been guiding me in the Joyful Evolution method over a few sessions now, and it is a remarkable journey of self-discovery, awareness and transformation. Even over a distance, and through the electronic medium, Steinunn creates a loving, nurturing space within which I feel at once safe, embraced and fully supported as I take the necessary steps towards wholeness. Steinunn is a highly intuitive facilitator, able to pierce through to the essence of my experiences and help me to gain insights with amazing clarity. Building a loving relationship with my subconscious self is revealing, rewarding and truly joyful! This is a process of deep change. I am learning more about my life-long patterns with each session, and creating a new symphony for my life, in concert with my subconscious and superconscious Selves. Having Steinunn guide and accompany me on this journey is a wonderful gift, and one for which I am very grateful. She is really an incredible healer in her own right - I highly recommend her to anyone who is seeking to make a transformational shift within themselves and their lives.
KA Jerúsalem
--------------------------------------------------------------
Jeg deltog på et kursus, Joyful Evolution, med Gordon Davidson for 1 1/2 år siden. Vi var en gruppe, som fortsatte med månedlige møder, hvor vi arbejder ud fra Gordons bog, Joyful Evolution, med hjælp fra Steina, som kommer og guider os ind imellem.
Nu har jeg haft 3 sessioner hos Steina, som foregår over skype en gang om måneden.
At opbygge en bevidsthed, begynde at have kontakt med de 3 bevidstheder og være i dialog med mit indre barn, har tilføjet ekstra dimensioner til mit liv. Gjort mit liv mere enkelt, fordi jeg nu ved, hvordan jeg håndterer min underbevidsthed og det lykkedes for mig oftere, end jeg kunne have håbet. For mig er disse sessioner en rejse til og gennem universer, som åbner sig for mig, og giver mig en mere levende, forstående og inspirerende opfattelse af mig selv og mine omgivelser. Jeg mærker også at disse sessioner fortsætter med at arbejde i og med mig og skaber et andet forhold til mig selv og mine omgivelser, som indeholder meget mere glæde.
Steina tilbød mig healing i en af sessionerne. Det var en meget forunderlig oplevelse, hvor jeg røngenfotograferede hele min krop under healingen. Efter den oplevelse er sanserne omkring min krop og strømmen af energierne intensiveret, meget levende og vibrerende.
Þýðing:
Ég tók þátt í námskeiði, hjá Grodon Davidson um Joyfu Evolution Evolution, fyrir 1 1/2 ári síðan. Við vorum hópur sem héldum áfram með mánaðarlega fundi þar sem við lesum bókina Joyful Evolution saman. Steina kemur reglulega og hittir hópinn þar sem hún leiðbeinir okkur.
Nú hef ég haft þrjár þerapímeðferðir með Steinu, sem fer fram á Skype einu sinni í mánuði.
Til að byggja upp skilning, byrja að hafa samband við hin þrjú sjálf, meðvitund, undirmeðvitund og hið æðra ég og að vera í sambandi við mitt innra barn, hefur bætt auka víddum inn í líf mitt. Það hefur ert líf mitt auðveldara því að nú veit ég hvernig ég höndla undirmeðvitundina mína, mér tekst það oftar en ég hefði þorað að vona. Fyrir mig, eru þessar þerapí meðferðir ferð til og í gegnum alheimsins, sem opnast hefur fyrir mér og gefur mér meira lifandi, hvetjandi og skilningsríkari mynd af sjálfri mér og umhverfi mínu. Mér finnst líka að eftir að við höfum unnið saman, þá heldur innri vinnan áfram að vinna í mér og skapar sýn og tilfinningu til sjálfrar mín og umhverfi mitt, sem gefur mun meiri gleði.
Steina bauð mér heilun í einum þerapítímanum. Það var mjög skrítin reynsla þar sem ég upplifði að ég sá líkama minn í gegnum rönken augu á meðan á heiluninni stóð.. Eftir þá reynslu er skynfærin í líkama mínum skarpari/næmari og orkuflæðið hefur aukist,og er nú mjög lifandi og orkumikil.
--------------------------------------------------------------
Jeg har det rigtig godt med vores sessioner.
Det som betyder mest er nok kontakten til det indre barn. Jeg havde aldrig forventet at det er så kraftfuld. Hun er fuld ag glade og energi og livslyst, så det smitter på mig, når jeg kontakter hende.
Men også mødet med mester DK har haft indflydelse på mig. Specielt når jeg er bekymret elle bange. Jeg har fortalt dig, at jeg søgte kontakt til ham når jeg skulle gå over broen - og jeg har højdeskræk. Når jeg havde bedt om at møde hans energi, følte jeg mig indhyllet i lys, og det blev meget nemmere.
Þýðing
Mér finnst mjög gott að vera í þessari vinnu hjá Steinunni.
Það sem mestu máli skiptir er að ég nú hef gott samband við mitt innra barnið. Ég bjóst aldrei að það yrði svo öflugt. Hún er full AF hamingju, orku og lífshamingju, svo það hefur jákvæð áhrif á mig þegar ég samband við hana.
En einnig eftir að ég fékk tengingu við meistara DK, það hefur haft mikil áhrif á mig. Sérstaklega þegar ég hef áhyggjur eða er hrædd. Ég sagði þér frá þegar ég var að fara yfir brúnna og ég hef svo mikla lofthræðslu, þá tengdi ég mig við Meistara DK. Þegar ég hafði beðið um að ég gæti tengst orkunni hans og ég fann að ég var böðuð í Ljósi, þá varð allt auðveldara
Lífstíll | Breytt 2.3.2013 kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óttinn
18.2.2013 | 17:18
Ég hef í svolítinn tíma verið að undirbúa mig undir að taka tíma í vetrarfríinu mínu til að vinna að úthreinsun fyrir líkama minn.
Ég hef hlakkað til, einhversstaðar, en samt verið að skoða mjög vandlega allar hugsanir sem gætu komið, um það hvort ég væri að fara í leyni megrun.
Ég veit að ég get talið mér trú um einn hlut, en svo er einhver hluti af mér að planleggja eitthvað allt annað.
Þannig að það hefur verið mjög mikilvægt að skoða hverja þá hugsun, sem kom upp og skoða hvaðan hún kemur og hvers vegna.
Ég fann þó ekkert hættulegt sem kom upp hjá mér, svo ég hef verið í þessu undirbúningsferli í nokkrar vikur.
Ég byrjaði á að reyna að taka út sykur, en hef þó verið pínu sætusjúk seinnipart dags, en ekkert hættulegt.
Var þó ekki alveg sátt við það, vegna þess að ég þekki þetta munstur, frá því í gamla daga.
Ég ákvað svo að fara í innra rannsókarferðalag í mitt innra og skoða, hvað væri að gerast, hvers vegna ég hoppaði í sætuskálina af og til, algerlega óvænt.
Ég komst að mjög áhugaverðum kjarna í mér, sem var skelfingu lostinn við að skína, skelfingu lostinn yfir því sem gerðist ef maður væri of sýnilegur. Ég veit nefnilega að þegar það er ekki jafnvægi á milli líkama og sálar hjá mér, þá loka ég fyrir ljósið sem skín frá mér og dreg mig inn í mig sjálfa.
Ég vann svo með þessa hræddu hlið í mér, sem var svo hrædd við að skína. Hvað þýðir það að skína, hvað getur gerst fyrir mig, ef ég skín, hvað hefur gerst hjá þeim sem hafa skinið mest, sem hafa haft þetta skínandi ljós.
Hvernig getum ég og þessi hræddi hluti í mér, fundið janfvægi saman og látið hræðsluna verða að andstæðu sinni, hugrekki.
Nelson Mandela sagði eitt sinn:
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.
Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.
Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?
Þú ert barn Guðs.
Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.
Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
Þessi rannsókn á hræðslunni var mjög góð og gerðist fyrir viku. Hugrekkið er komið og orkan flæðir. Engin sætuþörf hefur verið þessa viku.
Í nótt, daginn fyrir hreinsunarvikuna, dreymdi mig draum, sem var mjög lifandi þegar ég vaknaði. Ég var ekki viss um hvort mig hefði dreymt þetta, eða hvort þetta hefði gerst í vökutilstandi. En nú veit ég að mig dreymdi þetta, vegna þess að ég man hvorki það sem gerðist fyrir eða á eftir.
Það kom hendi á móti mér, í blárri skyrtu með gullúr á hendinni. Hendin hélt á skyrdollu. Sagt var við mig háum og ákveðnum rómi: Þú þolir þetta ekki!
Ég veit að þetta var frá mínu innra, með mjög ákveðin skilaboð til mín. Ég þarf ekkert að hreinsa líkamann, en ég þarf að taka þau matvæli út, sem líkaminn minn þolir ekki og það eru mjólkurvörur.
Ég hef stundum fengið þá hugsun, að ég þoli ekki mjólkurvörur, vegna þess að það myndast oft mikið slím í hálsinum á mér þegar ég fæ mér skyr í morgunmatinn minn, en ég elska skyr og osta, svo ég hef haldið þessari innri hugsun úti, þar til nú.
Þessi skilaboð komu frá líkamanum og vegna þess að ég hef verið að vinna að því að tengjast líkama mínum núna í nokkurn tíma, þá get ég ekki lokað eyrunum, þegar skilaboðin eru svona skýr, þó svo að þetta sé ekki alveg það sem mig langar að heyra hihi.
Mikið er ég þakklát, þegar ég upplifi að það sem er svo einfalt, er svona áhrifaríkt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viltu á einfaldan hátt læra að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?
20.1.2013 | 18:24
Viltu á einfaldan hátt læra að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?
Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.
Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?
Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.
Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.
Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 20:00 á íslenskum tíma, er ég með hóphugleiðslu á skype.
Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.
Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar. Kjarninn og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara.
Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um hugleiðslukunnáttu, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.
Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.
Ég hlakka til að heyra frá þér.
Með kærri kveðu.
Steinunn Helga.
Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar
steinunnhelga@gmail.com
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað hefur árið gefið mér af upplifunum og reynslu
27.12.2012 | 17:16
Ég er hugsi í dag, þar sem ég dunda mér við eitt og annað og velti fyrir mér liðnu ári.
Þetta hefur verið mjög afdrifaríkt ár í alla staði. Hef sennilega aldrei haft svona afdrifarík ár á allri minni æfi.
Á sama tíma í fyrra, hugsaði ég nokkurn veginn það sama, en árið á undan hafði líka verið afdrifaríkt, miða við þá reynslu sem ég hafði þá.
Hvert ár hefur gefið mér meiri og nýja og ótrúlega reynslu.
Núna líður mér eins og ég sé í þurrkara, eftir að hafa verið í þvottavél allt árið, með nýjum og nýjum þvotti í allavega sápum og allavega litum þvotti.
Á sama tíma fyrir ári, sat ég og hlakkaði til áramótanna, því ég hafði ákveðið að vera ein á gamlárskvöld og hugleiða inn í nýja árið, sem ég svo gerði.
Ég átti dásamleg áramót og stefni á önnur nokkurnveginn eins.
Á sama tíma í fyrra var ég í fráhaldi, sem ég kalla það, eða ég viktaði og mældi allan matinn minn og borðaði eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Ég hafði það fínt með það, á þeim tíma.
Í byrjun janúar fór ég til Ítalíu, til In Cittadella Pieve i Umbria. Þar var ég var með kærum vinum frá heiminum í viku og við unnum undir leiðsögn Gordon Davidson við að þjálfa okkur til að vinna sem guide i Joyful Evolution tækni. Við höfðum undanfarið ár hist vikulega á gotoowebinar, einskonar netkennslu. Þetta var svo vika, þar sem við unnum mjög djúpt saman.
Við snjóuðum inni, sem var alveg með ólíkindum. Eftir mikla baráttu þar em við börðumst í gegnum snjóinn frá setrinu út á þjóðveginn og þar með leigubíl og svo lest í 6 klukkutíma, sem vanalega tekur 40 mín. komumst við til Róm.
Í Róm, festist ég í lyftu með góðu fólki, um miðja nótt, lyftan hrundi frá fjórðu hæð og niður í kjallara. Engin kom til skaða sem betur fer. En eftir ævintýralega björgun, þurftum við að fara með allar töskur upp á 9 hæð, þar sem íbúðin var, sem við fengum lánaða, upp á allra hæstu hæð í heimi, að mér fannst um miðja nótt í Róm.
Við dvöldum nokkra góða daga í Róm, en komumst heilu á höldnu heim hver til síns heimalands.
Í mars fór ég til Íslands, yfir stutta helgi, var með námskeið í hugleiðslu. Það kom svo mikið að góðu fólki. Ferðin var stutt og áhrifamikil.
Í maí, fermdist Sólin mín, elsku yngsta barnið mitt. Við héldum 80 manna veislu hérna í garðinum okkar, með góðum vinum og ættingjum héðan og frá Íslandi.
Það var sól og dásamlegt veður, þó það væri snemma vors. Hún var fermd með bestu vinkonu sinni og einum dreng sem býr hérna rétt hjá. Nágrannar okkar, tóku sig saman og planlögðu mótspil við limousine og þyrlur, sem keyra fermingarbörnin heim frá kirkju, og skreyttu hjólbörur, með fallegum blöðum og keyrðu þær heim í veislurnar sínar.
Daginn eftir dásamlega veislu með söng, músík, góðum mat og góðum gestum flaug ég til Los Angeles.
Ég var viku á ráðstefnu með fólki frá heiminum, þar sem unnin var andleg vinna og bundin andleg bönd á milli hvers og eins.
Það var gaman að upplifa og vera þarna. Við dvöldum á hæðum yfir borginni á stað sem heitir Loyola Marymount University. Einnig fórum við aðeins um í borginni og kringum borgina, ég sá með eigin augum Hollywoodmerkið wawww það var gaman.
Eftir viku dvöl þar fór Sólrún og Lisbeth vinkonur mínar og ég með Theresa heim til Theresa. En hún á heima
í Mariposa. Það var ca 5 tíma ævintýraleg keyrsla frá LA.
Við vinkonurnar héldum dagsnámskeið í nýja setrinu hjá Georg og Theresa, það gekk vel og var undurljúft.
Við dvöldum þar í dásamlegu yfirlæti í ca viku, með útisundlaug og náttúru sem ég hef aldrei upplifað áður.við heimsóttum líka Yosemite National Park sem var engu líkt, sáum Móður náttúru í þvílíkri fegurð og töfrum. Við sáum líka úlf og björn og fullt af öðrum dýrum, sem var gaman gaman
Eftir dásamlega daga með Theresa fórum við vinkonurnar til San Francicso og dvöldum þar smá, dásamleg borg alveg hreint.
Ég fór svo og heimsótti vini mína í San Rafael og dvaldi þar í nokkra daga. Ég átti yndislega daga með þeim, þar sem við meðal annars skoðuðum Muir Woods Nationar Mounment, mörg þúsund ára tré sem vorum með ólíkindum stór.Hérna er hægt aå lesa nánara um þegar ég var rænd
Eftir ævintýralega ferð og 3 vikna dvöl í USA tók ég þáttí útskrift hjá Sigga syni mínum, frá Konunglegu Listaakademíunni, sem var stór stund fyrir hann og okkur öll.
Í byrjun sumars, giftu Sigyn dóttir mín og Albert sig. Þar komu líka margir gestir, margir komu alla leið frá Íslandi til að halda upp á daginn með þeim. Fullt af gestum, fallegt kirkjubrúðkaup með dásamlegum söngvum sungið af Sólrúnu Bragadóttur. Sigyn mín í svo fallegum kjól og svo falleg í alla staði.
Ég hef aldrei áður upplifað það í kirkjubrúðkaupum að kirkjugestir klappi eftir að sungið er.
Brúðkaupið var ansi magnað, þar sem fortíð, nútíð og framtíð mættust.
Eftir brúðkaupið fórum Gunni, Sól og ég til Íslands, sem var fermingagjöf til Sólar. Hún mátti bjóða bestu vinkonu sinni, Andrea, með. Að sjálfsögðu héldum við auka fermingarveislu á Íslandi, fyrir nána ættingja og vini okkar sem þekkja Sól. Það komu hátt í 100 manns, sem var bara algerlega dásamlegt að upplifa. Fermingarveislan var haldin í húsinu sem Sigrún systir og Jón eiga í Kópavogi og þökk sé svona góðri systur að leggja húsið sitt fyrir nöfnu sína. Við fengum dásamlega hjálp frá Hafliða og Dússu með láni á hinu og þessu og hjálpandi hönd við að smyrja og annað sem þarf að gera fyrir svona stóra veislu.
Eftir þvílíkt dásamlegan dag, með svo dásamlegum ættingjum og vinum, fórum við í ferðalagið stóra. Fengum lánaðan jeppa frá Einari og felliskýli frá Ingunni og Ara, það gat ekkert klikkað. Það klikkaði heldur ekkert. Ferðin var í alla staði, svo dásamleg, með stoppi hér og þar hjá vinum og ættingjum og á fallegum ógleymanlegum töfrastöðum.
Víkin mín, var alltaf jafn dásamleg, mikið elska ég þennan bæ, sem er svo stór hluti af mér, blóðið mitt er blandað Víkurorkunni, sem gerir að ég hef það hvergi betra en í gömlu æskuorkunni minni. Sjá nánari áfallaútskýringu á ferðinni og hvernig ég missti hræðilega mikið af peningum,
Eftir dásamlega ferð, fórum við heim til Danmerkur, södd og sæl og full af minningum sem við höfðum skapaða saman sem fjölskylda.
Í ágúst fór ég aðra ferð til Íslands. Ferðin var vinnuferð, eða námskeið, einn dagur með hugleiðslukennslu og svo helgarnámskeið á Sólheimum, þar sem Sólrún Bragadóttir, Stefano og ég vorum með námskeið, sem við kölluðum the three of life Bæði námskeiðin gengu algerlega dásamlega. Ég var 10 daga á Íslandi og notaði hluta af tíma mínum til að hitta vini og ættingja. Einnig var ég nokkra daga í Víkinni minni, á Strönd, það var bara toppurinn.
Í september fór ég með námskeið til Noregs. Þetta var námskeið í að vinna með náttúruríkjunum sem er að sjálfsögðu blandað með að vinna með þá innri vinnu sem ég hef verið að læra undanfarin ár. Námskeiðið var haldið á dásamlegri eyju fyrir utan Drammen. Yndisleg upplifun, sem hefði aldrei gengið svona vel, ef Sissa hefði ekki skapað þessar dásamlegu aðstæður.
Í desember lá svo leiðin til Ísrael og Palestínu. Þetta var hugleiðsluvinna, mikið unnið og mikið ferðast um svæðin. Ferðin hafði mikil og djúp áhrif á mig og er ég ennþá að vinna úr öllum þeim upplifunum sem ég meðtók.
Landið fallegt og hrikalegt, mikil þjáning þar sem heil þjóð er í fangelsi. Ég var við Dauðahafið og lét mig fljóta, næstum því til Jórdan, ég hugleiddi á fjallinu við Galilei, þar sem Jesús hélt fjallræðuna, ég hugleiddi í hellinum þar sem hann hugleiddi nóttina fyrir fjallræðuna, ég sá og upplifið alla þessa sögu á öllum víddum, ég upplifði líka þær hörmungar sem fólk lifir við í dag, á þessu svæði, þar sem ég var á svæðinu á meðan haldið var vopnahlé, eftir mikil átök á milli Ísrael og Palestínu.
Ég veit að þetta verður ekki mín síðasta ferð á þetta svæði, er strax farinn að plana ferð þangað á næsta ári.
Ég kom heim eftir þessa ferð, búinn á sál og líkama og reyndi að vera með til að skapa jól með fjölskyldunni minni.
Ég veit að eftir þetta ár, verður aldrei neitt eins og áður. Ég fór í gegnum eldhreinsun á síðasta ári, á svo mörgum plönum. Nýtt tímabil er komið, þar sem ég kem til með að lifa lífi, sem er og verður öðruvísi en áður. Hluti af mér, vil það gamla, það sem ég þekkti, þar sem ekkert óvænt gerist hjá mér, en sá tími er búinn.
Ég sagði upp vinnunni minni, sem skólastjóri í Listaskólanum Rammen, þar sem ég hef verið síðastliðin 10 ár, það öryggi fjarlægði ég líka.
Ég vinn með fleiri og fleiri sem guid, sem er sú aðferð sem ég hef sjálf verið leidd áfram á Gordon Davidson síðustu 9 árin, em hefur gert það að þessi nýji heimur er komin, sem er svo öðruvísi en ég nokkurtíma hefði getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa.
Með þeirri innri vinnu sem ég hef gert, hafa allir þeir möguleikar sem eru mögulegir ,opnað sig fyrir mig. Ég vil gjarnan hjálpa öðrum að láta flæðið streyma, án alls þess sem stoppar að við þorum og viljum. Það er hlutir þeirra verkefna sem ég ætla að taka mér fyrir hendur á næsta ári.
Ég byrjaði fyrir nokkrum mánuðum að bjóða upp á hugleiðslu kennslu á skype. Það hefur verið ný og spennandi leið fyrir mig og fleiri og fleiri vilja vera með.
Næsta ár bíður líka upp á annað nýtt verkefni sem við hjónin erum að vinna að ásamt nokkrum góðum vinum hérna í Danmörku.
Það kemur seinna, en það er mikill undirbúningur í gangi hjá okkur með það.
Næsta ár, verða fleiri ferðalög framundan hjá mér. Það sem ég veit er að í maí ætlum við sem erum að vinna að þessu nýja verkefni sem ég sagði ykkur frá, að fara til Víkur, á Íslandi og halda vinnuhelgi í fjölskylduhúsinu Strönd. Í maí fer ég til til New York á ráðstefnu, í júní fer ég til Kanada með námskeið. Einnig eru plön um ferð til Los Angeles í mai. Í ágúst er svo annað námskeið á Sólheimum með the three of life. Margt annað er í planleggingu, sem kemur í ljós.
Það eru margar hugsanir sem koma upp við þessa talningu, ótrúlega skrítnar hugsanir sem flestum finnst sennilega ekki passa með.
En það er það sem hefur fyllt mest hjá mér yfir allt árið. Það er matur, jebúddamía, það er svo skrítið, að hugsa um það, að matur skuli vera svona mikið atriði í svona ævintýrum.
Matur, já, ég hafði verið í fráhaldi í 4 ár, eins og ég kom að í byrjun þess sem ég skrifaði. Í fráhaldi þar sem ég hafði viktað allt sem ég hef borðað í 4 ár. Fyrir þann tíma, borðaði ég óhemju mikið og meira mikið, sem gerði að ég þurfti mikinn stuðning til að finna nýja leið með mataræðið. Þá hjálp fékk ég, en hef svo verið allt árið að finna jafnvægi og leið til að vinna í ap gera matarvenjur mínar sem eðlilegan straum að orku, að borða meðvitað, þar sem ég sjálf, meðvituð ég, stjórnar, í samvinnu með líkamanum, en ekki að aðrir, stjórni og ráði, hvað er best fyrir mig og líkama minn. Ég er að læra að passa mig, alla, með öllum þeim kærleika sem ég hef.
Ég trúi að það að vinna með sitt innra, þá opnar maður fyrir leiðum og skilningi sem maður vissi ekki að maður hafði.
Að þora að brjóta upp munstur og upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi en áður, brýtur upp önnur munstur, vanamunstur sem er hluti þess að borða, kaupa, borða ekki, rífast, rífast meira, gráta, gráta meira og svo framvegis. Það þarf stundum að nota mikla krafta til að breyta því sem maður en vanur, ég veit allt um það. En þegar maður upplifir það sama aftur og aftur og aftur og aftur, þá er lítill möguleiki á að mæta einhverju óvæntu sem er með til að víkka út sjóndeildarhringinn og jafnvel að mæta hlutum sem stundum virðast óyfirstíganlegir, eins og ég hef gert á flestum þeim ferðum sem ég hef farið í á liðnu ári, en ég hef mætt þeim, tekist á við það og verið ríkari af reynslu á eftir og ég þakka svo sannarlega fyrir það.
Sú besta gjöf sem ég hef gefið mér í gegnum árin, er að hafa farið í þessa meðferð (þerapíu) fyrir 9 árum. Það hefur gert að ég hef þorað að taka sjénsa, taka áhættur, mætt nýju og nýju og meira nýju. Ég hef lært að sjá heiminn frá mörgum hliðum og líka á haus og ég er ennþá lifandi, sit ennþá á yndislega heimilinu mínu, 27 desember 2012 og hef lifað þetta allt af.
Maturinn er ennþá yndislegur, en hann fyllir ekki allt. Ég er kannski 5 til 6 kílóum þyngri en ég var fyrir ári, en ég vil heldur vera það og vera frjáls til að velja til og frá eftir því hvernig aðstæðurnar eru hverju sinni.
Í kvöld ætlum við að borða rauðrófusúpu með rauðrófum frá garðinum mínum, sem tekið var upp í morgun, 27 desember og brauð með sem ég hef bakað úr allavega korni sem ég átti í skápunum. Allt lífrænt og allt hollt.
Ég tek á móti lífinu og því sem það lætur mig mæta með áhuga og reyni að leysa þau verkefni sem ég mæti hverju sinni á eins góðan hátt og ég get. Ég hef oft getað gert betur en ég hef gert, en það er allt í lagi, ég geri bara betur næst.
Hamingja til ykkar allra elsku fólk.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugleiðslunámskeið
31.8.2012 | 20:36
Gott og gagnlegt væri fyrir mig ef þið sem hafið áhuga sendið mér skilaboð til steinunnhelga@gmail.com sem fyrst. einhverjar spurningar gætu komið upp sem ég et svarað hverjum og einum. þú mátt endilega deila þessu á vegginn þinn svo sem flestir sjái þetta. Með kærri kveðju inn í fagra helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn
8.10.2010 | 22:11
Sumum finnst það snemmt, en Sól og mér finnst tími til komin að safna könglum og huga að hinum árlega jólaundirbúningi. Á kvöldin þegar við göngum með hundana, Sólin mín og ég þá ræðum við allt milli himins og jarðar. Það er svo notalegt og það er þá sem ég finn fjölskylduhljóminn sem er mér svo mikilvægur í því annasama lifi sem ég nú lifi.
Á þessum tíma, tíminn milli hausts og jóla er tíminn sem maður safnar ýmsu fyrir jólaskraut, sem fæst sem gjöf frá móður jörð. Á göngutúrunum týnum við litla og ósköp venjulega köngla, en á einum sérstökum stað eru tré með risastórum könglum, þangað förum við reglulega til að sjá hvort tréð ekki vil gefa okkur einn eða tvo í söfnunina til skrautsins. Við finnum allavega lauf, við finnum ber sem við þurrkum, við finnum hnetur og ýmislegt annað skemmtilegt í skrautið.
Við týnum líka epli og það er nú svolítið leyndarmál með þessi epli sem eru bestu eplin sem ég fæ. Ekki það að okkur vanti epli við erum með eplaplantekru með yfir 100 eplatrjám og líka eplatré í garðinum okkar. En þessi epli eru sérstaklega góð, kannski af því að við stelum þeim, veit ekki. En þessi epli eru í garðinum hjá Anne, á miðjum akri í gönguleiðinni okkar sem liggur vel falið í trjám og óróleika gróðri.
Anne er ekki heima, hefur ekki verið heima í tvö ár, svo við læðumst inn í garðinn hennar og týnum epli í vasana, það er gaman.
En aftur að jólunum, sem svo margir verða gáttaðir og stundum hneysklaðir og líka pirraðir yfir að maður skuli voga sér að finna tilhlökkun alltof snemma, að mati hvers ?
Ég á oft erfitt með að skilja það, að manni skuli ekki leyfilegt að hlakka fyrr en á einhverjum ákveðnum tíma sem er réttara en annar tími. Jólin sem eru eins notaleg og þau nú eru.
Við ræðum í göngutúrnum um hvaða gjafir við eigum að kaupa og á hverju ári viljum við búa il jólagjafirnar, þó svo að aldrei verði að því. Við erum búinn að kaupa efni í jólakort, sem við planleggjum að gera sjálf. Við tölum um hvaða mat við ætlum að gera, hvar við ætlum að vera og með hverjum. Ekkert að þessu er alltaf eins, reyndar aldrei það sama því við gerum alltaf eitthvað nýtt hvert ár og borðum aldrei sama jólamat ár eftir ár.
Þessi augnablik með Sól í uppbyggingu á jákvæðum sameiginlegum planleggingum er tími sem ég elska áður en hann fer, það gerist ekki oft, því oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn.
Við höfum þó á hverju ári eina hefð, og það er sama hefð og milljónir manna um allan heim hafa og það er að fá okkur alvöru lifandi jólatré !
Á hverju ár í mörg mörg mörg ár höfum við verið með lifandi jólatré og það hefur verið svo mikilvægt fyrir mig. Kannski af því að þegar ég var lítil var gervitré heima hjá mér, eða hvað veit ég. En minn metnaður hefur verið að það ætti að vera lifandi tré heima hjá mér.
Í fyrra læddust að mér einhver einkennileg ónot yfir þessu með lifandi jólatré. Ég spurði Gunna hvort við ættum ekki að kaupa gervitré, ekki að tala um og ég lét það liggja.
Ég hef hugsað og hlustað á þessa tilfinningu sem kom í fyrra í hugann minn. Ég skoðaði hvað það í raun var sem gerði að ég fékk ónot, svolítið lík þeim ónotum og þegar maður er að versla í matinn og skoðar í kjötborðið og sér fullt af ódýru kjöti af hinum og þessum dýrum og maður er svo að velja eitthvað að þessu með samviskubit í hálsinum yfir að vera á því augnabliki að styðja dýraofbeldi, það var einhvernvegin svona sem mér leið. Mér varð hugsað til allra þeirra trjáa sem verða að láta lífið fyrir viku eða fjórtán daga með alla vega bulli hengt á sig til að gera þetta skemmtilegt, fyrir mig, fyrir okkur.
Ég sagði fyrr lifandi jólatré, en er þetta ekki deyjandi jólatré sem við höfum standandi í stofunni okkar, sem verður hent út um leið og hlutverki þess er lokið. Grenitré sem ættu að verða margra ára úti í náttúrunni og þjóna því hlutverki sem þau nú gera að anda inn og anda út og hreinsa andrúmsloft jarðar. Drekka allt það vatn sem rignir niður og gerir vatn að flóði sem síðan verður að náttúruhamförum ef engin eru trén til að taka á móti magninu.
Það eru verksmiðjujólatré, sem lifa stutt, bara til eins gagns, að standa í stofu einhvers í nokkra daga til að viðkomandi hafi jólin í hjartanu og húsinu. Það er eitthvað svo rangt við þetta sem ég held að við hver og einn ættum að hugsa aðeins um, ekki bara gera eins og við alltaf höfum gert og vera hugsunarlaus, en gera okkur grein fyrir því að þetta val hefur ábyrgð. Við erum ekki að tala um eitt tré, í stofuna mína, við erum að tala um milljónir af trjám sem eru höggvin niður fyrir jólin. Við getum alveg lifað án lifandi jólatrés en við getum ekki lifað á matar og þar koma önnur lögmál þegar við stöndum við kjötborðið eða grænmetisborið að við veljum þó það sem er að hinu betra. Að við kaupum kjöt af dýri sem hefur haft það gott á meðan það lifði. Ég held að það sé svo mikilvægt að við verðum meðvitaðri um þau völ sem við tökum í lífinu, hvar sem er í lífinu.
En og aftur, ég hlakka til jólanna með ýmsu jólasýsli og kertaljósum og jólabíómyndum sem við horfum á, á hverju ári og höfum gert í mörg mörg ár og bara á jólunum jólaspenninginn og jólabaksturinn og jólakalandarinn sem er árlegur viðburður í Danmörku, göngutúrum í skóginum, með te og jólapiparkökum keyptum hjá bakaranum, fjölskyldukvöldum, vinakvöldum, spenningi hjá öllum sem hlakka til jólafrísins og jólagjafanna og þess að hitta fólk, vini og ættingja yfir góðum mat og gleði yfir hátíð sem finnst alveg langt inn í magann.
Ég hlakka til þess jákvæða sem oftast gerist þegar fólki hlakkar til og síðast en ekki síst að velja gervijólatré með Gunna og Sól sem er nú samþykkt.
Tíminn er nú svo skemmtilegur og afstæður . Sem dæmi get ég nefnt að á sama tíma og við söfnum jólaskrauti, týni ég rósir í garðinum mínum, næ í gulrætur, tómata, maís, agúrkur og fleiri dásemdir úr garðinum mínum. Vínberinn eru ekki alveg orðin þroskuð, kannski eftir nokkra daga og um helgina þarf að slá gras. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)