Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar

IMG_2488
Múmín og ég settumst út og horfðum saman á sólina, fögur koma upp,  morgunstund i fallegri morgun birtu. Það er þó greinilegt að haustið er á leiðinni, morgunbirtan er ekki eins hátt á lofti. Ég átti dásamlega stund í hugleiðslu með móður jörð allt í kringum mig, með fuglasöng og flugu suði. Flugurnar eru á fullu í kringum öll blóm, áður en það er of seint. 

Ég finn ró í dag, sem ég hafði ekki í gær, var of þreytt eftir spennu undanfarinna vikna, enda hef ég verið á fríu frábæru flugi, með Gro Akademi, sem gengur framar öllum vonum. Hver dagur hefur verið ótrúlegur og erfitt hefur verið að fylgja með. En dagurinn í gær, var einskonar frídagur, sem ég hafði mikla þörf á og á morgun byrjar spennandi vika, með mörgum fundum og nemendurnir  koma á miðvikudaginn. 

Ég var að hugleiða í morgun um hvernig hlutunum er misskipt hérna á jörðinni. Sumir, eiga svo mikið af öllu, að það fólk þarf að geyma peninga, gull, skartgripi og annað í bankahólfum. Það verður aldrei mögulegt fyrir þetta fólk að nota alla þessa peninga, þó svo að þau verði 1000 ára. Annað fólk á ekkert og þá meina ég ekkert. 

Ég hef þá hugsun, að það sé nóg fyrir alla, ef öllu er skipt réttlátlega, þá gætu allir lifað við lífsins gæði. Sumir hugsa eflaust, en svona er þetta bara, en við höfum öll ábyrgð á að byggja upp nýjan heim.
 
Ég hef þá kenningu að svona verði þetta ekki alltaf. Byrjunin á breytingum er það bankahrun sem varð í heiminum og það er bara byrjunin. Það koma fleiri fjárhagsleg högg, þar til það verður meiri jöfnuður á milli fólks. Það verður hrun, eftir hrun, eftir hrun, þar til við lærum að deila jafnt á alla. Ég held nefnilega að náttúrulögin segi að það eigi að vera jafnvægi, það þarf að vera jöfnuður í sjálfri náttúrunni, milli dýra, milli plantna, milli okkar. Það er einfaldlega Alheimslög, annars hrynur það niður sem skapar ójafnvægi.
 
Á tímum risaeðlanna, var líka jafnvægi, þar sem voru risastórar plöntuætur, var alltaf risastór og sterk kjötæta, til að skapa jafnvægi. Við getum ekki haldið að við séum ekki hluti af þessu ferli. Við erum ekkert meira eða minna, en annað líf hérna á jörðinni. 

Ég hef líka verið að hugsa um, hvernig við getum breytt þeirri þróun sem er í flestum löndum. Atvinnuleysi verður meira og meira, fleiri og fleiri fara á einskonar sjúkrapeninga, eða eins og við köllum það í DK verða pensionistar/öryrkjar. 

Þessi kostnaður er óhuggulega mikill fyrir bæði ríki og sveitarfélög, ég veit það frá fyrstu hendi, hef verið að vinna í þessum geira í mörg ár. 
 
Margir af þeim sem eru öryrkjar, myndu elska að hafa einskonar "vinnu". Vera hluti af samfélaginu, þéna sína eigin peninga og gefa það sem í þeirra valdi er, til samfélagsins og fá laun eins og aðrir og sömu laun og aðrir. 

En það er ekki möguleiki, því kröfurnar á vinnumarkaðnum eru svo miklar og þessu fólki er ekki mögulegt að lifa upp til þeirra krafna. 

En ef við sem samfélag hugsuðum þessa hluti aðeins öðruvísi, þá er ég viss um að á atvinnumarkaðnum sé pláss fyrir alla þá sem á einhvern hátt geta verið með. Fyrir það fyrsta, gætu þeir peningar sem koma sem öryrkjabætur, farið inn í atvinnumarkaðinn. Þannig að í staðin fyrir að fólki er plantað út fyrir atvinnulífið, þá sé hægt að finna pláss fyrir alla, þar sem það fólk sem á einhvern hátt vill vera með, að það geti verið með. Að það séu skapaðar aðstæður fyrir alla! 

ég held að til þess að það skapist jafnvægi í heiminum og að við gefum pláss fyrir alla, þá þurfi að skoða launamisrétti og hjálpa því fólki sem gefst upp á vinnumarkaðnum, því við erum mismunandi. Við þurfum að vera meira kreativ og hugsa þetta allt upp á nýtt. Í Danmörku fara fleiri og fleiri á atvinnuleysisbætur og verða öryrkjar, vegna þess að álagið á einhvern hátt, er of mikið. 

Ég get séð fyrir mér, hversu einfalt þetta í raun og veru gæti verið, ef allt væri stokkað upp, upp á nýtt, allt væri hugsað upp á nýtt. En það þarf sennilega algert heimshrun til að svo geti orðið. Vonandi gerist eitthvað sem gerir að það þarf að endurhugsa allan struktur í heiminum, því ég get séð að þessi þróun sem við erum í, gengur aldrei aldrei, aldrei upp.
 
En ég trúi og finn að miklar breytingar eru framundan og VIÐ erum breytingarnar, það ert ég og þú sem erum breytingarnar, við erum ríkið, borgin, landið, mannkyn. Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar, það ert þú og ég. Jæja svona voru mínar hugsanir í morgun og nú. Hafið fagran dag elsku fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband