Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ljósmyndir frá Fjóni

Þvílíkt veður hefur verið alla helgina og líka í dag. Ég er í smá pásu frá að þvo og pússa pússa nússa tússa garðhúsgögnin mín sem eru orðin grá og litlaus til að verða fagur olíuborinn tré húsgögn. Í garðinum mínum er 35 stiga hiti !
Við fórum til Fjónar og það var gaman. Ég er ansi mikið í frí þessa viku og það verður heitara seinni parts viku, þannig að það er garðvinna á prógramminu.
Set inn útvaldar myndir frá helginni og ef þið viljið sjá meira á er hægt að sjá hérna
barnaland.
AlheimsLjós til ykkar allra kæru

_MG_6035_MG_6062_MG_6192_MG_6201_MG_6237_MG_6215_MG_6273_MG_6291_MG_6344IMG_6207

 


Það er frábært að hafa öll börnin okkar búandi hérna í DK

strandferð með börnin okkar og Lappa í gær.

_MG_2284

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_MG_2306
_MG_2308

 

 

 

 

 

 

 

_MG_2319_2

  

_MG_2315_2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_MG_2309


Fylgdu ljósinu í hjarta þínu. Fyrirgefning. Frið minn gef ég þér.

 

Fylgdu ljósinu í hjarta þínu

Ímyndaðu þér ekki að okkur sé eigi kunnugt um vonbrigði þín og erfiðleika og hræðsluna sem hefur þig á valdi sínu. Við í andanum vitum að þú gengur í gegnum reynslupróf. Við vitum að efnislíkaminn er ekki ætíð eins heilbrigður og fullkominn og hann gæti verið. Við vitum að efnaleg kjör þín geta verið erfið. Við erum svo tengdir inn á þig, bróðir, að við nemum tilfinningar þínar. Við þekkjum vandamálin og erfiðleikana, en við fullvissum ykkur öllum að ef þið fylgið í raun ljósinu í hjarta ykkar þá mun ykkur vel farnast.

 

handrose-1

Fyrirgefning

 Hefur þú einhvern tíma hugleitt hvað fyrirgefning merkir? Þú, þitt eigið sjálf, þitt eigin persónuleiki þarfnast fyrirgefningar þinnar. Andi þinn er guðdómlegur, en þangað til þú hefur unnið sigur, verður persónuleiki þinn mannlegur og þarfnast fyrirgefningar anda þíns. Á sama hátt og þú fyrirgefur, á sama hátt og andi þinn fyrirgefur meðbræðrum þínum, munt þú læra að fyrirgefa meðbræðrum þínum mistök þeirra. Ef þú einsetur þér að hugsa út frá kærleika og fyrirgefningu sérhvert andartak lífs þíns mun yndisleg heilun eiga sér stað innra með þér.

Frið minn gef ég þér

Meistarinn er blíður og kærleiksríkur; hann þekkir þarfir þínar, hann skilur erfiðleika þína og vonbrigði og segir: "Komdu bróðir, komdu út úr þokunni, komdu til mín og ég mun gefa þér hinn innri frið sem þú leitar að".

ba445791b1ee6f2b693b2b12631c3b65.gif

 

 

 

 

Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur

eftir White Eagle

 


Augnablikinn í lífinu /ég hlustaði á það eitt andartak

 

Í gærkvöldi fórum Gunni, Sól og ég á frábæra tónleika í Kaupmannahöfn. Eyvör Pálsdóttir. Listamaður með stóru Lli.

Í dag komu elsta dóttirin Sigyn með fjölskylduna til Danmerkur. Við tókum á móti þeim í húsinu sínu nýja flotta með Kampavín og hinu ýmsu góðu með og góðu knúsi líka. Börnin fengu kanínu og hamstur.

Komum hingað heim og þar var Siggi sonur okkar. Við borðuðum góðan mat töluðum pólitík, Ísland og Danmörk og margt margt fleira.

Dásamlegt kvöld með öll börnin okkar þrjú og litlu barnabörnin tvö.

Nú er allt heilt !

Í dag vorum ég og litla Sólin að keyra, við vorum að ná í kanínuna sem við gáfum Lilju.

Við vorum að syngja í bílnum eins og við gerum svo oft.

Börnin mín hafa öll átti sinn eigin vöggusöng.

Sigyn sú elsta átti, sofðu unga ástin mín !

Siggi, bíum bíum bambaló

Og Sólin átti algjörlega sinn eigin, sem hún alltaf hefur haldið að væri um hana og engan annan, þar til fyrir ekki svo löngu síðan.

Þann söng sungum við aftur og aftur í dag í bílnum.

 

Litfríð og ljóshærð

og létt undir brún

Handsmá og hýreyg

og heitir Sigrún Sól

 

Sofðu nú Sigrún

Og sofðu nú rótt

Guð góður gefi þér

góða nótt.

 

Lái henni hver sem vil!

Ég er stundum svo mikið í tilfinningum mínum og það á Sólin oft erfitt með. Það gerðist líka þarna því ég fékk upp minningum með henni og mér þegar hún var pínu lítil í hugann. Ég mundi eftir því að einu sinni var ég að setja upp sýningu í þýskalandi og hún var ponsu lítil, kannski bara tveggja til þriggja mánaða.. Á meðan ég var að setja upp sýninguna lá hún á sænginni sinni á gólfinu. Svo af og til tók ég hana upp og gekk með hana um gólfið og söng þetta lag fyrir hana. Tíminn varð allt í einu afstæður. Þessi minning kom svo sterkt fram að ég fór hálf að væla og Sól sagði ÆÆÆ mor, ikke nu igen ! (æ mamma, ekki nú aftur ) Þarna gerðum við annað augnablik sem verður í minningunni.

Augnablikinn í lífinu eru svo mikilvæg og það eru þau sem við sköpum fyrir okkur sjálf og hvert annað. Augnablik sem hefur áhrif á kannski allt lífið, skapar minningu sem getur breitt öllu !

Gott er að hafa það í huga hvert augnablik !

Á morgun ætlum við í skógartúr öll saman,  í ævintýraskóginn hérna rétt hjá.

Það er gott að Sigyn er komin heim !

Lífið er fallegast, og ég er svo heppinn !

AlheimsLjós til ykkar allra


Ég vil skilja undirmeðvitundina !

hellofriendcz5

Það er rólegt eftir storminn ! 

Ég átti erfiðan dag í gær.

Það er ótrúlegt að hugsa hvað reynsla, hugsanir og pælingar færa mann svo í reynsluna aftur sem gefur manni ennþá betri  skilning á því sem maður er að pæla í.

Síðasta færsla var mikið um það að við skiljum á mörgum plönum, við skiljum og heyrum oftast frá fortíðinni.

Þetta hafði ég upplifað í fríinu, ásamt þeim sem ég var með í fríi, en var þó meira á þeirri hlið sem sá að hlutirnir voru ekki upplifaðir í núinu, heldur voru átök yfir orðum sem voru ekki raunveruleg, en komu frá undirmeðvitundinni. Þannig að ég upplifði þetta ekki í mér, en sem sá sem reynir að koma í skilning um.

Í gær var yndislegur laugardagur, sólin skein og það var heitt. Við nutum þess að vera í garðinum og dútla að blómum. Ég fann að það var stuttur þráðurinn hjá mér, strax þegar ég vaknaði, en ekkert svona alvarlegt, enda verð ég sjaldan reið nú orðið, en get verið  innaðvent og hugsi.

Við ákváðum að fara í göngutúr í skóginn sem er hérna rétt hjá og athuga hvort við fyndum ber, og eitthvað skemmtilegt. Við tókum hundana með að sjálfsögðu. Lappi byrjar um leið og hann sér að við tökum fram hundaólarnar að nú ætlum við í göngutúr, og hann hoppar og vælir og veit ekki hvað hann á að gera, þar til hann finnur út úr að það er víst best að setjast á bossann og bíða eftir að ólin verði krækt í hálsbandið. Iðunn er aðeins rólegri og fylgir okkur grannt með augunum. Við förum inn í skóginn Ledreborgsskov. Hann er stór og dásamlegur og fullur að lífi, dádýrum og öllu sem lifir í Danmörku. Við elskum að ganga þarna um og tala um hvað allt er orðið stórt og breytt frá því við fluttum hingað fyrir 11 árum. Þetta tré og hitt tréð hefur stækkað svona mikið. Á leiðinni inn í skóginn förum við alltaf inn á Lejre fótboltavöllinn og hundarnir hlaupa lausir, við rifjuðum upp þegar við komum hingað með Sólina okkar í barnavagni og Iðunni, til að þjálfa Iðunni, Við byrjuðum tvisvar með hana í hundaskóla en gáfumst upp, hún var svo brjáluð, en fórum á fótboltavöllinn í staðinn.

heart20hand

Núna er Sólin okkar 10 ára, Iðunn 11 ára og Lappi með, lítill kúkur tveggja ára. Þetta töluðum við um og hlupum með hundunum, Það var sennilega mest Sól sem hljóp, við gerum það í minningunni fyrir 10 árum.

Við gengum inn í skóginn, sáum dádýr, fullt af froskum.

Við sáum vínberjasnigla. Þeir eru risastórir og mig hefur alltaf langað í þá í garðinn minn. Við fundum 6 og settum þá í poka og núna eru þeir í garðinum okkar.

Við löbbuðum hjá ánni þar sem Iðunn baðaði alltaf í gamla daga, og Gunni fann myntu sem við eigum ekki og tók rót með heim.

Við komum inn í Jungelstigen, sem er svæði í skóginum sem er smá girt að. Þetta er leiksvæði  með allavega ævintýralegu gert úr sjálfum trjánum og þeim aðstæðum sem er í kring. Þarna er stórar rólur sem hanga frá efsta tré.og við róluðum, það var gaman.

Þarna var reipi sem hékk niður frá efsta tré og á endanum bar smá hluti af bíldekki sem gert var ráð fyrir að bossinn væri á. Sól sveiflaði sér eins og apaköttur fram og til baka voðalega gaman. Gunni sveiflaði sér líka.

Ég þori ekki mörgu svona, fer aldrei í neitt í tívolí er hrædd við hraða og hæðir, allt sem ég get ekki haft kontról yfir.

jd

Ég hugsaði mig lengi um, og ákvað svo að prufa, ég byrjaði hægt og rólega og það var gaman að svífa svona í loftinu, Gunni byrjaði að ýta mér og í fyrstu var það gaman. En svo varð það ansi hratt og ég kalla nei, nei, nei, hann tekur það ekkert alvarlega og ýtir mér ennþá hærra og snýr mér um leið þannig að ég snýst í loftinu í hring, ég varð alveg BRJÁLUÐ ! ég öskraði á hann að stoppa, sem hann gerir strax, sér að nú eru góð ráð dýr, ég stoppa, öskra á hann og ræð ekkert við mig , hann segir fyrirgefðu, en það er enginn leið, ég hafði misst völdin...

Ég rauk af stað með grey Iðunni sem vil alltaf halda hópnum saman, ég labba á undan og vorkenni mér alveg hræðilega. Af hverju koma þau ekki á eftir mér ? Nei þau halda áfram að leika sér. Ég vorkenni mér ennþá meira og held áfram og finnst ég vera alein í heiminum. 

Ég sest niður í slottsgarðinum og bíð eftir þeim um leið og ég hugsa mitt,

Ég get aldrei treyst honum, hann fer alltaf yfir strikið og svona hélt ég áfram að byggja upp neikvæð hugsunarform, sem ég vildi ekki út úr. Ég var líka á öðru plani meðvituð um hversu langt úti ég var, og horfði eins og niður á mig og hugsaði : taktu þig nú saman manneskja, þú ýkir upp úr öllu valdi, svona alvarlegt er þetta ekki !! Ætlarðu að eyðileggja skógartúrinn með þessu, eða koma til baka og biðjast afsökunar á að þú hafir brugðist svona harkalega við.readCropThumbFile

Gunni ,Sól og Lappi komu gangandi, og ég var enn ferlega fúl, fannst hann ekki hafa iðrast nóg, þannig að ég sat áfram og var fúl með fúlum hugsunum.  Eftir nokkur hörð orð okkar á milli halda þau áfram og ég sit og er enn fúl og vorkenni mér alveg hroðalega. Allt var svart.

Ég fer svo smátt og smátt að hugsa ekki bara í persónuleikanum, hvað er þetta eiginlega, löngu horfnir brestir (að ég hélt) koma svona og laumast inn í líf mitt, mér algjörlega að óvörum ! Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan þessar hugsanir voru þarna voru hinar líka að brjótast um og reyndu að halda í völdin, Það var eins og þær neikvæðu og þær jákvæðu berðust um að halda athyglinni hjá mér. Ég gekk af stað og hugsaði fram og til baka. Ég mætti elsku fjölskyldunni á leiðinni, fann að Iðunn vildi helst ekki vera hjá mér, orkan var betri hjá þeim.

Skil hana vel.

Við komum heim og jákvæðu hugsunarformin voru búinn að sigra, ég varð leið yfir þessari hegðun og bað Gunna og Sól afsökunar.

Núna sit ég hérna og velti þessu fyrir mér. Ég veit að ég slæst við það (eða ég hélt slóst við) að treysta fólki, ég á erfitt með ef ég hef ekki sjálf tökin í hlutunum . Þetta er að sjálfsögðu gamalt sem þarf að vinna á. Það kemur fram núna vegna þess að þetta er ennþá veikleiki minn. Það verður aldrei markvert þegar þetta er um tannlækna, tívolí, þegar ég fæ flís í fótinn og ég ÞARF að fá einhvern annan til að taka flísina. Fer til læknis og þar að fara í rannsóknir. Allt þetta er hægt að fela undir að ég er bara duttlungafull. En að missa svona stjórn á sér eins og ég gerði í gær get ég ekki falið undir neitt. Eitt er að Gunni hefði átt að hlusta á þegar ég sagði nei, annað er þessi miklu viðbrögð.2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2

 Kannski gerði hann mér ómeðvitað greiða með því að stoppa ekki. Ef hann hefði ekki stoppað væri ég ekki hér í þessum pælingum.

Það er orsök fyrir öllum hlutum og það er afleiðing. Afleiðingin af þessu er að ég þarf að kíkja á hvað er að gerast í undirmeðvitundinni, hvað er það sem hefur gerst sem veldur því að ég treysti ekki öðrum, þegar á reynir ?

Það sem ég upplifði var ekki að Gunni rólaði mér hátt, og hann stoppaði ekki um leið og ég sagði, ég upplifði eitthvað miklu dýpra, hræðslu við það að missa tökin, og af hverju hef ég þessa hræðslu.  Ef ég hefði bara orðið hrædd hér og nú, hefði ég ekki brugðist svona rosalega við. Ég hefði sennilega bara orðið fúl og hellt mér smá yfir hann, og svo búið, það er að mínu mati nokkuð eðlileg viðbrögð. En að missa gjörsamlega stjórn á sér, þá liggur meira undir.

Núna þegar ég sit hérna er þetta bara ennþá einn möguleikinn í lífinu að takast á við og það verður spennandi eins og svo margt annað.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þetta er að ég veit að það er fullt af fólki sem hefur svipaða hluti að slást með og með því að deila minni reynslu get ég kannski gefið einhverjum eitthvað sem hann/hún getur stuðst við í sinni þróun sem betri manneskja.

Núna ætla ég að eiga góðan dag með fjölskyldunni, heyri að þau eru að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.

Ljós og friður til ykkar á fallegum sunnudegi.9210db36-1


Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!

Billede 2941

Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum.  Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar  í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.

Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.

Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !!  Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt  á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna

Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !butterflyanimi

Ég sem sagt henti verkinu !!!

Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.

Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri  flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !

Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.

Þessu má og þarf ég að breyta.

Henda út, skapa nýtt.

Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.

Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

whiterosesereratorlx8

 
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .infinity-sign

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.

 Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.

aaa_visual_newlarge

 

 

 

Og hvað þurfum við til þess ?

Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !QuoteMotherTeresa-Peace_large

Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Alheimskærleikur til ykkar allra

 

 ..



 Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.

Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

 

Í skjóli föðurgarðsins

Og í skelfingu bersvæðanna

Átti ég þig að, leiðtogi minn

 

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.

Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

 

Þú varst mér ilmur

af eplum og greni.

Þú sem ert fiskur ristur á vegg

rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

 

Þú sem ert Einhyrningur

og enga myrkviður skelfist.

 

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns

En þig missti ég

Og þín er ég að leita sífellt...

 

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.

Gamli maðurinn heldur áfram:

 

Dag einn

Dreymdi mig þig

Einhyrningurinn

Aleinn sit ég við fótskör þína

Hugur minn er kvíðafullur

Hornið fram úr enni þér gnístir !

Hjartaslag eftir hjartaslag

hnikar  því nær

og rakleitt

að rótum dýpstu bænar minnar.

Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég

Svo lengi að það standi

Gegnum mig

Og í gaflinn dökka mér að baki ?

Endurleysi mig ?

Engu svaraðir þú, en mæltir:

 

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða

ber ég eld að sjálfum mér.

Í augsýn

alls heimsins mun ég loga !

Ég er íþyngdur spádómsritum

íþyngdur testamentum

játningum og jarteiknum.

 

Eitthvert sinn

Þegar ókomnar stundir líða

þyrla ég sögunni frá enni mér

þvílíkt sem skýjum

og brenni sjálfan mig

til svartrar ösku

 

Fylli svo aftur hvern hlut

fylli nálægðirnar

fylli víðátturnar

vængjaður sögulausum geislum !

 

Og hjarta mitt kyrrist

Það kveið engu framar.

Hjarta mitt átti sér gleðisöng

Engin takmörk !

 

Þetta voru orð skáldsins.

Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:

Ávallt fylgi ég þér

Og öllum hinum dýrunum

 

Horn mitt er geisli

Það heggur í tvennt vegleysuna !

 

Ég renn á undan ykkur

Um rautt myrkur skóganna.....

Sama hvort er banggrátt

blik  tungls um granir ykkar

ellegar þið berið

í alsælu leiðslu

á herðakambinum

háa stjörnu......

 

Ég renn á undan ykkur

 

Sjá ég er vatnið

Sem var og er, þótt það brenni !

 

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

En þig missti ég.

Og þín er ég að leita , sífellt......

unicorn041

 

 


 

 

 

   

 

  


Stundum ætti maður að hugsa sig tvisvar um ! Stundum ætti maður að skammast sín !

perfectapple

Við lifum nú góðu lífi ! Ég hef haft það gott þessa helgi. Hafði mestar  áhyggjur á að ef það myndi rigna.

Á föstudagakvöldið var okkur boðið í kvöldkaffi til vina okkar í Hillerød, það var svona mjög spontant.En við keyrðum þennan klukkutíma sem það tekur og áttum huggulega stund með Peter og Bettina. Ræddum mikið trúmál og það að vera esoteriker. Það er alltaf öruggt og notalegt að vera með fólki sem hugsar eins og maður sjálfur.

Krefur ekki mikilla útskýringa.
 

Hafði mestar áhyggjur yfir hvernig veðrið yrði !

Í gær fórum við svo til kunningjafólks okkar, Bente og Benny  sem eru með húsbíl á tjaldstæði rétt hjá ströndinni. Við fórum  með á flóamarkað þar sem keypt var hitt og þetta sem engin þörf er reyndar á. Syntum í sjónum og borðuðum góðan mat Ræddum lifið og tilveruna, um að lifa lífinu og uppfylla óskir sínar, því það væri mikilvægt að verapeaceonerth2 hamingjusamur í þessu lífi. Það borgaði sig ekki að vera alltaf að bíða og lifa hálft, eða ætla að lifa á morgun. Við ræddum um trú og samfélag og margt margt fl. Ósköp hugguleg.

Hafði mestar áhyggjur yfir hverfing veðrið yrði !

Þegar við komum heim var Siggi hérna heima hann hafði passað hundana og kisurnar. Ég átti góða stund með Sigga mínum þar sem við sáum myndlistarvideo sem vinur hans hafði gert ræddum hin ýmsu mál : um ástina, lífið, reiðina og það að vera esoteriker.

Ósköp notalegt og áreynslulaust.

Hafði mestar áhyggju yfir hvernig veðrið yrði !

Vaknaði í morgun. Gunni sem byrjaði í sumarfríi í gær rauk í vinnuna kl hálf 6. Einn starfsmaðurinn hafði sent skilaboð um veikindi og þá var sælan úti. Ég var net pirruð þarna snemma um morguninn og sá fyrir mér allt það sem átti að gera í dag.

Týna heslihnetur fara í garðinn hugleiða saman og hitt og þetta.

Hafði áhyggjur af hvernig veðrið yrði seinnipartinn þegar Gunni kæmi heim !

Kíkti svo á netið sá komment hjá bloggvinum. Viðar bað um meira. fallegt frá Lasse

Fór að finna fl. Góð video með nossaranum, en þau sem ég fann voru bara ekki eins góð og ég setti inn í fyrradag.

Fór að skoða hin og þessi video.

Rakst á eitt sem fékk mig til að fyllast skömm yfir að hafa áhyggjur á

Hvernig veðrið yrði.

Ég nota tíma og orku í einskisverðar hugsanir og áhyggjur. Hvernig væri að hafa áhyggjur af einhverju sem verulega skiptir máli.

Ég tel mig ansi meðvitaða um hvað er að gerast í heiminum og að mér finnst ég geri mitt besta til að vekja athygli á því sem betur mætti fara. En það er langt í land....

Ég ætla að gera mitt besta í dag og á morgun að hugsa fallega og jákvætt til allra dýra í heiminum sem þjást vegna okkar þarfa, sem er spurning hvort við þurfum.

Vonandi hefur þetta videó sömu áhrif á ykkur og þá eru það við öll sem sendum Ljós til allra dýra sem þjást.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra

 


Látið ykkur dreyma með. Directed by Lasse Gjertsen

Dagdraumar dagdraumar í rigningu og rigningu og rigningu............

 


það er gaman að leika sér, ég var klukkuð og klukka nú 8 !!!

 252201711_6c1efae194

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég  var klukkuð af Sigrúnu !

Þetta þýðir að ég á að segja 8 hluti um sjálfa mig, ég á svo að klukka 8 aðra.

Þeir sem ég hef klukkað getur þú séð neðst á á þessu bloggi.

Hérna koma svo 8 hlutir um mig ! 

 
Ég er esoteriker.

Ég vinn sem myndlistarmaður og skólastjóri í myndlistaskóla í Greve í Danmörku

Ég hef verið gift tvisvar. Fyrst með Bassa  í 11 árog núna með Gunna sem ég hef þekkt og verið með í 16   ár.

      Ég  hef átt heima  í Danmörku í 14 ár.

      Ég er alin upp í Vík í Mýrdal

      Ég elska að vinna í gamla gamla garðinum mínum. Sem er fullur að ávaxtatrjám, blómum,    berjarunnum, sögu tilfinningum, og álfum

Ég á tvo hunda, þrjá ketti og tvo páfagauka

Síðast en ekki síðst á þér þrjú dásamleg börn. Sigyn, Siggi og Sól

 

Svona er nú það. Nú þurfið þið 8 sem ég hef klikkað að gera það sama hahaha

        Gunni Palli maðurinn minn (sem er að byrja að blogga)

Ylfa frænka mín sultudrottning Vestfjarðar

Sara frænka Ylfu

Guðmundur Sigurðson bloggvinur

Jóna Ingibjörg vinkona mín

Anna Karen bloggvinkona

Hlynur vinur minn

Alda Rose frænka mín í San Francisco 

Ljós og Kærleikur til ykkar allra 

 

connect


Þetta er alveg magnað, Keith Olberman's special comment

 Já ég er í sumarfríi, en ég varð að setja þetta inn, þetta er svo magnað !!Ég hvet ykkur til að hlusta og sjá !

Ljós og Kærleikur til ykkar allra 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband