Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kann þetta varla orðið

_mg_1086.jpgÞað er langt síðan ég hef skrifað, varð þar af leiðandi ekki lítið hissa þegar ég sá að enþá slæðist fólk hérna inn á síðuna mína, þrátt fyrir margra mánaða þögn frá mér, en svona er nú það. Það er mikið að gera hjá mér, tvöföld vinna og fullt af öðrum verkefnum.

Ekki er þó allt jafn gaman, mikið sparað hjá sveitafélögunum hérna í Danmörku og því miður bitnar það líka á mínum kæru skjólstæðingum frá Kunstskolen Rammen. en það er lítið annað að gera en reyna að finna leiðir svo þau séu ekki tekin úr því umhverfi sem þeim líður vel í.

 þrátt fyrir krísun, eða kannski vegna krísunnar erum við að opna nýja deild, "grafísk teiknistofa" þar hef ég ráðið ungan mann Henrik sem er grafískur hönnuður og hefur unnið mikið bæði á teiknistofum og við fjöldamargt annað spennandi kreatívt. Hann er sem sagt að byggja upp þessa deild til að koma á móti þeirri Þörf sem er í samfélaginu, sem er að allir eiga að komast á vinnumarkaðinn, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við getum að sjálfsögðu ekki lofað nemendum vinnu eftir námið, en við getum þó kennt þau grundvallaratriði sem þarf og reynt að skapa tengsl á milli teiknistofa og nemenda og það ætlum við að gera.

Einnig erum við byrjuð á því sem við köllum "overbygning" þar hef ég ráðið kennara sem tekur þá nemendur sem hafa verið mjög lengi í skólanum og fer með þau á sýningar, skoðar byggingar "arkitektur" og þess háttar, eiginlega meiri teori en áður. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með það. 

 Það gengur vel með nýja skólann "skolen for kreativitet og visdom", mikið að gera og spennandi. Við erum byrjaðar að kenna á barnaheimili tvisvar í mánuði, tvo tíma í einu. Einnig erum við með kennslu fimmtudaga og sunnudaga. Við stefnum á fleiri námskeið á næsta ári, en það er allt í vinnslu.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta, erum að byggja og breita og er það voða spennandi. Ég fæ nú stærri vinnustofu, það sem var stofan, verður nú vinnustofa. Mjög kærkomið, ég er nefnilega að vinna að sýningu sem er í enda mars mánaðar. 

Núna er ég ein heima með kæru kvikindunum mínum, sit í sófanum  með nokkur af þeim í kringum mig. Ég ætla að njóta kvöldsins fyrir framan sjónvarpið og drekka sykurlaust eitthvað  gott og njóta þess að vera ein í kotinu. 

Hafið það gott kæra fólk, þeir sem koma orðið inn hérna....

img_1364.jpgimg_1360.jpg

 

 


Var að skoða myndir af skottunni minni, frá því fyrir 3 árum !

20061106141353_7_743731.jpg20061106145834_2.jpg20061106145925_3.jpg20061106191844_6.jpg20061106193123_4_743738.jpg20061106195551_3.jpg20061106195818_5.jpg20061106195931_6.jpg20061106203743_5.jpg20061106152011_2.jpg

Smá föstudagskveðja frá Lejrekotinu

foto_431.jpgÉg segi nú bara eins og svo margir, loksins komin helgi !!!!
Það er einhvernvegin svo dimmt og drungalegt þessa dagana. Það kom snjór í nokkra daga og þá var eins og birti í sinninu, en svo fór snjórinn og núna er 7 til 8 stiga hiti. Sit hérna við opinn gluggann með tvö af blessuðum dýrunum mínum við hliðina á mér.

Á morgun koma kennararnir í skólanum í jólaboð. Við ákváðum að vera snemma í því, það er nefnilega alltaf svo mikið um að vera í desember og þá er erfiðara að finna tíma sem allir geta hist.

Ég meira að segja hlakka til á morgun, það er ekki alltaf sem ég geri það þegar ég á að vera með mikið af fólki.

Ég og Sól höfum verið að taka aðeins til í kvöld fyrir morgundaginn, en ákváðum að fara frekar snemma í ró og vakna bara fyrr í fyrramálið og halda áfram að taka til.

Húsið er annars á hvolfi ! Gunni er að setja upp arinn í eldhúsinu og það er nú svona með gömul hús að það er ekkert að bara setja upp arinn í eldhúsinu. Það kom nefnilega í ljós að veggurinn þar sem arininn átti að vera var ónýtur og þurfti að rífa niður og byggja svo upp. Þannig að húsið ber þess greinilega merki. Ég var að vona að arininn yrði komin upp á morgun, en það næst ekki. En næstu helgi ætti allt að vera klappað og klárt.

Ég kem sennilega heim til Íslands í febrúar, mamma mín verður 70 ára, alveg ótrúlegt til þess að hugsa það er svo stutt síðan ég var 5 ára og hún aðeins eldri.

En svona er þetta víst, tíminn líður......

Ég hlakka til að sjá landið mitt.

Set inn þessa fallegu sögu :

    Sporin í sandinum

    Nótt eina dreymdi mann draum.
    Honum fannst sem hann væri á gangi
    eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
    himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
    Við hverja mynd greindi hann tvenns-
    konar fótspor í sandinum, önnur hans
    eigin, og hin Drottins.

    Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,
    Leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
    tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
    Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum
    Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.
    Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók
    það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

    “ Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að
    fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér.
    En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum
    lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum.
    Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja
    mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

    Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.
    Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt.
    Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu
    – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor –
    Var það ég sem bar þig “.

Kærleikur til ykkar frá konunni í Lejre


Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér

astarchildbycdavis20011wl5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér, með allt það sem er svo mikilvægt að læra.

Ég er einhvernvegin við hliðina á mér í dag, veit ekki hvort ég á að sitja eða standa, hvort ég er að fara eða koma.

Sat þó lengi úti í garði í morgun, með kaffið mitt og Lappa tryggan við fætur mér. Hann fann að það var þörf á að vera sem næst mér frá upphafi morguns til nú.

Ég reyndi allt sem ég gat að fá yfirsýn yfir hugsanir mínar. En verð þó að segja að það tókst bara að hluta til.

Það er margt að takast á við núna þessa dagana, svo ég verð ekki  á blogginu.

Kem þó þegar allt er yfirstaðið, eða það sem er hægt að fá yfirstaðið.

 Kærleikur til alls lífs og til allra þeirra reynslu sem okkur er gefin til að gera heiminn að betri stað til að vera, ekki bara fyrir einn, en alla.


KLUKK KLUKK

 _mg_2439.jpg

Ég var Klukkuð !! Fyrst af Þórarinn, ég lét sem ég sæi það ekki og vonaðist til að hann tæki eftir því,  það tókst
Svo var ég klukkuð  að Kalla Tomm. Ég hafði ekki tekið eftir því að hann klukkaði mig, það hefur verið mikið að gera alla vikuna og ég hef ekkert komið inn á bloggið.

En  kæri Kalli lét mig ekki sleppa svona auðveldlega, svo hérna kemur útkoman.

Kærleikur til ykkar allra á fallegum sunnudegi.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Kópavogshæli. Ég vann þar í mörg ár og fannst það alveg frábært. Svo kom nýtt tímabil í lífi mínu og það var líka frábært.
Myndlistamaður. Er það enn

Lejregårdsbørnehave. Bóndabæjarbarnaheimili þar sem ég sá meira og minna um dýrin og var líka að passa litla stúlku með fötlun á heilanum sinum, sem gerði að hún þurfti á hjálp að halda í daglega lífinu . Sól var líka á þessu barnaheimili

Kunstskolen Rammen. þar er ég núna og hef verið í 7 ár, frábær vinna

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Dead Man. Skrifuð og leikstýrð af Jim Jarmusch 1995. Leikarar  Johnny Depp, Gary Farmer, Billy Bob Thornton, Iggy Pop, Crispin Glover, John Hurt, Michael Wincott, Lance Henriksen og Robert Mitchum  Frábær mynd eins og allar hans myndir
Dargeløberen. Er ný búinn að kaupa hana og er enn hrifinn. Elskaði bókina .
Breaking the waves. Lars von Trier. Frábær leikstjóri. Mjög umdeildur en ég hef alltaf hrifist af honum vegna þeirra öfga sem eru í myndunum hans. Hann fer alltaf alla leið og er alltaf að prufa grensur bæði okkar og sínar eigin.
Dancing in the dark .Lars von Trier

Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Vík í Mýrdal. Ég ólst upp í Vík
Reykjavík
Kaupmannahöfn
Lejre (best, ég bý þarna núna)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
:
Planet Earth
Klovn
Animal planet
Talent

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Barcelona
París
New York
Washington

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
Engin

ég fer meira svona á hinar og þessar heimasíður, en ekkert fast. 

Fernt sem ég held uppá matarkyns.
Ávextir
Te (ég veit að það er drykkur)
Hveitikímkex
Sojapönnukökur með yogurt og ávöxtum
Grænmetisréttir, allavega.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.

Þá ætla ég að nefna höfunda, því ég les oft bækur eftir þessa höfunda og get blaðað í þeim aftur og aftur.
Geoffrey Hodson
Paulo Coelho
Helle Helle. Danskur rithöfundur sem er bara frábær.
Og síðast en ekki síst elsku Vigdís Grímsdóttir
Og mangir fleiri!

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka.

Guðni Már
Gunni Palli
Jóna Ingibjörg
Katrín Snæhólm

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Þar sem ég er núna, inni í eldhúsi með heimilishljóðin í bakgrunninum. Gunni að sýsla við eldavélina, Sól að gera sig klára fyrir daginn, Lappi liggjandi við fæturna mínar og þvottavélin malar undir, ummmm. Ekkert dásamlegra
Fjallalauginni (undir Eyjafjöllum)
Ströndinni í Vík í Mýrdal. Þar ólst ég upp og elskaði ströndina.
Hugleiðsluvíddinni. (fer þangað á eftir þegar Sól og Gunni eru farinn á eplaplantekruna)

_mg_2714_677299.jpg

 


Velkomin á opnun í Ringsted galleriet Danmörku

 

 

Ringsted Galleriet har den glæde at inviterer til

Udstillingen

 

Tegning !?

  

Fernisering lørdag den 6.september 2008

kl. 13:00-15:00

Kunstnerne vil være tilstede

 

Udstillingen kan ses frem til den 28. september 2008

Åbent dagligt 13.17, tirsdag lukket

 

Venlig hilsen

Ringsted Galleriet

Bøllingsvej 15, 4100 Ringsted, 57 67 09 80

Daglig leder

Maria Nicolaisen

26412199

ringstedgalleriet@mail.dk

www.rigall.dk

 

Vi arbejder ud fra begrebet "Tegning", hvad er tegning og hvor ligger grænsen fra tegningen til noget andet, eller er alt en slags tegning.
Det er vores udgangspunkt på udstillingen.
Det er med blyanten de første tanker og ideer finder udvikling og udtryk. Det er det værktøj/ udtryksform på papir hvor ideerne og tankerne  får frit spil og oftest er det der, værket bliver fuldført hvis det kaldes "tegning"
Men vi har I løbet af det halve år givet tegningen lov til at vokse og udvikle sig i den retning den vil, den har fået sit eget liv blandet med vores personlige oplevelser i dagligdagen og uden begrænsning om begrebet "tegning"
Vi vil på udstillingen forsøge os med at blande vores "tegninger" med hinanden, hvis de vil blandes!

Steinunn Helga
siger om sin tegning på udstillingen:
Jeg er optaget af det virkelige liv.
Hvad er det virkelige liv? Et det virkelige liv, når vi drømmer ,når vi tænker, når vi mediterer, eller når vi er vågne?
Hvad er mere virkeligt end andet? Er Dyrene virkelige? Er naturen virkelig? Er det virkeligt som jeg ikke kan se? Eller er det kun virkeligt det som jeg kan se? Er min hund som ligger på gulvet og jeg ikke kan se, virkelig?
Er alt kun virkeligt i det det øjeblik jeg kan se det.
Hvor er det henne når jeg ikke kan se det ?
Jeg undersøge og leger med ideen. Jeg søger ikke svar på spørgsmålet, men jeg lader tanken føre mig hen hvor den vil og ud fra det kommer det resultat som kan ses på udstillingen.
www.steinunn.eu

John Krogh
The Wave.
Bølgen, Flux, et sindbillede på evig bevægelse og omskiftelighed ,tegningen, stregen som organisk struktur, sort og hvid. 
Jeg udfører bølgen, tegnet i træ, som en ting der bevæger sig,  imellem tegning og virkelighed..
Lige meget tegning og ting. Alt går i bølgebevægelser, alle menneske skabte ting tilstande i evig bevægelse, fra en tilstand til en anden, svingninger. Bølgen som billede på vores kultur, dens kunnen og dens mangler. Materiale skyllet op på strandbredden, i vilkårlige og kaotiske ophobninger, som brugt viden, minder, slid i gennem tiden. Jeg prøver at fastholde tiden, som en bevægelig streg.
www.tifinger.dk

Mette Dalsgård
siger om sin tegning på udstillingen:
Souvenirs.
Når livet leves sættes der spor. Det kan være meget konkrete spor som de genstande man ophober. Måske har tingen en betydningen. Det kan være et arvestykke, en souvenir, en gave. Eller bare en brugsgenstand man lever med. Kroppen får også sine spor. Forfald, ar, rynker og tillagte tics og kropsholdninger. Så længe hjernen er frisk bærer man minderne med sig. Gode og dårlige. Nogle glemmes, fortrænges, og nye kommer til. Spor kan også tage form af relationer. Relationer til venner, uvenner, familie og ikke mindst børn.
Og så er der de skrevne spor. Breve, mails, opgaver, regnskaber, lyrik. Og der er fotografierne, filmene, ting man skaber, huset man bygger, træet man planter og fælder osv.  osv.
Et menneske trækker et uendeligt spor efter sig. En mosaik der danner en identitet.
Disse spor der er betinget af både vilje og tilfældighed er udgangspunkt for mine tegninger.
www.tifinger.dk
 


elska skaltu allt eins og sjálfan þig....

 _MG_7739

Veðrið er alveg frábært,  blómin eru falleg ,sól sól sól !!!
Við fórum í gær að vatni hérna rétt hjá með kvöldmatinn og vorum þar með Sigyn, Albert og börnunum þeirra. Sigyn er elsta dóttirin á bænum.

Þarna vorum við til kl átta um kvöldið að synda leika okkur og borða góðan mat. Það er alveg frábært að hafa svona paradís í bakgarðinum.
Við ákváðum að hittast þarna allavega einu sinni í viku og borða kvöldmat saman og leika okkur í vatninu.

Núna er ég að taka til og spjalla við nágranna minn sem af og til kemur hlaupandi inn og  sem hefur mikla þörf á að koma og spjalla um allt það sem gerist í lífi hennar.

Ég hef skrifað um hana áður, þá á þeim stað að ég gat ekki haldið hana út.
En ég get séð núna að það dugir ekki að vilja vera eitt með öllum heiminum og halda svo þeim sem mest þurfa á samskiptum að halda vegna einmannaleika og þar að auki eru nágrannar manns, frá sér.
Það er nefnilega svo auðvelt að vilja vera góður við börnin i Afríku en klofa svo yfir þá sem liggja á tröppunum manns og láta sem maður sjá ekki þörfina.

Hún nágranni er einmanna, og á við mikil andleg vandamál að stríða og þess vegna getur fólk ekki haldið hana út. En sem manneskja sem boðar frið á Jörðu og að við séum öll bræður og systur tók ég mig í hnakkadrambið og opnaði dyrnar mínar fyrir henni og nú er hún hérna af og til allan daginn.

Hún borðar með mér hádegismat ef ég er heima og svo spjöllum við um alla heima og geima. Hún hefur átt viðburðarríkt líf og ég er þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að heyra um það.

Hún hjálpar alveg heilmikið og er góð við Sólina okkar og dýrin.

Núna stelur hún ekki fleiri kisum svo þær eru í öruggum höndum. Hún er ALGJÖR einstæðingur og þannig má það ekki vera. Ég þarf að æfa mig í að segja til og frá og það er hollt fyrr mig.

Hérna eru nokkrar myndir frá yndislega deginum í gær.
Knús í krús

_MG_7933_MG_7885_MG_7897IMG_7918_MG_7823IMG_7930 _MG_7769


hver sagði líka að lífið væri alltaf dans á rósum...

-1
Ég er einhvernvegin að kafna í vinnu og verkefnum. Það er lokasprettur í skólanum. Eftir rúmar tvær vikur fer ég til Bandaríkjanna og ég þarf að ná mjög miklu áður, veit ekki alveg hvernig. Skólanum líkur fyrst í lok júní.

Einhver sagði við mig að skrifa lista, ég svaraði á móti að ég væri með fullt af listum en væri alltaf að bæta við á þessa lista nýju og nýju og listarnir væru orðið út um allt.

Ofan á allt þetta fékk ég að vita að eitt af nágrannahúsunum og garði ætti að ryðja alveg í burtu! Það hefur staðið autt í nokkur ár, þar af leiðandi er mikið líf í garðinum. Það eru dúfu par sem hefur búið í einu grenitrjánna í nokkur ár, þær eru svo spakar og yndislegar. Einnig eru tveir íkornar sem eru mikið á ferli þarna í garðinum og okkar garði líka. En þau dýr er nú erfitt að flytja. En það er líka fullt af broddgöltum sem búa þar og hafa búið lengi. Þetta á að gerast í fyrramálið.

Þannig að ég og nágranni minn förum á eftir og reynum að finna blessuð dýrin og tökum þau í fóstur og reynum að venja þau við garðana okkar.

Broddgeltir eru með unga í maganum á þessum tíma og þar af leiðandi er þetta ekki alveg góður tími fyrir svona inngrip.

Við fórum að kíkja í fyrradag og það var fullt af smá stígum um allt, sem er merki um þarna hafa þeir skapað sér líf og sælu.

Ég hef ekki mikinn tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, vonandi getið þið lifað við það, haha.
Sendi ykkur hérna Sól Sól Sól og fullt af Kærleika.

-8


Litfríð og ljóshærð og heitir Sigrún Sól

growing_header

Hún er ástin mín fallega....
Hún er sumarblómið mitt sem kom um sumarið í fallega brakandi sól
Við gáfum henni nafnið Sól, því hún með sitt fallega vesen kallaði á nafnið sitt.
Hún er yndið mitt á morgnana, þegar við vöknum saman , fáum okkur morgunmat og ræðum lífið og tilveruna á meðan morgunverkin eru kláruð
Hún er yndið mitt á kvöldin þegar ég fæ að halda í litlu höndina hennar og finna hitann og orkuna streyma frá henni yfir til mín
Hún er yndið mitt alla daga, með því að vera eins og lítill álfur á blómi með brosið sitt fallega

og vitund sína sem vil að
allir séu góðir við alla,
allir elski alla
allir komi öllum við.

Hún safnar öllu, og fyrir henni er allt lifandi,

engu má henda.

Hún safnar stráum.
Hún safnar steinum.
Hún safnar kuðungum.
Hún safnar pappír.
Hún safnar blómum
Hún safnar öllu sem hugsast getur.

Þegar hún varð 10 ára óskaði hún sér blóma í afmælisgjöf.
Hún á núna fullt af blómum

Kesi_miniHún ættleiddi órangutanga unga í haust, þar notar hún hluta af vasapeningunum sínum mánaðarlega. Hún fylgist með litla unganum sínum Kesi á heimsíðunni hjá  Nysru Menteng í regnskóginum stóra.

hún var svo agnar smá þegar hún kom í heiminn.

Þó maður sé smár, getur maður fyllt heiminn með Kærleika, Yndi, Fegurð...........
Það gerir hún

Hún saumar föt og töskur handa litlu stúlkunum okkar í Afríku og Tælandi.

Ég er svo innilega þakklát fyrir þessa litlu stúlku sem er smátt og smátt að verða unglingur.

Ég er þakklát fyrir allt það sem hún hefur kennt mér á bara þessum fáu árum sem hún hefur verið hjá okkur.
Ég held að maður getir aldrei sagt nógu oft við börnin sín og um börnin sín hversu mikilvæg þau eru manni og hversu heitt þau eru elskuð.....

 Hún
                                   Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson

_MG_6497


Hafið þið haft svipaðar hugsanir sem þið viljið deila með mér ?

IMG_6383Núna er svo heitt og mikil sól að ég verð að taka smá pásu með að bera olíu á garðhúsgögnin. Það er 37 stiga hiti í garðinum mínum. Ekki það að svona sé í allri Danmörku, en hérna hjá mér er hitapottur, sem er alveg frábært. Ég ætla að taka klukkutíma pásu, enda á ég bara 3 stóla eftir. Ég er algjör sólarkona. Ég skil ekki af hverju ég er ekki fædd í heitari landi en á Íslandi. En það er sennilega ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég er í svo miklu sólskinsskapi þegar sólin skín svona á mig. Ég nýt þess a dúlla í garðinum og hugsa hitt og þetta pæla um allt milli himins og jarðar. Velti fyrir mér ástandinu í Ísrael, þar sem margir í Tel Aviv vilja gjarna gefa Jerúsalem til Palestínumanna til að fá frið á þessum svæðum. Í Jerúsalem vilja bæði gyðingar, kristnir og íslam eiga borgina sem sína höfuðborg. En ég lét nú hugann flakka þaðan til þess sem er meira nærliggjandi. Ég var á bloggsíðu hjá einni bloggvinkonu minni henni Grétu, það sem hún spyr hvort við munum eftir einhverju frá því við vorum þriggja ára, ég kommentaði að sjálfsögðu nokkru af því sem ég mundi. Fór svo út að bera olíu á og hugsaði áfram frá þessari spurningu og svari. Ég man að sjálfsögðu eftir fullt af hlutum frá því ég var lítil, sumt ekkert skemmtilegt en sumt skemmtilegt. Ég er óttalega sjaldan að hugsa hvernig hlutirnir voru og þess háttar, ég fókusera fram á við og aftur áfram. Þar af leiðandi hef ég gleymt mörgu sem svo rifjast upp fyrir mér þegar ég er í þerapí hjá Gordon og þarf að vinna á hinum ýmsu persónubrestum, eða því sem væri gott fyrir mig að vinna á til að geta betur tekist á við nútímann og framtíðina. Ég ætlaði heldur ekkert að skrifa um það, en það sem ég ætlaði að skrifa um er hvernig manni er oft haldið í sporum sem maður var í fyrir mörgum árum, ekki af manni sjálfum heldur þeim sem hafa þekkt mann einu sinni og halda að þannig sé maður enn. Hver kannast ekki við setninguna , ”þú hefur nú alltaf verið svo löt að taka til, þú settir alltaf allt draslið inn í skáp þegar þú áttir að taka til í herberginu þínu”_MG_6378
Eða ”þú hefur nú alltaf verið svo ábyrgðarlaus” Eða ”þú vildir alltaf ráða í öllum leikjum” og þannig gæti ég haldið áfram og áfram. Það er eins og maður þróist aldrei frá einum stað til annars. Ég hef búið hérna úti í 16 ár og margt hefur gerst á þessum árum. En þegar ég kem heim og hitti sumt fólk þá er eins og maður þurfi að hoppa til baka í spor sem maður var í fyrir mörgum árum svo að hlutirnir getir verið í lagi. Kannski er þetta misskilningur á báða bóga hugsa ég núna, að ég haldi að ég þurfi að vera eins og einu sinni og hinn aðilinn haldi það líka og til að við höldum að við getum mæst á góðum grundvelli, þá hoppum við bæði til baka í fortíðina og mætumst þar sem hvorugur aðilinn er í dag. Þetta er ansi sorglegt því þá eru samskiptin ekki heil hjá hvorugum aðilanum. Ég á oft erfitt með þetta sérstaklega ef ég hitti viðkomandi sjaldan, og þá vill maður að samveran verði sem best fyrir alla aðila, og fer í hlutverk sem maður heldur að passi fyrir alla. Ég gæti svosem sagt , heyrðu góða/góði, ég á erfitt með þegar þú talar svona við mig, ég er bara ekki á þessum stað meira og þú verður að virða það ef við eigum að geta haldið samskiptunum áfram !!! Kannski færi allt í klessu, og kannski er það bara alveg í lagi, því vináttan er á einhvern hátt ekki sú sama og var, eða hvað? Hvað er vinátta, er það ekki að geta sagt það sem manni býr í brjóti, og að það gerir ekkert til að vera margir, eða ein með þessum og hin með öðrum, að mæta öllum þar sem þeir eru, og að vinátta sé ekki svo eingingjörn að allir þurfi einhvernvegin að virða það að maður breytist, er það ekki algjört aukaatriði þegar heildin er skoðuð. Að það sé gott að einhver muni mann eins og maður var og minni mann á þann hluta af manni sem er líka mikilvægt að muna, þekkja og elska. Kannski er hitt einhver hégómi sem maður getur brosað að, því þarna er einhver stoltatilfinning sem vil komast að, en hún stolta hefur bara ekkert að segja, en það er gott að hún kemur upp og sýnir sig og lætur mig skrifa þetta blogg vonandi til gagns fyrir einhverja aðra en mig.Svona geta hugsanir verið eins og rennibraut, frá einum stað til annars og þó svo ekkert eitt svar sé réttara en annað þá er þetta einhvernvegin svo magnað hvernig maður getur farið frá einni skoðun til annarrar, flutt sig smá til betri skilnings. Þá dettur mér í hug þegar sagt er ”hann/hún stendur alltaf fast á skoðunum sínum, henni getur maður treyst !!!!” Er ekki algjört bull að segja svona? Hvar er þá þroskinn sem við þurfum að ganga í gegnum, þroskinn  sem kemur einmitt á því að skipta um skoðun, að sjá hlutina í nýju ljósi sem gerir að við sjáum að það sem okkur fannst í gær stenst ekki, því við höfum flutt okkur frá þeim stað og hingað, þannig hefur lífið á jörðinni þróast, svona gæti ég haldið áfram í allan dag en ég ætla út núna og setja olíu á síðustu stólana. Megir vera friður í hjartanu ykkar._MG_6382


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband