Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Að flytja fjöll !
12.9.2007 | 12:14
Ég horfi nú ekki oft á sjónvarpið, en í síðustu viku horfði ég á átakanlegan þátt
Kvinden med aberne . Þetta var barátta ungrar danskrar konu Lone Dröscher Nielsen fyrir lífi þessarar dýrategundar. Hún var með 600 orangutanger í garðinum hjá sér sem hún passaði og fóstraði. Garðurinn hennar er risa stór að sjálfsögðu og er í Borneo i Indonesien.. Hún er eiginlega móðir allra þessara manneskjuapa.
Flesta fékk hún þegar þeir voru pínu ponsu litlir, en sumir komu líka stærri. Hún er með fólk í vinnu að sjálfsögðu því þetta var mjög mikil vinna.
Hún vinnur sjálf næstum allan sólarhringinn.
Á kvöldin sá maður að hún og aðrir sem unnu þarna voru inni í húsinu með fullt af litlum apabörnum í litlum plastkörfum sem voru eins og lítil rúm. Það voru apabörn út um allt. Hún hafði eitt stórt vandamál, hún hafði enga peninga til að reka þetta áfram. Hvað gerir maður þá ?
Hún fór á milli staða til að fá hjálp hjá hinum og þessum samtökum, að lokum vildu WSPA styðja hana í allavega eitt ár, hvað gerist svo? Það sorglega er með þessa aba er að ef ekki verður gert neitt til að bjarga þessum stofni þá deyir þessi apategund út eftir 15 ár.
Borneo og Sumatra er eina svæði sem er mögulegt fyrir þessa apa að lifa villt, en svæðið minnkar og minnkar dag frá degi, vegna þess að Indónesiska ríkisstjórnin samþykkir að það svæði sem er rutt sé til að planta pálmaolíutrjám.
Sum svæðin voru bara orðin vatnasvæði því trjánum hafði verið rutt í burtu til að planta pálmaolíutrjám, en svo hafði það flosnað upp. Það þarf mikið að trjám til að nýta (sjúga upp) allt það regn sem kemur á þessum svæðum, og þegar það gerist ekki myndast vatnasvæði.
Lone hafði áður verið gift með manni sem kom frá þessu svæði, en hjónabandið gekk ekki upp, því hún vildi ekki fá börn. Hún sér þetta verkefni sitt sem Lífsverkefni sem tekur alla krafta, og litlu apabörnin taka allan tímann.
Ég get séð og það kom fram í þættinum að hún desperat reynir að finna villt svæði til að láta þá apa sem var búið að þjálfa til að bjarga sér úti í náttúrunni, út í náttúrunna aftur. Það var bara alveg ómögulegt því ekkert svæði er eftir, þannig að allt er yfirfullt af þessum manneskjuöpum, og stöðugt koma fl. og fl. Þetta er ótrúlega hetjuleg barátta hjá einni manneskju.
Hún kynnti okkur fyrir einum apa, sem var kvenapi. Man ekki hvað hún heitir. En saga hennar var átakanleg. Hún hafði verið notuð í vændi. Allt hár var rakað af kroppnum hennar, og svo var hún hlekkjuð við vegg á einum fætinum. Svo lá hún á gólfinu og var seld þurfandi mönnum inn á hana ! Það tók langan tíma að láta hana treysta aftur, en enn þann dag í dag var hún hrædd við menn.
Þetta skal mig í hjartað. Sumt fólk er því miður ekki komin lengra í þróuninni en sum dýr, en hafa þó ákveðin þroska og illsku sem er í manneskjunni, sem gerir þetta fólk er mikið hættulegra og dýr eru.
Það var oftast lókalfólkið sem hafði samband við Lone af því að þau höfðu fundið apabarn ! Lone átti erfitt þegar hún fór að ná í þessi apabörn, því hún vissi að móðirin hafði verið drepinn. Apamömmur skilja aldrei eftir sig börnin sín, fyrr en þau er 7 ára.
Hún reyndi að útskýra fyrir fólkinu að þessir apar hefðu tilfinningar og finndu sársauka eins og við og í raun væri þessi apategund með heila sem væri líkastur heilanum í manninum.
Við vitum að 15 prósent af öllum dýrategundum í heiminum eru í mikilli útrýmingarhættu. En við vitum ekki hvaða tegundir eru mikilvægar í keðjunni til að halda lífi á jörðinni.
Það er ógnvænlegt !
Einstein sagði að ef býflugur deyja út, þá deyr mannkynið út fjórum árum seinna !
Býflugur frjóvga blómin sem eru mikilvæg í lífskeðjunni.
Ég ætla að biðja ykkur sem lesa þetta að hjálpa mér á mjög einfaldan hátt til að hjálpa Lone og þeim sem vilja að dýrin systur okkar og bræður fái betra líf , betri meðferð á jörðinni.
Ef þið ímyndið ykkur að það streymi orka frá ykkur, með Ljósi og Krafti á milli þriggja punkta í þríhyrning !
Einn punkturinn er WSPA sem eru stór samtök dýraverndunarsinna um allan heim, annar punktur er Greenpeace sem berst fyrir náttúrunni og verndun dýra og þriðji punkur er Lone Dröscher Nielsen og starf hennar fyrir lífi þessarar dýrategundar.
Þetta er mjög einföld leið til að hjálpa, og trúið mér þetta hefur áhrif !
við vitum öll að hugsun hefur kraft í sér sem setur hluti af stað,
Hugsun er orka, það er hægt að nota hana til að hjálpa, eins og bænin.
Með bæninni biðjum við um hjálp, með því að gera þetta hjálpum við sjálf til að hjálpa,
en orkan kemur í þessu tilfelli frá Almættinu.
Við getum líka til að vera viss um að það sé rétt sem við gerum sagt í huganum.
Megi þetta gerast eftir guðdómlegum lögum og reglum
Þá gerist það sem á að gerast
raskar ekki því sem örlögin vilja.
Ef Þessi dýrategund á að deyja út, en hreinlega tími þess sé búinn hérna á jörðinni,
það gerist það sem á að gerast!
Vonandi verðið þið við þessari bón minni, því mikið liggur við Ef þið viljið vita meira um þessa konu og baráttu hennar er hérna linkur á hana
http://www.orangutang.dk/
Megi AlheimsLjósið streyma í gegnum ykkur til þeirra sem eru í nærveru ykkar
Allt er mögulegt í lífinu, líka hitt !
10.9.2007 | 20:34
Ég var í þerapí í kvöld.
Ég geymi fullt af leyndarmálum fyrir mér, sem ég hægt og rólega hvísla í eyrað mitt á meðan á meðferð stendur !
það er gott þegar áfram gengur.
Dóttir mín Sigyn og fjölskylda eru flutt í húsið, drengurinn þeirra Aron sæti prakkari er með ofnæmi fyrir dýrum, hummm, ekki gott, við erum með tvo hunda, fjórar kisur og tvo páfagauka !
Við sátum og spjölluðum um þetta við kvöldverðarborðið í gær, stórfjölskyldan.
Ég sé alveg að þetta er vandamál og velti fyrir mér lausn, ég sagði að næst fengi ég mér grís í staðinn fyrir hund, Gunni minn sýndi engin viðbrögð, þóttist ekkert heyra. Hann veit og hefur fundið fyrir undanfarið að ég er pínu í alvöru að velta .því fyrir mér. Ég kom líka með aðra hugmynd að ég gæti fengið mér flóðhest !
Siggi sonur minn hafði nefnilega sent mér video um að það væri alveg mögulegt !
Albert tengdasonur minn sagði ansi klumsa, var það ekki í Afríku ?
Jú, en ekkert er ómögulegt, sjáið bara vídeóið !!!
Það er minna um blogg þessa dagana, og bloggvinaheimsóknir, en ástæðan er sú að ég er á fullu að vera með fjölskyldunni minni !
Hérna á bænum er friður, og mér líður svo vel eftir tíman í kvöld. Það er eins og steinn sé fallinn út sem ég vissi ekki að væri þarna, þannig er það alltaf eftir að ég hef verið í þerapí !Náttúran er þvílíkt undur , finnst ykkur ekki ? Hann Lúðvík bloggvinur minn sendi mér þetta frábæra klypp, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að skoða HÉR
Friður og Ljós til , ég ætla að reyna að ná í Óla Lokbrá og fá að fara með í næturlestina
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Augnablikinn í lífinu /ég hlustaði á það eitt andartak
8.9.2007 | 22:51
Í gærkvöldi fórum Gunni, Sól og ég á frábæra tónleika í Kaupmannahöfn. Eyvör Pálsdóttir. Listamaður með stóru Lli.
Í dag komu elsta dóttirin Sigyn með fjölskylduna til Danmerkur. Við tókum á móti þeim í húsinu sínu nýja flotta með Kampavín og hinu ýmsu góðu með og góðu knúsi líka. Börnin fengu kanínu og hamstur.
Komum hingað heim og þar var Siggi sonur okkar. Við borðuðum góðan mat töluðum pólitík, Ísland og Danmörk og margt margt fleira.
Dásamlegt kvöld með öll börnin okkar þrjú og litlu barnabörnin tvö.
Nú er allt heilt !
Í dag vorum ég og litla Sólin að keyra, við vorum að ná í kanínuna sem við gáfum Lilju.
Við vorum að syngja í bílnum eins og við gerum svo oft.
Börnin mín hafa öll átti sinn eigin vöggusöng.
Sigyn sú elsta átti, sofðu unga ástin mín !
Siggi, bíum bíum bambaló
Og Sólin átti algjörlega sinn eigin, sem hún alltaf hefur haldið að væri um hana og engan annan, þar til fyrir ekki svo löngu síðan.
Þann söng sungum við aftur og aftur í dag í bílnum.
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún
Handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún Sól
Sofðu nú Sigrún
Og sofðu nú rótt
Guð góður gefi þér
góða nótt.
Lái henni hver sem vil!
Ég er stundum svo mikið í tilfinningum mínum og það á Sólin oft erfitt með. Það gerðist líka þarna því ég fékk upp minningum með henni og mér þegar hún var pínu lítil í hugann. Ég mundi eftir því að einu sinni var ég að setja upp sýningu í þýskalandi og hún var ponsu lítil, kannski bara tveggja til þriggja mánaða.. Á meðan ég var að setja upp sýninguna lá hún á sænginni sinni á gólfinu. Svo af og til tók ég hana upp og gekk með hana um gólfið og söng þetta lag fyrir hana. Tíminn varð allt í einu afstæður. Þessi minning kom svo sterkt fram að ég fór hálf að væla og Sól sagði ÆÆÆ mor, ikke nu igen ! (æ mamma, ekki nú aftur ) Þarna gerðum við annað augnablik sem verður í minningunni.
Augnablikinn í lífinu eru svo mikilvæg og það eru þau sem við sköpum fyrir okkur sjálf og hvert annað. Augnablik sem hefur áhrif á kannski allt lífið, skapar minningu sem getur breitt öllu !
Gott er að hafa það í huga hvert augnablik !
Á morgun ætlum við í skógartúr öll saman, í ævintýraskóginn hérna rétt hjá.
Það er gott að Sigyn er komin heim !
Lífið er fallegast, og ég er svo heppinn !
AlheimsLjós til ykkar allra
Trúmál og siðferði | Breytt 9.9.2007 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Við hendum stundum bara þessum rusla kisum, eða hvað ?
30.8.2007 | 15:17
Jæja, þá var ég að klára fréttabréfið og er búinn að senda það út ! læt það líka inn hérna með von um að þið lesið það þó svo að þetta sé á dönsku ! Mér er kisan mjög hugleikinn, við eigum fjórar kisur. Alex sem er 12 ára og fannst í plastpoka undir göturist í Kaupmannahöfn með einum öðrum kettlingi, Múmín 8 ára sem við fengum á bóndabæ , Fredrik 6 ára sem fannst úti á akri aleinn og pínku ponsu lítill og Ingeborg 4 ára sem átti að láta svæfa en okkur var boðin hún áður.
Allt er gott, haustin eru falleg.
Ég elska þegar sólin lækkar á lofti og skuggarnir verða langir.
Laufblöðin á trjánum hafa þvílíkt ljósaspil að það er unun !
Fer til Þýskalands á morgun þannig að ég óska ykkur öllum
fallegrar helgi !
AlheimsLjós á línuna
Nyhedsbrev August 2007
6 killinger blev smidt af i en papkasse, på perron!
Ja, nu er det tid til en ny dyreart! Igennem vores meditationer fornemmer vi, at det aktuelle dyr er katten.
Kære brødre og søstre!
Håber, at I alle har haft en god og berigende sommer i alle henseender.
Nu er det katten, som har behov for vores opmærksomhed og energi. Vi ved, at i Danmark kommer der en svær tid for katten, men det gør der også i andre lande!
De katte, som er hjemløse og de katte, som har haft et hjem, men ikke har det mere af forskellige grunde, er dem, som har behov for vores hjælp nu.
For mere end 4.000 år siden, begyndte nogle egyptiske vildkatte og datidens mennesker, at drage fælles nytte af hinanden. Katten har været med til at holde rotter og mus nede, hvilket der har været stort behov for.
Der har været katte i Danmark i ca. 1800 år.
I Danmark er der i dag omkring 650.000 familie-katte.
Nu er katten mere som kæledyr end noget andet!
Vi anskaffer os kattekillinger som aldrig før, men desværre er beslutningen ikke altid gennemtænkt! Det er som om, at alle ikke er klar over det store ansvar som denne beslutning indebærer.
Katte kan leve i mange år.
Vi kender alle sammen historien om sommerhus-katte. Pludselig en dag, står den ved sommerhuset og tigger om mad. Eller måske er man selv faldet for en dejlig lille tilovers-kat i nabolaget. Et sødt og hyggeligt ferietilbud til sommerfolket . Desværre er der mange, som tror, at katten kan klare sig selv, når ferien er slut. Det kan den ikke. En kat, som er vant til at blive fodret, kan ikke overleve vinteren, den dør af sult og kulde i vinterens løb. Dette er mange kattes skæbne i Danmark og andre steder i verdenen!
Katte bliver også brugt til forsøg.
Katte afviger ikke fra andre forsøgsdyr, når det gælder behovet for naturlig adfærd: have samvær med artsfæller, røre sig og blive stimuleret af sanseindtryk og oplevelser.
De fleste forsøgsdyr har imidlertid ingen eller ringe mulighed for dette trods det faktum, at der i Lov om Værn af Dyr står, at enhver, der holder dyr, skal sørge for, at de behandles omsorgsfuldt, herunder at de huses, fodres, vandes og passes under hensyntagen til deres fysiologiske, adfærdsmæssige og sundhedsmæssige behov i overensstemmelse med anerkendte praktiske og videnskabelige erfaringer. Skulle man følge anerkendte, praktiske og videnskabelige erfaringer, når det gælder dyrenes adfærdsmæssige behov, så skulle det være forbudt at holde forsøgsdyr under de forhold, de i dag lever under!
Katte der indgår i forsøg sidder som hovedregel opstaldet under beskæmmende forhold: et bur fremstillet af metalplader, to metalskåle til mad og vand (ofte monteret på indersiden af lågen) og til tider en mindre hylde placeret oppe i den bageste del af buret. Europarådsdirektivet om beskyttelse af dyr, der anvendes til forsøg og andre videnskabelige formål foreskriver, at et bur til en voksen kat skal være mindst 0,2 m². Der er altså ikke noget, der forhindrer forsøgsinstitutterne i at købe bure af betydeligt større dimensioner, men det er de færreste, der vil betale denne merudgift.
I tiden op til de skal indgå i forsøg, er der mulighed for at lade killinger gå sammen i større rum, hvor de også kan have legeredskaber. Når forsøget påbegyndes, bliver kattene imidlertid som hovedregel isoleret i hver deres bur.
Voksne katte sidder alene fra det øjeblik de ankommer til forsøgsinstituttet. Når en kat indgår i forsøg, kan der være behov for at foretage analyser af kattens urin og fæces (se senere) eller katten kan være blevet påført skader eller defekter der gør, at den har ændret adfærd, f.eks. at den ikke kan gå, ikke kan holde på urinen eller lignende. Det betyder, at kattene ikke kan opholde sig i samme bur.
I grundforskningen anvendes katte i særlig høj grad i neurobiologiske forsøg, mens de i den veterinærmedicinske forskning bl.a. indgår i forsøg, der vedrører Feline Immunodeficiency Veries (FIV populært benævnt katte-aids), som dog også bruges som model for Human Immunodeficiency Veries (HIV).
I FIV-forsøg lever kattene i forsøgsinstituttet i meget lang tid, så udviklingen af sygdommen kan følges. I de neurobiologiske forsøg kan katten meget vel have opholdt sig på forsøgsstedet længe, men når forsøget går i gang, bliver katten ofte aflivet, medens den endnu er bedøvet. Ved en række andre forsøg følges kattene over lang tid som f.eks. i søvnforsøg og visse hjerneskade- eller rygmarvsforsøg.
Katte anvendes også i foderforsøg. Nogle mennesker tror noget naivt, at sådanne forsøg blot består i, at man skal konstatere, om katten bedst kan lide maden i madskål A eller i madskål B. Det er imidlertid ikke tilfældet. Foderblandinger med højt eller lavt indhold af en lang række stoffer og i forskellige
blandinger afprøves på kattene i længere varende forsøg. Der opsamles urin og fæces fra kattene, så man kan undersøge hvor meget eller hvor lidt der udskilles af alle disse stoffer og endelig tages der blodprøver.
Når der skal opsamles urin og fæces fra en kat skal den opholde sig i et såkaldt metabolismebur. Burets bund består af en metalrist, hvorigennem både urin og fæces kan passere og opsamles i en bakke nedenunder. Katten har derfor ingen mulighed for at tildække sine efterladenskaber med grus eller andet. Stort set alle dyr er meget omhyggelige med enten at besørge bestemte steder og/eller at tildække det, de kommer af med. Det er meget stressende for et dyr, ikke at kunne følge dette adfærdsmønster, og bl.a. for kattene betyder det, at de holder sig i meget lang tid. Det resulterer igen i lange ophold i metabolismeburene og det påvirker deres velbefindende.
http://www.forsoegsdyrenes-vaern.dk
Vi mener, at når et dyr lever under megen smerte og angst i sit liv, så har det indflydelse på dets æteriske legeme, hvilket har en negativ påvirkning på dyreracens udvikling! Hver dyreart har sit æteriske legeme og når mange af dyrearten bliver udsat for meget i sit liv, har det indflydelse på hele racen. Det som vi kan se i Alice Bailey bøgerne er, at alle naturrigerne er en del af universets substans, der er koordineret med planetarisk substans - og udgør således det videnskabelige grundlag for enhed. Vi mener, at når menneskets æteriske legeme er en integreret del af den planetariske Logos` æteriske legeme, må dyrenes æteriske legeme også være det. Det vil sige, at når vi udsætter Jordens dyr for overgreb, har det ikke kun indflydelse på det enkelte dyr, men på hele den Guddommelige Plan.
Se ordbog fra visdomsnetted :Æterlegeme
Æterlegemet, den æteriske dublet, vedantinernes prana-maya-kosha, er det grove fysiske legemes genpart af æterisk materie og tilhører altså det fysiske plan. Det fungerer som legeme for prana, livskraften, og beliver derfor kroppen med vitalitet. Det er æterlegemet, der under søvnen opbygger og fornyer det fysiske legeme. Det er gråviolet eller blågråt af farve og gennemtrænger det fysiske legeme, men strækker sig i alle retninger et par tommer ud over det og omgiver det som en bræmme, der kaldes sundhedsauraen. Den udgør endvidere kroppens elektromagnetiske aspekt, der fungerer som kroppens og nervesystemets skabelon og som overfører af bevidsthedsimpulser indefra følelses- og tankelivet og udefra den omgivende fysiske verden. I den ældste åndsvidenskabelige litteratur, f.eks. i Den Hemmelige Lære, kaldtes det astrallegemet og linga aharira, hvilket sidste dog i hinduernes filosofi er et meget mere omfattende begreb. Ved det fysiske legemes død trækker æterlegemet sig ud af det fysiske legeme, men holder sig svævende over det som en død og tom skal, der langsomt opløses, efterhånden som det fysiske legeme går i opløsning. Clairvoyante mennesker eller mennesker med æterisk syn kan se disse skaller svæve over gravene på kirkegårdene, og det har været årsag til mange beretninger om kirkegårdsspøgelser. Alene af denne grund anbefales ligbrænding.
Det er ikke bare svære tider for katten i Danmark, katten har det svært mange steder i verdenen.
I Asien og Kina, er katte meget hård udsat til fordel for pelsindustrien! Millioner af katte lider en pinefuld død til dette formål.
I Danmark blev import af hunde- og kattepels forbudt i slutningen af 2003 og lignende forbud eksisterer allerede i Belgien, Frankrig, Grækenland og Italien.
Katten har, som tidligere nævnt, været sammen med menneskeheden i meget, meget lang tid - og har igennem lange perioder haft funktion som rotte- og musebekæmper, hvilket har været meget vigtigt for menneskets overlevelse på jorden. De sidste år er kattens funktion lidt anderledes, vi ser skævt på deres instinkt, at fange smådyr, hvilket faktisk ligger i deres natur. Det er vigtigt, at vi ser katten i dens helhed både som værende et kæledyr - og for kattens udvikling, er det en stor hjælp at være omkring mennesker; men det skal også accepteres, at katten har den anden natur, som stadigvæk kan være en stor hjælp i Planen. Vi bruger uhyggelig meget gift til at bekæmpe rotter og mus, den gift forsvinder ikke bare, den siver ned I naturen og forgifter vores Jord. Der er det muligt, at bruge katten som den økologiske bekæmpelse. Dette har miljøstyrelsen også fået øje på, se flg. link:
http://www.mst.dk/Vand/Rottebekaempelse
Kære brødre og søstre, da vi er meget bevist om vigtigheden af dette arbejde som vi alle gør med vores visualiserings arbejde, vil vi bede jer om at udbrede dette arbejde til dem, som I mener kunne være interesseret, så vi kan være flere om at hjælpe vores brødre og søstre i deres udvikling som vi ser som en stor hjælp i hele den Guddommelige Plan.
Kærlighed og Lys til jer alle sammen
DEAVEKingdom
gruppen
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Móðir Jörð andar út á morgnana , inn á kvöldin.
17.8.2007 | 14:56
Dagurinn í dag er bara fallegur ! Var að koma heim eftir vinnuna og það er helgi. Fyrsta vikan í skólanum var yndisleg, okkur hlakkaði öllum svo til að hittast.
Það hafði gerst ýmislegt, ein af okkar ungu nemendum sem býr ein og er oft ansi einmanna hafði fengið litin hvolp, Trille ! Hún fær að halda frí fyrstu vikuna til að gefa Trille tíma til að venjast að vera ein smá stund í einu. Einn annar nemandi minn hafði misst móður sína fyrir 14 dögum. Hún er einbirni og mjög náin mömmu sinni. Ekki nóg með að móðir hennar lést þá fékk pabbi hennar hjartaáfall nokkrum dögum eftir að mamman var jörðuð. Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir G. Hún kom í skólann fyrsta daginn og H. sem fékk hvolp kom líka fyrsta daginn til að sýna Trille. Við tókum öll hjartanlega á móti hvert öðru. Það var kysst og talað. Í eitt augnablik þegar ég sat og horfði yfir hópinn fékk ég sting í magann yfir hversu dásamleg þau eru. Þarna sat G. Og tárin láku niður kinnarnar hennar á meðan sumir voru í kringum hana og hún sagði frá hvernig allt hefði verið í miklum smáatriðu. Rétt hjá henni sat H. með litlu Trillu og þar var líka hópur í kringum hana og dáðist að litla hundinum. Svo gekk fólk svona fram og til baka og tók þátt í mikilli gleði og stórri sorg í raun á sama augnabliki. Ég fann fyrir svo mikilli gleði yfir hversu stórhjörtuð þau eru. Allt er þetta fólk sem á við vandamál að stríða, hafa einhverja fötlun eða eru með lélega sjálfsmynd, en þau gátu verið þarna og upplifað allar þessar tilfinningar og haft pláss fyrir þær.
Ég er ánægð með vinnuna mína !
Mig langar að skrifa svolítið meira (ekki mikið) um reiðina. Ég skrifaði fyrr í vikunni um hvernig ég gaus upp um síðustu helgi.
En ég hef mikið verið að velta fyrir mér í langan langan tíma um þetta með reiðina. Reiðin er í raun orka, sem við(persónuleikinn) eins og straumbreytir getum valið hvernig við notum.
Ég hef mjög mikla orku og hef alltaf haft, og oft hef ég notað hana neikvætt, en nú seinni ár oftast jákvætt. Ég held að þegar við erum kannski alveg keyrð út af sporinu með reiðina þá sé mikilvægt að skoða þessa orku og ákveða sig hvernig maður vill nota hana. Hún hleypur ekki í burtu, en er þarna og þetta er Guðs gjöf en við í persónuleikanum breytum henni í neikvæð öfl á meðan við ekki vinnum með okkur og notum þessa orku jákvætt. Við reynum oft að loka þessa orku inni í kistunni, og við sitjum á lokinu og pössum að hún komist ekki út, en það er ekki endalaust hægt að sitja á lokinu og þá sleppur hún út og skapar kaos, við söfnum henni saman , troðum henni í kistuna og sitjum og reynum að láta eins og ekkert sé ! Það væri sennilega best að hleypa henni út og nota hana í eitthvað jákvætt, eins og tildæmis að vera með til að skapa heila hreina Guðdómlega Jörð fyrir og með bræðrum okkar og systrum !
Það sem ég gerði var að byrja að hugleiða og vinna að bættum heimi. Ég reyni að nota alla þessu orku á eins jákvæðan hátt og mögulegt er. (það tekst sko ekki alltaf) En þegar það gerist að ég missi tökin eins og ég gerði á laugardaginn þá reyni ég að finna út úr hvað liggur á bak við, því það er þarna eitthvað sem ég þarf að vinna á og það sé ég sem möguleika á þroska.
Fyrir mér Sálin okkar allra fullkomin, persónuleikinn hefur ýmislegt sem hann þarf að vinna með. Persónuleikinn er það hljóðfæri sem við spilum á sem manneskjur og það er svo mikilvægt að finna Lífstóninn svo við spilum saman sem hin stærsta Guðdómlega hljómsveit, konsert sem sameinar allt Líf á Jörðu sem eitt, einn andardráttur með Móður Jörð sem andar út á morgnana , inn á kvöldin.
Hljómsveitarstjórinn er almættið, hin hreina orka frá einum Kærleika til okkar allra og alls Lífs á Jörðu.
Við þurfum að vera meira meðvituð um að það er í raun alveg sama hvað við köllum okkur, íslendinga, dani, svía, Kristna, Gyðinga .....
Ef kærleikurinn er ekki í því sem við segjum þá þá tölum við ekki frá hjartanu eða út frá hinu æðra, heldur frá því sem liggur lægra, tilfinningunum sem stjórna okkur svo oft og láta okkur halda að við séum þau einu sem halda rétt og gera rétt !
láta okkur sundra en ekki sameina.
Best held ég að sé að vera meðvitaður um þessa hluti og hugsa áður en við dæmum aðra og okkur sjálf.
Við sem mannkyn erum ekki meiri eða minni en veikasti hlekkurinn, það sýnir hversu mikilvægt það er að taka í hönd bróður og hjálpa honum með, og bróðir tekur í mína hönd og hjálpar mér með !
Ég sé þessa hluti mjög aðskilda. Sálina, Persónuleikann, tilfinningarnar, hugsunina og líkamann. það sem sameinar þessar einingar er kannski það sem við köllum heilög orka, ég æðra ÉG ið.....
Ég skrifaði í fyrrnefndum pistli að ég hefði heyrt mig tala á tveim stöðum. Þar að segja ég hlustaði á tvær raddir inni í mér sem rökræddu fram og til baka.
Hver var það sem HLUSTAÐI !
AlheimsLjós til ykkar
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
sá þetta dásamlega video !
15.8.2007 | 16:18
AlheimsLjós til svína dýra og manna
Set inn grein sem ég skrifaði í fyrra, sem enn gefur góða mynd af góðum hlutum
"Og sýndu miskunn öllu því, sem andar !
Í gær fór ég í alveg einstaka ferð út í sveit, Bóndabæ, sem heitir Thorshøjgård.
Þetta er bóndabær sem vinnur eftir hugmyndinni biodynamiske, eða þar að segja allt er unnið út frá lögmálum náttúrunnar, sáð eftir því hvernig tunglin eru, ekki eitrað.
En ástæða þess að ég og Bettina fórum í þessa ferð var að við höfðum heyrt að þessi einstaki bóndi, ynni með divum og englum. Hann ynni einnig með divunum í dýrunum sínum. Þetta er eitthvað fyrir okkur, því ég vil virkilega finna út úr þessum málum. Hvernig getum við unnið í samvinnu með þeim, bæði í sambandi við dýr og dýravernd og einnig í daglega lífinu.
Getum við gert lífið léttara og fallegra með því að meðvitað vinna með dívum/englum. Einnig í sambandi við þá hræðilega hluti sem gerast um allan heim, er hægt að fá engla og divur til að hjálpa þeim sem eiga erfitt og þurfa á öllum þeim stuðningi að halda.
Þetta tekur allan hug minn þessa dagana. Í stuttu máli.
Að gera líf manna, dýra og plantna betra og fallegra.
Ég hef ákveðið að gera eitthvað, í staðinn fyrir að súrmúla (kvarta) eins og daninn segir. Því ég trúi því að það sé hægt að breyta hlutunum til betri vegar.
En komum okkur að efninu, bóndinn Niels, hann var einstakur við dýrin sín. Hann var með kýr, svín, hunda og fl. mest voru það kýrnar sem hann talaði við okkur um.
Svínin gengu laus um allt þarna, veltu sér í drullu og nutu mikillar umhyggju. Hann talaði við þau að miklu ástríki. Við fylgdumst með honum og hjálpuðum til að fóðra kýrnar. Og hann var einnig í gangi með að mjólka, hann mjólkaði næstum á gamla mátann. Það var svo fallegt að heyra hann segja, hvort kýrin vildi gera honum mjólk, hann þakkaði mikið fyrir mjólkina, á meðan hann mjólkaði, klappaði þeim og strauk, og sagði hversu duglegar þær væru.
Ein kýrin hafði misst kálf daginn áður. Hún baulaði mikið, hann stóð mikið hjá henni og reyndi að hughreysta hana. Á meðan hann mjólkaði kúna, strauk hann henni á ákveðnum punkti á hryggnum, sem hann sagði að væri róandi fyrir hana, og það var greinilegt að sjá. Hún slappaði gjörsamlega af. Mjólkin streymdi frá blessaðri kúnni og á meðan stóð Niels bóndi og strauk henni á púnktinum á bakinu, og sagði falleg, falleg orð við hana, t.d. að hann myndi reyna að hjálpa henni og vera hjá henni, hann vildi reyna að hjálpa henni í sorginni. Ég varð að fara í burtu því ég hreinlega fór að væla. Hann sagði okkur að þegar kálfurinn dó, þá reyndi hann að fá kúna til að sjá kálfinn, og skilja að hann væri dáinn, en kýrin sá ekki kálfinn sem lá við fæturna á henni en hélt áfram að kalla á barnið sitt. Svo sagði Niels þessa fallegu setningu.
"Ég reyndi að gera eins og maður gerir við manneskjur, að láta hana skilja að kálfurinn væri farinn, en hún sá ekki kálfinn, fordi den ikke var besjælet sem þýðir eitthvað á þessa leið, hljómar bara ekki eins fallega, sálin hafði yfirgefið líkamann.
Það var svo mikil virðing og ást frá þessum gamla bónda til dýranna sinna. Kálfarnir fengu að ganga lausir um allt fjósið og fyrir utan fjósið, þeir lágu hingað og þangað og gátu verið hjá mæðrum sínum. Þeir eru fyrst fjarlægðir þegar þeir eru fjögurra mánaða því þá verða þeir kynþroska og þá fer allt í bál og brand.
Okkur var boðið inn að borða hádegismat. Þetta var risastórt hús, en ekki upphitað, og allt í niðurníðslu. Það var heimagerður ostur sem bragðaðist dásamlega og biodynamiskt brauð og fl. Þegar við vorum sest við borðið tókumst við öll í hendur og sungin var lítil borðbæn, þar sem þakkað var jörðinni, og sólinni og almættinu, fyrir matinn góða. MJÖG FALLEGT.
iels bóndi hefur aldrei á ævinni borðað kjöt, faðir hans var grænmetisæta, þannig að þar var ekki borðaða kjöt. En hann selur kjöt af dýrunum sínum. Við spurðum hann hvernig hann færi að þessu. Hann sagði að fyrir dýrunum væru mennirnir englar sem pössuðu upp á þau. Þar að leiðandi gæti hann ekki sjálfur slátrað dýrunum, en fengi annan til að gera það.
Hann sagði að þegar kýr eða spendýr deyr, þá kemur dýrasálin fyrir allar kýr í heiminum og fer inn í kúna á dánarstundinni og nær í þá reynslu og fl sem er í kúnni til að taka með upp í sálina. Á því augnabliki hefur kýrin skilning eins og manneskja. Á því augnabliki þakkar Niels kúnni fyrir það sem hann hefur fengið, kjöt og fl. Hann þakkar kúnni fyrir að hafa fórnað sér fyrir hann.
Annað sem hann gerir er að áður en hann fóðrar þá blessar hann fæðuna sem hann gefur dýrunum.
Við ræddum við hann um dýravernd og lög og reglur sem eru settar fyrir bændur og fl. Hann blessaður hafði ýmislegt að segja um það. Meðal annars, sagði hann að það kæmu fljótlega reglur sem bönnuðu að dýr væru bundinn á básum og á fl stöðum. Þetta átti hann erfitt með að skilja, hann sagði að út frá hans sýn væri of mikill fókus á aðstæður í kringum dýrin meðan það væri ekkert fókuserað á hvernig þeim liði innan í, hvernig við færum með dýrin sem sálir, eða lifandi verur. Það er ekki plássið eða hvernig það er í kringum dýrin,sem skiptir máli heldur hvernig við umgöngumst þau. Þar get ég bara verið sammála.honum.
Það er ekki nóg að búa í höll, það þarf að vera kærleikur líka bæði hjá mönnum og dýrum.
Það var alveg frábær upplifun að heimsækja þetta fólk. Það sem ég hugsa um núna, er að það sem vantar hjá svo mörgum það er þessi virðing fyrir dýrum, bóndabæirnir verða meira og meira vélvæddir. Ég skil vel að það er til að gera vinnuna léttari, en það sem vantar er kærleikurinn til dýranna, og að það er ekki sjálfsagt að gera þau að þrælum okkar.
Niels sagði: Dýrin eru ekki þrælar okkar þau eru okkar bestu hjartans vinir. Bara að allir hugsuðu svona. Ég vona að þessi upplifun sem ég skrifa niður hérna fái einhverja til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þessi upplifun sem ég fékk, fær mig til að komast ennþá lengra inn í það hvernig við getum skapað meira jafnvægi. Dýra, plantna , manneskja og diva á milli.
Lífsverkefni, en ánægilegt. Eitt smá með til umhugsunar. Ég fer ansi oft í skógartúra hérna í Danmörku, og ég elska þegar skógarbotninn verður fullur af Animonum, það eru vorblóm hérna í DK.. Ég hef ekki séð þau blóm neins staðar hérna undanfarið, enda vorið komið seint. Þarna við húsið hjá Niels bónda er lítill skógur sem ég og Bettina gengum í, og viti menn skógarbotninn var þakinn þessum fallegu vorblómum. Þetta ræddum við mikið ég og Bettina!!!
Í Danmörku eru ræktuð 25 milljón svín á ári !
100.000 frílands
yfir 20.000 fullvaxin svín deyja árlega vegna vanrækslu í Danmörku.
yfir 3 milljón smágrísa eru flutt til útlanda til sláturhúsa héðan frá Danmörku !
Ég gæti haldið áfram og áfram, en stoppa hér !
Sumir eru bara ekki tilbúnir til ad fara yfir í hinn heiminn !!!
15.8.2007 | 07:16
Ég vil skilja undirmeðvitundina !
12.8.2007 | 11:59
Það er rólegt eftir storminn !
Ég átti erfiðan dag í gær.
Það er ótrúlegt að hugsa hvað reynsla, hugsanir og pælingar færa mann svo í reynsluna aftur sem gefur manni ennþá betri skilning á því sem maður er að pæla í.
Síðasta færsla var mikið um það að við skiljum á mörgum plönum, við skiljum og heyrum oftast frá fortíðinni.
Þetta hafði ég upplifað í fríinu, ásamt þeim sem ég var með í fríi, en var þó meira á þeirri hlið sem sá að hlutirnir voru ekki upplifaðir í núinu, heldur voru átök yfir orðum sem voru ekki raunveruleg, en komu frá undirmeðvitundinni. Þannig að ég upplifði þetta ekki í mér, en sem sá sem reynir að koma í skilning um.
Í gær var yndislegur laugardagur, sólin skein og það var heitt. Við nutum þess að vera í garðinum og dútla að blómum. Ég fann að það var stuttur þráðurinn hjá mér, strax þegar ég vaknaði, en ekkert svona alvarlegt, enda verð ég sjaldan reið nú orðið, en get verið innaðvent og hugsi.
Við ákváðum að fara í göngutúr í skóginn sem er hérna rétt hjá og athuga hvort við fyndum ber, og eitthvað skemmtilegt. Við tókum hundana með að sjálfsögðu. Lappi byrjar um leið og hann sér að við tökum fram hundaólarnar að nú ætlum við í göngutúr, og hann hoppar og vælir og veit ekki hvað hann á að gera, þar til hann finnur út úr að það er víst best að setjast á bossann og bíða eftir að ólin verði krækt í hálsbandið. Iðunn er aðeins rólegri og fylgir okkur grannt með augunum. Við förum inn í skóginn Ledreborgsskov. Hann er stór og dásamlegur og fullur að lífi, dádýrum og öllu sem lifir í Danmörku. Við elskum að ganga þarna um og tala um hvað allt er orðið stórt og breytt frá því við fluttum hingað fyrir 11 árum. Þetta tré og hitt tréð hefur stækkað svona mikið. Á leiðinni inn í skóginn förum við alltaf inn á Lejre fótboltavöllinn og hundarnir hlaupa lausir, við rifjuðum upp þegar við komum hingað með Sólina okkar í barnavagni og Iðunni, til að þjálfa Iðunni, Við byrjuðum tvisvar með hana í hundaskóla en gáfumst upp, hún var svo brjáluð, en fórum á fótboltavöllinn í staðinn.
Núna er Sólin okkar 10 ára, Iðunn 11 ára og Lappi með, lítill kúkur tveggja ára. Þetta töluðum við um og hlupum með hundunum, Það var sennilega mest Sól sem hljóp, við gerum það í minningunni fyrir 10 árum.
Við gengum inn í skóginn, sáum dádýr, fullt af froskum.
Við sáum vínberjasnigla. Þeir eru risastórir og mig hefur alltaf langað í þá í garðinn minn. Við fundum 6 og settum þá í poka og núna eru þeir í garðinum okkar.
Við löbbuðum hjá ánni þar sem Iðunn baðaði alltaf í gamla daga, og Gunni fann myntu sem við eigum ekki og tók rót með heim.
Við komum inn í Jungelstigen, sem er svæði í skóginum sem er smá girt að. Þetta er leiksvæði með allavega ævintýralegu gert úr sjálfum trjánum og þeim aðstæðum sem er í kring. Þarna er stórar rólur sem hanga frá efsta tré.og við róluðum, það var gaman.
Þarna var reipi sem hékk niður frá efsta tré og á endanum bar smá hluti af bíldekki sem gert var ráð fyrir að bossinn væri á. Sól sveiflaði sér eins og apaköttur fram og til baka voðalega gaman. Gunni sveiflaði sér líka.
Ég þori ekki mörgu svona, fer aldrei í neitt í tívolí er hrædd við hraða og hæðir, allt sem ég get ekki haft kontról yfir.
Ég hugsaði mig lengi um, og ákvað svo að prufa, ég byrjaði hægt og rólega og það var gaman að svífa svona í loftinu, Gunni byrjaði að ýta mér og í fyrstu var það gaman. En svo varð það ansi hratt og ég kalla nei, nei, nei, hann tekur það ekkert alvarlega og ýtir mér ennþá hærra og snýr mér um leið þannig að ég snýst í loftinu í hring, ég varð alveg BRJÁLUÐ ! ég öskraði á hann að stoppa, sem hann gerir strax, sér að nú eru góð ráð dýr, ég stoppa, öskra á hann og ræð ekkert við mig , hann segir fyrirgefðu, en það er enginn leið, ég hafði misst völdin...
Ég rauk af stað með grey Iðunni sem vil alltaf halda hópnum saman, ég labba á undan og vorkenni mér alveg hræðilega. Af hverju koma þau ekki á eftir mér ? Nei þau halda áfram að leika sér. Ég vorkenni mér ennþá meira og held áfram og finnst ég vera alein í heiminum.
Ég sest niður í slottsgarðinum og bíð eftir þeim um leið og ég hugsa mitt,
Ég get aldrei treyst honum, hann fer alltaf yfir strikið og svona hélt ég áfram að byggja upp neikvæð hugsunarform, sem ég vildi ekki út úr. Ég var líka á öðru plani meðvituð um hversu langt úti ég var, og horfði eins og niður á mig og hugsaði : taktu þig nú saman manneskja, þú ýkir upp úr öllu valdi, svona alvarlegt er þetta ekki !! Ætlarðu að eyðileggja skógartúrinn með þessu, eða koma til baka og biðjast afsökunar á að þú hafir brugðist svona harkalega við.
Gunni ,Sól og Lappi komu gangandi, og ég var enn ferlega fúl, fannst hann ekki hafa iðrast nóg, þannig að ég sat áfram og var fúl með fúlum hugsunum. Eftir nokkur hörð orð okkar á milli halda þau áfram og ég sit og er enn fúl og vorkenni mér alveg hroðalega. Allt var svart.
Ég fer svo smátt og smátt að hugsa ekki bara í persónuleikanum, hvað er þetta eiginlega, löngu horfnir brestir (að ég hélt) koma svona og laumast inn í líf mitt, mér algjörlega að óvörum ! Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan þessar hugsanir voru þarna voru hinar líka að brjótast um og reyndu að halda í völdin, Það var eins og þær neikvæðu og þær jákvæðu berðust um að halda athyglinni hjá mér. Ég gekk af stað og hugsaði fram og til baka. Ég mætti elsku fjölskyldunni á leiðinni, fann að Iðunn vildi helst ekki vera hjá mér, orkan var betri hjá þeim.
Skil hana vel.
Við komum heim og jákvæðu hugsunarformin voru búinn að sigra, ég varð leið yfir þessari hegðun og bað Gunna og Sól afsökunar.
Núna sit ég hérna og velti þessu fyrir mér. Ég veit að ég slæst við það (eða ég hélt slóst við) að treysta fólki, ég á erfitt með ef ég hef ekki sjálf tökin í hlutunum . Þetta er að sjálfsögðu gamalt sem þarf að vinna á. Það kemur fram núna vegna þess að þetta er ennþá veikleiki minn. Það verður aldrei markvert þegar þetta er um tannlækna, tívolí, þegar ég fæ flís í fótinn og ég ÞARF að fá einhvern annan til að taka flísina. Fer til læknis og þar að fara í rannsóknir. Allt þetta er hægt að fela undir að ég er bara duttlungafull. En að missa svona stjórn á sér eins og ég gerði í gær get ég ekki falið undir neitt. Eitt er að Gunni hefði átt að hlusta á þegar ég sagði nei, annað er þessi miklu viðbrögð.
Kannski gerði hann mér ómeðvitað greiða með því að stoppa ekki. Ef hann hefði ekki stoppað væri ég ekki hér í þessum pælingum.
Það er orsök fyrir öllum hlutum og það er afleiðing. Afleiðingin af þessu er að ég þarf að kíkja á hvað er að gerast í undirmeðvitundinni, hvað er það sem hefur gerst sem veldur því að ég treysti ekki öðrum, þegar á reynir ?
Það sem ég upplifði var ekki að Gunni rólaði mér hátt, og hann stoppaði ekki um leið og ég sagði, ég upplifði eitthvað miklu dýpra, hræðslu við það að missa tökin, og af hverju hef ég þessa hræðslu. Ef ég hefði bara orðið hrædd hér og nú, hefði ég ekki brugðist svona rosalega við. Ég hefði sennilega bara orðið fúl og hellt mér smá yfir hann, og svo búið, það er að mínu mati nokkuð eðlileg viðbrögð. En að missa gjörsamlega stjórn á sér, þá liggur meira undir.
Núna þegar ég sit hérna er þetta bara ennþá einn möguleikinn í lífinu að takast á við og það verður spennandi eins og svo margt annað.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þetta er að ég veit að það er fullt af fólki sem hefur svipaða hluti að slást með og með því að deila minni reynslu get ég kannski gefið einhverjum eitthvað sem hann/hún getur stuðst við í sinni þróun sem betri manneskja.
Núna ætla ég að eiga góðan dag með fjölskyldunni, heyri að þau eru að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.
Ljós og friður til ykkar á fallegum sunnudegi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
mætum öðrum þar sem þeir eru !
28.7.2007 | 16:22
Allt er svo rólegt í dag ! Við erum ein heima með dýrunum, ég og Gunnar. Ulla og Claudia vinir okkar komu í mat í gærkvöldi og dóttir þeirra Nína er vinkona Sólar, svo Sól fór heim með þeim og svaf þar í nótt!
Við nennum ekki miklu, höfum borðað góðan mat, fengið okkur kaffi og köku, sem ég og Sól bökuðum saman í gær. Við hugleiddum saman og erum svo bara að dúlla okkur.
Við förum til Svíþjóðar á miðvikudag. Förum fyrst í pippiland, (vorum þar fyrir 3 árum og fannst frábært) og verðum þar í tvo daga. Hittum svo hugleiðslugrúppuna í Smálöndum. Við höfum öll saman leigt risastórt hús inni í skóginum 3 metra frá vatni sem hægt er að synda í. Þarna ætlum við að vera saman fimm daga. Við ætlum að sjálfsögðu að hugleiða saman eins oft og við getum. Ég ætla að kaupa striga, akrýlliti og allt sem þarf til að mála, við ætlum nefnilega inn í skóginn að mála og reyna að sansa álfa. Við ætlum að fara í leiki saman sjá bíómyndir sem eru tengdar okkar áhugaefni. Við förum að borða á frábærum stað þar sem allt er lífrænt ræktað og staðurinn er mjög andlega upp byggður sjá:.Hillesgarden
Ég og Gunni ætlum líka að týna bláber í sænska skóginum og við heyrðum líka að það væru komir sveppir (kantaellur). Þannig að þetta verður vonandi alveg dásamlegt.
Ég gæti svo sem hugsað mér að skrifa um margt og mikið, en eins og er akkúrat núna hugsa ég upp og niður, út og suður.
Ég vil skrifa um allt.
En það sem ég hugsa um núna, er að dæma !
Já ætli ég spái ekki aðeins í það. Við erum öll svo dugleg að dæma, og þegar ég skrifa um þetta er ég kannski að dæma okkur fyrir að dæma, þetta er ekki alveg auðvelt. En eitt er kannski að dæma annað að hafa skoðun, eða hvað?
Það er að mínu mati mikilvægt að hafa skoðun, en það er svo auðvelt að detta í það frá sinni skoðun að dæma aðra sem gera og hugsa öðruvísi. Ég hef verið að lesa hin og þessi blogg undanfarið og oft verð ég ansi leið yfir hversu tóninn er hörkulegur og fólk er fljótt að fella dóm yfir einu og öðru, ég segi ekki að ég sé hótinu skárri en það væri svo gott ef maður væri duglegri að hugsa sig aðeins um áður en hamarinn fellur.
Það eru nefnilega svo margir sannleikar, og svo margar hliðar á hverju máli. Við höfum hver okkar sannleika og okkar hátt á að sjá lífið, sem er svo ólíkt hjá hinum og þessum. Ef ég tek trúmál, sem eru oft í brennidepli. Það er fólk sem er mjög heittrúað og það stendur með ritninguna og að því sem þeim finnst sannleikan í hendinni, og því miður heyri ég og les oft fordæmingu yfir þeim sem ekki hugsa alveg eins þeir. Í kristinni trú er aðalatriðið að mínu mati eða það sem ég hef lesið og heyrt: Kærleikurinn til alls Lífs. Það sem stendur upp úr, en því miður er það ekki það sem oftast skín í gegn. Kannski þegar allt leikur í lyndi, en sjaldan þegar á reynir. Það er að mínu mati vöntun á víðsýni ekki bara í kristinni trú, en í öllum trúarbrögðum.
Ef við öll værum meira opin fyrir hvert öðru og hvað hver og einn hefur valið sem sína leið til Guðs, væri kannski ekki þatta hatur á milli trúarbragða. Það er ótrúlegt að stærsta stríðið í heiminum sé á milli þeirra sem trúa á sannleikann, sinn sannleika, en hata hina sem hafa hinn sannleikann. Er kannski ekki þegar upp er staðið; þeir sem eru hvað mest fordómafullir gagnvart þeim sem hafa aðra sýn á hvað er trú, hvað er Guð, hvaða leið er best til Guðsríkis þeir sem skapa trúnni og Hinu Æðra hvað mestum vandræðum í að sameina okkur bræður og systur á Jörðinni. Eru ekki þeir sem er hvað mest öfgafullir í trúnni þeir sem fæla bræður og systur í burtu frá hinu Guðlega.
Ég hef alla tíð frá því ég var barn verið trúuð, en hef ekki getað fundið mig í þeim öfgum sem oft vilja verða, og þeirri hugsun : við hin trúuðu og svo hinir ! Því fyrir mér hangir það ekki saman, því fyrir mér er ekki við og þið, heldur bara VIÐ. Við erum öll eitt ! Og ef ég hjálpa ekki bróður mínum eða systur þar sem þörf er á þá hjálpa ég ekki sjálfri mér. Hvort sem bróðir minn eða systir er Kristinn, Islam, Gyðingur Buddisti Djöfladýrkandi, dýr eða hvað sem er....
Það er allt um Kærleikan, ekki bara Kærleikan til ákveðins trúarhóps, heldur til Alls Lífs ! Það er lika annað sem ég finn að hefur áhrif á mig það er þegar við lifum í orðinu sem trúuð, en ekki í því hvernig við erum og hugsum. Það er svo auðvelt að slá um sig með stórum orðum um Guð og það Heilaga. En það er erfiðara að lifa það. Þá vil ég meina að það sé mikilvægara að lifa það en að segja það. Því það hverning við lifum og erum við samferðafólk okkar hvort sem eru manneskjur eða dýr er miklu áhrifameira en upphrópanir og tilvitnanir í Bókina sönnu.
Við ættum að mér finnst að vera meðvituð um allt það sem við eigum sameiginlegt með hvert öðru en ekki það sem við eigum ekki sameiginlegt !
Ég hef tekið eftir að það eru ekki mörg trúarbrögð sem setja dýrin hátt. Það undrar mig, því í mínum sannleika eru þau jafn mikið börn Guðs og við, bara ekki komin eins langt. En vonandi verður breyting á um leið og heimurinn verður betri og við öll saman erum duglegri að skrifa og hugsa fallega um okkur og alla hina.
Um leið og ég skrifa þessi orð set ég inn frétt um hunda, besti vinur mannsins ! Hundar og kettir notaðir lifandi sem beita fyrir hákarla. Meðferð okkar á dýrum hefur sennilega ekki verið hroðalegri í sögu mannkyns, en þá er bara ein leið UPP !
Ég er hérna ekki að dæma (vonandi) en hafa skoðun (held ég )
Alheimsljós til ykkar allra
STRAY dogs are being skewered on hooks and dragged behind boats as live shark bait The cruel practice takes place on French-controlled Reunion Island in the Indian Ocean A six-month-old labrador pup was recently found ALIVE with a huge double hook through its snout
and another through a leg The pup was found in a coastal creek and is thought to have somehow freed itself from a fishing line.But other dogs and kittens have been chomped up and swallowed by sharks.
http://news.nationalgeographic.com/news/2005/10/1019_051019_dogs_sharks.html
I Like to note that before i created this petiton i did some research on this because when i first read this news report i couldnt belive it so i did some research and i got some feedback from a local in the area who has confirmed that this has happened in that island.
http://www.snopes.com/critters/crusader/sharkbait.asp i also like to post this link it says that this is a hoax but yet it says right in here that it has happened and that some fishermen have used this practise to catch sharks
Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!
22.7.2007 | 12:48
Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum. Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.
Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.
Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !! Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna
Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !
Ég sem sagt henti verkinu !!!
Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.
Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !
Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.
Þessu má og þarf ég að breyta.
Henda út, skapa nýtt.
Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.
Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .
Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.
Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.
Og hvað þurfum við til þess ?
Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,
RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast !
Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta
Alheimskærleikur til ykkar allra
Skáld á tali við Einhyrning!
Apríl morgun.
Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á, og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.
Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
Í skjóli föðurgarðsins
Og í skelfingu bersvæðanna
Átti ég þig að, leiðtogi minn
Nálæg hver tilsögn þín, alskír.
Og í áfangastað kvaðst þú bíða.
Þú varst mér ilmur
af eplum og greni.
Þú sem ert fiskur ristur á vegg
rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu
Þú sem ert Einhyrningur
og enga myrkviður skelfist.
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns
En þig missti ég
Og þín er ég að leita sífellt...
Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.
Gamli maðurinn heldur áfram:
Dag einn
Dreymdi mig þig
Einhyrningurinn
Aleinn sit ég við fótskör þína
Hugur minn er kvíðafullur
Hornið fram úr enni þér gnístir !
Hjartaslag eftir hjartaslag
hnikar því nær
og rakleitt
að rótum dýpstu bænar minnar.
Ég hugsa: lifi ég, lifi ég
Svo lengi að það standi
Gegnum mig
Og í gaflinn dökka mér að baki ?
Endurleysi mig ?
Engu svaraðir þú, en mæltir:
Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða
ber ég eld að sjálfum mér.
Í augsýn
alls heimsins mun ég loga !
Ég er íþyngdur spádómsritum
íþyngdur testamentum
játningum og jarteiknum.
Eitthvert sinn
Þegar ókomnar stundir líða
þyrla ég sögunni frá enni mér
þvílíkt sem skýjum
og brenni sjálfan mig
til svartrar ösku
Fylli svo aftur hvern hlut
fylli nálægðirnar
fylli víðátturnar
vængjaður sögulausum geislum !
Og hjarta mitt kyrrist
Það kveið engu framar.
Hjarta mitt átti sér gleðisöng
Engin takmörk !
Þetta voru orð skáldsins.
Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:
Ávallt fylgi ég þér
Og öllum hinum dýrunum
Horn mitt er geisli
Það heggur í tvennt vegleysuna !
Ég renn á undan ykkur
Um rautt myrkur skóganna.....
Sama hvort er banggrátt
blik tungls um granir ykkar
ellegar þið berið
í alsælu leiðslu
á herðakambinum
háa stjörnu......
Ég renn á undan ykkur
Sjá ég er vatnið
Sem var og er, þótt það brenni !
Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
En þig missti ég.
Og þín er ég að leita , sífellt......
Trúmál og siðferði | Breytt 26.7.2007 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)