Móðir Jörð andar út á morgnana , inn á kvöldin.

000thoughts

 

Dagurinn í dag er bara fallegur ! Var að koma heim eftir vinnuna og það er helgi. Fyrsta vikan í skólanum var yndisleg, okkur hlakkaði öllum svo til að hittast.

Það hafði gerst ýmislegt, ein af okkar ungu nemendum sem býr ein og er oft ansi einmanna hafði fengið litin hvolp, Trille ! Hún fær að halda frí fyrstu vikuna til að gefa Trille tíma til að venjast að vera ein smá stund í einu. Einn annar nemandi minn hafði misst móður sína fyrir 14 dögum. Hún er einbirni og mjög náin mömmu sinni. Ekki nóg með að móðir hennar lést þá fékk pabbi hennar hjartaáfall nokkrum dögum eftir að mamman var jörðuð. Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir  G. Hún kom í skólann fyrsta daginn og H. sem fékk hvolp kom líka fyrsta daginn til að sýna Trille. Við tókum öll hjartanlega á móti hvert öðru. Það var kysst og talað. Í eitt augnablik þegar ég sat og horfði yfir hópinn fékk ég sting í magann yfir hversu dásamleg þau eru. Þarna sat G. Og tárin láku niður kinnarnar hennar á meðan sumir voru í kringum hana og hún sagði frá hvernig allt hefði verið í miklum smáatriðu. Rétt hjá henni sat H. með litlu Trillu og þar var líka hópur í kringum hana og dáðist að litla hundinum. Svo gekk fólk svona fram og til baka og tók þátt í mikilli gleði og stórri sorg í raun á sama augnabliki. Ég fann fyrir svo mikilli gleði yfir hversu stórhjörtuð þau eru. Allt er þetta fólk sem á við vandamál að stríða, hafa einhverja fötlun eða eru með lélega sjálfsmynd, en þau gátu verið þarna og upplifað allar þessar tilfinningar og haft pláss fyrir þær.

Ég er ánægð með vinnuna mína !mountaintop

Mig langar að skrifa svolítið meira (ekki mikið) um reiðina. Ég skrifaði fyrr í vikunni um hvernig ég gaus upp um síðustu helgi.

En ég hef mikið verið að velta fyrir mér í langan langan tíma um þetta með reiðina. Reiðin er í raun orka, sem við(persónuleikinn) eins og straumbreytir getum valið hvernig við notum.

Ég hef mjög mikla orku og hef alltaf haft, og oft hef ég notað hana neikvætt, en nú seinni ár oftast jákvætt. Ég held  að þegar við erum kannski alveg keyrð út af sporinu með reiðina þá sé mikilvægt að skoða þessa orku og ákveða sig hvernig maður vill nota hana. Hún hleypur ekki í burtu, en er þarna og þetta er Guðs gjöf en við í persónuleikanum breytum henni í neikvæð öfl á meðan við ekki vinnum með okkur og notum þessa orku jákvætt. Við reynum oft að loka þessa orku inni í kistunni, og við sitjum á lokinu og pössum að hún komist ekki út, en það er ekki endalaust hægt að sitja á lokinu og þá sleppur hún út og skapar kaos, við söfnum henni saman , troðum henni í kistuna og sitjum og reynum að láta eins og ekkert  sé ! Það væri sennilega best að hleypa henni út og nota hana í eitthvað jákvætt, eins og tildæmis að vera með til að skapa heila hreina Guðdómlega Jörð fyrir og með bræðrum okkar og systrum !   

Það sem ég gerði var að byrja að hugleiða og vinna að bættum heimi. Ég reyni að nota alla þessu orku á eins jákvæðan hátt og mögulegt er. (það tekst sko ekki alltaf) En þegar það gerist að ég missi tökin eins og ég gerði á laugardaginn þá reyni ég að finna út úr hvað liggur á bak við, því það er þarna eitthvað sem ég þarf að vinna á og það sé ég sem möguleika á þroska.   

Fyrir mér Sálin okkar allra  fullkomin, persónuleikinn hefur ýmislegt sem hann þarf að vinna með.  Persónuleikinn er það hljóðfæri sem við spilum á sem manneskjur og það er svo mikilvægt að finna Lífstóninn svo við spilum  ohm3saman sem hin stærsta Guðdómlega hljómsveit, konsert sem sameinar allt Líf á Jörðu sem eitt, einn andardráttur með Móður Jörð sem andar út á morgnana , inn á kvöldin.  

 Hljómsveitarstjórinn er almættið, hin hreina orka frá  einum Kærleika til okkar allra og alls Lífs á Jörðu.

Við þurfum að vera meira meðvituð um að það er í raun alveg sama hvað við köllum okkur, íslendinga, dani, svía, Kristna, Gyðinga .....

Ef kærleikurinn er ekki í því sem við segjum  þá  þá tölum við ekki frá hjartanu eða út frá hinu æðra, heldur frá því sem liggur lægra, tilfinningunum  sem stjórna okkur svo oft og láta okkur halda að við séum þau einu sem halda rétt og gera rétt !

 láta okkur sundra en ekki sameina.

Best held ég að  sé að vera meðvitaður um þessa hluti og hugsa áður en við dæmum aðra og okkur sjálf.

Við sem mannkyn erum ekki meiri eða minni en veikasti hlekkurinn, það sýnir hversu mikilvægt það er að taka í hönd bróður og hjálpa honum með, og bróðir tekur í mína hönd og hjálpar mér með !261219609

 Ég sé þessa hluti mjög aðskilda. Sálina, Persónuleikann, tilfinningarnar, hugsunina og líkamann. það sem sameinar þessar einingar er kannski það sem við köllum heilög orka, ég æðra ÉG ið.....

Ég skrifaði í fyrrnefndum pistli að ég hefði heyrt mig tala á tveim stöðum. Þar að segja ég hlustaði á tvær raddir inni í mér sem rökræddu fram og til baka.

Hver var það sem HLUSTAÐI !

AlheimsLjós til ykkar


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert mannbætandi Steina mín

Takk fyrir pistlana þína og eigðu góða helgi

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.8.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....hver VAR það sem hlustaði? Var það ekki djúptþenkjandi kona með falleg vitur, augu sem þykir vænt um allt og alla?

takk aftur Steina mín, þú færð mig alltaf til að hugsa

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Steina.

Fyrir tilviljun rambaði ég inn á þína bloggsíðu.

Síðan hef ég beðið eftir nýrrí bloggfærslu frá þér. Mikið  ert þú þenkjandi kona.

Öll þín skrif og þankagangur eru svo mannbætandi og gefandi.

Ég greindist með krabbamein fyrir tæpum fjórum árum, kornungur og engan vegin tilbúinn til að takast á við það. Frá fyrstu mínútu stóð samt aldrei annað til hjá mér en að vinna bug á því. Allt hefur gengið eins og í sögu og ég fæ alltaf svo góð tíðindi frá lækninum mínum í hvert skipti sem ég fer til hans. Ég er lukkunnar pamfíll, ég á líka yndislega konu og börn sem hafa .

Takk fyrir þín skrif Steina, þau eru öllum holl lesning og hafa á mig góð áhrif.

Kær kveðja og Mosóljós frá Kalla Tomm. Tomm. 

Karl Tómasson, 18.8.2007 kl. 04:03

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ég ætlaði að bæta við í endan, stutt mig svo vel.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 18.8.2007 kl. 04:08

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra hrönn, já það er gaman að spá í það, hver það er sem hlustar, ætli það sé ekki æðra ég sem horfi á þessi slagsmál og vona að ég verði vitrari eftir hver átök 1

kæri tommi, yndislegt að þú deilir þessari lífsreynslu með okkur,

þó það sé  erfitt að fá sjúkdóm sem er hættulegur, (við höfum prófað það hérna í fjölskyldunni ) þá var mín upplifun þegar svolítill tími var liðin að þessi lífsreynsla var gjöf, hún gerði okkur, meðvitaðri, vitrari og dýpri. þetta er ég ekki í vafa um að þið í þinni fjölskyldu hafið upplifað, þó svo ég hafi aldrei hitt þig finnst mér ég upplifa mjög gott frá þér á mörgum plönum ! 

kæra jóna, minn skilningur er þannig að í raun er allt í lífinu orka, allt frá kaffikönnu til þess Guðdómlega, en orkan held ég að sé á mismunandi tíðnum, og hefur mismunandi áhrif á fólk. með suma orku sem er á mjög lágum plönum, getur að ég held gert fólk veikt, á meðan annað lyftir meðvitundinni upp í hið æðra.

það sem ég meina með að ég skilji þessa hluti hvert frá öðru er að þetta er orka á mismunandi plönum. sálin er fyrir mér á mjög háu plani, sem er erfitt fyrir flest fólk að vera í sambandi við, á meðan hugsanir, sem ég sé fyrir mér sem orkuform, er á ákveðnu plani, en sú orka sem hefur áhrif á hugsanirnar er frá mismunandi plönum, kannski frá því æðra, en oftast frá því lægra. við þurfum að læra að þekkja muninn. líkaminn er stoff, efni sem við notum sem instrument í þessu lífi og þess vegna er svo mikilvægt að við pössum vel upp á hann.þessar pælingar eru heimspeki út af fyrir sig, og alveg ótrúlega spennandi fyrir mig að velta þessum hlutum fyrir mér.!

kæra arna, stórt knús til þín

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 12:42

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já HÚN HIN ÉG er oft dugleg að baka í hausinn mér hinni jarðnesku og hjálpa mér að muna hvað er hvað og sjá hæutina frá hærra eða æðra sjónahorni. Hef alltaf haft mjög skæyra tilfinningu fyr mér og svo Hinni mér eða the other me eins og ég kalla það.

Knús og innilegar þakkir fyrir að deila með okkur hinum. Það er kærleikur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 18:08

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hún hin ég bakar ekki, en hún Bankar i hausinn á mér.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 18:10

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Thú skrifar yndislega pistla elskan mín. Bara verd ad segja thad. RESPECT.

Manninn thinn.

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.8.2007 kl. 05:41

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir innlitið á heimasíðuna mína og það sem þú skrifaðir í gestabókina.

 

Sonur minn er virkilega sérstakur drengur og þótt hann sé með einhverfu þá hef ég aldrei hitt skírari manneskju enn hann.  Ég mæli með að þú lesir þessa færslu… Smelltu HÉR!  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.8.2007 kl. 07:56

11 Smámynd: Viðar Zophoníasson

Takk fyrir commentin Steina, það gefur mér jákvæða orku að lesa bloggið þitt, orku til að hugsa jákvætt, sem ég þarf í þessari viðleitni að gera mig að betri manni. Takk fyrir þá hjálp.

Viðar Zophoníasson, 20.8.2007 kl. 12:46

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Steina, það er svo sérstakt, að oft þegar ég er útsett fyrir hlutum sem verulega valda mér umhugsun (be it negative or positive) fletti ég upp á síðunni þinni og iðulega finn ég svör þar - og ALLTAF eitthvað gott sem mér finnst lýsa hug minn og , umhverfi. Endalausar þakkir til þín, elsku kona, sem bætir heiminn á hverjum degi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2007 kl. 14:19

13 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg færsla ... svo hrein og ljúf!  Ef við gætum nýtt okkur þessa sterku orku í jákvæðar athafnir í stað þess að missa okkur niður í reiði en það er ekki hjá öllu komist og gott að kynnast ólíkum tilfinningum, fá útrás og styðja þannig betur við sjálfan sig í rétta átt!

Lífið er vissulega sykurhúðað og skemmtilegt ef við bara viljum.  Hlýtt og sykursætt "hola" til þín kæra. 

www.zordis.com, 20.8.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband