Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Þegar Ljósið loksins skín á lífið, þá gerast kraftaverk
7.11.2007 | 21:40
Ég hef áður skrifað blogg um skólann MINN, eins og ég hugsa hann af öllu mínu hjarta. Ég veit að þetta er ekki bara minn skóli, en ég hugsa hann svona.
Skólinn er fyrir fólk sem þarf að taka meira tillit til en hjá sumum.
Það gerast stundum undur og stórmerki í lífinu, sem sumir taka ekki eftir, og sumum finnst ekki undur og stórmerki.
Í skólanum mínum gerast oft undur og stórmerki, það finnst ekki bara mér, en líka hinum sem eru áhorfendur.
Ég vil í þessu segja frá einu undrinu sem er að gerast fyrir augunum á mér á hverjum degi, stundum tek ég ekkert sérstaklega eftir því, en í dag tók ég eftir því, og aðra daga líka. Í dag fékk ég löngun að segja ykkur söguna um K .
K er á fjórða ári í skólanum, hann á að halda lokasýningu í júní, og vinnur að því hörðum höndum.
Áður er K byrjaði í skólanum kom hópur fólks frá skólanum sem hann var í . Þessi hópur var i raun desperat að leita eftir plássi fyrir hann. Við fengum að vita fullt um hann, og margt ekki gott. Hann var myrkur, var mín upplifun. Við fengum að vita hversu erfiður hann væri. Við ákváðum að sjá hvernig gengi.
K byrjaði í skólanum, og hann var myrkur. Oft með fúlan svip, og leiðinleg komment til annarra nemanda. Hann átti það til að hvæsa að þeim. Þetta var ekki auðvelt. Einu sinni fóru samskipti milli hans og annars mjög illa, en því var bjargað fyrir horn, og við leigðum stærra húsnæði, þannig að hann fengi sér herbergi og að hann gæti verið fyrir sig, og hljóðin frá hinum trufluðu hann ekki, og að hinir gætu slappað af fyrir leiðinlegum kommentum frá honum. Þetta gekk allt saman á rólegu nótunum í nokkurn tíma en þó þurftum ég og kennararnir að breyta hinu og þessu í því hvernig við vorum gagnvart honum. Við þurftum að vera með allt á hreinu gagnvart honum, og aldrei að sýna óöryggi í því efni sem við komum inn á. Það þýddi ekkert að finnast eitt í dag og annað á morgun. Hann varð að læra að það var hægt að stóla á okkur og að það sem við sögðum stóðst. Þetta er ekki alltaf auðvelt.
Þegar K byrjaði í skólanum, og fyrstu tvö árin vildi hann aldrei koma með ef við fórum eitthvað.
Á föstudögum höfum við alltaf það sem kallast rundt om bordet eða þar að segja við söfnumst öll saman og ræðum um hvernig okkur finnist vikan hafa gengið, og við tökum umræður um verkin sem þau eru að vinna að. Þetta var alveg pína fyrir K. Hann dansaði fram og til baka á stólnum og stundi út í það óendanlega.
Hann borðaði líka alltaf einn, og hann vildi ekki vera með í að borga í kaffikassann. Þetta var ekki alltaf auðvelt, fyrir okkur, eða hann.
Þetta var líka mjög erfitt fyrir fjölskylduna hans . Þegar K byrjaði í skólanum hafði hann mikinn áhuga á að teikna, MANGA stíl. Hann var ekkert sérlega duglegur að teikna, en hann hafði viljann.
Svona gekk þetta semsagt í langan tíma. Hann vann að fullum krafti við að verða betri í teikningunni,
Við keyptum MAC tölvu fyrir skólann með photoshop svo hann gæti unnið á sem besta máta.(núna höfum við fjórar) Við vorum svo heppinn að fá kennara sem er grafískur hönnuður og kunni allt á tölvur og gat farið inn í þessi verkefni. Á þann hátt ósk sjálfstraustið hjá K hægt og rólega. Við mættumst í verkunum hans og gátum rætt saman um ákveðið efni sem hafði allan hans áhuga.
Einn nemandinn átti afmæli, daginn áður en við áttum að fara í afmælið hringdi mamma K og sagði að hann ætlaði að fara með, því annars yrði hún svo leið þar átti hann við nemandann sem átti afmæli. Við vorum mállausar ég og mamman. Þetta var eitt stig svo komu fl. og fl. hlutir sem gátu hreinlega fengið mann til að tárast. Hann fór að fara í túra með okkur. Það gekk ekki alltaf vel í byrjun, eða þar til við fundum út úr að við yrðum að vera rosalega skipulögð með hvert smáariði.
Hann fór að finna upp á að standa við hliðina á manni og halda hendinni um axlirnar á manni, VÁ !!!
Hann hafði á orði ef það voru ekki margir nemendur, hann saknaði þeirra.
Hann fór að borga í kaffikassann.
Hann fór að borða með okkur.
Um síðustu jól þegar við höfðum rundt om bordet hélt hann smá ræðu, þakkaði fyrir gott ár, og góða samveru.
Í vor hringdi mamma hans í mig og sagði að K vildi bjóða okkur öllum heim. Lét hún fylgja að hún væri orðlaus, því þetta hefði hún aldrei upplifað, hann á einn vin, sem kemur ca einu sinni í mánuði og þeir leika sér saman í tölvunni. Hann átti annan sem dó tveimur árum áður.
Á þessum tíma voru byrjaðir tveir strákar í skólanum sem K var mikið með, Það var mikil tilhlökkun hjá okkur öllum. Við fengum vægast sagt frábærar móttökur, hjá allri fjölskyldunni. Pabbinn tók frí í vinnunni til að koma við og heilsa upp á okkur.K og tveir vinir hans fóru inn á herbergi og léku sér við tölvuna meira og minna allan tímann, stelpurnar fóru inn og höfðu gaman að. Foreldrarnir sýndu okkur landareignina og gáfu okkur fullt af plöntum til að planta í garðana okkar. Þetta var frábær dagur fyrir okkur og K. Mamma hans sýndi okkur mynd af honum frá því hann var 5 ára, brosandi og glaður, fallegur strákur. Svo sagði hún okkur frá sorglegri skólagöngu sem braut niður þennan litla dreng. Hann hætti að brosa, varð myrkur. Honum var strítt. Hann var öðruvísi. Hann kunni ekki að skrifa. Hann var útundan, hann átti erfitt með að tengjast, hann skildi ekki af hverju allir voru á móti honum. Þarna byrjar barátta hans og foreldranna. Þarna byrjar ferli um að allir eru á móti manni, og kerfið og allir vilja manni bara það versta.
Ég vil taka það fram að hann er ekki þroskaheftur, en hann hefur núna fengið greiningu sem með asberger sindrom.
Núna er hann á síðasta ári, en hann hugsar sig í skólanum endalaust. Hann vinnur hörðum höndum að lokasýningu, en hann sér sig í skólanum næsta ár, og þar næsta ár. Hann er glaður hlær, á vini, hlýr við alla nemendur og kennara.
Hann lokast um leið og það kemur einn út frá, en hann þarf tíma til að venjast nýju og treysta nýju.
Núna sit ég hérna og hef áhyggjur yfir hvort hann fái leyfi til að halda áfram næsta ár.Við viljum alveg hafa hann i fl ár, en við ráðum því ekki.
Er ekki öllum leyfilegt að lifa í hamingju. Hann er hamingjusamur núna, hann hreinlega dansar af gleði, voru orð mömmu hans þegar ég talaði við hana í gær. En gleði hans er í höndum annarra, aðrir geta ákveðið hvort þessi hamingja fær leifi til að vaxa, eða ekki.
Þið getið séð myndir af verkunum hans hérna og vinnuaðstöðunni. Hann hefur sjálfur teiknað allar myndirnar, hannað persónurnar og allt það sem er á myndunum. allt birt með hans leyfi.
Þessi ferill er fyrir mér kraftaverk.
Það gerast svona dásamlegir hlutir á mörgum stöðum, en við tökum ekki alltaf eftir því.
Að mæta honum á stað sem báðir aðilar voru sterkir var rétt og færði okkur á þann veg sem við gátum mæst á sem manneskjur á fleiri fletum.
Hann gefur knús þegar við hittumst eftir frí.
Hvað er lífið þegar það er harmony, er það ekki þegar öll hlutverk eru tekin ? Hver mannvera hefur ákveðið verkefni á jörðinni, ekki hafa allir sama hlutverk, heldur höfum við hvert okkar hlutverk. Þannig sé ég mikilvægi þess að við öll séum hérna, K kennir mér jafn mikið og ég honum, það er mikilvægt að við skiljum mikilvægi hvers annars, sama hversu ólík við erum.
Er Lífið ekki dásamlegt.
Trúmál og siðferði | Breytt 8.11.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Núna er komið myrkur úti. Það hefur verið svo gott veður í allan dag. Ég þvoði alla glugga, bæði að utan og innan, tók til í garðinum. Barnabörnin komi í smá pössun á meðan Sigyn verslaði, og þau tóku til í barnaleikhúsinu út í garði. Sópuðu og þvoðu með miklum tilþrifum.
Gunni og Sól fóru að pressa síðustu posjónina af eplamost, og eru á leiðinni heim núna. Hérna er lífið í rólegheitum,vinna sofa borða, passa börn, hugleiða, lesa, skrifa og hitt og þetta. Iðunn mín hefur verið ansi slöpp undanfarið. Ég sé það í augunum hennar að hún hefur það ekki gott, það verður sennilega ekki betra þegar það verður kaldara. Hún fær alltaf verkjarlyf á hverjum degi og fl. sem á að byggja upp vöðvana hennar. Hún er líka með eitthvað í augunum, sem ég reyni að gefa henni kamillute við. Ef einhver veit um eitthvað gott við ígerð í augunum á sætum hundum endilega látið mig vita.
Ætla að slappa af í kvöld, horfa á sjónvarpið og drekka teið mitt.
Hérna koma nokkrar góðar setningar sem ég rakst á í dag þegar ég var að lesa um Jörðina okkar, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að lesa þetta, klók orð frá klóku fólki..
AlheimsLjós til ykkar allra.
Set myndir inn frá hinum og þessum hlutum sem ég hef séð með myndavélinni minni..
Today, more than ever before, life must be characterized by a sense of Universal responsibility, not only nation to nation and human to human, but also human to other forms of life.
Dalai Lama
The future of life on earth depends on our ability to take action. Many individuals are doing what they can, but real success can only come if there's a change in our societies and our economics and in our politics. I've been lucky in my lifetime to see some of the greatest spectacles that the natural world has to offer. Surely we have a responsibility to leave for future generations a planet that is healthy, inhabitable by all species.
(Sir David Attenborough, Broadcaster/Naturalist)
We need a new environmental consciousness on a global basis. To do this, we need to educate people
When future generations judge those who came before them on environmental issues, they may conclude they didnt know: let us not go down in history as the generations who knew, but didnt care.
(Mikhail Gorbachev, Founding President, Green Cross International)
If future generations are to remember us with gratitude rather than contempt, we must leave them more than the miracles of technology. We must leave them a glimpse of the world as it was in the beginning, not just after we got through with it.
(President Lyndon Johnson on signing of the Wilderness Act, 1964)
The future isn't what it used to be. (Arthur C Clarke,
Author/scientist)
My interest is in the future because I am going to spend the rest of my life there.
(Charles F. Kettering, American inventor)
Taken together, our efforts are like drops of dew that slowly accumulate in the soul of the world, hastening the day when the entire Earth, with all its peoples and creatures, will enjoy harmony and fulfilment.
(Guy Dauncey, Author)
Treat the Earth as though we intend to stay here. (Sir Crispin Tickell, Diplomat/Environmentalist)
In the end, our society will be defined not only by what we create, but by what we refuse to destroy.
( John Sawhill, Former President, The Nature Conservancy)
Out of intense complexities intense simplicities emerge. (Winston Churchill, Statesman)
Building a world where we meet our own needs without denying future generations a healthy society is not impossible, as some would assert. The question is where societies choose to put their creative efforts.
(Christopher Flavin, President, Worldwatch Institute)
Today's problems cannot be solved if we still think the way we thought when we created them.
(Albert Einstein, Scientist)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
KÆRLEIKURINN, Íslam, Kristindómurinn og Gyðingatrúin.
28.10.2007 | 16:14
Sunnudagur, allt í ró og friði hérna í sveitakotinu. Sólin uppi að leika sér, ný komin úr skógartúr með nágrönnunum. Gunni að týna epli á eplaplantekrunni. Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta, er núna að hlusta á mjög góðan cd sem við keyptum í New York, með nokkrum blindum mönnum sem syngja gospel, alveg frábær tónlist, sungin með mikilli innlifun.
Hef mikið verið að hugsa um hvernig standi á þessi miklu reiði á milli trúarbragða. Hef séð á blogginu ýmis skrif um þessi mál, og fæ einnig sent ýmislegt efni héðan og þaðan um þau mál. Þetta er í raun mikið áhyggjuefni, kannski meira áhyggjuefni en loftslagsbreytingarnar. Alla vega núna geta margir hlutir gerst sem hafa miklu meiri áhrif á framgang mála í heiminum. Við horfum upp á bræður okkar og systur í öðrum heimshlutum lifa í nauð og stríði, og okkur finnst við lítið geta gert annað en að styðja hjálparstofnanir sem sinna þessu blessaða fólki.
Margt gerist vegna trúarbragða, vegna þess að sumir trúa á annað en aðrir, það myndast hatur til þess sem hugsar og trúir á annað.
Það er ákveðið skilningsleysi til þess sem er öðruvísi, og ekki vilji til að gefa eftir fyrir kannski ákveðnum fordómum fyrir því óþekkta. Þetta er hjá Kristnum, Íslam og Gyðingum. Þetta er mjög áberandi hjá þeim sem skrifa og tala og telja sig mest trúaða. Hvað er kristindómurinn í praxis ? Ég hef í minni barnatrú alltaf hugsað það að vera kristin er að:í fyrsta lagi elska skaltu Guð sem skapaði þig; í öðru lagi, nágranna þinn eins og sjálfan þig. Og allt sem þú vildir,að aðrir geri þér, skalt þú gera öðrum.
Hvernig stöndum við okkur í þessu þegar á reynir. Er það ekki oftast tóm orð þegar við heiðarlega kíkjum inn í hjartað okkar og skoðum ! Við erum best við þá sem eru eins og við, hugsa eins og við. Þannig held ég að við flest séum. Er ég þá ekki bara að tala um kristna, en einnig hin trúarbrögðin.En ef við skoðum þetta nánar, með Kærleika til meðbræðra okkar og systra. Ef hann er svo lítill sem raun ber vitni, hvernig ímyndum við okkur að við getum komist lengra í þróuninni sem manneskjur. Ég er á þeirri skoðun að við erum hérna á jörðinni til þess meðal annars að finna lausn á þessum málum. Hvernig höldum við að við getum þróað samlíf okkar hérna á jörðinni, ef við horfum einungis í eigin lófa og höldum að það sé miðpunktur og sannleikur veraldar. Ef allir gera það, hvar lendum við þá? Hvað er það besta fyrir heildina, er það ekki þannig sem við eigum að reyna að hugsa, hugsa okkur ekki sem einstakling, en sem heild, hluta af öðru. Margir myndu hugsa, ef við gerum ekki neitt, yfirtaka bara hinir, fyrir mér er það í raun sandkassaleikur, því ef allir hugsa þannig, endum við í stórátökum hvert við annað, og í þeim átökum eru öfl sem hafa unnið og fá í raun það sem þau eru að berjast fyrir og við í okkar barnslegu einfeldni hoppum með á reiðibylgjuna. Ég held að tími sé komin til að við alvarlega hugsum okkur um hvernig við hver og einn getum verið með til að hjálpa í þróuninni til hins góða.
Því í raun er það það sem er erfiðast, er að byrjaá sjálfum sér. Það er svo auðvelt að skrifa fram og til baka um kenningar um hina og þessa sem í raun snerta ekki mann sjálfan inn á það persónulega.
Það að kíkja inn í eigið hjarta og skoða hvað það er sem betur má fara í sér sjálfum, er að mínu mati eina leiðin í þeirri byrjun sem þarf að fara í gang. Að kunna kenninguna, Biblíuna ,Kóraninn og Toraen, er bara fræði. Fræði er alltaf hægt að kunna utan að og slá um sig með hinum og þessum fræðum , en að lifa það alveg frá hjartanu, það er það sem er erfitt, en þá leið eigum við jú að fara, eins og Kristur fór.
Ég get nefnt eina sem að mínu mati gekk alla leið í að þjóna Guði, eða eins og hún segir í dagbókarskrifum sínum, þjóna Jesús.
það er Móðir Teresa. Hún gekk alla leið, hún þjónaði ekki bara kristnum bræðrum sínum, hún þjónaði þeim sem á þurftu að halda ! Ég veit að það er ekki alveg raunhæft að miða sig við hana, en ég held að það sé mikilvægt að skoða þá sem við finnum og sjáum að hafa gert rétt að okkar mati og vinna okkur í áttina að því. Það er áhugavert að það er í raun margir hlutir sem þessi trúarbrögð eiga saman, og það gæti kannski verið útgangspunktur í þessum pælingum, í staðin fyrir að einblína á það sem þau ekki eiga sameiginlegt : Það er einn Guð, hjá þeim öllum, það er er það einn Guð sem hefur skapað heiminn,, það gerðist hjá þeim öllum á 6 dögum, allar byrja þær í Mið Austurlöndum (þar sem er svo mikið stríð á milli þeirra núna).Kristnir og Gyðingar þar sem kallast Ísrael.
Íslam í Mekka og Medina sem í dag er Saudi Arabien. Hjá ollum þessum þremur trúarbrögðum er talað um hin eina Guð sem komunukerar við okkur.
Í öllum þrem trúarbrögðum skapar Guð fyrstu manneskjurnar sem koma í heiminn. Adam og Evu.
Í Kristinni trú og Gyðingatrú skapar Guð þau i Paradísararðinum á Jörðinni. Í Islamskri trú eru þau sköpuð í himninum, en eru svo sett niður á jörðina.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Adam og Evu freistað af Satan til að borða af eplinu í Paradísargarðinum.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Abraham mikilvægur , hann er sá fyrsti sem trúir á aðeins einn Guð.
Abraham, eða Ibrahim í Islam kemur í beinan legg fra Adam og Evu. Hann lifði sem beduin í Ur í Kaldæa þar sem núna er Iraq. Í kringum 1800 fyrir Krist fær hann skilaboð frá Guði um að hann á að eignast son. , og þar með verða forfaðir til þeirra afkomenda. En eins og við öll munum frá biblíusögunum var Sara konan hans orðin gömul, of gömul til af fá börn, eða það heldur hann og hún. Þess vegna eignast hann barn með Hagar sem var ein af þrælunum hans. Og það er svo hennar og Abrahams sonur sem verður sá sem kemur með Íslam, hann hét, Ismail. Ansi áhugavert ekki satt ?
Seinna kemur svo í ljós að Sara getur alveg eignast börn, því hún eignast Isak, sem er forfaðir Gyðinganna !.
Móses var í öllum þremur trúarbrögðunum, Hann er sá sem flytur gyðingana út úr Egyptalandi
Hann er sá sem tekur á móti boðorðunum 10 í Sinai eyðimörkinni og hann er sá sem færir Gyðingana inn í Israel.
Þetta er í raun bara þunn upptalning af því sem þessi trúarbrögð eiga meðal annars sameiginlegt, en gefur samt mynd af einhverju sem er sameiginlegt, sem fyrir mér er mjög áhugavert.
En eins og ég sagði áður, eru fræði bara fræði, en Hjartað og Kærleikurinn er það stærsta og besta sem er hægt að vinna út frá, og er að mínu mati leiðin fram í Eitt Líf, Ein Jörð, Eitt Mannkyn.
Þetta bréf Páls til korintumanna er mjög umhugsunarvert, og að mínu mikill sannleikur í því:
Kærleikurinn mestur.
1. Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
2. Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekkingu,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
3. Og þótt ég deildi út öllum eigum
mínum
og þótt ég framseldi líkama minn, til
þess að verða brenndur;
en hefði ekki kærleika
væri ég engu bættari.
4. Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
5. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin.
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
6. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum.
7. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
8. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir
lok
og tungur, þær munu þagna, og
þekking, hún mun líða undir lok.
9. Því að þekking vor er í molum og
spádómur vor er í molum.
10. En þegar hið fullkomna kemur, þá
líður það undir lok, sem er í
molum.
11. Þegar ég var barn, talaði ég eins og
barn
hugsaði eins og barn og ályktaði eins
og barn
En þegar ég var orðin fulltíða maður,
lagði ég niður barnaskapinn
12. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í
ráðgátu
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum,
en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er
sjálfur gjörþekktur orðin.
13. en nú varir trú, von og Kærleikur, þetta
þrennt
en þeirra er kærleikurinn mestur.
Ég tilheyri engri einni trú, en ég trúi á Guð, það góða, Kærleikann og það sem hjartað segir mér hverju sinni að er Sannleikur fyrir mér.
AlheimsLjós til ykkar allra
Trúmál og siðferði | Breytt 29.10.2007 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hitt og þetta, aðalega þetta.......
27.10.2007 | 16:54
Haustið er komið og það er fallegt. Ég ,Sól og Lappi hittum Sigyn, Aron og Ljlju og fórum í skógartúr í skóginum okkar hérna rétt hjá.Haustlitirnir alveg frábærir, náttúran upplifis öðruvísi en stórborgin.
Það er allt önnur orka þar, enda allir litlu blómálfarnir sem gera létt og fínt energi til umhverfisins sem ekki finnst í stórborgunum. Ég upplifði miklar tilfinningar í kringum mig í henni New York, það var stundum erfitt að halda fast í sig, og verða ekki einhver annar þarna, og ég meina að stundum var það á mörkunum að ég gæti það. Ég held ekki að ég gæti lifað innan um svona margt fólk sem lifir við allavega aðstæður sem hefur svo áhrif á það sem er í kringum. Ég yrði sennilega margir aðrir og týndi sjálfri mér í öllu þessu dæmi. Mér finnst þó magnað að þarna er fólk frá öllum heiminum, sem lifir þó nokkuð í sátt og samlyndi hvert við annað. Það búa ca 8 milljónir bara á Manhattan. Þetta er syntesan af mannkyninu sem býr þarna.
Ég hef tvisvar áður verið þarna, síðast fyrir ca 16 árum. Þá man ég að maður gat alls ekki farið inn í Harlem, allavega ekki langt inn. Núna fórum Gunni, Sól og ég inn í mið Harlem án nokkurra vandræða. Við vorum þarna á markaði í svolítinn tíma, og það var mjög friðsamlegt. Við fundum ekki fyrir óöryggi á nokkurn hátt. Þannig að hlutirnir eru orðnir miklu betri þarna en ég man eftir.Þarna lifa gyðingar, Kristnir og Íslamistar hlið við hlið án nokkurra vandræða ! Ansi áhugavert. Það sem ég var kannski mest þreytt á var allt þetta tal um peninga allsstaðar sem maður kom. Allt er um hvað hver þénar og notar af peningum. Allir vilja fá drykkjupeninga, fyrir allt.Allir vilja fá bita af kökunni, Lífshamingjunni, sem mælist í veraldlegum gæðum.Þetta var orðin ansi þreytt á.
Við erum að fara í matarboð hjá kolleftífinu hérna við hliðina á okkur í kvöld, það verður huggulegt.Við erum svona hægt og rólega að jafna okkur á ferðalaginu. Það er alveg órúlegt að það taki þennan tíma að komast í sinn eigin takt hérna heima. En þetta er sem betur fer allt að koma. Ég á frí í vinnunni næstu viku og það verður gott að geta notið tímann til að lesa og vinna að næstu sýningu.
Það er mikið að gera í vinnunni., við erum á fullu með þetta kvikmyndaprojekt, sem verður bara núna mjög fljótlega sett í gang. Einnig kemur skólinn fram í öðrum sjónvarpsþætti, þær upptökur hefjast fyrst eftir ca tvo mánuði.
Kæru bræður og systur, ætla að setjast smá og lesa áður en ég fer yfir. Gunni er úti að sópa og slá gras. Gera garðinn huggulegan. Set inn myndir frá í dag, og frá NY
AlheimsLjós til ykkar.
múslimar skrifa bréf til Benedict páfa og fl. háttsettra kirstinna
13.10.2007 | 08:49
Þó svo að ég sé á kafi í að gera milljón hluti, og sé í raun í bloggpásu fram í nóvember eru sumar fréttir bara þannig að þær verða að koma út, eins og sú sem ég sendi út í gær um Al Gore og þessi sem gleður mig svo mikið. Þetta er mjög mikilvægur áfangi í að skapa frið og harmoni á milli trúarbragða. Endilega lesið og sendið þessari friðarhönd jákvæðar hugsanir, sem hefur áhrif á framgang mála.
Ætla að pakka, fer til New York City í SNEMMA í fyrramálið.
AlheimsLjós til ykkar og allra þeirra sem vinna að friðarmálum milli allra trúarbragða.
Mesta og sterkasta Ljósið sendi ég til Mið Austurlanda, sem þurfa á öllu Ljósi sem við getum sent frá okkur að halda .
Sendið endilega hugsun og Ljós til þeirra sem vinna að friði á milli landanna í Mið Austurlöndum. Allra þeirra sem hafa Ljós og von í hjartanu um frið á milli landa í Mið Austurlöndum.
FRIÐUR OG LJÓS !!!
Fri Oct 12, 2007 10:39am EDT
Unprecedented Muslim call for peace with Christians
VATICAN CITY (Reuters) - The top Vatican official in charge of relations with Islam on Friday welcomed an unprecedented call from 138 Muslim scholars for peace and understanding between their religions.
Cardinal Jean-Louis Tauran told Vatican Radio he found the letter, released on Thursday, "very interesting," in part because it was signed by both Shi'ite and Sunni Muslims and made numerous references to the Old and New Testaments.
The letter, addressed to Pope Benedict and other prominent Christian leaders, said finding common ground between the world's major faiths had to go beyond polite dialogue because "the very survival of the world itself is perhaps at stake".
Tauran, a Frenchman who heads the Vatican's department for inter-religious dialogue, said he welcomed the fact that the letter was "not polemical" and called for a spiritual approach to inter-religious dialogue.
Such a joint letter was unprecedented in Islam, which has no central authority that speaks on behalf of all worshippers.
The list of signatories includes senior figures throughout the Middle East, Asia, Africa, Europe and North America. They represent Sunni, Shi'ite and Sufi schools of Islam.
Relations between Muslims and Christians have been strained as al Qaeda has struck around the world and as the United States and other Western countries intervened in Iraq and Afghanistan.
Pope Benedict sparked Muslim protests last year with a speech hinting Islam was violent and irrational. It prompted 38 Muslim scholars to write a letter challenging his view of Islam and accepting his call for serious Christian-Muslim dialogue.
Benedict repeatedly expressed regret for the reaction to the speech, but stopped short of a clear apology sought by Muslims.
þetta gleður mig svo mikið.Til hamingju Al Gore
12.10.2007 | 16:13
| Dear Steinunn Helga, I am deeply honored to receive the Nobel Peace Prize. This award is even more meaningful because I have the honor of sharing it with the Intergovernmental Panel on Climate Change--the world's pre-eminent scientific body devoted to improving our understanding of the climate crisis--a group whose members have worked tirelessly and selflessly for many years. We face a true planetary emergency. The climate crisis is not a political issue, it is a moral and spiritual challenge to all of humanity. It is also our greatest opportunity to lift global consciousness to a higher level. My wife, Tipper, and I will donate 100 percent of the proceeds of the award to the Alliance for Climate Protection, a bipartisan non-profit organization that is devoted to changing public opinion in the U.S. and around the world about the urgency of solving the climate crisis. Thank you, Al Gore |
verð minna að blogga þar til í nóvember, ýmsar ástæður fyrir því
5.10.2007 | 07:01
Föstudagsmorgun, allir farnir þangað sem þeim er ætlað. Ég sit hérna ein heima með hunda og ketti. Það er svo notalegt með þessa fríviku mína. En á mánudaginn byrjar vinnu vikan. Þarf þó að hringja hitt og þetta í dag vegna vinnunnar, en það geri ég héðan að heiman.
Lagaði mér kaffi, með góðu kaffivélinni, hlusta á útvarpið, viðtöl við ráðherra, sem ættu að skammast sín. Ríkisstjórnin ætlar a spara mjög mikla peninga á þeim sem minnst mega sín, og þeim sem vinna með börn og veika. Peningar verða sparaðir á barnaheimilum og skólum, sem er alveg hræðilegt, það er ekki meira að spara þar.
Ég fer aldrei í mótmælaaðgerðir, gerði það í gamla daga á Íslandi, fyrir hvali, á móti hernum og þess háttar. En á þriðjudaginn fór ég og tók þátt í mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn með Sigga syni mínum og Bettina vinkonu minni. Við mótmæltum þessum niðurskurði. Það var alveg rosalega mikið af fólki, enda fólk desperat. Frá því ég kom til Danmerkur hafa gerst miklir hlutir. Fólk hefur mikla peninga, það keyrir um á nýjum og stórum bílum. Þetta er allt í lagi í sjálfu sér, ef ekki væri að peningarnir koma frá öðrum stöðum, til dæmis, gamla fólkinu, barnaheimilunum, skólunum, fötluðum. Þar er allt á niðurleið. U lands bistandinn minnkar og minnkar. Við verðum gráðug, og viljum meira og meira, en hugsum ekki um að einhver blæðir fyrir það.
Það er mikið að gera hjá mér, og ég verð minna á blogginu en ég var, allavega næsta mánuð. Ég kem inn af og til, en það verður sjaldnar í bili, eins og þið hafið sennilega orðið vör við. Ég er með einni af grúppunni minni að sækja um að vera meðlimir í stóri grúppu The World Serves Intergroup. Það eru ca 70 grúppur sem vinna að betri heimi, meðal annars hugleiðsugrúppan mín. Í tilefni að við erum að sækja um meðlimsskap erum við að gera nýja heimasíðu, nýtt nafn, þýða efni á ensku, sænsku, og sumt á íslensku. Þetta tekur mikinn tíma hjá mér. Ég hef síðustu tvo daga verið að gera enska hugleiðslu (er ekkert sérlega góð í ensku) en þetta gengur allt. Er núna að þýða hugleiðsluna yfir á íslensku. Grúppan heitir núna The One Earth Group. Það er mikilvægt fyrir okkur að verða tekinn inn, því þarna fáum við samband við grúppur frá öllum heiminum, og það gefur mikilvæga orku til þeirra verkefna sem við erum að gera. Aðal verkefni grúppunnar, er að vinna með dýr, plöntur og jörðina, sennilega á annan hátt en aðrir gera,eða með hugarorkunni. Þið getið lesið allt um það þegar heimasíðan kemur upp, þá set ég link inn.
Einnig erum við að gera fullt við húsið, og eins og mörg af ykkur vita, tekur það tíma. Vinnan mín tekur líka mikinn tíma. Það á að gera kvikmynd um skólann og þá verður mikið um að vera
Er að skrifa greinar sem ég hef legið með í langan tíma, en næ ekki að einbeita mér að því, núna ætla ég að setja það í gang og klára.
Svo er hugleiðslugrúppan mín, við erum líka að fara í gang með ýmis spennandi skrif, sem þarf einbeitingu.
Einnig er ég ekki alveg á toppnum með heilsuna, er í læknaskoðunum, en það tekur mikið af huganum mínum, og vil ég einbeita mér svolítið að því. Eftir viku fara Sól, Gunni og ég til New York og verðum þar í viku, það verður alveg yndislegt, ætlum bara að vera , sjá sýningar, borða góðan mat, skoða hitt og þetta. Ég hef verið þar tvisvar áður, og finnst borgin alveg frábær, sveitakonan,talar. Þannig er nú það.
Er alltaf með pínu samviskubit yfir að sinna ykkur ekkert, eða skrifunum mínum hérna, en núna vitið þið að næsti mánuður verður holóttur, skrifa kannski eitthvað af og til, en mikið minna. En vonandi í byrjun nóvember verður tíminn betri.
Jæja best að fara í gang með íslensku hugleiðsluna, það er ekki auðvelt, því fullt af orðum sem eru í hugleiðslunni, þekki ég ekki á íslensku, en þetta gengur allt.
Kæru bloggvinir, megi AlheimsLjósið skína í gegnum ykkur á þá sem þið mætið eða snertið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þegar gleðin verður glaðari en glatt er
23.9.2007 | 19:50
Í dag er sunnudagur. Sit við eldhúsborðið með nýu flottu Mac ferðatölvuna mína ! Hún er rauð og unun að skrifa á hana. Við eina hliðina á mér á gólfinu liggur lappi og við hina hliðina á mér liggur Iðunn. Uppþvottavélin malar værðarleg hérna í eldhúsinu.
Ég hef setið í allan dag hérna við eldhúsborðið mitt og skrifað og skrifað um trúarbrögð, dýr og stríð. Af nógu er að taka. Vandamálið er eiginlega að finna ákveðin kassa til að vinna út frá.
Hérna voru börnin mín, Sigyn , Siggi og Sól. Barnabörnin mín Aron og Lilja í kringum mig á meðan ég var að skrifa. Ansi stórt heimili nú orðið.
Í gærkvöldi buðu Sigyn og Albert okkur öllum i mat heim til sín. Ég og Sól fórum heim um 9 leitið, kúrðum okkur í sófann með teppi og íslenskt nammi.
Gunni og Siggi komu heim undir morgun.
Fór svo í dag með Sigga til KBH , hann var að kaupa sér eins tölvu og ég og Gunni fengum. Gunni fékk svarta ég fékk rauða með svörtu og Siggi hvíta. Þetta voru góð kaup finn ég því ég nota tölvu mikið.
Það er orðið mjög dimmt á kvöldin en mjög stjörnubjart eins og alltaf er í október.
Á morgun fer ég í vinnuna, allur dagurinn verður meira og minna fundur.
Þetta eru svona smá pínu ponsu sunnudagseftirmiðdagsskrif um lífið eins og það getur líka verið,
Augnablikin eins og þau geta líka verið.
Fjölskyldan sem hún nú getur verið.
Lífið úti á landi í Danmörku, með því lífi sem það nú getur verið.
Lífið þar sem við aðhyllumst það æðra og það lægra sem gefur lífinu meiningu og stundum ekki meiningu.
Lífið þar sem við reynum að finna úr úr hinu og þessu saman, hvernig gerir maður í hinum og þessum aðstæðum þegar erfiðleikar verða erfiðari er erfitt er.
Þegar gleðin verður glaðari en glatt er.
Ætla núna að ljúka þessu og halda áfram að skrifa greinina mína.
Megi friður og Ljós vera með ykkur inn i nýja viku.
Fylgdu ljósinu í hjarta þínu. Fyrirgefning. Frið minn gef ég þér.
20.9.2007 | 06:15
Fylgdu ljósinu í hjarta þínu
Ímyndaðu þér ekki að okkur sé eigi kunnugt um vonbrigði þín og erfiðleika og hræðsluna sem hefur þig á valdi sínu. Við í andanum vitum að þú gengur í gegnum reynslupróf. Við vitum að efnislíkaminn er ekki ætíð eins heilbrigður og fullkominn og hann gæti verið. Við vitum að efnaleg kjör þín geta verið erfið. Við erum svo tengdir inn á þig, bróðir, að við nemum tilfinningar þínar. Við þekkjum vandamálin og erfiðleikana, en við fullvissum ykkur öllum að ef þið fylgið í raun ljósinu í hjarta ykkar þá mun ykkur vel farnast.
Fyrirgefning
Hefur þú einhvern tíma hugleitt hvað fyrirgefning merkir? Þú, þitt eigið sjálf, þitt eigin persónuleiki þarfnast fyrirgefningar þinnar. Andi þinn er guðdómlegur, en þangað til þú hefur unnið sigur, verður persónuleiki þinn mannlegur og þarfnast fyrirgefningar anda þíns. Á sama hátt og þú fyrirgefur, á sama hátt og andi þinn fyrirgefur meðbræðrum þínum, munt þú læra að fyrirgefa meðbræðrum þínum mistök þeirra. Ef þú einsetur þér að hugsa út frá kærleika og fyrirgefningu sérhvert andartak lífs þíns mun yndisleg heilun eiga sér stað innra með þér.
Frið minn gef ég þér
Meistarinn er blíður og kærleiksríkur; hann þekkir þarfir þínar, hann skilur erfiðleika þína og vonbrigði og segir: "Komdu bróðir, komdu út úr þokunni, komdu til mín og ég mun gefa þér hinn innri frið sem þú leitar að".
Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur |
eftir White Eagle |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvað sameinar okkur ?
17.9.2007 | 15:21
Það er tími til komin að ég fari að skrifa aftur blogg !
Ég hef haft svo mikið að gera við margt skemmtilegt ! Fjölskyldan er nú sameinuð og í gær buðum við Gunni, Sigga, Sigyn og Sól börnunum okkar, og Alina og Albert tengdabörnunum okkar og Lilju og Aron barnabörnunum okkar til Svíþjóðar ! Við tókum lest til Malmö. Fórum á Listasafnið, sáum þar góða sýningu með David Shringley.
Við borðuðum svo á Listasafninu. Þetta er góður veitingastaður, mæli með honum. Þarna var spiluð lifandi músík. Sem sagt ósköp notalegt !
Annars fara dagarnir í hitt og þetta. Erum að gera fullt við húsið, hjálpa Sigyn og Albert með krakkana og margt annað.
Ég heyri oft fólk sem hefur helgað sínu lífi Kristinni trú, segja um hvað það var sem breytti lífi þeirra. Þetta finnst mér oft mjög áhugavert. Núna langar mig að segja hvað það var sem fékk mig til að finna mína leið í kærleikann. Eða eins og oft er kallað að vera esoterisker.
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, kannski svona 5 til 6 árum. Ég hef alltaf verið trúuð, en ekki aðhyllst neina kirkju, eða söfnuð. Heldur eins og margir myndu segja ég hafði mína trú, og svo kemur alltaf á eftir, en ég trúi ekki á neinn hvíthærðan mann sem hægt er að kalla Guð !
Ég sem sagt var bara sátt við lífið og tilveruna, og sá lífið með mínum augum, oft út frá hinum og þessum persónulegum plönum. En ég vil meina að ég hafði mikinn Kærleik í mér til alls lifandi.
Svo sá ég einu sinni að það átti að vera fyrirlestur hérna í samkomuhúsinu um hvaða þýðingu múskinn hefur haft á andlega þróun mannkyns. Vinkona mín ætlaði að fara og vildi hafa mig með. Ég var svona á báðum áttum, enda sama dag átti að vera opnun í gallerí þar sem ég var einn af sýningarstjórunum, og tíminn mjög knappur til að ná báðum hlutunum ! Ég lét þó til leiðast, þó svo ég hafi einhversstaðar ekki viljað fara.
Fyrirlesarinn heitir Niels Brønsted. Ég sest inn bara ansi cool. Flestir í þessu bæjarfélagi vita hver ég er vegna ýmissa uppákoma sem ég hef staðið fyrir og sem hefur vakið athygli á þessum dásamlega bæ. Þannig að maður kemur inn og er bara ansi cool.
Ég sest á fremsta bekk og fyrirlesturinn hefst. Þetta var þannig byggt upp að það var spiluð músík sem hafði haft hvað mest áhrif hverju sinni í að lyfta meðvitund fólks á hverjum tíma í gegnum aldirnar.
Það var ekki komið langt inn í efnið þegar eitthvað brestur í mér sem var svo cool og ég byrja bara að grenja og grenja, og ég gerði það allan fyrirlesturinn, svo mikið að ég þurfti að halda niður ekkanum svo ég myndi ekki stynja yfir allan salinn. Þetta var í raun alveg hræðilegt, því ég gat ekki stjórnað þessu. Svo rétt áður en fyrirlestrinum líkur lauma ég mér út, eins og maður getur nú laumað sér út frá fremsta bekk, allur út grátinn.
Ég fer heim og er eiginlega alveg uppgefinn og skil ekkert í neinu, gleymi þessu svo bara og lífið heldur svo áfram.
Einn daginn er ég svo í skólanum og Lena sem var með mér og Morten til að byrja með myndlistaskólann kemur með bækling og segir við mig , hvort við eigum að byrja í þessum skóla Esoterisk skole Skandinaven !
Nei segi ég og hendi bæklingum til baka til hennar. Um leið og ég gerði það þá veit ég svona eins og gerist og gengur að það er það sem ég á að gera þó svo að þetta sé algerlega óskrifuð bók fyrir mig. Ég tek bæklinginn aftur , hringi inn og læt skrifa mig inn í næsta skólaár. Þetta var tveggja ára nám. Ótrúlega spennandi finnst mér.
Við lærðum hugleiðslu, esoteriska stjórnmála og samfélagsfræði, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska sálfræði esoteriska heimsspeki og esoteriska anatomi.
Þetta nám gerði að ég fékk dýpri og nýja sýn á allt, hlutir hafa fleiri víddir, allir hlutir hafa fleiri víddir.
Ég kláraði þetta nám og er í mínu lífi Esoteriker inn í hjartað og í mínu daglega lífi.
Ég vil meina að það sem er mikilvægt sem bæði Kristinn, Esoteriker og í raun hver trúar sem er sé okkar skilda að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa meðbræðrum okkar og systrum (einnig dýraríkinu, plönturíkinu og mineralríkinu) sem ekki hafa það eins gott og við hérna á jörðinni. Fyrir mér er ekki aðalatriðið hverrar trúar manneskja er, því það eru margar leiðir til Guðsríkis, heldur hvort viðkomandi hefur Kærleikann í sér, og það hafa flestir meðvitað eða ómeðvita.
Sennilega væri best að við saman styddum hvert annað og fókuseruðum á hvað það er sem við eigum sameiginlegt en ekki hvað það er sem skilur okkur að. Það er í raun og veru það sem er mikilvægast fyrir allt mannkyn, ef alltaf ef fókuserað á það sem aðskilur okkur, verða áfram styrjaldir, fordómar, hatur og ......
Hvað er það sem sameinar okkur gaman væri að hugsa svolítið um það og senda því hugsun!
AlheimsLjós til ykkar