Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dýrin eru send í hræðilegustu ferðalögin, stundum í 30 daga !

f_r3_322956fHef setið í allan dag og unnið, og líka kíkt á blogg, og bloggvini. Það er ekki alltaf sem ég hef svona mikinn tíma til þess. Hérna er gott veður og fallegt að horfa út í garðinn minn sem er fullur að laukum sem eru að kíkja upp úr moldinni.

Heyrði dásamlega, en sorglega frétt í dag. WSPA sem eru dýraverndunarsamtök um allan heim, eru búinn ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum um allan heim að vinna að dokumentarmynd "Handle with Care" um dýraflutningar í tvö ár með leynilegum upptökum.Þetta eru flutningar þar sem dýr eru flutt lifandi frá einu landi til annars til að verða slátrað. Stundum 30 daga í einu, bæði í bíl, með skipi eða með flugi.

Þau verða sturluð af hræðslu,
þau fá ekki vatn,
þau fá ekki mat.
Það deyja þúsundir og aftur þúsundir af grísum, hestum, kindum, geitum og kjúklingum á ári í þessum flutningum.

Þetta er kjöt sem við borðum. Dýrunum er fórnað með þjáningarlífi svo við getum borðað, því við hugsum um krónur og aura þegar við kaupum mat, og föt.... Við getum valið að kaupa vörur af dýrum sem við vitum að hafa haft gott líf, bæði hvað matvörur og fatnað varðar.hest_322932f

Það eru milljónir og aftur milljónir af dýrum sem þjást, vegna okkar, og það minnsta sem við gætum gert er að gera þeim dauðan eins friðsælan og sársaukalausan og unnt er. Ég skoðaði nokkur video, en ég verð að segja að ég gat ekki horft á þetta, ég varð bara alveg miður mín. Ég vil bara ekki vera hluti af þeirri dýrategund sem getur fengið sig til að gera þessa hluti. Þetta er bara of mikið...
Set inn eitt video, ef þið getið þola að sjá það.

Í 125 ár hefur verið hægt að senda frosið kjöt á milli landa og landshluta, hvers vegna er það ekki gert ? Í viku hverri eru 1.000.000.000 dýr send í þessa hræðilegu flutninga. Dýrin eru flutt frá  Spáni til Ítalíu, frá Kanada til Hawaii frá Brasilíu til Líbanon og frá Ástralíu til Jórdaníu. . Það er talið að á milli Ástralíu og Jórdan  deyji allt upp í 40.000 kindur á hverju ári vegna hungurs !

gris_322933fÉg vona svo innilega að þessi dokumentarmynd veki fólk alvarlega til umhugsunar um það líf sem við bjóðum þessum minni bræðrum okkar og systrum, sem við berum ábyrgð á, á þessari jörð. Það er á allra okkar ábyrgð að hækka vitund mannkyns sem væri hjálp fyrir dýrin og í raun allt annað líf á jörðu. Það þarf ekki endilega að vera með því að vera grænmetisæta, en að hver og einn vinni að því markvisst að verða betri manneskja. Því það er nú svoleiðis að því fleiri sem ná andlegum þroska á jörðinni, því hærra verður energíið og vitundarstigið á jörðu, sem svo hefur áhrif á allt líf á jörðu.

Ég fer á fund með hugleiðslugrúppunni minni í kvöld, það verður gott.

Hafið fallegan dag, eða það sem er eftir af honum.

Blessi ykkur 


Kína er ekki bara í hræðilegum málum um mannréttindi, dýrin fá líka sitt af mannvonskunni.

180x60-HelpAnimalsFurFarmOftast skrifa ég um það sem ég veit að vekur upp fallega orku í mér og þeim sem lesa bloggið mitt, því ég veit að það er ekki of oft sem við fáum þetta energy í okkur. En það er líka mikilvægt að vera meðvitaður um það sem gerist í kringum okkur. Þar er sumt mikilvægara en annað fyrir hvert okkar. En þannig er það, Dýrin eru það sem fyllir hjartað mitt, og þar finnst mér mikilvægt að hjálpa , þar sem ég get. 

Stundum get ég ekki beðið eftir að við sem mannkyn komumst á aðeins hærra vitundarstig.

Sumar manneskjur eru  ekki komin mikið lengra í þróuninni en dýr, en eru með kunnáttu til að gera óhuggulega hluti. Fyrir nokkru skrifaði ég í einu af bloggunum mínum um villihunda í Kína sem væru píndir á hræðilegasta hátt fyrir pelsbransann. Sonur minn sendi mér vídeóið í morgun, ég gat ekki séð það allt. Vissi svo sem að ég myndi ekki þola að sjá það, enda var þetta eins hræðilegt og ég hafði ímyndað mér. Hversu lengi eiga þessi blessuð dýr að þjást fyrir okkur ? Ég veit að hluti af þessu er það sem kallast karma. Fyrr á öldum höfðum við sem manneskjur ekki sjens í baráttunni við dýrin við vorum fæða þeirra í langan tíma . Við höfum núna í nokkrar aldir pínt og plagað blessuð dýrin, en er ekki tími til komin aðphoto01-s við tökum höndum saman og hjálpum þessum yngri bræðrum okkar og systrum í þeirra þróun, með öllum þeim kærleika sem við höfum í okkur.

Við erum lítill hópur sem gerum okkar besta sem við getum til að hjálpa dýrunum, á þann hátt sem við teljum mikilvægan. Sjá: The One Earth Group
Skráið ykkur með okkur til að hjálpa á þann hátt sem allir geta verið með

Ég  bið, hugum að þeirri meðferð sem dýrin fá, allt í kringum okkur.

Verum meðvitum um það hvað við kaupum, því stundum styðjum við það sem er slæmt með því að kaupa án þess að hugsa ! 

Ég vara við óhuggulegu videoi ! en við getum ekki lokað augunum

 


Pledge to go fur-free at PETA.org

Fyrr var oft í koti kátt..

_MG_2323_2Það er svo skrítið að sjá vorið í Janúar. Ég sé það á túlípönunum mínum hérna í eldhúsinu mínu. Það er líka hlýtt úti, allir laukarnir mínir úti í garði eru að koma upp. Laukarnir sem ég hef sett niður í mörg ár, en mest síðasta ár. Laukar laukar út um allt. Laukur hér og laukur þar, laukur allsstaðar.
Laukarnir minna mig á mig og okkur. Laukarnir eiga heilt líf frá vori til fljótlega.
Þeir vaxa hægt og hægt, en þegar eldri tíminn er komin með blómið kíkjandi upp úr blaðinu gerist allt hratt. Það eina sem blómið gerir og skiptir öllu máli í lífi þess, er að teygja sig eftir Sólinni, eins og við gerum þegar við teygjum okkar í átt að Sálinni, viljum svo mikið skilja sjá og lifa í þeirri alsælu sem Sálinni fylgir. Sálin sem skilur allt, hefur lifað allt, og notar okkur til að safna reynslu í þessu lífi, eins og hún gerði í síðasta lífi og síðasta, síðasta lífi og hún gerir í næsta lífi og næsta næsta lífi..

Það er fallegt og er það sem lífið er um. Ekkert annað skiptir meira máli.

Fékk mail í morgun þar sem mér var bent á að 53 sæljón hafi fundist drepin á Galapagoseyjum. Þetta veldur mér sorg, og ég fyllist af skilningsleysi, hvað veldur að einhver hefur þörf fyrir að gera þetta, Sæljónin á Glapagoseyjum treysta manninum, eru ekki hrædd við manninn, og eru þar af leiðandi auðveld bráð. Sæljón eru á mörgum stöðum í útrýmingarhættu meðal annars eru Áströlsku Sæljónin og Sæljónin í Kaliforníu í útrýmingarhættu. Bæði vegna fæðuskorts í hafinu og eiturefna og ofveiði, líka af öðrum dýrum en manninum  m.a  af háhyrningum og hvíta hákarlinum sem líka eru í útrýmingarhættu, þeir hafa samt fæðubúr hjá blessuðum sæljónunum, sem berjast fyrir tilverurétti sínum við strendur Ameríku  vegna þessa stóru rándýra. Einnig er sú fæða sem þeir nærast á m.a. mörgæsir í útrýmingarhættu.

Hvað erum við að gera við hana Móður Jörð.

Við mannkyn erum óttalega mikið verri en dýrin sem sjaldan drepa sér til ánægju, eins og gert er þarna á Glapagosaeyjum, þar sem dýralíf er friðað.

En upp með ermarnar og senda SæljónaSálinni allan þann Kærleika sem ég og þið hafið í ykkur til að hjálpa.

Það er skrítið hversu fáir trúa að mátt hugans, kannski trúa, en gefa sér ekki tíma til að nota máttinn til að hjálpa meðbræðrum okkar bæði mannkyni og líka hinum ríkjunum.
Við höfum hugarmátt, notum hann til hjálpar þeim sem á þurfa að halda.

Við erum of mikið hér og nú og söppum í gegnum lífið frá einni stöð til annarrar. Gott er að stoppa og hlusta og finna , hver getur hvar gert gagn til hjálpar, því það erum bara við, litlu ég og þú sem björgum jörðinni, björgum bræðrum okkar í Ísrael, Palestínu, Afríku.
Það þarf ekki annað er 5 mín á dag til að senda Ljós þangað sem innsæið segir að þörf sé á Ljósi, Kærleika og hjálp !

Sem dæmi um hversu mikilvæg við erum, þá var innsöfnun til barna í Afríku í danska sjónvarpinu um síðustu helgi. Það söfnuðust 67 milljónir dk. (ca 700 milljónir ísl) Kíkt var á hversu mikið hver dani gaf að meðaltali, , það voru 776 dkr á hvern dana, Einnig var gerð söfnun hjá alþingismönnum, þar var gefið að meðaltali 144 dkr. Þannig að við sem venjulegir borgarar vegum mikið meira en við gerum okkur grein fyrir. Það er ekki nóg að setja alla ábyrgð á ríkisstjórnina, við berum líka ábyrgð, líka eftir kosningar. Við berum líka ábyrgð á meiru en því sem gerist í kringum okkur, í bæjarfélaginu okkar, í landinu okkar....

Dagurinn í dag verður góður, ætla að þvo þvott, skúra gólf, planta nokkrum blómum, fara í göngutúr með Lappa, hugsa fallega...........drekke te, kaffi með vini mínum
Fyrr var oft í koti kátt...._MG_2324_2

Kærleikur og Ljós til ykkar allra kæru bloggvinir
mbl.is Sæljónum slátrað á Galapagoseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daily Show John Stewart. og Island, mjög skemmtilegt !!


hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt

Við erum upptekin af friði, og Við viljum vel, Við gerum oftast vel, eða eins vel og Við getum. Við erum meðvituð um það sem gerist í heiminum, kannski meira en Við oft erum um það sem gerist í okkur sjálfum. Það er auðveldara að hafa skoðun á Abdulla í Tyrklandi, en að hafa skoðun á sér. Það er auðveldara að finnast hvað Abdulla á að gera, til að gera rétt, en skoða hvað Við sjálf eigum að gera til að gera rétt. Við höfum skoðanir á hvað hinir og þessir í Palestínu eiga að gera, og Við höfum líka skoðun hvað þeir í Ísrel eiga að gera. Við skrifum fram og til baka til hinna og þessara með skoðun sem er á eina hlið, en það vantar hina hliðina, það finnst manni ekkert athugavert við. Hinir skoða hina hliðina og skoða ekki þessa hlið, og þeim finnst ekkert athugavert við það. Hvað gerist ef við skoðum hina hliðina ? Það hrynja borgir, það hrynur mynd, það þarf að byrja upp á nýtt, og kanski skifta um skoðun, og kannski finnast eitthvað annað. Að skipta um skoðun og finnast eitthvað annað er leið til þroska og víðsýni. Það er ekki það sem sumum finnst, því gömul hugsun er að halda fast í sína skoðun, því þá er hún rétt, og þú ert sterkur !
Er það rétt?

Er maður þá ekki hið andstæða.....

Við heyrum oft um Kærleikann, en skiljum við Kærleikann, hvað er Kærleikur?
Er Kærleikur það sem við upplifum til maka, barna, föður , móður....eða er Kærleikur eitthvað sem er meira en tilfinning til föður og móður. Kærleikur er eitthvað sem liggur dýpra og ofar og innar og ytra en það Kærleikur er tilfinning sem fæstir hafa upplifað, en við öll rembumst við að finna. Við leitum og leitum, í bókum, í bíómyndum, í kærustum, ... en við leitum ekki þar sem Kærleikurinn er . Hann er í mér og hann er í þér. Kærleikurinn er eins og Alheimstónn sem smýgur í allt og alla, en við eigum erfitt með að finna þennan tón, við erum oftast fyrir neðan, en stundum fyrir ofan. Til að finna þennan rétta tón, göngum leið hina bröttu leið upp upp upp á fjall, sem aldrei virðist taka enda, við klifrum og skerum okkur, föllum og meiðum okkur. Við höldum áfram á einhverjum innri krafti sem við ekki alltaf skiljum en látum kraftinn stjórna förinni. Einhverntíma langt langt inni í framtíðinni þegar við höfum lifað allt og skilið allt, verið allt,hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt.. þegar við höfum Vísdóminn þá finnum við Kærleikann í allri sinni dýrð, við skiljum Kærleikann, við erum Kærleikurinn, þá getum við hætt að leika Kærleikann.
BlessYou


nýjar tölur í New Hampshire

img_1270.jpg

Ligg en í rúminu, nenni ekki að fara á fætur og inn í föstudaginn. Ligg með lappa við hliðina á mér og heyri í fuglunum úti í garði.
Sólin er farinn í skólann.Var að skoða fréttir frá USA, Obama vann í kosningunum í New Hampshire

Obama 39%
Clinton 34%
Edwards 18%

 http://blogs.guardian.co.uk/usa/2008/01/exit_polls_obama_and_mccain_ah.html

Það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist. Ég vona að Obama vinni, held að það sé gott að fá alveg nýja orku í þetta embætti.

Við erum að fara til Washington í júní, það verður spennandi.

Jæja ekki meiri pælingar um USA, ætti að fara að huga að því hvort ég vil standa upp inn í daginn því þá þarf ég að gera svo margt, og það er bara ekki alveg það sem ég nenni núna. Gæti sennilega óskað mér að kl. væri 4 og allir væru komnir heim. (núna hringja kirkjuklukkurnar átta)Við værum saman að fá okkur te og undirbúa kvöldmatinn. Á eftir byrjar X FAKTOR sem er svona einhverskonar leit að undrinu sem hefur verið falið og allir verða svo glaðir að heyra þvílíkan Pott syngja innan danskra landamæra.

Núna heyri ég að Ingiborg sem er kisan okkar og ansi mikil frekja opnaði kattadallinn hérna úti, hún nennir ekkert að bíða heftir mér til að fá matinn sinn finnur sennilega letina flæða héðan út um gluggann.
Þarf eiginlega að hugleiða, skrifa grein, fara í göngutúr með lappa og.....
Ég veit að flestir fara í vinnu á þessum blessuðu föstudögum, og ég lifi í þeim lúxus að hafa frí þriðju hverja viku, en ég er bara orðin svo góðu vön.
Í gamla daga þegar ég vann á Kópavogshæli vann ég oftast 16 tíma á dag. Kvöldvakt og morgunvakt. Þetta var bara svona vani og ekkert óeðlilegt við það. Fyrir utan það voru tvö smábörn sem þurfti líka að passa.
Þegar ég bjó á Hornafirði þá var líka unnið brjálæðislega, í fiski , elliheimilinu á næturvöktum og í búðinni. Þegar ég fór svo í nám, beittist viðhorf mitt til svona mikillar vinnu. Naut að grúska í myndlistinni og hafa tíma til þess.
Eftir að ég flutti til Danmerkur hef ég bara ekki unnið mikið, heldur vil ég hafa minni pening, en geta þá í staðin sinnt börnunum, dýrunum, myndlistinni og hinum andlegu málum. Ég held að ég hreinlega gæti ekki unnið fulla vinnu , ég myndi koðna niður. Ef þetta væri vinna sem hefði allan minn huga gæti ég það að sjálfsögðu alveg, en vinna sem ég yrði að hafa, en væri bara vinna, það yrði mér erfitt. Ég dáist að því fólki sem getur það, það fólk eru þær raunverulegu hvunndagshetjur. En því miður er það oft það fólk sem fær minnstu launin, þetta eru jú mikilvægust störfin. Þetta er  eins og er orðin klisja að segja svona. Í raun ætti að breyta þeirri þróun sem er í dag þannig að þeir sem vinna með fólk, ættu að fá hæðstu launin. Þeir sem vinna á elliheimilum, barnaheimilunum, skólunum. Þegar við erum orðin gömul sjáum við eftir að hafa ekki gert eitthvað í þeim málum þegar við höfðum möguleika á því
Var að spjalla við hana Sigyn mína í göngutúrnum í gær um að þegar ég verð orðin gömul þá er ekkert fólk til að passa okkur gömlu. Nema kannski það verði komnir róbótar.
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að hugleiða, opna augun inn í daginn.....

BLESS á ykkur öll


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæljón eru ekki þau mikilfenglegustu, en þau eru þau skemmtilegustu

 Miðvikudagkvöld, ég ligg við opin gluggann og gardínurnar bærast í hljóðri kvöldgolunni. Lappi og Múmín liggja hérna líka. Ég var í Kaupmannahöfn í dag. Fór að heimsækja son minn Sigga og skoða nýju íbúðina sem hann og Alina eru flutt í. Það var gaman að sjá hvernig þau búa þetta er flott íbúð á Nørrebro.

Við fengum okkur hádegismat saman og fórum svo, ”gengum” alla leið frá honum og til Marmorkirken sem er á Bredgade. Hann býr lengst í burtu.

Við hugleiddum saman í kirkjunni. Þaðan fórum við í stúdíóið hans í Akademíunni, og svo gengum við í gegnum miðbæinn að lestarstöðinni.

Kom heim dauð þreytt af að ganga, af hávaðanum og orkunni sem er á öðru plani en í sveitinni. En glöð eftir frábærann dag með Sigga. Við töluðum alla leiðina, rökræddum myndlist fram og til baka. Það var gaman, og mikið hlegið.

Ég hef verið að hugsa mikið um Sæljón þessa dagana. Verið að lesa um þau á netinu og spá í hvernig þeim vegnar í lífskeðjunni. Ég hef alltaf sjálf haldið að Sæljón hefðu það bara ágætt. En ég hef haft aðra tilfinningu undanfarið og þess vegna fór ég að kíkja. Á nokkrum stöðum í heiminum eru þau í raun og veru í útrýmingarhættu, m.a. í Suður Kaliforníu og Ástralíu og ég las að ein eyja utan við Nýja Sjálandi bannaði allar veiðar á þeim. Þetta vissi ég ekki áður. Ég las líka að Sæljón eru eitt af aðal fæðu hjá háhyrningum og hákörlum. Háhyrningar og hákarlar eru ein af þeim dýrum sem er fylgst mikið með vegna þess að þau er í útrýmingarhættu.

Aðalfæða Sæljóna eru mörgæsir , selur og fiskur. Mörgæsirnar eru í útrýmingarhættu og fiski fækkar mikið í höfunum. Fiski fækkar eins og við vitum vegna eiturefna sem fara í andrúmsloftið CO2. POP/ Persistent Organic Pollutants og DDT. Þessi eiturefni hafa að sjálfsögðu áhrif á dýralíf jarðar. 

Annað sem einnig er áhugavert og ég hef ekki gert mér grein fyrir áður eru sjóræningjar. Nútímasjóræningjar sem stela fiski af litlum bátum, sem þýðir að litlu bátarnir veiða meira til að fólk hafi í sig og á. Þetta þýðir líka að það er engin leið að fylgjast með hvað mikið að fiski er veitt

Vissuð þið að það eru 11o1 spendýrs tegndundir í heiminum í útrýmingarhættur. Það eru 20% af öllum spendýrstegundum sem við þekkjum.

Jæja held áfram með þessar vangaveltur um Sæljónin. Það sem ég hef verið að hugsa er að einhvernvegin virkar það á mig að Sæljón séu einhvernvegin mitt á milli í þessari fæðukeðju, mitt á milli þeirra stóru og smáu. Þegar háhyrningar og hákarlar eru í útrýmingarhættu er það að mér dettur í hug vegna fæðuskorts, og vegna ofveiði. (hef lesið um það að m.a. hvíti hákarlinn sé ofveiddur og sé þar að leiðandi í mikilli útrýmingarhættu). Ef það er fæðuskortur hjá þessum stóru dýrum þá ráðast þeir að enn meira afli á þá bústaði þar sem Sæljón halda til og þá þarf mörg Sæljón , eða Sæljónaunga til að metta einn maga

Hvers vegna ég er að spá í þetta, góð spurning?

Ein ástæðan er að einhvernvegin eru Sæljón það sjáfardýr sem hefur gefið okkur hvað mesta gleði  af öllum sjáfardýrum. Ekki að ég held að við hugsum svo mikið um það þegar við hugsum um dýrin í hafinu. En þegar ég hugsa um það þá eru Sæljón í næstum öllum dýragörðum í heiminum og í næstum öllum sirkusum.

Sæljón erum mjög klár og eiga auðvelt með að læra.

En þau eru ekki eins sæt og selir, mikilfengleg og hvalir, sjarmerandi og höfrungar ekki eins óhuggulegir og spennandi og hákarlar og ekki eins klárir og flottir og háhyrningar.

Þeir eru einhversstaðar þar sem þeir eru....

Við heyrum aldrei talað Sæljón sem eitthvað ferlega spennandi. En Sæljón eru samt þau dýr sem hafa gefið okkur mest af öllum þeim dýrum sem eru í hafinu. Að mínu mati. Ef það er rétt, að það er hætta á að Sæljónin verði útdauð, væri það mjög sorglegt ?

Vildi bara aðeins deila þessum pælingum með ykkur. Er alls ekki búin með þessar pælingar og leit af uppl. á netinu um Sæljón.Það er ekki auvelt að finna gott efni um þau á netinu, það kom mér á óvart.

Set með myndband sem er ansi óhuggulegt um baráttu Sæljóna við háhyrninga. Endar vel, en að mínu mati gerir það hvernig þetta endar þessi átök ennþá óhuggulegri, og kannski vonlausari.

 Góða nótt kæru bloggvinir.

AlheimsLjós til allra og megi Óli lokbrá kyssa ykkur öll á ennið í nótt.


Fyrirgefningin /Aðskilnaður

 

Foto 90Næst síðasti dagurinn á árinu. Nýtt ár byrjar annað kvöld með nýjum möguleikum, nýjum ævintýrum.
Það er alltaf gaman af nýjum möguleikum, þó svo að það geti verið fjandi erfitt.

Einu sinni þegar ég var lítil, fannst mér erfiðast af öllu að biðjast fyrirgefningar. Það var kvöl og pína, því það var sko ekki auðvelt að viðurkenna að maður hafi hugsað eða gert rangt gagnvart öðrum og með því að biðjast fyrirgefningar þá er maður jú að viðurkenna óréttinn sem maður gerði.
Þetta var svona í raun fram eftir öllum aldri.
En svo tók ég mig saman á ulingsárunum og píndi mig til að segja ”fyrirgefðu” stundum oftar en í raun var nauðin, eiginlega til að fá þetta inn í það sjálfsagða, og það gerir maður með því að endurtaka, endurtaka og endurtaka þangað til þetta gerist næstum því að sjálfum sér. Eitthvað hef ég samt ekki alltaf meint þetta að fyrirgefa því miklu lengur átti ég erfitt með að fyrirgefa öðrum. Ég gat að sjálfsögðu alveg sagt JÁ, en ég hafði oft á tilfinningunni að sá sem baðst fyrirgefningar meinti það ekki alveg frá hjartanu, og ég held að það hafi verið að ég tók á móti straumum sem ég þekkti sjálf og hafði í mér sem gerði það að ég fann þessa strauma. En þá sagði ég bara NEI ég get ekki fyrirgefið þér vegna þess að ég er viss sum að þú meinar þetta ekki. Púffff það urðu oft læti.
Núna reyni ég að segja”já ég fyrirgef þér” þó svo að ég finni en þessa tilfinningu, að þetta er ekki heil beiðni. En þegar ég tek á móti fyrirgefningunni þá sendi ég góða strauma yfir til þess sem biðst fyrirgefningar sem hefur svo áhrif á okkar samskipti. Við hugsum sennilega oftast þegar við heyrum um  að fyrirgefa , að fyrirgefa einhverjum sem gerir eitthvað beint til okkar. En það er hægt að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað sem hefur áhrif á líf okkar og eru langt í burtu. Það hefur örugglega sömu áhrif, því orka fylgir hugsun.
En ef við fyrirgefum þeim stjórnmálamönnum sem hafa gert hluti sem eru miður góðir, þá getum við fyrirgefið þeim.En er það jafn auðvelt og að fyrirgefa maka sínum eitthvað. Nei ég held ekki. Ef við kíkjum á þá reiði sem hægt er að sýna til trúarbragða eða  stjórnmálamanna þá jaðrar það oft við hatur. Við sjáum fjölda dæma um það hérna í bloggheiminum. Manni verður oft illt í hjartanu yfir því hvað fólk getur látið út úr sér hvert við annað.

Ég hef heyrt um grúppu frá Ástralíu sem setti í gang fyrirgefningar viku sem er haldið árlega. Núna er fyrirgefningarvikan frá 20. janúar til 26. janúar.
Alveg frábær hugmynd. Efni fyrirgefningarvikunnar er

Fjölskyldan
Vinir og kunningjar
Samstarfsfólk
Stjórnmálamenn sem hafa ólíkar skoðanir en maður sjálfur
Manneskjur frá ólíkum trúarbrögðum og með ólík þjóðerni en maður sjálfur.
Þær manneskjur sem eru látnar og tilheyra einhverjum af þeim sem ég skrifaði hérna að ofan.
Sjálfum sér.

Þetta er alveg frábært framtak og mjög mikilvægt að senda svona orku út
Því að fyrirgefa er það sem heldur lífinu á jörðinni í gangi. Ef við fyrirgefum ekki þá tortímum við okkur og Jörðinni.

Fyrirgefning er andardráttur lífsins.

Anda inn mótaka fyrirgefningu
Anda út að fyrirgefa.

Að fyrirgefa er í raun að skilja og að skilja leysir upp neikvæðni milli manneskja, trúarbragða, þjóðfélaga.

Í gamla daga gat maður keypt sér fyrirgefningu hjá kirkjunni, og það kostaði mikið. Það var kirkjan sem gat ráðið hvort þú fékkst fyrirgefningu og komst til himna. Í kaþólsku kirkjunni færðu en þann dag í dag syndafyrirgefningu frá presti. Ég held að það að gefa öðrum fyrirgefningu fyrir hönd Almættisins sé að skapa sér karma sem maður er lengi að borga til baka. En ef þetta er gert í bestu meiningu  þá gerir það vonandi greiðluna  mildari. Ég held að allt það sem við gerum hvort sem við meinum vel eða illa fáum við til baka eða borgum við til baka og þegar það kemur að þeim reiknisskilum þurfum við númer eitt að fyrirgefa okkur sjálf. Allt sem þú gerir öðrum gerir þú sjálfum þér við erum eitt með öllu.
Eitt með Almættinu.

Fyrirgefning er líka proces sem færir til Right Human Relations (veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku), til sjálfrar þín, til annarra manneskju, annarra þjóðfélaga, annarra trúarhópa Fyrirgefning skapar góð samskipti. Og ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda í dag á okkar blessuðu jörð þá er það Fyrirgefningin/skilningur.


 Aðskilnaður er sennilega það sem er andstætt fyrirgefningunni, Aðskilnaðurer að að skilja sig frá, öðrum, skilja þjóðir frá öðrum þjóðum að skilja sig í trúarbrögðunum frá öðrum. Fyrirgefningin er að færa saman. Aðskilnaður er það sem kemur og skilur eitt frá öðru. Skapar fordóma þjóðarstolt, aðskilda trúarhópa. Þetta er það að ekki skilja, ekki fyrirgefa. Þetta færir hugsanir mínar aftur í byrjun þar sem ég skrifa um það að ég vildi ekki fyrirgefa því ég var hrædd við að viðurkenna, eða kannski var ég hrædd um að missa mitt stolt. En í staðin fyrir að ÉG myndi missa, þá hefðum við náð sáttum sem er miklu ríkara en eitt og stolt ”mitt stolt” hvort sem það er þjóðarstolt eða að vera stoltur að sjálfum sér er að skilja sig frá öðrum.

Hvað er stolt ísl. Orðabókin :  dramb, hroki ofmetnaður stórlæti (sökum sjálfsvirðingar).

Áhugavert ekki satt því við íslendingar og margar aðrar þjóðir erum full af þjóðarstolti, bæjarbúastolti, trúarbragðastolti. Hvernig er hægt að komast frá þeirri hugsun sem liggur svo djúpt í mörgum þjóðum. Gömul hugsanaform sem hafa byggst upp öld eftir öld og verður að mínu mati myrkur massi yfir svo mörgum þjóðum. Sjáum til dæmis Ísrael, USA, Ísl, Palestínu, Danmörk og fl. þjóðir .

Sennilega væri gott að byrja í hinu smáa, til dæmis þegar við erum að rúnta á bloggheiminum og skoða hin og þessi blogg.
Að skilja.
Maður þarf ekki að vera sammála en maður gæti hugsað sig aðeins um og reynt að skilja.
Sennilega eru margir sem ekki hefðu þá neitt gaman af því að blogga því þeir nærast á neikvæðninni og breiða henni á eins marga og hægt er því miður. Þeir eru það sem halda uppi Aðskilnaðinum þeir sem  fylgja ekki lögum Kærleikans.
Aðskilnaður heldur hræðslunni og reiðinni í lífi og það er svo mikið að því i þessum blessaða heimi. Heilu þjóðunum er haldið í óttanum til að stjórnvöld geti haldið í völdin. Þetta var líka fyrr á öldum þegar kirkjan hélt fólki í óttanum til að halda í völdin og í dag sjáum við þess dæmi í mörgum trúarbrögðum  og einnig sjáum við þetta þegar okkur er haldið föngum í óttanum við að missa það sem við höfum að lífsgæðum.  Þar er óttinn mestur hjá mér og þér. En það er hægt að breyta þessu neikvæða í jákvætt. Óttinn getur orðið að Frelsi með því að deila því sem við eigum og vera ekki hrædd við að missa. Því hvað er það sem við missum ?

Megi grunntóninn á Móður Jörð árið 2008 vera fyrirgefningin.

AlheimsLjós til ykkar allra


ætla að muna eftir öllum sannleikunum

 Foto 202

Ég held að það sé fimmtudagur ! Ég er ein heima með blessuðum dýrunum mínum. Þetta hafa verið dásamleg jól. Lesið, borðað konfekt, fengið gesti, farið í heimsókn, horft á sjónvarp, hlustað á músík..... Sólin okkar fékk bæði geisladiskinn frá Sigur Rós, og DVDín. Sáum DVDín í gær og fengum heimþrá, sáum Víkina mína, Kirkjubæjarklaustur, Langaði heim... en bara í huganum. Við sáum líka Mýrina í gær, okkur lagaði heim...en bara í huganum.
Það er alveg frábært að hafa Sigyn og Albert hérna í næsta nágrenni, droppum þangað við af og til þegar við förum í göngutúr með Lappa, fórum í gærkvöldi, fengum kaffi, te og konfekt. Hef aldrei getað ímyndað mér að það væri svona frábært. Sól varð eftir hjá þeim, og svaf þar í nótt. Gunni fór í vinnu í morgun, þannig að ég sit hérna, ný búinn að hugleiða,  er að borða banana, hlusta á Magnús Þór sem þú elsku Guðni minn gafst okkur í jólagjöf (takk fyrir það) og drekk kaffi latte. Lífið á Kirkebakken er ljúft.
Að sjálfsögðu á þessum tímamótum hugsar maður fram og til baka, hvað náði ég sem ég er sátt við, og hvað vil ég ná á næsta ári. Ég var með til að gera tvær grúppur sem ég er ánægð með The One Earth Group. Aðal hugarefni okkar þar er Móðir Jörð, með þeim dýrum og öllu lifandi sem á henni er. Ef þið viljið skoða þá er heimasíðan www.oneearthgroup.net. Hin grúppan er fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á andlegum efnum, en vita ekki hvert þau eiga að leita til a finna þá sem hugsa eins. Það er fullt af ungu fólki sem er leitandi, en hvorki kirkjan múslímar eða hina trúarsamfélögin uppfylla það sem þau leita að.
Þessi gruppa er fyrir þau. Sjá : esotericyouth.

Það sem mig langar að gera á næsta ári.... hummmm. Ég hef hugsað tvennt, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er það sem ég ætla að reyna að vinna að.
1.    Ekki hugsa eða tala illa um aðra. Ég er ekki  að tala um að ég ætli ekki að hafa skoðanir, annað væri óeðlilegt. En vera meðvituð um að allir hafa sinn sannleika, og þó svo að aðrir hugsi ekki eða sjái hlutina eins og ég, þá er það í lagi. Minn sannleikur er ekki sá eini rétti, við höfum hver okkar sannleik, og það vil ég virða. Í dag virði ég það, en ég vil ná að virða það alveg inn i hjartað, bæði þá sem ég ekki þekki og mína nánustu, sem verður sennilega það erfiðasta.
2.    Ég ætla að sinna minni líkamlegu dívu, þar að segja kroppnum mínum. Æfa hann og huga að þeirri næringu sem ég gef honum. Vera þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig, og gefa honum þá athygli sem hann á skilið.Ég hef sennilega verið mest í höfðinu, og lítið gefið þessum kroppi mínum það sem hann á skilið. Árið 2008 verðir breyting á því.

Þetta er sem sagt það sem verður nr. 1. Annars ætla ég bara að lifa því lífi sem ég geri og sem ég elska. Ég er soddan sveitalubbi, og elska að vera hérna í sveitinni. Ég ætla að vinna að myndlistinni minni meira en á síðasta ári, hef saknað þess. Er með einhverjar sýningar og get notið þess að vinna að þeim. Ég fer nú í einhver ferðalög,t.d til íslands í mars, systir mín á Bolungavík er að ferma hann Nikulás, ég Siggi og Alina ætlum þangað. Ég hef ekki farið til Bolungavíkur í 10 ár.við ætlum að gera nýtt baðherbergi, nýtt altan, við gaflinn á húsinu og og og.

Sigyn mín var að hringja, þau eru á leiðinni í heimsókn, svo ég  ætla að  setja yfir kaffi 1
AlheimsLjós á ykkur


the Simple life of mother nature and the animals she created


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband