Fyrr var oft í koti kátt..

_MG_2323_2Það er svo skrítið að sjá vorið í Janúar. Ég sé það á túlípönunum mínum hérna í eldhúsinu mínu. Það er líka hlýtt úti, allir laukarnir mínir úti í garði eru að koma upp. Laukarnir sem ég hef sett niður í mörg ár, en mest síðasta ár. Laukar laukar út um allt. Laukur hér og laukur þar, laukur allsstaðar.
Laukarnir minna mig á mig og okkur. Laukarnir eiga heilt líf frá vori til fljótlega.
Þeir vaxa hægt og hægt, en þegar eldri tíminn er komin með blómið kíkjandi upp úr blaðinu gerist allt hratt. Það eina sem blómið gerir og skiptir öllu máli í lífi þess, er að teygja sig eftir Sólinni, eins og við gerum þegar við teygjum okkar í átt að Sálinni, viljum svo mikið skilja sjá og lifa í þeirri alsælu sem Sálinni fylgir. Sálin sem skilur allt, hefur lifað allt, og notar okkur til að safna reynslu í þessu lífi, eins og hún gerði í síðasta lífi og síðasta, síðasta lífi og hún gerir í næsta lífi og næsta næsta lífi..

Það er fallegt og er það sem lífið er um. Ekkert annað skiptir meira máli.

Fékk mail í morgun þar sem mér var bent á að 53 sæljón hafi fundist drepin á Galapagoseyjum. Þetta veldur mér sorg, og ég fyllist af skilningsleysi, hvað veldur að einhver hefur þörf fyrir að gera þetta, Sæljónin á Glapagoseyjum treysta manninum, eru ekki hrædd við manninn, og eru þar af leiðandi auðveld bráð. Sæljón eru á mörgum stöðum í útrýmingarhættu meðal annars eru Áströlsku Sæljónin og Sæljónin í Kaliforníu í útrýmingarhættu. Bæði vegna fæðuskorts í hafinu og eiturefna og ofveiði, líka af öðrum dýrum en manninum  m.a  af háhyrningum og hvíta hákarlinum sem líka eru í útrýmingarhættu, þeir hafa samt fæðubúr hjá blessuðum sæljónunum, sem berjast fyrir tilverurétti sínum við strendur Ameríku  vegna þessa stóru rándýra. Einnig er sú fæða sem þeir nærast á m.a. mörgæsir í útrýmingarhættu.

Hvað erum við að gera við hana Móður Jörð.

Við mannkyn erum óttalega mikið verri en dýrin sem sjaldan drepa sér til ánægju, eins og gert er þarna á Glapagosaeyjum, þar sem dýralíf er friðað.

En upp með ermarnar og senda SæljónaSálinni allan þann Kærleika sem ég og þið hafið í ykkur til að hjálpa.

Það er skrítið hversu fáir trúa að mátt hugans, kannski trúa, en gefa sér ekki tíma til að nota máttinn til að hjálpa meðbræðrum okkar bæði mannkyni og líka hinum ríkjunum.
Við höfum hugarmátt, notum hann til hjálpar þeim sem á þurfa að halda.

Við erum of mikið hér og nú og söppum í gegnum lífið frá einni stöð til annarrar. Gott er að stoppa og hlusta og finna , hver getur hvar gert gagn til hjálpar, því það erum bara við, litlu ég og þú sem björgum jörðinni, björgum bræðrum okkar í Ísrael, Palestínu, Afríku.
Það þarf ekki annað er 5 mín á dag til að senda Ljós þangað sem innsæið segir að þörf sé á Ljósi, Kærleika og hjálp !

Sem dæmi um hversu mikilvæg við erum, þá var innsöfnun til barna í Afríku í danska sjónvarpinu um síðustu helgi. Það söfnuðust 67 milljónir dk. (ca 700 milljónir ísl) Kíkt var á hversu mikið hver dani gaf að meðaltali, , það voru 776 dkr á hvern dana, Einnig var gerð söfnun hjá alþingismönnum, þar var gefið að meðaltali 144 dkr. Þannig að við sem venjulegir borgarar vegum mikið meira en við gerum okkur grein fyrir. Það er ekki nóg að setja alla ábyrgð á ríkisstjórnina, við berum líka ábyrgð, líka eftir kosningar. Við berum líka ábyrgð á meiru en því sem gerist í kringum okkur, í bæjarfélaginu okkar, í landinu okkar....

Dagurinn í dag verður góður, ætla að þvo þvott, skúra gólf, planta nokkrum blómum, fara í göngutúr með Lappa, hugsa fallega...........drekke te, kaffi með vini mínum
Fyrr var oft í koti kátt...._MG_2324_2

Kærleikur og Ljós til ykkar allra kæru bloggvinir
mbl.is Sæljónum slátrað á Galapagoseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ nostalgíju við að sjá allar krukkurnar hjá þér, mamma átti svona

Úff, byrjaði á að lesa um sæljónin í Nyhedsavisen en hætti þegar ég var komin að því hvernig þetta var gert, get bara ekki lesið svona ljótt, þetta er hræðilegt! 

jóna björg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hræðileg frétt um sæljónin!

Þegar ég sé túlípanana hjá þér, þá langar mig í svona líka ;) Seturðu bara lauk í mold?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra jóna, kaupi þessar krukkur á lopumörkuðum, þú veist allt þarf að vera í lokuðu hérna, vegna smádýra

kæra hrönn, JÁ

knús til ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: halkatla

ég tek undir allt þetta með þér - maður næstum bugast yfir svona fréttum.

kærleikur til þín og dýranna

halkatla, 30.1.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kveðja hér úr vetrarfegurðinni, ég elska sumarið, en líka íslenska myrkrið, þannig að það er hálf absúrd að vera á fullu að dást að vetrarfegurðinni hér heima. Samt viss um að ég er fædd á vitlausri breiddargráðu, kuldaskræfa sem er hrædd við hálku, en ég fæ jákvæðan fiðring þegar ég heyri um vorið hjá þér. Mótsagnirnar eru bara hluti af tilverunni.

Hinn hlutinn af færslunni þinni gerir mig meira reiða en dapra, það er bara mitt eðli.  Mannvonska og líf úr takti við náttúruna er einhvern veginn svo óásættanleg. Var að horfa á mjög gott innslag í 60 minutes í gær eða fyrradag um hlýnun jarðar og þöggun staðreynda þar að lútandi. Dropinn holar steininn og vonandi ber þetta blessaða mannkyn gæfu til að snúa blaðinu við áður en það er um seinan.  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.1.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nú er bylur í Bolungarvík! Snjórinn þekur gluggana en fyrir aðeins einum tíma voru Birnir og vinir hans að leika sér í snjónum í dýrðlegri vetrarstillu, björtu og fallegu frostveðri! Svo bara BANG!!!

Kysstu Lappa sæta frá mér ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorglegt að heyra þetta um sæljónin Steinunn mín, þvílík mannvonska þar á ferð, ég skal senda sæljónasálunum ljós og kærleika. 

En túípanar eru yndisleg blóm, þau gleðja mann langt á undan öllum öðrum blómum, svo fallegir og standa svo lengi hér á hjaranum.  Vissiru að þeir eru notaðir sem mælikvarða á mengun m.a. í álverum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 19:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fallegir túlípanarnir..mínir uppáhalds..

Kærleikskveðja 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 21:15

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fallegir túlípanarnir..mínir uppáhalds..

Kærleikskveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 21:27

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mér er kalt, en mér er samt hlýtt...kveðja...

Guðni Már Henningsson, 31.1.2008 kl. 09:20

11 Smámynd: Margrét M

geðvekar krukkur man eftir svona í búrinu hjá mömmu

Margrét M, 31.1.2008 kl. 09:26

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ömurlegt með sæljónin og ég sendi þeim kærleik.

Solla Guðjóns, 1.2.2008 kl. 13:47

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Túlaipanatíminn er frábær Styrki blómaframleiðendur á þessum árstíma og kaupi túlípana

Góða helgi

Guðrún Þorleifs, 1.2.2008 kl. 14:35

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Holl og góð lesning :)

Hólmgeir Karlsson, 1.2.2008 kl. 20:14

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 00:21

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hlakka til þegar túlípanarnir mínir fara að koma upp úti í garði, en það verður held ég ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl, maí. Sorglegt að einhver hafi lagt sig niður við það að drepa sæljónin. Ljós til þín.

Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband