Kína er ekki bara í hræðilegum málum um mannréttindi, dýrin fá líka sitt af mannvonskunni.

180x60-HelpAnimalsFurFarmOftast skrifa ég um það sem ég veit að vekur upp fallega orku í mér og þeim sem lesa bloggið mitt, því ég veit að það er ekki of oft sem við fáum þetta energy í okkur. En það er líka mikilvægt að vera meðvitaður um það sem gerist í kringum okkur. Þar er sumt mikilvægara en annað fyrir hvert okkar. En þannig er það, Dýrin eru það sem fyllir hjartað mitt, og þar finnst mér mikilvægt að hjálpa , þar sem ég get. 

Stundum get ég ekki beðið eftir að við sem mannkyn komumst á aðeins hærra vitundarstig.

Sumar manneskjur eru  ekki komin mikið lengra í þróuninni en dýr, en eru með kunnáttu til að gera óhuggulega hluti. Fyrir nokkru skrifaði ég í einu af bloggunum mínum um villihunda í Kína sem væru píndir á hræðilegasta hátt fyrir pelsbransann. Sonur minn sendi mér vídeóið í morgun, ég gat ekki séð það allt. Vissi svo sem að ég myndi ekki þola að sjá það, enda var þetta eins hræðilegt og ég hafði ímyndað mér. Hversu lengi eiga þessi blessuð dýr að þjást fyrir okkur ? Ég veit að hluti af þessu er það sem kallast karma. Fyrr á öldum höfðum við sem manneskjur ekki sjens í baráttunni við dýrin við vorum fæða þeirra í langan tíma . Við höfum núna í nokkrar aldir pínt og plagað blessuð dýrin, en er ekki tími til komin aðphoto01-s við tökum höndum saman og hjálpum þessum yngri bræðrum okkar og systrum í þeirra þróun, með öllum þeim kærleika sem við höfum í okkur.

Við erum lítill hópur sem gerum okkar besta sem við getum til að hjálpa dýrunum, á þann hátt sem við teljum mikilvægan. Sjá: The One Earth Group
Skráið ykkur með okkur til að hjálpa á þann hátt sem allir geta verið með

Ég  bið, hugum að þeirri meðferð sem dýrin fá, allt í kringum okkur.

Verum meðvitum um það hvað við kaupum, því stundum styðjum við það sem er slæmt með því að kaupa án þess að hugsa ! 

Ég vara við óhuggulegu videoi ! en við getum ekki lokað augunum

 


Pledge to go fur-free at PETA.org

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj Steina mín! Ég get ekki horft á svona myndbönd. Sérstaklega ekki ef þau fjalla um hunda.

Blessi þig

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvernig haldið þið að það sé að lifa með meir en milljarð manna. Við erum enn smá fjölskilda en erum að fá yfir okkur holskeflu fyrr en við gerum okkur grein fyrir. Þá kemur mannvonskan fram. Barátta um hver á hvað. Sjá antipólsku vefsíðuna.

Valdimar Samúelsson, 11.2.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Stundum skammast maður fyrir það að vera manneskja...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 16:57

4 identicon

Ég treysti mér ekki til þess að horfa á þetta, vill ekki ljótar myndir í vitund mína en ég trúi þér alveg, og ég skil ekki hvað fólk getur verið siðblint og pínt dýr og fólk en því miður er græðgin og óttinn of mikil í heiminum.

jóna björg (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl Steina.

Ég er hrædd um að ég verði að bætast í hóp þeirra sem ekki geta horft á þetta myndband.

Allt sem viðkemur illri meðferð á dýrum, börnum og þeim sem eru ofurseldir okkur mönnunum á einn eða annan hátt, fær maga minn til að herpast saman og mér verður hreinlega óglatt.  Tilfinningakuldi er eitthvað sem allt of margir virðast haldnir, á meðan sum okkar erum ekkert nema taugar og tilfinningar.

Ég ætla að kíkja inná þessa síðu og skrá mig án þess þó að skoða viðbjóðinn, ég sef ekki vel lengi eftir að sjá slíkt.

Síðast er ég sá svona hrylling, sem enn leitar á mig var ég í sakleysi mínu, ásamt barnungri dóttur minni að horfa á  þátt, sem að mig minnir heitir food around the world. Það var verið að fræða fólk um matarvenjur Japana. Og þeir sýndu blöðrufisk roðflettan lifandi, of um hann fór þessi skelfilegi sársaukaskjálfti sem engu er líkur......  Ég og dóttir mín veinuðum upp yfir okkur báðar og ég skipti um rás í hvelli. En skaðinn var skeður. Það var mikið grátið heima hjá mér þetta kvöld. Og ég er enn reið þegar ég hugsa um þetta og forðast alla svona heimsborgaralega matreiðsluþætti vel eftir þetta. Brennt barn forðast eldinn.

Kveðja, ein tilfinningarík í Hveró 

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

til þín. Sönn orð. Hræðilegt myndband. Gott að bænir þínar og góðar hugsanir berast útí eterinn. Ekki veitir af.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:43

7 Smámynd: Karl Tómasson

Vinátta þín á dýrum var það sem vakti í upphafi áhuga minn á þér og þínum skrifum. Síðan hefur ekkert lát verið á heimsóknum mínum til þín og lesningu á þínum þankagangi vekur alltaf áhuga og vekur örugglega marga til hugsunar á lífinu almennt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 12.2.2008 kl. 00:12

8 Smámynd: halkatla

sammála hverju orði en ég get ekki horft á svona myndbönd

halkatla, 12.2.2008 kl. 09:39

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir bónorð steina...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.2.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég ætla ekki að horfa á myndbandið því ég má ekkert aumt né ljótt sjá.

Það er aumt hve við mannfólkið leggjumst lágt fyri útlit og þægindi.

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 11:59

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Úff....

Treysti mér ekki til að horfa á svona myndband

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 12.2.2008 kl. 12:17

12 Smámynd: Linda

Innlitskvitt og get með ánægju  sagt að ég sé Furfree þ.a.s. nema fyrir mín lifandi dýr sem veita mér ánægju í þessu lífi. 

Sá í denn myndband um Kína og hvernig þeir fóru með hunda og ketti sakir matareyðslu og ég þarf ennþá áfallahjálp.  Eitt orð yfir slíkt "svívirðilegt".

Linda, 12.2.2008 kl. 16:04

13 Smámynd: Linda

Gat því miður ekki horft á nema mínutu af þessu, GMG mannskepnan er viðbjóður.

Linda, 12.2.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband