Færsluflokkur: Bloggar

Thomas Jefferson: I hope our wisdom will grow with our power, and teach us, that the less we use our power the greater it will be.

 

Það er mikið að gera þessa dagana, sýningin er nú komin upp, og opnunin er á laugardaginn! Það verður gaman að hitta íslendinga og spjalla við þá. Ég hef ekki svo mikið samband við íslendinga hérna í Danmörku! Á morgun kemur vinkona okkar hún Elena og verður hjá okkur fram yfir sýningu. Hún er frá Hvíta Rússland, og hefur enga fjölskyldu hérna nema systur sína.  Þær eru oft hjá okkur yfir helgar og yfir jól, páska og þess háttar.

Gamli hundurinn minn hún Iðunn sem er orðin 11 ára er á blæðingum, það blæðir alveg ferlega. Ég hefði haldið að tíkur hættu þessu á ákveðnum aldri eins og við konurnar. Hún Iðunn mín blessunin hefur aldrei verið dugleg að þrífa upp eftir sig sjálf, en Lappi hundurinn okkar sem er tveggja ára þrífur heldur betur upp eftir hana! Veit ekki alveg hvort þetta er svona hjá villtum dýrum, villtum hundum, úlfum og þess hátta, en efast um það!  Á morgun  byrjar helgin, það verður dejligt !20070204144911_3
Friður og ljós í netheim!
Steina


Fréttabréf frá Stalke ! Allir eru velkomnir !

INVITATION


U P D A T E   2007

10. marts til 7. april 2007


Stalke Galleri i Kirke Sonnerup præsenterer udstillingen UPDATE 2007. Udstillingsprojektet er et forum hvor ni kunstnere er sat i stævne. De kommer fra forskellige positioner og tilgange og tager udgangspunkt i et mangfoldigt, mangefacetteret udtryk. Flere af de inviterede kunstnere har deres bopæl langt væk fra Danmark, såsom Vietnam, Berlin, London og Island. Udstillingen giver hver kunstner en mulighed for at præsentere sine værker i Stalke. Det er tilstræbt at forskelligheden vil skabe en dynamisk og seværdig udstilling bort fra den såkaldte mainstrem og det forudsigelige

 
 

Udstillingsprojektet kan ses som et nedslag, der spænder over det politiske, det stemningsfulde, det personlige. Målet er at vise en udstilling som ikke kan ses i andre sammenhænge. Værkerne kan ikke beskrives med en enkelt, samlende betegnelse, men repræsenterer det skæve, det underlige, det mærkværdige, det grimme, det mystiske og det kunne også være det profane, det irriterende, det underkendte. Kunsthistorien og medierne forsøger at forstå kunsten ved at ensrette og forenkle, vi gør det modsatte ved at eksponere mangfoldigheden og har valgt kunstere som netop er kritiske over for det kunstpolitisk korrekte.

UPDATE vil fremover være en årlig tilbagevendende begivenhed i Stalkes regi, hvert år med skiftende temaer og kuratorer.
   


 
 
Følgende kunstnere deltager:

Hans Peterson, Anne Bennike, Morten Tillitz, Frank Busk, Steinunn H. Sigurdardottir, Hulda Vilhjámsdóttir, Thorgej Steen Hansen, Kristleifur Björnsson og  Jes Brinch

 
 
Kuratorer:
Sam Jedig og Morten Tillitz

Udstillingen åbner den 10. marts 2007 med fernisering kl. 13-17
Udstillingen slutter den 7. april

Åbningstider: fredag kl. 14-18 og lørdag kl. 13-15
                      og efter aftale på  telefon 2926 7433

Læs mere

www.stalke.dk
 

Galleri Kirke Sonnerup í danaveldi !

Allir eru velkomnir !update1[1]

Borgaraleg Alexandra.

 alex og drengerne

Í fyrsta sinn sem meðlimur konungsfjölskyldunnar velur borgaralegt líf hérna í Danmörku ! Hérna eru fallegar myndir frá brúðkaupinu. Synir Alex fylgdu henni til altaris,svo er mynd af parinu. Allur matur og áfengi var lífrænt ! Ég er ekki ein af þeim sem fylgjast grant með konungsfjölskyldunni, en ég hef alltaf verið hrifin af Alexandra. Hún hefur gert margt gott í Danmörku, og hefur verið sú afkastamesta af allri fjölskyldunni með opinbers törf ! 

Gott að fá athyglina á eitthvað annað er lætin í Kaupmannahöfn !

Friður héðan frá Lejre

kys


Ástin sigraði, eins og Kronprins Fredrik sagði !

Alexandra og Martin segja já hvort við annað í Øster Egede kirke og Alexandra verður grevinde Jørgensen ! Ástin sigraði eins og kronprins Fredrik sagði þegar hann var spurður hvað honum findist um að þau giftu sig ! Kærleikurinn er bestur!

Steina 

alexandra og martin


Það er stríðsástand í Kaupmannahöfn !!

ungdomshusetRIP

Ég hef fylgst með þessu ástandi í nokkra tíð í gegnum son minn sem er 22 ára, og börn vina minna, sem hafa tekið þátt í hinum og þessum mótmælum í nokkurn tíma. Þetta er sorglegt ástand ! Það er margt í þessu máli sem er óskiljanlegt, t.d var þessu unga fólki gefið húsið á sínum tíma, en svo selur Kaupmannahöfn húsið til "fader huset", sem er hópur kristinna, sem meinar að húsið sé heltekið af djöflinum (sem er náttúrulega algjört aukaatriði). Þessu mótmæla að sjálfsögðu þeir sem telja sig eiga húsið, og svo kemur skriðan.......Ég skil vel þá sem slást fyrir rétti sínum, en ég held að svo óheppilega vilji til að það slást í hópinn fullt af fólki frá allri Evrópu, sem vilja bara slást. þá er þetta orðið meira en að berjast fyrir rétti sínum. Það er að mínu mati mjög óheppilegt fyrir þetta unga fólk að hlutirnir eru orðnir svona brjálaðir, það hjálpar þeim ekki, síður en svo. Ég er samt viss um að átökin verða, þar til þau fá nýtt hús ! Það hefur að sjálfsögðu verið mikið rætt um þetta mál, bæði í vinnuni minni, útvarpi og sjónvarpi. Ég horfði á þetta í sjónvarpinu til kl. hálf ellefu í gærkvöldi þar til Siggi hringdi í mig og sagði að allt væri í lagi með hann. Þá gat ég farið að sofa. Siggi var þarna frá því um morguninn og allan daginn, hann vildi meina að ástandið hafi ekki verið eins rosalegt og kom fram í sjónvarpinu. Frétti að það hefði komið mynd af honum í Information með kanínuandlit  og rauða slaufu um hálsinn, gefandi fólk rósir til að benda fólki á fáránleika þessa atburðar! Greinin heitir "Absurd teater"og er heilsíða um þessi átök með þessari líka flottu litmynd af Sigga með kanínugrímuna, rauða slaufu með hvítum doppum og bleikar rósir. Ég er ferlega stolt af honum!  Hann lenti visst í smá ógöngum þar sem hann var lokaður inni á milli lögreglu og unga fólksins, en var svo hjálpað burtu af lögregunni. Hann söng líka og dansaði bæði fyrir lögregluna og þá sem var búið að handtaka og sátu í röðum á jörðinni. Sem sagt stríð í Kaupmannahöfn, sem heldur ábyggilega áfram í nokkurn tíma.

 
Ljós og friður héðan.
SteinaEN_Ungdomshuset_f


Hver man ekki eftir Louise Brown, hún er sennilega í kringum 28 ára í dag !

 

l f%C3%B8rse ouisebrown[1]        Í Danmörku ætlar allt um koll að keyra vegna fæðingu stúlkubarns ! Móðirin er 61 árs ! Þetta finnst flestum alveg hræðilegt, og fylgja Því líka ansi mörg önnur ókvæðisorð t.d. móðirin hefur greinilega enga ábyrgðartilfinningu af því hún velur að eignast barn svona gömul. barnið kemur til með að missa móður sína mjög snemma. Unglingar voru spurðir í sjónvarpinu hvort þau vildu eiga mömmu sem væri á 70 ára aldrinum ! Nei, hræðilegt, ógeðslegt...... í allri þessari umræðu er aldrei spurt um föðurinn, hann er 61 árs líka ? Hversu margir verða ekki feður á gamals aldri og eru ágætis feður og slæmir feður, eins og allir aðrir feður ? Eitt er hvort við eigum að breyta því sem náttúran hefur ákveðið fyrir okkur, sem við gerum endalaust ! Annað er  hvernig fréttaflutningur þessi hefur verið hérna í Danmörku. Foreldrarnir fóru í glasafrjógun til Englands, en fæddu barnið á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Heyrði útundan mér þegar ég var að vaska upp eftir kvöldmatinn í gær að einhver sagði að auðvitað yrðum við að taka á móti þessu barni ?
 Ég veit ekki hvort mér finnst í lagi að fara í svona aðgerð á þessum aldri, það er í raun aukaatriði, það finnst mér hver og einn eigi að velja sjálfur.  Ef rökin fyrir því að maður eigi ekki að eignast börn á þessum aldri sé vegna þess að þá missi börnin foreldra sína svo ung, þau rök eru ekki næg að mínu mati, allir geta dáið hvenær sem er, það eru engar reglur um það. Það er fullt af fólki sem fær hjálp til að eignast börn, sem alls ekki ættu að eignast börn ! Sem dæmi man ég eftir máli þar sem vangefin kona hérna í DK fór í svona aðgerð og fékk barn, en gat svo ekki passað barnið og það var fjarlægt frá henni á móti hennar vilja, mjög sorglegt mál. Það er erfitt að dæma ! Þessi hjón sem eru 61 árs, geta verið við hesta heilsu, og það er einnig mögulegt að þetta verði súper foreldrar ! Hver getur dæmt um það. Allt annað er mögulegt líka. En ef fólk á þessum aldri leggur þetta á sig bæði hlýtur þetta að kosta mikinn pening, og einnig er þessi prosess ekkert auðveldur þá er þráin til að eignast barn mikil. Það er ekki okkar að dæma ! Andere Tijden IVF Louise Brown[1]
Já gott að við höfum frjálsan vilja í flestum málum.

Kærleikur og ljós                   Hver man ekki eftir Louise Brown!!! 

Steina


Gratitude will bring more into our lives immediately.

 

 

help GiveHelpBEr ansi þreytt eftir daginn í dag. Við erum að ljúka skúlptúrönn og í næstu viku verður byrjað á málaraönn. Við fórum yfir hluta af verkunum í dag, sem var mjög spennandi. Á morgun förum við svo yfir restina af verkunum frá skúlptúrönninni. Nemendurnir eru mjög duglegir og gera frábær verk. Þetta er blandaður hópur af fullorðnu fólki sem á við ýmis vandamál að stríða. Sumir eru með létta einhverfu, einnig eru nokkrir  asberger, og svo eru þeir sem eru með lélega sjón, og nokkrir sem eiga við andleg vandamál að stríða. Enn öll eiga þau það sameiginlegt að vilja skapa. Þetta nám er fjjögur ár, eftir þessi fjögur ár getur maður fengið eitt ár meira sem fer í að einbeita sér að sinni eigin þróun, og læra að vinna meira sjálfstætt Fyrir fimm árum byrjuðum við þrjú með þennann skóla. Fyrstu mánuðina vorum við með einn nemanda og svo hægt og rólega komu fleiri. Núna eftir 5 ár, höfum við ekk pláss fyrir fleiri nemendur  Það eru 6 kennarar. Kennararnir eru hinum ýmsu hæfileikum gæddir. Tveir eru með kennaramenntun, ein er hönnuður og senograf (veit ekki hvað það heitir á íslensku) og svo erum við þrjú sem erum myndlistamenn. Þessi ólíki kennarahópur og ólíki nemenda hópur gefur mikið til skólans. Allir vega upp á móti hver öðrum. samkenndin á milli nemenda er alveg yndisleg. Núna þegar við erum orðin svona mörg og það er ansi mikið að hlutum fyrir utan kennsluna sem er mikilvægt t.d. fundir með sveitafélögunum, fundir með félagsfræðingum og fl. það er núna mitt nýja hlutverk sem skólastjóri . Það er alveg nýtti fyrir mér að vera í svona starfi , en mjög spennandi. Frá upphafi höfum við verið hluti af FOF sem má líkja á einhvernhátt við námsflokkana. Þetta er risa stór stofnun í allri Danmörku. Við komum með þessa hugmynd til þeirra á sínum tíma og þau slógu til. Þau hafa núna í 5 ár staðið að mestu fyrir öllu sem heitir ekki kennsla og uppbygging á kennslu. En núna tek ég við því sem  þau hafa gert. Skólinn hefur í gegnum tíðina fengið mikla athygli fjölmiðla hérna í DK, vegna þess að þetta er öðruvísi tilboð fyrir fólk sem á í erfiðleikum en annars er á flestum stöðum í heiminum. Okkar mottó hefur verið að allir eigi rétt á menntun, það þarf bara að mæta þörfum þessa fólks.Núna er skólinn að öllum líkindum að stækka í fl einingar sem verður mjög spennandi .

Ástæða þess að ég er á þessari braut er sennilega að þegar ég var 17 ára byrjaði ég að vinna á Kópavogshæli. Ég var þar að vinna meira og minna þar til ég byrjaði í Myndlista og handíðaskóla Íslands, 28 ára. Ég var mjög ánægð að vinna á Kópavogshæli, á margar yndislegar minningar þaðan.latex ENN aðbúnaður bæði vistamanna og starfsmanna var ekki sæmandi. Möguleikarnir voru ekki margir, þó vil ég meina að við höfum gert það besta úr því sem var. Launinn voru hræðileg, og allt of fátt starfsfólk með of marga einstaklinga að passa. Svona er aðbúnaðurinn ennþá á mörgum stofnunum í Danmörku. Það hefur verið mikil umræða í gangi um þessi mál vegna heimildarmyndar sem kom í sjónvarpinu sem tekin var upp með faldri myndavél. Ég tek það fram að ég sá ekki þáttinn, enn fannst ömurlegt að sjá umræðuna í sjónvarpinu. Þar var allavega í byrjun hrópað hátt um þessa satista sem sáust í sjónvarpinu, og hefur það örugglega verið ömurlegt. En ef skoðað er vil ég meina að vandinn liggi ekki þar, vandinn liggur í þjóðfélaginu sem ennþá sér þetta sem felustaði sem ekki er lagt mikla peninga í eða sérlega góða ramma fyrir hvorki starfsfólk eða vistfólk. Það eru ekki margir sem endast í þessum störfum, (er ég þá að tala um þá sem vinna með þá sem eru mest fatlaðir) Launin eru lág og vinnan mjög erfið bæði líkamlega og ekki síst andlega. Þarna á þessum stofnunum endast helst þeir sem eru ófaglærðir. Einnig koma inn starfsmenn sem vinna við afleiðingar, oft mjög ungt fólk, sem er á leið eitthvað annað. Mín skoðun er að það þarf að gefa því starfsfólki sem er fastráðið meira svigrúm til að endurmennta sig og miklu betri laun. Þetta er mjög vanmetir starf ! Þau þrjú ár sem ég var í framhaldsnámi í Dusseldorf vann ég við afleysingar á stofnun fyrir mikið fatlaða hérna í Kaupmannahöfn.( Ég var í Dusseldorf á þeim tíma sem prófessorinn minn var þar, annars bjó ég í KBH). Á þessari stofnun  var með mjög veikt fólk og það stafsfólk sem var fastráðið voru öll ómenntuð fyrir utan yfirmanneskjuna, sem sjaldan kom inn á deildina. Þetta voru allt konur, sem höfðu enga aðra starfsreynslu. Starfsfólkið fannst mér mjög gott við heimilisfólkið, en álagið var oft mikið, og ef það hefði verið falinn myndavél við nokkrar aðstæður sem upp komu, hefði fjandinn verið laus! Ég er alveg viss um að allt þetta fólk gerði eins vel og það gat. Það er ábyrgð yfirmanna að sjá til þessa að allt sé eins og það á að vera og að starfsfók sé með þá kunnáttu sem til þarf. Ef ég hugsa til baka til Kópavogshælis, þá var það það sama sem gerðist þar. Við vorum  með alltof mikla ábyrgð  miðað við hversu litla þekkingu við höfðum. Ég upplifði að við vorum með fárveikt fók, sem hefði átt að liggja á spítala, með krabbamein, sem var sent heim liggur við daginn eftir uppskurð, þar sem við tókum við þeim og gerðum eins vel og við gátum, sem auðvitað var ekki nógu gott. Hvað hefði gerst ef það hefði verið falinn myndavél þar ? Það starfsfólk sem kom fram í þessari dönsku heimildarmynd var allt rekið, nema þeir sem voru yfir deildinni !! Ég gæti haldið áfram í langan tíma, en ætla að stoppa hérna. Við eigum að vera meira þakklát fyrir þá vinnu sem þetta ófaglærða fólk gerir en við erum. Þau ættu að fá topplaun fyrir þessa vinnu, það mundi örugglega skila sér .......
Ljós og kærleikur
Steina


We are the creators of our universe

 

Fyrir nokkru var haldin söfnun í Danmörku til að kaupa lyf fyrir þá sem eru með AIDS í Afiríku. Það söfnuðust mjög miklir peningar, ca 56 milljónir danskar krónur. Í Afiríku eru margar milljónir með Aids. Mér reiknast til að fyrir þessa peninga sé hægt að kaupa 4 pillur fyrir hvern veikan! Hvað svo ?

 Við í skólanum erum að vinna sýningarverkefni með Billy frá Afiríku. Við höfum haldið marga fundi í gegnum eitt ár um hvernig samvinna okkar á að vera. Billy er mjög athafnamikill maður, sem brennur fyrir þjóðinni sinni. Það sem er gengum gangandi í hans verkefnum er að kenna afríkubúum að bjarga sér sjálfir. Hann er ný búinn að fá risastóran styrk til að byggja upp svínabú í Afiríku, og hluti af þessu verkefni er að nokkrir innfæddir koma til Danmerkur og fá menntun í að vinna með svín. Eftir tvö ár hérna fara þeir heim og færa vitneskjuna áfram til annara í Afiríku. Þetta er bara eitt af mörgum verkefnum sem hann er með í gangi.

Við í skólanum verðum með árssýningu á verkefnum nemanda skólans. Í gegnum Billy höfum við komist í samband við klaustur í Afríku þar sem fatlaðir búa. Nemendur okkar (sem eru fatlaðir) og þessi hópur frá Afiríku sem einnig eru fatlaðir ætlað svo að sýna saman á þessari sýningu. Þeir peningar sem svo koma inn af seldum verkum fer svo til kolleganna í Afiríku. Við viljum með þessu móti setja fókus á þann hóp afiríkana sem aldrei er minnst á. Ég ber mikla virðingu fyrir Billy og dáist að lífssýn hans !

Ég er líka þakklát þegar ég vakna á morgnana og sé hversu heppinn ég er að hafa möguleika á að njóta umhverfisins í kringum mig ! Svona leit út í morgun í garðinum mínum !Billede 670

Ljós til ykkar allra
Steina


We all work with one infinite power.

 

Sigrún Sól komst loksins heim, hún kom heim í gær. Ulla kom og náði í mig, og við keyrðum svo saman til Kisserup og náðum í Sól. Það var mikill snjór, og mjög fáir bílar á ferðinni, mest gröfur. Við höfðum það svo huggulegt í gærkvöldi ég og Sól, með heitum vöfflum, og lestur góðra bóka. Sól er að lesa, biblíuna, sem er endurskrifuð (einu sinni ennGrin) af Johannes Möllehave. Hann er prestur, heimspekingur og rithöfundur. Þessi  biblía er yndislega myndskreytt, og barnavænleg. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei sjálf lesið biblíuna, enda fékk ég aldrei svona bók eins og Sól á, sem er á allan hátt aðgengilegri fyrir börn. Við lágum svo lengi upp í bóli í morgun, með hunda og kisur.Billede 523

Það er víst bannað á flestum heimilum að hafa dýr uppi í rúmi, en það er ekki bannað hérna. Við njótum þessa morgunstunda. Við sjáum dýrin eins og bræður okkar og systur, sem er mjög mikilvægt að við gefum eins mikinn kærleika og okkur er mögulegt. Ég veit að það má túlka á margan hátt, t.d. að kærleikurinn sé að þeir viti sitt rétta pláss í samanburði við okkur manneskjuna, það er eflaust líka rétt. það eru nefnilega svo margir sannleikar í lífinu. En fyrir okkur er það að þau eru hluti af okkar heimilislífi, eða eins og mögulegt er. Auðvitað gerum við okkur grein fyrr að þetta eru dýr en ekki manneskjur, en við erum mjög meðvitum um þá ábyrgð sem við höfum tekið okkur þegar við fengum dýrin.  Ábyrgðin er að veita þeim allan þann kærleika sem okkur er mögulegt á meðan þau lifa. Annað sem er mjög mikilvægt og margir gleyma það er að þegar maður fær sér dýr, þá hefur það fyrir mér verið þar til dýrið deyr að eðlilegum orsökum. Ég hef oft verið með ketti sem ég hreinlega hef ekki getað vanið af að pissa og kúka inni, og það hefur verið alveg ferlegt. En þó svo hugsunin hafi komið að láta bara lóga kettinum, því það er eitthvað að honum, hef ég ekki getað fengið mig til þess. Þetta hefur líka alltaf lagast að lokum. Við áttum þó Þrúði í mörg ár ( þar til það var keyrt yfir hana) sem alltaf skeit inni á veturna. Hún skeit mest á rafmagnsleiðslu. Þetta var ekki gaman, en þegar það kom vor og hún fór að vera úti, gleymdi maður þessu öllu.  Við erum þó ekkert alveg heilög hérna, við höfum í mörg ár verið með hænur og kanínur Gunni hefur slátrað í frystirinn. En hugsuninn þar var að það var bara borðað kjöt af dýrum sem hafa haft gott líf. Og okkar dýr höfðu haft gott líf. Gunni og Sól borða kjöt, en ég og Siggi höfum verið grænmetisætur. Núna erum við ekki með neinar hænur, vegna fugla inflúensunnar og kanínurnar eru stroknar. Okkur langar þó í hænur og kanínur aftur.20stór060121153124_1

Ef þið hafið áhuga á dýraverndun og hvernig maður getur hjálpað, þá hvet ég ykkur til að kíkja á heimasíðuna okkar deavekingdom.dk. Okkar markmið er að hjálpa dýrunum í þeirra þróun, sem oft er þyrnum stráð, bæði hjá villtum dýrum og husdýrunum.Skoðun okkar er sú að við getum á mjög einfaldan hátt hjálpað. Bara að kíkja á heimasíðuna.

Jæja best að fara að koma sér í gang á fallegum sunnudegi.

Ljós og kærleikur til ykkar steina


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband