Færsluflokkur: Heimspeki

Oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn


img_0191.jpgSumum finnst það snemmt, en Sól og mér finnst tími til komin að safna könglum og huga að hinum árlega jólaundirbúningi. Á kvöldin þegar við göngum með hundana, Sólin mín og ég þá ræðum við allt milli himins og jarðar. Það er svo notalegt og það er þá sem ég finn fjölskylduhljóminn sem er mér svo mikilvægur í því annasama lifi sem ég nú lifi.

Á þessum tíma, tíminn milli hausts og jóla er tíminn sem maður safnar ýmsu fyrir jólaskraut, sem fæst sem gjöf frá móður jörð. Á göngutúrunum týnum við litla og ósköp venjulega köngla, en á einum sérstökum stað eru tré með risastórum könglum, þangað förum við reglulega til að sjá hvort tréð ekki vil gefa okkur einn eða tvo í söfnunina til skrautsins. Við finnum allavega lauf, við finnum ber sem við þurrkum, við finnum hnetur og ýmislegt annað skemmtilegt í skrautið.

Við týnum líka epli og það er nú svolítið leyndarmál með þessi epli sem eru bestu eplin sem ég fæ. Ekki það að okkur vanti epli við erum með eplaplantekru með yfir 100 eplatrjám og líka eplatré í garðinum okkar. En þessi epli eru sérstaklega góð, kannski af því að við stelum þeim, veit ekki. En þessi epli eru í garðinum hjá Anne,  á miðjum akri í gönguleiðinni okkar sem liggur vel falið í trjám og óróleika gróðri.

Anne er ekki heima, hefur ekki verið heima í tvö ár, svo við læðumst inn í garðinn hennar og týnum epli í vasana, það er gaman.

En aftur að jólunum, sem svo margir verða gáttaðir og stundum hneysklaðir og líka pirraðir yfir að maður skuli voga sér að finna tilhlökkun alltof snemma, að mati hvers ?

Ég á oft erfitt með að skilja það, að manni skuli ekki leyfilegt að hlakka fyrr en á einhverjum ákveðnum tíma sem er réttara en annar tími. Jólin sem eru eins notaleg og þau nú eru.

Við ræðum í göngutúrnum um hvaða gjafir við eigum að kaupa og á hverju ári viljum við búa il jólagjafirnar, þó svo að aldrei verði að því. Við erum búinn að kaupa efni í jólakort, sem við planleggjum að gera sjálf. Við tölum um hvaða mat við ætlum að gera, hvar við ætlum að vera og með hverjum. Ekkert að þessu er alltaf eins, reyndar aldrei það sama því við gerum alltaf eitthvað nýtt hvert ár og borðum aldrei sama jólamat ár eftir ár.

Þessi augnablik með Sól í uppbyggingu á jákvæðum sameiginlegum planleggingum er tími sem ég elska áður en hann fer, það gerist ekki oft, því oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn.

Við höfum þó á hverju ári eina hefð, og það er sama hefð og milljónir manna um allan heim hafa og það er að fá okkur alvöru lifandi jólatré !img_0118.jpg

Á hverju ár í mörg mörg mörg ár höfum við verið með lifandi jólatré og það hefur verið svo mikilvægt fyrir mig. Kannski af því að þegar ég var lítil var gervitré heima hjá mér, eða hvað veit ég. En minn metnaður hefur verið að það ætti að vera lifandi tré heima hjá mér.

Í fyrra læddust að mér einhver einkennileg ónot yfir þessu með lifandi jólatré. Ég spurði Gunna hvort við ættum ekki að kaupa gervitré, ekki að tala um og ég lét það liggja.

Ég hef hugsað og hlustað á þessa tilfinningu sem kom í fyrra í hugann minn. Ég skoðaði hvað það í raun var sem gerði að ég fékk ónot, svolítið lík þeim ónotum og þegar maður er að versla í matinn og skoðar í kjötborðið og sér fullt af ódýru kjöti af hinum og þessum dýrum og maður er svo að velja eitthvað að þessu með samviskubit í hálsinum yfir að vera á því augnabliki að styðja dýraofbeldi, það var einhvernvegin svona sem mér leið. Mér varð hugsað til allra þeirra trjáa sem verða að láta lífið fyrir viku eða fjórtán daga með alla vega bulli hengt á sig til að gera þetta skemmtilegt, fyrir mig, fyrir okkur.

Ég sagði fyrr lifandi jólatré, en er þetta ekki deyjandi jólatré sem við höfum standandi í stofunni okkar, sem verður hent út um leið og hlutverki þess er lokið. Grenitré sem ættu að verða margra ára úti í náttúrunni og þjóna því hlutverki sem þau nú gera að anda inn og anda út og hreinsa andrúmsloft jarðar. Drekka allt það vatn sem rignir niður og gerir vatn að flóði sem síðan verður að náttúruhamförum ef engin eru trén til að taka á móti magninu.

Það eru verksmiðjujólatré, sem lifa stutt, bara til eins gagns, að standa í stofu einhvers í nokkra daga til að viðkomandi hafi jólin í hjartanu og húsinu. Það er eitthvað svo rangt við þetta sem ég held að við hver og einn ættum að hugsa aðeins um, ekki bara gera eins og við alltaf höfum gert og vera hugsunarlaus, en gera okkur grein fyrir því að þetta val hefur ábyrgð. Við erum ekki að tala um eitt tré, í stofuna mína, við erum að tala um milljónir af trjám sem eru höggvin niður fyrir jólin. Við getum alveg lifað án “lifandi jólatrés” en við getum ekki lifað á matar og þar koma önnur lögmál þegar við stöndum við kjötborðið eða grænmetisborið að við veljum þó það sem er að hinu betra. Að við kaupum kjöt af dýri sem hefur haft það gott á meðan það lifði. Ég held að það sé svo mikilvægt að við verðum meðvitaðri um þau völ sem við tökum í lífinu, hvar sem er í lífinu. img_0090.jpg

En og aftur, ég hlakka til jólanna með ýmsu jólasýsli og kertaljósum og jólabíómyndum sem við horfum á, á hverju ári og höfum gert í mörg mörg ár og bara á jólunum jólaspenninginn og jólabaksturinn og jólakalandarinn sem er árlegur viðburður í Danmörku, göngutúrum í skóginum, með te og jólapiparkökum keyptum hjá bakaranum, fjölskyldukvöldum, vinakvöldum, spenningi hjá öllum sem hlakka til jólafrísins og jólagjafanna og þess að hitta fólk, vini og ættingja yfir góðum mat og gleði yfir hátíð sem finnst alveg langt inn í magann.

Ég hlakka til þess jákvæða sem oftast gerist þegar fólki hlakkar til og síðast en ekki síst að velja gervijólatré með Gunna og Sól sem er nú samþykkt.

Tíminn er nú svo skemmtilegur og afstæður . Sem dæmi get ég nefnt að á sama tíma og við söfnum jólaskrauti, týni ég rósir í garðinum mínum, næ í gulrætur, tómata, maís, agúrkur og fleiri dásemdir úr garðinum mínum. Vínberinn eru ekki alveg orðin þroskuð, kannski eftir nokkra daga og um helgina þarf að slá gras. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt.

img_0140.jpg


Hvað þýðir það að missa 45 kíló, er það að finna sjálfan sig falinn undir skinni

46025_423838813369_674983369_4998594_3076912_n.jpgÓsköp geta nú sunnudagar verið notalegir þegar verkefnin koma í hægum skrefum, án þess að þeim sé pressað hundruðum saman á svona heilagan frídag. Ég hef haft notalegan dag, það sem af er. Hlusta núna á stóra bróður, son minn hjálpa litlu systur, dóttur minni í stærðfræði niðri í eldhúsi. Ég hlusta líka á rigninguna vökva garðinn minn, við opinn glugga uppi í stofu. Ég sjálf sit undir teppi í náttbuxum og ullarpeysu með Lappa mér við hlið sem sefur rólega og vonast sennilega til að ég taki mig saman á hverri stundu og fari í göngu með Dimmalimm og hann sjálfan. Hann verður að bíða í smá stund á meðan ég skrifa það sem mér liggur á hjarta, og vonast að sjálfsögðu til að einhver þarna úti sem les það, hafi einmitt í dag á sínum sunnudegi setið örvæntingarfull eða örvæntingarfullur yfir því hvernig lífið er, að engin sé von, og svona verði þetta bara að vera.

Ég vil deila smá hluta af sögu minni fyrir þig, sem situr þarna úti og finnst allt vera vonlaust, og engin leið til hjálpar.

Þetta byrjaði allt 27 ágúst 2008. Það byrjaði ekki allt þann dag, en ég tók lífið í mínar eigin hendur, tilfinningar mínar í eigni hendur og hugsanir mínar í eigin hendur, til að komast úr þeim fjötrum sem ég sjálf hafði byggt í kringum í gegnum árin.img_0088.jpg

Þetta byrjaði kannski ekki alveg þar, kannski byrjaði það í raun þegar ég fór að vinna að því að ég sjálfið tæki yfirráðin, skrítið, en þó kannski ekki. En þannig var að ég í mörg ár lét tilfinningar mínar ráða ferðinni, ég ætti kannski að byrja á byrjuninni þó svo að frásögnin verði aðeins lengri.

Þetta byrjar allt þegar ég var barn, nánar tiltekið í kringum fermingu, þegar ég ákveð að svelta mig í viku fyrir ferminguna til að vera þokkaleg á fermingardaginn, það var kannski vika eða fjórtán dagar, man það ekki. Nema ég gerði það og gat það, enda mjög sterk stelpa. Á fermingardaginn borðaði ég svo allt sem hugurinn hafði þráð þá fjórtán daga sem ég hafði svelt mig og meira til. Eins og var í þá daga í fermingarveislum voru kökur á borðstólnum, og ég var óstöðvandi í langan langan tíma.

Það var þarna sem ég held að þetta hafi byrjað, átröskun eins og það heitir svo flott á okkar máli. Næstu árin voru upptúrar og niður túrar, en allt var um það að borða og svelta sig. Það liðu mörg ár þar sem allt, þegar ég hugsa til baka var um þessa tvo hluti, megrun og ofát.

35955_458728405791_563855791_6878900_2584234_s_1021682.jpg

Ég var ekki alltaf feit, enda alltaf að passa mig og passa mig ekki. Mikil orka fór í þetta og mikil vanlíðan. Á tímabili þegar ég var í mínu fyrra hjónabandi  fór ég þá leið að láta víra saman á mér munninn, þarna ofbíður sennilega sumum, en aðrir þekka þá tilfinningu sem fær mann til að taka svona ákvörðun.

Ég eignaðist börn, eitt  þegar ég var18 ára og eitt þegar ég var 24 ára. Ég fitnaði og varð örvæntingarfull yfir því og þegar ég hugsa um þennan tíma, man ég í raun mest eftir megrunarkúrunum og hversu þung ég var hvert sinn, ég man ekki hversu þung börnin mín voru, en ég man hversu þung ég sjálf var. 36960_404910473313_660128313_4536980_4933232_n_1021683.jpg

1987 skildi ég og fyrri maðurinn minn og ég grenntist mikið, þvílík sæla að grennast af vanlíðan, það hafði ég aldrei prófað áður, og naut þeirrar tilfinningar.

Mér fór svo að líða betur og fór í framhaldsnám, nám sem mig hafði alltaf dreymt um og það var hrein lukka fyrir mig, nema ég varð örvæntingarfull yfir því að ég fór að fitna aftur.

Þá byrjaði ég að æla matnum, það hafði ég aldrei gert áður, en þetta erfiða skólatímabil stóð yfir í 4 ár, allt námið ældi ég daginn út og daginn inn. Svo erfitt svo erfitt svo erfitt. En þetta var þvílík þráhyggja að ég gat ekki hætt. Ég fitnaði þó síðasta árið í skólanum, mikið þrátt fyrir að næstum allt sem fór inn í magann minn, var látið fara út aftur sömu leið.

Með nýjum yndislegum manni fluttum við með börn og bú til útlanda, það var nýtt tímabil, sem var gott fyrir mig. Ennþá fer öll líðan í minningunni eftir því hversu þung ég var, og gleðin var að ég grenntist mikið. Ég fór að hjóla mikið og hætti að borða nammi og kökur. Ég varð grönn og fín á þessum tíma. Þó gerðist það sem alltaf gerist, blessuð þráhyggjan fór yfir í annað form, þó svo ég hætti að borða sykur, þá drakk ég áfengi og varð kaupsjúk. Ég keypti og keypti föt á sjálfa mig. Ég fór í búðir til að máta föt og kaupa föt á mig. Fannst mér líða vel, því allt var um það að vera grönn og það var ég.

Við fluttum í sveit, hérna í nýja landinu, eftir þrjú ár í borginni. Yndislegt, með kisur, hunda, kanínur , páfagauka og hænur, gat ekki verið betra. Ég varð ófrísk daginn sem við fluttum í gamla húsið okkar. Ég varð í raun skelfingu lostinn. Hamingjusöm að sjálfsögðu en líka skelfingu lostinn ég vissi sem var að ég myndi fitna, og ég gerði það. Ég bætti á mig 30 kílóum. Ég borðaði ennþá ekki sykur,en ég borðaði hunang í stórum stíl og mikinn mat. img_0332_1.jpg

Ég fæddi yndislega Sól, augasteinn allra og auðveld eins og draumur. Ég var heima með hana í tvö ár. Vann aðeins við kennslu og var með  nokkrar myndlistasýningar, hún var bara alltaf með mér, Sólargeislinn minn stillti.

En það kom tími á þessum tíma sem ég missti stjórn á öllu, ég byrjaði í reiði að borða allt sem hugsast gat, og ég ældi því jafn óðum. Stundum ældi ég svo mörgum sinnum á dag, að ég hef ekki tölu á því. Ég hélt hreinlega að ég væri að deyja, þetta var svo hræðilegt, en ég skammaðist mín of mikið fyrir það sem ég gerði til að ég gæti sagt þetta nokkrum manni, eða leitað mér hjálpar. En eitt kvöld sagði ég manninum mínum frá þessu það var þegar ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af.

Ég bað hann um að hjálpa mér, en hvernig gat hann það, að sjálfsögðu gat hann það ekki, hjálpin varð að koma frá mér sjálfri.

Til að bæta ofan á þetta allt, þá drakk ég mikið áfengi á þessum tíma. Mikið af verkefnum með öðrum listamönnum sem gerði að ég byrjaði að drekka meira en gott var. Ég naut þess líka að vinna á vinnustofunni til seint um nætur, þá tæmdust margar flöskur.

Ég var semsagt kominn inn í hræðilegan vítahring, þar sem tilfinningar mínar réðu öllu. Ég sjálf var eins og viljalaust verkfæri í höndum þeirra. Ég get eiginlega kallað þetta þráhyggju sem stöðugt kallar á það sem hún vil, og “ég “ get ekki stjórnað henni. Þráhyggjan er tilfinning sem réð ríkjum í öllu mínu lífi á þessum tíma.img_0321.jpg

En þegar mér fannst öll von úti var ég var leidd af einhverjum æðri höndum að fólki sem stundaðu hugleiðslu. Ég var ekki mikið fyrir það í byrjun, en mín innri rödd sem loksins heyrðist þegar örvæntingin var mest, eftir áralanga bið, bið eftir að heyrast og að hennar tími kæmi.

Hún sagði mér að þetta væri leiðin að öðru lífi.

 

Ég byrjaði að hugleiða, bæði með öðrum og ein. Ég heyrði innri röddina mína á hverjum degi í hugleiðslu og utan, sem hjálpaði mér að finna mína innri ró. Það fór að birta í kringum mig, og ég hætti að þurfa að æla því sem ég borðaði, þráhyggjan fyrir því að æla öllu, hvarf.

Árið 2003 gerðist svo það, að líkaminn minn fékk hreinlega ofnæmi fyrir áfengi, ég þurfti ekki annað en að þefa af áfengum drykkjum, til að fá höfuðverk. Þetta var svo erfitt fyrir mig, því öll samskipti mín við aðra voru tengd áfengi, bara að kíkja yfir til nágranna krafðist þess að fá sér bjór eða vín.

Þarna kom grár tími fyrir mig , með miklu sykuráti, því líkaminn vildi þann sykur sem hann var vanur að fá og kílóin héldu áfram að koma og koma.

Það leið þó ekki svo langur tími frá því ég hætti áfengi, að hugur minn varð svolítið skírari en áður og innri röddin heyrðist og skildist betur og oftar og ekki síst ég hafði styrk til að fylgja hennar ráðum.

Ég hélt þó áfram að borða sykur og mikinn mat og hafði gefist upp á þeirri hugsun að ég ætti eftir að grennast.

Það liðu ár, og ég bætti á mig hægt og rólega, ég var sorgmædd yfir því, en hafði sætt mig við að svona væri það bara. Ég var glöð yfir því sem hugleiðslan gaf mér og ég lifði í raun img_0859.jpghamingjusömu innar lífi.

Líkaminn minn var hægt og rólega að gefast upp, en ég lifði sem áður er sagt, ríku innra lífi, sem ég taldi að væri nóg fyrir mig. Ég var hvort sem er að eldast og mikilvægast var að sætta sig við það sem var og taka því með jafnaðargeði. Ég var komin með gigt í mjaðmir, fingur og hné. Ég var komin á lyf vegna þess að skjaldkirtillin var of hægur, en svona var það að eldast hugsaði ég, og lifði mínu rólaga innra lífi og var oftast sátt.

Ég átti erfitt með allt sem var líkamlegt, en ég var skörp eins og örn í höfðinu, og það var þaðan sem ég lifði.

Í ágúst 2008 sá ég mynd af vinkonu minni á netinu, og var furðu lostinn hversu vel hún leit út, glæsileg sem drottning hugsaði ég með mér, með smá öfund í hjartanu. img_0847.jpg

Ég hugsaði það í nokkra daga, beið smá með að hafa samband og spyrja hana hvaða töfraformúla það var sem hún fékk, sem hafði gert hana svona flotta sem hún var.

Mín innri rödd sagði mér að þarna væri hjálpin.....ég beið samt smá...

En svo einn daginn þegar ég hafði fundið fram vissuna fyrir því að ég vildi lifa, ekki bara innra lífi en líka ytra lífi og ég væri tilbúinn. Sendi ég henni bréf og spurði frétta!

Þetta var það besta sem gat gerst fyrir mig, ég fór í gegnum þetta prógramm daginn eftir, GSA prógrammið með hjálp og stuðningi vinkonu minnar frá fortíðinni, tókst mér að lifna við og verða heil.

 Í dag eru tvö ár síðan og 2 dagar og ég hef misst 45 kíló. Ég er lifandi frá toppi til tá og ég er heil.

Ég skrifa heil, en það er alltaf ennnn, ekki satt.

Ég hef tekið við völdin á eigin lífi með því að vigta og mæla það sem líkami minn þarf að fá þrisvar á dag. Ég borða ekki sykur, hveiti og sterkju. Ég er sú sem stjórna, ekki þráhyggjan sem hefur ráðið ríkjum í áraraðir. En það er ekki þar með sagt að þráhyggja sé farinn, hún er og verður hluti af mér sennilega alltaf  sem betur fer og þess vagna verð ég að vera meðvituð hvern einasta dag .

Stundum kemur hún og vil fá útrás í kaupæði og ég hef stundum látið undan, en það er eins og hún vaxi bara og vaxi við það að ég gefi eftir svo ég stramma upp og læt hana vita að það sé ég sem ráði en ekki hún.

Undanfarið hef ég tekið eftir að hún er að læðast inn og reynir að plata mig, en ég er búinn að fatta kellu !!

Hún “þráhyggjan” er byrjuð að þráhyggjast á facebook í tíma og ótíma og sörva á alla mögulega veru frá einu í annað á netinu. Ég veit og er að taka á því en jafnframt að skilja, um hvað þetta er allt saman.

Ég vil líka deila því með ykkur og gaman væri að heyra ykkar álit á því?

Ég skoða matarfíkn, og sé að maturinn og sykurinn eru með til að deyfa alla okkar skynjun og gerir það að verkum að við erum ekki meðvituð á fullan hátt en á einhvern hátt meðvitundarlaus.

Áfengisfíkn er eins, við látum stjórnast af þeirri nautn sem gefur að vera meðvitundarlaus, við erum ekki okkar eigin herrar, en áfengið ræður ríkjum, ekki bara hjá okkur en allri fjölskyldunni.

Reykingarfíkn, er sú sama, reykingar stjórna rytma dagsins og stjórnar líka meiru en margir vilja viðurkenna. Fjárhag, geði, og tíma.

Spilafíkn er sama þráhyggja og það sem á undan er talið, er líka með til að eyðileggja heilu fjölskyldurnar, eyðileggja líf margra.

Eiturlyfjafíkn er allt það sem á undan er talið hvorki meira né minna.

Kaupfíkn er það sama og hitt og þráhyggjan ræður ríkjum í lífi þeirra sem þjást að þessari fíkn

Spilafíkn kemur á sama bás, og allt það sem er á undan.

Facebook, FarmVilla og fleira nettengt er svo það sem ég er að takast á við núna. Ég get hangið andlaus og meðvitundarlaus á netinu, án nokkurs formáls annars er þess að vera meðvitundarlaus og aðhafast ekkert sem er meira uppbyggjandi en þetta.

Allt það sem ég hef talið upp, er til þess að gera okkur fráhverf heiminum, náunganum, fjölskyldu okkar að vera til staðar full meðvitundar og sýna Kærleika til umhverfis okkar. Allt þetta er deyfilyf til að vera ekki í lífinu. Allt þetta er með til að gera heiminn verri en hann er, vegna þess að meðan við erum í neyslu, erum við ekki til staðar fyrir okkar kæru, erum ekki til staðar fyrir okkur sjálf, erum ekki lifandi í lífinu í kringum okkur, við lifum í gegnum eitthvað annað, sem ekki er raunverulegt.

Ég er á því að facebook er líka gott, en í hófi.

Ég er líka á því að það að vera í fráhaldi á einn og annan hátt, getur líka gefið “ frú þráhyggju" möguleika á að fá yfirráðin, allt er um það að verða grannur, verða eitt og annað, það er jafn óholt fyrir hvern og einn  og mjög fjölskylduskemmandi. Eins og að vera í neyslu. Þetta er í raun allt um það að vera í jafnvægi, og lifa í jafnvægi með sjálfri sér og öllum öðrum. Í hvert sinn sem við finnum að við verðum “húkt” á einhverju, verðum við að skoða hvað það er, hvað það gerir okkur, hvað það gerir þeim sem er í kringum okkur, hvort það gerir okkur gott í raun og hvort það geri gott fyrir heildina

 

Ég er líka á því að þráhyggja er góð, en með okkar stjórn, að við stjórnum því hvert við beinum þráhyggjunni. Það getur verið eftir betra lífi, ríku andlegu lífi, heilbrygði, Kærleika, náttúru, og ýmsu öðru sem er uppbyggjandi fyrir heildina og þig. Þráhyggja er dásamlegu drifkraftur ef við notum hann rétt.

Í dag, elska ég sjálfa mig, ég veit að það er nauðsynlegt til að ég geti elskað aðra, sem svo elska sjálfa sig til að geta elskað aðra og svo koll af kolli. Við sem mannkyn, verðum að sjá hlutina út frá stærra samhengi, þá strax verðum við hluti hvert af öðru og förum svo að elska náunga okkar eins og sjálfa okkur. Förum frá því sem við erum að gera í dag, eða elska okkur sjálf, eins og náunga okkar, þannig er heimurinn í dag og þess vegna er allt eins og það er í heiminum. Þetta er ekki um það að vera mjór, þetta er í raun allt um Kærleika.

Það er þar sem við tökum við völdin á eigin lífi, eigin tilfinningu, eigin hugsunum !

Ég ætla að birta myndir, sem alltaf segja svo mikið. Myndir sem eru teknar fyrir og eftir. Ég hef aldrei gert þetta áður, finn til í maganum við að birta myndir af mér sem teknar þegar ég var svona veik, (í neislu) en ef þetta er með til að hjálpa, þó ekki væri nema einum, er það þess virði.

Megi Kærleikur og Ljós skína á Líf ykkar allra og munið, það er til leið. Ef þið þekkið einhvern sem þið vitið að hefur þörf fyrir þessi orð, endilega sendið þetta til viðkomandi með mínu samþykki og mínum Kærleika.

_mg_4227.jpg


Ný hugsun með nýrri kynslóð

Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!

 

Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.

 

Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.

 

Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.

Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4  ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.

 

Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.

Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.

 

Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.

Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska

 

Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.

 

Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.

 

Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.

 

Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.

 

Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.

Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.

 

img_0928.jpg


hugurinn flytur fjöll eða grefur gröf, þitt er valið

_mg_5242.jpgSvona getur það nú verið, maður kemur og maður fer. Ég er hérna smá stund, svo koma aðrir tímar með annan fókus sem þarf að sinna.

Það eru mikil átök allsstaðar þar sem ég tala við fólk, en það sem er gott við það er að þá koma aðrar hugsanir inn í meðvitundina, hugsanir sem engin getur tekið frá þeim sem hugsar, það koma líka draumar, draumar sem engin getur tekið frá þeim sem dreymir.

Draumar geta verið sterkur kraftur, bæði jákvæður kraftur og líka neikvæður. Munurinn liggur í því sem liggur á bak við drauminn. Hvaða hugsun er á bak við drauminn, er eitthvað sem við öll ættum að skoða sem látum okkur dreyma,. Hvaðan kemur draumurinn og hverjum er hann ætlaður. Er draumurinn góður fyrir einn eða fyrir heildina. Við erum þar sem mannkyn, að við ættum að láta okkur það varða hvaða áhrif draumar okkar og hugsanir hafa, á okkar líf og annarra.

Orka fylgir hugsun. Hugsun, eða draumar eru eitthvað sem getur haft áhrif á bæði okkar líf og annarra. Við þurfum að vanda okkur í þeim hugsunum og draumum sem við leyfum koma upp á yfirborðið. Það er hægt, en það krefst meðvitraðar æfingar. Það felst í því að skoða þá hugsun sem kemur, sem annar, sá sem hlustar. Hugsunin/draumurinn kemur upp, við skoðum hana, reynum að finna hvaðan hún kemur og hvað hún vill, þá meina ég virkilega að einbeita sér að henni og reyna að skilja hver innsti tilgangur hennar er.

Það er alltaf tilgangur! Einn tilgangurinn getur verið að hugsunin vil bara hugsast ! Þar á ég við að við erum með fullt að hugsunum sem koma aftur og aftur og vilja bara hugsast. Þessar hugsanir eru einskonar vanahugsanir sem trufla skýra hugsun. Þessar hugsanir eru til trafala og gott er ef við reynum að róa þær, fá þær í burtu. Þær koma aftur og aftur, vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir að við erum ekki þessar hugsanir, við höfum þær bara og við getum stjórnað þeim, en ekki láta þær stjórna okkur. Best er að byrja á að þjálfa sig á því að stjórna þessum hugsunum og senda þær upp í Ljósið. Það er mikilvægt að muna að við höfum þessar hugsanir, við erum þær ekki.

Aðrar hugsanir, eins og  til dæmis hræðsla sem margir þjást af nú til dags.

Hvaðan kemur hræðsluhugsunin, hvað erum við hrædd við ?

Mín upplifun er sú að hræðslan kemur frá undirmeðvitundinni sem alltaf vil okkur vel, en er okkur líka oft til trafala.

Það þarf að róa undirmeðvitundina, og vinna með henni. Við getum talað við undirmeðvitundina, við getum valið að vinna með henni en ekki á móti henni. Undirmeðvitundinn er öll sú reynsla sem við höfum frá þessu lífi og fyrri lífum. Þarna er mikla visku að fá sem getur hjálpað okkur mikið í öllu sem við gerum. En undirmeðvitundinn  býr ekki bara yfir visku, hún man líka allt það hræðilega, erfiða og sorglega sem við höfum upplifað í öllum þeim lífum sem við höfum haft og að sjálfsögðu vil hún verja okkur fyrir þess slags áföllum.

Verum meira meðvituð í sambandi við undirmeðvitundina, það gerir allt auðveldara, verum meira meðvituð um þær hugsanir sem við hugsum, þær hugsanir sem við sendum út í heiminn, þær hafa áhrif, þær senda frá sér  það sem er hugsað og ef um slæmar hugsanir er að ræða, sem er sennilega 8o prósent af þeim hugsunum sem eru sendar út, þá er ekki svo skrítið að heimurinn sé eins og hann er í dag, eða hvað.  Góðar jákvæðar gleðihugsanir hafa líka áhrif, það eru þær hugsanir sem er svo mikil þörf á í heiminum og þar getum við öll lagt eitthvað af mörkunum.

Verum meðvituð um að senda góðar hugsanir út reglulega, þær safnast svo saman og hafa áhrif á framvindu mála í heiminum, sjáið bara til …….

Set hérna inn sjálfsþekkingarhugleiðslu fyrir þá sem vilja


Eftir hundrað ár og súrkál finn ég tíma til að setjast niður og gefa frá mér hljóð.

_mg_6142.jpgHeimasætan nýr farinn út úr húsi með nágrönnunum á leið til Stokkhólms í lúxusferð á flottu hóteli og næturgisting á eyðibýli á leiðinni.

Nágrannar okkar eru alveg hreint frábærir. Við erum í miklu og góðu sambandi við þau öll. Ræddum um það um daginn að við ættum eiginlega að byggja glergöng á milli okkar! Þetta er kolleftiv með nokkrum fjölskyldum og þrjár af fjölskyldunum fara af stað. Sól er mikil vinkona barnanna og þar af leiðindi var henni boðið með. Aldeilis frábært. Hún kemur heim á sunnudagskvöldið eða mánudagsmorgun.

Gunni er úti í skóla að elda mat fyrir þá nemendur sem eru að klára skólann til að fara áfram eitthvað annað.

Ég sit hérna við opin gluggann, bíð eftir þrumum og eldingum sem búið er að lofa í kvöld. Ég sit undir teppi þreytt og sæl eftir undanfarnar vikur sem hafa verið frábærar og erfiðar.

Í dag var lokasýning í listaskólanum með fullt af glöðum gestum sem nutu frábærra verka nemanda. Á morgun hef ég frí en vinn svo mánudag og þriðjudag og er svo komin í sumarfrí, yndislegt. Hérna er hægt að sjá heimasíðu skólans

Um síðustu helgi var “prufudagur” í nýja skólanum, SKOLEN FOR KREATIVITET OG VISDOM. Nýtt og ótrúlega spennandi verkefni sem Ulrikka vinkona mín og ég erum að setja í gang. Skólin er ætlaður fyrir börn frá 6 til 9 ára í einum bekknum og 10 til 14 ára í hinum. Við vinnum að sköpun í mörgum _mg_6333.jpgformum. Við hugleiðum, segjum ævintýri, syngjum, spilum tónlist, málum, teiknum, vinnum með leir, ræðum heimspeki, finnum fram það innra og túlkum það fram í það ytra. Engin sköpun er röng og öll sköpun er leyfileg. Við gefum tíma til að skoða og finna fram það sem vill koma fram í því formi sem passar hverjum og einum. Sum hugsun kallar á ákveðna leið til að vera séð og sú leið fær hjálp til að verða sýnileg.
Við höfðum 7 börn í hverju holli og dagurinn var alveg hreint frábær. Ég var svo sæl og sátt á eftir og við báðar tvær. Hægt er að sjá heimasíðuna hér ._mg_6319.jpg

Ulrikka og ég höfum unnið að þessu verkefni undanfarna sex mánuði og nú er þetta að verða raunverulegt. Fólk er mjög hrifið að þessu og nú er bara að vona að við byrjum með tvo fulla bekki í haust. Þetta er til að byrja með á fimmtudögum og sunnudögum en að sjálfsögðu reiknum við með að þetta verði meira í framtíðinni. Þrjú barnaheimili hafa haft samband við okkur til einhverskonar samvinnu, en við ætlum að skoða það eftir sumarfríið. Spennandi spennandi.

Núna hef ég nokkra daga til að vinna að sýningunni á Íslandi . Ganga frá kúnstskólanum fyrir sumarfrí klára þar sem klára þarf þar og loka, þar til 3 ágúst.

Við erum í þeirri frábæru aðstöðu eftir 7 ár að vera með fullt hús og nemendur á biðlista og fólk sem vil kenna á biðlista líka. Lúxus :o)2009_06130219_869678.jpg

Sól og ég komum nú heim til Íslands, þann 4 júlí verðum eitthvað pínu lítið í Reykjavík, einn dag að mig minnir. Fljúgum svo til Ísafjarðar verðum þar til 10 Júlí, förum svo til Reykjavíkur og verðum í viku. Ég veit eitt, að ég ætla að heimsækja æskuslóðirnar og sýna Sól það umhverfi sem ég ólst upp í annað er ekki ákveðið.

Ég hef af og til skrifað um barnaheimilið sem Sól var á þegar hún var lítil. Ég vann þar líka þegar barnaheimilið var að byrja og þess vegna var Sól svo heppin að vera ein af fyrstu börnunum á þessu barnaheimili. Þetta barnaheimili er bóndabær og algjörlega einstakur ataður. Það er þar sem við fengum Lappa, Múmín kisuna okkar og núna Dimmalimm. En um daginn varð barnaheimilið 10 ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl. Öllum börnunum sem höfðu hætt til að byrja í skóla var boðið að koma og eiga kvöldstund og nótt á bóndabænum. Morgunmatur var líka og þar gátu foreldra verið með. Margt á þessum barnaheimili voru hlutir sem við foreldra sáum um, til dæmis hreingerning og garðvinna. Frábær staður með mikilli ábyrgð á foreldrum barnanna. Gunni og ég vorum mjög aktiv þarna og að sjálfsögðu stóð Gunni fyrir matnum og hann var líka með í tjaldi til að passa börnin um nóttina._mg_5893.jpg_mg_5898.jpg_mg_5931.jpg_mg_5933.jpg_mg_5934.jpgÞað er svo frábært að Sól ennþá eftir 6 ár, elskar barnaheimilið sitt og hún gat varla beðið eftir að dagurinn stóri rynni upp. Þetta var mikil upplifun og gaman að sjá allt þetta fólk aftur.

 

 

 

Á bóndabænum eru fjöldin allur af dýrum og umhverfið algjörlega yndislegt. Byggingarnar og hugsunin á bak við staðinn er allt lífrænt. Ég set inn nokkar myndir af deginum.  

Annað að frétta að Dimmalimm er fallinn vel inn í hérna á heimilinu. Hún er aldeilis frábær hundur svo fyndin og skemmtileg. Ég hef haft hana mikið með í vinnuna og þar er hún elskuð heitt af öllum og nemendurnir voru bara fúlir í dag þegar hún kom ekki með. Ég lofaði að eftir sumarfríið tæki ég hana með af og til svo þau gætu haldið sambandi við hana áfram. Lappi litli er alveg frábær við hana svo lítið félagslyndur sem hann er, tekur hann öllum hennar árásum bara með stakri ró.
Hún er algjör morgunkúra. Á morgnana þegar við vöknum þarf ég að bera hana niður hálf sofandi setja hana út á gras til að láta hana pissa og kúka og hún hangir með hausinn í nokkurn tíma áður en hún nennir að gera eitthvað. Mjög öðruvísi en ég er vön með hina hundana, þar sem við þurftum að rjúka niður eldsnemma með þá til að vera á nógu fljót áður en pissað var.

Ég vona kæra fólk að þið hafið það alveg yndislegt öll og sólin nái að skína á ykkur oft á dag bæði hin innri sól og hin ytri.

_mg_6174.jpg


Fegurðin í náttúruríkjunum

wijr.jpgEr allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt.  En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.

Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.  

 En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.

það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.

Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki  !

Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.

Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.

 Hugrenningar mínar fara  til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.

Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.

 Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!

Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.

Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum,  í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.  Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.

Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við  eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.

Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?

Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !

Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka,  fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira

Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:

Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband