Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

þegar allt fer í hring og maður mætir sér aftur í hringnum....

_MG_5983

Stundum er gott og skrítið þegar hlutirnir fara í eigin hring með eigin ákvörðunum og stefnu án þess að maður geti nokkuð gert til að hafa það öðruvísi. Þannig er dagurinn í dag og dagurinn í gær og þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég skúffuð, svekkt, leið og skúffuð, svekkt og leið og allt. Setti allt á annan endann eða þannig. Upp kom gamalt munstur sem minnir á sig af og til , bara til að minna á sig og benda mér á hvar þarf að taka til höndunum. Ég var skúffuð lengi, rökræddi við Gunna og aðra, en það var engin alvöru rökfræðsla, heldur máttlaus tilfinning um máttleysi mitt og skúffelsi sem ég setti í hin ýmsu orð til að gera það litríkara en það í raun var. Ég fékk þó samræðurnar upp á yfirborðið og út frá því komu hinar ýmsu skoðanir sem ég þurfti á að halda til að finna tilgang með öllu þessu sem mér finnst svo mikilvægt. Stundum er eins og það þurfi að setja allar tilfinningarnar á spilaborðið til að fá fram því sem er kjarninn í þeim hugsunum sem maður hefur.
Ég á ekki alltaf jafn auðvelt með að vinna með öðrum því ég er alltaf mörgum árum á öðrum stað og á erfitt með þann hraða sem aðrir eru á. Þetta hefur alltaf verið svona, en þegar maður vinnur einn með sjálfum sér kemur það ekkert sérstaklega mikið fram. Sem myndlistarmaður hefur það reynst mér ofsalega vel. Ég hef unnið sóló eða verið með í verkefnum þar sem ég hef kannski ekki alltaf orðið var við að allir eru á sitthvoru rólinu. Núna vinn ég í andlegum grúppum og þar finn ég rosalega fyrir þessum ólíka hraða og þörf fyrir að allt eigi að gerast fyrir mörgum árum. Þetta er holt fyrir mig, svo holt því þar veit ég hvar ég þarf að vinna með mig og í því umhverfi sem það kemur best fram er gott fyrir mig að vera. Ég vil helst vinna ein því þar er bara ég og engir áresktrar og ekkert sem truflar þær ákvarðanir sem mér finnst bestar og þann hraða sem mér finnst passa hverju sinni. _MG_5986
Á heimilinu eru að sjálfsögðu árekstrar sem fylgja því að vera svo nálægt sínum nánustu, en þar eru hlutirnir á öðru plani en þegar um annað samstarfsfólk er að ræða. Þar sem allt sem gert er, er í sjálfboðavinnu, engin laun sem hægt er að benda á með vísifingri. Nei bara áhugi og þörf fyrir að heimurinn verði betri en hann er. Þar þarf að prufa sig áfram og reyna að finna þær leiðri sem eru réttar fyrir manni en engin vissa. Þetta er ekki átakalaust, en í því er lærdómurinn fólgin. Ég er sannfærð um að grúppuvinna er stærsti andlegi lærdómurinn hjá hverri manneskju.

Ég byrjaði að vinna í  andlegum grúppum fyrir 5 árum og það hefur verið allt annað en átakalaust. Fyrir það fyrsta eru flestir á ólíkum stað en ég í sínu persónulega lífi, það er oftast bara þessi andlegi áhugi sem er sameiginlegur. Þetta hefur reynst mér erfitt. sérstaklega vegna þess að ég hef  haft sterkan vinahóp innan myndlistageirans. En engin af þeim hefur áhuga á því andlega á sama hátt og ég hef. Þess vegna hefur þörf mín fyrir að fara þessa braut oft verið á sterkum vogarskálum, á milli þess að vilja vera með til að þróa og hjálpa heiminum með hugleiðslu og andlegri vinnu og að vinna fyrir egóið mitt og sýna þau verk sem ég hef skapað, bæði ein og með öðrum. Sá heimur er heimur sem ég þekkti best._MG_5984
Það er svo mikið að góðum myndlistarmönnum í heiminum að ég sá fljótt að það kæmi ekkert skarð í hópinn þó ég einbeitti mér meira að því að boða út Kærleika til dýra og mannkyns. Boðskap um Eitt líf, Eitt Mannkyn, Eina jörð.Skapa Kærleika og heilun á milli manna og dýra.
Þó við höldum oft að það séu svo margir að gera þetta og það sé nóg, þá er það ekki rétt. Það eru margir en í hlutfalli við hversu mörg við erum á jörðinni þá er hlutfallið lítið sem markvisst vinnur að hinu Guðdómlega. Ef við skoðum ástandið í heiminum í dag, getur hver maður sé þá geysilegu þörf sem er á allri þeirri hjálp sem er möguleg til að við komumst sem mannkyn á hærra vitundarstig, og bara þegar við komumst þangað verður ástandið betra fyrir okkur sem mannkyn, dýraríkið og Jörðina í heild sinni með öllu því lífi sem þar er.
 Þannig að ég hef helgað mig þeirri vinnu 100000 prósent, og finnst ekkert í heiminum mikilvægara. Það sem gerir muninn á þeirri vinnu og því að vinna sem myndlistamaður að í þessari vinnu (ég lít á þetta sem vinnu) þá er ekki neinn beinn respons til baka fyrir því sem maður leggur í þetta eins og með myndlistina þar sem maður baðar sig í aðdáunarljósinu og egóinu á opnunum og því sem fylgir að vera myndlistarmaður sem er að sjálfsögðu líka erfitt á köflum.
 Þetta eru tvær þarfir sem ég í raun slæst við, hin innri þörf og hin ytri þörf. Þannig verður það örugglega oft í framtíðinni, en það er svo skrítið að það er einhvernvegin engin leið til baka. Þó svo að egóið hoppi upp af og til og vilji vera með og leika sér, og auðvitað gefi ég því líka sitt pláss þá er það sú hin innri þörf svo mikilvæg og sterk að það er engin leið að stoppa það.

Svoleiðis er það bara.
Fundurinn sem átti að vera í dag, var aflýst vegna veikinda, og það er bara gott. Þess vegna hef ég haft tíma til að drekka tvo bolla af góðu kaffi með skummandi mjólk, gengið um í garðinum mínum og séð allt sem er að springa út og heyrt fuglana syngja Skrifað þetta blogg, heimsótt nokkur af ykkur bloggvinum Núna hef ég  langan dag fyrir höndum þar sem  ég get hugleitt í sól og hita í garðinum mínum. Kannski farið í göngutúr með Lappa á ströndina. Farið með Gunna að ná í býflugurnar sem hann er að fara að kaupa eða bara lesið í bókinni sem ég var að fá The Animal Kingdom, A spiritual perspective....
Kærleikur og friður veri með ykkur öllum um helgina kæru bloggvinir og Gleðilegt sumar til ykkar héðan frá 20 stiga hita_MG_5995


Það vantar ekki mikið upp á......


sit í eldflaug alla daga

Kæru öll elskuleg.Þetta verður stutt og laggott. Það er svo mikið að gera þessa dagana. Við erum að leggja síðustu hönd á myndina um skólann, það er mjög spennandi en setur allt úr skorðum í kennslu og öðru. Var á Hugleiðslu ráðstefnu um síðustu helgi. Þar komu margar grúppur frá Skandinavíu og hugleidduu saman á Wesak hátíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er haldið hérna Í Skandinavíu. Stefnt er að því að halda aftur svona mót á næsta ári en þá á að fá ennþá fleiri með. Auðvitað bauð ég mig fram í að standa fyrir þessu á næsta ári ástamt nokkrum öðrum. Það er hvort sem er svo lítið að gera að mér munar ekkert um þetta.hahha

Um helgina hittist The One Earth Group (við sem erum í kjarnanum) hérna heima hjá mér og Gunna og verðum með heilan dag þar sem við vinnum að ýmsu sem þarf að klára fyrir ferðina til Washington í júní. Á morgun koma gestir í mat eftir vinnu........Þið verðið að fyrirgefa að ég er ekkert að gera mig sýnilega á síðunum ykkar, kíki af og til en er ekkert að kvitta því það er í pásum frá lífinu í hinum raunverulega heimi. ENNN ég fylgist með ykkur.Fallegt video fylgir með hérna.Ætla að þrífa húsið fyrir annasama helgi.Blessi ykkur öll á fallegum Fimmtudegi.


hef haft þetta áður, en sumt er hægt að sýna oft....


ég er ég, þú ert ég, þið eruð ég, allir eru ég.....

_MG_5850Það er fallegur þriðjudagur. Sólin skín og eins og sagt er og fuglarnir syngja. Ég var að hengja fullt af þvotti út, til að fá útilykt á þvottinn eins og mamma mín sagði alltaf í gamla daga.

Ég hef hugleitt fyrir blessuð dýrin í dag og það var góð hugleiðsla. Ég er eiginlega að bíða eftir Sigyn minni, við ætlum í göngutúr með Lappa út í óvissuna, en hún hefur sofið yfir sig, enda mikið að gera hjá henni og Albert hennar. Þau voru að opna veitingastað í síðustu viku á Norður Sjálandi. Flottur staður alveg við sjóinn.

Ég ákvað þá að skrifa smá til ykkar á meðan ég býð eftir þessari elsku, því að á morgun og hinn verð ég lítið heima til að skrifa. Á sunnudaginn er Wesak hátíðin og þá verður haldið í fyrsta sinn Nordísk Hugleiðslumót. Þar að segja, það er nokkrum grúppum boðið að vera með og The One Earth Group er svo heppin að vera með í því boði. Wesak er stórhátíð og því ber að fagna. Buddha kemur til jarðar í Himalaja og blessar mannkynið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa hátíð og það er alveg ólýsanlegt. Við hugleiðum okkur inn í þennan stórkostlega viðburð og í marga daga á eftir er maður ekki alveg til staðar í meðvitundinni sinni, en fullur af þessari dásamlegu orku sem í Blessuninni er . Þetta er á því tímabili þegar það er fullt tungl, sem er á sunnudaginn næsta á dönskum tíma kl. 12.25 . Þá er sem sagt gott að vera komin inn í djúpa hugleiðslu og sjá hvað gerist. Ég mæli með því fyrir þá sem óska þess að vera meðvitaðir með á þessum viðburði. Að sjálfsögðu fá allir hlut af þessari dásamlegu gjöf sem Blessunin er hvort sem maður vill eða ekki. _MG_5852
Ég og Siggi minn förum fyrir hönd grúppurnar.
Ekki veitir af að Blessa okkur og Móður Jörð, það er svo margt sem ólgar alveg ógurlega. Ég hlusta á fréttirnar og verð meira og meira döpur yfir þeim látum og hörmungum sem eru að gerast í heiminum. En þó veit ég djúpt inni í hjartanu að þetta er eina leiðin til að finna harmony. Eftir konflikt kemur harmony. Það er ekkert voða flókið ef við skoðum það bara í okkar nánasta umhverfi. Hver kannast ekki við hjónabandið, þar sem við hjálpum hvert öðru að ala okkur upp. Það er engin tilviljun að við hittum manneskju sem við í byrjun í einhverri blindni verðum ástfangin af og sem betur fer sjáum við bara kostina og stundum kosti sem ekki einu sinni eru þar. Við lifum í einhvern tíma í öðrum heimi og sjáum það sem best er að sjá sem betur fer. Þegar tímar líða fara að koma fram hlutir sem pirra og pirra svo meira og meira. Það sem við gerum er að kasta okkur yfir hinn aðilann og segja honum/henni hvað best sé að gera til að þau bæti sig til að mögulegt sé á að vera í sama húsi og hann/hún. Þetta gerum við í langan tíma, bendum á og bendum á. En halló, gerist eitthvað sem bætir ástandið fyrir báða aðila ? Stundum næst það sem óskað er, en ekki í sameiginlegri hamingju, það er sá sem gefur eftir og verður spegilmynd hins sem ekki fær lifað sig sem þeim ber. Það er nú ekki það sem er ætlunarverk okkar hérna á jörðinni, að gera fullt af spegilmyndum af okkur sjálfum, og heldur ekki það sem veitir okkur hamingju. Við sjáum það sama í trúarstríðum og hatur á milli kynþátta, ekki gengur dæmið upp þar. En það er nákvæmlega það sama sem gerist þar, bara í stærri skala. Þegar við í þessu lífi, því næsta eða því þarnæsta lærum að elska það sem er, hugsar og meinar öðruvísi en við þá gerast jákvæðir hlutir. Það er ekkert fallegra að mínu mati en auðmýkt og Kærleikur til alls og allra, og þá er það líka Kærleikur til þessa sem hugsar, talar, og er öðruvísi en við. Til að ná þangað heilhjartað er langur og strangur vegur með ögun á egóinu og opnun á Kærleiksblaðinu. Til Þess er fjölskyldan sem við fæðumst með í þessu lífi meðal annars.
Ég þekki þetta vel af eigin raun í sambandi við manninn minn. Ég var í mörg ár að sætta mig við að hann væri öðruvísi en ég. Mig langaði að sjóða fötin hans í byrjun sambandsins, sauð bara nokkrar buxur og peysur, en fannst of gróft að sjóða allt. Ég fann þó alveg frá byrjun að við áttum að vera saman, en ég leitaði kannski að sjálfri mér í honum, en fann mig ekki þar. Hver maður getur séð að sá útgangspunktur er ekki góður fyrir neinn. Það er engin sem getur lifað upp til þess.
Núna í dag vinn ég að því meðvituð að elska það sem er hjá honum sem er öðruvísi og framandi fyrir mér og tileinka mér það hjá honum sem ég sé að mig vantar og ég sé að gæti hjálpað mér að verða betri manneskja.. Það er svo margt í honum sem ég get lært og vantar hreinlega í mig til að ég verði heil. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá sjálfan sig eins og maður er. Við viljum öll sjá okkur næstum fullkomin. Við eigum erfitt með að sjá hvað það er sem okkur vanta í okkar sístem, því við höfum aldrei haft það. En það sem ég hef fundið út úr og lifi í meðvitað er að það er engin tilviljun að ég hef hitt Gunnar, hann hefur eitthvað í sér sem ég þarf að læra og öfugt, en ég á ekki að nota tímann í að segja Gunnari hvað hann á að læra, þó svo það sé auðvelda og tekur jafnframt athyglina frá því sem er mikilvægt í minni þróun.
Ég á að einbeita mér á það hvað ég á að læra frá honum, það er aðal verkefnið hjá mér í þessu sambandi. Þannig þróa ég mig sem manneskja í því að verða heil, eins og ég vil verða í þessu lífi.
Það er mikilvægt að við öll verðum meðvituð um það að vinna hver með sig. Ekki hver með hinn, enda er það einkennilegt, þegar við setjum það þannig upp. Ég held samt að mjög margir geri það og þess vegna eru svona mörg sambönd sem ekki endast eftir ástarbrýmann fyrsta.

Við getum ekki undrað okkur á því að það séu svona mikil átök í heiminum þegar við gerum ekki betur heima hjá okkur sjálfum með okkar nánustu sem við þó þekkjum og höfum ákveðin kærleika til.
Þetta er allt saman um það sama, hvort sem átökin séu á milli okkar og þeirra á heimavelli, eða okkar og þeirra í Írak, Palestínu, ... ekki flóknara en svo.

Núna er ég komin heim úr göngutúr og búin að fá mér vatn með Sigyn dóttur minni sem fékk sér kaffi._MG_5853 Sólin skín úti og ég ætla að fara út í garð og njóta þess að grafa svolítið í moldina. Kíki samt smá á bloggin ykkar áður. Í kvöld er fundur hjá hugleiðslugruppuni minni í Kaupmannahöfn og það verður dejligt !
Það er svo margt fallegt allsstaða, ég ætla að horfa á það.
Blessi ykkur

Og sýndu miskunn öllu því sem andar

human-lion-31Vorið er stundum uppáhalds tíminn minn. Stundum, eða þar að segja, þegar það er haust, er haustið líka uppáhaldstíminn minn. Þetta er tíminn á milli hinna, eins og tíminn, þögnin á milli orðanna þar sem mest gerist. Núna angar allt af ilm frá kirsuberjatrjám, mírabellutrjám og öðrum blómstrandi trjám.

Það er tíminn þar sem allt fæðist, vaknar og opnar augun fyrir nýju lífi sem þarf að lifa þar til næst.Allt vaknar, dýrin verða hálf rugluð í ástarparatímanum, og hlaupa fram og til baka til að vekja athygli hjá hinu kyninu.

Það er dansað og gargað í garðinum mínum. Refamamma fer á stjá í bænum, gengur á þá staði sem hún fékk mest mat í fyrra til að fóðra ungana sína. Einu sinni fékk/tók hún 17 hænur frá mér. Þá varð ég frekar þung á brún. Ég vil gjarna deila því sem ég hef, en þetta var nú kannski einum of mikið í átt að þjófnaði en bróðerni. Við plötuðum þá rebba og færðum hænsnakofann á annan stað á lóðinni, og þá var leikurinn úti. En kisur bæjarins tóku hvern hænuungan á fætur öðrum, af 20 hænuungum var að lokum engin eftir, það var dapurlegt. Sennilega var það ein af ástæðunum fyrir því að við völdum að hafa ekki hænur meira. Allur þessi dauði, þó svo að líka væri líf, að sjálfsögðu.

Á nóttunni gerðust hinir ýmsustu hlutir sem var leiðinlegt að uppgötva að morgni. 

Núna þegar ég er að keyra á morgnana í vinnuna hlusta ég á útvarpið, sem er ekki frásögu færandi. En inn á milli dagskránna koma umferðarfréttir fyrir þá sem keyra á stóru vegunum, sem ég geri ekki,ég keyri yndislega sveitavegi. Í morgun var frétt um að á Holbæk mótorveginum hefði verið keyrt á dádýr, (það gerist oft á þessum vortímum) en þar af leiðandi væri umferðin hæg og fólk var beðið að taka tillit á þessu svæði. Svo gerðist svolítið dásamlegt sem ég hugsaði um lengi á eftir og hef ALDREI heyrt áður. Útvarpsþulurinn sagði : mikið vildi ég vita hvernig fór fyrir þessu blessaða dádýri !!!!human-lion-21

Ég hef aldrei heyrt umhyggju fyrir þeim dýrum sem keyrt er á, og vona ég að þetta sé bara byrjunin á því að ég heyri umhyggju fyrir þessum elskum, þegar við keyrum þau niður á þessum ökutækjum okkar. Sem sagt, ég var glöð í dag og hugsaði með mér að batnandi mannkyni væri best að lifa. Ég er svo að keyra heim úr vinnunni áðan, ég geri eins og margir, og ekki má tala í símann, hlusta músík og þetta sinn  hlustaði ég á Ellen.

Sé ég þá að á miðjum veginum liggur önd á bakinu og sprellar með fæturna. Hún var stór, og gat ekki farið fram hjá neinum. Þetta er fjölfarinn vegur, og ég gat með herkjum keyrt út í kant, beðið eftir að geta komist út úr bílnum og sjá hvort ég gæti gert eitthvað. Ég veit þó að ég get lítið gert, því ég get hreinlega ekki drepið dýr. Innst inni vonaðist ég eftir því að hún væri dáinn, þessar hugsanir hafði ég  á meðan ég bíð í bílnum mínum, vona líka að það keyri einhver alveg yfir hana, þá er þessu fljótt lokið.

Eigingjarnar og hræðslu hugsanir. En allir tóku mikið tillit þarna sem ég var og keyrðu ekki yfir hana, en sáu hana samt ekki. Gangandi vegfarendur sáu heldur ekki neitt, heldur horfðu í hina áttina. Sem ég á margan hátt skil vel.

Ég fer svo að öndinni, og hún er lifandi, en ansi illa til reika. Ég tek hana upp og fer með hana inn í bíl.

Ég er sem betur fer með dúk í bílnum sem ég get vafið hana inn í. Hún er heit, en ekki hrædd.

Ég fann lífið anda inni í henni,

sá fyrir mér vorleikinn sem hún var rifinn frá í augnablikinu frá gleði til sársauka.

Ég lækkaði músíkina, því þetta eru hljóð sem hún þekkir ekki, og lækkaði á hitanum í bílnum.

Ég heyrði hana anda og því fylgir líf. Það var mikið blóð.

Ég keyrði hana á dýraspítalann, þar sem tekið var á móti henni  með opnum örmum, og umhyggju.

Mér var lofað að allt yrði gert til að hjálpa henni.

Ég dæmi ekki þá sem verða fyrir því að keyra á dýr, það getur  gerst fyrir mig og hvern sem er, ennnnn að keyra í burtu án þess að athuga hvernig dýrinu vegnar og athuga hvort mögulegt sé að hjálpa því á hvern hátt sem er. Þar set ég upp spurningarmerki.

Á mánudaginn þegar ég var að keyra í vinnuna sá ég svartan fugl við vegarkantinn að gera sig flottan fyrir hitt kynið sem var á hinum kantinum. Ég sé fuglinn rétt í beygju. Ég keyri framhjá, en ég sé í bakspeglinum að annar bíll kemur og keyrir á fuglinn. Ég keyri áfram, en sé að sá sem keyrði á fuglinn keyrir bara áfram eins og ekkert sé.

Ég hugsa með mér að þetta geti hann hreinlega ekki gert, stoppa og bakka bílnum í átt að slysstað. Stoppar þá hinn bílinn og bíður átekta, svona hugsandi, hvað er í gangi ? Ég stoppa bílinn og bíð í smá tíma. Bakkar þá bílinn að fuglinum og stoppar bílinn þar. Við bíðum bæði átekta. Ég eins og lögga, hugsandi reið, ”berðu ábyrgð á því sem gerist ” Stendur þá eldri maður út úr bílnum, gengur að fuglinum, tekur hann upp (ég sá að það var ekkert lífi í fuglinum) og hendir honum út i vegakant. Þá keyrði kerla af stað í vinnuna.

Eins og ég skrifaði áður allir geta orðið fyrir því að keyra dýr niður, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um það sem maður gerir og sýna því dýri sem maður tekur lífsandann frá, þá virðingu að hafa  augnabliks hugsun til þess sem farið er og stoppað í þeim ferli sem það er í sem er jafn mikilvægt fyrir það eins og okkar ferli er fyrir okkur. Ekkert minna mikilvægt en okkar. Það virðist því miður oft gleymast. Hvort sem maður tekur líf óviljandi, með vilja, leik eða í sporti.

Ég hef sem betur fer ekki keyrt dýr niður þannig að það deyi. Ég veit hreinleg ekki hvernig það væri fyrir mig. Ég kom einu sinni fyrir nokkrum árum að hundi hérna ekki langt frá sem var búið að keyra niður.human-lion-5 Hann var lifandi en það var greinilega búið að keyra yfir hann oftar en einu sinni. Ég og Gunni fórum að sjálfsögðu út úr bílnum og reyndum eftir bestu getu að hlúa að honum, en hann kvaldist hræðilega, sem betur fer dó hann skömmu eftir að við komum. En ég er þakklát fyrir það að hann dó með jákvæða orku og kærleika í kringum sig, en ekki tilfinningu um að skipta engu máli. Það er svo mikilvægt að við sýnum þessum kæru meðbræðrum okkar og systrum þann kærleika sem þeim ber, sama kærleika og við viljum að aðrir gefi okkur. Þetta er eiginlega bón til ykkar í þessu yndislega vori um að keyra varlega og vera meðvituð um að við deilum því plássi sem við höfum með öðrum sem eru kannski ekki alltaf með hugann við vegi, bíla, hraða, læti, heldur bara að para sig og fá unga......

Blessun í netheim.



Langar að deila með ykkur honum Martin frá Jótlandi

Kæru öll ! Hann þessi litli drengur vann x factor hérna í Danmörku. Hann er bara 15 ára, og að okkar mati hérna í DK snillingur. Sendi þessum litla manni hamingjuóskir og vona að hann getir haldið sér á þeirri braut sem hann er núna. Það fer nefnilega oft illa fyrir barnastjörnum. Martin er frá Jótlandi og er algjör sveitastrákur ! Blessi ykkur öll !

 


færri skrif...

Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Ég er svo lánsöm að hafa möguleika á að gera margt, svo spennandi í þessu lífi. Ég er í frábærri vinnu. Skólastjóri í Listaskólanum Rammen  Þetta er alveg einstaklega gefandi, en krefjandi starf. Ég sit til dæmis þessa dagana og er að kafna í verkefnum. Skólinn er að stækka, við erum að flytja  til Köge í stærra og betra húsnæði. Við erum að skrifa um hvern nemanda þessa daga til að senda til sveitafélaganna. Lokasýning framundan, fjárhagsáætlun fyrir næsta ár gerir mig gráhærða og fleira og fleira.

Ég er líka að vinna með þremur andlegum hópum.

Einn er Syntesegruppen.

Með þessum hópi hugleiði ég í hverri viku á þriðjudögum. Einnig hittumst við einn sunnudag í mánuði og vinnum að greinum um hin ýmsu pólatískumál.

Annar hópur sem er mér mjög kær er The One Earth Group  Við í þessum hópi vinnum að því að heila sambandið á milli mannkyns og Móður Jarðar á hina ýmsu vegu. Þar stend ég fyrir fréttabréfi sem við gefum út annan hvern mánuð. Það tekur tíma og margar hugleiðslur. En það eru líka ýmis önnur verkefni í þessarri grúppu.

Þriðji hópurinn sem ég er að vinna með er esoteric youth Þetta er esoterisk grúppa fyrir ungt fólk. 

Ég byrjaði að blogga fyrir um ári síðan, eða aðeins meira. Ég skrifa og heimsæki ykkur bloggvini mína þrisvar og stundum fjórum sinnum í viku. Þetta hefur gefið mér mikið og ég nýt þess að setja hugsanir mínar í orð sem eru svo til ykkar og mín. Ég elska að lesa kommentin ykkar (smá hégómi) Ég nýt þess að skoða ykkar heima og sjá í mínu innra hvar og hvernig þið lifið. Sum ykkar eruð mér orðin náin, þó svo ég hafi aldrei hitt viðkomandi. Þetta er yndislegt, ennnn þetta tekur alveg rosalegan tíma og hann hef ég ekki svo mikið af núna. Núna kallar garðurinn minn á mig líka, lengri göngutúrar út í vorið til að finna frið og jafnvægi á báðum stöðum. Ég hef þess vegna ákveðið að minnka bloggtímann yfir vorið og sumarið fram á haust. Ég geri ráð fyrir að blogga svona einu sinni í viku ef ég hef eitthvað á hjartanu sem ég verið bara út með til ykkar (allt í skema vegna tímaskorts) og heimsækja svo ykkur á sama tíma. Vonandi verður sambandið á milli okkar eins gott þrátt fyrir færri innlit.

Má ekki gleyma sýningunni sem ég er með í september í Ringsted galleríinu 

Kærleikur og Ljós til ykkar.

Ég sá þetta frábæra dásamleg vídeó í gær, einn vinur sendi það til mín. Þetta er svo yndislegt að þið verðið bara að gefa ykkur tíma til að hlusta. 

 http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/229


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband