Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
þetta ætti virkilega að vekja okkur til umhugsunar...
31.3.2008 | 05:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Verði það sem verða vill og allt það.....
28.3.2008 | 09:52
Ég og Lappi og Múmin vorum að koma úr göngutúr, það er aftur smá vor í lofti eftir ansi mikinn kulda frá því við komum frá Íslandi. Sit nú með kaffið mitt og undanrennuskúm ofan á. Það er barasta toppurinn.
Ég hef það á tilfinningunni að ýmislegt sé að gerast hjá mér í meðvitundinni þessa dagana. Ég fer svolítið upp og niður í tilfinningunum.
Í gær var ég bara ferlega þung í sinninu. Var reyndar illt í öllum liðunum, en það er svo annað mál, á milli mín og elsku Guðna míns.
Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari sveiflu.
Kannski það að ég gæti verið meira virk í hinu og þessu sem ég er að gera.
Kannski að sinna hugleiðslunum meira en ég geri, en þó hugleiði ég oft tvisvar á dag, og það ætti að vera nóg.
Einu sinni fyrir friði í Mið Austurlöndum og einu sinni fyrir Móður Jörð og hinum ríkjunum sem lifa með okkur þar.
Kannski er það vegna þess að ég er bráðum með sýningu og ég er bara ekkert að vinna að henni. Þetta er þó ansi stór sýning og ég þarf að ná miklu til að ná góðri sýningu.
Kannski er það vegna þess að ég er ekki nógu dugleg að gera þær æfingar sem ég fékk hjá Gordon (hann sem ég er í þerapí hjá) þar síðast og ég á að tala við hann eftir rúma viku og þó svo ég viti það, fer ég eiginlega ekki í gang.
Kannski vegna þess að ég er ekki búinn að panta tíma hjá homopatanum mínum þó svo ég sé löngu búinn með þau lyf sem ég fékk síðast og ég finn að líkaminn minn er að fá gömlu einkennin aftur.
Kannski vegna þess að ég var á Íslandi og þarf alltaf smá tíma að komast í það jafnvægi sem ég var í áður en ég fór af stað
Kannski vegna þess að ég tek mig ekki saman með peningamálin, nota of mikið af peningum, en finnst það einhvernvegin óþolandi ofneysla og vil svo gjarnan lifa meira í takt við það sem mér finnst rétt. Sem er að lifa í takt við þörfina en ekki græðgina.
Kannski vegna þess að ég hef mikið að hugsa um og gera í vinnunni, og ég veit að framundan eða fram á sumar verður mikið sem ég þarf að hafa stjórn á og ákveða sem ekki allir verða sáttir við.
Kannski vegna þess að ég lifi of mikið í því sem er á morgun, í staðin fyrir í því sem er í dag, hér og nú.
Kannski vegna þess að með smá aga get ég orðið betri í dag en ég var í gær.
Kannski vegna þess að ég finn að ég er á leiðinni frá einu í annað og það er ekki alltaf auðvelt , því það sem maður þekkir heldur maður oft að sé best og öruggast.
Kannski vegna þess að þær hugsanir sem ég held að séu mínar séu þær einu réttu núna, en ég finn að nýjar eru að læða sér inn, og þá fer það gamla í vörn og berst fyrir lífi sínu.
Kannski vegna þeirrar ábyrgðar sem kemur í takt við meiri skilning.
Hvað sem það er þá gerist það sem gerast skal.
Ég nota Ljósið til að umvefja mig og vernda fyrir öllu neikvæðu, svo það jákvæða komist að og birti upp huga minn.
Komi það sem koma skal.
Góða helgi kæru bloggvinir, vinir og ættingjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
fékk mér brauð og hugsaði um ísbirnina
25.3.2008 | 11:37
Fékk mér heimabakað brauð með osti og papriku ! Nam hvað það er gott. Sigyn kom við í kaffi, og það var líka gott, en auðvitað á annan hátt. Ég er í fríi í dag og var að klára fréttabréf um ísbirni fyrir The OneEart Group . Ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum mínum um þessi mál
Núna kemur tími mikilla erfiðleika hjá þessum blessuðu frábæru dýrum. Ísbjarnarmamma kemur núna í vorinu út úr holunni með ungana sína og leitar sér fæðis. En það getur orðið erfið leit því hún leitar að selum, og til þess þarf hún út á ísinn, en það er ekki mikill ís eftir. Venjulega deyr ca helmingurinn af ísbjarnarungum, en að öllum líkindum hækkar hlutfallið núna. Fullorðnir ísbirnir (sem eru ekki með ungana sína) eru samt ótrúlega duglegir að bjarga sér, þeir geta synt dögum saman út á opið haf að leita sér fæðis, en þeir geta ekki synt út í það óendanlega, þeir drukkna að lokum ef enga fæðu er að finna. Þetta verða sennilega örlög margra af þessum frábæru dýrum.
Þeir aðlagast líka aðstæðum, dæmi er um að þeir lifi á ruslahaugum fyrir utan bægi. Okkur finnst sú mynd ekki alveg passa inn í fegurðarskinið okkar, en þetta er ein leið til að lifa af hungurdauða.
Það er samt ýmislegt sem ég hef tilfinningunni að sé gott sem er að gerast miðað við aðstæður, en sem mörgum finnst ekki sérlega gott. En það er að í dýragarðinum í Berlín er litli ísbjarnarunginn Knut sem hefur verið fóstraður upp af Thomas. Það ríkir mikill kærleikur á milli þeirra og er það að mínu mati gott. Þetta hefur smitað út frá sér og núna eru fleirir dýragarðar í Þýskalandi farnir að gera það sama. Þetta virtist fyrir mér við fyrstu sýn ekki gott, það var auðvelt að sjá að þetta var allt um peninga.
En ef það gerist gott fyrir enn ísbjörn, hefur það áhrif á alla ísbirni. Því þeir eru eitt, eins og við erum eitt sem mannkyn, þeir eru hluti af okkur, þannig að það hefur líka áhrif á okkur það sem gerist gott hjá þeim. Engin er einn án annars hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
En ég trúi eins og þið flest vitið að öll dýr séu yngri bræður okkar og systur og það að vera í nálægð manna sé leið til þróunar. Það að við nálgumst dýrin í Kærleika og virðingu gefi dýrinu möguleika á að þróa aðra vitund í sér sem er sú þróun sem er mikilvæg fyrir þau.
Við erum þess valdandi að ísbjörninn er að deyja út, það er ekkert leyndarmál. Bandarískar rannsóknir sýna að eftir 100 ár þá eru engir ísbirnir eftir nema í dýragörðum. Það er þá í raun bara ein leið möguleg fyrir ísbjörninn til að geta haldið sinni þróun áfram hérna á Móður Jörð og það er að aðlaga sig mannverunni.
Það er hægt að sjá að það gerist í Þýskalandi, þó svo að það virðist tilviljun og að þetta sé bara um peninga, þá held ég að þarna séu önnur öfl sem ráða.
Annað stórmerkilegt dæmi um aðlögun að nýjum hlutskiptum ísbjarna eru ísbirnir í leik við hunda. Það hafa alla tíð farið sögur af ótrúlegri grimmd ísbjarna. Dæmi eru um að ísbirnir og hundar leiki sér saman, og á þeim myndum sem ég set hérna inn og video sem þið getir séð þarf blindan mann til að sjá ekki að þarna ríkir Kærleikur frá einni dýrategund til annarrar. (gætum tekið það til fyrirmyndar)
Þetta eru nú bara svona þriðjudagspælingar um bræður okkar og systur ísbirnina.
Kærleikur og Ljós til ykkar.
Njótið þessarar fegurðar og Kærleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ísland er ekki best, flottast og frábærast !
23.3.2008 | 08:34
Páskadagsmorgun !! Gleðilega páska elsku öll. Við erum komin heim frá Íslandi, og það er gott að komast í litla kotið sitt, með öllu því sem maður þekkir og er. Lappi liggur hérna hjá mér, sæll. Sigrún Sólin, borðar páskaegg og horfir á barnaefnið. Gunni þurfti að fara smá í vinnu, því sá sem átti að vinna, varð veikur.
Við komum heim í gærdag. Ég var ferlega þreytt eftir ferðalagið hafði ekkert sofið um nóttina svo ég lagði mig í smá stund. Það var notalegt að liggja í hljóðunum sem ég þekki og þekki vel. Þegar ég var hvíld þá fórum við öll á ströndina það var kalt og fallegt.
Heim !
já hvað er það. Ég er gestur þegar ég er á Íslandi, og ég er gestur í Danmörku. Ég upplifi Ísland eins og útlendingur, ég upplifi Danmörk eins og útlenskur dani. Ég undra mig yfir hlutum á Íslandi, og ég undra mig yfir hlutum í Danmörku. Ég verð meira og meira meðvituð um að vera ekki meira hluti af einu landi en öðru, því það opnar fyrir öðru.
Ég heillaðist af fjöllunum.
Ég tók 500 myndir af fjöllum. Ég var að keyra til Selfoss, þar á tengdafjölskyldan mín heima. Við Sól nutum fjallasýninnar og selskaps hver annarra.
Ég kveikti á útvarpinu, þaðan drundu reiðiraddir eins og fallbyssuhríð um HELVÍTIS útlendingana, HELVÍTIS hitt og þetta. Ég flýtti mér að slökkva og varð smá miður mín, eins og þegar ég fer inn á sumar bloggsíður, og ákveð að fara þangað aldrei aftur. Reiðisíður, reiðiútvarp. Þetta er tónn sem streymir í gegnum Ísland. Læðir sér með og hefur áhrif.
Varð hugsað til þess hvað sé eiginlega að gerast. Ekki það að það er líka reiði hitt og þetta hérna í Danmörku, en landið er töluvert stærra og ég upplifi það öðruvísi.
Það er ekki gott að mínu mati að vera svona þjóðernissinnaður.
Ísland best fallegast og frábærast.
Þetta hefur að sjálfsögðu alltaf verið svona, en ég held að það sé tími beitinga, og það þurfi alvarlega að taka þessa hluti til athugunar. Því auðvitað er þetta ekki rétt , Ísland er ekki best fallegast og frábærast það höfum við alltaf vitað innst inni. En núna þegar heimurinn er svona mikið nálægt og fólk þarf að gefa af sjálfum sér til annarra, til dæmis, að leyfa öðrum að búa í landinu sínu, sem mér hefur nú alltaf fundist svolítið, ekki mitt, en allra.
Þegar við höldum okkur í þjóðarrembingnum þá höldum við okkur aðskildum frá öðrum. Við erum ekki hluti af öðrum í heiminum. Ég held að í raun sé þjóðarrembingur það sem er hættulegast. Ekki trúarbrögð, því trúarbrögð eru alveg í lagi í sjálfum sér, en þjóðarrembingur er ekki gott, hann skilur alla frá öllum. Þjóðarrembingur hjá einu landi er ekkert betri en þjóðarrembingur hjá öðru landi. Þetta er hugsun sem velur aðskilnað, og er að mínu mati ekki af hinu góða.
Fyrstur árin í Danmörku þá var ég svo stolt af því að vera íslendingur, líka árin mín í Dusseldorf, þá þótti mér sko flott að vera frá Íslandi, enda fékk ég athygli út á það. En með árunum finn ég að þetta stolt yfir að vera íslendingur er fjarað út. Mér þykir vænt um landið mitt, sem hefur verið með til að móta mig að því sem ég er, með þeirri orku sem það hefur í sér. En mér finnst ekkert merkilegra að hafa fæðst og mótast á Íslandi, en ef ég hefði fæðst og alist upp í Nepal, eða Afganistan. Þetta eru lönd sem hafa ákveðna orku í sér, sem móta þá sem hafa fæðst og alist upp þar. Ekkert meira en annað. Sum lönd bjóða upp á eitt og önnur upp á annað. En allt er þetta í raun um það sama :
að fæðast, safna reynslu í sálina, og deyja, fæðast safna reynslu og deyja, fæðast..........
Ef við skoðum þetta út frá þessu þá er þjóðernisremba alveg fáránleg, því í einu lífi fæðistu á Íslandi og í næsta lífi í Noregi, næsta í Íran og svo í USA. Þegar hlutirnir eru skoðaðir út frá þessu sjónarmiði, þá er augljóst að þjóðarstolt, er aðskilnaður frá hinum. Og það er ekki leiðin að
Einu Lífi, Einni Jörð Einu Mannkyni !
Blessi ykkur kæru öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Tibetans have exploded onto the streets in frustration--call on China to respect human rights and enter dialogue with the Dalai Lama now: |
The Chinese government has said that the protesters who have not yet surrendered "will be punished". Its leaders are right now considering a crucial choice between escalating brutality or dialogue that could determine the future of Tibet, and China.
We can affect this historic choice--China does care about its international reputation. China's President Hu Jintao needs to hear that the 'Made in China' brand and the upcoming Olympics in Beijing can succeed only if he makes the right choice. But it will take an avalanche of global people power to get his attention--and we need it in the next 48 hours.
The Tibetan Nobel peace prize winner and spiritual leader, the Dalai Lama has called for restraint and dialogue: he needs the world's people to support him. Click below now to sign the petition--and tell absolutely everyone you can right away--our goal is 1 million voices united for Tibet:
http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/9.php
China's economy is totally dependent on "Made in China" exports that we all buy, and the government is keen to make the Olympics in Beijing this summer a celebration of a new China, respected as a leading world power. China is also a very diverse country with a brutal past and has reason to be concerned about its stability -- some of Tibet's rioters killed innocent people. But President Hu must recognize that the greatest danger to Chinese stability and development comes from hardliners who advocate escalating repression, not from Tibetans who seek dialogue and reform.
We will deliver our petition directly to Chinese officials in London, New York, and Beijing, but it must be a massive number before we deliver the petition. Please forward this email to your address book with a note explaining to your friends why this is important, or use our tell-a-friend tool to email your address book--it will come up after you sign the petition.
The Tibetan people have suffered quietly for decades. It is finally their moment to speak--we must help them be heard.
With hope and respect,
Ricken, Iain, Graziela, Paul, Galit, Pascal, Milena, Ben and the whole Avaaz team
PS - It has been suggested that the Chinese government may block the Avaaz website as a result of this email, and thousands of Avaaz members in China will no longer be able to participate in our community. A poll of Avaaz members over the weekend showed that over 80% of us believed it was still important to act on Tibet despite this terrible potential loss to our community, if we thought we could make a difference. If we are blocked, Avaaz will help maintain the campaign for internet freedom for all Chinese people, so that our members in China can one day rejoin our community.
Here are some links with more information on the Tibetan protests and the Chinese response:
BBC News: UN Calls for Restraint in Tibet
Human Rights Watch: China Restrain from Violently Attacking Protesters
Associated Press: Tibet Unrest Sparks Global Reaction
New York Times: China Takes Steps to Thwart Reporting on Tibet Protests
--------------------------------------------
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
við ræðum lífið, ég og Tómas Guðmundsson
13.3.2008 | 15:28
Sem talar upp úr rauðum svefni vors blóðs, sem rennur í æðum þjóðar okkar, saman en þó svo langt hvert frá öðru. Blóð sem heldur okkur nær hvert öðru, en er þó blóð jarðar, sem rennur í öllum æðum til allra.
Úr óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin,sem er saga sem við munum og höldum okkur hluta af, skilningurinn flytur sig ekki í örófi alda, það glyttir þó í nýja sýn, nýja möguleika, nýjar vonir, sem tengir þjóðir en ekki þjóð,
Vor fortíð leitar oss uppi og kveðjur sér hljóðs, þegar við viljum forðast, byrja upp á nýtt, verða ný, önnur, ekki hluti af einu, en þó hluti af öllu, er það draumur, eða veruleiki. Er það óskhyggja eða von, um þá framtíð sem ég svo djúpt djúpt óska mér, þér og okkur. Skilningur okkar eykst í takt við tímann, fjarlægðir verða hugtök, því engar fjarlægðir finnast. Við fléttum okkur hvert inn í annað, og viljum hvert annað, meira og meira, þó forsendur séu misjafnar, þá skín í einstaka tilfelli inn í kærleikann þar sem augu snertast og hugur mætist.
En það er mótum minninganna og drauma sinna, það er sem sagt, minningar og draumar, eru veruleiki sem er kannski hinn sanni veruleiki, hvað er meiri veruleiki, eða hvað er rétti tíminn, er það tíminn sem þú lifðir í eða er það tíminn sem ég lifi í.Eru það báðir tímar samtímis, því get ég ekki svarað, því þú ert hérna svo raunverulegur í minningunni, sem ég er hérna í þessu núi, nú.
Sem mannsins heimþrá skal sína ættjörð finna. En ættjörð er móðir jörð, fyrir mér nú, en þó skil ég þránna í það sem er þekkt, í öllum vitum, Ísland sem ilmar af kulda, fortíð, æsku, vexti og minningum, kærleika, sakleysi, illsku.
Því draumur og minning er leiðin til sama lands, að hvað, segir hver fyrir sig, sem saknar þess sem var, en er ekki meira.
Og landið er uppruni, saga og framtíð hans.eða fortíð, ef vill. Mín fortíð er landið mitt, og skilningur minn er að svoleiðis verður það að vera, því með skilningi, þroska og víðsýni liggur leiðin aldrei til baka, í það sem var. En ég get tekið upp minningamyndirnar og gælt við þær um stund, þegar ég þarf að finna öryggi í þessum heimi, sem getur skapað svo mikið óöryggi. Þá sit ég í rólunni minni fyrir utan sýslumannsbústaðinn gamla í Vík og róla svo hátt, næstum því upp í himininn og syng í hæstu hæðum karlinn í tunglinu og ég hlæ hátt og finnst lífið svo frjálst og veit ekki um neitt annað en stað og stund. Svo er róin komin inn í hugann minn og ég get staðið upp aftur og haldið göngunni áfram með bjartan huga og ég veit að þeir bíða og fylgjast með mér, og ef á þarf að halda, taka þeir í höndina mína og hjálpa mér yfir stokka og steina, eða þar til ég get sjálf.......
Kæru bloggvinir, leiðin liggur til gamla landsins!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
þögn er núna friður !
9.3.2008 | 16:45
Góðar fréttir las ég í blaðinu í dag, það á að setja inn nýtt námsefni í skólanna hérna í Danmörku. Mjög mikilvægt að mínu mati, Hvernig á að passa og fara vel með dýr Þetta gerði mig glaðari í dag enn í gær.
Annars er lífið bara rólegt, er að undirbúa mig andlega á að koma heim til íslands, það er aldrei bara auðvelt, en ætla nú ekkert nánar út í það.
Fórum í sund í morgun og syntum og við syntum, það er svo gott að hugsa þegar maður syndir.
Hugsaði um syndir,
hvað þær þýða og hvernig við dæmum þær og ekki dæmum?
Er synd að hata nágranna sinn?
Já það höfum við lært.
En að hata nágranna sinn í næsta bæ?
Það er sennilega mikið bannað,
en í næsta landi ?
Það hlýtur að vera jafn mikið bannað og að hata barnið sitt? Þegar við erum eitt, hver hluti af hinum.
En við hugsum aldrei um það, okkur finnst alltaf allt i lagi að hata hina sem eru öðruvísi í öðrum heimsálfum, kannski sumir meira en aðrir.
Það er synd að ljúga, um það getum við öll verið sammála. En við ljúgum sennilega öll meira og minna af og til, og oftast tökum við ekki eftir því, það er svona element sem er rótgróið í mér og þér.
Við segjum: það er allt í lagi með svona hvíta lygi, og er það ekki einhversstaðar smá sannleikur í því eða hvað ? Þegar við notum hvíta lygi, hvað þýðir það ? Við viljum ekki særa náungann. Við þorum ekki alveg að segja það sem okkur finnst.
Er það þá ekki athugandi að athuga hvað þar þarf að athuga.
Ef við veldum að segja alltaf sannleikann út frá þeim stað sem við erum í þeim skilningi og þroska sem við höfum, þá held ég að við særum oft. En ef við værum komin á hærra vitundarstig, sem við mannkyn erum á leið nú. Ef við hefðum Kærleikann til alls og allra, þá gætum við sagt sannleikann án þess að særa, en með skilningi og virðingu fyrir hverjum og einum, og i gegnum okkur streymdi Kærleikurinn til þess sem við er mælt. Þá særir maður engan. Það er sennilega löng leið, en við þurfum að undirbúa okkur , við erum einhveratíma í framtíðinni þar, og þar verður gott að vera.
Sá líka sorglega frétt í dag. Öll hundaheimili og kattaheimili eru full af dýrum sem engin vill eiga, sá líka að á hverju ári erum 15.ooo hundum lógað í Danmörku því eigendurnir verða þreyttir á þeim. Þetta er núna, en ég get séð og fundið að samkenndin verður meiri og meiri með dýrunum og náttúrunni. Það að umræðan er svona mikil, er tákn um vöknun hjá okkur á þessum minni bræðrum okkar og systrum.
En stundum finnst mér of langur tíma þangað til og þá tek ég eftir hlutum eins og í gær þegar ég var í borginni stóru . Við keyrðum yfir á Nørrebro, þar á eyjunni á milli stórra vega, lá lítil svört kisa, ekki stærri en meðal lófi. Hún var ekki hérna lengur. Það var svo skrítið að sjá að hún var ósýnileg þeim sem fram hjá gengu, en þó hefur hún einu sinni haft líf sem skipti öllu máli, jafn miklu máli og lífið mitt og þitt. Móðir Jörð var jafn mikil móðir hennar og þín og mín, en samt var hún ósýnileg þeim.Friður veri með þessari litlu kisu, sem núna er í kisusálinni með Þrúði og Vésteinni.
Ég er að drekka lakkríste, það er alveg ljómandi. Gunni er að klippa greinar úti. Sólin er með Nina og Cecilia niður á Lejreå að veiða fisk með greinum, bandi en engum önglum.......
Friður verið með ykkur á sunnudagskvöldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þeir byggja í glugganum mínum, og úti í garði !
8.3.2008 | 14:02
Núna eru þessir frábæru byggingarmeistarar á fullu í gluggunum mínum að skapa fegurstu blóm vorsins !
Það er unun að fylgjast með þeim frá degi til dags. Blómálfar gefa okkur svo mikla gleði í lífinu, en þó vilja svo fáir vita af þeim !
Núna er laugardagur og við erum á leið á tónleika. J.S. Bach !
90 söngvarar, Barrokhljómsveit og gleði !
Það fer lítið fyrir bloggi og heimsóknum á blogg þessa dagana. En svona er það þegar mikið er að gera. Vorum með matarklúbbinn í mat í gærkvöldi. góður matur, mikið talað og allir horfðu á X faktor ! Hef ekki haft gesti áður þar sem horft hefur verið á sjónvarpið. Allt Danmörk hefur mæst á einum punkti og það er þessi tónlistarkeppni.
Í fyrramálið er stefnan tekin í sundlaugina og svo ætla ég að rúnta á blogginu og sjá hvað þið kæru vinir eruð að bauka.
Set myndir inn af verkum byggingarmeistaranna og frá huggukvöldinu í gær.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra á fallegum laugardegi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Einu sinni Þegar ég var lítið barn í Vík ....
3.3.2008 | 12:52
Einu sinni þegar ég var lítil, var nafli Alheimsins Vík í Mýrdal. Tilfinningin var að um Vík og mig snerist heimurinn. Vinir mínir og ég var allt sem var. Þetta var svo áhyggjulaust, en þó svo áhyggjufullt. Því þar voru kröfur eins og kröfur eru allsstaðar. Ég átti erfitt með margt, væri sennilega í dag með greiningu sem heitir athyglisbrestur, eða kannski ofvirk. Ég var oft að springa úr orku og gleði og fjöri og var svo uppátektasöm að það er unun.
Ég þekkti hvern krók og kima í Vík. Þekkti lyktina sem var heima hjá öllum og vissi hvar Nabba geymdi jólakortin sem ég og Dússa lékum okkur svo oft við að stafla upp í hinar ýmsu borgir og ævintýri. Ég þekkti líka alla hundana í bænum. Suma forðaðist maður því þeir ráku alltaf trýnið í klobbann á manni, og það var ekkert gaman. Sumir voru óþekkir, stálu sunnudagssteikinni af pönnunni í húsinu á hæðinni þegar húsmóðirin hvarf úr eldhúsinu. Sumir voru blíðir og sætir og ilmuðu yndislega. Ég þekkti líka Víkuránna, sem stundum breyttist í stærstu fljót í heimi og þar börðust barbí og börnin hennar á flótta undan sjóræningjum og hungri. Barbí var alltaf fallegust og fátækust í heiminum. Ég á minningar frá Vík sem ég ylja mér við, en ég á líka minningar frá Vík sem hafa meitt mig og eyðilagt þá mynd af mér sem ég hefði viljað hafa nú og alltaf. Það var hart dæmt, ef þú féllst ekki inn í mynstrið sem var skapað af fáum og leiðum. Ég var svo hávær að það var erfitt að fela sig, ég held svei mér þá að ég hafi stundum andað of hátt.og verið of hátt, hugsað of hátt....
Þær minningar sem meiddu mig héldu mér í burtu frá Vík í heljarinnar mörg ár. Þegar ég fór til Víkur læddist ég inn í bæinn og skreið niður í fjöru með von um að engin hafi séð mig eða heyrt. Ég elskaði hafið, svarta sandinn, fjöllin, fuglalífið, en fólkið var oftast myrkur fyrir mér. Ég held ekki að neinn hafi hugsað það neitt alvarlega að þeir vildu meiða mig, eða skapa mér minningar sem settu sár í barnssálina, sem síðan stækkaði í takt við barnið. Heldur var þetta að ég held, séð frá mínum augum í dag, kannski dægrastytting í bæ sem ekkert gerðist, óhamingja og leiði á eigin lífi, og blandað með óþroska og pínu illu innræti og út kom minning hjá mér og ábyggilega fleyrum sem setti spor sitt á heilt líf. Ætli nokkur hafi nokkur tíman hugsað þá hugsun til enda, þegar hreytt var ónotum, leyndarmálum, illgjörnum kommentum á viðkvæm útlit hversu mikil áhrif viðkomandi hafði á þetta líf.
Í minningunni var ég ómöguleg, en ég sé í dag að ég var frábær.
Í minningunni var ég ljót, en ég sé í dag að ég var falleg.
Í minningunni kunni ég ekki að syngja, en ég veit í dag að ég söng vel, og hátt.
Í minningunni var ég ferlegur hávaðaseggur, en ég veit í dag að ég var kát og glöð og átti auðvelt með að sýna það.
Í minningunni var ég vitlaus, en ég veit í dag að ég var óvenju kreatíf.
Í minningunni vildu margir ekki að börnin þeirra léku við mig. Ég veit í dag að það var fólks óöryggi yfir þessum krafti sem ég hafði.
Það er margt í minningunni, sem ég sé í dag eftir að hafa unnið meðvitað með minninguna mína, að er öðruvísi en ég man.
Við skulum muna það í nærveru sálar hversu lítið þarf til að byggja upp og gefa góða minningu, og hversu lítið þarf til að rífa niður og eyðileggja sjálfsmynd inn í framtíðina.
Ég vil ekki segja að ég sé reið og sár, það er ég ekki, ég man það fallega. Ég veit líka að allt er með til að gera mig að þeirri manneskju sem ég er og ég er mjög sátt við hana. En stundum hugsa ég hvort ég hafi ekki farið í hring og sé nú orðin sú sem ég var áður en utanaðkomandi áhrif komu inn í myndina. Og ef ég hefði fengið byggt upp jákvæða sjálfsmynd og að fókus hefði verið á það hvað ég kann, en ekki hvað ég ekki kann hver væri ég þá ? Ég veit einnig að allir gera það besta sem þeir geta á hverri stundu, þó stundum finnist hinum það ekki nóg.
En allt er sennileg eins og það á að vera. Sú sem ég er hefur reynslu til að takast akkúrat það sem ég er að vinna við í dag.
Þar sem ég trúi á karma, veit ég líka að allt hefur orsök og afleiðingu, þar af leiðandi er ástæða fyrir þessu öllu.
Í dag er nafli Alheimsins Síríus ! Svona víkkar sjóndeildarhringurinn með aldrinum.
Þetta var bara svona smá mánudagspæling. Ég ætlaði að skrifa um skólann minn og allt það spennandi sem við erum að gera þar, en einhvernvegin tóku fingurnir yfir og réðu ferðinni. Vonandi hafði þið öll fallegan mánudag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hugur Fílls og ég, nútíð, fortíð, framtíð.
1.3.2008 | 17:45
Laugardagur og ósköp ljúft hérna heima. Vindurinn hamast á gluggunum. Reyndar eina skiptið sem ég upplifi smá pínku lítinn vetur í ár..
Það er þó ekkert vetrarlegt. Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, en ég læt eins og það sé smá vetur því það er svo huggulegt.
Við erum einar heima mæðgurnar með öllum blessuðum dýrunum.
Gunni fór að hjálpa Sigyn stóru dóttur okkar og Albert manninum hennar að þrífa veitingastaðinn sem þau voru að kaupa. Þetta er fiskiveitingarstaður við ströndina á Norður Sjálandi. Mjög flott og á frábærum stað, alveg við hafið dásamlega. Ég fór ekki með því ég er, eða eiginlega á að vera að skrifa grein um Ísbirni og hvernig þeim vegnar á jörðinni í dag og sennilega á morgun líka ! Sólin, Lappi og ég fórum þó í göngutúr í rokinu. Fórum heim til Sigyn og Albert að gefa Rósu og Birni (kanína og hamstur) að borða og drekka. Ég hef þó eiginlega bara verið að lesa með teð mitt og notalegheit.Gerði líka smá pönnsur, það passar svo vel við svona daga.
Hef setið og lesið og lesið í dag, hef hreinlega varla getað sleppt þessari bók sem vakti í mér óhugnuð, samkennd, sársauka, sorg, gleði og allt þar á milli.
Bókin heitir Under en strålende sol eftir Khaled Hosseini !
Þetta er sami rithöfundur og skrifaði Drageløberne ( ég held að hún heit Drekahlauparinn á íslensku)
Ég hef lesið Drekahlauparinn líka og snerti hún mig svo djúpt.
Þessi bók sem ég kláraði fyrir augnabliki er ekki síðri, ég mæli með henni.
Á morgun fer ég til Malmö að hitta hugleiðslugrúppuna mína sem er þó svo margt annað líka. Við erum að fara að skrifa grein um þessi átök á milli Íslamista og Danmörku. Það verður spennandi því við erum með mjög ólíkar skoðanir. Það verður spennandi að sjá hvort við getum fundið essensinn af því sem við meinum og skrifað góða grein um það.
Í gærkvöldi horfðum við á X faktor, eins og alltaf. Ég algjörlega heilluð af einni sem heitir Heidi ! Ég verð eiginlega algjörlega lömuð af að hlusta á hana, hún snertir allt í mér í hvert sinn. Hún fær mig til að gráta, ég fæ hreinlega gæsahúð um allt þegar hún syngur. Að mínu mati er þarna sannur, sannur djúpur listamaður sem á eftir að setja spor sín í tónistaheiminn, þar sem tónlistaheimurinn er með til að lyfta þeim sem hlusta aðeins hærra í meðvitundinni. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á Heidi hérna fyrir neðan.
Í næstu viku byrjar vinnan og þá verður lítill tími til að blogga, en þið sem komið oft ættuð að vera farinn að þekkja þetta munstur, oft, sjaldan, aldrei!!
Blessun til ykkar allra frá gamla Konungaveldinu, Lejre
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)