fékk mér brauð og hugsaði um ísbirnina

Fékk mér heimabakað brauð með osti og papriku ! Nam hvað það er gott. Sigyn kom við í kaffi, og það var líka gott, en auðvitað á annan hátt. Ég er í fríi í dag og var að klára fréttabréf um ísbirni fyrir The OneEart Group . Ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum mínum um þessi mál
187095A
Núna kemur tími mikilla erfiðleika hjá þessum blessuðu frábæru dýrum. Ísbjarnarmamma kemur núna í vorinu út úr holunni með ungana sína og leitar sér fæðis. En það getur orðið erfið leit því hún leitar að selum, og til þess þarf hún út á ísinn, en það er ekki mikill ís eftir. Venjulega deyr ca helmingurinn af ísbjarnarungum, en að öllum líkindum hækkar hlutfallið núna. Fullorðnir ísbirnir (sem eru ekki með ungana sína) eru samt ótrúlega duglegir að bjarga sér, þeir geta synt dögum saman út á opið haf að leita sér fæðis, en þeir geta ekki synt út í það óendanlega, þeir drukkna að lokum ef enga fæðu er að finna. Þetta verða sennilega örlög margra af þessum frábæru dýrum.
Þeir aðlagast líka aðstæðum, dæmi er um að þeir lifi á ruslahaugum fyrir utan bægi. Okkur finnst sú mynd ekki alveg passa inn í fegurðarskinið okkar, en þetta er ein leið til að lifa af hungurdauða.images-4
 
Það er samt ýmislegt sem ég hef tilfinningunni að sé gott sem er að gerast miðað við aðstæður, en sem mörgum finnst ekki sérlega gott. En það er að í dýragarðinum í Berlín er litli ísbjarnarunginn Knut sem hefur verið fóstraður upp af Thomas. Það ríkir mikill kærleikur á milli þeirra og er það að mínu mati gott. Þetta hefur smitað út frá sér og núna eru fleirir dýragarðar í Þýskalandi farnir að gera það sama. Þetta virtist fyrir mér við fyrstu sýn ekki gott, það var auðvelt að sjá að þetta var allt um peninga.

  En ef það gerist gott fyrir enn ísbjörn, hefur það áhrif á alla ísbirni. Því þeir eru eitt, eins og við erum eitt sem mannkyn, þeir eru hluti af okkur, þannig að það hefur líka áhrif á okkur það sem gerist gott hjá þeim. Engin er einn án annars hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
images
En ég trúi eins og þið flest vitið að öll dýr séu yngri bræður okkar og systur og það að vera í nálægð manna sé leið til þróunar. Það að við nálgumst dýrin í Kærleika og virðingu gefi dýrinu möguleika á að þróa aðra vitund í sér sem er sú þróun sem er mikilvæg fyrir þau.

Við erum þess valdandi að ísbjörninn er að deyja út, það er ekkert leyndarmál. Bandarískar rannsóknir sýna að eftir 100 ár þá eru engir ísbirnir eftir nema í dýragörðum. Það er þá í raun bara ein leið möguleg fyrir ísbjörninn til að geta haldið sinni þróun áfram hérna á Móður Jörð og það er að aðlaga sig mannverunni.

Það er hægt að sjá að það gerist í Þýskalandi, þó svo að það virðist tilviljun og að þetta sé bara um peninga, þá held ég að þarna séu önnur öfl sem ráða.images-1

Annað stórmerkilegt dæmi um aðlögun að nýjum hlutskiptum ísbjarna eru ísbirnir í leik við hunda. Það hafa alla tíð farið sögur af ótrúlegri grimmd ísbjarna. Dæmi eru um að ísbirnir og hundar leiki sér saman, og á þeim myndum sem ég set hérna inn og video sem þið getir séð þarf blindan mann til að sjá ekki að þarna ríkir  Kærleikur frá einni dýrategund til annarrar. (gætum tekið það til fyrirmyndar)

Þetta eru nú bara svona þriðjudagspælingar um bræður okkar og systur ísbirnina.
Kærleikur og Ljós til ykkar.

Njótið þessarar fegurðar og Kærleika.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi það er eitthvað svo hryllilegt til þess að hugsa að ísbirnir séu að hverfa..takk fyrir mig.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steinunn mín ég verð alltaf svo glöð inn í mér og hrærð, þegar ég les svona pistla frá þér og hugsa, Guðs sé lof fyrir að mannkynið á svona sterka og sálarfallega talsmenn fyrir sakleysingjunum okkar.  Við erum ekki alvond ekki ennþá, meðan til er fólk eins og þú til að vekja athygli og ég til að hlusta og meðtaka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt, búin að lesa, þú hreyfir alltaf kyrfilega við manni. Takk fyrir það snúlla

Sigrún Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ég fékk mér bara brauð og hugsaði um að ég ætti eftir að þrífa ísskápinn

Sigrún Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Ásta María H Jensen

Athyglisverð myndbrot, ég þakka fyrir mig

Ásta María H Jensen, 26.3.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: www.zordis.com

Virkilega falleg myndbönd!  Ég verð svo sæl að sjá þau og það væri óskandi að líf þessara fögru skepna héldi áfram um aldur og ævi!

Ég man alltaf eftir dýragarðinum í hafnarfirði en þar var ísbjörn m.a. og ég fann enga gleðitilfinningu að sjá hann né t.d. apana sem voru þar í haldi!

Knús inn í daginn!

www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: halkatla

ég elska þína pistla einsog þú veist og kæreikurinn til dýranna vex bara þegar ég kem hingað, ef það er hægt. En ekki veitir af. dýr eru svo falleg og hrein, sett hér fyrir okkur að læra af kannski? Bara að sem flestir gætu séð það.

Varstu búin að heyra um þetta: http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=543994&in_page_id=1770&in_page_id=1770

halkatla, 27.3.2008 kl. 01:59

8 identicon

Sæl Steina mín.

Ekki bregst þú með fræðslu og tengt efni sem hreyfir við manni. Og er það Gott.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 06:06

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knúsiknús.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 14:53

10 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir þennan pistil

Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband