Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Að snertast í augnablik !

Yndislegur laugardagsmorgunn !Billede 942

Bráðum koma páskar og það er svo greinilegt í garðinum mínum. Páskaliljur kíkja upp úr moldinni um allan garð. Í dag ætlum við að dunda okkur hérna við hitt og þetta, aðallega að Vera að ég held. Ég þarf þó að undirbúa mig smá fyrir ferðina til Genf sem ég fer í lok apríl. Þetta er ráðstefna með fjölda manns frá öllum heiminum og þar verður fjallað um Alheimskærleikann!

Í vikunni átti ég samtal við eina sem er mér mjög kær. Við spjölluðum um litla afmælisbarnið hennar sem átti afmæli 26 mars og var að sjálfsögðu haldið upp á afmælið. Það er reyndar ekki í frásögur færandi nema að í þessu samtali uppgötva ég hluta af sjálfri mér sem ég finn að ég  verð að takast á við. Mín kæra sagði mér undan og ofan af afmælinu . En það sem sló mig var að hún sagði mér ekki hverjir komu, heldur hverjir komu ekki! Þetta hugsaði ég um lengi eftir að símtalinu lauk. Það  er svo oft að við erum svo upptekin af því sem við gerum ekki, náum ekki, í staðin fyrir að sjá hvað við náum og getum. Við þekkjum öll þetta með að sjá glasið hálf tóm eða hálf fullt. Eitt er að heyra þetta og nikka höfði og segja já þetta er alveg rétt. Annað er að gera eitthvað við því. Ég veit að ég á þetta mjög mikið til, og nú er tími til breytinga.

Þegar maður hugsar jákvætt er maður í jákvæðri orku nokkrum sentimetrum ofar í meðvitundinni og það hefur mjög mikið að segja í okkar daglega lífi hvernig við upplifum það sem gerist í lífi okkar og samfélagi.

Ég get líka tengt þetta við fréttaflutning, það er alltof sjaldan að það koma góðar fréttir í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Það er að mestu um allar þær hörmungar í heiminum, sem ég veit að er mikilvægt að við séum meðvituð um , en það er líka mikilvægt að við fáum góðar fréttir, að það sé fullt af góðum hlutum að gerast í heiminum. Til dæmis væri hægt að blanda þessu þannig að við enduðum á góðu fréttunum þannig að við getum haldið í þá von til næsta dags að það sé von þarna úti.

Það gerast fallegir hlutir hvar sem er í heiminum, einnig  þar sem stríð er. Það gerast kraftaverk, það gerast undur.  Af hverju er svona lítill fókus á það. Það er svo mikilvægt að vita, svo að okkur finnist þess virði að vera með til að hjálpa hérna á jörðinni að við fáum staðfestingu á því að hlutir geti gerst. Að það sé fólk að gera stóra hluti í því smáa sem skipta máli. Við vitum öll um Móðurmt5 Teresu, Nelson Mandela og Kofi Annan. Það eru stórir hlutir sem þau gera/gerðu sem eru eiginlega of fjarri okkar lífi og möguleikum sem venjulegar manneskjur með það líf sem við höfum til  að við getum líkt okkur saman við þetta fólk. En það gerist líka undur og stómerki í því smá, sem verður það stóra í lífi hvers manns. Það er svo mikilvægt að við vitum það líka , til að gera okkur meðvituð um það sem við getum gert  sem bara venjuleg manneskja. Af og til þegar miklar hörmungar gerast. Þá hefur komið fréttaflutningur um hversu mikilvæg við erum hver öðru. En það væri líka svo mikilvægt að gera sér grein fyrir því í daglega lífinu.  Þar gætu fjölmiðlar verið mikið meira með til að setja fókus á hversu mikilvæt það er að koma hvert öðru við, bæði nær og fjær.  

Ég er sannfærð um það að flestar manneskjur á jörðinni hafa kærleika til náungans og finna til með þeim sem eiga erfitt. En því miður er fjarlægðin á milli okkar , ekki bara líkamleg fjarlægð en einnig  ósýnileg fjarlægð svo mikil að við eigum erfitt með að nálgast hvort annað.

crylove8ouEn bros og blátt glimt í auga gerir kraftaverk , að rétta hjálparhönd við minnsta verk, gerir líka að við í augnablik snertumst á örðu plani sem getur gert það að okkur hlýnar að innanverðu sem er alls virði.   

Í dag ætla ég að brosa framan í alla sem ég mæti, nágrannana sem ditta í garðinum sínum og þeim hundaeigendum sem ég mæti á göngu með hundana mína. Ég sendi ykkur ljós inn í daginn og einnig þeim sem ekki lesa bloggið mitt.

Steina


Blóð MERAR !!!


Enn einn frídagurinn ! Ég er svo lánsöm að að hafa möguleika á að lifa í þeim frið sem ég vel hverju sinni ,núna. Ekki eru allir svona lánsamir í okkar blessaða heimi.

Ég fékk vinkonu mína í te/kaffi í morgun og ræddum við allt milli himins og jarðar. Mannréttindamál, dýraverndunarmál, og það að vera manneskja.

Sólin gat ekki vaknað í morgun og fékk hún leyfi til að vera heima í dag.

En þar sem ég er svona heppin að geta einhverju ráðið í lífi mínu, geri ég mér einnig grein fyrir hversu mikil ábyrgð það er að hafa þessi hlunindi. Ábyrgð fyrir bræðrum mínum og systrum sem ég deili þessari jörð með. Þessi ábyrgð fylgir því að vera árvökul yfir því sem gerist á jörðinni, bæði nær og fjær. Þetti geri ég eftir bestu getu.hest

Hugur minn hefur þó að mestu undanfarið verið hjá blessuðum dýrunum, sennilega vegna þess að þar er neyðin mest. Það eru sem betur fer fleiri og fleiri sem verða meðvitaðri um hvert annað hvar sem er í heiminum sem eiga við hörmungar að stríða. En sem komið er eru það ekki sérlega margir sem berjast fyrir réttindum dýra, það er hægt að sjá á því hve mikið dýrirn þjást.

Ég hef áður sagt frá því að ég skrifa reglulega fréttabréf sem sent er út til hóps af dýraverndunarsinnum sem einnig trúa á kraft hugans, um dýr og meðferð á dýrum. Síðasta bréfið sem ég skrifaði um var hestinn.

Ég hélt að hesturinn hefði það nokkuð gott þar til ég fór að leita heimilda. Það sem hafði mest áhrif á mig var það sem ég get kallað kaupa og henda kúltúrinn, sem við þekkjum vel með mörg smádýr, kanínur, mýs, ketti og fl.

 

Hesturinn er draumadýr margra barna. Í Danmörku, eru það sérstaklega stelpur sem óska sér hests.  þar sem hesturinn er ekki svo svakalega dýr eins og áður, eða fólk hefur meiri peninga en áður, þá gefa margir foreldrar eftir þeirri bón. Í Danmörku eru einnig margir bændur, frístundabændur sem bjóða upp á aðstöðu til að hafa hestinn. Oft er það skilyrði sem foreldrar setja börnunum sínum að þau eigi þá sjálf að passa hestinn, þrátt fyrrir að við vitum að það er oftast of stór ábyrgðað setja á börnin. Það eru eflaust mörg börn sem passa hestinn vel, en þaðhest3 eru líka dæmi um að það erum margir sem gera það ekki. Eftir ákveðin tíma missa svo börnin áhugan á hestinum, og hvað gerist þá. Oft er hesturinn seldur til nýrra eiganda sem er að sjálfsögðu ok, Oft er hann seldur til þeirra sem lifa á að kaupa og selja hross. En því miður eru margir hestar svo illa farnir að þeim er slátrað. Á Íslandi erum við alinn upp við að hestum er slátrað, og kjötið borðað. En hérna í DK hef ég aldrei séð hestakjöt selt. Það sem oftast bíður þessara hesta er löng löng keyrsla til fjarlægra landa þar sem þeim er svo slátrað. Við erum að tala um allt upp í sólarhring eða meira. Er þetta meðferð sem er réttlætanleg ?  Ég rakst einnig á frétt sem sjokkeraði mig mikið og ég hef aldrei heyrt um áður. Það er kallað BLÓÐ MERAR. Ég er alinn upp í sveit, en hef aldrei heyrt svona dæmi, en það felst í að:

“Hryssum sem notaðar eru til blóðgjafar vegna vinnslu efnis eða lyfs úr blóðinu á vegum Ísteka ehf eða annara framleiðenda.Blóðtaka þessi hefst 40 dögum eftir fyljun og teknir eru fimm lítrar úr hryssunni í einu, með viku millibili í 5 til 7 skipti. Blóðmagn hryssu er 25-35 lítrar og má því segja að hryssan sé blóðtæmd á þessum fimm til sjö vikum. Blóðtökurnar hefjast venjulega í ágúst og lýkur eftir tæpa tvo mánuðui en þá er hryssan um það bil hálfgengin með og framundan er erfiðasti hluti meðgöngunnar og köldustu mánuðir ársins. Enginn vafi leikur á því að blóðtaka þessi  er mikið álag á bæði hryssu og folald, eins og mörg sorgleg dæmi sýna. Talið er að nokkrar hryssur drepist árlega vegna blóðtökunnar og þær hníga iðulega niður við blóðmissinn og láta jafnvel folöldum.hest2 Þá er einng verulegt áhyggjuefni hvernig hryssunum reiðir af, þegar þær loks fá frið til að safna blóði og kröftum á ný Ég á erfitt með að skylja að eigendur hesta taki þátt í þessu ! það staðreynd að merar hafa drepist af sjálfri blóðtökunni og sýnir það hversu harkaleg meðferðin er og mikið álag fyrir þær, þar sem tekið er blóð, sem samsvarar öllu blóðmagni þeirra, á fimm vikum. Og þær eru notaða til blóðtöku ár eftir ár. Auk þess er fylfull merin oft fylsuga og framleiðir allt að 20 lítrum mjólkur á dag. Segja má því að “afkastageta” merarinnar sé þanin til hins ítrasta”. Uppl: Dýraverndunarfélag Íslands

Úr blóðinu er ekki framleitt lyf til lækninga, heldur hormón sem stillir gangmál dýra svo hægt sé að slátra á hvaða tíma sem er og menn geti fengið nýslátrað allt árið. Hér er því ekki um eiginlegar dýratilraunir að ræða, heldur beina framleiðsluaukningu. Hvað er að því að fylgja náttúrulögmálunum sem við höfum gert í örófi alda. Á vorin fæðast lömbin, kálfarnir, folöldin, á vorin vaknar nýtt líf. Mín meining er að hvað sem hver segir þá hlýtur þetta að stressa hryssuna mjög mikið og að þjóð með allar þær alsnægtir sem hugsast getur, hlýtur að geta fundið aðrar leiðir en af ofnýta þau dýr sem er á okkar ábyrgð. Ég veit að Dýraverndunarfélag Íslands hefur skrifað um þessi mál, en ég veit ekki hvort það hefur hjálpa.84250

Eitt er það með hvalinn sem er í hafinu í kringum Ísland, líka er það hesturinn sem er þjóðareinkenni Íslands, Útlendingar dásama Ísland , Íslenska hestinn, Íslenska náttúru. Hvað er það sem er mest virði þegar lengra er litið en á morgun. Það er...........

Ljós héðan frá mér.

Steina

 

 send_binary6.asp



Að VERA.....

 

 
Vaknaði kl 6 eins og vanalega. Hugleiddi til kl 7. Gerði mér te, vakti Sólina sem var syfjuð.Billede 1080

Hundarnir fóru út að pissa og ég henti matnum þeirra út á grasið þannig að næsta klukkutímann væru þeir að leita að matnum. Góð aðferð til að aktivera þá. Sólin fór í skólann glöð og hress. Sól skein á himninum á nöfnu sína þegar hún hjólaði út úr innkeyrslunni. Ég rölti aðeins um garðinn og bauð góðan daginn til dagsins. Ég tók lestina til Hróarskeldu og þaðan fór ég á fund í ge. Þetta var góður fundur um ýmis framtíðar plön um skólann. Eftir fundinn fór ég á smá markað á torginu í ge. Allt fullt af lífi gleði og blómum. Ég fór í dýraverslun og keypti nýjan fugl , svo sá gamli þyrfti ekki að vera aleinn.Billede 1090

 

 

Hugur minn reikar til Rönnu vinkonu minnar sem missti pabba sinn fyrir tveim dögum og á hún því um sárt að binda þessa dagana.

Dauðinn ætti eiginlega að vera fallegasta augnablikið!

 Þegar fólk hefur átt góða æfi með fullt af lífsreynslu til að taka með sér á þann stað sem förinni er heitið. En því miður erum við ennþá svo mikið í tilfinningum okkar og efniskenndinni að við skiljum ekki alveg að þessu er ekki lokið, þó því sé lokið hérna á þessari jörðu í nú.

Það er alltaf erfitt að vera í burtu þegar vinir og ættingjar deyja eða þeir sem eru nákomnir vinum okkar falla frá.

Það eru margir sem hafa fallið frá á Íslandi sem við höfum ekki haft möguleika á að fylgja til grafar, og það er alltaf jafn leiðinlegt að vera fjarri þeim sem eiga um sárt að binda. En auðvitað erum við með í huganum eins og okkur er mögulegt.

Það er svo skrítið að þó að við reynum að vera með í þeirri sorg sem er á Íslandi þegar einhver fellur frá, er eins og maður innst inni skilji ekki alveg hvað hefur gerst. Þegar maður kemur svo  heim, kannski viku, ári eða hálfu ári seinna .þá kemur sjokkið. Sorgin er eiginlega tekinn út löngu seinna, þegar aðrir eru að komast yfir það.

 Það hefur verið mjög erfitt að vera ekki með ástvinum í sorgarprocessinum, og því sem á eftir kemur healingsprocessinum.

Það á einnig við þegar við höfum lent í áföllum hérna í Danmörku. þá hefur maður greinilega fundið fyrir hversu mikilvæg fjölskyldan er /var áður en við fluttum hingað. Þó svo að maður eigi góða vini sem allt vilja fyrir mann gera, er það einhvernveginn öðruvísi. En með tímanum hafa okkar fjölskyldubönd, þar að segja okkar Gunna og barnanna styrkst mikið á því að vera langt frá ættingjum okkar.Þetta þekkja örugglega allir þeir sem búið hafa erlendis.

Það er nú svona þegar maður eldist þá fer fólk í kringum mann að falla frá. Þetta er hluti af lífinu sem  gerir það að verkum að athyglin skerpist hjá manni svo maður verður meira meðvitaður um að maður er ekki ódauðlegur, og þar af leiðandi verður hver mínútna sem maður er hérna jörðinni mikilvæg.

Fyrir mig er mikilvægt að Vera, í margskonar merkingu. Vera fyrir mig Vera fyrir fjölskylduna mína og aðra sem fylgja mér í augnablik eða lengur.

 Vera fyrir allt sem lifir, á þann hátt sem mér er möguleg.  

Ljós til ykkar á netheimi lát ljós ykkar skína til þeirra sem þið mætið líka í augnablikBillede 938

 

 

 

As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed
to ever let you down probably will. You will have your heart broken probably
more than once and it's harder every time. You'll break hearts too, so remember
how it felt when yours was broken. You'll fight with your best friend.
You'll blame a new love for things an old one did. You'll cry because time
is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
So take too many pictures, laugh too much, and love like you've never
been hurt because every sixty seconds you spend upset
is a minute of happiness you'll never get back.
Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.

 


það er langur tími, þó svo að ég sé ný flutt !

 

20050711132448_0

Í sumar hef ég búið í Danmörku í 14 ár ! Það er langur tími , en samt finnst mér ég vera ný flutt , þó svo að mér finnist ég alltaf hafa búið hérna.  Sigyn var 14 ára, Siggi var 8 ára. Núna er Sigyn 28 ára og Siggi 22 ára. Þegar ég horfi á þau geri ég mér fyrst grein fyrir því hversu tíminn líður. Við bjuggum fyrstu 3 árin í Kaupmannahöfn, en keyptum okkur svo 125 ára gamalt hús hérna í Lejre. I þessu húsi höfum við svo búið í 11 ár. Ég hef aldrei átt heima í sama húsi svona lengi. Það gerist eitthvað þegar maður hefur búið á sama stað í svona langan tíma. Maður fær allt líf í bæði húsinu og garðinum í blóðæðarnar.Á þessum tíma í mars, apríl, sér maður hvar laukarnir eru að koma upp úr moldinni, þeir sömu og í fyrra og þeir sömu og í hittifyrra. Það eru staðir í garðinum sem eru heilagir. Í þessu horni grófum við hana Þrúði, kisuna okkar. Sem var keyrt yfir af Bitten mömmu hennar Andreu sem er í bekk með Sól. Í þessu horni er Langøri kanína, grafinn, sem kom alltaf með okkur inn, og gekk rúnt á gólfinu. Sem svo óheppilega vildi til að Sól sem bara var þriggja ára missti flösku á hausinn á honum, þannig að hann lá lengi á gólfinu án þessa að hreifa sig. Eftir ca klukkutíma tókum við blessuðu kanínuna upp sem var svolítið stíf, en vonandi ekki dauð og keyrðum með hann til Anne Marie dýralæknis sem var á hestbaki með manninum sínum sem hún núna er skilin við fyrir nokkrum árum og hún þurfti bara aðeins að horfa og sagði svo „hann er dauður“ Fjölskyldan lömuð, höfðum ekki haft dautt dýr áður. Á öðrum stað er önnur kanína grafinn sem var risa stór en fékk alltaf ígerð í hálsinn sem við þurftum með jöfnu millibili að taka inn og hreinsa út úr hálsinum. Svo eru það allir fuglarnir sem við höfum grafið hér og þar í garðinum. Kanínur einnig grafnar  hér og þar í garðinum. Við erum með okkar eigin dýrakirkjugarð í garðinum. Við getum aldrei selt og flutt. Það er svo mikil fjölskyldusaga á þessu svæði.

20050525061021_0Ég rifja upp sögur af Iðunni, hvíta scheffernum okkar.  Þegar við fluttum hingað var hún hvolpur. Hún hefur á þessum tíma alið upp kisurnar: Þrúði, Véstein, Mattilde, Alex, Múmín og Freðrik. Hún hefur verið með til að ala upp Lappa litlaþ Hún hefur tekið ástfóstri við allar þær kanínur sem við höfum haft inni og passað og hjúkrað í gegnum árin. Hún hefur sleikt þær og passað. Ég man eftir öllum hænunum sem við höfum haft hérna inni og hjúkrað og passað. Stundum tókum við inn egg sem hænurnar höfðu farið frá þegar unginn var komin hálfa leið út. Við hjálpuðum ungunum út , með hvatningu og smá pilli hjálp. Við tókum ungana oft í fangið og vorum með þá í rúminu, og á gólfinu þar sem Iðunn sleikti þá og ýlfraði umhyggjusöm. Við höfðum þessa unga þar til þeir urðu að hænum eða hönum og gátu bjargað sér í hænsnahúsinu.20050423210503_4

Einn unginn er mér sérstaklega minnisstæður. JURI GAGARIN. Hann fann ég liggjandi í hænsnakofanum , kaldur. Það var sól úti og ég settinst með hann og ákvað að athuga hvort ég gæti blásið lífi í hann. Ég sat í langan tíma og blés í litla gogginn, hugsaði ekki hvað tímanum leið. Allt í einu heyri ég að hann gefur frá sér hljóð. Hann var lifandi. Hann reyndist svo vera Hún.  En hún bjó inni hjá okkur lengi. Það tók mjög langan tíma að venja hana til að vera í hænsnahúsinu. Við gerðum það í langan tíma að hún var úti á daginn en við tókum hana inn í hús á kvöldin. Eitt kvöldið komum við seint heim, það er komið myrkur. Við heyrum um leið og við komum út úr bílnum reiðilegt garg. Ég geng að hænsnagarðinum og þar er þessi elska, hundpirruð, gargar og öskrar á mig. Ég beygi mig niður og tek þessa reiðu hænu upp, sem setur höfuðið í hálsakotið á mér og kvartar pínu lítið, en sofnar svo.  Nokkrum árum seinna fundum við hana án 20050714075138_4höfuðs í hænsnahúsinu. Hún er líka grafin í garðinum okkar.

Þegar við förum í göngutúr með hundana förum við alltaf niður að Lejreá.

Við höfum gengið þessa leið svo mörgum sinnum. Við þekkjum hvern stokk og stein. Við skoðum ána og sjáum hvort það er lítið eða mikið í ánni. Við rifjum upp hvernig það var fyrir 10 árum þegar við gengum með Iðunni á aðfangadagskvöld niður að ánni. Ég með Sólina í maganum. Við höfðum rifist vegna smámuna og vorum þung á brún. Þegar við komum niður að ánni þá var snjór yfir öllu. Stjörnubjart og máninn fullur. Við rifjum ekki upp að við höfðum verið óvinir. En við rifjum upp hversu áinn var falleg og hversu stillt var. Hverning snjórinn glitraði í túnglskininu.

 

Núna erum við að gera fullt við húsið okkar. Við fáum nýja glugga og útihurð í þessari viku. Við erum að gera flott stórt eldhús og nýtt bað. Þetta er allt saman voða gaman, enda mikil þörf á.20050714075138_3

Við göngum núna um húsið og rifjum upp hverning það var áður. Þegar efri hæðin var bara eitt stórt svæði sem við notuðum undir geymslur. Hverning var þegar við bjuggum heilt sumar úti í garði vegna þess að við vorum að pússa fallegu tréloftin. Þegar ég háólétt reif niður ömurlegu eldhúsinnréttinguna og henti henni út um gluggan. Og grey Gunni þurfti að  ”klára” verkið á meðan ég lá undir japanska kirsuberjatrénu með magann út í loftið.  Þegar við héldum jól og elduðum jólamat í húsi sem hafði enga eldhúsinntéttingu, og næstum ekkert ljós virkaði í húsinu. Við tölum um þennan tíma með kærleika og væntumþykju. Við munum þetta allt sem eitthvað gott og fallegt,

                                                               þó svo að á 20060121155244_1þessum tíma var þetta erfitt. Það var erfitt þegar dýrin dóu. Það var erfitt að búa í húsi sem var að hruni komið. Það var bæði sorg og gleði á þessum tíma. En við munum eftir því góða, og það slæma er hluti af því góða. Þegar ég hugsa um þetta sé ég að sagan okkar, hússins og garðsins er falleg

 

 

Í gær í eitt augnablik sá ég fram í 100 ár þar sem önnur fjölskylda lánar þetta hús og skapar sína sögu með húsinu og garðinum, þá erum við löngu farin en sagan okkar er þarna ennþá.....


Dalai Lama

 

það er gott að brosa á sunnudegi. sendi þess vegna þessa mynd af páfanum og GB !

Bakið betra, fer samt ekki á eplaplantekruna í dag !

Ætla að slappa af og vera með barninu mínu henni Sigrúnu Sól, sem er í mikilli sorg, páfagaukurinn hennar var að deyja. Við ætlum að jarða hann, og svo ætla ég að hugleiða og senda orku upp í fuglasálina.

ljós til ykkar frá mér!

 

vatican2


Mér er illt í bakinu

 
 Mér er illt í bakinu ! Hef í raun ekkert að segja, en sendi þessa litlu bæn frá mér í staðin !
         Ljós til ykkar frá mér þreyttri konu í Lejre. 
 
 
 
 
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég sjái þegar aðrir líða
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég geti séð sársauka í brosi

Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég heyri hljóma hjartagrát
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég geti heyrt þögul hjálparóp

Herra, gefðu mér munn þinn
er mælir orð sem gleðja
orð sem uppörva
orð sem styrkja
orð sem gefa von

Herra, gefðu mér hendur þínar
sem ætíð opnast öllum mót
sem styðja á niðurbeygða öxl
sem strjúka burt tár
sem gefa og taka á móti

Herra, gefðu mér af hjarta þínu
svo ég geti fundið til með þeim sem líða
svo ég geti glaðst með þeim glöðu
 svo ég geti elskað, - elskað eins og þú.
Söpvi H. Hopland
 
 
 
jesuslovesme2 copy
 
 
 
 
 
 

Ég elska þessa setningu !

 Billede 2508

 

                     "Og sýndu miskunn öllu því, sem andar."


Núna í fyrsta sinn í 10 ár erum við ekki með hænur. Blessuð sé minning þeirra.Gunni lógaði þeim öllum í fyrra vegna fuglainflúensunnar ! Það var ekki auðvelt verk. Við fengum klögur frá fólki vegna þess að hænurnar voru ekki lokaðar inni í hænsnahúsinu, það vildum við ekki því það er ekkert líf að okkar mati. Sérstaklega var erfitt fyrir okkur öll sömul þegar litla gráa dverghænan var dáin, hana höfðum við átt frá upphafi. Mikil varphæna og einnig frábær mamma fyrir ungana sína. Hún fékk oft unga tvisvar sinnum yfir sumartímann. Við þorðum ekki að fá okkur hænur aftur vegna látanna sem voru í fyrra í sambandi við þessa flensu.
En svona getur þetta verið. Þetta var allt blásið svoleiðis upp í fjölmiðlum hérna , þó svo að “aðeins” 90 manns hafið látist af völdum innflúensunar á 9 árum í öllum heiminum. Ef við líkjum þessu við hversu margir látist vegna reykinga, umferðarslysa og annara hluta, er þetta algjörlega út í hött.  En þar sem fuglabú er orðin svona mikil peningamaskína þá fer allt í hrærigraut vegna þessa, því miklir peningar gætu verið í húfi fyrir þessa stórbændur ef flensan kæmist til þeirra..

 

Langar aðeins að skrifa um dýrin þar sem ég er að skrifa um hænurnar mínar. Ég er nú soddan rosa dýraelskari og hef alltaf verið. (dreymdi um að verða bóndi þegar ég var lítil) Það setur fullt af hugsunum í gang, þetta með fuglainnflúensuna og fyrir nokkrum árum var kúariða. Hvað er það sem veldur, er það vegna alls eiturs sem sett er á akrana, fóðrið þeirra, (beinamjöl af kúm) eða í því sem andað er inn. Það kemur ekki bara út af engu. Við erum völd að svo miklum hörmungum gagnvart blessuðum dýrunum.Billede 184

 

Oft líka þeir sem eru með dýr sem gæludýr, hunda , ketti og fl. Sem halda að hundurinn og kötturinn hafi sömu þörf og manneskjan. Að reyna að gera dýrið að manneskju, sem er svo mikill miskilningur. Ég hef sjálf gert þetta með mín dýr, sérstaklega með hana Iðunni mína, (sem er orðin 11 ára) hún var algjörlega ótemjandi, þar til einn daginn að ég gerði nér grein fyrir því að hún var “hundur”, og ég gerði henni mikinn óleik með að umgangast hana og gera kröfur til hennar eins og hún væri manneskja. Eftir það hefur hún fengið leyfi til að vera hundur, og við reynum að umgangast hana sem hund, og hún er alveg frábær sem hundur, en ferleg sem manneskja. Við erum líka með Lappa, sem er tveggja ára. Hann höfum við alltaf umgengist sem hund, og hann er algjör hundur.

 

Við vitum öll um fólk sem á dýr, sem þau vanrækja og jafnvel fara mjög illa með. Ég veit ekki hvort þeir sem eru í því að reyna að breyta dýrunum sínum í manneskjur eru eitthvað skárri. Það er ofbeldi í því að gefa þeim ekki leyfi til að vera það sem þau eru.

Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa dýr, og alltof margir fá sér dýr án þess að hugsa um að þegar maður er orðin þreyttur á þeim, getur maður ekki bara hent þeim, þetta er binding, líka tilfinningalega að fá sér gæludýr. Veit það vel, er með tvo hunda, þrjá ketti, tvo páfagauka,var með margar kanínur, og var með 15 hænur!

Billede 1069 Ég hef alla tíð átt mjög erfitt með líkamlega misþyrmingu á dýrum. Ég heyrði í fyrra að í Kína er stórt lokað svæði þar sem framleiddur er pels í föt, sem er mjög mikil eftirsókn í. Þetta er pels frá einhversskonar villihundum. Framleiðslan er mikil, og þar af leiðandi er margir hundar drepnir daglega, og það verður að gerast hratt. Það gerist það hratt, að hundarnir fá enga deyfingu, heldur er pelsinum bara svift af dýrinu, og svo er hundinum án pels kastað í hrúgu af öðrum hundum, sem liggja og kveljast til dauða. Þetta er ekkert einsdæmi um hvernig við manneskjan förum með dýrin hérna á jörðinni, sem við hljótum að bera ábyrgð á. Þar sem það á að heita að við séum komin lengst í þróuninni af þeim dýrum sem eru á jörðinni. Þessi saga um villihundana, er því miður sönn. Ein sem ég þekki er dýralæknir, og hún hafði fengið videoupptöku senda , þar sem allt þetta var sýnt. Þetta gerist því miður ekki bara þarna !

 

Virðingin fyrir þessum blessuðum dýrum er engin, við viljum fá og fá, hvað sem það kostar, og helst ódýrt. Ég get alveg séð og skilið að við notum bæði kjöt, og pels af dýrum, en það er hvernig þessir hlutir eru gerðir, með svo miklu virðingarleysi. Dýrin eru ekki reiknuð fyrir neitt. Sagt er að þau hafi ekki tilfinningar, hver segir það, og ef það eru vísindamenn, hvernig vita þeir það, er hægt að mæla tilfininngar ?

 

Ég get séð það á mínum dýrum að þau hafa tilfinningar. Kannski á öðru plani en við, en tilfinningar hafa þau. Meira að segja kanínur og hænur. Hundar og kisur   , hafa mikinn tilfinningaskala. Kannski er þetta sagt til að þurfa ekki að horfast í augu við það sem maður gerir þessum dýrum sem eru á t.d. tilraunasstofum, í sláturhúsunum, mörgum dýragörðum og fl. fl.

Darwin kom með þróunarkenningunna, sem fyrir mér er sönn að nokkru leiti, fyrir mér vantar þar, að við sem sálir, þróumst frá dýri til manneskju. Sálin fæðist í kropp sem hún notar í ákveðið tímabil, til að safna reynslu og fullt fullt fl, sem er efni í aðra grein!!!


Í Búddiskri trú, segja þeir að við fæðumst aftur og aftur, en við getum skipst á að vera manneskja og dýr Í kristinni trú er ekki endurholgun. Jesús reis upp frá dauðum,( var reyndar að kaupa mér bók um hvaða skoðun kirkjan hefur líf eftir dauðann . Kirke og reinkarnation). Þó svo að fólk túlki þetta hver á sinn hátt. Þá er einhver sannleikur í þessu öllu finnst mér eins og í þeim trúarbrögðum sem ég hef lesið um. Og ef við gerum ráð fyrir að við blöndum þessu saman, og dýrin verða að manneskjum, þá hvílir mikil ábyrgð á okkur. Þetta eru verðandi manneskjur, sem við berum ábyrgð á, eins og þeir sem eru þróaðri en við bera ábyrgð á okkur (Guð, englar, og æðri verur).

 

Við ættum í raun að umgangast dýrirn að sömu virðingu og við viljum að aðrir umgangast okkur.

Við ættum að umgangast þau sem dýr, en með kærleika og virðingu fyrir dýrinu, því að í því trúi ég að mesta virðingin sé fólgin. Núna þegar svo mörg dýr pínast og þjást af manna völdum, ættum við að hugsa um hvað við getum gert til að hjálpa. Það er hægt að hjálpa án þess að vera á staðnum, það er hægt að hjálpa með hugarkraftinum.(Ef þið viljið vita meira hvað ég er að tala um þá sendið mér mail).

Sem dæmi um að dýr eru dýr, og manneskjur eru manneskjur. Þá lét ég gelda hann Lappa minn, og kisurnar mínar þrjár!. Þetta geri ég því að hann þjáist af þörf sem hann getur aldrei uppfyllt. Að vera með tíkum. Svo ég tók ákvörðun um að svona yrði þetta að vera.

ÉG myndi aldre taka þessa ákvörðun fyrir son minn, sem hefur ekki ennþá eignast börn :O)tv4_me

 

 

 

 

 

En ég vel þetta fyrir Lappa, því ég vil að hann geti haft það gott, í því umhverfi sem hann lifir í. Og hann veit ekki að það er hægt að fá svona aðgerð, en ég veit það. Og þar sem ég er passa hann í þessu lífi hans, er það á mína ábyrgð að hann geti fengið gott og harmoniskt líf !!!

En nóg í bili, ætla núna að taka til og svo að glugga í nýju bókina mína sem ég keypti í dag ! Vejen til frihed eftir Nelson Mandela.. Hlakka til að lesa og fara smá inn í hans hugarheim !

Ljós og kærleikur til ykkar allra!

Billede 957


Vildi deila þessu með ykkur !

Nelson Mandela's 1994 Inaugural Speech

 

Our deepest fear is not that we are inadequate

Our deepest fear is that we are powerful beyond measure,nelson_mandela

 

It is our Light, not our darkness, that frightens us.

We ask ourselves, who am I to be brilliant,

gorgeous, talented and fabulous?

 

Actually, who are you not to be?

You are a child of God.

 

 Your playing small doesn't serve the world.nelson_mandela

There's nothing enlightened about shrinking

So that other people won't feel insecure around you.

 

We are born to make manifest the Glory of God that is within us.

It's not just in some of us; it's in everyone.

 

And as we let our own Light shine,

We unconsciously give other people permission to do the same.

 

As we are liberated from our fears,

Our presence automatically liberates others.

 

Ljós frá mér í Lejre 


Óttinn, hræðslan, óöryggið !

 

Stundum lendir maður í áföllum í lífinu sem eru bæði minni og stærri  en annara áföll.

En í augnablikinu er þetta stórt áfall, sem maður finnur að læðist inn í tilfinningarnar og gerir það að verkum að maður getur jafnvel fundið fyrir ótta yfir því sem: Billede 2494

gæti gerst,

er að gerast,

eða gerist ekki !

 Þessi tilfinning, óttinn, hræðslan, óöryggið!

Að finna hversu smár maður er,og hversu háður maður er hinum !

Ég meina að þetta sé það besta sem lífið getur boðið manni, það er þarna sem maður vex, verður skilningsríkari, og á stundum fordómalaus, því maður hefur sjálfur verið á svo mörgum stöðum og þekkir mannlegt eðli,

ekki frá sjónvarpsþáttum, tímaritum, eða sögusögnum, en út frá eigin dýptum, reynslu sem gefur manni meiri skilning á mannlegt eðli, sem gefur skilning á lífinu og þeim átökum sem það býður upp á, og á óttanum sem hinn ber !

Ég hef oft sagt, sumir spila á píanó í gegnum lífið.

Á árum áður vildi ég líka vera þar.

Enn núna tek ég gjarnan á móti því sem kemur og er svolítið spennt að finna hvernig ég bregst við ólíkum áföllum. Ég skoða viðbrögð mín, og finn fyrir þakklæti þegar ég sé að ég hef náð lengra frá því óttinn síðast kom inn !

Spurningin er.

Hver er það sem skoðar viðbrögðin ?

Hver er það sem skoðar tilfinningarnar ?

Hvað er óttinn ?

Hvað er hræðslan ?

Ég fann þetta allt í dag og ég skoðaði það, og fann að ég gat horft niður til þessara tilfinningar skoðað þær og látið þær hverfa.

Hver er það sem skoðar ?

Ljós frá mér !


Trúir þú á engla ?

Góð spurning. Billede 2502[1]

Já ég trúi á engla !

Við ölumst upp með fallega sálma um engla.

Við lærum í bænunum okkar um engla.

 Við heyrum í dægurlagatekstum um engla,

Við köllum hvert annað engla. 

 Við segjum .Við börnin okkar að þau séu englar.

Í biblíunni er talað um engla.  En trúum við á engla?

Já ég trúi á engla.

Ég trúi á Maríu mey, sem stórann engil, sem hjálpar öllum börnum að komast í heiminn.

Við þurfum bara að fá hana inn í hjartað í daglega lífinu. Ég trúi að María Mey hjálpi öllum sem eiga um sárt að binda. Manneskjum, dýrum, plöntum.....

Við þurfum bara að vita það í hjartanu okkar.

Ég trúi að María Mey, sé engill fyrir Móður Jörð, haldi við öllu lífi á jörðinni.

Engill fyrir allar konur, og börn.

Ég trúi að ef við meðvituð biðjum um hjálp, þá fáum við hjálp. Hjálpina skiljum við betur, ef við erum meðvituð, þá getum við lært að vinna, með englum. Leita ráða hjá englum, sem hjálpar okkur þegar við þurfum á að halda.

Væri það ekki frábært ef englaríkið og manneskjuríkið ynnu saman? Ef við myndum opna okkar innra auga og sjá inn í þeirra heim. Ég er viss um að englar eru það þróaðir að þeir sjá inn í okkar heim. Sjá hversu erfitt við oft höfum það. En þar sem við hvorki heyrum sé sjáum englana, getum við ekki mótekið þá hjálp að fullu, sem þeir efalaust vilja gefa okkur.

Ef við í öllu okkar lífi gætum séð verndarengilinn okkar, skilið þau skilaboð sem hann vill koma til okkar, þá held ég að það eina sem við þurfum að gera er að tjúna inn, og hlusta.........

Hver veit hvað við fáum að vita.

Þá er heimurinn fleiri víddir, en þrjár. Þá er hann fjórar víddir.
Ég sé fyrir mér í framtíðinni, og vona, að við manneskjur, englar og öll þau ríki sem eru til í alheiminum, vinnum saman, og hjálpum, þar sem þarf að hjálpa.
Og það þarf mikið að hjálpa til á okkar blessaðri jörð.

Ljós frá mér sem er í vinnunni !

Steina


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband