Fimmtudagshuggulegheit

_mg_0207.jpgÓsköp friðsælt núna hérna í eldhúsinu. Brenniofninn hitar allt í kringum sig og við sitjum hérna hver við sína tölvu og hvílum okkur smá eftir daginn og kvöldmatinn. Sól og vinkona hennar voru að baka þegar ég kom heim, og núna njóta þær afraksturins af því og sitja uppi í herbergi og horfa á bíómynd og borða köku í desert eftir kvöldmatinn.

Við förum á eftir að taka gamla vinnuherbergið í gegn, það á að verða að herberginu hennar Sólar, Sólar herbergi verður að sjónvarpshugguherbergi og stofan verður að sameiginlegri vinnustofu. Okkur bráð vantar aðstöðu fyrir allt mögulegt sem við bardúsum bæði saman og hver fyrir sig.

Annars er lítið að frétta frá mér, allt er ekki auðvelt, en verður auðveldara dag frá degi. Skólarnir báðir ganga mjög vel, mikið spennandi að gerast á báðum stöðum.

Listaskólinn sem ég ásamt tveimur öðrum setti á laggirnar fyrir 8 árum og er nú skólastjóri í, er að stækka í báða enda. Við erum byrjuð með það sem heitir ungdommsuddannelse, sem er tilboð fyrir ungt fólk með sérþarfir, þar sem bæði er hægt að læra myndlist og einnig dönsku, reikning og önnur samfundfög. Þetta er svo tilboð með skólanum þar sem aðalega er kennd  myndlist og hefur alltaf áður bara verið kennd myndlist.

Einnig erum við að opna það sem kallast vinnustofa, sem er fyrir þá sem eru búinn að vera lengi í skólanum, en nokkrir hafa verið í 8 ár, og eru ekkert á leiðinni að hætta.

Til að það verði einhver hreyfing á nemendum gerum við þessar vinnustofur. Ef engin fer út úr skólanum, höfum við ekki pláss fyrir nýja.

Þetta er bæði mjög spennandi og tekur líka mikinn tíma.

Hinn skólinn, “Skolen for kreativitet og visdom” stækkar dag frá degi, það koma endalaust nýir nemendur inn og við verðum brátt að huga að því hvað við gerum eftir áramót.

Skemmtilegt er að við vorum beðnar að skrifa grein um skólann í mjög gott blað sem kemur út í desember, þrjár síður !! við erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með það og erum á fullu að skrifa.

Núna í næstu viku er haustfrí, og ætlum við að hvíla okkur. Ég nota einhvern tíma til að skrifa að þessari grein, og svo ætlum við í sund og bíó og þess háttar.

Núna ætla ég að kveðja að sinni, kannski verður tími til að skrifa í næstu viku.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta mín. Það er svo skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Njóttu þess nú að hvíla þig í haustfríinu vinkona  Knús

Kristborg Ingibergsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:16

2 identicon

Elsku Steina. Frábært að heyra hvað skólarnir þínir ganga vel. Er svolítið forvitin að heyra meira um þá báða. Starfið mitt felst í því að styðja nemendur með sérþarfir út í almenn námstilboð og þar á meðal Myndlistaskólann í Reykjavík. Skólastjórinn þar er mjög spennt líka að heyra meira um hvað þið eruð að gera með þennan nemendahóp. Bestu kveðjur. Kristín

Kristín Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kære Kristín, frábært að heyra frá þér.

Sendi þér hérna

http://www.skolenforkreativitetogvisdom.dk/ linka inn á báða skólana 

http://www.kunstskolenrammen.dk

skrifaðu til mín ef þú vilt heyra meira, ég geri það gjarnan.

knus

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 05:28

4 Smámynd: www.zordis.com

Kósý að sitja við ofninn, dunda sér hvert í sínu lagi en saman.

Lífið er sannarlega ekki alltaf auðvelt, eðlilega þegar við setjum okkur upp ramma sem við viljum fylgja. Knús og kærleikur til ykkar í Lejre koti.

www.zordis.com, 12.10.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ljósið mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband