Myndin er send út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og á Íslandi
6.3.2009 | 15:47
Ætla að blogga smá, eða þangað til ég get skúrað gólfin. Ástæðan fyrir að ég get ekki skúrað strax er að heimasætan er að taka til í herberginu sínu, það eru tröppur frá herberginu hennar niður í eldhús og það er opið allt á milli. Í herbergi heimasætunnar eru parakítafuglar og naggrís og þessu fylgir mikið af allavega kornagrasarusli. Ég þarf sem sagt að skúra hennar gólf fyrst.
Annars er ég búinn að vera mikið veik alla vikuna og smá af hinni vikunni líka. Ég hef verið með ferlega verki í maganum og svakalegan höfuðverk. Höfuðverkurinn gæti verið orsök þess að ég hef verið að afeitra mig af koffíni. Ég er sem sagt hætt að drekka kaffi og svart te. Ekki spyrja af hverju, ég hlustaði á kropinn minn og fékk þessi skilaboð og þar sem ég hef ákveðið að vinna með honum/henni en ekki á móti, þá er ekki annað að gera, en gera það.
Í morgun var ég í mínu morgunbaði, eins og flestir sennilega gera og í leiðinni að spjalla við Gunna sem var að raka sig. Glugginn var opinn samkvæmt venju. Allt í einu skellur glugginn aftur með miklum hávaða og við heyrum mikil hljóð. Gunni kíkir út, en sá ekkert í fyrstu svo sér hann fálka fyrir neðan gluggann í slagsmálum við smáfugl, vá ekki lítið undarlegt að sjá þetta bara metir frá okkur og lætin svo mikil að þeir flugu á gluggan, grei litli fuglinn! Gunni horfði á þetta lengi, enda áhugamaður um mat, en ég horfði bara smá, en nóg til að muna þetta undarlega augnablik.Við erum með alveg ofsalega mikið af fuglum í garðinum okkar, þó svo að við séum með fjóra ketti og einn hund. En ástæðan er sú að við fóðrum þá út um allt af eplum, fitu og korni. Ég veit ekkert huggulegra en að sitja og horfa á þá gúffa í sig öllu þessu góðgæti. Það versta er að allt er útskitið á tröppunum í kringum húsið.
Allt gengur vel við undirbúninginn á skólanum. Við erum búinn að fá aðstöðu í frábæru húsi hérna í miðbænum. Ég hef oft áður notað þetta hús við hin ýmsu listaprojekt, en núna getum við leigt ár frá ári. Getið hvað það kostar á ári ???? 2000 dk til 5000 dk ! Ótrúlegt. Sjá mynd:
Við höldum marga fundi og skrifum mikið, því við byrjum í september.
Annars er ég hamingjusöm, fátæk, en hamingjusöm. Fórum út að kaupa inn í gær og urðum hálf hissa á hversu mikill munur það er orðið að versla núna en bara fyrir stuttu. Allt orðið dýrara og það finnst greinilega. Við erum líka kúnnar hjá Danske Bank og þar er allt í panik núna, engin lán ekkert að hafa þar. Vorum að spá í að kaupa nýjan bíl, en nei ekkert lánað. Okkur leið eins og við værum einhverjir aula kúnnar híhí. Bílinn okkar verður sem sagt að duga smá áfram.
Í næstu viku byrjar vinnutörn hjá mér og hlakka ég til eftir þennan veikindatíma. Hlakka til að vera með skemmtilegum nemendum og kennurum skólans. Það eru að gerast skemmtilegir hlutir þar. Við erum að gera bók um verk nemendanna. Einn af kennurum skólans stendur fyrir því verkefni. Hann Hartmut, þýskur listamaður alveg yndislegur. Hann hefur skaffað okkur mjög góðan listfræðing til að skrifa texta í bókina. Vikuna áður en ég veiktist sendi ég kvikmyndina um skólann út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og líka þeirra íslensku. Vonandi vilja þeir sýna þessa frábæru mynd sem á erindi til allra. að mínu mati, þessi mynd er verk í sjálfu sér, því hún er svo róleg og falleg með yndislegri músík. Einnig kynnir hún skólann alveg frábærlega vel. Við höfum aldrei upplifað það áður en núna er stöðugur straumur af fólki sem vil inn í skólann, við fáum gesti í hverri viku og eins og staðan er núna erum við með þó nokkra á biðlista. Við höfum hreinlega ekki fleiri pláss. "Lúxusvandamál"
Jæja kæru vinir og bloggvinir það verður ekki meira að sinni. En ég sendi ykkur öllum KærleiksLjós með ósk um allt það besta til ykkar samkvæmt Guðdómlegum lögum og reglum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Það er nú lágmark að fuglarnir skíti ekki á tröppurnar hjá þeim sem fóðra þá..... ;)
Gott að allt gengur vel með undirbúninginn hjá þér/ykkur.
Ást og friður!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 16:48
Frábærar myndir. Einnig er færslan skemmtileg.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:50
Blogglestrarkvitt og góðar bataóskir.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 6.3.2009 kl. 22:13
Vonandi fer heilsan tín ad koma kæra Steinunn mín.Frábært tetta med skólann og tad í bænum tínum.
Flottar myndir og yndislegt ad heyra ad tú hlustar á kroppinn tinn.Knús í kotid titt.
Gudrún Hauksdótttir, 7.3.2009 kl. 06:06
Kæra Steina mér er oft hugsað til þín og hef það á stefnuskrá að slá á fljótlega til þín. Gaman að heyra hvað það gengur vel með skólann og ég fylgist spennt með nýja verkefninu...láttu þér batna, sendi þér kærleikskveðju.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2009 kl. 07:40
Gaman að heyra hvað allt gengur vel með skólan Steina mín. Kærleikur til ykkar allra
Kristborg Ingibergsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:44
Sorglegt með fuglinn. Og slæmt að þú skulir vera lasinn, en gott að þú sért að afeitra þig gagnvart coffeininu Steina mín. Knús á þig elskuleg mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:43
Sæl Steina mín.
Ég er alltaf hálf vængbrotinn ef að ég lít ekki inn til þín.Það er eitthvað sérstakt við skrifin þín. Ég hef átt við mikið heilsuleysi í 2 og 1/2 ár og það er gífurleg reynsla. En ég trúi alltaf áð að hlutirnir lagis. Mér fannst þetta athygglivert með afeitrunina á kaffinu. Ég drekk kaffi allan sólarhringinn Kaffi og te (helst Earl grey ).Svo hef ég orðið að taka mikið af verkja og steralyfjum og ég get sagt þér það að ég finn stóran mun á mínum skrokki til hins verra útaf þessu lyfjaáti en stundum er ekki til önnur leið fyrir mig(Ég brotnaði illa á hrygg og eitt og annað ). )
Alltaf gott að heyra í þér segja okkur frá heimilinu þínu.og fjölskyldunni ,eða bara öllu.
Farðu vel með líkamann hann endurnýjar sig ekki sjálfur og honum er ekki sama hvað honum er boðið (misboðið).
Kærleikskveðja til ykkar allra.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 03:58
Til hamingju!
Æðislegt hús ásýndar sem fær líf og fjör nemenda og kennara á næstu önn. Hlakka til að heyra meira um skólann og ný kynni.
Þú skilur eftir þig ljúfa ró sem ég næli mér í. Takk fyrir að vera þú!
www.zordis.com, 12.3.2009 kl. 14:27
Ég tek undir það sem greinilega margir finna, það er eitthvað svo gott að líta inn til þín og heyra um lífið hjá ykkur, dýra, mat- og listvinum. Þið kunnið að lifa lífinu! Vonandi batnar þér fljótt af öllum krankleikum, elsku kona. Takk fyrir mig.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:36
Æi, vonandi er heilsan orðið betri..
Ömurlegt að vera heilsulaus, heilsulaus maður á aðeins eina ósk, hraustur maður þúsund :)
Ástarkveðja.
Ylfa Mist Helgadóttir, 16.3.2009 kl. 03:26
SigrúnSveitó, 17.3.2009 kl. 20:50
Takk Steina mín og kærleikskveðjur til þín og farðu vel með þig.
Gunni áhugamaður um mat Fálkahvað
Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:29
Heyrðu hvaða mynd ertu að tala um ?
Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.