hitt og þetta mánudagsbull..

 

_MG_1425Þegar ég kom heim í dag tók ég eftir svolitlu skemmtilegu.

Ég vissi það svosem en hafði ekki alveg tekið eftir því. En það var komið nýtt tré í garðinn okkar. Ekki bara hvaða tré sem er heldur mírabellutré ! Mírabellur eru litlar plómur, alveg mjög góðar. Ég sá allt í einu fullt af gulum plómum á trénu og þá vissi ég að loksins hefðum við fengið mírabellutré sem ég hef alltaf óskað mér. Það hefur bara vaxið sig stórt án þess að ég tæki eftir því, við hliðina á fuglabúrinu.

Svona getur náttúran verið frábær.

Það var fyrsti dagurinn í skólanum í dag.

Frábær dagur með glöðum nemendum. 

Húsnæðið er algjört æði.
Allt í einu höfum við fullt af plássi og fjóra nýja nemendur. Sennilega koma tveir aðrir nýir í næsta mánuð.
Fullt af fundum, síminn hringir endalaust og það er líf og fjör. Við erum ekki búinn að tengja símann í skólanum og þar af leiðandi hringir minn prívat gemsi endalaust. Síminn byrjaði að hringja kl  rúmlega 7 í morgun. Hann hringdi og hringdi og hringdi og hringdi..

Á morgun byrja ég að taka opinberar samgöngur í vinnuna og heim. Það tekur mig ”BARA” einn og hálfan tíma á dag að komast í vinnuna., sem sagt þrjá tíma á dag hehe. Það sem er gott við þetta er að ég kem til með að ganga mikið. Ég geng ca 5 kílómetra á þessari leið.

Ég er á fullu að undirbúa sýninguna mína í september á milli þess sem ég fæ góða gesti og hitti gott fólk.IMG_1388

Eins og hann hérna leyndarmálamaðurinn sem vill ekki láta taka mynd af sér sem var góður gestur í gær með fallegu fjölskylduna sína! 

Var á göngu um daginn með Lappa minn. Rakst ég þá á nágranna minn hann Henrik sem líka er listamaður. Við höfðum ekki sést  allt sumarfríið og það var gaman að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við ákváðum að skella okkur í að gera ljósmyndasýningu í nóvember hérna í Lejre. Ljósmyndasýningu um Lejre. Við erum bæði mjög upptekinn af að taka ljósmyndir. Við plönuðum allt á þessum stutta tíma, svo ég  fer í gang þegar þessi sýning sem ég er að vinna að  er búinn.

Á fimmtudaginn fæ ég góða vini mína frá Íslandi í heimsókn í skólann og eftir heimsóknina koma þau og borða hjá okkur hérna í kotinu. Þetta eru vinir sem ég haft í 20 ár en þau hafa aldrei heimsótt mig hingað í sveitina svo það verður gaman að fá þau hingað.

Á laugardaginn er ég búinn að bjóða kennurunum frá skólanum og mökum þeirra heim, það verður vonandi gott veður svo við getum verið úti. Það er nefnilega svo notalegt á ”seinntsumarkvöldum” að sitja úti í góðra vina hópi og njóta samverunnar.

Annars er lífið bara gott hérna í kotinu.

Jæja ég er andlaus og stoppa núna !
Set myndir hérna fyrir neðan frá skólanum í dag sem eru að sjálfsögðu bara smá vinklar af hinu og þessu horni og kössum sem er ekki búið að tæma. Set líka inn myndir af tveim yndislegum kennurum ! Bara smá……
Kærleikur til ykkar og allra

p.s

Lífið í hinu smáa er svo dásamlegt og ég fæ meira út úr því en ferðalög til framandi landa.

Þegar ég hætti áðan að skrifa kom fröken dásamleg,skrítna, brjálaða nágrannakona sem ég kann betur og betur að meta . Henni lá mikið á hjarta, en var með enn eina gjöfina til okkar. Kertastjaka fyrir 36 sprittkerti úr svörtu járni. Um daginn kom hún með alveg ferlega flottan póstkassa. Allt frá frábærlega flottri búð sem er hérna á lestarstöðinni, þar sem hún af og til hjálpar. Þetta hefur hún fengið gefins, sem hún svo gefur til okkar.

Ennn hún kom og þurfti að tala, það var eitthvað voða fallegt við það. Hún borðaði svo með okkur, það var líka eitthvað fallegt við það. Gunni lagði sig, það var ekkert sérlega fallegt, en allt í lagi hehehe. Síminn hringi til mín og það var Morten sem ég spjallaði við í svolítinn tíma. Nágranni sat og borðaði köku sem Gunni bakaði í gær. Þegar ég var búinn að spjalla kom Christian nágranni og vildi tala við Gunna sem hraut í stofunni. Gunni er að fara að elda mat fyrir brúðkaupið hans og Inge á miðvikudaginn. (okkur er að sjálfsögðu boðið og Sólin okkar verður brúðarmey) Christian vakti Gunnar og þeir fóru út og hún elsku nágranni minn spjallaði smá stund meira við mig, Sól og Lappa. Það sem ég er kannski að segja er að þessi nálægð við aðra hérna í öðru landi er mér svo mikils virði. Að það sé hægt að flytja í annað land og láta drauminn um lítið samfélag þar sem við komum hvert öðru við rætast, þó svo maður hafi ekki búið þar alla ævi. Við komum frá öðrum kúltur, annarri menningu en samt erum við svona stór hluti af þessu fólki og höfum myndað sambönd sem verða.... 

Þegar ég upplifi svona hversdagslega hluti eins sterkt og núna er ég svo meðvituð um að njóta þess í augnablikinu, því hvert augnablik er einstakt og verður fortíð eftir augnablik. 

Hérna er vídeó með sólinni (hún er þessi með bláa klútinn í bleika stjörnu bolnum) okkar og bestustu vinkonum hennar sem var sett á netið af kennaranum þeirra, þetta er neðððððððððððst !!

njótið vel ! 

_MG_1420

_MG_1403

_MG_1415

_MG_1400

_MG_1399

_MG_1397

_MG_1405


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi en sætt :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.8.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gaman að lesa hvað lífið þitt er yndislegt Steinunn mín. Flott myndband af stelpunum :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er fallegt lífið þitt

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina kleina, þú ert bestust af öllum og ert yndislegasta manneskja í heimi og þú ert  bara alveg ágæt Steina kleina... Ást til þín....

Guðni Már Henningsson, 11.8.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Þröstur Unnar

"því hvert augnablik er einstakt og verður fortíð eftir augnablik. " ...er ákkurat það sem maður mætti hugsa oftar.

Yndisleg Sólin þín.

Takk fyrir pistil.

Þröstur Unnar, 11.8.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þegar þú skrifar um fjölbreytt og innihaldsríkt hversdagslíf þitt, langar mann oft að vera á staðnum og taka þátt í þessu öllu! Er viss um að þetta er heilandi umhverfi í öllum skilningi. Stelpan þín er æðisleg.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Hulla Dan

Frábær hún dóttir þín
Og dásamlegt hvað þú er hamingjusöm.

Knús

Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 06:41

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dýrðin í þessu smáa og einfalda, er einlæg, hljóðlát og full af virðingu fyrir öllu sem er.  Það eru reyndar ekki nema þroskaðar sálir sem gera sér alveg grein fyrir því Steina mín.  Það er svo auðvelt að gleyma sér í glaumnum, hraðanum og straumi tísku og nútíma.  Að allof margir sá ekki fegurðina í einfaldleikanum. 

Þú ert frábær manneskja.  Og auðvitað skapar þú í kring um þig þær aðstæður sem þú vilt hafa í kring um þig.  Og svo koma þeir sem vilja njóta þessa með þér.  Knús á þig inn í daginn.  Og til lukku með nýja ávaxtatréð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt og einfalt, samt stórbrotið og viðkvæmt!

Knús til þín og gangi ykkur vel í skólanum og lífinu.  Sólin er sætust!

www.zordis.com, 12.8.2008 kl. 12:00

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með nýja skólahúsnæðið, lífið og tilveruna alla

Knús

Guðrún Þorleifs, 12.8.2008 kl. 17:18

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sólin thín er alveg ædisleg og myndbandid er virkilega flott hjá theim.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:19

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég verð alltaf svo glöð að lesa færslurnar þínar. Finnst þær lýsa svo skært, alveg hingað til mín á Akranes. Takk, kæra Steina.

SigrúnSveitó, 12.8.2008 kl. 23:37

13 identicon

Flottar stúlkur og myndir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband