hver sagði líka að lífið væri alltaf dans á rósum...

-1
Ég er einhvernvegin að kafna í vinnu og verkefnum. Það er lokasprettur í skólanum. Eftir rúmar tvær vikur fer ég til Bandaríkjanna og ég þarf að ná mjög miklu áður, veit ekki alveg hvernig. Skólanum líkur fyrst í lok júní.

Einhver sagði við mig að skrifa lista, ég svaraði á móti að ég væri með fullt af listum en væri alltaf að bæta við á þessa lista nýju og nýju og listarnir væru orðið út um allt.

Ofan á allt þetta fékk ég að vita að eitt af nágrannahúsunum og garði ætti að ryðja alveg í burtu! Það hefur staðið autt í nokkur ár, þar af leiðandi er mikið líf í garðinum. Það eru dúfu par sem hefur búið í einu grenitrjánna í nokkur ár, þær eru svo spakar og yndislegar. Einnig eru tveir íkornar sem eru mikið á ferli þarna í garðinum og okkar garði líka. En þau dýr er nú erfitt að flytja. En það er líka fullt af broddgöltum sem búa þar og hafa búið lengi. Þetta á að gerast í fyrramálið.

Þannig að ég og nágranni minn förum á eftir og reynum að finna blessuð dýrin og tökum þau í fóstur og reynum að venja þau við garðana okkar.

Broddgeltir eru með unga í maganum á þessum tíma og þar af leiðandi er þetta ekki alveg góður tími fyrir svona inngrip.

Við fórum að kíkja í fyrradag og það var fullt af smá stígum um allt, sem er merki um þarna hafa þeir skapað sér líf og sælu.

Ég hef ekki mikinn tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, vonandi getið þið lifað við það, haha.
Sendi ykkur hérna Sól Sól Sól og fullt af Kærleika.

-8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi þér vel Steina mín að pússla þessu öllu saman! Vona að ykkur takist að hæna dýrin yfir í ykkar garða.

....og jiiiii hvað þetta er flott mynd af sólinni

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 13:08

2 identicon

Vá, flott mynd! Segi líka að ég vona að blessuð dýrin geti fundið sér samastað í ykkar görðum.

koss knús og kærleikur 

jóna björg (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott gengi á endasprettinum; hann getur verið erfiður og harður hjá kennurum. Myndin er hreint út sagt æðisleg. Er hún heimagerð?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Maður gerir aldrei meira en sitt besta Steina mín...gangi þér vel í öllu saman...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sælar kærustu konur, takk fyrir kveðjur og nei myndin er ekki heimagerð !

knús á ykkur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Dísa Dóra

vá flott mynd af sólinni.

Ég segi nú alltaf eins og þetta orðatiltæki (úr fyrirsögninni þinni) er í svíþjóð: Lífið ER dans á rósum.  Stundum á blöðunum og stundum á þyrnunum.

Svona er þetta orðatiltæki mun réttara og sannara

Dísa Dóra, 28.5.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Guðni Már Henningsson, 29.5.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Gaman að fá svona dýr í heimsókn, en fallegt af þér að taka tíma til þess að að huga að þessu dýrum, sérstaklega þar sem þú ert sjálf á fullu... Ég er forvitin, hvert ertu á leiðinni þegar þú kemur til Bandaríkjanna? Kannski til Kaliforníu? Hafðu það gott, og ég bið að heilsa broddgöltunum

Bertha Sigmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 03:47

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég kíki allavega á þig
Flottar myndir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 10:27

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Bíddu.. er þetta hús búið að vera AUTT??? Hvað er þetta? Mig sem vantar hús í DK???

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 18:11

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús á ykkur öll !

kæra Bertha ég fer til Washington DC, en kem mjög líklega seinna til Kaliforníu !

Ylfa mín, þú vissir alveg af þessu húsi, það var bara of dýrt !

hvenær vantar þig húsnæði ?

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 18:55

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegar og táknrænar myndir.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband