Verði það sem verða vill og allt það.....
28.3.2008 | 09:52
Ég og Lappi og Múmin vorum að koma úr göngutúr, það er aftur smá vor í lofti eftir ansi mikinn kulda frá því við komum frá Íslandi. Sit nú með kaffið mitt og undanrennuskúm ofan á. Það er barasta toppurinn.
Ég hef það á tilfinningunni að ýmislegt sé að gerast hjá mér í meðvitundinni þessa dagana. Ég fer svolítið upp og niður í tilfinningunum.
Í gær var ég bara ferlega þung í sinninu. Var reyndar illt í öllum liðunum, en það er svo annað mál, á milli mín og elsku Guðna míns.
Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari sveiflu.
Kannski það að ég gæti verið meira virk í hinu og þessu sem ég er að gera.
Kannski að sinna hugleiðslunum meira en ég geri, en þó hugleiði ég oft tvisvar á dag, og það ætti að vera nóg.
Einu sinni fyrir friði í Mið Austurlöndum og einu sinni fyrir Móður Jörð og hinum ríkjunum sem lifa með okkur þar.
Kannski er það vegna þess að ég er bráðum með sýningu og ég er bara ekkert að vinna að henni. Þetta er þó ansi stór sýning og ég þarf að ná miklu til að ná góðri sýningu.
Kannski er það vegna þess að ég er ekki nógu dugleg að gera þær æfingar sem ég fékk hjá Gordon (hann sem ég er í þerapí hjá) þar síðast og ég á að tala við hann eftir rúma viku og þó svo ég viti það, fer ég eiginlega ekki í gang.
Kannski vegna þess að ég er ekki búinn að panta tíma hjá homopatanum mínum þó svo ég sé löngu búinn með þau lyf sem ég fékk síðast og ég finn að líkaminn minn er að fá gömlu einkennin aftur.
Kannski vegna þess að ég var á Íslandi og þarf alltaf smá tíma að komast í það jafnvægi sem ég var í áður en ég fór af stað
Kannski vegna þess að ég tek mig ekki saman með peningamálin, nota of mikið af peningum, en finnst það einhvernvegin óþolandi ofneysla og vil svo gjarnan lifa meira í takt við það sem mér finnst rétt. Sem er að lifa í takt við þörfina en ekki græðgina.
Kannski vegna þess að ég hef mikið að hugsa um og gera í vinnunni, og ég veit að framundan eða fram á sumar verður mikið sem ég þarf að hafa stjórn á og ákveða sem ekki allir verða sáttir við.
Kannski vegna þess að ég lifi of mikið í því sem er á morgun, í staðin fyrir í því sem er í dag, hér og nú.
Kannski vegna þess að með smá aga get ég orðið betri í dag en ég var í gær.
Kannski vegna þess að ég finn að ég er á leiðinni frá einu í annað og það er ekki alltaf auðvelt , því það sem maður þekkir heldur maður oft að sé best og öruggast.
Kannski vegna þess að þær hugsanir sem ég held að séu mínar séu þær einu réttu núna, en ég finn að nýjar eru að læða sér inn, og þá fer það gamla í vörn og berst fyrir lífi sínu.
Kannski vegna þeirrar ábyrgðar sem kemur í takt við meiri skilning.
Hvað sem það er þá gerist það sem gerast skal.
Ég nota Ljósið til að umvefja mig og vernda fyrir öllu neikvæðu, svo það jákvæða komist að og birti upp huga minn.
Komi það sem koma skal.
Góða helgi kæru bloggvinir, vinir og ættingjar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Verði það sem verða vill og allt það.
Þú veist að þú hefur val.
Ef þú ert ekki jarðtengd þá nærðu ekki taki á sjálfri þér,
þú veist að þó maður umvefji sig ljósinu, og biðji englana sína að heila sig
í hugleiðslu okkar þá getum við ætíð losnað frá jarðtengingunni,
þess vegna verðum við alltaf að vera á varðbergi fyrir því og festa okkur hið bráðasta aftur.
Fyrirgefðu Steinunn Helga fyrir það sem sumir mundu kalla yfirgang,
vona ég að þú gerir það ekki, því ég er bara að lifa í kærleikanum.
Kveðjur til þín og gangi þér vel með alla punktana sem þú þarft að leysa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 12:54
Kannast við svona ástand. Held reyndar að það sé mjög gott að fara í gegn um svona tímabil þó manni þyki tímabilið erfitt og pirrandi á meðan á því stendur. En slík tímabil verða oftar en ekki til þess að maður nær meiri þroska en áður og öðlast meiri skilning á sjálfri sér og umhverfinu.
Gangi þér vel skvís og megi allar góðar vættir vaka yfir þér
Góða helgi
Dísa Dóra, 28.3.2008 kl. 14:34
Góða helgi kæra Steina og gangi þér vel að taka á ofangreindri reynslu.
jóna björg (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 17:01
Hafðu góða helgi kæra Steina.
Þröstur Unnar, 28.3.2008 kl. 21:25
Steina mín, þú ert nú alveg frábær, mundu það. Þú ert að gera góða hluti og ert búin að vera að því í mörg mörg ár. Þú ert á jákvæðu línunni, mundu það. Og, þú átt fallegasta spegil í heimi, kíktu bara í hann..
Guðni Már Henningsson, 28.3.2008 kl. 21:49
Ertu ekki að gera óhóflegar kröfur til sjálfrar þín, kæra stalla mín?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:32
Kæra Steina, manneskja sem maður þarf ekki einu sinni að vera í námunda við, heldur bara á blogginu til að skynja hvað hefur að geyma.
Takk fyrir öll þín fallegu skrif og þankagang sem liftir blogginu í hæstu hæðir. Ég les þín skrif alltaf.
Endalaust ljós til þín og ísbjarnablús. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 28.3.2008 kl. 23:00
Falleg skrif og vekur mann, já vekur.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:31
Góða helgi
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 00:48
Sæl Steina mín.
Kannski lagaðist þetta allt saman í nótt(þá síðastliðnu).Farðu framúr og GÁÐU.
Kær kveðja úr Grafarholts-sveitinni suðaustanverðri.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 04:34
Smá forvitni í mér steina mín þar sem ég bjó 13 ár í Bolunarvíkinni og sá að þú átt systir þarna hvort ég vissi hver hún væri(þú svarar bara ef þú vilt) Annars hafðu góða helgi mín kæra knús
Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 12:00
kæru öll, takk ennþá einu sinni fyrir frábær komment. verð glöð í hjartanu.
brynja, hún systir mín elskuleg heitir sigrún og var með bókasafnið á bolungavík. auðvitað er það ekkert leyndarmál.
blessi ykkur inn í helgina og allt er gott og fallegt núna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 12:18
ok takk já veit sko alveg hver hún er knús enn og aftur
Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 13:18
Góð kveðja og knús á þig inn í helgina Steina mín. Þessar vangaveltur þínar bera svo sannarlega þroskaðri sál merki. En ég er viss um að þetta kemur allt til þín í hugleiðslunni. Ef til vill þarftu að biðja um leiðbeiningu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2008 kl. 13:24
Risa stórt knús til þín frá mér. Færslan þín er góð og vekjandi. Og segir mér að kanski þú þurfir líka að fá frí frá hugsununum stundum :)
Kjempeklemm og kos fra meg !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 29.3.2008 kl. 15:37
Ástandið þekkjum við flest.En erum trúlega ekki eins dugleg að velta því upp hvað veldur og hvernig skuli tekið á því og taka á því en yfirleitt kemur þetta allt hjá okkur þegar við höfum áttað okkur.
Góða helgi Steina mín
Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 00:19
Eigðu góða helgi.
Má til með að tjá mig aðeins, ef að maður hugsar ekki of mikið um hvað ef, hvað gerist, hvað myndi eða og ef að ég myndi gera hlutina svona eða hinsegin að þá líður mér betur í egóini og skrokknum. Svo að það borgar sig ekki (í mínu tilfelli) að hugsa of mikið, bara láta hlutina hafa sinn gang.
Kveðja frá klakanum Gunnar H.
Gunnar H (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:00
Kannski er þetta bara það sem fylgir því að vera manneskja. Þetta finna allar manneskur af og til. Held að það sé bara eðlilegt. Í dag gerum við þá kröfu að vera í stöðugu jafnvægi. Hlaðin innri frið all the time. Ég held að þá væri maður bara dauður. Eða á miiiiiklum lyfjum :)
Ást og kossar.
Ylfa Mist Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 18:41
Stundum koma innri breytingar af miklum ákafa...besta leiðin er þá oftast "já"
Ljósið fylli þig og umvefji.
Ólafur Aron Sveinsson, 30.3.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.