stórar myndir og lítill teksti....
9.2.2008 | 21:06
Bloggleti, eða ekki ! Stundum er ástæða fyrir bloggleti, mín ástæða er hugurinn sem veit ekki alveg hvað hann vill og hverju hann nennir. Hvað er best að nota tímann í og hvað ekki. Er að vinna að málum sem hafa kallað á athygli mína í langan tíma, það er erfitt, en nauðsynlegt. Hef gleymt hluta af sjálfri mér of lengi, en vinn að því núna hörðum höndum. Í þeim ferli, koma hugsanir úr fortíðinni, og blanda sér nútíðinni sem setur gamlar tilfinningar fram og erfitt er fyrir mig að ráða við, skilja aftur, og skoða þar sem ég er núna. Ég verð óörugg, og vil helst flýja í gamalt far sem ég þekki og veit hvernig hljómar. Þó veit ég að það er ekki aftur snúið, því þetta er næsta skref, ekkert annað skref get ég tekið en þetta. Á morgun kemur nýr dagur, þá verður hugurinn nær nýjum tóni en hann var í gær og í dag.
Á morgun vil ég taka það besta frá fortíðinni, sem ég get notað í framtíðinni, og nota það í núinu.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Athugasemdir
Efsta myndin er óhugarleg en mögnuð.
Myndin fyrir neðan er flott.
og mér finnst gaman að kíkja í heimsókn á bloggið þitt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.2.2008 kl. 22:07
Halló Steinunn, þú ert frábær eins og þú ert. Amsterdam biður að heils. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:21
Er ekki kominn tími á þvott hjá einhverjum?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:33
Flott að sjá sólina í myrkrinu í svarta litnum!
www.zordis.com, 10.2.2008 kl. 00:18
Báðar myndirnar eru flottar en efri myndin er roslega skemmtileg líka, hvílík gleði í svipnum, kemur mér í gott skap!
Maddý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 04:02
Efir myndin minnir mig á Sissa símamann í Litla Hvammi ( reikna með að þú þekkir hann) þegar hann koma eitt sinn austur að Klaustri í sandbyl . Hann var akkúrat svona, allur í sandi og glaður að vara komin yfir Sandinn. ( Ladan hans var ekkert sérstaklega þétt) :)
HP Foss, 10.2.2008 kl. 11:58
Bláu augun þín, átt þú þessa fallegu og hressilegu stúlku?.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó kæra bloggvinkona Steina.
Karl Tómasson, 11.2.2008 kl. 00:14
Kærleikskveðja til þín
Gott þegar maður nær að nýta fortíðina til góðs fyrir nútið og þar af leiðandi framtíð
Dísa Dóra, 11.2.2008 kl. 09:45
kæru öll takk fyrir falleg komment !
kæri kalli, já þetta t sólin mín yndisleg.. að þvó af sér öskuna eftir bolludag !
Blessi ykkur öll
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 16:48
Tilkomumiklar myndir.Sólin er fallleg í hvaða gerfi sem er.
Nýta fortíð til nútíðar og framtíðar er gott til eftirbreyttni.
Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 11:49
....jamm kannski erum við flest að ganga í gegnum svona umbyltingu á sálinni um þessar mundir....Ekki auðvelt en nauðsynlegt eins og þú segir.
Knús á þig aSteina mín. Myndirnar eru skemmtilegar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.