bloggleti

_MG_2504

Öskudagur. Gunni og Sól fóru á Bygaarden hérna við hliðina að slá tunnuna með namminu í.
Ég sit og er að skrifa hitt og þetta. Aðallega er ég að vinna að hugleiðslu sem ég er að þýða fyrir grúppuna sem ég er í. Ákvað að skrifa nokkur orð, er annars ekkert í bloggstuði þessa dagana.
Á laugardaginn var ég í skólanum mínum með Sól og hinum kennurum og þeirra börnum. Við vorum að gera tilraun með að vinna með Rakuleir og gler saman. Það verður spennandi þegar við brennum alla skúlptúrana í mars, apríl, þegar það fer að hlýna meira. _MG_2491

Eins og sum ykkar vita sennilega þá eigum við heima í litlum bæ rétt utan við Kaupmannahöfn. Á hverju ári þegar það er fastelvan þá hittast allir sem búa hérna í þessu samfélagi í kringum mig, á bóndabænum hérna við hliðina á okkur og bæði börn og fullorðnir eru í búningum. Það eru borðaðar heimabakaðar bollur og allt mjög gaman._MG_2420

Þar sem við búum er eiginlega lítill bær í stórum bæ. Því þetta er húsaþyrping sem er eins og bær í bænum. Þessi litli bær er alveg óskaplega fallegur, mikið af gömlum húsum, sem er mjög sjarmerandi. Það eru kannski 50 hús. Við erum mjög ánægð að búa akkúrat hérna og akkúrat í þessu húsi, ”Emelíuhúsi” Það er fallegt í kringum okkur, falleg náttúra. Stór skógur sem við förum oft í göngutúr í og svo falleg Lejreá sem er ca 2 mín. Gangur frá húsinu okkar. Þar er hægt að labba langan göngutúr meðfram ánni og inn í ”óbyggðir” 
_MG_2493
Á hverju ári heldur Bygaarden Fastelavn fyrir börnin og fullorðna í bænum okkar í stóra bænum . Á Bygaarden búa nokkrar fjölskyldur saman sem við höfum ansi mikið samband við, enda stutt á milli, og þetta er frábært fólk. Þarna koma fl. og fl. með hverju árinu til að taka þátt í gamaninu.

Set inn myndir frá í dag, nokkrar frá veislunni og líka frá lífinu í glugganum mínum.
En eins og fyrr sagði er ég ferlega löt að blogga þessa dagana, enda nóg að gera í raunverulega lífinu. Megi Ljósið vera í ykkur
s

_MG_2499

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt og ljós til þín

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 15:48

2 identicon

Þetta hljómar eins og að búa í ævintýralandi, mig langar að finna svona stað fyrir mig svo að sálin mín geti blómstrað, ég er að verða eins og steintröll í öllu þessu stressi hérna í Reykjavík.   Takk fyrir myndirnar, friðsælar og fallegar. 

Sunnudagskveðja til þín ...

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hvíldu þig - vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu þess að gera það sem þig langar, vera jafnvel löt og njóta þess.  Gluggamyndirnar þínar eru alltaf fallegar!  Knús á sælum sunnudegi!

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 18:56

5 identicon

Fín myndavél sem þú átt! Góð í "klósöppinu".

Ég sakna oft svo DK eins og þegar þú minnist á fastelavn er midt navn ... En ég og strákurinn minn áttum einmitt heima í Odense þegar ég var í framhaldsnámi.  Við skóg og náttúru með dýrum og gerum enn í sveitinni á Íslandi.

Sendu mér endilega póst um þessa vefsýningu! Væri til í að vera með...

Þín einmitt skólasystir úr MHÍ, Sonja, fornámi og svo skú deild. 

Sonja (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra sonja, gaman að þúvilt vera með, sendu mér email, sjá adressse efst á bloggsíðunni minni.

læt þíg svo vita þegar við vitum hvernær og hvernig við gerum.

gaman að heyra frá þér aftur aftir öll þessi ár.

knús til allra bloggvina og ekki bloggvina og vina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 06:28

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Guðni Már Henningsson, 4.2.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu þín bara elsku Steina mín.   Á Ísafirði er líka maskadagurinn í dag, hefur alltaf veri á mánudögum, þar en ekki miðvikudögum, ég tel þetta áhrif frá Danmörku.  Eigðu góðan dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:59

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg mynd - yndislegur karakter

Heiða Þórðar, 5.2.2008 kl. 00:25

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég elska Danmörku eða það litla sem ég hef séð af henni, þ.e.a.s. Kaupmannahöfn. En er að fara í sumarbústað í Gilleleje í vor. Er það nokkuð nálægt þér'

Svava frá Strandbergi , 5.2.2008 kl. 17:18

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Að slá köttinn úr tunnunni er þá líklega danskur siður? Og þó; ameríkanar eru með eitthvað sem heitir Pinja...eitthvað..

En hvað kemur þér til að kalla skurðinn þinn þarna úti Á??? tíhíhí....

Love, Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra guðný, nei ekkert voðalega, en þú ert velkomin í kaffi til okkar hérna í lejre

ylfa, skammmmmmm, ekki gera lítið úr lejreá!

Ljós til ykkar allra

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 21:10

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Túlípanar í eldhúsi .... guðdómlegt

Hér er snjór og frost, harðfenni og gengur á með hryðjum.

Bloggleti hrjáir mig líka, en hún orsakast mest af tímakskorti ...

Allra bestu til þín! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: Elín Björk

Yndisleg blómin þín, ég heyrði einmitt talað um fastelavn í fyrsta sinn í dag frá vinkonu sem bjó þar, gaman að öllum þessum siðum og venjum.
Knús til þín

Elín Björk, 6.2.2008 kl. 17:26

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Hann hljómar svo friðsæll staðurinn ykkar og mikið eru blómin þín fallleg.

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 22:59

16 identicon

Mikið ertu heppin að búa á svona fallegum stað í kringum svona fínt fólk fjarri öllu bullinu.

Alda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 01:45

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku Steina mín...er ekki komið nóg af letinni? Farðu nú að skrifa aftur...þú ert uppbyggjandi fyrir sálina.

Guðni Már Henningsson, 8.2.2008 kl. 12:10

18 Smámynd: halkatla

við kisurnar sendum þér og þínum kisum og öðrum dýrum og mönnum litríkar kveðjur megir þú njóta bloggletinnar hún er svo ljúf

halkatla, 9.2.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband