Minningar sem erfitt er að sætta sig við !
21.8.2007 | 08:02
Einu sinni sagði ein góð vinkona mín við mig : Steina þú ert engin alvöru bloggari, alvöru bloggarar blogga á hverjum degi !
Þetta er alveg rétt, ég blogga ekki á hverjum degi, er oft marga daga að mynda hugmynd inni í höfðinu á mér hvað er aktuelt !
Þannig verður það áfram, ég blogga kannski einu sinni í viku, stundum tvisvar, stundum oftar og stundum sjaldnar !
Það er annars ansi mikið um að vera þessa dagana, við erum að fara að gera alveg nýtt baðherbergi, við erum að fara á Dokumenta í Kassel 31 agúst til 2 águst !
Á laugardaginn gista hérna 15, 10 ára rollingar í tjaldi úti í garði . Það verður sem sagt haldið upp á afmælið hennar Sólar með stæl.
Gunni verður með stóra veislu sama dag þannig að ég fór alveg í panik í gær þegar í horfðist í augu við að ég yrði ein með allt liðið !
Hringdi í Sigga minn og hrópaða SOS (stóri strákurinn minn sem er fluttur að heiman) Hann kemur sem sagt á föstudagskvöldið og verður fram á laugardagskvöld að hjálpa til. Alina kærastan hans kemur allan laugardaginn og hjálpar til.
Og hann Guðni Már vinur minn kæri kemur á laugardaginn og verður fram á sunnudag (Þá fer hann heim til Íslands) ! Ætli ég láti hann ekki bara vera plötusnúð á laugardagskvöldinu , það kann hann víst best !
Í síðustu viku sá ég mynd af litlum kettling, þessum hérna:
Ég ákvað að skrifa um meðferð á dýrum hjá börnum.
Ég átti einu sinni kisu, sem hét Kisa.
Einu sinni þegar ég var eitt sumar í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni minni þá tókum við Kisu með.
Eitt kvöldið kom Kisa heim og var öll í bensíni, einhver hafði helt yfir hana bensíni, og sennilega (það er bara ágiskun) til að setja í hana eld! Hun var ansi aum og skelfd blessað skinnið, og við fjölskyldan alveg í sjokki.
Ég fékk ansi mikin pirring til eyjabarna á þessum stutta tíma sem ég var þar. Sá einu sinni tvö börn sparka á milli sín lundapisju eins og fótbolta. Ég skarst að sjálfsögðu í leikinn og hellti mér yfir þessi börn !
Ég ætlaði að skrifa pistil á einhver svona hátt !
Svo fóru að koma upp minningar hjá mér sem voru frekar ónotalegar og ég reyndi að ýta þeim í burtu. Sumt er of ömurlegt til að vilja muna, þegar maður vill vera góður. Ég vil vera góð við dýr og ég er eins góð við dýr og mér er mögulegt !
Ég hef alla mína ævi verið mikil dýramanneskja.
Ég á minningu frá æskuslóðum mínum Vík í Mýrdal, þar sem við okkur börnunum hafði verið sagt að ef það kæmu selir á land ættum við að láta vita til einhvers fullorðsins, og eins og við skildum það þá myndu þau fullorðnu bjarga selnum. Einn daginn fundum við kóp á ströndinni og við hlupum að sjálfsögðu upp í bæ og náðum í fullorðin sem kom og lamdi líftóruna úr kópnum. Þetta var alveg hræðileg lífsreynsla fyrir mig og ég man að ég grét alveg óskaplega bæði yfir ýlfrinu í kópnum og líka af því að sjá lífið í þeirri mynd sem það oftast er.
En eins og oft gerist með börn þá verða þau á meðan þau eru börn oft hluti af því umhverfi sem þau alast upp í. Á þeim tíma var ekki talað mikið um að fara vel með dýrin !
Það var venja á haustin að fara að veiða fýl ! Fýll var herramannsmatur að mér fannst þá. Fólk fór í hópum til að berja með priki líftóruna úr þessum ungu fuglum sem gátu enn ekki flogið. Ég fór líka með krökkum niður í fjöru og tók þátt í þessu.
Það var mynd af einni af þessari minningu sem ég átti erfitt með að sjá. Ég man eftir tveim skiptum sem ég var með í svona hópvinnu. Þegar við höfðum svo lamið lífstóruna út úr blessuðum fuglinum þá fórum við inn í Vík og seldum fuglinn. Þetta þótti alveg sjálfssagt og það var engin spurning sett við þessa athöfn. Svona athöfn getur tekið langan tíma og er þetta ábyggilega hræðilegt HRÆÐILEGT fyrir fuglinn.
Ég veit ekki hvort þetta er gert ennþá á svona óhuggulegan hátt, en ég geri ráð fyrir því ! Ef svo er er tíminn sennilega núna sem þessir hlutir gerast !
Þegar ég hugsa til baka, þá get ég alveg séð að ég var auðvitað bara barn sem gerði eins og hin börnin. Okkur hafði aldrei verið sagt að þetta væri að pína dýr, því fullorðnir gerðu þetta jú líka og hver átti þá að opna augu okkar fyrir því hræðilega sem við gerðum !
Ég get séð þegar ég hef þessa minningu hversu mikilvægt það er að foreldrar ræði svona mál við börnin sín svo að börn framtíðarinnar verði ekki eins miklir villimenn í drápum á meðbræðrum okkar og systrum og við og forfeður okkar hafa verið. Maður þarf að vera meðvitaður um að þó svo börn séu fædd með góðan vilja þá hefur umhverfi og þeir sem umgangast barnið mjög mikil áhrif á hvernig barnið þróast.
Ég elskaði dýr sem barn, ég stal andarunga frá andamömmu til að fara með heim og hafa heima (var samt send til baka með ungan til andamömmu) . Samt er ég með í að drepa dýr þar sem aldrei er sett spurning við hvernig það er gert, ALLIRGERAÞETTA.( það hafa alveg örugglega ekki allir íbúar Víkur gert þetta, en minningin er svona hjá mér )
Fýll þykir herramanns matur í Skaftafellssýslu og ég sem barn borðaði hjá vinum og vandamönnum þegar ég fann lyktina þegar það var fýll í matinn. Ég get séð þegar ég hugsa inn í mig sem þessi litla dásamlega stúlka sem elskaði dýr, að það sem ég ólst upp með hafði ekki sömu áhrif á mig og það sem kom nýtt inn í huga hennar. Það verður einhvernveginn sjálfsagður hlutur, eitthvað sem við setjum ekki spurningarmerki við, svona er þetta bara !
Hvernig væri að fara með túrista í svona fýladrápsferð !!! Ég er hrædd um að hvalveiðar hrifu alveg úr umræðunni ! Fýllinn er ekki eins magnaður og hvalurinn eða eins sætur og selurinn ! Ég er ekki að segja að eitt útiloki annað, ég er einmitt að segja að eitt útilokar ekki hitt !
Ég skrifa þessa færslu til minningar um þá fugla sem ég var með til að drepa sem barn. Og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta ! Ég vona að þessi pistill fái fleiri til að hugsa um þessa hluti !
AlheimsLjós til ykkar og fuglasálarinnar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
gott að eiga geta fengið aðstoð stóru strákana þinna.
hræðilegar dýrasögur ... skelfilegt að hella bensíni yfir köttinn og kveikja í ...já maður á að kenna börnum að vera góð við dýrin
Margrét M, 21.8.2007 kl. 08:45
Það verður líflegt hjá ykkur á laugardag! Þetta kemur til með að smella eins og flís við rass (skrítinn málsháttur) .....
Þegar vaninn verður til að ljótleikinn hverfi í augu gerandans þá er mikið að. Ég keyrði einu sinni yfir kanínu og fékk svo leiða tilfinningu, tár í augun og fór með bæn til að auðvelda okkur báðum.
Ég hugsa alltaf um þessa kanínu þegar ég keyri þá leiðina. Ég sagði fyrirgefðu í hjartanu og tók lífið frá henni. Hringrásin er yndisleg en ótímabær dauði er sjaldnast rómantískur! Góð lesning inn í daginn!
www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 08:52
Núna eitt kvöldið sat ég úti í garði í rökkrinu...þegar ég stóð upp til að fara inn fann ég eitthvað mjúkt og sleypt undir skónum mínum hreinlega fletjast út undan þunga mínum. Hafði óvart stigið á snigil sem var þarna á ferð að dást að ljósaskiptunum rétt eins og ég. Og ég fylltist sérkennilegri eða kannski nýrri tilfinningu og ég heyrði sjálfa mig hugsa. Þú átt þetta. Eins og ég ætti að gera eitthvað en ekki bara hrista hausinn og labba í burtu frá þessu. Fyrirgefa sjálfri mér og senda smá bæn til snigilsins til að leysa upp þetta atvik á milli okkar. Að við værum eitt. Og það hljómaði stöðugt í huganum á mér..Þú átt þetta. Og ég fann að þetta ætti við um allt sem ég væri þátttakandi í í lífinu, að ég yrði að kannast við hvað væri mitt og hvar ég gæti bætt úr.
Líka þó það væri bara einn lítill snigill...þá bæri mér að kannast við að ég hefði þó í ógáti hafi verið að skilja innra með mér þetta um að hreinsa orkuna og fara í gegnum fyrirgefninguna. Þannig þarf það að vera í öllu lífinu og gangvart öllum..kannski helst okkur sjálfum.
Takk fyrir frábæra hugleiðslu Steina mín...
p.s sá á síðunni minni í athugasemdum tilkynningu um einhverjar dagsetningar frá þér..er ég að missa af einhverju???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 09:42
takk allar kæru flottu konur !
frábær komment eins og alltaf og ég verð bara glöð að heyra samhljóm hérna á vinnustofunni minni meðingeborg !
kæra katrin, já ég sé að ég hef bara skrifað hluta af því sem ég hugsaði, geri það oft oft, er svo fljæot að hugsa stundum að fingurnir ná ekki að fylgja.
en þannig er að á fimmtudaginn kl 21 á mínum tíma og kl 19,00 á íslenskum tíma erum ég og Guðsteinn með samsýningu á blogginu !
hugmynd sem guðsteinn kom með og ég tók á mót !
knús inn í daginn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 09:55
En frábært....er sýningin þá hér á þinni síðu? Hver er Guðsteinn og mikið hlakka ég til að sjá loksins verkin þín Steina.
Ég mæti örugglega....klukkan 20.00 að mínum tíma
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 10:30
Það verður spennandi kæra frænka! Hlakka til.
Ylfa Mist Helgadóttir, 21.8.2007 kl. 11:04
Þú þarft nú ekkert að vera bæld yfir þessu, þetta var sá heimur sem þú lifðir í þá og ekkert við það að athuga. Lífsbaráttan hefur sinn gang og þó við sem erum farin að lifa utan Skaftafellssýslna verðum að leyfa þeim sem eftir eru lifa sínu lífi.
Það er svo margt sem virðist ómanneskjulegt, t.d. stangveiðin þar sem í ótrúlega langan tíma er verið að berjast við að ná fiski á land og síðan sleppt.
Hreindýraveiðin, þar sem menn læðast að hópnum, skjóta beljuna á löngu færi og taka svo kálfinn þegar hann fer að vitja móur sinnar, eða öfugt.
Tófan er skotin við greni sitt og yrðlingarnir líka þegar þeir koma út úr vegna hungurs. Tófan er falleg og kannski virðist óhugsandi að skjóta hana af stuttu færi en þegar maður sér hana ganga að vikugömlu lambi, taka það í kjaftinn og bera það í grenið þar sem yrðlingarnir rífa það í tætlur, þá renna nú á mann tvær grímur því mannskepnan er jú ekki sú eina sem notar óhugnanlegar veiðiaðferðir.
kveðja til Skaftfellings frá Skaftfellingi
Helgi Páls
HP Foss, 21.8.2007 kl. 11:06
kæra katrín, já það er bara að mæta á opnun á fimmtudaginn ! og þú líka ylfa mín !
kæri foss, takk fyrir komment, ég er svosem ekkert bæld yfir þessu þó svo að þetta séu minningar sem mér fannst vert að skoða og deila með ykkur !
já lífið í sinni mynd er ekki alltaf fallegt, og margt mætti vera öðruvísi en það er núna. en ég hef þá von að svo verði þegar tímar líða og vitund mannkyns hækkar !
segi líka til baka kveðja til skaftfellings frá skaftfelling !
AlheimsLjós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 13:38
Sæl og Blessuð Steina! Ég skil þig vel þegar ég las þetta þá átti ég einnig móment þar sem við krakkarnir léku okkur að veiða múkka og svo pína þá, voðalega sorglegt þegar ég hugsa um það en þegar krakkar hafa ekkert annað að gera í litlu sjávarþorpi þá er fjandin laus. En annars held ég að alvöru bloggarar séu fólki sem kemur með eitthvað til að hugsa um en ekki endilega bara commentara á einhverjar fréttir ;) Hafðu það gott!
Lúðvík Bjarnason, 21.8.2007 kl. 14:04
Sæl kæra Steina.
Dýravinur ert þú og var það nú eitt það fyrsta sem ég tók eftir í þínum færslum.
Mig langar að segja þér frá lífsreynslu sem ég lenti í og þessi færsla þín fékk mig til að hugsa um. Einu sinni þegar ég var í skólaferðalagi með 12 ára bekk fórum við að Skógum og allur hópurinn arkaði upp að Skógarfossi. Nokkrir skólabræður tóku upp á því að reyna að henda steinum í Fílana sem lágu á eggjum í berginu. Ekkert gekk hjá mínum félögum. Ég tók ekki þátt í þessum leik en sagði eftir nokkra stund. Ég skal sýna ykkur hvernig á að gera þetta. Ég stóð fram á bjargbrúninni og miðaði beint á hausinn á einum fuglinum sem lá á eggjum. Svo lét ég steininn gossa beint niður og viti menn, hann hæfði fuglinn sem féll örendur ofan í fossinn. Við mér blasti bara hreyðrið. Ég varð á svipstundu aðal hetjan og allir fóru að taka upp á þessum leik. Þetta atvik hefur alla tíð verið mér ógleymanlegt og mikið óskaplega leið mér ylla lengi á eftir. Ég gleymi þessu aldrey og hef marg oft hugsað um.
Fyrir mér á fólk sem elskar ekki dýr og fer vel með mikið eftir ólært.
Ljós úr Mosó. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 00:22
kæri lúðvík takk fyrir komment og velkomin heim !
kæri kalli, þú hefur sennilega haft sömu tilfinningu fyrir þessari minningu og ég, ég held að þegar maður segir það upphátt og er meðvitaður um allar tilfinningar um það sem maður hefur gert sé með til að leysa upp neikvæða orku sem situr í líkamanum ! og það er jú bara ferlega gott (við höfum nebbilega svo mikið af þessu í kroppnum !
KærleiksKnús og Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 05:46
Alveg sammála ykkur öllum. Thetta verdur fjörug helgi.........................................................................
..........................................................en skemmtileg.
Gunni Palli tralli.
Gunnar Páll Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 06:16
Góð pæling Steina.
Er sýningin í kvöld hér hjá þér á blogginu?
Ég er að vinna en reyni að kíkja
Bloggvinaknús frá Als
Guðrún Þorleifs, 22.8.2007 kl. 06:47
Já þetta er einn af ljótu liðunum í fæðukeðjunni.
Einu sinni reyndi ég að taka þátt í fílaveiðunum.Þá 17-18 ára..mér var fengið prik og nei þetta einfaldlega gat ég ekki...að fara að berja fugl í hausinn til ólífs...horfa í augun á honum var meira en nóg fyrir mig...held að tengdaforeldrunum og öðrum Mýrdælingum hafi fundist ég skræfa og pjattrófa........
En gangi þér vel með rollingahátíð Sólar þetta verður gaman börn eru svo yndisleg.
Solla Guðjóns, 22.8.2007 kl. 09:09
Kíktu á póstinn þinn Steina, ég var að svara þér. Guð blessi þig samsýnandi !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.8.2007 kl. 14:50
Bloggaðu þegar þú vilt og slepptu því að blogga þegar þú vilt, þetta hefur gengið nákvæmlega að óskum hjá þér fram til þessa. Dýrin eru því miður oft ofurseld því sem fólk ákveður að gera þeim, gott eða vont. Það er mikil mannvonska í því að fara illa með dýr og ég held að foreldrar hljóti að geta gert eitthvað til að ala börnin sín upp í virðingu fyrir dýrum og vináttu við dýr. Því miður eru margir fullorðnir að fjandskapast út í dýr, ýmist grímulaust eða með alls konar grímur á lofti og þetta hlýtur að hafa áhrif á börnin.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.8.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.