Það er svo gott að vera glaður, það er bara að ákveða það
21.5.2007 | 15:30
Mér finnst gaman þessa dagana. Ég elska vorið.
Lífið verður alltaf betra og betra með aldrinum og viskunni sem aldrinum fylgir.
Augnablikin verða mikilvæg, hversu lítilvæg sem þau oft virðast.
Það var yndislegt á afmælinu mínu. Það komu fullt af gestum og það var gaman að vera með þeim. Við hjónin vorum alveg á fullu þar til klukkutíma eftir að fyrstu gestirnir komu, þá vorum við ekki byrjuð að elda, og ekki búinn að ákveða heldur hvað við ættum að hafa.
Gunni minn fór í bað, hugsaði matseðilinn, fór svo upp úr baðinu, Fyrstu gestir komnir, og hann gerði þessa líka dásamlegu súpu, brauð með hinu og þessu mest gómsætu, og frábæra köku ( sem var í frystinum ).
Við vorum með iðnaðarmenn þar til á síðustu stundu, gólfin í eldhúsinu rifinn upp, natur gas sett inn, vaskur fluttur, gat á húsið, borað, hamrað, leiðslur og kaos.
Kl eitt á laugardaginn var ég frekar framlág, þegar ég horfði yfir húsið, það var hreinlega allt á hvolfi. Eldhússkáparnir voru tæmdir og fluttir, stofan full af skápum, sag allsstaðar.
Gestirnir komu kl 3.
ÉG : Gunni við náum þessu aldrei ..... sniff sniff.
Gunni : Sjáum nú til.
Þetta var eina örvæntingin, annars unnum við bara eins og besta team frá því snemma morgun og þar til afmælið byrjaði.
Einu sinni, fyrir ekki löngu síðan, hefðum við rifist eins og hundur og köttur, og allt farið í vitleysu, þegar það var svona mikið álag á okkur.
Það má segja að það að vinna með sjálfan sig eins og ég hef gert, hefur heldur betur borið árangur.Það hefur haft áhrif á okkur bæði Sá það best á laugardaginn ! Húrra fyrir mér og Gunna. Batnandi fólki er best að lifa.
Mamma og pabbi komu frá Íslandi og voru í afmælinu, það var nú gaman.
Ég er nú samt langt frá búinn með þetta ferli, þetta verður lífsstíaðar verkefni. Ég er í þerapí einu sinni í mánuði, þar sem ég og þerapístinn minn vinnum saman, í gegnum síma (hann er Ameríkani) og meðferðin fer fram meira og minna í gegnum hugleiðslu, sem við gerum saman í símanum.
Ég hef verið í þessari þerapí í nokkra mánuði, og það hafa gerst undur og stórmerki. Það falla steinar út eftir hvert sinn sem ég hef tíma, steina sem ég vissi ekki að væru þarna.
Eftir hvert sinn, líður mér eins og það sé holrúm inni í mér sem áður var fullt með einhverju hörðu, sem ég vissi ekki að væri þarna. Mjög undarleg tilfinning.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa möguleika á þessari meðferð, ég er líka þakklát fyrir svo margt annað, í dag eiginlega fyrir allt.
Það er svo gaman í vinnunni, það er svo yndislegt að vinna í garðinum mínum, það er svo fallegt hérna sem ég bý, sjáið bara hve allt er grænt og gróðursælt!
Ég er bara í svo góðu skapi......
Lífið er fullt af kraftaverkum, það er bara að sjá kraftaverkinn í því smá, eins og ég upplifi svo sterkt í dag.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra
Steina
Athugasemdir
Þetta eru gullsins orð eða orðsins gull er þú mælir! Framtíðin er undir okkur sjálfum komið og hvernig við vinnum með okkar! Dagurinn í dag, orkan sem flæðir, jákvæð, jákvæð svo miklu betra og skemmtilegra að vera til! Horfa á fegurðina þeim einu augum er sálin kallar! Ég skynja þessa færslu eins djúpt og hægt er! Gangi þér vel ......
www.zordis.com, 21.5.2007 kl. 18:39
Sæl Steina og takk fyrir ljósið og hjálpina. Mig langar að lesa allt sem kemur andlegheitum við, hef lesið mikið af bókum eftir þennan mann
....finnst hann mikill andlegur töffari ef ég má orða það svo. Þetta hérna er merkileg lesning: http://www.katinkahesselink.net/kr/star.htm
...ljós tilbaka
gummi (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:11
Þú ert frábær Steina mín. Og ég sé að þú átt líka góðan mann. Gleðin og kærleikurinn eru bestu tilfinningar sem við höfum, og það er gott að rækta einmitt þær. Knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 23:31
Góðan og gleðilegan dag Steina mín Það er miklu hægt að áorka með jákvæðu hugarfari, engin spurning. Gott að vera fær um að velja viðhorf sín og vera meðvitaður um val sitt.
Knús frá Als
Guðrún Þorleifs, 22.5.2007 kl. 06:00
Hamingjuóskir með allt saman Steina mín, kveðja frá okkur öllum YHH
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:56
alltaf gaman að lesa um þitt líf, sem virðist vera mjög spennandi! og maður kemst í gott skap og opnar sig og fer að hugsa "hey, kannski ég ætti að vera að hugleiða eða vinna í garðinum"
halkatla, 22.5.2007 kl. 15:24
Elsku Steina. Til hamingju með afmælið þitt. Afmælisgjöfin frá mér er að tjá þér, hversu jákvæð, þroskuð og yndisleg kona mér þykir þú. Haltu áfram að senda svona ljósbrot í gegnum þig. Þú gerir heiminn betri.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:30
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:38
Til hamingju með afmælið Steina, æðislegt hvað tókst vel til, það gerir það oftast með jákvæðu hugarfari
Spánarknús
Elín Björk, 22.5.2007 kl. 20:00
inilega til hamingju með afmælið ... mikið voðalega væri gott ef að fleiri hefðu kost á svona þerapíu sem virkar svo vel ..
Margrét M, 23.5.2007 kl. 10:50
Ég verð að segja að ég hlakka til að verða eldri og vitrari, þetta verður greinilega alltaf skemmtilegra og skemmtilegra.
jóna björg (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:38
Yndislegt.
Húsið - garðurinn og þú
Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 12:10
"Það falla steinar út eftir hvert sinn sem ég hef tíma, steina sem ég vissi ekki að væru þarna. Það falla steinar út eftir hvert sinn sem ég hef tíma, steina sem ég vissi ekki að væru þarna."
þegar maður upplifir steinahrap, þá er tækifæri til að óska sér!
Bestu kveðjur Kjartan.
Kjartan Valdemarsson, 23.5.2007 kl. 12:15
Já þetta græna alls staðar gleður mann...og góða veðrið og gæðin í lífinu. Gaman að lea um þig og Gunna..minnir á mig og Óla minn. Við höfum einmitt verið að þerapíast heilmikið með okkar aldarfjórðungs gamla samband og þar falla sko steinar í burtu og í staðinn kemur væntumþykja virðing og eintómur kærleikur. Sjálfsvinnan borgar best segi ég alltaf..og geri þesss vegna mikið af henni þar sem ég vil verða auðkýfingur í efni og anda.
Er svolítið forvitin um þerapistann þinn....???
Dásemd og dýrð til þín og þinna Steina ljósberi!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 17:55
kæra katrin, hann heitir Gordon Davidson.
heimasídan hans er m.a. http://www.visionarylead.org/aboutus.htm
ljós og kærleikur til thín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.