Að vera sannur í sér er ekki alltaf auðvelt !

 

 Í gær fórum við út í sveit að ná í Sólina okkar sem var í heimsókn hjá vinkonu sinni.Billede 2013

Foreldrar vinkonunar eru einnig góðir vinir okkar, við höfum þekkt þau í 7 ár. Það var yndislegt að koma til þeirra, í sveitina,þar sem þau hafa  hunda, ketti, hvolpa, kettlinga, hesta, kanínur og marsvín !

Við fundum líka fullt af slöngum sem var ferlega spennandi !!

Við tókum Lappa með !

Þau hafa búið þarna í ca fjögur ár. Áður bjuggu þau ekki svo langt frá okkur, og þar áður í Kaupmannahöfn, Kaliforniu, Englandi og Afriku. Sem sagt fólk sem hefur prufað ýmislegt. Þau hafa ekki haft það alltof gott í dönsku sveitinni, vegna nágranna sem hafa skáldað sögur um þau og breytt út um allar sveitir. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt, og hefur reynt mikið á þau. Fyrir nokkru voru þau alvarlega að spá í að flytja til Colorado. Hann fór þangað í mánuð til að athuga aðstæður. En sá svo á öllu að þau myndu hafaBillede 1902 erfitt með að hafa sama lifistandard þar og þau hafa hérna. Við ræddum þessi mál fram og til baka. Við þekkjum mörg þessa tilfinningu að vera öðruvísi, eins og þau upplifa mjög sterkt. Þau hafa til dæmis valið að börnin(sem eru þrjú) þeirra eru heima og fari ekki í leikskóla, þar til árið áður en þau byrja í skóla, þetta er ekki vel liðið af fólki í kringum þau, sem velja eitthvað annað. Þau lifa mjög lífrænt, með bæði fæði og föt, þetta er einnig þyrnir í augum margra. Þau leyfa börnunum að mála húsið að utan með mold, því það gerir fólk í Afríku. Þetta er einnig öðruvísi en hjá mörgum. Það sem þau í raun gera er að lifa því lífi sem fyrir þeim er rétt, eins og við öll veljum. En Billede 1918það er svolítið skrítið að þau lendi á milli tanna á nágrönnunum því við höfum öll rétt á að velja það sem er best fyrir okkur og það sem er best fyrir okkur er ekki eins hjá öllum.

Eins og ég sagði áður hefur þetta reynt mikið á þau að vera svona útundan og upplifa sig svo öðruvísi en aðrir. Mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sjálf og örugglega margir aðrir upplifa það sama. Hvað er það sem veldur því að fólk bregst svona við þeim sem hugsa öðruvísi, klæðist öðruvísi, talar öðruvísi og lifir öðruvísi. Ég held að það sé meðal annars hræðslan við það sem maður þekkir ekki, hræðslan við það sem birtist í öðrum, sem kannski gerir það líf sem við veljum er ekki eins öruggt og rétt og við höldum. Ég er sjálf alinn upp í litlu samfélagi, og hef búið á fleiri stöðum í litlum samfélögum. Þar upplifði ég bæði að vera sá sem flytur inn í bæinn og upplifa mig ekki sem hluta af samfélaginu, og sem sá sem býr í bænum og er hluti af samfélaginu og nýjir flytja inn í bæinn.

Ég hef líka unnið á vinnustað,(Kópavogshæli) fyrir 20 árum, þar sem nýjir komu inn og ég vildi ekki gefa þeim pláss, því ég var hrædd um að missa eitthvað af mér , til þeirra. Ég hélt fast í það gamla , því þar var ég sú sterka, og gat haldið í völd og það var ekki sétt spurningarmerki við mig, hvorki af mér sjálfri eða samstarfsfólki. Og þá var ekkert að óttast. Ég held að þetta sé svolítið sama tilfinningin sem nágrannar vina minna upplifa. Það að sjá eitthvað nýtt, öðruvísi, sem gæti raskað því sem maður heldur að sé rétt, og sett spurningarmerki við það líf sem maður hefur valið að lifa. Þá er auðveldast að ráðast á , hæðast að, setja spurninarmerki við þá sem ógna. Að koma svona inn í samfélag og hugsa öðruvísi, er ekki auðvelt, maður þarf að vera sterkur í því sem maður er, til að halda í SIG. Það er ekki auðvelt að fara á móti straumnum, en sýna kærleika til þeirra sem er í kring. Til að geta þetta þarf maður að vera sterkur. Það erBillede 1997 auðveldast að falla inn í umhverfið og vera eins og hinir. En hvar erum við þá? Að mínu mati er svo mikilvægt með þá sem hugsa öðruvísi, og geta verið brautryðjendur á mörgum sviðum. Það eru þeir sem flytja fjöll og hugsun. Ef allir eru eins, breytist ekkert, enginn vill ógna heildinni, og taka fyrsta skrefið í eitthvað nýtt sem er framþróun. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að halda fast í það sem er sannleikur og rétt, fyrir hvern og einn, og til að geta það í mörgum samfélögum, er að styrkja innri mynd, og vera sáttur og trúr sér og sínum sannleika.

Ég upplifi það sama í því sem ég er að gera, bæði með því að hugleiða, vera grænmetisæta, drekka ekki og hafa oft aðra lífssýn en aðrir. Þetta hefði verið ómögulegt fyrir nokkrum árum, því þá var ég ekki Þar sem ég er í dag. Þá vildi maður heyra til á einum stað, vera hluti af einu samfélagi, vera hluti af einni grúppu. En núna er ég, ÉG, og heyri til allsstaðar, og er hluti af öllu. Það er örugglega fullt af fólki sem finnst ég ekki heyra til hjá þeim, þeirra lífi og hugsun, en það er ekki mitt mál, það sem er milvægast fyrir mig, er hvar mér finnst ég heyra til.

 

Það var erfitt í byrjun, því ég kom út frá myndlistarsamfélagi, og þar er ákveðinn status sem maður fær, og hann var notalegur. Núna er ég ekki hluti af neinu einu, eða tvennu, og það opnar allar gáttir og gerir allt mögulegt. Engar takmarkanir, því ég get farið í þær áttir sem ég vil.Billede 1995

Þetta vona ég að vinir mínir í sveitinni finni sem gerir þau sterk, innri styrk, því mín meining er sú að fólkið í kringum þau læri mikið á því að sjá það sem er öðruvísi, og fær þau til að setja spurningarmerki við hluti í sínu lífi sem gæti flutt þau pínu lítið.

Ég held að það sé svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að maður getur alltaf breytt, alltaf fundist annað í dag en í gær, því þá þróast maður. En maður þarf að vera sannur í sér til að geta og þora því.

Ætla nú að fara að þrífa húsið með Gunna og Sól.

Ljós til ykkar allra.

Steina     

 Billede 1911


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Gott að þau þora að vera öðruvísi, það er alltaf langbest en getur verið erfitt. Reyndar finnst mér nágrannarnir bara vera hinir skrítnu.

Takk fyrir frábæra grein með rosasætum myndum

halkatla, 7.5.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Algerlega frábær pistill hjá þér Steina mín.  Það er erfitt að synda á móti straumnum en þess virði. Á því lærir maður að maður er ekki að missa neitt mikilvægt og með því fær maður allt sem skiptir máli.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábær pistill Steina. Það er ekki auðvelt að vera "öðruvísi". Voan að vinir þínir finni innrí ró og frið til að lifa sínu lífi.

Knús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 7.5.2007 kl. 18:33

4 identicon

En dásamleg lesning. En þetta er nákvæmlega eins og þú segir, þetta er ekkert annað en ótti við hið óþekkta, það er svo gott að vera í eigin confort zone, vera í því sem maður þekkir og falla í fjöldann. Þetta er barningur í mér því það hefur verið mitt confort zone að fela mig.

Við mig hefur verið sagt orðið öfgar, en hvað eru öfgar?

Ég upplifði svo sterkt hér um daginn að Ég stend fyrir mig og mín lífsviðhorf, upplifði þetta eftir að hafa upplifað mig öðruvísi og fór að efast um hvort ég væri að gera rétt. 

Falleg dóttir þín, mér sýnist hún líkjast þér. Sendi vinafólki þínu góða strauma, held að hugsunin skiptil miklu máli, hugsa það að maður sé ekki öðruvísi heldur hluti af heildinni eins og þú segir.

kærleikur til þín og þinna  

jóna björg (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill Steinunn mín.  Það er erfitt að vera útundan.  Ég fer oft ótroðnar slóðir, og geri mér alls ekki grein fyrir að ég er öðruvísi fyrr en mér er bent á það.  En ég hef lært að virða sjálfa mig og mínar skoðanir.  það er mjög mikilvægt.  Knús til þín og vina þinna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir pistilinn, elsku Steina.

Við upplifðum í Græsted að nágrannakona okkar kom þeirri sögu af stað að við værum djöfladýrkendur.  Þetta fór eins og eldur í sinu um bæinn...  Þegar ég fór að heyra þessa sögu héðan og þaðan þá fór ég og bankaði upp á hjá konunni...hún var skíthrædd, neitaði öllu en eftir þetta horfði hún aldrei á mig, heldur niður í jörðina, þegar hún mætti mér.  Grey konan, hún sagði einmitt frá því að hún væri MJÖG HRÆDD við okkur!!  Eftir á fannst mér þetta fyndið, en þetta var ekkert gaman meðan á því stóð.  

Það eina sem ég gat gert var að standa með sjálfri mér og sýna kærleika.  Púkinn kom þó upp í okkur og við fengum ýmsar hugmyndir um hvernig við gætum hrellt hana...en létum sem betur fer ekki verða af þeim hugmyndum...

Ljós og kærleikur til þín, og hlýjir straumar til vina þinna í sveitinni.

Knús, S. 

SigrúnSveitó, 8.5.2007 kl. 09:51

7 Smámynd: Margrét M

tek hatt mkinn ofan fyrir fólki sem þorir að vera öðruvísi

Margrét M, 8.5.2007 kl. 14:55

8 Smámynd: www.zordis.com

Oft er það góða erfitt, fyrir umhverfið og sjálfið!  Ég veit hvernig það er að vera öðruvísi og berjast við strauminn en þegar við sjáum strauminn sem leið á milli verður hann meðbyr!  Lífið eru raunir sem við tökum á og ég er fegin fyrir vinafólk þitt að taka ákvörðun um að vera!  Það á enginn að láta hrekjs sig úr paradís því hún er okkar allra!

www.zordis.com, 8.5.2007 kl. 20:03

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.5.2007 kl. 23:18

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ofsalega fínn pistill hjá þér kæra frænka.

Það er svo dásamlegt þegar fólk er trútt sannfæringu sinni og reynir að kæra sig kollótt um athugsasemdir annarra sem vissulega geta sært og meitt. En eins og þú segir: besta vörnin er kærleikur, af því að enginn getur slegið á útréttar hendur kærleikans. Þetta þarf maður að tileinka sér. Kannski gerir maður það einn góðan veðurdag.

Knús til þín fagra frænka mín.

Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.5.2007 kl. 10:52

11 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Hvernig væri ef við komum þessari hugsun meir og meir í samfélagið... nei nei við hendum harmonikkufólki út úr landinu! :P

Lúðvík Bjarnason, 10.5.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband