Friðsamleg stund í Gro Akademi.
23.8.2013 | 11:14
Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.
Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.
Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.
Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.
Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.
Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.
Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.
Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.
Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.
Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.
Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.
Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.
Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.
Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.
Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.
Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.
Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert
Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar. Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.
Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.
Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.
Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.
Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.
Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.