Ég vildi að við hefðum tilfinningareynslubanka sem allir hefðu aðgang að

Kæru vinir íslenskir og íslenskir !img_0642.jpg

 

Núna er sumarfrí og ég er strax farinn að kvíða fyrir að fara að vinna aftur, þó svo að ég upplifi að ég ekki sé í sumarfríi ennþá. Það er samt mánuður þar til að ég fer að vinna aftur og ég geri mér fulla grein fyrir að ég á að að njóta þess að hafa fríi og njóta þess að bara vera.

 

Ég geri það líka, ég nýt þess að vera, drekk te gert úr jurtum í garðinum mínum. Ég hlusta á ljúfa músík, ég sest á vinnustofuna mína og vinn smá, ég fæ gesti af og til, nýt þess að spjalla um allt og ekkert, en undir öllu þessu kvíði ég fyrir því að fara að vinna þann 11 ágúst.

 

Ég hef aldrei upplifað þetta áður, ég hef elskað vinnuna mína, elska að kenna og byggja upp aðstæður fyrir fólk til að skapa og gera myndlist. Skólinn er nú að byrja sitt 9 ár, og hvert ár hefur verið spennandi, með nýja möguleika og ný verkefni, en ég hef notið þess.

 

Hvað hefur gerst sem fær mig til að fá illt í magann þegar ég hugsa um vinnuna ?

 

Kannski er það að ég opnaði nýjan skóla í fyrrahaust með vinkonu minni, skóla fyrir börn og fullorðna. ”skolen for kreativitet og visdom” .

 

Kannski var það of mikið og hefur gert það að verkum að ég misst alla löngun, varð of hengd upp í vinnu, já það er möguleiki.

 

En ef ég hugsa dýpra þá var það ekki bara það ! Ef allt hefði verið gott í listaskólanum, hefði þetta gengið upp, verið erfitt, en ekkert of erfitt.

 img_0744.jpg

Það sem var erfiðast, var örvæntingin í lok skólans, örvæntingin hjá foreldrum, kennurum og nemendum. Örvæntingin yfir því að sveitafélögin eru að spara, og spara mikið. Það er sparað þar sem er hægt að spara, og hver skilur það ekki?

 

Ég veit að allir þurfa að vera með í að spara.

Þar sem ég finn svo til, er að í þessum sparnaði er frelsi tekið frá einstaklingum, frelsi yfir að ráða yfir sínu eigin lífi.

 

Nemendur sem ég hef haft í mörg ár, fá allt í einu neitun um að halda áfram að mennta sig ! Þeir fá ekki sjálfir að vera með í að skapa sitt eigið líf, ákvörðun er tekin yfir höfuðið á einstaklingum, án þess að þeir hafi möguleika á að gera eða segja neitt. Þetta hefur verið erfitt.

 

Örvæntingin hefur verið erfið hjá þessum einstaklingum og ekki síður foreldrum, sem sitja tíma eftir tíma fyrir utan skrifstofudyr borgarstjóra til að reyna að fá viðtal, hringja mörgum sinnum á dag til að biðja um stuðning, sem ég í raun get ekki gert. Ég get skrifað bréf til sveitafélagsins, sem ég hef gert, en ekkert annað.

 

Ég veit að það þarf að spara, en ég hugsa með sjálfri mér, það hlýtur að vera hægt að spara annarsstaðar. Því ég veit sem er, að í þeirri hugsun lúrir minn ótti við þau áhrif sem þetta hefur á skólann minn ! þetta þýðir að kennarar þurfa að finna aðrar leiðir til að lifa, þéna pening, þetta er keðjuverkun, sem ég hef erfitt með að skoða án tilfinninga, það gerir vinnuna og ákvarðanir erfiða.

 

Viðbrögð kennara, eru erfið, brjálæðið sem kemur upp, þegar hver og einn sér sínu ógnað, það er erfitt. Þú sérð hlið á þeim sem þú hélt að þú þekktir vel og best, en þegar lífi og starfi fólks er ógnað, þá eru viðbrögð óumflýjanleg, hvað er hægt að gera annað en að reyna að hamra út það sem hægt að hamra út af peningum, og það kostar fundi, loforð um að finna lausnir, sem ég veit ekki hvort ég get.

 

Ég veit að ég á að njóta þess að hvíla mig, og vera í sumarfríi, en lífi margra er ógnað og ábyrgðin er stór, hver ákvörðun er mikilvæg og hefur áhrif á einhvern !

 

Ég vildi stundum óska að tilfinningarnar væru ekki svona yfirráðandi, en þó er í tilfinningu hlutir sem er mikilvæg öllum sem vinna með annað fólk, eða fyrir annað fólk, og það er tilfinningin, ”ég er þú og þú ert ég”, og ég vil gera allt fyrir mig til að bjarga mínu lífi/þínu lífi og það er það sem ég geri og þess vegna get ég ekki bara farið í sumarfrí og geymt vinnuna þar til í ágúst, heldur er að reyna að finna lausnir til að allir komi sem best út úr þessu.img_0685.jpg

 

Stundum vildi ég óska að fleiri deildu hugsunum sínum um hvernig hver ákvörðun í hverju fyrirtæki, hjá hverjum yfirmanni hefur áhrif á þann sem hefur ábyrgð, þar væri reynslubanki fyrir alla !

 

Við deildum hugsunum, og sýndum að við erum manneskjur með tilfinningar, við hjálpum hvert öðru, og við deilum hvert öðru með hverju öðru. Allt er gegnsætt, allir hafa aðgang að hver öðrum, það væri gott fyrir mig núna…….  og alla aðra sem finna tilveruna vagla undir fótum sér vegna ákvarðanna sem eru teknar af öðrum um aðra.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sammála þér með sameiginlegan reynslubanka, - mikið væri nú heimurinn örðuvísi þá!! Þ.e. ef menn hefðu þroska til að notfæra sér slíkt.

Vona að þú komist yfir vinnukvíðann; þetta er reyndar mjög algengt, skal ég segja þér.

Dásamlegar myndir hjá þér eins og venjulega.

Knús og klemma.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Steina mín en hvað ég skil þig.  Nú þarftu að ræða við sjálfið þitt, segja því að þú ætlir að nota þennan tíma til að slaka á og byggja þig upp, settu síðan þessar hugsanir í fallega skreytta kistu og búðu fallega um þær.  Segðu þeim að þú ætlir að taka þær upp í haust þegar þú hefur krafta til, og ekki fyrr.  Segðu þeim líka að hjálpa til við að leysa vandan með því að vera jákvæðar um að hlutirnir gangi upp.  Stundum þarf maður að tala við líkaman, stundum við sjálfið og stundum líka við vandamálin.

Gangi þér vel ljósið mitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband