Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Það sem ég elska við lífið er hversu marglitt það er.

 Ég hef hitt svo margt dásamlegt fólk í gegnum árin sem hafa verið með til að víkka meðvitundina mína.

Ein af þeim hefur komið upp í hugann minn undanfarið. Hún var ekki lengi samferða mér, en ég kynntist henni svolítið. Mér er oft hugsað til hennar og er þakklát fyrir að hafa þó haft þennan litla tíma með henni.

Ég hitti hana í landi, sem ég var í. Við unnum saman af og til en þó ekki mikið. Hún var algjörlega einstök í öllu því sem hún gerði svo einstök a. Hún var falleg og einstök.  Hún hefur ábyggilega sett spor sín á alla sem urðu á vegi hennar.

Hún hafði algjörlega sinn eigin takt í lífinu, takt sem ekkert gat fengið hana frá.

Einu sinni bauð hún mér í mat. Það var gaman að koma inn á heimilið hennar sem var ótrúlega fallega skipulagt. Hún var safnari, hún safnaði vínilplötum, helst áskrifuðum. Hún átti líka allar sínar plötur í cdum. Plöturnar voru raðaðar upp eftir stafrófsröð. Ein eftir aðra í fallegum takti í hillunum. Þetta voru margar plötur og margir cdar, kannski 1000, kannski 2000 ég veit það ekki. Hún átti margar áritaðar, mjög margar.

Hún hlustaði líka á músíkina eftir stafrósröð. Eina eftir aðra eftir því hvar í stafrófinu þær voru.

Hún bauð mér upp á yndislegan grænmetisrétt úr matreiðslubók eftir Linda McArtney, ekki af því að ég var grænmetisæta, nei af því að hún var komið að þessum rétti í þessari bók. Hún var komin að stafnum L á þessari síðu. Hún var sjálf ekki hrifinn af bjór, en ég sem betur fer því samkvæmt bókinni var bjór með þessum rétti og það var borið fram.

Allt kryddið í hillum var raðað með svo mikilli natni í hillurnar hennar að það var unun að skoða inn í skápana hennar, sem hún sýndi mér með mikilli gleði.

Hún átti mikið og fallegt safn af bókum, sem ég fékk leyfi til að skoða. Hver einasta bók var sett í plast, til að verja þeim fingraförum. Hún las  bækurnar sínar eftir stafrósröð, Yndislegt og svo fallega skrítið.

Hún átti líka alveg magnað safn af póstkortum sem frábært var að skoða og detta inn í þessa ferðaheima. Hún fékk bæði sent frá fólki sem hún þekki og ekki þekkti í þetta fallega safn sitt.

Hún sagði mér fallega sögu sem ég sé sem fallegt verk. Hún hafði einu sinni átt í heitu ástarsambandi við mann. Hún elskaði hann mjög heitt, tjáði hún mér. Einn daginn sagði hann henni að sambandinu væri lokið og því var ekki breitt. Hún fylltist mikilli sorg en varð þó að lifa við þann söknuð sem við tók.

Það voru mörg ár síðan þetta hafði gerst og hún hafði ekki hitt neinn síðan sem fyllti plássið í hjartanu hennar.

Hún sýndi mér svo möppu með fullt, fullt af ljósmyndum af stigagöngum. Allir stigagangarnir voru ólíkir og sögðu hver sína sögu. Ég spurði hana hvað þetta eiginlega væri. Þá sagði hún mér að í öll þessi ár sem liðin voru frá því að hann hafði sagt henni upp hafi hún fylgt honum eftir. Í hvert sinn sem hann flutti í nýja íbúð, fór hún og tók mynd af stigaganginum þar sem hann bjó þannig var hún hluti af lífi hans og fylgdi í hans fótspor.

Þetta var ekki það eina sem hún gerði í skema, allt hennar líf var fyrirfram ákveðið, þá meina ég allt.Svona getur lífið verið fallegt og skrítið

 


allt er eins, þó ekkert

img_5244.jpgAllt er betra núna, þó allt sé eins og áður. Jafn óljóst og hræðsluvekjandi og áður, en hugurinn er annar.

Það er gott þegar maður finnur að hægt er að flytja hugsunina frá einum punkti til annars, eins og þegar maður flytur gula manninn frá einum fletinum til annars í lúdó.

Ég flutti hugann frá einum fleti yfir á annan, og allt leit öðruvísi út. Allt sem fékk magann til að hoppa á haus og fram og til baka varð rólegt og yfirvegað.

Í dag vinn ég í garðinum, sem áður var tilgangslaust. Í dag plana ég hvort eða hvort ekki við eigum að fá hænur aftur. Ég skoða blómin mín og fallegu laukana sem koma upp úr moldinni hér og þar og ég nýt þeirra eins og alltaf, án hræðslunnar að allt þetta er ekki með í framtíðinni.

Ég sit á kvöldin og byggi heima til næstu sýningar, ég tek brot og lími saman í heild sem segir ekkert, en segir þó kannski allt, það skiptir engu máli.

Ég talaði við gamla vinkonu mína í langan tíma í morgun. Hún hringdi í mig í fyrsta sinn í nokkur ár. Við fórum hver sína leið eins og gerist. Hún fór sína leið í reiði sem var á þeim tíma ekki auðvelt fyrir okkur. Við höfðum byggt Listaskólann upp saman og svo margt annað.

Hún stóð svo einn daginn við dyrnar mínar og ég bauð henni að sjálfsögðu inn. Við töluðum, við töluðum mikið og í hverju orði var heilun til hver annarra. Hún hringdi svo aftur í morgun og við héldum áfram að tala þar sem frá var horfið eins og ekkert hefði gerst og við værum saman fyrir fjórum árum. Við vitum heldur ekki hversu langan tíma við höfum saman. Hún er mikið veik og lifir einn dag og kannski spáir í næsta, hver veit. Við viljum sjá hvort við getum hugleitt saman fljótlega, einu sinni gerðum við það oft.

Það er svo mikilvægt að muna í samskiptum við vini eða ekki vini að kannski fer annað hvor yfir á innri plön, á eftir, á morgun eða annan dag , við vitum ekkert.img_5255.jpg

Ég er svo þakklát fyrir að við náum að heila sambandið okkur hérna í þessu lífi en bíðum ekki með það.

Ég fór í gönguna mína með Lappa í morgun. Það var að venju yndislegt. Við hittum Ulrikka. Hún er sú sem ég er að opna nýja skólann með. Við ræddum saman og vorum glaðar því við fengum styrk til skólans í gær og það gefur okkur rými til að gera ýmislegt. Ég sagði henni frá því að ég hafði næstum því  fengið mér lítinn hvolp. Það munaði næstum engu. Ég útskýrði líka að í þeirri hugsun að vilja fá hvolp var flótti frá því hversu mikið er að gera hjá mér og ég þrái eitthvað sem er svo nálægt og áþreifanlegt sem það er að fá nýjan hund. Það setti huga minn í ró.

Það er eins og minni mynd af því að vera bóndi. Ég sagði henni líka frá því að þegar ég var lítil óskaði ég þess að vera bóndi og grafa í jörðina, setja nefið í kýrnar og liggja í sófanum með hundinn minn og fylgjast með veðrinu í sjónvarpinu._mg_5234.jpg

Drekka kaffi í eldhúsinu og hlusta á hádegisfréttirnar með glerglasið mitt fullt af kaffi, mjólk og sykri. Það skrítna er að ég er allt hann bóndinn, aldrei húsmóðirin. Ulrikka sagði mér að þegar hún var lítil dreymdi hana um að vera fornleifafræðingur. Vera með fingurna í jörðinni og finna fortíðina. Við hlógum að þessum fallegu draumum og vorum sammála um að það væri gott að hafa þá að halla sér að þegar of mikið er að gerast og okkur vantar ró.

Við fáum bæklingana í næstu viku og heimasíðan opnar vonandi í næstu viku. Allt er að skella á. Allt í einu á meðan við stóðum þarna og sögðum frá, varð Múmin minn sem er rauði kisi pirraður á þessu blaðri hljóp á milljón upp í tré með halann sinn pirraðan. Okkur var ljóst að hann vildi halda áfram. Við kysstum hvor aðra og gengum hver sína leið. Hún var svo falleg þarna með rauða hárið sitt og í fallega grænum og bláum fötum.

Það er nóg að gera með hinn skólann. Bráðum skólaslit með sýningu og skemmtilegheitum.   Nýir nemendur á leiðinni inn næsta haust. Að sjálfsögðu fer engin út en við höfum ákveðið að taka tvo nýja inn. En það reddast allt eins og alltaf.

Núna ætla ég út með kornkaffið mitt, setjast aðeins í sólina og setja svo aðeins fingurna í moldina. Set inn myndir frá garðinum mínum og eina af mér og hvolpinum sem ég var næstum því búinn að kaupa !!!
Kærleikur og Ljós til ykkar allra

_mg_5233.jpg_mg_5350.jpg


sumt kemur bara og vill skrifast.

img_5144.jpgÞessi orð kalla á mig og vilja skrifast.

Hef reynt að ýta þeim frá mér, því allt er of nálægt mér eins og er.

Oftast er best að skrifa um eitthvað þegar það er liðið hjá og maður er ekki í þeim tilfinningum á meðan farið er yfir það sem þarf að fara yfir.

En þessi grein vil út til þeirra sem á þurfa að halda núna, burtséð frá minni þörf og mínum tilfinningum.

Það segir mér að þörfin sé mikil fyrir umræðu og orð um þessa tilfinningu sem við berum öll í okkur meira eða minna, kannski meira núna þessa dagana en minna.

Hugtakið er “hræðsla/ótti” Ég finn þessa tilfinningu læða sér inn hjá mér þessa dagana í tíma og ótíma og ég upplifi ekki að ég geti varist henni. Veit þó að til er leið og tækni til þess, en á því augnabliki sem tilfinningin  er þarna upplifi ég mig varnarlausa.

Ég hugsa sennilega of mikið og reyni of mikið að skilja það sem gerist í óttanum á skynsemisplaninu, á meðan ég ætti sennilega að vera að gefa óttatilfinningunni minni, þann kærleika og skilning sem henni ber.

Ég held að óttinn liggi yfir Móður Jörð núna og láti engan ósnortin. Ég finn eins og óttinn geri mig lamaða, sem verður til þess að ég get ekki hugsað skírt og rökrétt, en í staðin sveima hugsanirnar aftur og aftur í höfðinu mínu án upphafs, endis eða möguleika til að komast út úr aðstæðunum sem virðast óyfirstíganlegar.

Þetta er í raun mjög skrítið, ég næ ekki að vera herra yfir þeim, sennilega vegna þess að ég reyni að þvinga þær í burtu með rödd skynseminnar, vil ekkert vita af þeim sem hluta af mér, sem  ég þó  veit að er hluti af mér, þó ekki ég.

Ég óttast það, sem ég get ekki stjórnað, ég óttast að missa það sem ég á. Ég veit allt með skynseminni, en hún er ekki samstíga tilfinningunum.

Ég get misst, já, það veit ég. Það er hluti af því að vera á lífi. En það að missa getur verið það sem þarf til að fá eitthvað betra.

Ég óttast að missa heimilið mitt, já það er líka möguleiki  á að ég missi heimilið mitt. En kannski er það ekki það versta sem getur gerst. Til að nýir hlutir geti gerst, verður að gefa þeim pláss. Ekkert er endalaut, ekkert í lífinu er endalaust, nema kannski lífið sjálft.

Ég hef verið í þessari skrítnu leiðslu undanfarna daga, sveiflast á milli vinnugleði með ný og spennandi verkefna til tilgangsleysis og örvæntingu yfir því sem ég get ekki stjórnað. Ég sé hlutina stundum að ofan og skil dýptina og tilganginn með öllu sem gengur yfir mig og okkur, en stundum upplifi ég það sama í tilfinningunni, óttanum, sem gerir mig máttvana og örvæntingarfulla. Ég get ekki, að mér finnst, valið hvaðan ég sé og upplifi, það kemur eins og að sjálfu sér.

Ég vildi svo mikið óska að ég gæti alltaf fókuserað að ofan á aðstæður og sægi hlutina í hinu stóra samhengi. Það myndi gera mér betur kleift að halda jafnvægi sem gerði mér auðveldara um vik að vinna þau verk sem kalla á hér og nú.

En kannski er það einmitt mikilvægt að ég upplifi mig máttvana og örvæntingarfulla, því það gerir mér kleift að skilja og læra það sem svo margir ganga í gegnum. Ég er hluti af óttaafli sem herjar á heiminn. Að vera hluti af þeirri tilfinningu, gerir að ég skil hana og skil þar af leiðandi aðra betur en ella.

Ef mér tekst að vinna á óttanum, verð ég meistari á því sviði og get þar af leiðandi verið öðrum hjálp í þeirri baráttu sem aðrir herja.

Eitt finn ég og veit, að það er mikilvægt fyrir mig og alla, að fá það besta út úr öllum erfiðleikum. Sjá erfiðleika, ótta, sorg, máttleysi eða hvað sem kemur sem möguleika til að vaxa. Hvað er mikilvægast fyrir mig að læra hér og nú. Hvað get ég nýtt mér þessa upplifun á sem bestan máta. 

Sennilega er mestir lærdómurinn sem ég get fengið úr þessari tilvistarkrísu, að fara frá því að trúa á hinn innri heim, yfir í það að VITA og TREYSTA ! Það finn ég á þessu augnabliki, að er verkefnið.

Ég VEIT, ég treysti á að ef ég geri allt það besta sem ég get gert, þá er það sem gerist, það besta fyrir mig.....

Blessun og Kærleikur


Fegurðin í náttúruríkjunum

wijr.jpgEr allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt.  En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.

Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.  

 En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.

það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.

Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki  !

Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.

Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.

 Hugrenningar mínar fara  til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.

Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.

 Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!

Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.

Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum,  í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.  Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.

Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við  eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.

Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?

Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !

Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka,  fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira

Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:

Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


Sjálfsþekkingar hugleiðsla

Ég hef lofað ykkur mörgum að gera hugleiðslu á bloggið. Loksins kemur hún og vonandi getið þið notið hennar.  sjá videó neðst í þessari færslu !!! Vonandi hjálpar þetta einhverjum á leið til betra lífs.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra !
 

 


Lífið er fallegt

This is a story about a dog who was born on Christmas Eve in 2002.

He was born with 3 legs - 2 healthy hind legs and 1 abnormal front leg which needed to be amputated. He of course could not walk when he was born.Even his mother did not want him.
He was rejected and scorned.

 His first owner also did not think that he could survive.
 Therefore, he was thinking of putting him to sleep..
 At this time, his present owner Jude Stringfellow came into his life and wanted to take care of him.
 She was determined to teach and train this dog to walk by  himself.  She thought, all we need is a little faith.
 Therefore she named him 'Faith.'
In the beginning, she put Faith on a surf board to let him feel the movements of the water.  Later she used peanut butter on a spoon as a lure and to reward  him for standing up and jumping around.  Even the other dogs at home helped to encourage him to walk.  Amazingly, after only 6 months, like a  miracle, Faith learned to balance on his 2 hind legs and jumped to move  forward.  After further training in the snow, he can now walk like a  human being.
Faith loves to walk around now.
No matter where he goes, he just  attracts all the people around him.  He is now becoming famous on the  international scene.  He has appeared in various newspapers and TV  shows.  There is even one book entitled 'With a little faith'  being published about him.
His present owner Jude Stringfellow has given up her teaching job and plans to take him around the world to preach,
'that even without a perfect body,
 one can have a perfect soul.'
In life there are always undesirable things.
 Perhaps a person who feels things are not going as well as they could will feel better if they change their point of view
and see things from  another perspective.

Perhaps this message will bring fresh new ways
 of thinking to everyone.
Perhaps everyone can appreciate and
be thankful for each beautiful day that follows.

Life is the continual demonstration of  having faith.
  Believe in yourself.
  Never lose faith.

-1fxvmi.jpg-2tywhs.jpg-3msbfn.jpg-4zlcsr.jpg-10.jpg


Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Þessa færslu skrifaði ég fyrir ári síðan. Langar að birta hana hérna aftur.

2mwfp1d.jpg

Þetta verður lengsta blogg í heimi. Hef hugsað um það í langan tíma að skrifa þessar pælingar  mínar niður, og núna geri ég það !

Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Hver hefur réttin til Jerúsalem ?


Aðalátökin í Miðausturlöndum eða Israel/Palestina er sennilega um hver hefur réttinn til að ráða yfir/búa í Jerúsalem. Bæði kristnir, gyðingar,og múslimar teljasig hafa réttinn.

Það er mikið fókuserað á það sem skilur að, í þessum þremur trúarbrögðum, og að það sé í raun ástæða þessa stríðs sem ríkir þarna á milli þeirra, en það hefur ányggilega ekki verið hugsun Guðs að skapa þessar þrjú ”ólíku” trúarbrögð til að splitta fólk hvert frá öðru, en er sennileg það sem við manneskjur veljum að túlka hver trúarbrögð fyrir sig, sem er orsök þessara deilna.

Kristintrú, gyðingatrú og Islam eiga öll upptök sín í miðausturlöndum. Kristrintrú og gyðingatrú hafa rætur sínar í núverandi Ísrael. Gyðingar vilja meina að Guð hafi gefið þeim þetta land, kristnir meina að landið tilheyri þeim, af því að Jesús lifði og dó þar. Islam hefur rætur sínar í Saudi Arabíu, en fluttist til Palestínu, og þar á eftir yfirtóku múslimar Jerúsalem, og gerðu Jerúsalem að heilagri borg.

Í aldaraðir lifðu múslimskir arabar, gyðingar saman í friði , eða þar til kristnir frá Evrópu fyrirskipuðu heilagt stríð svo Palestína gæti aftur orðið kristið svæði.Í því stríði drápu kristnir þúsundir af bæði gyðingum og múslimum. Frá þeim tíma og þar til í dag hafa verið fjölda stíða á milli þessara trúarbragða á þessu svæði. Deilan hefur ekki eingöngu verið trúarlegseðlis, en einnig um sögu, menningu og síðast en ekki síst völd.

Hvað þýðir það að vera trúaður ?


Trúarbrögð eru mikilvægur hluti mannkyns, bæði nú og áður, og þar af leiðandi mikilvægt að koma inn á það efni þegar hugað er að framtíð jarðar.

Að vera trúaður er það að trúa á Guð, eða eitthvað æðra en maður sjálfur.

Þessi þrjú stærstu trúarbrögð sem ég hef áður nefnt hafa margt sameiginlegt.
Bæði kristnir, gyðingar  og múslimar trúa á að það sé einn Guð, og að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, einngi að við sem mannfólk getum haft samtal við Guð. Þau er einnig sammála um að Guð skapaði fyrstu manneskjur á jörðinni (Adam og Evu) og að þeim var freystað af Satan þegar þau borðuðu af eplinu í Paradís.
Í kristinni trú og gyðingatrú eru Adam og Eva sköpuð í Paradísargarðinum, en í Islam eru þau sköpuð á himninum, en á eftir sköpunina færð í Paradísargarðinn.

Abraham, kallaður Ibrahim í Islamskri trú er afkomandi Adam og Evu. Abraham gegnir stóru hlutverki í öllum þremur trúarbrögðum. Bæði gyðingar og múslimar telja sig afkomendur Abraham. Abraham er fyrstur manna til að trúa á einn Guð.Árið 1800 fyrir okkar tímatal fær hann skilaboð frá Guði um að hann eigi eftir að verða ættfaðir mikils hóps mannkyns. Abraham á þó erfitt með að trúa því, þar sem eiginkona hans Sara er orðin of öldruð til að fæða börn. Þar af leiðandi fær hann son sem fékk nafnið Ismael með Hagar sem er þræll hans. Ismael er sá sem grunnleggur Islam. Tl mikillar undrunar verður Sara eiginkona hans ófrísk og fæðir sonin Isak. Hann er sá sem grunnleggur gyðingdóminn

Það er hægt að vera trúaður á margan hátt.


Það eru þeir sem eru ofsatrúarfólk, sem lifa ortodoks eftir Biblíunni, Kóraninum eða Toraen. Ofsatrúarhópar finnst ekki eingöngu innan Islam. Þeir finnast einnig innan gyðingatrúar og kristinnar trúar. Það eru þessi hópur sem við heyrum um í fjölmiðlum, því það eru þessir hópar sem hefur öfgafullar skoðanir sem þeir réttlæta í Guðs nafni.

Þar sem þessir öfgahópar lifa eftir sinni þýðingu/túlkun á trúnni, sem aðeins er hægt að túlka á þeirra hátt, gæti maður sagt að þeir lifi í gömlum hugsunarformum, sem heldur þeim fast í því, að það er aðeins hægt að trúa og lifa á einn hátt. Þegar maður þvermóðskulega stendur og heldur fast í eigin túlkun, og segir þær einu réttu, og ekki getur ekki á nokkurn hátt séð að aðrir getir haft aðra sýn á hlutunum, og sú sýn er jafn rétt fyrir þann aðila og mann sjálfan. Þá gerast átökin sem við sjáum í því trúarbragðarstríði sem herjar á jörðinni.

Gyðingar meðal annars, halda krampakennt fast í gömul hugsanaform, sem t.d. að sjá sig sem Guðs útvalda fólk, og að Guð hafi gefið þeim Palestínu. Hérna meina ég að gyðingar hafi rangt fyrir sér. Ég trúi að allt mannkyn sé Guðs útvalda þjóð. Gyðingar ættu að skoða stolt sitt á eigin þjóð, sem liggur í þeirri hugsun að halda að maður sé meiri en annar..
”Réttrúaðir” gyðingar í Ísrael aðskilja sig frá okkur hinum hlutnum af mannkyninu, þegar þeir telja sig rétta eigendur af Ísrael Þeir óska ekki að vera hluti af hinum hlutanum af mannkyninu. Þessi hugsun getur ekki verið góð fyrir heidina, fyrir mannkynið, fyrir það guðdómlega. Það er að mínu mati löng leið að samruna mannkyns, hvort sem er gyðingar, múslima er kristnir, á ég þá við þá sem hugsa sig ”þá rétt trúuðu”. Það er að blanda saman bæði trúarbrögðum, og kynþáttum. Gifta sig yfir landamæri þess sem ekki eru við. . Þetta sjáum við í ríkari mæli nú en áður. Þetta veldur eldri kynslóðinni miklum harmi, en er að mínu mati leiðin fram að einu lífi, einu mannkyni, einni þjóð.

Stríðið í Mið Austurlöndum er í dag tjáning fyrir aðskilnað, egoisma/sjálfselsku, efnishyggju ,valdabaráttu og græðgi sem fyllir líf alls mannkyns á jörðu.Þetta er það sem ógnar heimsfriðnum í dag á jörðinni. En það er ekki eingöngu stríð í Mið Austurlöndum, einnig stórríki eins og Bandaríkin, Kína og Rúsland,sem spila á strengi valdsins, friðaumræðu, vopnasalar, og ekki síst, olíuáhuga á þessum svæðum.

Leiðtogamenn í heiminum hafa reint að vinna að friði á þessum svæðum. En það er hægt að mínu mati að setja spurningarmerki við ástæðuna á bak við það sem þeir eru að gera. , margir vilja tryggja sér aðgang að olíusvæðunum, og að koma í veg fyrir að öll þessi svæði séu yfirráðasvæði múslima, sem vestræn þjóðfélög sjá sem hryðjuverkamenn.

Það er greinilegt að olian frá Mið Austurlöndum  hefur mikil áhrif á líf okkar vesturlanda. Ef það eru sprenginar og óeirðir á þessum svæðum, þá hækkar olíuverðið hjá okkur. Þar af leiðandi erum við mjög háð öllu því sem gerist á þessum svæðum, hvort sem við viljum það eða ekki. Olían hefur óhugguleg völd í okkar heimi, og daglega lífi.Það er í miðausturlöndum sem mest hráolía finnst í heiminum í dag.

Hormuzstræde er mikilvægt svæði á þessum svæðum, Þar sigla i gegn fjórðungur af allri olíu á jörðinni. Hormuzstræde er skurður sem tengir saman Persisku Bugtina í suðvestur og Omanbugten  sem liggur að Arabíska Hafsins.

Í dag eiga olíufustarnir og fjölskyldur þeirra alla þessa olíu, og eru þar af leiðandi óhuggulega ríkir. Ef olian væri í eigu landanna sjálfra og fólksins væri hægt að nota þá peninga sem koma í stað olíunnar til að byggja upp og þróa landið til ánægju fyrir íbúa þessara landa.Peningarnir gætu þjónað mörgum, í stað fárra.

Ef Mið Austurlönd innu sjálfir hráolíuna í heimalandinu sínu, í staðin fyrir að senda hráolíuna til vestrænna ríkja til að fá hana unna, myndi það skapa meiri efnahagslegan vökst í heimalandi þeirra, það myndi skapa þúsindir atvinnumöguleika, sem myndi verða til þess að atvinnuleysi myndi minnka og velferð aukast.Þetta gæti orðið til þess að heilbrigðiskerfið yrði betra svo fátækir jafnt sem ríkir fengi þá læknisþjónustu sem þeim ber.Einnig myndi þessi efnahagslegi vöxtur gefa fleyrum möguleika á menntun, og menntun er eins og við vitum máttur, og besta leiðin inn í framtíðina.

Við erum öll hluti af þessu á einn eða annan hátt, við erum öll hluti af mannkyninu, og þar af leiðandi vil ég meina að við höfum ábyrgð á því sem gerist hvar sem er í heiminum, við höfum ábyrgð á því að heimurinn verði betri á morgun en hann er í dag. Okkur ber skilda til að byggja brú á milli fólks, án hugsunar um kynþátt, trúarbrögð, eða þjóðerni. Við skulum sjá möguleika í staðin fyrir ekki möguleika. Við skulum sjá að það hversu ólík við erum sem styrk, en ekki veikleika. Við skulum taka það besta frá fortíðinni, sem við getum notað í framtíðnni, og svo skulum við nota það í nútíðinni.


Við skulum ekki bara tala um frið, við skulum bretta upp ermarnar og skapa frið, svo það verði friður. Friður næst ekki í stríði. Friður næst með að tala saman, með virðingu, og svo að finna lausn með skilningi fyrir hinu ólíka og fyrirgefningu á fortíðinni. Fyrirgefning er það að skilja. Skoðanaskiptin/dialog verður að vera í Kærleikanum, og virðingu fyrir hverjum og einum. Verknaðurinn framkvæmist í Kærleika til allra og alls og fyrir það heila.Bara á þann hátt vinnum við stríðin , í gegnum fólks hjarta, og Kærleikurinn mun vinna mannkynið.

Hugsunarformin hafa ógurlega mikin áhrif á því hvernig við lifum lífinu okkar. , hvernig við hugsum, skiljum, finnum og gerum hlutina. Það er viljinn í hugsuninni sem stjórnar tilfinningunum okkar í ákveðnar brautir og skapar svoleiðis hverning við bregðumst við, við allar aðstæður. . Í praksis er mjög erfitt að aðskilja tilfinningar og hugsanir. Því þær virka í mjög nánum tengslum hver við aðra. En það er munur á þeim. Hugsunin færir viljan inn á ákveðna braut, það er þess vegna sem orka fylgir hugsun.
Við höfum bæði ómeðvituð hugsunarform, og meðvituð hugsunarform. Þær ómeðvituðu eru m.a. þau hugsunarform á bak við uppeldi, trú, samfélag og þess háttar.

Sem sagt hugarkrafturinn hefur mikin kraft. Ef við hugsum neikvætt höfum við áhrif á umhverfi okkar á neikvæðan hátt. Við höfum geri ég ráð fyrir öll upplifað hvernig neikvæðni getur smitað frá sér. Ef við erum í herbergi með manneskju sem er neikvæð, finnum við fljótlega hve mikil áhrif það getur haft á okkur.Við finnum líka að ef við erum með jákvæðu fólki hvernig það getur smitað til allra um kring.

Lifum við eftir boðskap Guðs um náungakærleika, eða lifum lifum við í efnishyggju hugsanaformi, þar sem við höfum nóg með okkur sjálf !


Hræðslu, þunglyndi, neikvæðni, sjálfselska og hatur, sé ég sem efnishyggjuhugsanaform. Hugsanaform sem eru réttlætt í Guðs og efnishyggjunnar nafni. Hugsanaform sem við sem einstaklingar og við sem mannkyn höfum byggt upp kynslóð eftir kynslóð. Við sjáum núna að þetta eru þau hugsanaform sem við getur orðið til þess að hvorki við sem mannkyn, né Jörðin sem pláneta getur lifað mikið lengur.
Er mögulegt að vinna á og breita þessum hugsunarformum sem eru það sem er verst, Þannig að hræðsla verði frelsi, þunglyndi verði gleði, neikvæðni verði jákvæðni, sjálfselska verði að óeigingirni og hatur verði að Kærleika. Já, það er ég viss um að sé hægt ! Það er hægt að eyða gömlu hugsunarformi, sem heldur fólki föstu í ákveðnum munstrum, munstrum hvernig við bregðumst við og hugsum.

Ef við viljum leysa upp gömul hugsunarform þá er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt. Í hverju hugsunarformi er og hefur einhverntíma verið jákvæðni, sem gerir að þarna finnst ljós, Sjáðu þetta ljós skínandi og fagurt. Sjáðu ljósið vaxa og verða bjartara í hugsunarforminu. Sjáðu ljósið vaxa þar til allt hugsunarformið er eingöngu Ljós. Einbeittu þér svo að hugsunarforminu. Sendu bjart og eins mikið Ljós á hugsunarformið, þar til það leysist upp í kærleikanum. Þegar þetta gamla hugsunarform er horfið, leyst upp í ljósi Kærleikans, myndast pláss fyrir nýjar hugsanir, hugsanir í Ljósinu, sköpunni og frelsinu .

Við sem einstaklingar berum ábyrgð á hugsunum okkar og því lífi sem við veljum að lifa. Við getum ákveðið með sjálfum okkur að hugsa aðeins fallega um og til annarra.. Í hvert sinn sem sem neikvæð hugsun rekur inn nefið, höfum við vald til að afvísa henni. Við getum valið að elska náungan, og við getum sýnt það í umhyggju til þeirra sem verða á vegi okkar.Við getum valið að vera ekki sjálfselsk, og að vera heiðarleg, og afvísað efnishyggjuandanum.

Það fólk sem á heima í Mið Austurlöndum og sérstaklega unga fólkið er meira og meira mótækileg fyrir nýjum hugsunarformum i staðin fyrir þau gömlu. Ný hugsunarform sem eru sköpuð í Kærleikans Ljósi og orku. Flestir sem búa þarna óska eftir friði á heimasvæðinu, og þau sjá að stríð er ekki leiðin sem leysir trúarbragðardeiluna.Það er eitthvað sem reynslan og sagan hefur sýnt þeim .
Flestir á þessum svæðum hafa haft sorgina inni í hjartanu, fátækt í lífinu, missir af nánum, eða ættingjum, afleyðingar af stríði kynslóð eftir kynslóð.

Í ljósi þess að við komum nær og nær hvert öðru, landamæri verða ósýnilegri, með þeirri tækni sem gerir okkur kleift að sjá og upplifa það sem gerist á öðrum stöðum i heiminum, eins og gerðist inni í eigin stofu.Sérstaklega er yngri kynslóðin opin fyrir þessum möguleikum. Þar af leiðandi eru þau opnari fyrir þeim möguleika að lífinu er hægt að lifa á margan ólíkan máta.Þau sjá í fjölmiðlum og á netinu að aðrar manneskjur hafa ólíka sýn á deilurnar á þeirra heimaslóðum, en stjórnmálamenn, og trúarleiðtogarar í heimalandi þeirra. Þetta opnar augu þeirra fyrir nýjum hugsunum, nýjum möguleikum, sem er eins og fræ sem sáð er og gefið möguleiki á nýju lífi. Þessi nýja kynslóð í Mið Austurlöndum eru þar af leiðandi meira krítisk fyrir því sem þeim er sagt. Þeir hafa meiri möguleika en eldri kynslóðir að sjá nýjar leiðir en áður voru hugsaðar.

Einnig eru fleiri sem vinna að sameiningu ólíkra trúarhópa með menningu og íþróttum. Til dæmis Middle East Peace Orchestra. Þar hefur Henrik Goldsmith tekist að fá tónlistafólk frá þessum þremur trúarhópum sem um er rætt til að spila saman.
Í heimi íþróttanna hefur verið safnað í baskebold lið. Þar sem hópur ísraela og palestínubúa spila saman í liði. Ég veit að þetta er ekki nóg til að skapa frið, það er greinilegt að það að finna áhugasvið þar sem þess konar samvinna er möguleg gefur jákvæða og nýja möguleika. Samvinna sem sameinar í staðin fyrir að sundra.Þess slag samvinna á örugglega eftir að breiða um sig eins og hringir í vatni, og þar af leiðandi  vera með til að skapa frið í heiminum.

Fjöldi manns vinnur að því að skapa frið á milli þessara ríkja. Það er lögð mikil áheysla á að finna lausn á þessum deilum, svo mögulegt sé fyrir alla aðila að lifa saman í eins mikilum friði og mögulegt.

En það er ekki nóg að skapa frið hjá öðrum, við þurfum einnig hver og einn að vinna að því að verða betri manneskur til að vera með til að gera skapa betri jörð fyrir okkur öll.
Við ættum hver og einn daglega í samspili okkar við aðra, að sýna Kærleika, þar er ég ekki bara að meina kærleika til fjölskyldu okkar og vina. Ég er að tala um Kærleika sem nær lengra en til okkar nánusta og dýpra en það hversdagslega.
Kærleikurinn er djúpur, innilegur, óeigingjarn umhyggjusamur og sýnir skilning fyrir öllu lífi á jörðinni. Kærleikurinn er umhyggja fyrir öllum bræðrum okkar og systrum hvar sem er á jörðinni. Kærleikurinn nær einnig til allra dýra, plantna og inn til sjálfrar Móður Jarðar.

Kærleikurinn og óeigingyrni er ekki eitthvað sem við förum út og kaupum. Hann/það finnst í okkur öllum. Við erum öll Guðdómleg, við höfum öll Guðs orku í okkur.

Við, ég og þú verðum sjálf að taka ábyrgð á hugsunum okkar, tilfinningum, því sem við gerum, og gerum ekki. Við verðum að upplifa okkur sem eina heild, og við verðum að hugsa og vera saman með hugsun um falleg samskipti okkar á milli. Þannig og bara þannig gerum við Jörðina að góðum stað að lifa á.

Ég hef með þessum skrifum minum reynt að gefa smá mynd, kannski mína mynd af ástandinu í Mið Austurlöndum. Kannski líka einn af þeim möguleikum sem ég tel vera mögulega til að skapa frið á þessum svæðum. Þar á ég við hvernig maður getur eitt og skapa hugsunarform.
Þessar deilur verða ekki leystar á stuttum tíma. Það þarf tíma til að eyða gömlum frystnum hugsunum. En ég er vis sum að við öll getum verið með á þennan einfalda hátt til að skapa frið í heiminum.
Fyrir hvert neikvætt hugsunarform, sem er skipt út fyrir jákvæða hugsun. Í hvert sinn sem við sýnum skilning í staðin fyrir fordóma erum við skrefi nær friðsamlegri lausn á trúardeilunum....


hitt og þetta frá Lejrekotinu

_mg_3519.jpgVið Lappi sæti vorum að koma úr göngutúr, ósköp huggulegt, eins og vanalega, með allar þrjár kisurnar í halarófu á eftir okkur, Alex var síðust allaf á varðbergi gagnvart ógnum heimsins, Ingeborg í miðjunni, veit ekki alveg hvar í hirakíinu hún er, enda nýjust og Múmín eins og þeytibrandur, fyrstur, ætlar ekki að missa af neinu.

Við mættum manni á göngu með herralausan hund, við reyndum að sjá hvað stæði á hálsbandinu hans hvutta, en vorum bæði með gömul augu og sáum lítið. Að lokum gat maðurinn glimt í eitthvað sem líktist símanúmeri. Hann tjáði mér þó að hann gæti ekki tekið hvutta heim, þar sem hann væri með tvo hunda heima sem myndu fara í trylli, eins og Lappi minn var í, á því andartaki. Það var svosem auðséð að hvutti ætti ekki að koma heim til mín. Það skildust leiðir og sem betur fer fylgdi hvutti eftir vænsta kostinum sem voru ekki Lappi og ég.

Við hittum hesta og fallegt útsýni og vorum bara sátt þegar við komum heim, með kisurnar eina eftir annarri í halarófunni.

Það var alveg frábær ferð til Malmö á föstudaginn með góðri myndlist og góðu fólki. Þeir myndlistarmenn som voru að sýna í Kunsthallen voru:
Doug Back, Canada,Ralf Baecker, Germany,Kerstin Ergenzinger, Germany, Serina Erfjord, Norway, Jessica Field, Canada,Voldemars Johansons, Latvia, Diane Morin, Canada, Kristoffer Myskja, Norway, Erik Olofsen, Netherlands,Bill Vorn, Canada

Ég kom frekar seint heim, en við höfðum það gott fjölskyldan um kvöldið.

Á laugardaginn vorum við bara, við dúlluðum okkur við hitt og þetta, við Gunni fórum í langan göngutúr með Lappa, sem var alveg yndislegt á meðan stóra barnið klæddi sig í hin skrítnustu föt fyrir kvöldið. Okkur var nefnilega boðið í matarklúbbinn með þeim sem við borðum svo oft með. Sól hlakkar alltaf alveg rosalega til að hitta þetta fólk, því ein hjónin eru foreldrar einnar bestu vinkonu Sólar._mg_3536.jpg
Kvöldið var einu orði sagt frábært, mikið talað og spáð í lífið og tilveruna.

Frægð og frami og karríer voru þó mest á vörum okkar. Ein hjónin eru bæði rithöfundar og voru að senda frá  sér handrit, nokkrum dögum áður. Við vorum sammála um það öll, að það að velja sér listabraut er engin sælubraut, en á einhvern hátt lífsnauðsynleg okkur sem vorum þarna um kvöldið.

Ég hlakka svolítið til á miðvikudaginn, þá ætlum við að hittast sem komum til sýna saman á Ísafirði í sumar. Það eru , Morten Tillitz, Ole Broager, Ráðhildur Ingadóttir og ég. Ég hlakka til þessarar ferðar og að vinna að þessari sýningu. Reikna með að byrja í janúar þegar jólagleðinni líkur.

_mg_3548_2.jpg

Ég ætla að ljúka þessari færslu með smá um eina mjög góða vinkonu mína. Stundum heldur maður að hún sé engill, en sem betur fer hefur hún líka þrjóskusvið í sér sem gerir hana mannlega og stundum óþolandi.
Hún heitir Bente. Bente á engin börn en góðan mann sem hún elskar mikið. Bente og maðurinn hennar áttu gamla kisu sem hafði flutt inn til þeirra fyrir mörgum árum og elskuðu þau þess kisu afar heitt. Í sumar dó blessuð kisan þeirra og það var mikil sorg á heimilinu hjá þeim. Eftir einhvern tíma ákváðu þau svo að fá sér aftur kisu og fóru á stúfana að skoða. Þau fóru á svona stað sem er með heimilislaus dýr og sáu þar þessa yndislegu kettlinga. Þeir voru fjórir og hver öðrum fallegri. Bente gat ekki fengið sig til að skilja kettlingana frá hver öðrum. _mg_3499.jpg

Hvað gerir maður þá.

Jú Bente ákveður að taka tvo kettlinga og platar svo mömmu sína sem er gömul kona til að taka tvo. Mamman er ekki alveg á þessu, en eins og ég sagði er Bente líka mjög þrjósk og fær talað mömmu sína til að taka tvo, með því skilyrði af ef mamman ekki magtar þetta þá taki Bente þá.

Það er nú svo að það er ekki auðvelt fyrir gamlar konur að vera með kettlinga upp um allar gardínur og borð svo að sjálfsögðu gafst gamla kona upp.

Bente spáði í að finna einhverja sem hún þekkti til að taka þessa tvo dásamlegu kettlinga, það voru þó nokkrir sem vildu það gjarnan, en Bente fannst leiðinlegt að skilja þá frá hver öðrum og ákvað að taka þá heim til sín.

Núna er líf og fjör hjá Bente og manninum hennar með fjóra sprellandi hálfstóra kettlinga. n1633923829_642.jpg
Hérna er mynd af þessum elskum og nokkrar aðrar sem ég tók nýlega.
Kærleikur til alls lífs


hver er hún tilfinningin sem heimsækir mig þessa dagana

foto_466.jpgKlukkan er sjö mínútur í átta og morgunútvarpið malar í bakgrunninum. Þeir tala við Stein Bagger sem er í L.A með marga marga peninga. En auðvitað er þetta bara einn annar útvarpamaður sem er að plata hlustendur, hann er í plötuskapi.

Ég er einhvernvegin svo glöð núna. Ég var glöð í gær, ég finn gleðina ennþá í maganum og hjartanu.

Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir mig glaða.

Ég er ekki ennþá búinn að pakka gjöfunum og senda til Íslands til minnar kæru fjölskyldu. Var að minna Sól á það áðan að við þyrftum að gera það í kvöld.

Ég er ekki búinn að setja skrautið upp. Það bara komin aðventukrans og rauð kerti  inn í húsið og jólaljós fyrir utan og að sjálfsögðu er herbergið hennar Sólar eins og ekta jólastofa.

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég gef börnunum mínum í jólagjöf. Var að spyrja Sól áðan hvort ég ætti að kaupa jólagjöf handa Gunna í dag, hún var alveg með ákveðna hugmynd sem erfitt verður að uppfylla: jólapeysu með blikkandi ljósum. Ég sagði nú að þetta væri ekki alveg praktískt þegar við værum ekki með svo mikið af peningum, að kaupa peysu sem bara er hægt að nota á jólunum. Hún benti mér nú á að það væri líka hægt að vera í henni við julefrokost. hummm

Ég er ekki glöð af því að húsið er hreint og fínt fyrir jólin, nei hér er allt einhversstaðar annarsstaðar en það á að vera, en svona geta nú hlutir fundið sér nýja og aðra og kannski betri staði, sem fara þeim betur og það borgar sig ekkert að vera að blanda sér í það.

Ekki er gleðin yfir því að ég hafi peninga inni á reikningnum mínum fyrir þessum tveim ferðum sem ég er að fara í eftir áramót. Sá áðan að það hafði verið tekið út fyrir hótelinu í London yfir 600 dollara. En svona er það, ef maður þarf, þá þarf maður.foto_468.jpg

Klukkan er núna fjórar mínútur yfir átta og ég finn ennþá gleðina í maganum, þó svo að ég telji allt upp sem er ekki í röð og reglu.

Ég er hvorki fræg, falleg eða rík, ég er bara ósköp venjuleg kona í sveit með fjölskylduna sína og dýrin sín, en þó finn ég lukku í maganum. Lukkan er ekki yfir neinu, en þó getur alveg verið að hún komi yfir því sem ég tel vera svo sjálfsagt í lífinu. Eitthvað sem ég tek ekki eftir og bara er þarna með sinn vilja og ég tek bara sem er sjálfsagt.

Ég varð glöð í gær yfir að ég kláraði tvær greinar sem ég var nokkuð ánægð með. Ég var líka glöð yfir fundinum í gær með hugleiðslugrúppunni  og Gordon. Yndisleg hugleiðsla , yndislegt efni sem við stúderuðum saman öll í samveru. En það er einhvernvegin ekki það sem gerir mig alveg svona glaða, held ég, því ég var líka svona glöð í gærdag.

Ég er líka að fara að hitta ástina mína, hana Sigyn á eftir í Kaupmannahöfn, ég er glöð yfir því, en þó held ég ekki að það sé það.

Þetta er svona róleg þægileg gleði sem lúrir eins og á yfirborðinu og er alveg að koma. Ég finn hana ólga smá núna þegar ég heyri Kim Larsen syngja jólalag um Jesú og afmælið hans.

Ósköp er þetta notalegt, hann liggur þarna svo fallega á gólfinu hann Lappi minn, öruggur um að ég sé ekki að fara neitt og að við tvö séum að vera saman í dag í þeim rólegheitum sem passar okkur svo vel

Ég verð eiginlega að fara með hann í göngutúr áður en ég fer í borgina.

Sennilega eru þetta jólin sem ég er með í maganum. Jólin eru í raun ekki um neitt utanað komandi en tilfinning sem er þar frá því ég var litla barnið og hlakkaði til að eiga jól og gleði með fjölskyldunni minni. Fá bækur sem yljuðu mér fram í janúar. Sögðu mér sögur um framandi heima og ævintýri.

Ég hef ekki alltaf haft þessa tilfinningu á þessum tíma, sennilega ekki frá því að ég var barn. Jólin hafa í mörg ár verið um annað en þessa jólatilfinningu sem ég finn núna. Í raun hafa jólin verið erfið á svo margan hátt. Sennilega hefur hugurinn verið fastari við efnið en við það andlega. Matur hefur verið það sem hefur tengt mig við jólin og fyrir nokkrum árum gott vín og góður matur, sem er í sjálfu sér í lagi en ekki þegar það er það sem jólin verða um. Ég held að þessi tilfinning núna sé á léttari plani en áður.

foto_467_746724.jpg

Gleðin við, að bara vera, án þess að fókusera á hvað á að borða, drekka og borða drekka. Núna veit ég að auðvitað kem ég til að borða og drekka vatn, en það er ekki það sem þessir dagar eru um.

Núna veit ég einhversstaðar inni í mér og yfir mér að Kærleiksorkan er meiri á þessum tíma svífandi og það er kannski hún sem ég finn og nýt að vera í þessa dagana. Kærleiksorkan sem allir eru að senda og hugsa til hvers annars.

Sennilega er það sú tilfinning sem er Jólin. Krists tilfinningin, já


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband