Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hver vil læra hugleiðslu !

Kæru vinkonur og vinir!

Ég er að þreifa fyrir mér með nýja hluti. Ég finn að nýir tímar eru á leiðinni hjá mér og fylgi ég þeirri tilfinningu eftir.

Ég hef margra ára reynslu í að hugeiða og það liggur einhvernvegin ljóst fyrir mér að sú leið er ein af þeim vegum sem mér ber að fara.

Ég hef mikinn áhuga á að kenna og hjálpa fólki að læra að hugleiða, sérstaklega þeim sem enga eða litla reynslu hafa, en finna löngun til að fara þessa leið til betra lífs.

Hugleiðsla er leið að betra lífi, það er eitthvað sem allir vita, en mín reynsla er sú að það er erfitt að finna stað til að fá hjálp til að byrja án þess að það sé svo fyrirferðamikið.

Mér dettur í hug að mögulegt sé að safna smá hópum saman 10 til 20 kannski færri eða fleiri!

Það væri hægt að hittast í heimahúsum eða annarsstaðar, ég er opinn fyrir öllu. Ég mun velja að kenna það sem hentar hverjum hóp. Sumir vilja hugleiða um Kærleikann, aðrir vilja fá samband við skabandi orku, aðrir vilja fá þögn í hugann. Ég get að sjálfsögðu ekki kennt allt þetta á einum degi en ég mun reyna að sinna þeirri þörf sem verður og byggja námskeiðið upp eftir því.

Flestir hafa þörf fyrir að læra sjálfsþekkingar hugleiðsluna "hver er ég". en þegar ég veit hvaða þörf er, þá mun ég vinna prógram.

Það sem ég þarf er í raun peningur fyrir farmiða til Íslands til að halda námskeið fyrir þá sem óska og gott væri ef það væri eitthvað meira í baukinn.

mér finnst þó mikilvægt að allir hafi möguleika á að koma og þess vegna er kannski betra að þetta sé stærri hópur eða nokkrir hópar svo ég geti haft þetta eins ódýrt og hægt er og jafnvel þeir sem engan pening hafa hafi samt möguleika á að koma.

Er þetta eitthvað sem þið mynduð hjálpa mér með, engin pressa en bón :o)
Látið mig endilega heyra hvað ykkur finnst um þetta, með hugmyndir að hvernig hægt væri að gera þetta eða annað.

Kærleikur til ykkar allra
Steina

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem mögulega hafa áhuga

Hafið samband við :steinunnhelga@gmail.com


Fyrirgefningin

_mg_7914.jpg

Hnútar í tilverunni geta verið óþægilegir ef maður ekki notar augnablik hér og þar til að leysa þá.

Það getur verið misjafnlega erfitt að leysa óþægindahnúta, vegna misjafna orsaka þeirra. Ég hef nokkra óþægindahnúta sem ég á eftir að leysa til að lífið fái að flæða án þess að þær tilfinninga blokkerinar sem myndast við þessa hnúta stoppi eðlilegt flæði  í lífinu.

Einn hnútur hefur þó verið erfiðari en margir aðrir, ekki allir aðrir, en margir.

Ekki það að þessi hnútur sé eitthvað verri en aðrir sem ég haf verið með til að hnýta um ævina, en vegna þess að ég veit ekki hvers vegna sá óþægindahnútur kom, gerir hann erfiðari fyrir mig að leysa.

Það gerðist bara einn daginn, eða yfir langan tíma, ég veit það ekki.

Ég hef aldrei fengið skýringu á því sem gerðist, svo það hefur ekki verið mögulegt fyrir mig að leysa þennan hnút, að ég hef haldið þar til nú.

En ég geri mér grein fyrir því núna eftir miklar vangaveltur í nokkurn tíma, að það þarf ekki tvo til að leysa hnút, ég get alveg gert það ein, án þess að báðir aðilar séu með í þeim ferli.

Ég vil segja ykkur frá aðdraganda þessa óþægindahnúts, eða svo vel sem ég nú get, því eins og ég skrifaði áður, þá veit ég ekki hvað gerðist.

Fyrir nokkrum árum, sennilega sirka 13 árum átti ég mjög nána vinkonu, sem ég var mikið með og þótti óskaplega vænt um. Við áttum margar góðar stundir og ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið með neinum eins og henni. Við höfðum sama húmor og margt annað gerði það að við náðum  svo vel saman.

Við eignuðumst börn á sama tíma, sem hefði getað  verið til að færa okkur nær hvor annarri, en þetta eitthvað gerðist!

Við fórum til Þýskalands saman með börnin okkar, við tvær og litlu börnin okkar, með lest, kerrur og bakpoka. Við vorum saman eina helgi ásamt öðru fólki, og það var gaman. En þetta eitthvað gerðist, sem ég aldrei hef fengið skýringu á!

Á leiðinni heim frá Þýskalandi sagði hún ekki orð við mig.

Hún hringdi í mig nokkrum dögum seinna og bað mig að senda til hennar bók sem ég hafði lánað hjá henni.

Eitthvað gerðist sem ég fékk aldrei skýringu á og hún vinkona mín hvarf !

Eftir sat þessi hnútur í maganum sem var svo óþægilegur í mörg ár.

Ef ég hugsaði til hennar fann ég hnútinn í maganum og óþægindi yfir því að ekki vita.

Sagði ég eitthvað vitlaust, særði ég hana, var ég heimsk og allar þær hugsanir sem manni dettur í hug komu í hugann aftur og aftur til að skilja orsök.

Það var erfitt fyrir mig að útskýra fyrir öðrum sem þekktu okkur, hvað hafði gerst, því ég hreinlega vissi það ekki.

Ég reyndi í langan, langan tíma að skilja hvernig þessi hlutur sem ég hlýt að hafa sagt eða gert, gat verið svo alvarlegur að hún valdi að loka á vinskap okkar, í staðin fyrir að reyna að ræða það sem gerðist og finna leið til að halda vinskapnum áfram.

En þetta var sú leið sem hún valdi og þar af leiðandi hlýtur það sem ég gerði eða sagði að hafa verið stórt og ósættanlegt. 

Þessi hnútur nagaði mig og minnti á sig alltaf af og til í öll þessi ár, sennilega vegna þess að mér fannst ég of vanmáttug til að leysa hann ein, fannst við þurfa að gera það tvær.

Fyrir  nokkrum vikum, sá ég að hún var á facebook og ég ákvað að athuga hvort hún vildi tengjast aftur og ég addaði henni.

En hún hafði ekki fyrirgefið mér.

Mér leið ekki vel í nokkra daga og hugsaði mikið um hvernig ég gæti leyst þennan óþægindahnút svo ég gæti sleppt þessu .

Eftir einhvern tíma þar sem þetta hafði legið á huga mínum, gerði ég mér svo grein fyrir að hnúturinn í mér er eingöngu minn hnútur og hefur í raun ekkert með hana að gera.

Ég ein get gert eitthvað í þessum hnút !

Hún valdi að hverfa úr lífi mínu án útskýringar á því hvers vegna og það var hennar val !

Ef það val hefur verið með til að byggja upp óöryggi, reiði, særindi, vanmátt og fullt af öðrum tilfinningum í mér, eru það eingöngu mínar tilfinningar mitt vandamál sem hafa í raun ekkert með hana að gera og eingöngu ég verð að taka ábyrgð á.

Ég saknaði hennar, en allar hinar tilfinningarnar voru neikvæðar sem ég ein hef ábyrgð á og ég ein get losað í burtu úr mér.

Þannig að í raun allt ósköp einfalt og það er FYRIRGEFNING.

Ég þarf bara að fyrirgefa og sleppa. Hún þarf ekkert að vera með í því. Hún þarf ekki að fyrirgefa mér, en ég vil fyrirgefa henni.

Hennar reiði til mín, er hennar ábyrgð og mín sorg og reiði til hennar er mín ábyrgð.

Núna er hnúturinn farinn, það þarf svo lítið til !

Við erum svo oft upptekinn af því hvað aðrir gera og segja í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Erum reið við allt og alla og notum ótrúlegan tíma í þess háttar neikvæðni.  En þetta er val hvers og eins. Sumir velja að nota tímann í reiði út í heiminn, en það er þeirra mál. Það að ég hafi notað 13 ár í að halda þessum tilfinningum opnum í mér, er mitt mál og mitt að gera eitthvað við.

Þetta er í raun er svo auðvelt allt saman!

Það þarf að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera ekki fullkomin, að segja stundum hluti sem ekki eru góðir og gera vitleysur, bara það að vera manneskja. Um leið og við getum fyrirgefið sjálfum okkur, getum við fyrirgefið öðrum.  Ég er tilbúinn að fyrirgefa sjálfri mér, hvað svo sem ég hef gert eða sagt sem varð þess valdandi að hún hvarf.  Ég er líka tilbúinn að fyrirgefa henni að hafa verið svo reið út í mig að fyrir hana var þetta eina lausnin!

Núna er þessi hnútur farinn, og það er léttir, þar til ég finn annan óþægindahnút til að leysa.

Munurinn er núna sá að ég veit að ég get gert þetta ein, án hins aðilans. Ég þarf bara að fyrirgefa mér, ég er ekki fullkominn, en ég er eins fullkominn og ég get verið hér og nú. Ég eins og allir aðrir geri alltaf það besta sem ég get, þannig er það bara !

Þeir árekstrar sem ég lendi í á lífsleiðinni eru með til að gera mig að betri manneskju ef ég vel að læra eitthvað á því og ef ég vel fyrirgefninguna og Kærleikann fram yfir reiðina og hatrið.


Margir hafa beðið um hugleiðsu, hérna kemur mjög einföld morgunhugsun


önnur tilraun á samtali við heiminn !


Það liggur ótti yfir mannkyninu

img_0218.jpgÉg á fullt í fangi með að halda gleðinni á lofti þessa dagana, en ég geri allt sem ég get til að sjá það jákvæði í því sem gerist í kringum mig.  Síðustu vikur hafa verið erfiðar, á öllum vígstöðvum.

 Ég upplifi eins og það sé ráðist að mér frá öllum áttum !

Ennn ég gerði páskaskreytingu í dag sem situr fallega hérna á borðinu hjá mér og gleður augað,, Múminn minn liggur við hliðina á mér og passar upp að allt sé eins og það á að vera og ég  ákvað að blogga um gleðina, og hlakka ég líka til að sjá mynd í sjónvarpinu í kvöld sem heitir “menn sem hata konur “ sem sagt margt að gleðjast yfir.

Sólin skín, það er notalegt að hlusta á útvarpið í bakrunninum, Gunni sýslar með fræin sem hann setur vandfærnilega eitt og eitt í einu í fallega brúna mold.

Sigyn og Albert og blessuð börn  Lilja og Aron, eru búinn að fá fína íbúð inni í Kaupmannahöfn, eftir mikil erfiði undanfarið.

Lífið heldur áfram, einn dag í einu, með því sem fylgir, gleði, gleði, gleði og allt  fer eftir því hvernig ég tek því sem fyrir ber.

Ég finn að það er svo auðvelt að verða óttanum að bráð, svona höfum við það sennilega mörg.

Óttinn heldur manni föngnum, þannig að ómögulegt er að sjá út yfir hann.

Hvernig getum við hver fyrir sig komist í gegnum hann og sjálf valið hvaða tilfinning er allsráðandi hverju sinni?

Eru það ekki hvers og eins réttindi að bjóða inn þeirri tilfinningu sem passar hverju sinni?

Er ein tilfinning ekki meira velkomin en önnur, eða eru kannski allar tilfinningar  velkomnar, og þær fá það pláss sem þær velja.

Eða höfum við ekkert um það að segja og erum kannski bara þrælar þeirra tilfinninga sem halda okkur til baka á móti því sem er gott fyrir okkur. Loka fyrir það að við getum séð fyrir endann á henni og þar af leiðandi sitjum föst og þorum hvorki afturábak eða áfram. img_0217.jpg

Ef við bara gætum séð glimt af því sem bíður okkur, gæti það gert að við slöppuðum aðeins af og létum flæða með straumnum, í staðinn fyrir að róa og róa á móti straumnum sem gerir hverja upplifum margfalt erfiðari en ella.

Ég geri mér grein fyrir þessum hlutum þegar mér líður vel og er í jafnvægi, þá get ég oftast sagt viturlega hluti, eins og orka fylgir hugsun, þar að segja það sem þú hugsar gerist, eða allt það erfiða sem við lifum, er það besta sem fyrir okkur getur gerst, það er með til að þroska okkur og hjálpa, einnig segi ég oft, sá sem er versti óvinur þinn, er þinn besti vinur, hann hjálpar þér í þroska og og og svona get ég lengi haldið áfram.

Það sem ég stundum gæti hugsað mér er að geta lifað og vitað og skilið þetta á meðan á átökunum stendur ! Það er sko ekki alltaf auðvelt, ég heyri það í höfðinu á mér, en kemst ekki út þeim hugsunum sem keyra rúnt í höfðinu á mér aftur og aftur og halda mér fanginni í óttatilfinningunni !

En í dag, þegar tilfinningin var að taka yfirráðin, ákvað ég í bílnum á mótorveginum, að þetta vildi ég ekki.

Ég setti sólgleraugun upp, hækkaði á útvarpinu, söng hástöfum með Kim Larsen, fór í búð keypti páskaskraut og páskaliljur, kom heim, gerði skreytingu og ákvað að blogga um gleðina.

Gleðin er þarna alltaf, hvernig sem okkur líður við getum kallað á hana og beðið hana að koma.

Gleðin getur verið í formi minningar sem við höfum, eitthvað gott sem við getum ákveðið að hugsa um sem við vitum að gerir okkur glöð. Þetta er að sjálfsögðu æfing, en er hægt, mér tókst það í dag og núna ætla ég að fara inn á vinnustofuna mína og muna að það er bara ég sem hef ábyrgð á því hvernig mér líður, allt sem gerist í kringum mig eru atburðir sem ekki “þurfa” að breyta neinu fyrir mig, ég vel í dag að láta gleðina ráða ríkjum hvað sem gerist í dag og á morgun og ef mér tekst þetta í dag eru meiri líkur á að mér takist þetta líka á morgun.

Orka fylgir hugsun, það er rétt og ef ég hugsa jákvætt gerist jákvætt en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir hvað er það besta fyrir okkur! Stundum þurfum við að sleppa gömlu, til að það sé pláss fyrir eitthvað nýtt, það ber að hafa í huga.

Gleðilega páska elsku fólk

img_0221.jpg


betrumbætt minnig með hjálp hins innra

_mg_4841.jpgVið vorum þarna í herberginu ég og hún. Við heyrðum að hann kom að dyrunum og reyndi að opna hurðina. Við höfðum læst hurðinni. Við kúrðum okkur hver að annarri og sáum hræðsluna í augum hinnar. Óttinn færði okkur inn í skáp og geymdi okkur þar, þar til hann gafst upp og fór í rúm konunnar sinnar.

Við læddumst að glugganum og hjálpuðum hver annarri út um gluggann. Það var ekki erfitt að komast út, því glugginn var á jarðhæð og það var eiginlega bara auðvelt, við hefðum átt að gera það miklu fyrr um kvöldið hugsaði ég með mér

Það var sumarnótt og þess vegna var bjart úti og fuglarnir sungu í nætursumarsólinni.

Við héldumst í hendur og hlupum eins og fæturnir gátu borið okkur út í hellir. Í hellinum voru fjárhús sem ég vissi að geymdi hið raunverulega líf þegar ég þurftir á að halda eins og núna. Við náðum að súrheysturninum, móðar og másandi, settumst aðeins niður til að kasta mæðinni.

Ég elska lykt af súrheyi og andaði því að mér með lokuð augun og reyndi kannski líka að gleyma hljóðinu af hurðarhnúanum sem snerist til að komast inn.

Nú vildi hún halda áfram og sagði mér það án orða. Við stóðum upp og gengum dýpra inn í hellirinn. Við gengum þar sem við bara við vissum að hægt væri að ganga inn. Það var ekki svo sýnilegt en þegar maður vissi það eins og við gerðum, þá var það sýnilegt. Þetta var leynistaðurinn okkar, staður sem við földum okkur þegar við urðum hræddar.

Í fyrstu var bara dimmt þarna inni, en augun vöndust dimmunni og þá var auðvelt að fylgja stígnum upp tröppurnar til hennar sem ég vissi að alltaf var þar fyrir mig, þegar ég þurfti þess með.

Hún sat þarna svo góðleg og brosti til okkar þegar hún sá að við komum og að við vorum hræddar og vissum ekki hvert skildi haldið og hvað væri best að gera.

Við lögðumst á heyið sem var við fætur hennar, ég með hönd undir kinn, hin á bakið með báðar hendurnar eins og púða undir höfuðið sitt.

Við sögðum ekkert í dágóða stund en hugsuðum hver sitt. Ég sá að hin lokaði augunum og andardráttur hennar var reglulegur eins og þegar er sofið er.

Hún svaf.

Ég leit upp á konuna og spurði : hvað gerum við núna, við getum ekki bara verið hérna alla tíð, eða hvað ?

Hún brosti til mín og sagði: vinur minn í fortíðinni, framtíðinni og nútíðinni. það sem gerðist í kvöld var veganesti fyrir þig, hana og hann sem stóð við dyrnar. Þessi reynsla á eftir að gefa þér skilning á því sem þú mætir á ferð þinni um lífið.

Ég varð eiginlega hálf hissa á þessu svari, því ég átti sennilega von á einhverju öðru svari.

Ég: en við getum ekki bara látið eins og ekkert hafi gerst, farið til baka á bæinn og bara haldið áfram vistinni.

Hún: Þið hafið alltaf val, hvað passar ykkur best á hverjum tíma, en það val sem þið takið verður að vera skoðað út frá stærra samhengi.

Hvað er best fyrir heildina. Hvað er best fyrir allt, en ekki bara einn.

Ég varð hugsi og var ekki alveg viss um að ég skildi það sem hún sagði. Ég var hugsi í langan tíma.

Best fyrir heildina, meinar hún alla á bænum, alla fjölskylduna okkar með, eða alla í heiminum ?

Ef hún meinti alla í heiminum, hvernig var mögulegt að það sem við ákváðum að gera, hérna á miðjum sandi, hefði áhrif á fleiri en okkur, sem við komu.

Hún brosti til mín og sagði, er erfitt að skilja þetta ?

Ég kinkaði kolli.

Hún sagði mér að loka augunum og fara með henni í smá ferð sem hún vildi sýna mér.  

Hún tók mig í höndina og ég fann eins og allur líkaminn væri í appelsínbaði. Ég var dofin um allt í hinu ytra, en skörp í huganum. Það var eins og ég flygi inn í annan heim.

Skyndilega vorum við yfir bóndabænum og áður en ég gat hugsað eitt orð vorum við á svefnherbergisgólfinu hjá bóndanum. Hann svaf eins og lítið barn við hliðina á konunni sinni sem var miklu yngri.

Hann var gamall fannst mér, en ekki eins óhuggulegur og mér hafði fundist hann þegar ég var inni í læstu herberginu og hurðarhúninn hreyfðist.

Það var skrítið að standa þarna og sjá hann svona varnarlausann, ég sá líka meira sem gerði mig undrandi: það var eins og ég sæi lífi hans bregða fyrir. Ég sá þetta eins og bíómynd renna fyrir augunum mínum.

Ég sá  hann sem barn með öðrum börnum, ég sá hann í gleði, ég sá hann í sorg, ég sá hann með öðrum, ég sá hann sem hluta af öðrum. Ég sá foreldra hans, bræður og systur. Ég sá hann sem ungan mann, með framtíðardrauma, ég sá hann elska og vera elskaður, ég sá hann með börnunum sínum, í faðmi konu sinnar, ég sá líka brostna drauma, sorg, erfiði. Ég sá manneskju sem var eins og allar manneskjur, með allar tilfinningar og allar þrár , með alla græðgi, með alla fíkn, með alla gleði og aðrar manneskjur.

Allt í einu var eins og ég fengi meiri pressu af appelsínusafanum. Ég kom eins og dýpra inn í þessa mynd sem ég hafði séð. Ég sá bak við bíómyndina. Ég sá tengingu frá honum til mín, ég sá okkur eins og í einu Ljósi.

Ég sá hvernig þessi lífsreynsla færði mér aukin skilning á hræðslu barnsins við hinn fullorða, ég skildi óttann, ég skildi, því ég hafði upplifað. Ég sá eitthvað svo skrítið, ég sá eins og þakklæti frá mér til reynslunnar sem ég sá að kæmi til með að hjálpa mér á Lífsleiðinni. Ég sá og skildi á sama andartakinu það sem hún hafði sagt. Ég fann í þessu draumaástandi að ég bar engan ótta, ekkert var að óttast, ég bar enga reiði, það var ekkert að reiðast yfir, ég bar skilning sem ég hafði ekki haft áður og í gegnum huga minn kom hugsunin: vonandi hef ég þennan skilning þegar ég kem til baka.

Ég sá líka að það sem þú gerir öðrum, gerir þú mér, ég er þú !

Ég naut tilfinningarinnar, ég vildi ekki til baka. Það var eins og ég væri í að skilja allt.

Ég fann að ég sveif eins og á skýi sem allt í einu fer að hristast og skjálfa og ég dett af skýinu og ég heyri hrópað, vaknaðu Steina við þurfum að fara til baka.

Ég leit upp alveg undrandi á Rósu og gerði mér þá grein fyrir að ég var komin til baka í líkamann minn. Ég lá svolitla stund og safnaði hugsunum mínum saman til að reyna að halda í eins mikið og mér var mögulegt af því sem ég hafði fengið að skilningi.

_mg_7758.jpg

 

 


Þegar allt verður eitt

_mg_7386.jpgMig langar að segja ykkur frá konu sem ég þekki, og kannski þekki ekki, ég veit það ekki. En þessi kona breytti öllu hjá mér og opnaði fyrir mér nýjan heim sem alltaf hefur verið þarna, en ég vissi það bara ekki.

En ég hef hitt hana mörgum sinnum frá því ég sá hana sem barn.Við höfum setið saman löngum stundum og hún hefur sagt mér sögu sína mína, þína og allra.

Kannski er þetta ekki bara um þessa konu, en um það hvað þessi kona færði mér og hvað hún var og er fyrir mig og þig.

Hún sagðist heita Steinunn, en hefur  þó heitið svo margt síðan og áður. Enda eru nöfn ekki svo mikilvæg, þau eru bara svo við getum kallað hvert annað eitthvað, ekki bara: heyrðu, þú þarna. Þá er betra að kalla: heyrðu Steinunn, og ef það eru margar Steinunnar þá vitum við að það eru ólík eftirnöfn. Það fer allt eftir því hvar þú ert fæddur, á Íslandi höfum við eftirnafn föður okkar. Eins og Steinunn sagði mér að hún hafi átt föður sem hét Sigurður og þess vegna getum við kallað : heyrðu Steinunn Sigurðardóttir. Í Skandinavíu eru fjölskyldueftirnöfn Jensen og Olsen og Carlsen og þess háttar, en það er nú ekki það sem ég ætlað að segja ykkur

Ég hitti hana fyrst þegar ég var 12 ára, þá sat ég á steini niður á strönd í heimabænum mínum. Ég sat og hlustaði á öldurnar og hugsaði um allt það sem liggur á hafsbotninum og alla fiskana, hákarlana og hvalina sem eru þarna og ég sá ekki, hvort þeir væru að kíkja á mig í laumi og spá í hver ég væri.

Mér fannst svo undarlegt með þennan hafheim sem var mér algjörlega ósýnilegur en ég vissi samt að væri fullur af lífi. Það var eins og þarna lægi önnur vídd sem flestum var ósýnileg en með sérstökum hætti gátu þó sumar skoðað og ferðast um í þessum heimi undirdjúpanna.

En hvað um það, þarna kemur kona gangandi í grænum sumarkjól og með stráhatt. Hún hefur dökkt hár og græn augu.  Hún passaði engan veginn inn í þá mynd sem ég var vön að sjá á þessu svæði En var þó svo lifandi sem ég sjálf, sitjandi á þessum steini með máfagarg og öldugang í eyrunum.

Hún kom gangandi hægum skrefum og ég sá að hún horfði beint  á mig og brosti. Það var eins og hún þekkti mig, og að hún gerði ráð fyrir að ég þekkti hana líka. Ég brosti á móti og hugsaði um hversu falleg hún væri og hvað hún væri skrítin í þessu umhverfi og á þessum tíma og ég hugsaði líka, hver hún væri eiginlega.

Hún kom til mín og settist við hliðina á mér og við sátum lengi á steininum án þess að segja neitt. Við horfðum bara út á hafið og hugsuðum hver sitt, eða ég veit ekki hvort hún hugsað neitt, en ég hugsaði og hugsaði um hvað hún væri að gera og hvað ég ætti að segja við þessa fallegu konu sem hafði ferðast í tíma og rúmi og  sem sat með hattinn sinn á milli handanna og rúllaði honum einhvernvegin á milli fingranna á fínlegan og fallegan hátt eins og hefðarkona.

Ég leit á hana og sagði: halló, hver ert þú ?

Hún leit á mig og brosti og sagði : ég heiti Steinunn.

Ég: hvað ertu að gera hérna?

Hún: ég er að hitta þig .

Ég þagði lengi og vissi ekki hvað ég átti að segja, hitta mig hugsaði ég. Hvað vill hún mér ?

Ég: af hverju?

Hún: mig langar segja þér svolítið.

Ég: hvað ?

Hún: um mig og þig og allt annað.

Nú, sagði ég og það var löng þögn. Við sátum dágóða stund og sögðum ekki neitt en horfðum bara út á öldurnar.

Svo sagði hún : þú ert núna orðin 12 ára og ég hef beðið þessarar stundar lengi lengi. Nú vil ég fylgja þér og hjálpa þar til þú getur staðið ein og gert það sem þér er ætlað.

Þetta var skrítið, hvað skildi mér vera ætlað, og hvers vegna kom hún, kona sem ég þekkti ekki og vildi hjálpa mér, hvernig vissi hún að ég var hérna þegar mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni og ég hafði heldur ekki sagt systur minni eða vinkonum mínum hvert ég fór. Ég fór bara frá öllu til að vera ein með sjálfri mér og ekki verða trufluð af neinum.

Þetta var leynistaðurinn minn sem engin vissi um. Hvernig vissi hún hvar ég var?

Þetta var skrítið og ég hugsaði þetta í dágóða stund. Þegar ég leit upp af hugsunum mínum var hún horfin

Ég rölti heim og reyndi að skilja þetta. Allt í einu var hún þarna og allt í einu ekki. Hvert fór hún á meðan ég var að hugsa. Gekk hún í burtu eða hafði hún vængi sem ég tók ekki eftir og flaug í burtu yfir hafið og þangað sem hún átti heima, eða beittist hún í hafmey og kastaði sér í öldurnar þegar ég var ekki að horfa. Þetta var allt voða undarlegt.

Það leið tími, ekki langur kannski nokkrar vikur. Ég var búinn í sumarfríinu mínu í skólanum og við vinirnir hittumst eftir sumarfríið þar sem allir höfðu verið einhversstaðar, í sveit, í útlöndum eða þangað sem fólk nú fer í fríunum sínum. Nema við höfðum verið heima þetta sumar eins og önnur sumur áður.

Það var sem sagt haust og lífið var hjá sumum gott. Við krakkarnir lékum okkur eftir skólann í allavega leikjum. Fallin spýtan, hverfa fyrir horn og feluleiki. Það var gott að vera aftur með vinum mínum, eftir aðskilnað sumarsins.

En eitt var ekki gott, því haustið er ekki gott fyrir alla í mínum bæ. Á haustin koma kindurnar af fjöllum þar sem þær hafa lifað í sæld allt sumarið og borðað gras og kannski fjallagras, hver veit. En á haustin þá er stór hluti af þeim slátrað. Það er erfitt, það hefur alltaf verið erfiður tími fyrir mig. Það er ekki erfitt fyrir alla því á þessum tíma flæddi jafn mikið af peningum inn í bæinn og blóð sem flæddi um gólf sláturhússins. Ég fann alltaf þessa blóðlykt liggja yfir bænum og heyrði angistarvein kindanna. Hræðsluvein sem skar sig inn í merg og bein. Það var sama þó ég lægi í rúminu mínu með alla koddana fyrir eyrunum ég heyrði hræðsluna eins og innan frá.

Ég sat á staðnum mínum, leynistaðnum mínum og reyndi að hugsa um eitthvað allt annað en það sem var að gerast í bænum mínum. Ég reyndi að heyra ekki eða finna hræðsluna sem lá yfir öllu, bæði fyrir utan mig og innan. Það var eins og ég væri hluti af hræðslunni, svo mögnuð var hún.

Allt í einu situr Steinunn við hliðina á mér, eins skyndilega og hún hvarf síðast.

Steinunn: ég veit að þetta er erfiður tími.

Ég: ég get ekki lokað þessi hljóð úti !

Steinunn: ég get hjálpað þér og ég get líka hjálpað þér að hjálpa þeim.

Ég leit á hana og skildi ekki alveg hvað hún var að meina, hjálpa mér að hjálpa þeim, það hlaut að vera ómögulegt. En ég var til í hvað sem var og kinkaði kolli.

Steinunn: Lokaðu augunum og hreinsaðu hugann þinn fyrir öllum hugsunum. Notaðu þann tíma sem þú þarft til að ná þeirri ró.

Ég lokaði augunum og hugsanirnar flugu fram og til baka upp og niður og það var ómögulegt að reyna að stoppa þær. Svo hugsaði ég lika um að hætta að hugsa, það hlaut að vera hugsun líka.

Ég opnaði augun og leit á Steinunni: Ég get ekki hætt að hugsa, og þegar ég reyni að hætta að hugsa þá fer ég að hugsa um það að hætta að hugsa.

Steinunn brosti til mín, lagði vísifingur á ennið á mér og ég fann ró streyma í gegnum mig. Ró sem ég hafði aldrei upplifað áður, það var eins og það suðaði yfir höf'inu á mér, eða kannski eins og ég lægi í gosbaði, ég veit ekki alveg hvernig á að útskýra það.

Langt í burtu heyri ég rödd Steinunnar segja:

Sjáðu í þínu innra, kindurnar sem eru þjakaðar af hræðslu, fylgstu með þeim og settu allan þinn viljakraft í þessa mynd. Sjáðu nú að það sem áður voru kindur í líkamlegu formi eru nú  lifandi Ljós.

Lifandi Ljós sem er í tengslum við þig og hver aðra. Fyrir ofan þetta lifandi Ljós sérðu stærra Ljós sem með gullnum þráðum er tengdur Ljósinu í hverri kind. Festu myndina í hugann, haltu myndinni stöðugri í huganum.

Nú þegar myndin er orðin stöðug, einbeittu þér  þá að því að hafa samband við stóra ljósið fyrir ofan kindurnar. Settu allan þinn vilja og allan þinn kærleika til kindanna í þennan straum, sem er straumur af orku sem myndar samband við þessa æðri veru.

Það sem þú nú sérð og ert í beinu sambandi við núna er stór Diva/Engill, sem er Engill fyrir kindur, sem er samansafn af öllum lífum hjá öllum kindum. Þessi engill er sá sem tengir allar kindur á Íslandi saman eins og eina lifandi veru, sem eru hluti hvert af öðru eins og þú hefur þína sál hafa allar þessar kindur sömu sál sem við getum kallað hópsál, sem tengja þau saman sem eitt. Það að þessar kindur hérna í bænum þjást, hefur áhrif á allar kindur.

Einn sársauki.

Ein þjáning.

Eitt líf.

 Sendu þakklæti og blessun fyrir þá fórn sem þessar kindur eru að fara í gegnum svo við mannfólkið á Íslandi getum nært okkur á í komandi tíð. Sendu Ljós og Kærleika sem þú sérð streyma í gegnum þig og til þessarar Guðdómlegu veru.

Sjáðu svo Ljósið streyma frá Þessari Guðdómlegu veru inn í allar kindur sem eru á leið frá einu tilverustigi til annars. Fórn sem þær gefa okkur svo við getum nært líkama okkar.

Sjáðu í þínu innra, að Ljósið fyllir vitund þeirra og yfir þær færist ró sem gerir ferðalag þeirra auðveldara. Þar sem glimt af skilningi snertir skilning þeirra á því ferli sem er að gerast.

Sjáðu í þínu innra að þeir sem framkvæma verkið fái Ljós og Kærleika sem er með til að gefa þeim opnari vitund fyrir þeirri fórn sem þeim er færð af þeim kindum sem fara á milli handa þeirra.

Sjáðu þær manneskjur sem vinna verkið og handfjalta það sem eftir er, sýna skilning og þakklæti fyrir lífinu og með því sendir Kærleiksorku í þann mat sem kemur til með að næra okkur í nánustu framtíð.

Um leið og hún talaði eins og langt í burtu, gerðist allt það sem hún sagði eins og að sjálfu sér.

Það var eins raunverulegt eins og það að sitja á leyndarmálasteininum.

Ég fann að ég hægt og rólega kom til baka í það líf sem ég vanalega var í.

Ég opnaði augun og horfði fram fyrir mig á öldurnar og langaði eiginlega ekki að segja neitt.

Ég var ein, og það var gott.

Ég þurfti að vera ein með þær hugsanir sem komu.

Ég skildi ekki allt sem hafði gerst, en það gerðist eitthvað sem breytti öllu.

22070176_m.jpg

 

 

 


hugurinn flytur fjöll eða grefur gröf, þitt er valið

_mg_5242.jpgSvona getur það nú verið, maður kemur og maður fer. Ég er hérna smá stund, svo koma aðrir tímar með annan fókus sem þarf að sinna.

Það eru mikil átök allsstaðar þar sem ég tala við fólk, en það sem er gott við það er að þá koma aðrar hugsanir inn í meðvitundina, hugsanir sem engin getur tekið frá þeim sem hugsar, það koma líka draumar, draumar sem engin getur tekið frá þeim sem dreymir.

Draumar geta verið sterkur kraftur, bæði jákvæður kraftur og líka neikvæður. Munurinn liggur í því sem liggur á bak við drauminn. Hvaða hugsun er á bak við drauminn, er eitthvað sem við öll ættum að skoða sem látum okkur dreyma,. Hvaðan kemur draumurinn og hverjum er hann ætlaður. Er draumurinn góður fyrir einn eða fyrir heildina. Við erum þar sem mannkyn, að við ættum að láta okkur það varða hvaða áhrif draumar okkar og hugsanir hafa, á okkar líf og annarra.

Orka fylgir hugsun. Hugsun, eða draumar eru eitthvað sem getur haft áhrif á bæði okkar líf og annarra. Við þurfum að vanda okkur í þeim hugsunum og draumum sem við leyfum koma upp á yfirborðið. Það er hægt, en það krefst meðvitraðar æfingar. Það felst í því að skoða þá hugsun sem kemur, sem annar, sá sem hlustar. Hugsunin/draumurinn kemur upp, við skoðum hana, reynum að finna hvaðan hún kemur og hvað hún vill, þá meina ég virkilega að einbeita sér að henni og reyna að skilja hver innsti tilgangur hennar er.

Það er alltaf tilgangur! Einn tilgangurinn getur verið að hugsunin vil bara hugsast ! Þar á ég við að við erum með fullt að hugsunum sem koma aftur og aftur og vilja bara hugsast. Þessar hugsanir eru einskonar vanahugsanir sem trufla skýra hugsun. Þessar hugsanir eru til trafala og gott er ef við reynum að róa þær, fá þær í burtu. Þær koma aftur og aftur, vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir að við erum ekki þessar hugsanir, við höfum þær bara og við getum stjórnað þeim, en ekki láta þær stjórna okkur. Best er að byrja á að þjálfa sig á því að stjórna þessum hugsunum og senda þær upp í Ljósið. Það er mikilvægt að muna að við höfum þessar hugsanir, við erum þær ekki.

Aðrar hugsanir, eins og  til dæmis hræðsla sem margir þjást af nú til dags.

Hvaðan kemur hræðsluhugsunin, hvað erum við hrædd við ?

Mín upplifun er sú að hræðslan kemur frá undirmeðvitundinni sem alltaf vil okkur vel, en er okkur líka oft til trafala.

Það þarf að róa undirmeðvitundina, og vinna með henni. Við getum talað við undirmeðvitundina, við getum valið að vinna með henni en ekki á móti henni. Undirmeðvitundinn er öll sú reynsla sem við höfum frá þessu lífi og fyrri lífum. Þarna er mikla visku að fá sem getur hjálpað okkur mikið í öllu sem við gerum. En undirmeðvitundinn  býr ekki bara yfir visku, hún man líka allt það hræðilega, erfiða og sorglega sem við höfum upplifað í öllum þeim lífum sem við höfum haft og að sjálfsögðu vil hún verja okkur fyrir þess slags áföllum.

Verum meira meðvituð í sambandi við undirmeðvitundina, það gerir allt auðveldara, verum meira meðvituð um þær hugsanir sem við hugsum, þær hugsanir sem við sendum út í heiminn, þær hafa áhrif, þær senda frá sér  það sem er hugsað og ef um slæmar hugsanir er að ræða, sem er sennilega 8o prósent af þeim hugsunum sem eru sendar út, þá er ekki svo skrítið að heimurinn sé eins og hann er í dag, eða hvað.  Góðar jákvæðar gleðihugsanir hafa líka áhrif, það eru þær hugsanir sem er svo mikil þörf á í heiminum og þar getum við öll lagt eitthvað af mörkunum.

Verum meðvituð um að senda góðar hugsanir út reglulega, þær safnast svo saman og hafa áhrif á framvindu mála í heiminum, sjáið bara til …….

Set hérna inn sjálfsþekkingarhugleiðslu fyrir þá sem vilja


Reiðulínan og pjátursstelpan mætast í syntese

 _mg_7750.jpg

Já, það er tími til komin að fara að sinna blogginu aftur. Öll sú hugsun hefur legið í dvala í sumar, þar sem ég hef verið á ferðinni í allt sumar, á milli þess sem ég hef unnið.

Ég fór til Íslands með sýningu eins og sést á fyrra bloggi og svo vorum Sól, Dimmalimm og ég í sumarhúsi við Límfjörðin sem var fallegt og yndislegt. Set myndir inn frá þeirri ferð.

Margt gott hefur gerst, en samt er lífið ekkert auðveldara en oft áður. Margt er í óvissu með lífið okkar hérna í kotinu, en margt er mikið öruggt.  Það er öruggt að ég sit hérna og nýt stundarinnar ein heima með öllum dýrunum mínum, það er öruggt að ég heyri í fuglunum úti í garði og það er öruggt að ég fæ mér hádegismat sem ég hef planlagt að verði góður._mg_7843.jpg

Það sem ég get ekki stjórnað, er óöruggt, en það sem ég get stjórnað er oftast öruggt. Eitt er það sem ég get stjórnað og hef nú stjórnað með öllum þeim kærleika sem ég hef í mér, er hvað ég bíð líkama mínum upp á. Núna í tæpt ár hefur hann fengið valið fæði sem passar honum vel til að fá á sig fallegt og heilsusamt form. Kroppurinn hefur misst um 30 kíló og okkur báðum líður vel með það. Við njótum nú betur samvista og gerum hitt og þetta okkur til gamans sem annar hluti af mér hefur átt erfitt með að sætta sig við, fundist það sóun á tíma og bölvaður hégómi. Þessi hluti af mér er oft ansi stífur og vill helst nota tímann í skynsamlega hluti sem kemur flestum að gagni. Þessi hluti hefur ráðið miklu undanfarin ár, en hefur fengið minna pláss núna á meðan ég leifi kvenlega hlutanum (femenin) að koma fram og sína sig smá sem í raun verður meira og meira.

Þetta krefur stundum rökræðna á milli allra hluta, en við erum nú komin á þá skoðun að allir eiga rétt á að fá pláss, og allir eru mikilvægir til að allt fari á besta veg og “ég” verði heil.

Kvenlega hliðin, elskar að skoða föt, og velta fyrir sér hvað passi vel saman, prufa föt í búðum og máta hitt og þetta saman. Pælingar um hárið og snyrtivörur eru komnar á borðið en er kannski ansi fálmandi. En allir þurfa að byrja einhversstaðar og æfa sig að á því sem nýtt er.

_mg_7922.jpg

Henni ströngu litlu fannst þetta alveg út í hött í byrjun og frá henni streymdi óánægja sem hafði áhrif á alla í kringum hana. Núna sættir hún sig við þetta, reynir að umbera þetta pjátur, en brosir samt út í annað af og til sem er tákn um kærleika til hennar pjátu sem finnst gaman af litum, fötum, fallegum hlutum og blómum. Henni finnst líka gaman að mála, teikna, syngja og dansa og hún gerir meira og meira af því. Þetta léttir stemminguna á öllum plönum svo í mér án alls utanaðkomandi er meiri friður en áður.

Hún stranga er minn styrkur og kraftur sem hefur hjálpað mér í gegnum allar mótbárur sem ég hef upplifað, hún hefur verið sú sem hefur mótað mig og gefið mér kraftinn, kraftinn sem getur allt, vil allt og kann allt. Hún hefur verið með mér á öllum mikilvægum augnablikum í lífinu, til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum. Það er henni að þakka að ég er sú sem ég er.

En allt hefur sinn tíma og núna er annar tími sem kallar á eitthvað annað sem er mikilvægt fyrir mig núna í þeim verkefnum sem nú taka við.  

Dag frá degi verð ég meira heil, með því að sameina og gefa pláss til allra í mér, ekkert er þar sem ekki á að vera, allt hefur jafnan rétt á sér og getur hjálpað á þeim stöðum sem “ég”  þarf á að halda. _mg_7960.jpg

Svona er “ég” spegilmynd jarðarinnar. Svona ert “þú” spegilmynd jarðarinnar

Allt á rétt á sér og allt gefur til heildarinnar.

Kærleikur og Ljós kæru vinir_mg_7964.jpg_mg_8033.jpg_mg_7914.jpg_mg_8133.jpg_mg_7758.jpg


Eftir hundrað ár og súrkál finn ég tíma til að setjast niður og gefa frá mér hljóð.

_mg_6142.jpgHeimasætan nýr farinn út úr húsi með nágrönnunum á leið til Stokkhólms í lúxusferð á flottu hóteli og næturgisting á eyðibýli á leiðinni.

Nágrannar okkar eru alveg hreint frábærir. Við erum í miklu og góðu sambandi við þau öll. Ræddum um það um daginn að við ættum eiginlega að byggja glergöng á milli okkar! Þetta er kolleftiv með nokkrum fjölskyldum og þrjár af fjölskyldunum fara af stað. Sól er mikil vinkona barnanna og þar af leiðindi var henni boðið með. Aldeilis frábært. Hún kemur heim á sunnudagskvöldið eða mánudagsmorgun.

Gunni er úti í skóla að elda mat fyrir þá nemendur sem eru að klára skólann til að fara áfram eitthvað annað.

Ég sit hérna við opin gluggann, bíð eftir þrumum og eldingum sem búið er að lofa í kvöld. Ég sit undir teppi þreytt og sæl eftir undanfarnar vikur sem hafa verið frábærar og erfiðar.

Í dag var lokasýning í listaskólanum með fullt af glöðum gestum sem nutu frábærra verka nemanda. Á morgun hef ég frí en vinn svo mánudag og þriðjudag og er svo komin í sumarfrí, yndislegt. Hérna er hægt að sjá heimasíðu skólans

Um síðustu helgi var “prufudagur” í nýja skólanum, SKOLEN FOR KREATIVITET OG VISDOM. Nýtt og ótrúlega spennandi verkefni sem Ulrikka vinkona mín og ég erum að setja í gang. Skólin er ætlaður fyrir börn frá 6 til 9 ára í einum bekknum og 10 til 14 ára í hinum. Við vinnum að sköpun í mörgum _mg_6333.jpgformum. Við hugleiðum, segjum ævintýri, syngjum, spilum tónlist, málum, teiknum, vinnum með leir, ræðum heimspeki, finnum fram það innra og túlkum það fram í það ytra. Engin sköpun er röng og öll sköpun er leyfileg. Við gefum tíma til að skoða og finna fram það sem vill koma fram í því formi sem passar hverjum og einum. Sum hugsun kallar á ákveðna leið til að vera séð og sú leið fær hjálp til að verða sýnileg.
Við höfðum 7 börn í hverju holli og dagurinn var alveg hreint frábær. Ég var svo sæl og sátt á eftir og við báðar tvær. Hægt er að sjá heimasíðuna hér ._mg_6319.jpg

Ulrikka og ég höfum unnið að þessu verkefni undanfarna sex mánuði og nú er þetta að verða raunverulegt. Fólk er mjög hrifið að þessu og nú er bara að vona að við byrjum með tvo fulla bekki í haust. Þetta er til að byrja með á fimmtudögum og sunnudögum en að sjálfsögðu reiknum við með að þetta verði meira í framtíðinni. Þrjú barnaheimili hafa haft samband við okkur til einhverskonar samvinnu, en við ætlum að skoða það eftir sumarfríið. Spennandi spennandi.

Núna hef ég nokkra daga til að vinna að sýningunni á Íslandi . Ganga frá kúnstskólanum fyrir sumarfrí klára þar sem klára þarf þar og loka, þar til 3 ágúst.

Við erum í þeirri frábæru aðstöðu eftir 7 ár að vera með fullt hús og nemendur á biðlista og fólk sem vil kenna á biðlista líka. Lúxus :o)2009_06130219_869678.jpg

Sól og ég komum nú heim til Íslands, þann 4 júlí verðum eitthvað pínu lítið í Reykjavík, einn dag að mig minnir. Fljúgum svo til Ísafjarðar verðum þar til 10 Júlí, förum svo til Reykjavíkur og verðum í viku. Ég veit eitt, að ég ætla að heimsækja æskuslóðirnar og sýna Sól það umhverfi sem ég ólst upp í annað er ekki ákveðið.

Ég hef af og til skrifað um barnaheimilið sem Sól var á þegar hún var lítil. Ég vann þar líka þegar barnaheimilið var að byrja og þess vegna var Sól svo heppin að vera ein af fyrstu börnunum á þessu barnaheimili. Þetta barnaheimili er bóndabær og algjörlega einstakur ataður. Það er þar sem við fengum Lappa, Múmín kisuna okkar og núna Dimmalimm. En um daginn varð barnaheimilið 10 ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl. Öllum börnunum sem höfðu hætt til að byrja í skóla var boðið að koma og eiga kvöldstund og nótt á bóndabænum. Morgunmatur var líka og þar gátu foreldra verið með. Margt á þessum barnaheimili voru hlutir sem við foreldra sáum um, til dæmis hreingerning og garðvinna. Frábær staður með mikilli ábyrgð á foreldrum barnanna. Gunni og ég vorum mjög aktiv þarna og að sjálfsögðu stóð Gunni fyrir matnum og hann var líka með í tjaldi til að passa börnin um nóttina._mg_5893.jpg_mg_5898.jpg_mg_5931.jpg_mg_5933.jpg_mg_5934.jpgÞað er svo frábært að Sól ennþá eftir 6 ár, elskar barnaheimilið sitt og hún gat varla beðið eftir að dagurinn stóri rynni upp. Þetta var mikil upplifun og gaman að sjá allt þetta fólk aftur.

 

 

 

Á bóndabænum eru fjöldin allur af dýrum og umhverfið algjörlega yndislegt. Byggingarnar og hugsunin á bak við staðinn er allt lífrænt. Ég set inn nokkar myndir af deginum.  

Annað að frétta að Dimmalimm er fallinn vel inn í hérna á heimilinu. Hún er aldeilis frábær hundur svo fyndin og skemmtileg. Ég hef haft hana mikið með í vinnuna og þar er hún elskuð heitt af öllum og nemendurnir voru bara fúlir í dag þegar hún kom ekki með. Ég lofaði að eftir sumarfríið tæki ég hana með af og til svo þau gætu haldið sambandi við hana áfram. Lappi litli er alveg frábær við hana svo lítið félagslyndur sem hann er, tekur hann öllum hennar árásum bara með stakri ró.
Hún er algjör morgunkúra. Á morgnana þegar við vöknum þarf ég að bera hana niður hálf sofandi setja hana út á gras til að láta hana pissa og kúka og hún hangir með hausinn í nokkurn tíma áður en hún nennir að gera eitthvað. Mjög öðruvísi en ég er vön með hina hundana, þar sem við þurftum að rjúka niður eldsnemma með þá til að vera á nógu fljót áður en pissað var.

Ég vona kæra fólk að þið hafið það alveg yndislegt öll og sólin nái að skína á ykkur oft á dag bæði hin innri sól og hin ytri.

_mg_6174.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband