Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Fyrr var oft í koti kátt..
30.1.2008 | 13:02
Laukarnir minna mig á mig og okkur. Laukarnir eiga heilt líf frá vori til fljótlega.
Þeir vaxa hægt og hægt, en þegar eldri tíminn er komin með blómið kíkjandi upp úr blaðinu gerist allt hratt. Það eina sem blómið gerir og skiptir öllu máli í lífi þess, er að teygja sig eftir Sólinni, eins og við gerum þegar við teygjum okkar í átt að Sálinni, viljum svo mikið skilja sjá og lifa í þeirri alsælu sem Sálinni fylgir. Sálin sem skilur allt, hefur lifað allt, og notar okkur til að safna reynslu í þessu lífi, eins og hún gerði í síðasta lífi og síðasta, síðasta lífi og hún gerir í næsta lífi og næsta næsta lífi..
Það er fallegt og er það sem lífið er um. Ekkert annað skiptir meira máli.
Fékk mail í morgun þar sem mér var bent á að 53 sæljón hafi fundist drepin á Galapagoseyjum. Þetta veldur mér sorg, og ég fyllist af skilningsleysi, hvað veldur að einhver hefur þörf fyrir að gera þetta, Sæljónin á Glapagoseyjum treysta manninum, eru ekki hrædd við manninn, og eru þar af leiðandi auðveld bráð. Sæljón eru á mörgum stöðum í útrýmingarhættu meðal annars eru Áströlsku Sæljónin og Sæljónin í Kaliforníu í útrýmingarhættu. Bæði vegna fæðuskorts í hafinu og eiturefna og ofveiði, líka af öðrum dýrum en manninum m.a af háhyrningum og hvíta hákarlinum sem líka eru í útrýmingarhættu, þeir hafa samt fæðubúr hjá blessuðum sæljónunum, sem berjast fyrir tilverurétti sínum við strendur Ameríku vegna þessa stóru rándýra. Einnig er sú fæða sem þeir nærast á m.a. mörgæsir í útrýmingarhættu.
Hvað erum við að gera við hana Móður Jörð.
Við mannkyn erum óttalega mikið verri en dýrin sem sjaldan drepa sér til ánægju, eins og gert er þarna á Glapagosaeyjum, þar sem dýralíf er friðað.
En upp með ermarnar og senda SæljónaSálinni allan þann Kærleika sem ég og þið hafið í ykkur til að hjálpa.
Það er skrítið hversu fáir trúa að mátt hugans, kannski trúa, en gefa sér ekki tíma til að nota máttinn til að hjálpa meðbræðrum okkar bæði mannkyni og líka hinum ríkjunum.
Við höfum hugarmátt, notum hann til hjálpar þeim sem á þurfa að halda.
Við erum of mikið hér og nú og söppum í gegnum lífið frá einni stöð til annarrar. Gott er að stoppa og hlusta og finna , hver getur hvar gert gagn til hjálpar, því það erum bara við, litlu ég og þú sem björgum jörðinni, björgum bræðrum okkar í Ísrael, Palestínu, Afríku.
Það þarf ekki annað er 5 mín á dag til að senda Ljós þangað sem innsæið segir að þörf sé á Ljósi, Kærleika og hjálp !
Sem dæmi um hversu mikilvæg við erum, þá var innsöfnun til barna í Afríku í danska sjónvarpinu um síðustu helgi. Það söfnuðust 67 milljónir dk. (ca 700 milljónir ísl) Kíkt var á hversu mikið hver dani gaf að meðaltali, , það voru 776 dkr á hvern dana, Einnig var gerð söfnun hjá alþingismönnum, þar var gefið að meðaltali 144 dkr. Þannig að við sem venjulegir borgarar vegum mikið meira en við gerum okkur grein fyrir. Það er ekki nóg að setja alla ábyrgð á ríkisstjórnina, við berum líka ábyrgð, líka eftir kosningar. Við berum líka ábyrgð á meiru en því sem gerist í kringum okkur, í bæjarfélaginu okkar, í landinu okkar....
Dagurinn í dag verður góður, ætla að þvo þvott, skúra gólf, planta nokkrum blómum, fara í göngutúr með Lappa, hugsa fallega...........drekke te, kaffi með vini mínum
Fyrr var oft í koti kátt....
Kærleikur og Ljós til ykkar allra kæru bloggvinir
Sæljónum slátrað á Galapagoseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ég drekk morgunkaffi með þeim, móðgun, reiði og stolti.
26.1.2008 | 07:41
Morguninn læðist inn og rigningin lemur þakið, ring ring ring... ég er með kaffið mitt með mjólkurskúmmið, og hef gluggann sem mest opin til að heyra sem mest.
Lappi minn liggur hérna við hliðina á mér yndislegur og tryggur eins og alltaf.
Það er skrítið þegar tilfinningin reiðin og móðgunin kemur og lætur vita af sér. Veit ekki alveg hvað ég á að gera við hana. Ég varð móðguð og reið við vin minn í gær, en veit þó að best er að hugsa frá sálinni, en ekki tilfinningunni, það er ekki auðvelt. Ég veit að hann gerir það besta sem hann getur, og er þar sem hann er, mér ber að virða það, og skilja. En mér ber líka að virða og skilja mínar tilfinningar , hvað er best að gera. Ég get látið sem ekkert sé, látið bréfið liggja og látið eins og það hafi aldrei borist mér, ég get svarað bréfinu með öllum þeim tilfinningum sem ég hef, ekkert að skafa undan, ég get beðið smá og látið reiðina og móðgunina slappa aðeins af og falla í ró, fagur fiskur í sjó, með rauða kúlu á maganum,... ég get hugsað frá sálinni, hvað hugsar sálin, hvað er best að gera út frá sálinni.
Ég fer úr tilfinningunni, horfi niður og skoða málið, án tilfinninga. Hvað liggur í því sem hann segir, vega og meta, án tilfinninga. Er í raun mikilvægt það sem hann segir, eru það ekki bara orð sem innibera eitthvað sem vekur tilfinningar til lífs í mér, sem alltaf sveima um mig og bíða eftir að fá að koma fram í vitund mína, bíða eftir tækifærum eins og þessum, sem koma aftur og aftur..
Hann hefur sínar ástæður fyrir því sem hann gerirsegiroghugsar, ástæður sem hann sennilega þarf einhveratíma að takast á við og skoða, ennnnn það er ekki mitt vandamál. Mitt vandamál er hvernig ég bregst við. Hvað í mér verður móðgað, og reitt, hvað í mér þarf ég að skoða og finna út úr hvað veldur hverju og hvers vegna. Móðgun er systir stolts, hum, áhugavert, þarna er stolt sem þarf að takast á við, stolt yfir hverju ? Ef ég skoða þetta út frá því sem ég trúi, þá er tilfinningin stolt ekki ég , en hún er eitthvað sem ég hef, og hvað er best að gera við henni og því. Á ég að svelta hana, þá deyr hún, það væri möguleiki, eða á ég að senda svo mikið ljós inn í hana að hún eyðist upp í Kærleikanum, eða á ég að skoða orsökina fyrir því hvers vegna hún varð hluti af mér. Þar sem ég elska allt í mér og virði, skil orsök og afleiðingu þá vel ég skoða hvaðan stolt, reið og móðgun komu, hvar þær urðu samferðamenn mínir.Það gæti verið löng ferð að skoða, frá þessu lífi til næsta og næsta og næsta.. verð sennilega að skoða það í hugleiðslum á næstu dögum, með virðingu fyrir mér og öllu í mér.
Eitt veit ég að hann vinur minn, gerir mér mikinn greiða, því hvernig hefði ég fundið fram til þeirra: reiði, móðgun og stolts ef hann hefði ekki hjálpað mér til þess.....
Stolt er andstæða Minnimáttarkenndar
Reiði er andstæða Gleði
Móðgun er andstæða Skilnings, skilningur sem færir til frelsis...
Megi laugardagurinn verða ykkur fallegur og góður...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bækur eru bestar í Janúar ! Svo kemur salt....
23.1.2008 | 15:38
Þessa dagana er ég alltaf að lesa, ef ég er ekki að vinna eða eitthvað sem ég verð að gera þá les ég og les. Ég keypti mér þrjár bækur í síðustu viku. Ég er að klára fyrstu bókina sem heitir á dönsku Biernes hemmelige liv skrifuð af Sue Monk Kidd
Alveg frábær bók. Ég flýti mér upp í rúm á kvöldin til að lesa. Mæli sannarlega með þessari bók. Íslenska þýðingin er sennilega Leyndarmál Býflugnanna. Önnur bókin sem liggur á náttborðinu mínu og bíður heitir "Drageløberen" skrifuð af Khaled Hosseini.
Hef heyrt að þetta sé stórkostleg bók. Þriðja bókin heitir Sjælen og dens redskap eftir Lucilla Cedercrans. Bók um sálina og hvaða hún getur gert, eða hvernig hún hjálpar.
Janúar er mánuður þar sem á að liggja og lesa og horfa á góðar bíómyndir. Það er nú samt ekkert janúarlegt hérna, garðurinn er allur í litlum gulum blómum, runnarnir með knúpa og einstaka rósir í blóma.
Ég sendi út fréttabréf í dag frá The One Earth Group um Sæljónin, og þeirra lífsbaráttu. Bréfið er á dönsku, en þið sem getið lesið dönsku hvet ég til að lesa og hugsa aðeins um þessi blessuðu dýr. Hérna er bréfið.
Kæru öll, góðan miðvikudagseftirmiðdag til ykkar allra.
Ætla að fara í göngu með Lappa, setjast svo með te og ullarteppi inn í stofu að lesa.
Kære Brødre og Søstre !
Nu er det tid, at vi fokuserer vores healings og kærligheds energi til en ny dyreart.
Det aktuelle dyr er Søløven.
Søløven er det første dyr vi hjælper fra havet, men helt sikkert ikke det sidste.
Søløven er et af mange dyr, som kæmper i havet for sin overlevelse.
Klimaforandringer.
Vi ved, at på grund af klimaforandringer, er det en kamp at overleve i havet.
Vi bruger giftstoffer som aldrig før. Vi forurener naturen med kemiske stoffer, olieudslip, affald, urenset spildevand, radioaktivt udslip og en masse anden forurening.
Giftstoffer, som er i atomsfæren, er noget, som ikke bare forsvinder, men gør stor skade på alt liv på Jorden. Der er en stigende mængde CO 2 i atmos-færen og de klimaforandringer dette medfører, er en af de største trusler imod havets økosystem.
Men der er flere giftstoffer som truer havet, POP´erne (Persistent Organic Pollutants) er tungt nedbrydelige kemikalier. Det kan være industri-kemikalier som PCB og også DDT, som er insektgifte og er et eksempel på, hvordan et kemisk stof kan påvirke dyr. DDT blev i høj grad tidligere brugt til at dræbe insekter, f.eks. myg, der spredte malaria. Men 1960 blev det opdaget, hvilken indflydelse det havde på dyrene, og i dag er det heldigvis forbudt i de fleste lande.
Når dyr og mennesker får giftstofferne ind i kroppen, ophobes de i fedtet.
Disse stoffer kan fremkalde kræft og andre sygdomme i dyr og mennesker. Giftstofferne forsvinder aldrig, de er her på vores Jord og gør stor skade både nu og i fremtiden.
IUCN´s Rødliste.
Vi ved fra IUCN´s Rødliste, at 1101 arter af verdens pattedyr er enten kritisk truede, truede eller sårbare. Det svarer til 20% af alle de pattedyr, som man kender.
Vi ved også, at 1213 arter af verdens fugle er truede eller sårbare, 304 arter af verdens krybdyr, 1856 arter af verdens padder og 801 arter af verdens fisk. Mange af de dyr, som vi ikke mener, har en videnskabelig betydning, har en vigtig funktion, alles liv her på Jorden har en funktion i længere og kortere perioder, både på de indre og på de ydre planer. Men det som er en katastrofe er, at vi ikke ved hvilke dyr, der er vigtige for Jordens overlevelse!
Døden har været et faktum her på jorden fra tidernes morgen. Døden har ramt planter, dyr og mennesker fra livets begyndelse, det er naturens gang, men i den senere tid, ser vi en anden form for død og i en så stor mængde og helt uden, at vi overhoved kan kontrollere det.
Søløven tilhører øresælsfamilien.
Det er Stellers Søløve, Sydamerikansk Søløve, Australsk Søløve, Hookers Søløve og den nok bedst kendte Søløve, er den Californiske Søløve, der lever langs den amerikanske Stillehavskyst, men findes også i fangenskab i akvarier og zoologiske haver over hele jorden.
Søløverne er ikke beskyttet af CITES (liste over truede dyrearter), men det er en lokal beskyttet art. Søløvernes eksistens på Californiens kyst er udsat.
De jages af de hvidhajer og spækhuggere, som patruljerer langs kysten. Der bliver mindre og mindre føde i havet, og derfor bliver de Søløvekolonier hårdt udsat for rovdrift af disse store dyr. Søløven har en meget lille chance i denne kamp.
Australske søløver er truede og regeringen på Cook Island ved New Zealand oprettede i 2001, et beskyttet område for søløver til at beskytte dem mod jagt.
Hvorfor
Søløve er et af de dyr fra havet, som giver meget glæde til os mennesker. Hvem kan ikke huske dem i Zoologiske Haver og Cirkus alle steder i verden? Vi husker den skønne film Bidske Bæster, en komedie fra 1997 med John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michael Palin og Kalvin Kline i hovedrollerne. Der er Søløverne udtalt som Kronen på Guds skaberværk.
Disse skønne dyr kommer tæt på os mennesker og giver glæde og minder, som er positiv energi, der hjælper os mennesker i vores udvikling.
Søløven er et af de dyr vi tæmmer og mange steder, lever tæt samen med os mennesker. De kan være meget knyttet til sine trænere og vi ved, at ud fra dette samarbejde, kommer evnen til at elske og tjene, som er vigtig i dyrenes udvikling.
Vi som menneskehed skal nu hjælpe vores brødre og søstre på deres vej.
Vi har igennem længere tid været grusomme over for dem, men det er dyrerigets uundgåelige karma der udlignes.
I de fjerne mørke tider var menneskene dyrenes føde. Dyrene var meget stærkere end menneskene. Menneskene var hjælpeløse overfor dyrenes grufulde overgreb.
Dengang var menneskers instinkt ikke langt over dyrene instinkt. Først da tusinder år var gået og menneskers intelligens og dygtighed begyndte at gøre sig gældende, blev menneskeheden stærkere end dyrenes. Siden da, har vi mennesker hærget dyrene. Nu er det tid til Kærlighedstonen mellem menneskeriget og dyreriget. Og vi som deres ældre brødre, må hjælpe dem i deres udvikling.
Vi mennesker har fået betroet den opgave, at lede dyreriget frem til frigørelse, der giver adgang til det fjerde naturrige, som er dyrenes næste opgave.
(menneskeheden er det fjerde naturrige og blev etableret for 18,5 millioner år siden).
Vi fra The One Eart Group sender jer alle sammen Kærlighed og Lys.
Trúmál og siðferði | Breytt 24.1.2008 kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði, OHM !
17.1.2008 | 19:52
Hugurinn ber mig alla leið. Það er oft ekkert gaman að vera ég, eða hver sem er. Það er oftast best að vera svífandi vera yfir æskubænum mínum. Eitt með alheiminum. Finna sig eitt með öllu.Eitt með vatninu, Eitt með fjallinu. Eitt með blóminu, Eitt með dýrinu. Eitt með hinu Guðlega. Skilur sig ekki sem sig , en sem allt, í öllu. Er þetta það að hafa Guð í sér ? Er enn svífandi yfir æskubænum mínum, Það er dimmt yfir öllu, aðeins ég er eins og svífandi gullorka, svíf með vindinum. Sé ströndina fyllist sorg. Var æskan hamingjusöm, eða var æskan ekki hamingjusöm, var æskan kannski bið eftir að finna sig seinna, til að geta verið annar og einn, annar með öðrum, sá sem skilur, sá sem fyrirgefur, sá sem finnur Guð sinn og er eitt með honum og öllu hinu. Árin líða í leitinni, sorginni, að tilheyra engum, en þó tilheyra öllum. Lifa í lífinu, í annarri mynd en hugði. Horfði til himins með barnsaugunum, kalt á fingrunum, vettlingar með götum, sogið og sogið ísinn í ullinni, nú er ullin köld og hörð. Horfði frá himni til hafs, sé lönd og leið, veit af lífi í fjarlægum löndum, á fjarlægum plánetum, Karlinn í tunglinu er vinur minn. Þarna er Noregur, þarna er Danmörk, þarna fer ég og verð fullorðin, þegar ég finn Guð minn. Við verðum saman ég og Guð, lærum tungur, höldumst í hendur, hann leiðir mig þar sem verkefnin bíða, þar sem komu minnar er beðið, þegar ég verð stór, og kona, og mamma og allt hitt, þegar ég hef prufað hitt og þetta, og finnst allt annað orðið ekkert, þá veit Guð og hin innri ég að tími minn er komin til að hjálpa bræðrum mínum og systrum, þegar ég verð stór, stærri, stærst, lítil, minni minnst......
hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt
13.1.2008 | 21:11
Við erum upptekin af friði, og Við viljum vel, Við gerum oftast vel, eða eins vel og Við getum. Við erum meðvituð um það sem gerist í heiminum, kannski meira en Við oft erum um það sem gerist í okkur sjálfum. Það er auðveldara að hafa skoðun á Abdulla í Tyrklandi, en að hafa skoðun á sér. Það er auðveldara að finnast hvað Abdulla á að gera, til að gera rétt, en skoða hvað Við sjálf eigum að gera til að gera rétt. Við höfum skoðanir á hvað hinir og þessir í Palestínu eiga að gera, og Við höfum líka skoðun hvað þeir í Ísrel eiga að gera. Við skrifum fram og til baka til hinna og þessara með skoðun sem er á eina hlið, en það vantar hina hliðina, það finnst manni ekkert athugavert við. Hinir skoða hina hliðina og skoða ekki þessa hlið, og þeim finnst ekkert athugavert við það. Hvað gerist ef við skoðum hina hliðina ? Það hrynja borgir, það hrynur mynd, það þarf að byrja upp á nýtt, og kanski skifta um skoðun, og kannski finnast eitthvað annað. Að skipta um skoðun og finnast eitthvað annað er leið til þroska og víðsýni. Það er ekki það sem sumum finnst, því gömul hugsun er að halda fast í sína skoðun, því þá er hún rétt, og þú ert sterkur !
Er það rétt?
Er maður þá ekki hið andstæða.....
Við heyrum oft um Kærleikann, en skiljum við Kærleikann, hvað er Kærleikur?
Er Kærleikur það sem við upplifum til maka, barna, föður , móður....eða er Kærleikur eitthvað sem er meira en tilfinning til föður og móður. Kærleikur er eitthvað sem liggur dýpra og ofar og innar og ytra en það Kærleikur er tilfinning sem fæstir hafa upplifað, en við öll rembumst við að finna. Við leitum og leitum, í bókum, í bíómyndum, í kærustum, ... en við leitum ekki þar sem Kærleikurinn er . Hann er í mér og hann er í þér. Kærleikurinn er eins og Alheimstónn sem smýgur í allt og alla, en við eigum erfitt með að finna þennan tón, við erum oftast fyrir neðan, en stundum fyrir ofan. Til að finna þennan rétta tón, göngum leið hina bröttu leið upp upp upp á fjall, sem aldrei virðist taka enda, við klifrum og skerum okkur, föllum og meiðum okkur. Við höldum áfram á einhverjum innri krafti sem við ekki alltaf skiljum en látum kraftinn stjórna förinni. Einhverntíma langt langt inni í framtíðinni þegar við höfum lifað allt og skilið allt, verið allt,hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt.. þegar við höfum Vísdóminn þá finnum við Kærleikann í allri sinni dýrð, við skiljum Kærleikann, við erum Kærleikurinn, þá getum við hætt að leika Kærleikann.
BlessYou
Vonin og ég
7.1.2008 | 17:01
Það snjóar, alveg frábært!!
Var á fundi í Köge i dag, vorum að plana næsta hálfa ár með skólann og flutninga í vor. Við flytjum skólann frá Greve til Köge.Þetta er miklu stærra húsnæði með góðum garði og mjög nálægt miðbænum.
Er núna hérna í eldhúsinu mínu og horfi á snjókornin dansa fyrir utan gluggann minn.
Gunni situr hérna á móti mér og vinnur á sína tölvu. Sólin situr í stofunni og les blað um gæludýr sem ég keypti á leiðinni frá Köge. Lappi liggur og er eitthvað að stríða henni, heyri hana hlæja og segja nafnið hans af og til. Ósköp notalegt hérna í sveitinni í dk.
Hef verið að velta fyrir mér dialog sem ég hafði við bloggvinkonu mína vonina í gær. Ég hafði kommentað hjá henni blogg um mjög átakanlegt efni, baráttu kristinna við múslima. Mjög átakanlegt .
Ég fann samt að þó ég væri sammála því sem hún skrifaði, þá var eitthvað í því hvernig málið var lagt fram sem ég var ósammála. Hef upplifað þetta hjá fl. bloggurum sem skrifa í nafni trúarinnar. Ég er sammála því sem er skrifað, en þó ekki. Vonin og ég höfðum skrifað smá hver á eftir annarri og í þeim svörum sem hún gaf mér, gat ég ekki annað er verið sammála enda var efnið þess eðlis . En það var eitthvað sem ég ekki var sammála.
Ég er þannig gerð að ég þarf oft tíma til að finna út úr því hvað mér finnst og hvers vegna. Þannig var þetta með þetta blogg. Ég þakka minni kæru bloggvinkonu fyrir það að hafa fengið mig til að hugsa um það sem hefur verið að brjótast í mér í langan tíma.
Ég hef núna bloggað í tæpt ár, og fer af og til rúntinn á blogginu. Fer oft inn á trúarleg efni, en verð oftar leið en glöð þegar ég les þau blogg.. Það veldur mér oft vonbrigðum að sjá hvaðan fólk nálgast efnið. Það er fókuserað mikið á hina og þessa teksta og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er líka mikið agnúast út í önnur trúarbrögð, oft með mikilli heift. Ég upplifi lítinn eða engan skilning fyrir þeim sem hugsa öðruvísi. Það er talað um bræður og systur, en bara þeir sem hugsa eins og maður sjálfur. Þetta er lokaður heimur, þar sem hver kvittar hjá örum og staðið er saman. Það get ég á einhvern hátt skilið, því það er gott að vera með þeim sem hugsa eins.
Ég vil taka það fram að einn af mínum bloggvinum er múslimi og þegar ég fer inn á bloggið hans eru alltaf áhugaverðir textar sem ég stundum kópia inn á tölvuna mína til að lesa í rólegheitum. Ég er mjög þakklát fyrir það efni sem hann sendir út á bloggið, það gefur innsýn í þann heim sem hann stendur fyrir. Fyrir mér er mikilvægt að vera opin fyrir því hvernig aðrir hugsa og þar get ég lært heilmikið.
Þegar við hættum að hlusta, þá hættum við að þróast.
Já svo ég haldi áfram þá er það sem ég upplifi að vanti, og það vantar í allar umræður á milli trúarbragða, er að finna leið svo við getum verið hérna á jörðinni saman. Það er ekki lausn á þessum vandamálum að vera í stríði, hvorki þegar notaður er penninn, eða önnur vopn. Það sjáum við á því hvernig heimurinn er í dag. Eina leiðin er að finna leið sem allir geta verið sáttir og fundið sitt pláss hérna á jörðinni. Það er hvorki hægt að útrýma öllum kristnum, né öllum múslimum, hvað þá öllum sem eru einhversstaðar annarsstaðar í sinni trú.
Þetta er það sem ég finn að fer fyrir brjóstið á mér í þeim skrifum sem eru á blogginu, það er ekki skrifað um lausnir.
Það finnst sennilega mörgum alveg fáránlegt að hugsa um lausn þegar þetta og þetta margir deyja sökum trúar sinnar, eins og kom fram í annars átakanlegri frásögn vonarinnar.
En hvað annað er hægt að gera ?
Það er hægt að slást og rífast næstu margar aldir, en það breytir ekki því að einhveratíma þarf að finna lausn, í lausninni er fyrirgefning og skilningur á hver öðrum. Kannski eru þau trúarbrögð sem eru hvað stærst á jörðinni í dag of einangruð hver í sér til að mögulegt sé að finna þessa lausn. Kannski þarf að skapa aðra trú sem inniber það sem allir geta verið sammála um sem byggir á meiri Náungakærleika, Skilningi, Fyrirgefningu Víðsýni, Kærleika til alls lifandi og Fordómaleysi
en ég upplifi í þeim trúarbrögðum sem eru núna, ekki bara í orði, en líka í verki.
Það er engin vafi að flestir þeir sem segja sig trúaða, kunna ritninguna, bæði þeir kristnu, múslímar og gyðingar. Það gerir það sennilega að það er erfitt að standa i rökræðum við þá. En er það það sem gerir að maður er nær Guði, að kunna ritninguna?
Ég vil taka það fram að ég er ekki á ráðast á einn eða neinn, ég sjálf trúi á Krist. Ég geri mér samt grein fyrir að mín trú er ekki bókstafstrú, heldur trúi ég þar sem ég finn að hjartað í mér segir sannleika.
Vonin skrifaði: Jesú var ekki hippi, hann var beittur þegar þess þurfti. Það er ábyggilega rétt, en hann hafði eitt umfram okkur og þar að leiðandi höndlaði hann það betur að vera beittur en við gerum, hann hafði óendanlegan Kærleika til alls lífs á jörðu.
En Kærleikurinn getur það og gerir...
Kærleikurinn sem þolir allt
Og er gæskuríkur, tekur á sig ábyrgð,
Sem berst og þjáist, særist og fellur
Fyrir málstað sinn en rís á ný
Daníel A. Poling
AlheimsLjós til ykkar allra.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Guð og fíllinn
5.1.2008 | 15:52
Laugardagur, og alveg frábær laugardagur. Hérna er kalt, mjög kalt það er eins og mínus 20 gráður vegna roksins og einnig er smá snjór. Í dag byrjaði ég með litla myndlistarskólann fyrir Sólina og Lilju okkar. Sólin hefur verið að nuða um að fá að fara í myndlistarskóla sem er hérna í bænum. En hún er í fiðlunámi og í kór og þar sem ekkert er ókeypis hefur hún ekki fengið að fara í fl. en þetta tvennt. En í vor lofaði ég henni og Lilju að ég ætlaði að kenna þeim sjálf. Enda alveg fáránlegt að nota alla þessa menntun ekki í eitthvað sem kemur fjölskyldunni minni til góða. Sem sagt við byrjuðum í morgun. Þetta eru duglegar stelpur, en ég sé að það er mikil vinna framundan. Metnaðurinn fyrir að þetta eigi að vera eins og uppsetningin er yfirsterkari gleðinni við að skapa. Þetta verður spennandi. Eftir skólann fórum við öll á flóamarkað og við keyptum sitt lítið af hverju. Við keyptum m.a. ljós í annan hlutann af eldhúsinu.Tvö flott ljós sem ég hef haft auga á í nokkurn tíma. Þau voru silfurlit, en eru núna orðin rauð. (sprautuðum þau þegar við komum heim) Mjög flott. Sá eins ljós í Illum fyrir jól, þau kostuðu hátt upp í 10.000 ísl. stykkið. Það er svo sannarlega hægt að gera góð kaup hérna úti á landi.við keyptum bæði á 1500 islkr.
Annars er allt bara í rólegheitum hérna. Vinna, sofa, lesa og horfa á bíómyndir.
Langar að segja frá sögu sem Lisbeth vinkona mín frá Svíþjóð sagði mér um daginn. Við hittumst einu sinni í viku ásamt öðrum og hugleiðum saman. Einnig skrifum við greinar um hin og þessi málefni. Aðalega þó um pólitík út frá hinni innri sýn.
Við vorum að ræða um trúarbragðarstríðið sem herjar á milli Kristinna, Múslíma og Gyðinga. Þá sagði hún þessa frábæru dæmisögu sem er svo lík þeirri mynd sem ég sem barn upplifði og skildi þessi ólíku trúarbrögð.
Hún sagði : Guði getum við líkt við fíl sem er lokaður inni í lítilli hlöðu.
Þannig að það er ómögulegt að sjá Guð í heilu lagi.
Áður fyrr þegar það var ómögulegt fyrir manneskjur að upplifa Guð í heilu lagi og að skilja og upplifa heildarmyndina
Þá mynduðust ólík trúarbrögð út frá ólíkur sjónarhornum. Manneskjan opnaði eitt lítið gat inn í hlöðuna og rannsakaði varlega hvað það var inni í hlöðunni, eða það svæði sem hendin náði að skoða á fílnum. Höndin rannsakaði og skoðaði halan á fílnum og í einfeldni sinni hélt hún að þetta væri það, þetta er Guð ! Hinn eini sanni stóri sannleikur.
Ný trú myndaðist, Gyðingatrú ! Þetta var Abraham sem nú breiddi sannindin út um Guð sem er sá eini rétti.
Önnur manneskja, Múhammed leitar líka að sannleikanum um Guð á öðrum stað á öðrum tíma. Hann opnar líka smá gat á vegginn í hlöðunni. Hann þuklar með hendinni, finnur og upplifir, hinn eina sanna Guð, hann þuklar á rananum á fílnum. Hann upplifir að sjálfsögðu allt annan Guð en Abraham. Fyrir Múhammed er þetta hinn einu sanni Guð.Hann vill gera Islam að heimstrúarbrögðum.
Önnur trúarbrögð sjá líka hver sinn hluta af Guði. Það fer allt eftir því hvar þú opnar inn í hlöðuna og hvaða hluta af fílnum þau rannsaka.Þetta finnst mér svo rétt mynd af því hvernig ég held að þetta allt saman hangir saman.
Á þessu er hægt að upplifa hinn ótrúlega óendanleika í Almættinu.
Þetta er það sem ég skrifa í dag.
AlheimsLjós til ykkar allra.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrirgefningin /Aðskilnaður
30.12.2007 | 13:27
Næst síðasti dagurinn á árinu. Nýtt ár byrjar annað kvöld með nýjum möguleikum, nýjum ævintýrum.
Það er alltaf gaman af nýjum möguleikum, þó svo að það geti verið fjandi erfitt.
Einu sinni þegar ég var lítil, fannst mér erfiðast af öllu að biðjast fyrirgefningar. Það var kvöl og pína, því það var sko ekki auðvelt að viðurkenna að maður hafi hugsað eða gert rangt gagnvart öðrum og með því að biðjast fyrirgefningar þá er maður jú að viðurkenna óréttinn sem maður gerði.
Þetta var svona í raun fram eftir öllum aldri.
En svo tók ég mig saman á ulingsárunum og píndi mig til að segja fyrirgefðu stundum oftar en í raun var nauðin, eiginlega til að fá þetta inn í það sjálfsagða, og það gerir maður með því að endurtaka, endurtaka og endurtaka þangað til þetta gerist næstum því að sjálfum sér. Eitthvað hef ég samt ekki alltaf meint þetta að fyrirgefa því miklu lengur átti ég erfitt með að fyrirgefa öðrum. Ég gat að sjálfsögðu alveg sagt JÁ, en ég hafði oft á tilfinningunni að sá sem baðst fyrirgefningar meinti það ekki alveg frá hjartanu, og ég held að það hafi verið að ég tók á móti straumum sem ég þekkti sjálf og hafði í mér sem gerði það að ég fann þessa strauma. En þá sagði ég bara NEI ég get ekki fyrirgefið þér vegna þess að ég er viss sum að þú meinar þetta ekki. Púffff það urðu oft læti.
Núna reyni ég að segjajá ég fyrirgef þér þó svo að ég finni en þessa tilfinningu, að þetta er ekki heil beiðni. En þegar ég tek á móti fyrirgefningunni þá sendi ég góða strauma yfir til þess sem biðst fyrirgefningar sem hefur svo áhrif á okkar samskipti. Við hugsum sennilega oftast þegar við heyrum um að fyrirgefa , að fyrirgefa einhverjum sem gerir eitthvað beint til okkar. En það er hægt að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað sem hefur áhrif á líf okkar og eru langt í burtu. Það hefur örugglega sömu áhrif, því orka fylgir hugsun.
En ef við fyrirgefum þeim stjórnmálamönnum sem hafa gert hluti sem eru miður góðir, þá getum við fyrirgefið þeim.En er það jafn auðvelt og að fyrirgefa maka sínum eitthvað. Nei ég held ekki. Ef við kíkjum á þá reiði sem hægt er að sýna til trúarbragða eða stjórnmálamanna þá jaðrar það oft við hatur. Við sjáum fjölda dæma um það hérna í bloggheiminum. Manni verður oft illt í hjartanu yfir því hvað fólk getur látið út úr sér hvert við annað.
Ég hef heyrt um grúppu frá Ástralíu sem setti í gang fyrirgefningar viku sem er haldið árlega. Núna er fyrirgefningarvikan frá 20. janúar til 26. janúar.
Alveg frábær hugmynd. Efni fyrirgefningarvikunnar er
Fjölskyldan
Vinir og kunningjar
Samstarfsfólk
Stjórnmálamenn sem hafa ólíkar skoðanir en maður sjálfur
Manneskjur frá ólíkum trúarbrögðum og með ólík þjóðerni en maður sjálfur.
Þær manneskjur sem eru látnar og tilheyra einhverjum af þeim sem ég skrifaði hérna að ofan.
Sjálfum sér.
Þetta er alveg frábært framtak og mjög mikilvægt að senda svona orku út
Því að fyrirgefa er það sem heldur lífinu á jörðinni í gangi. Ef við fyrirgefum ekki þá tortímum við okkur og Jörðinni.
Fyrirgefning er andardráttur lífsins.
Anda inn mótaka fyrirgefningu
Anda út að fyrirgefa.
Að fyrirgefa er í raun að skilja og að skilja leysir upp neikvæðni milli manneskja, trúarbragða, þjóðfélaga.
Í gamla daga gat maður keypt sér fyrirgefningu hjá kirkjunni, og það kostaði mikið. Það var kirkjan sem gat ráðið hvort þú fékkst fyrirgefningu og komst til himna. Í kaþólsku kirkjunni færðu en þann dag í dag syndafyrirgefningu frá presti. Ég held að það að gefa öðrum fyrirgefningu fyrir hönd Almættisins sé að skapa sér karma sem maður er lengi að borga til baka. En ef þetta er gert í bestu meiningu þá gerir það vonandi greiðluna mildari. Ég held að allt það sem við gerum hvort sem við meinum vel eða illa fáum við til baka eða borgum við til baka og þegar það kemur að þeim reiknisskilum þurfum við númer eitt að fyrirgefa okkur sjálf. Allt sem þú gerir öðrum gerir þú sjálfum þér við erum eitt með öllu.
Eitt með Almættinu.
Fyrirgefning er líka proces sem færir til Right Human Relations (veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku), til sjálfrar þín, til annarra manneskju, annarra þjóðfélaga, annarra trúarhópa Fyrirgefning skapar góð samskipti. Og ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda í dag á okkar blessuðu jörð þá er það Fyrirgefningin/skilningur.
Aðskilnaður er sennilega það sem er andstætt fyrirgefningunni, Aðskilnaðurer að að skilja sig frá, öðrum, skilja þjóðir frá öðrum þjóðum að skilja sig í trúarbrögðunum frá öðrum. Fyrirgefningin er að færa saman. Aðskilnaður er það sem kemur og skilur eitt frá öðru. Skapar fordóma þjóðarstolt, aðskilda trúarhópa. Þetta er það að ekki skilja, ekki fyrirgefa. Þetta færir hugsanir mínar aftur í byrjun þar sem ég skrifa um það að ég vildi ekki fyrirgefa því ég var hrædd við að viðurkenna, eða kannski var ég hrædd um að missa mitt stolt. En í staðin fyrir að ÉG myndi missa, þá hefðum við náð sáttum sem er miklu ríkara en eitt og stolt mitt stolt hvort sem það er þjóðarstolt eða að vera stoltur að sjálfum sér er að skilja sig frá öðrum.
Hvað er stolt ísl. Orðabókin : dramb, hroki ofmetnaður stórlæti (sökum sjálfsvirðingar).
Áhugavert ekki satt því við íslendingar og margar aðrar þjóðir erum full af þjóðarstolti, bæjarbúastolti, trúarbragðastolti. Hvernig er hægt að komast frá þeirri hugsun sem liggur svo djúpt í mörgum þjóðum. Gömul hugsanaform sem hafa byggst upp öld eftir öld og verður að mínu mati myrkur massi yfir svo mörgum þjóðum. Sjáum til dæmis Ísrael, USA, Ísl, Palestínu, Danmörk og fl. þjóðir .
Sennilega væri gott að byrja í hinu smáa, til dæmis þegar við erum að rúnta á bloggheiminum og skoða hin og þessi blogg.
Að skilja.
Maður þarf ekki að vera sammála en maður gæti hugsað sig aðeins um og reynt að skilja.
Sennilega eru margir sem ekki hefðu þá neitt gaman af því að blogga því þeir nærast á neikvæðninni og breiða henni á eins marga og hægt er því miður. Þeir eru það sem halda uppi Aðskilnaðinum þeir sem fylgja ekki lögum Kærleikans.
Aðskilnaður heldur hræðslunni og reiðinni í lífi og það er svo mikið að því i þessum blessaða heimi. Heilu þjóðunum er haldið í óttanum til að stjórnvöld geti haldið í völdin. Þetta var líka fyrr á öldum þegar kirkjan hélt fólki í óttanum til að halda í völdin og í dag sjáum við þess dæmi í mörgum trúarbrögðum og einnig sjáum við þetta þegar okkur er haldið föngum í óttanum við að missa það sem við höfum að lífsgæðum. Þar er óttinn mestur hjá mér og þér. En það er hægt að breyta þessu neikvæða í jákvætt. Óttinn getur orðið að Frelsi með því að deila því sem við eigum og vera ekki hrædd við að missa. Því hvað er það sem við missum ?
Megi grunntóninn á Móður Jörð árið 2008 vera fyrirgefningin.
AlheimsLjós til ykkar allra
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
ætla að muna eftir öllum sannleikunum
27.12.2007 | 11:57
Ég held að það sé fimmtudagur ! Ég er ein heima með blessuðum dýrunum mínum. Þetta hafa verið dásamleg jól. Lesið, borðað konfekt, fengið gesti, farið í heimsókn, horft á sjónvarp, hlustað á músík..... Sólin okkar fékk bæði geisladiskinn frá Sigur Rós, og DVDín. Sáum DVDín í gær og fengum heimþrá, sáum Víkina mína, Kirkjubæjarklaustur, Langaði heim... en bara í huganum. Við sáum líka Mýrina í gær, okkur lagaði heim...en bara í huganum.
Það er alveg frábært að hafa Sigyn og Albert hérna í næsta nágrenni, droppum þangað við af og til þegar við förum í göngutúr með Lappa, fórum í gærkvöldi, fengum kaffi, te og konfekt. Hef aldrei getað ímyndað mér að það væri svona frábært. Sól varð eftir hjá þeim, og svaf þar í nótt. Gunni fór í vinnu í morgun, þannig að ég sit hérna, ný búinn að hugleiða, er að borða banana, hlusta á Magnús Þór sem þú elsku Guðni minn gafst okkur í jólagjöf (takk fyrir það) og drekk kaffi latte. Lífið á Kirkebakken er ljúft.
Að sjálfsögðu á þessum tímamótum hugsar maður fram og til baka, hvað náði ég sem ég er sátt við, og hvað vil ég ná á næsta ári. Ég var með til að gera tvær grúppur sem ég er ánægð með The One Earth Group. Aðal hugarefni okkar þar er Móðir Jörð, með þeim dýrum og öllu lifandi sem á henni er. Ef þið viljið skoða þá er heimasíðan www.oneearthgroup.net. Hin grúppan er fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á andlegum efnum, en vita ekki hvert þau eiga að leita til a finna þá sem hugsa eins. Það er fullt af ungu fólki sem er leitandi, en hvorki kirkjan múslímar eða hina trúarsamfélögin uppfylla það sem þau leita að.
Þessi gruppa er fyrir þau. Sjá : esotericyouth.
Það sem mig langar að gera á næsta ári.... hummmm. Ég hef hugsað tvennt, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er það sem ég ætla að reyna að vinna að.
1. Ekki hugsa eða tala illa um aðra. Ég er ekki að tala um að ég ætli ekki að hafa skoðanir, annað væri óeðlilegt. En vera meðvituð um að allir hafa sinn sannleika, og þó svo að aðrir hugsi ekki eða sjái hlutina eins og ég, þá er það í lagi. Minn sannleikur er ekki sá eini rétti, við höfum hver okkar sannleik, og það vil ég virða. Í dag virði ég það, en ég vil ná að virða það alveg inn i hjartað, bæði þá sem ég ekki þekki og mína nánustu, sem verður sennilega það erfiðasta.
2. Ég ætla að sinna minni líkamlegu dívu, þar að segja kroppnum mínum. Æfa hann og huga að þeirri næringu sem ég gef honum. Vera þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig, og gefa honum þá athygli sem hann á skilið.Ég hef sennilega verið mest í höfðinu, og lítið gefið þessum kroppi mínum það sem hann á skilið. Árið 2008 verðir breyting á því.
Þetta er sem sagt það sem verður nr. 1. Annars ætla ég bara að lifa því lífi sem ég geri og sem ég elska. Ég er soddan sveitalubbi, og elska að vera hérna í sveitinni. Ég ætla að vinna að myndlistinni minni meira en á síðasta ári, hef saknað þess. Er með einhverjar sýningar og get notið þess að vinna að þeim. Ég fer nú í einhver ferðalög,t.d til íslands í mars, systir mín á Bolungavík er að ferma hann Nikulás, ég Siggi og Alina ætlum þangað. Ég hef ekki farið til Bolungavíkur í 10 ár.við ætlum að gera nýtt baðherbergi, nýtt altan, við gaflinn á húsinu og og og.
Sigyn mín var að hringja, þau eru á leiðinni í heimsókn, svo ég ætla að setja yfir kaffi 1
AlheimsLjós á ykkur
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)