Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


Sjálfsþekkingar hugleiðsla

Ég hef lofað ykkur mörgum að gera hugleiðslu á bloggið. Loksins kemur hún og vonandi getið þið notið hennar.  sjá videó neðst í þessari færslu !!! Vonandi hjálpar þetta einhverjum á leið til betra lífs.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra !
 

 


Nýjar hugsanir, nýjir möguleikar

hbvc.jpgVið sitjum hérna gömlu hjónin og gónum hver í sína tölvuna. Sólin okkar gerir sig klára í verslunarferð með klúbbnum sínum.

Ég hugsa mikið þessa dagana, er sennilega að undirbúa mig undir meiri vinnu og minni tíma til að flakka á facebook og bloggi. Ekki það að ég hafi verið mikið að blogga. Ég hef verið að finna gamla vini og fjölskyldumeðlimi á facebook og tengst böndum þar aftur við fortíðina mína.
Nú verð ég að taka mig saman og einbeita mér að því sem framundan er, sem er ansi margt og viðamikið.

Það er svolítið svo spennandi að gerast, smá af því ætla ég að deila með ykkur hérna.
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi , er að  ég ætla að opna nýjan skóla !
Ég og vinkona mín, Ulrikka erum að undirbúa það verkefni núna. Skólin er hugsaður fyrir börn frá 4 til 6 ára og börn frá 10 til ca 14 ára.

Ég er ánægð með vinnuna mína, en stundum gerast hlutir sem maður verður að fylgja. Þannig var að Ulrikka bauð mér og Sól í leikhús (Sól og Cesilia dóttir Ulrikku eru bestu vinkonur) Sem sagt Þær buðu okkur mæðgum á mjög skemmtilegt leikrit inni í Kaupmannahöfn. Á leiðinni heim í lestinni vorum við að spjalla um listir. Ulrikka er rithöfundur og var ný búinn að senda inn handrit og vorum við að tala um það og einnig að hana langaði að taka tíma til að fara að vinna að einhverju skapandi úti i samfélaginu. Hún er líka art terapist og sá það sem möguleika.

En til að komast aftur að þræðinum þá vorum við þarna í miklum samræðum, þessum samræðum fylgdi ákveðin orka sem á einhvern hátt tók yfir og streymdi yfir okkur nýjum hugmyndum sem á einhvern hátt tóku yfirhöndina. hbx.jpg

Þegar við lentum í Lejre, þar sem við búum, vorum við einhvernvegin hissa á því sem hafði streymt yfir okkur og ákváðum að hittast sem fyrst og ræða þessi mál nánar.

Við hittumst að viku liðinni og vorum ennþá mjög spenntar fyrir hugmyndinni og byggðum áfram á því sem við höfðum rætt.

Núna er hugmyndin komin lengra og við stefnum á því að opna næsta haust. Nú fer ég í gang að semja um húsnæði hérna í bænum sem ég hef áður lánað fyrir hin ýmsu projekt.

Við ætlum að skipta þessum skóla í tvo helminga til að byrja með !

Annar er fyrir stærri börnin:
Þar höfum við hugsað okkur að byrja með laugardagskennslu, þar sem lögð verður áheyrsla á myndlist, tónlist, leiklist, þjóðsögn, heimsspeki og hugleiðslu. Allt í einum pakka.

Svo ætlum við að einbeita okkur að barnaheimilunum og bjóða upp á kennslu fyrir  börn í kringum 4 til 6 ára. Þar sem við annað hvort förum á barnaheimilin, eða fáum hluta af hóp frá barnaheimilunum til okkar. Þar verður lögð áheyrsla á sköpun, túlkun og sköpun hugans. Smá hugleiðsla verður einnig sett þar inn.

steina_34_ara.jpg

Það er staðreynd að það að hugleiðsla tengir viðkomandi við hærri energi sem er mikilvægt í allri sköpun. Einnig er hugleiðsla góð leið til að þróa einbeitingu hjá öllum bæði börnum og eldra fólki.

Ég veit að það verður mikið að vera bæði í þessu verkefni og skólastjóri í myndlistarskólanum, ennnn spennandi.

Það sem ég hef verið upptekinn af í mörg ár er að skólar almennt eru byggðir upp á rangan hátt. Það eru að mínu mati rangar áheyrslur á það sem nemendur eiga að kunna og er grundvöllur að geta/kunna, til að komast í áframhaldandi nám.

Bæði ég og allavega tvö af börnunum mínum eru með það sem ég myndi kalla skapandi gáfur. Við getum hugsað mjög abstrakt, í myndum og hugmyndum. Þessar gáfur eru ekki þær gáfur sem koma þér áfram í skólakerfinu, þó svo að þessar gáfur séu í raun þær sem ég meina að geti bjargað heiminum frá því ástandi sem heimurinn er í, í dag. 

gift.jpg

Þessar gáfur geta skapað nýjar hugmyndir í þjóðfélaginu. Þessar gáfur geta hugsað allt upp á nýtt og séð nýja möguleika í öllu.

Ég er ekki með þessu að segja að hinar gáfurnar, séu ekki nauðsynlegar, en saman geta þessar gáfur gert kraftaverk.

Einn heilahelmingurinn getur ekki á hins verið.

Ég held að einmitt núna þegar allt virðist vera að hrynja í kringum okkur sé tíminn til að fanga þær hugmyndir sem eru sendar til okkar frá hinu æðra.

Við þurfum að vera opin fyrir því sem kemur til okkar og móta nýja möguleika fyrir það þjóðfélag sem við búum í. Við höfum öll ábyrgð á því að skapa nýtt, skapa lífið í kringum okkur. Það hefur í raun aldrei verið eins mikil þörf á nýrri hugsun eins og í dag.

Núna er komið kvöld. Náði ekki að ljúka þessari færslu að ýmsum ástæðum. Það var sumaklúbbur hjá mér í kvöld með íslenskum komum, ósköp notalegt.

Ég bíð góðar nætur kæru bræður og systur.

Set til gamans inn gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu. Var að uppgötva skannara á prentaranum. sigrun_3_ara.jpg


Um að vilja ekki líkama sinn !

_mg_0023.jpgOffita er vaxandi vandamál, Einn af hverjum þremur yfir 20 ára þjást af offitu. Einnig er sagt að 27% barna og unglinga í heiminum séu of feit. Þetta eru bara tölur, á bak við hverja tölu er einstaklingur með sögu og baráttu sem erfitt er að fá hjálp til að leysa.

Þegar ég var lítil, fannst mér ég alveg eins og ég átti að vera. Þá var ég kannski tveggja ára, eða einhverstaðar nálægt því.
Þegar ég var 8 ára fannst mér ég líka vera eins og ég átti að vera. Ég var sennilega oft óþæg, en ég fann ekki fyrir neinu sem ekki væri í lagi með mig. Sennilega hef ég hugsað mig sem nafla alheims eins og öll börn gera.

Svo þegar ég varð tólf ára gerðist eitthvað sem gerði það að verkum að ég fann nýja tilfinningu, sú tilfinning var sú að vera öðruvísi. Þann dag var læknisskoðun í Víkurskóla. Þá vorum við mæld, skoðuð og viktuð. Ég var 54 kíló. Vinkona mín var 52 kíló. Þarna man ég eftir að hafa hugsað að ég væri of þung. Hvaðan sú hugsun kom veit ég ekki en sennilega hefur eitthvað verið sagt sem snerti mig í því óöryggi sem ég hafði fyrir._mg_9810.jpg

Ég varð unglingur og var falleg eins og ég sé það í dag. Ég varð meðvituð um líkama minn en var á einhvern hátt strax óánægð með hann. Ég byrjaði að svelta hann og refsa honum með hungri og fæði sem hvorki var gott fyrir hann, né mig.

Ég gerði eins og margir gera á lífsleiðinni, gifti mig og eignaðist börn. Líkami minn átti erfiða tíma í gegnum þessi tímabil, því ég gaf honum ekki tækifæri á að jafna sig eftir fæðingarnar með hollu fæði og kærleika, en ég þvingaði hann í "rétt" form, með hungri og meira hungri.

Ég fór í nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands, sem breytti öllu hjá mér, það var dásamlegur tími með sköpun og ævintýri fyrir mig. En líkami minn fékk ekki að vera með í þessu gleðirússi. Hann passaði mér ennþá ekki, var ekki eins og ég vildi hafa hann. Ég  svelti ég hann áfram og til að refsa honum ennþá meira lét ég hann tæma magann af öllu í klósettið, oft mörgum sinnum á dag.

_mg_7379.jpg Svona var sambandið á milli mín og hans í mörg ár, afneitun og pirringur. Auðvitað var þetta upp og niðurleið með misjafnlega miklum þjáningum okkar á milli eða þar til núna fyrir ekkert voða löngu síðan.  Ég fór að gera mér grein fyrir að líf mitt gæti ekki haldið áfram með þessari óvináttu milli mín og hans. þessu varð að ljúka og það varð að vera ég sem tók fyrsta skrefið til sátta, því það var ég sem hafnaði líkamanum á sínum tíma.

Ég byrjaði á því í hugleiðslu að skapa samband og traust okkar á milli. Það var svo skrítið að líkami minn tók strax í höndina mína, þegar ég rétti höndina mína til hans. Það tók svolítinn tíma fyrir mig að skilja þau skilaboð sem komu frá honum og senda skýr og einföld skilaboð til baka. En það koma allt saman með æfingunni. Næsta skref var að finna hvað væri best fyrir líkama minn og mig að borða, svo hann fengi allt það best til að byggja sig upp að nýju eftir margra ára svelt og ofát eftir því hvað passaði hverju sinni._mg_9982.jpg

Ég gerði mér grein fyrir að sykur væri ekki góður, en átti í vandræðum með að neita mér um sykur. Ég uppgötvaði líka að sykur er í svo mörgu sem maður gerir sér ekki grein fyrir að geti verið sykur í. Það er ekki auðvelt sem neitandi að sjá í gegnum þann matvörufrumskóg sem er í verslunum. Það gekk  svolítill tími, ég var orðin örvæntingarfull yfir að geta ekki haldið það loforð, sem ég hafði gefið líkama mínum.
Svo gerðist það sem svo oft gerist  þegar maður kallar á hjálp að hún kemur til manns. Vinkona mín gömul fann mig á netinu og hún var með hjálpina til mín og líkama míns.  Hún hefur hjálpað mér, eins og aðrir hafa hjálpað henni og svo koll af kolli.

Ég fann mína leið, minn sannleika. En ég veit að það eru jafn margir sannleikar og við erum mörg.
Ein lausnin fyrir mér er að borða rétt, það vita allir. Önnur lausnin er að elska sig og líkama sinn nógu mikið til að leita hjálpar við því sem við ekki ein ráðum við. Þriðja lausnin er hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu gagnvart því sem er öðruvísi, ekki eins og staðall sem búinn er til af örfáum, en lifað af mörgum

_mg_0097_772649.jpg Því út frá þessum fordómum skapast vandamálið, að leita sér ekki aðstoðar gagnvart þeirri fíkn sem ræður ríkjum í þeim sem slæst við vandamálið. Hræðsla við fordóma annarra gerir það að við sem þjáumst lokum augunum fyrir vandamálinu eins lengi og mögulegt. Ekki af því að við erum hrædd við aðra, nei af því að við erum sýkt af sama viðhorfi, fordómum gagnvart þeim sem hafa ekki stjórn á lífi sínu og við viljum ekki vera ein af þeim.

Núna er komið nýtt ár, með nýjum möguleikum og ég fer með gleði inn í þetta nýja ár með öllum þeim verkefnum sem bíða mín þar.  Ég ætla að byggja um sambandið á milli mín og hans svo það verði traust og gott inn í framtíðina.

Ég set inn myndir af mér frá þeim tíma þegar ég hélt fyrst að ég væri offitusjúklingur !

Mörg ykkar hafa spurt mig um hugleiðslu sem ég gæti sett inn á bloggið. Þessi er mjög auðveld og allir geta nýtt sér hana.

Góð leið að byrja daginn, til að tengja sig Sálinni og Almættinu.

Sestu niður,  lokaðu augun, sittu bein i baki með hendurnar afslappaðar  og fæturna  fast tengdar gólfinu.
Finndu ró og frið streyma um þig í smá stund. Finndu fullkomin frið streyma um þig og í kringum þig.
Finndu frið og Kærleika streyma um þig og inní þér. Engar neikvæðar hugsanir eða tilfinningar komast að þér.
Finndu andardráttinn þinn, rólegan og ákveðin, ímyndaðu þér að þú andir inn Friði og Kærleika og út öllum áhyggjum og neikvæðum hugsunum. Gerðu þetta í smá stund.
Þegar þú finnur að þú ert í fullkomni ró og tengingu við sjálfið segir þú í huganum:

Ég er Sálin
Ég er Guðdómlegt Ljós
Ég er Kærleikurinn
Ég er Viljinn
Ég er hið fullkomna , sem Sálin hefur skapað hér og Nú !
Sittu svo smá stund í þögninni  og upplifðu hana.
_mg_9810_772655.jpg




munum eftir hinum á jólunum

Laugardagskvöld !img_3818.jpg
Sól og ég slöppum af og horfum á jólamúsíkþátt og Gunni spjallar við Einar bróðir sinn inni í eldhúsi.
það hefur verið mikið að gera yfir jólin. Á aðfangadag vorum við hjá Sigyn, Albert og börnum á N. Sjálandi. Á jóladag voru 9 fullorðnir og 7 börn í heimsókn. hjá okkur Það var alveg rosalega mikið fjör hjá bæði fullorðnum og börnum. Börnin spiluðu playstation og sungu með ABBA og við hin fullorðnu spiluðum. Þetta var mjög international hópur. Það var töluð íslenska, danska, þýska og franska.

Á 2. Jóladag komu Tumi, Ráðhildur og börn sem eru ekki lengur börn heldur afskaplega skemmtilegt ungt fólk. Við fórum með Ráðhildi og Tuma í skógartúr hérna í skóginum okkar í yndislegu veðri, set nokkrar myndir inn.

Í dag kom Einar bróðir hans Gunna og verður hann hjá okkur í nokkra daga.
Það er svo skrítið, eins og ég er lítið félagsleg manneskja þá er alltaf erill hérna hjá okkur. Alltaf fólk að koma og fara og það er æfing fyrir mig að vera með í þessu. Hún skrítna sem ég hef skrifað um áður, sem stal kettinum okkar og klippti runna niður og fl. Og fl. Er næstum daglegur gestur hjá okkur.

 Þannig er að hún hún var í heimsókn hjá okkur nokkuð fyrir jól, á 3. í aðventu. Við sátum og vorum að spjalla við hana. Hún talar mikið og liggur mikið á hjarta. Hún situr meðal annars og horfir á aðventukransinn og segir: ég hef ekki verið með öðrum manneskjum á aðventunni frá því ég var barn (hún er 62 ára) !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég hafði svo ákveðið að spjalla við vinkonu mína á skypinu og sagði ég það við nágrannakonu að ég þyrfti að tala við vinkonu mína og það gæti tekið tíma. Segir hún þá: má ég sitja, hlusta og fylgjast með ykkur í smá stund, það er svo notalegt að vera í kringum manneskjur og fylgjast með heimilislífi !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Að sjálfsögðu. Ég spjallaði við vinkonu mína í tæpan klukkutíma og nágranni sat og hlustaði og drakk kakó.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

 Eftir símtalið spyr ég hana svo, hvað hún ætli að gera um jólin, það verður smá þögn og svo segir hún : ég á erfitt með þennan árstíma.....ég er alltaf ein með kisunum mínum. Hummmm, ég fékk illt í magann !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Í 13 ár hefur hún búið við hliðina á okkur og hefur verið ein öll jól !!!

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég fann mikla vanlíðan yfir þessu. Spyr hún svo hvort hún megi bjóða okkur í eplaskífur daginn eftir og koma með þær yfir til okkar. Það var að sjálfsögðu í lagi.

img_3790.jpgDaginn eftir kemur hún hingað yfir og er í ansi miklu stressi, því hún kunni ekki að baka þær! Hún bað Gunna að hjálpa sér sem og hann gerði. Ég spurði hana hvernig stæði á því að hún hafði boðið okkur þegar hún kynni ekki að baka þær. Hún sagði að mamma hennar hafi verið svo dugleg að baka eplaskífur og þar af leiðandi hélt hún að hún gæti líka. Ég gerði grín af henni (í góðu) og sagði að svona nokkur færi ekki í arf, en þyrfti að læra. Við fengum þó yndislegar eplaskífur og fallegt kvöld. Við buðum henni svo í hrísgrjónagraut í hádegismat á aðfangadag og deildum þá gjöfum til hvers annars. Hún bað um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við þökkuðum feginn fyrir því að við höfðum mikið að gera fyrir kvöldið.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Á jóladag var henni boðið hingað með fullt af fólki og það var yndisleg upplifun fyrir okkur og hana. Hún var yndisleg og setti líf í boðið. Hún er skrítin, hún er öðruvísi en flestir en það er lífið að við erum ólík og öðruvísi.

Hún kom með gjöf fyrir heimilið, hún kom með spegil sem er yfir 120 ára gamall og gerður úr steypujárni og giltur. Ofsalega fallegur spegill sem föðurafi hennar hafði smíðað.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Núna hefur hún komið daglega og beðið um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við höfum að sjálfsögðu alltaf sagt já við. Lappi nýtur góðs af, við njótum góðs af og nágranni nýtur góðs af.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Já það er svo margt við þessi samskipti sem vekur mig til umhugsunar ! Hvernig er það hægt að einhverjir eru svo miklir einstæðingar að þeir eru einir á jólunum, áramótunum, hátíðardögum.
Hvernig stendur á því að ég í öll þessi ár hef ég ekki spáð í það að í litla húsinu í bakgarðinum mínum væri kona ein, á jólunum, Hátíð Krists. Er það ekki einmitt tíminn sem við komum hvert öðru við, erum tengd frá hjarta til hjarta.

Nágranni verður aldrei aftur ein alla jóladagana, það sjáum við um.

Gleðileg Jól kæru netvinir og takk fyrir öll yndisleg kommentin ykkar og jólakveðjur.

_mg_0.jpg_mg_4.jpg_mg_5.jpg_mg_6.jpg_mg_7.jpg_mg_8.jpg


Við erum öll í einu orkufelti, sjáið bara vísindi !!!

foto_455.jpg

Kæru bræður og systur, mánudagur til gleði !!! Hef daginn fyrir mig með skrifum og að læra ensku betur.

Langaði að sýna ykkur þetta frábæra vídeó ! Mæli með að þið gefið ykkur tíma, þetta er mjög, mjög magnað.

Hafið fallegan og yndislegan dag öll sem eruð hluti af mér og ég af ykkur.


skrítin upplifun sem ég vil deila með þér...

_mg_6020.jpgÞað er orðið haustlegt hérna í Danmörku. Ég fór með vettlinga á höndunum í morgun þegar ég fór í vinnuna.

Á morgun er þessari vinnutörn lokið, vikufríið mitt byrjar á mánudaginn og ég hlakka mikið til. Ég er að klára uddannelssplanen í skólanum þessa dagana. Þar að segja að útfylla alla pappíra sem eru margir fyrir hvern nemanda í ungdomsuddannelsen sem er svo sent til námsráðgjafa sem fylgir hverjum nemanda, foreldra og sveitarfélaga. Ég sendi það síðasta út á morgun með bréfi um hvenær við fundum fyrir hvern og einn nemanda. Þetta er heilmikið batterí og ég verð svo feginn þegar ég er búinn að þessu.

Það hefur ekkert sérstakt gerst undanfarið nema ég hef það betur en ég hafði það áður. Ég hef haft góðan tíma með þerapístanum mínum og það var til að hjálpa mér að skoða hlutina ofan frá og þá er allt auðveldara.

Ég hef voða mikið verið að hugsa um atburð sem gerðist einu sinni fyrir mig.

Mig langar að deila því með ykkur, því ég hef verið að huga um hvað þetta hafi verið.
Þannig er að ég var á heimavistarskóla í tvö ár frá því ég var 15 ára til 17 ára.

Þetta gerðist þegar ég var 16 ára.

_mg_6033.jpg Það var eitt kvöld að mikil læti voru á vistinni, það gerðist hlutur sem ég vil ekkert fara út í hérna, enda hefur það ekkert með frásögnina að gera. En við á herberginu mínu vorum í mjög miklu uppnámi og grétum þessi ósköp og gátum ekki fallið í ró. Skólastjórinn kemur og talar við okkur og reynir að róa okkur. Kemur hann svo að rúminu mínu og segir mér að fyrr um kvöldið hafi gerst undarlegur hlutur. Hann hafi verið inn í eldhúsi að drekka kaffi. Hann var einn, af hverju veit ég ekki. Þá er bankað á dyrnar hjá honum. Ég vil taka það fram að skólinn er langt frá öllum mannabyggðum og til að keyra upp að skólanum þarf að keyra dágóðan spotta frá þjóðveginum.

En sem sagt hann opnar dyrnar og fyrir utan stendur maður. Hann biður um að fá að koma inn.

Hann biður um að fá vatn að drekka, sem hann fær.
Það eru svið á borðinu og hann spyr skólastjórann hvað þetta sé. Skólastjórinn verður undrandi á þessari spurningu, en segir honum að þetta séu svið. Hann bíður honum að smakka og mig minnir að hann hafi þegið það.

Svo spyr maðurinn hvort það sé stúlka þarna í skólanum sem komi frá Vík í Mýrdal sem hafi stafinn S sem fyrsta staf í nafninu sínu. Svo lýsir hann nokkrun veginn hvernig ég leit út. Hann nefnir m.a. að ég hafi græn augu og að mamma mín hafi I sem fyrsta stafinn í nafninu sínu (sem passar) Svo kemur hann inn á ýmis mál frá fjölskyldu minni sem ekki var á almanna vörum og fáir vissu.
Skólastjórinn segir að svo geti vel verið, en hvað það er sem hann vilji henni. Hann sagðist nauðsynlega þurfa að tala við hana um mjög áríðandi hlut._mg_6016_726550.jpg

Skólastjórinn sagði að það væri ómögulegt, þar sem hún væri farinn að sofa, en hann gæti komið að degi til ef það væri svona mikilvægt.

Spyr þá maðurinn hvort hann megi skrifa bréf til mín og hann /skólastjórinn vilji færa mér það. Segist hann að sjálfsögðu vilja gera það.

Bað þá maðurinn um blað og penna og skrifaði mér bréf.

Hann gefur svo skólastjóranum bréfið, kveður og hverfur út í nóttina.

Skólastjórinn gaf mér svo bréfið og sagði um leið að þessi maður hafi haft mjög sérkennileg augu.
Mér fannst þetta allt hið undarlegasta mál. Ég las bréfið en man ekki allt sem stóð í því, en ég man að það var skrifað með bláum kúlupenna.
Ég man heldur ekki allt sem hann skrifaði, en það sem ég man, var að hann sagði að ég hefði verið í draumunum hans í langan tíma og að hann vildi svo gjarnan gera eitthvað fyrir mig. Ef ég vildi gæti hann smíðað handa mér húsgagn. Einnig var símanúmerið hans í bréfinu, til að ég gæti hringt í hann.

Við fengum allar stelpurnar að lokum svefntöflu til að geta sofnað eftir mikil átök og ekki man ég fleiri smáatriði.

Ég reyndi að hringja í þetta númer, en það var ekki mögulegt að fá samband við þennan mann.
Ég hugsaði ekki oft um þetta, gleymdi þessu reyndar í mörg ár en undanfarið hef ég hugsað mikið um þetta og spáð í hvað þetta hafi verið og hver þetta hafi verið.

Gaman væri að heyra ykkar komment um þessa skrítnu upplifun sem ég hafði.

Núna ætla ég að gera mér gott te og fara svo í göngutúr með Lappa sæta.

Kærleikur til alls lífs og þín


rigning

rain-2.jpgÓsköp er ég eitthvað löt að blogga, er alltaf inni á fésbókinni að skrifa smátt og ekkert. En ég á heima hérna líka og góða vini hér sem ég vil ekki missa.

Allt er gott héðan að frétta.

Haustið er að koma, það finnur maður mest á rigningum og rigningum og aftur rigningum.

Mér er svosem alveg sama, finnst bara notalegt að vera inni og heyra rigninguna lemja á hitt og þetta úti í garði.

Ég er feginn að vera ekki fugl í rigningunni, því það er kannski þungt á vængjunum þegar droparnir eru að reyna að smjúga inn að holdinu. Það er þó þannig að fjaðrir hrinda frá sér vatni, þannig að droparnir slást við fjaðrirnar, eða þannig.

Ég vildi heldur ekki vera ormur eða skordýr með þessa risa dropa sem eru stærri en þau sjálf og koma alveg eins og sprengjudropaæði hver á eftir öðrum og gera svo mikinn usla í skordýraheiminum.

Nei, það er þó gott að hafa þak yfir höfðið sitt og skjótast inn þegar rignir. Maður getur líka skotist inn í regnkápuna ef rignir og maður finnur löngun hjá sér að vera úti.rain_forest_tropic_725114.jpg

Líka undir regnhlífina ef maður vill vera á peysunni eða kjólnum úti fyrir.

Líka inn í bílinn eða eitthvað annað ef maður vill hvorki hafa regnhlíf eða regnkápu og er kannski með voða fínt hár á höfðinu.

Þó svo að fyrir mér sé rigningin ekkert þægilegust, þá held ég að á sléttum Afríku komi til með að vanta vatn á næstu tímum.Þess vagna ætla ég ekkert að vera að óska mér rigningarleysis en að vera þakklát fyrir að sem kemur, hvað sem það er því ekki deyjum við hérna í Danmörku af vatnsskorti, nei nei sei sei

Blessuð séu dýrin okkar sem deila Móður Jörð með okkur!


páfagaukapeningaleysisgleðibanki í októbersólinni

_mg_3022.jpg

Allt er eins og vanalega ! Ljósið skín innan frá og út en núna er  tíminn til að lifa það.

Ég geri allt eins og áður, nema ég hugsa um hverja vöru sem ég ætla að kaupa.

Ég hugsa ekki um það sem mig langar að eignast af alla vega vörum.

Engan Iphone í jólagjöf !

Við saumum gjafir til stúlkna okkar í Afríku og Tælandi.

Við gerum garðinn fallegan fyrir næsta sumar.

Engin ferð í haustfríinu.

Við ætlum í ZOO og við ætlum að vera saman í fallegu haustinu hérna.

Plönum engin ferðalög næsta sumar, en garðurinn er fallegur, og Lappi verður ánægður.

Við misstum enga peninga, við áttum heldur ekki neina peninga.

Við  fórum í yndislegt matarboð hjá vinum okkar í gærkvöldi, það var svo ljúft. Við erum þrenn hjón hérna í bænum sem borðum alltaf saman einu sinni í mánuði. Allt var eins ljúft  eins og í gamla daga._mg_3012.jpg

Við löbbuðum heim eftir matarboðið í smá rigningarúða, það var ljúft og fallegt og ró yfir okkur.

Við drukkum morgunkaffið okkar í rúminu í morgun. Við spjölluðum um gærkvöldið, við spjölluðum um vini okkar og ættingja á Íslandi, við sendum líka hlýjan hug heim til Íslands.

Við spjölluðum um hvað við ætluðum okkur að gera í dag.

Ég fór inn í hug hugleiðslunnar

Sól og Gunni fóru á eplaplantekruna að týna síðustu eplin.

Ég kom til baka frá hinum innra heimi og sópaði, vaskaði upp, hlustaði á músík , gaf dýrunum, labbaði í garðinum.

Ég settist í sófann og skrifaði Gordon bréf. Ég fékk mér hádegismat og skoðaði fréttir innanlands og erlendis. Ég skoðaði fréttir um Obama, og mér hlýnaði um hjartað.

Ég gekk aðeins út í garð aftur, og ákvað svo að fara í bað. Ég fór í baðið, og það var ósköp stutt, en vellíðan við að vera hrein .

Ég fór aftur á netið og horfði á fréttir frá ríkissjónvarpinu heima. Ég fékk mér vatnssopa. _mg_3031.jpg

Settist svo hérna niður og ákvað að setja smá niður inn á bloggið. Múmín er hérna á stólarminum við hliðina á mér, á borðinu stendur fallegur blómvöndur með appelsínugulum og dökk rauðum blómum í bláum vasa með vatni frá krananum okkar.

Það er gott vatnið í Lejre.

Klukkan í eldhúsinu tifar tikk takk og það eru tvær flugur alltaf að setjast á höndina á mér á meðan ég er að skrifa. Ég sé líka þegar ég kíki upp frá tölvunni og horfi út um gluggann að það eru fullt af flugum og sólin skín inn um gluggann.

Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera svona mikil sól í október. Það er meira en sól, það er svo milt veðrið. Ég er nú þakklát fyrir það.

Ég heyri svo margt, og ég get valið að verða hrædd og fara í panik, en í raun eru þetta bara tölur sem ég heyri sem svífa óraunverulega í loftinu, þær ná ekki alveg inn í mig. Því lífið er í raun um eitthvað mikið meira og dýpra. Ég ætla eins lengi og ég get að vera í núinu og taka því sem koma skal, ekki að vera í sorginni og hræðslunni fyrirfram.

Ég held að þetta bæði getir verið og verði verra.

Það er svo mikið að lifa upp til, þegar margir peningar eru, en núna er bara að vera.

Stundum þegar ég er að hugsa um lífið, upplifi ég það eins og leikrit. Kannski svona spuna sem við improviserum. Það koma upp fullt af óvæntum hlutum sem við á besta veg reynum að leysa og leysa eins vel og við getum. Fyrir utan sviðið eru áhorfendur sem fylgjast með og skoða hversu vel okkur tekst og ef ekki tekst vel, þá æfum við atriðið aftur og aftur og aftur.

Það eru í raun að mínu mati engir erfiðleikar í lífinu, en fullt af möguleikum til að verða betri manneskja.

Allt er í raun eftir því hvernig við veljum að sjá það.

Páfagaukarnir mínir eru úti í sólinni í búrinu sínu, þeir eru svo glaðir ...

Kærleikur heim og Kærleikur til alls Alheims.

_mg_3041.jpg


það má ekki gleyma því að vera boðberi lífsins

foto_384.jpg

 Ég held svei mér þá að ég sé með þeim leiðinlegustu manneskjum í heiminum.

Ég elska að gera ekki neitt, að fara ekki neitt, að vera bara heima með Lappa lús og hinum óargadýrunum. Ég hef oft haft áhyggjur af þessu, en núna sé ég og hef oftast sætt mig við, að svona er þetta bara.

Vanalega á haustin förum við fjölskyldan í ferðalag til útlanda, en ekki núna. Ferðin okkar til Washington í sumar kostaði mikið. Sólin litla fór til Íslands í sumarbúðir í sumar, það kostaði líka mikið. Við fórum bæði til Íslands, ég síðastliðið vor til Sigrúnar systir í Bolungavík í fermingarveislu, Sólin litla fór að sjálfsögðu með. Gunni fór í sumar að hitta fólkið sitt.

Við höfum sem sagt ekki efni á einn einni ferðinni og ég er bara svo feginn !!_mg_2701.jpg

Í staðin nýt ég danska haustsins sem er svo fallegt með sterku samspili ljós og skugga sem skapast þegar sólin lækkar á lofti.

Ég er inni í fríviku frá vinnunni minni. Ég vinn sem sagt tvær vikur og er svo í fríi eina viku. Svo er ég í fríi alla mánudaga. ÉG veit að þetta er lúxus, en þetta er líka val. Ég þéna þar af leiðandi ekki eins mikið og ég gæti, en ég hef tíma til að sinna öðru  en vinnunni minni. Vinnan mín er að sjálfsögðu mjög spennandi en vinnan mín er ekki  það sem lífið mitt snýst um.

Frívikuna mína nota ég mikið til að hugsa, lesa og vinna myndlist þegar það brennur við.
Að sjálfsögðu nota ég líka meiri tíma í hugleiðslur á þessum frídögum en ég geri annars aðra daga. Ég fer líka í lengri göngutúra með Lappa töffara og það finnst honum ekki leiðinlegt.

Við vorum að koma úr einum slíkum áðan. Við hittum þrjá hunda, tveir sem vildu ekki leika við hann enda gamlir og þreyttir. Þeir eru á svipuðum aldri og Iðunn okkar var. Ég man eftir þeim sem hvolpum, þegar Iðunn var hvolpur.

_mg_2726.jpgSvo hittum við einn hressan og sprækan sem var skrítinn eins og Lappi. Þolir ekki hunda í bandi og hundaeigendur sem halda krampakenndu taki í hundana sína.
Svo við hundaeigendurnir vorum sammála um að leifa þeim að leika sér.
Þeir léku sér ekki lengi en pínu. Við gengum áfram meðfram Lejreá og hittum ekki neinn, nema dádýr  fugla og íslensku hestana sem við heilsum alltaf á íslensku og stundum fáum við leifi til að þefa af feldinum þeirra sem gefur myndir af landinu okkar. Ef þið skilduð ekki vita það þá er Lappi 75 % íslenskur hundur._mg_2731.jpg

Lappi er alveg frábær hundur. Hann er hlýðin með eindæmum, ekki vegna þess að hann er svona vel upp alin, nei af Guðsnáð vil hann gera allt svo að við séum ánægð með hann. Þannig að við getum haft hann lausan í göngutúr án þess að hann hlaupi í burtu og þegar við köllum á hann kemur hann um leið. Ef við hefðum verið algjörir hundæðissjúklingar þá gæti hann beðið stilltur og prúður fyrir utan hvað sem er án þess að vera bundin og beðið eftir okkur. img_2742_666392.jpg

En við erum ekki svona týpur og erum þess vegna bara ánægð með að hann sé svona í sínu guðlega eðli.
Við mættum líka hóp af eldra fólki sem gengu með skíðastafi ? Skrítið, en það var svolítið flott að sjá þau úr fjarlægð því allir vorum með eitthvað rautt í fötunum sínum.

Núna erum við sem sagt komin heim og sitjum úti í sólinni , ég með kaffið mitt og Lappi liggur undir borðinu.

Í dag ætla ég að gera plan fyrir fund sem verður hérna á sunnudaginn hjá the one earth group og senda það út til stjórnirnar.

Ætla líka bara að vera.

Í gærkvöldi gerðist svolítið fallegt sem mig langar að segja ykkur frá. Ég var að koma frá fundi í Kaupmannahöfn. Ég var að keyra á götu á Amager þegar ég sé lítinn fugl liggja á götunni og vera að baksa eitthvað mjög hjálparlaus. Ég parkeraði bílnum og hljóp út sem betur fer áður en einhver kom á bíl og keyrði á greyið.
Ég tók fuglinn upp og hann gat greinilega ekki flogið.

Ég inn í bíl með fuglinn og keyrði með hann heim. Hélt á honum með annarri hendi og stýrði með hinni.
Sem betur fer var hann alveg rólegur alla leiðina heim en það tekur mig ca 45 mín að keyra heim.
Þegar heim kom var Gunni vakandi og við kíktum á fuglinn saman. Hann var ekki vængbrotin, og það virtist ekkert vera að honum.

Ég ákvað að prufa að fara út með hann og sjá hvað gerðist. Hann sat sem fastast á hendinni á mér. Ég prufaði varlega að hrista hann af mér og tæla hann upp i tré.

En nei hann sat sem fastast. Ég rölti aðeins um og spjallaði við hann og sýndi honum þessi nýju heimkynni. Hann horfði með athygli á þennan nýja heim. Ég reyndi áfram að lokka hann á flug en þá gekk hann bara upp á öxlina á mér og var þar í langan tíma.Set hérna fyrir neðan tvær myndir sem Gunni tók af fuglinum í lófanum mínum áður en hann fór að rannsaka nýjar slóðir

Þetta var ansi óraunverulegt en mér fannst þetta vera fallegt. Að lokum flaug hann upp í tré og ég stóð svolitla stund og einbeitti mér að honum.

Varð mér þá ljóst að þetta var boðberi frá dýraríkinu. Boðberi um að það sé mikilvægt að ég haldi fólkus á það sem mér er svo mikilvægt í þessu lífi og því má ég  ekkigleyma.

Að ég er þeirra boðberi ...........

Kærleikur til ykkar allra.

img_2739.jpg

img_2738.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband