Færsluflokkur: Bloggar

Það sem ég elska við lífið er hversu marglitt það er.

 Ég hef hitt svo margt dásamlegt fólk í gegnum árin sem hafa verið með til að víkka meðvitundina mína.

Ein af þeim hefur komið upp í hugann minn undanfarið. Hún var ekki lengi samferða mér, en ég kynntist henni svolítið. Mér er oft hugsað til hennar og er þakklát fyrir að hafa þó haft þennan litla tíma með henni.

Ég hitti hana í landi, sem ég var í. Við unnum saman af og til en þó ekki mikið. Hún var algjörlega einstök í öllu því sem hún gerði svo einstök a. Hún var falleg og einstök.  Hún hefur ábyggilega sett spor sín á alla sem urðu á vegi hennar.

Hún hafði algjörlega sinn eigin takt í lífinu, takt sem ekkert gat fengið hana frá.

Einu sinni bauð hún mér í mat. Það var gaman að koma inn á heimilið hennar sem var ótrúlega fallega skipulagt. Hún var safnari, hún safnaði vínilplötum, helst áskrifuðum. Hún átti líka allar sínar plötur í cdum. Plöturnar voru raðaðar upp eftir stafrófsröð. Ein eftir aðra í fallegum takti í hillunum. Þetta voru margar plötur og margir cdar, kannski 1000, kannski 2000 ég veit það ekki. Hún átti margar áritaðar, mjög margar.

Hún hlustaði líka á músíkina eftir stafrósröð. Eina eftir aðra eftir því hvar í stafrófinu þær voru.

Hún bauð mér upp á yndislegan grænmetisrétt úr matreiðslubók eftir Linda McArtney, ekki af því að ég var grænmetisæta, nei af því að hún var komið að þessum rétti í þessari bók. Hún var komin að stafnum L á þessari síðu. Hún var sjálf ekki hrifinn af bjór, en ég sem betur fer því samkvæmt bókinni var bjór með þessum rétti og það var borið fram.

Allt kryddið í hillum var raðað með svo mikilli natni í hillurnar hennar að það var unun að skoða inn í skápana hennar, sem hún sýndi mér með mikilli gleði.

Hún átti mikið og fallegt safn af bókum, sem ég fékk leyfi til að skoða. Hver einasta bók var sett í plast, til að verja þeim fingraförum. Hún las  bækurnar sínar eftir stafrósröð, Yndislegt og svo fallega skrítið.

Hún átti líka alveg magnað safn af póstkortum sem frábært var að skoða og detta inn í þessa ferðaheima. Hún fékk bæði sent frá fólki sem hún þekki og ekki þekkti í þetta fallega safn sitt.

Hún sagði mér fallega sögu sem ég sé sem fallegt verk. Hún hafði einu sinni átt í heitu ástarsambandi við mann. Hún elskaði hann mjög heitt, tjáði hún mér. Einn daginn sagði hann henni að sambandinu væri lokið og því var ekki breitt. Hún fylltist mikilli sorg en varð þó að lifa við þann söknuð sem við tók.

Það voru mörg ár síðan þetta hafði gerst og hún hafði ekki hitt neinn síðan sem fyllti plássið í hjartanu hennar.

Hún sýndi mér svo möppu með fullt, fullt af ljósmyndum af stigagöngum. Allir stigagangarnir voru ólíkir og sögðu hver sína sögu. Ég spurði hana hvað þetta eiginlega væri. Þá sagði hún mér að í öll þessi ár sem liðin voru frá því að hann hafði sagt henni upp hafi hún fylgt honum eftir. Í hvert sinn sem hann flutti í nýja íbúð, fór hún og tók mynd af stigaganginum þar sem hann bjó þannig var hún hluti af lífi hans og fylgdi í hans fótspor.

Þetta var ekki það eina sem hún gerði í skema, allt hennar líf var fyrirfram ákveðið, þá meina ég allt.Svona getur lífið verið fallegt og skrítið

 


allt er eins, þó ekkert

img_5244.jpgAllt er betra núna, þó allt sé eins og áður. Jafn óljóst og hræðsluvekjandi og áður, en hugurinn er annar.

Það er gott þegar maður finnur að hægt er að flytja hugsunina frá einum punkti til annars, eins og þegar maður flytur gula manninn frá einum fletinum til annars í lúdó.

Ég flutti hugann frá einum fleti yfir á annan, og allt leit öðruvísi út. Allt sem fékk magann til að hoppa á haus og fram og til baka varð rólegt og yfirvegað.

Í dag vinn ég í garðinum, sem áður var tilgangslaust. Í dag plana ég hvort eða hvort ekki við eigum að fá hænur aftur. Ég skoða blómin mín og fallegu laukana sem koma upp úr moldinni hér og þar og ég nýt þeirra eins og alltaf, án hræðslunnar að allt þetta er ekki með í framtíðinni.

Ég sit á kvöldin og byggi heima til næstu sýningar, ég tek brot og lími saman í heild sem segir ekkert, en segir þó kannski allt, það skiptir engu máli.

Ég talaði við gamla vinkonu mína í langan tíma í morgun. Hún hringdi í mig í fyrsta sinn í nokkur ár. Við fórum hver sína leið eins og gerist. Hún fór sína leið í reiði sem var á þeim tíma ekki auðvelt fyrir okkur. Við höfðum byggt Listaskólann upp saman og svo margt annað.

Hún stóð svo einn daginn við dyrnar mínar og ég bauð henni að sjálfsögðu inn. Við töluðum, við töluðum mikið og í hverju orði var heilun til hver annarra. Hún hringdi svo aftur í morgun og við héldum áfram að tala þar sem frá var horfið eins og ekkert hefði gerst og við værum saman fyrir fjórum árum. Við vitum heldur ekki hversu langan tíma við höfum saman. Hún er mikið veik og lifir einn dag og kannski spáir í næsta, hver veit. Við viljum sjá hvort við getum hugleitt saman fljótlega, einu sinni gerðum við það oft.

Það er svo mikilvægt að muna í samskiptum við vini eða ekki vini að kannski fer annað hvor yfir á innri plön, á eftir, á morgun eða annan dag , við vitum ekkert.img_5255.jpg

Ég er svo þakklát fyrir að við náum að heila sambandið okkur hérna í þessu lífi en bíðum ekki með það.

Ég fór í gönguna mína með Lappa í morgun. Það var að venju yndislegt. Við hittum Ulrikka. Hún er sú sem ég er að opna nýja skólann með. Við ræddum saman og vorum glaðar því við fengum styrk til skólans í gær og það gefur okkur rými til að gera ýmislegt. Ég sagði henni frá því að ég hafði næstum því  fengið mér lítinn hvolp. Það munaði næstum engu. Ég útskýrði líka að í þeirri hugsun að vilja fá hvolp var flótti frá því hversu mikið er að gera hjá mér og ég þrái eitthvað sem er svo nálægt og áþreifanlegt sem það er að fá nýjan hund. Það setti huga minn í ró.

Það er eins og minni mynd af því að vera bóndi. Ég sagði henni líka frá því að þegar ég var lítil óskaði ég þess að vera bóndi og grafa í jörðina, setja nefið í kýrnar og liggja í sófanum með hundinn minn og fylgjast með veðrinu í sjónvarpinu._mg_5234.jpg

Drekka kaffi í eldhúsinu og hlusta á hádegisfréttirnar með glerglasið mitt fullt af kaffi, mjólk og sykri. Það skrítna er að ég er allt hann bóndinn, aldrei húsmóðirin. Ulrikka sagði mér að þegar hún var lítil dreymdi hana um að vera fornleifafræðingur. Vera með fingurna í jörðinni og finna fortíðina. Við hlógum að þessum fallegu draumum og vorum sammála um að það væri gott að hafa þá að halla sér að þegar of mikið er að gerast og okkur vantar ró.

Við fáum bæklingana í næstu viku og heimasíðan opnar vonandi í næstu viku. Allt er að skella á. Allt í einu á meðan við stóðum þarna og sögðum frá, varð Múmin minn sem er rauði kisi pirraður á þessu blaðri hljóp á milljón upp í tré með halann sinn pirraðan. Okkur var ljóst að hann vildi halda áfram. Við kysstum hvor aðra og gengum hver sína leið. Hún var svo falleg þarna með rauða hárið sitt og í fallega grænum og bláum fötum.

Það er nóg að gera með hinn skólann. Bráðum skólaslit með sýningu og skemmtilegheitum.   Nýir nemendur á leiðinni inn næsta haust. Að sjálfsögðu fer engin út en við höfum ákveðið að taka tvo nýja inn. En það reddast allt eins og alltaf.

Núna ætla ég út með kornkaffið mitt, setjast aðeins í sólina og setja svo aðeins fingurna í moldina. Set inn myndir frá garðinum mínum og eina af mér og hvolpinum sem ég var næstum því búinn að kaupa !!!
Kærleikur og Ljós til ykkar allra

_mg_5233.jpg_mg_5350.jpg


sumt kemur bara og vill skrifast.

img_5144.jpgÞessi orð kalla á mig og vilja skrifast.

Hef reynt að ýta þeim frá mér, því allt er of nálægt mér eins og er.

Oftast er best að skrifa um eitthvað þegar það er liðið hjá og maður er ekki í þeim tilfinningum á meðan farið er yfir það sem þarf að fara yfir.

En þessi grein vil út til þeirra sem á þurfa að halda núna, burtséð frá minni þörf og mínum tilfinningum.

Það segir mér að þörfin sé mikil fyrir umræðu og orð um þessa tilfinningu sem við berum öll í okkur meira eða minna, kannski meira núna þessa dagana en minna.

Hugtakið er “hræðsla/ótti” Ég finn þessa tilfinningu læða sér inn hjá mér þessa dagana í tíma og ótíma og ég upplifi ekki að ég geti varist henni. Veit þó að til er leið og tækni til þess, en á því augnabliki sem tilfinningin  er þarna upplifi ég mig varnarlausa.

Ég hugsa sennilega of mikið og reyni of mikið að skilja það sem gerist í óttanum á skynsemisplaninu, á meðan ég ætti sennilega að vera að gefa óttatilfinningunni minni, þann kærleika og skilning sem henni ber.

Ég held að óttinn liggi yfir Móður Jörð núna og láti engan ósnortin. Ég finn eins og óttinn geri mig lamaða, sem verður til þess að ég get ekki hugsað skírt og rökrétt, en í staðin sveima hugsanirnar aftur og aftur í höfðinu mínu án upphafs, endis eða möguleika til að komast út úr aðstæðunum sem virðast óyfirstíganlegar.

Þetta er í raun mjög skrítið, ég næ ekki að vera herra yfir þeim, sennilega vegna þess að ég reyni að þvinga þær í burtu með rödd skynseminnar, vil ekkert vita af þeim sem hluta af mér, sem  ég þó  veit að er hluti af mér, þó ekki ég.

Ég óttast það, sem ég get ekki stjórnað, ég óttast að missa það sem ég á. Ég veit allt með skynseminni, en hún er ekki samstíga tilfinningunum.

Ég get misst, já, það veit ég. Það er hluti af því að vera á lífi. En það að missa getur verið það sem þarf til að fá eitthvað betra.

Ég óttast að missa heimilið mitt, já það er líka möguleiki  á að ég missi heimilið mitt. En kannski er það ekki það versta sem getur gerst. Til að nýir hlutir geti gerst, verður að gefa þeim pláss. Ekkert er endalaut, ekkert í lífinu er endalaust, nema kannski lífið sjálft.

Ég hef verið í þessari skrítnu leiðslu undanfarna daga, sveiflast á milli vinnugleði með ný og spennandi verkefna til tilgangsleysis og örvæntingu yfir því sem ég get ekki stjórnað. Ég sé hlutina stundum að ofan og skil dýptina og tilganginn með öllu sem gengur yfir mig og okkur, en stundum upplifi ég það sama í tilfinningunni, óttanum, sem gerir mig máttvana og örvæntingarfulla. Ég get ekki, að mér finnst, valið hvaðan ég sé og upplifi, það kemur eins og að sjálfu sér.

Ég vildi svo mikið óska að ég gæti alltaf fókuserað að ofan á aðstæður og sægi hlutina í hinu stóra samhengi. Það myndi gera mér betur kleift að halda jafnvægi sem gerði mér auðveldara um vik að vinna þau verk sem kalla á hér og nú.

En kannski er það einmitt mikilvægt að ég upplifi mig máttvana og örvæntingarfulla, því það gerir mér kleift að skilja og læra það sem svo margir ganga í gegnum. Ég er hluti af óttaafli sem herjar á heiminn. Að vera hluti af þeirri tilfinningu, gerir að ég skil hana og skil þar af leiðandi aðra betur en ella.

Ef mér tekst að vinna á óttanum, verð ég meistari á því sviði og get þar af leiðandi verið öðrum hjálp í þeirri baráttu sem aðrir herja.

Eitt finn ég og veit, að það er mikilvægt fyrir mig og alla, að fá það besta út úr öllum erfiðleikum. Sjá erfiðleika, ótta, sorg, máttleysi eða hvað sem kemur sem möguleika til að vaxa. Hvað er mikilvægast fyrir mig að læra hér og nú. Hvað get ég nýtt mér þessa upplifun á sem bestan máta. 

Sennilega er mestir lærdómurinn sem ég get fengið úr þessari tilvistarkrísu, að fara frá því að trúa á hinn innri heim, yfir í það að VITA og TREYSTA ! Það finn ég á þessu augnabliki, að er verkefnið.

Ég VEIT, ég treysti á að ef ég geri allt það besta sem ég get gert, þá er það sem gerist, það besta fyrir mig.....

Blessun og Kærleikur


Fegurðin í náttúruríkjunum

wijr.jpgEr allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt.  En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.

Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.  

 En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.

það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.

Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki  !

Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.

Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.

 Hugrenningar mínar fara  til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.

Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.

 Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!

Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.

Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum,  í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.  Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.

Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við  eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.

Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?

Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !

Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka,  fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira

Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:

Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


Sjálfsþekkingar hugleiðsla

Ég hef lofað ykkur mörgum að gera hugleiðslu á bloggið. Loksins kemur hún og vonandi getið þið notið hennar.  sjá videó neðst í þessari færslu !!! Vonandi hjálpar þetta einhverjum á leið til betra lífs.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra !
 

 


hitt og þetta

_MG_7885Á mörgum sviðum er ég vanamanneskja. Núna sit ég hérna, ný komin heim með kornkaffi án koffíns  með h.hnetur sýróp. Geri þetta núna á hverjum degi við heimkomu. Ég held að svona vanar geri mig örugga í lífinu, finnst ég vera örugg frá einu augnabliki til annars.

Dagurinn í dag var yndislegur, langur en yndislegur. Vaknaði eins og oftast kl. 5.oo og hugleiddi til kl. 6. Fór með lestinni kl. 7 og það var bjart, en kalt. Ég fór með húfu, trefil og vettlinga, ekki beint sumarlegt. En ég naut lestarferðarinnar og las í áhugaverðri bók”viljens psykologi “ eftir Poberto Assagiolo. Ég hef átt þessa bók lengi en núna virtist vera komin tími til að lesa hana. Virkar mjög áhugaverð.
Dagurinn í dag í skólanum, frá frábær, allt á fullu við að gera grafík, það hanga grafíkverk um öll loft.

Ég fór svo röska göngu inn í bæinn og keypti nýjan DVD fyrir skólann. Sá gamli er ónýtur og við horfum á bíó á morgun. Eftir skóla var svo fundur milli mín og einnar sem ég vinn mikið með í sambandi við allt mögulegt sem hefur með skólann að gera. Það dásamlega var að við héldum fundinn úti í sólinni !!!

Á leiðinni heim gekk ég í gegnum Köge og það var mikið líf og fjör. Mikið af ungu fólki sem var ansi léttklætt, enda geta þau ekki beðið eftir að það komi sumar. Í lestinni sat ég bara og horfði út um gluggann og það var svo mikið dýralíf. Fullt af dádýrum og fuglum. Ég var svo heppinn að ná lestinni beint heim frá Roskilde og var komin hingað heim kl. Hálf fimm.

Þegar ég kom inn í húsið var mér tekið fagnandi, bæði af Lappa og kattakúkalykt sé ég fór strax á veiðar eftir. Fújjj hvað það var vond lykt. Ég fann sökudólginn undir eldhússkápnum ☹ Ég veit hver gerði þetta, það er hún Alex gamla kisan okkar sem er að gera mig gráhærða með þessu, þessi elska.

Ég er með kattasand inni, fyrir hana. (Hinir kettirnir fara bara út og gera sínar þarfir). En Alex, hún vill ekki út og hún vill ekki skíta í kattakassa. Sem betur fer fer að vera heitt og þá sér maður hana varla.
Eftir 14 daga fer ég til London, ein................

Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá frú bloglötu


Myndin er send út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og á Íslandi

000.jpgÆtla að blogga smá, eða þangað til ég get skúrað gólfin. Ástæðan fyrir að ég get ekki skúrað strax er að heimasætan er að taka til í herberginu sínu, það eru tröppur frá herberginu hennar niður í eldhús og það er opið allt á milli. Í herbergi heimasætunnar eru parakítafuglar og naggrís og þessu fylgir mikið af allavega kornagrasarusli. Ég þarf sem sagt að skúra hennar gólf fyrst.

Annars er ég búinn að vera mikið veik alla vikuna og smá af hinni vikunni líka. Ég hef verið með ferlega verki í maganum og svakalegan höfuðverk. Höfuðverkurinn gæti verið orsök þess að ég hef verið að afeitra mig af koffíni. Ég er sem sagt hætt að drekka kaffi og svart te. Ekki spyrja af hverju, ég hlustaði á kropinn minn og fékk þessi skilaboð og þar sem ég hef ákveðið að vinna með honum/henni en ekki á móti, þá er ekki annað að gera, en gera það. 

Í morgun var ég í mínu morgunbaði, eins og flestir sennilega gera og í leiðinni að spjalla við Gunna sem var að raka sig. Glugginn var opinn samkvæmt venju. Allt í einu skellur glugginn aftur með miklum hávaða og við heyrum mikil hljóð. Gunni kíkir út, en sá ekkert í fyrstu svo sér hann fálka fyrir neðan gluggann í slagsmálum við smáfugl, vá ekki lítið undarlegt að sjá þetta bara metir frá okkur og lætin svo mikil að þeir flugu á gluggan, grei litli fuglinn! Gunni horfði á þetta lengi, enda áhugamaður um mat, en ég horfði bara smá, en nóg til að muna þetta undarlega augnablik.Við erum með alveg ofsalega mikið af fuglum í garðinum okkar, þó svo að við séum með fjóra ketti og einn hund. En ástæðan er sú að við fóðrum þá út um allt af eplum, fitu og korni. Ég veit ekkert huggulegra en að sitja og horfa á þá gúffa í sig öllu þessu góðgæti. Það versta er að allt er útskitið á tröppunum í kringum húsið.  

Allt gengur vel við undirbúninginn á skólanum. Við erum búinn að fá aðstöðu í frábæru húsi hérna í miðbænum. Ég hef oft áður notað þetta hús við hin ýmsu listaprojekt, en núna getum við leigt ár frá ári. Getið hvað það kostar á ári ???? 2000 dk til 5000 dk ! Ótrúlegt. Sjá mynd:images-1_806628.jpg

Við höldum marga fundi og skrifum mikið, því við byrjum í september.

Annars er ég hamingjusöm, fátæk, en hamingjusöm. Fórum út að kaupa inn í gær og urðum hálf hissa á hversu mikill munur það er orðið að versla núna en bara fyrir stuttu. Allt orðið dýrara og það finnst greinilega. Við erum líka kúnnar hjá Danske Bank og þar er allt í panik núna, engin lán ekkert að hafa þar. Vorum að spá í að kaupa nýjan bíl, en nei ekkert lánað. Okkur leið eins og við værum einhverjir aula kúnnar híhí. Bílinn okkar verður sem sagt að duga smá áfram.

Í næstu viku byrjar vinnutörn hjá mér og hlakka ég til eftir þennan veikindatíma. Hlakka til að vera með skemmtilegum nemendum og kennurum skólans. Það eru að gerast skemmtilegir hlutir þar. Við erum að gera bók um verk nemendanna. Einn af kennurum skólans stendur fyrir því verkefni. Hann Hartmut, þýskur listamaður alveg yndislegur. Hann hefur skaffað okkur mjög góðan listfræðing til að skrifa texta í bókina. Vikuna áður en ég veiktist sendi ég kvikmyndina um skólann út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og líka þeirra íslensku. Vonandi vilja þeir sýna þessa frábæru mynd sem á erindi til allra. að mínu mati, þessi mynd er verk í sjálfu sér, því hún er svo róleg og falleg með yndislegri músík. Einnig kynnir hún skólann alveg frábærlega vel. Við höfum aldrei  upplifað það áður en núna er stöðugur straumur af fólki sem vil inn í skólann, við fáum gesti í hverri viku og eins og staðan er núna erum við með þó nokkra á biðlista. Við höfum hreinlega ekki fleiri pláss. "Lúxusvandamál"

hgh.jpg

Jæja kæru vinir og bloggvinir það verður ekki meira að sinni. En ég sendi ykkur öllum KærleiksLjós með ósk um allt það besta til ykkar samkvæmt Guðdómlegum lögum og reglum

 

 


Lífið er fallegt

This is a story about a dog who was born on Christmas Eve in 2002.

He was born with 3 legs - 2 healthy hind legs and 1 abnormal front leg which needed to be amputated. He of course could not walk when he was born.Even his mother did not want him.
He was rejected and scorned.

 His first owner also did not think that he could survive.
 Therefore, he was thinking of putting him to sleep..
 At this time, his present owner Jude Stringfellow came into his life and wanted to take care of him.
 She was determined to teach and train this dog to walk by  himself.  She thought, all we need is a little faith.
 Therefore she named him 'Faith.'
In the beginning, she put Faith on a surf board to let him feel the movements of the water.  Later she used peanut butter on a spoon as a lure and to reward  him for standing up and jumping around.  Even the other dogs at home helped to encourage him to walk.  Amazingly, after only 6 months, like a  miracle, Faith learned to balance on his 2 hind legs and jumped to move  forward.  After further training in the snow, he can now walk like a  human being.
Faith loves to walk around now.
No matter where he goes, he just  attracts all the people around him.  He is now becoming famous on the  international scene.  He has appeared in various newspapers and TV  shows.  There is even one book entitled 'With a little faith'  being published about him.
His present owner Jude Stringfellow has given up her teaching job and plans to take him around the world to preach,
'that even without a perfect body,
 one can have a perfect soul.'
In life there are always undesirable things.
 Perhaps a person who feels things are not going as well as they could will feel better if they change their point of view
and see things from  another perspective.

Perhaps this message will bring fresh new ways
 of thinking to everyone.
Perhaps everyone can appreciate and
be thankful for each beautiful day that follows.

Life is the continual demonstration of  having faith.
  Believe in yourself.
  Never lose faith.

-1fxvmi.jpg-2tywhs.jpg-3msbfn.jpg-4zlcsr.jpg-10.jpg


Blessun

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.
Blessun matarins : Haltu hægri hendi yfir matnum og vinstri hendi lyftirðu upp með lófann fram á við. Segðu frá hjartanu á meðan þú lætur Kærleika og Ljós streyma yfir matinn þinn.
Lát þessa fæðu gefa þá næringu sem þarf til að öðlast andlega vöknun
20061106152011_2.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband