Færsluflokkur: Bloggar

Heimar Mætast

Samsýning  Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir !  Endilega skoðið hinn hlutann af sýningunni sem er á rými  Guðsteins hér

 

01

 

 05

 

04

 

08

 

09

 

10

 

 

 

 


Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi !

"HEIMAR MÆTAST"

Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi !

Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar. 

Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir.

Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli.

Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni.

Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.


Minningar sem erfitt er að sætta sig við !

051

 

 

Einu sinni sagði ein góð vinkona mín við mig : Steina þú ert engin alvöru bloggari, alvöru bloggarar blogga á hverjum degi !

Þetta er alveg rétt, ég blogga ekki á hverjum degi, er oft marga daga að mynda hugmynd inni í höfðinu á mér hvað er aktuelt !

Þannig verður það áfram, ég blogga kannski einu sinni í viku, stundum tvisvar, stundum oftar og stundum sjaldnar !

Það er annars ansi mikið um að vera þessa dagana, við erum að fara að gera alveg nýtt baðherbergi, við erum að fara á Dokumenta í Kassel  31 agúst til 2 águst !

Á laugardaginn gista hérna 15, 10 ára rollingar í tjaldi úti í garði . Það verður sem sagt haldið upp á afmælið hennar Sólar með stæl.

Gunni verður með stóra veislu sama dag þannig að ég fór alveg í panik í gær þegar í horfðist í augu við að ég yrði ein með allt liðið !

Hringdi í Sigga minn  og hrópaða SOS (stóri  strákurinn minn sem er fluttur að heiman) Hann kemur sem sagt á föstudagskvöldið og verður fram á laugardagskvöld að hjálpa til. Alina kærastan hans kemur allan laugardaginn og hjálpar til.

Og hann Guðni Már vinur minn kæri kemur á laugardaginn og verður fram á sunnudag (Þá fer hann heim til Íslands) ! Ætli ég láti hann ekki bara vera plötusnúð  á laugardagskvöldinu , það kann hann víst best !

Í síðustu viku sá ég mynd af litlum kettling, þessum hérna:info

 

Ég ákvað að skrifa um meðferð á dýrum hjá börnum.

 Ég átti einu sinni kisu, sem hét Kisa.

Einu sinni þegar ég var eitt sumar í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni minni þá tókum við Kisu með.

Eitt kvöldið kom Kisa heim og var öll í bensíni, einhver hafði helt yfir hana bensíni, og sennilega (það er bara ágiskun) til að setja í hana eld! Hun var ansi aum og skelfd blessað skinnið, og við fjölskyldan alveg í sjokki.

Ég fékk ansi mikin pirring til eyjabarna á þessum stutta tíma sem ég var þar. Sá einu sinni tvö börn sparka á milli sín lundapisju eins og fótbolta. Ég skarst að sjálfsögðu í leikinn og hellti mér yfir þessi börn !

Ég ætlaði að skrifa pistil á einhver svona hátt !

Svo fóru að koma upp minningar hjá mér sem voru frekar ónotalegar og ég reyndi að ýta þeim í burtu. Sumt er of ömurlegt til að vilja muna, þegar maður vill vera góður. Ég vil vera góð við dýr og ég er eins góð við dýr og mér er mögulegt !

Ég hef alla mína ævi verið mikil dýramanneskja.

Ég á minningu frá æskuslóðum mínum Vík í Mýrdal, þar sem við okkur börnunum hafði verið sagt að ef það kæmu selir á land ættum við að láta vita til einhvers fullorðsins, og eins og við skildum það þá myndu þau fullorðnu bjarga selnum. Einn daginn fundum við kóp á ströndinni og við hlupum að sjálfsögðu upp í bæ og náðum í fullorðin sem kom og lamdi líftóruna úr kópnum. Þetta var alveg hræðileg lífsreynsla fyrir mig og ég man að ég grét alveg óskaplega bæði yfir ýlfrinu í kópnum og líka af því að sjá lífið í þeirri mynd sem það oftast er.

fyll

En eins og oft gerist með börn þá verða þau á meðan þau eru börn oft hluti af því umhverfi sem þau alast upp í. Á þeim  tíma var ekki talað mikið um að fara vel með dýrin  !

 Það var venja á haustin að fara að veiða fýl ! Fýll var herramannsmatur að mér fannst þá. Fólk fór í hópum til að berja með priki líftóruna úr þessum ungu fuglum sem gátu enn ekki flogið. Ég fór líka með krökkum niður í fjöru og tók þátt í þessu.

Það var mynd af einni af þessari minningu sem ég átti erfitt með að sjá. Ég man eftir tveim skiptum sem ég var með í svona hópvinnu. Þegar við höfðum svo lamið lífstóruna út úr blessuðum fuglinum þá fórum við inn í Vík og seldum fuglinn. Þetta þótti alveg sjálfssagt og það var engin spurning sett við þessa athöfn. Svona athöfn getur tekið langan tíma og er þetta ábyggilega hræðilegt HRÆÐILEGT fyrir fuglinn.

Ég veit ekki hvort þetta er gert ennþá á svona óhuggulegan hátt, en ég geri ráð fyrir því ! Ef  svo er er tíminn sennilega núna sem þessir hlutir gerast !

Þegar ég hugsa til baka, þá get ég alveg séð að ég var auðvitað bara barn sem gerði eins og hin börnin. Okkur hafði aldrei verið sagt að þetta væri að pína dýr, því fullorðnir gerðu þetta jú líka og hver átti þá að opna augu okkar fyrir því hræðilega sem við gerðum !

Ég get séð þegar ég hef þessa minningu hversu mikilvægt það er að foreldrar ræði svona mál við börnin sín svo að börn framtíðarinnar verði ekki eins miklir villimenn í drápum á meðbræðrum okkar og systrum og við og forfeður okkar hafa verið. Maður þarf að vera meðvitaður um að þó svo börn séu fædd með góðan vilja þá hefur umhverfi og þeir sem umgangast barnið mjög mikil áhrif á hvernig barnið þróast.

Ég elskaði dýr sem barn, ég stal andarunga frá andamömmu til að fara með heim og hafa heima (var samt send til baka með ungan til andamömmu) . Samt er ég með í að drepa dýr þar sem aldrei er sett spurning við hvernig það er gert, ALLIRGERAÞETTA.( það hafa alveg örugglega ekki allir íbúar Víkur gert þetta, en minningin er svona hjá mér )

Fýll þykir herramanns matur í Skaftafellssýslu og ég sem barn borðaði hjá vinum og vandamönnum þegar ég fann lyktina þegar það var fýll í matinn. Ég get séð þegar ég hugsa inn í mig sem þessi litla dásamlega stúlka sem elskaði dýr, að það sem ég ólst upp með  hafði ekki sömu áhrif á mig og það sem kom nýtt inn í huga hennar. Það verður einhvernveginn sjálfsagður hlutur, eitthvað sem við setjum ekki spurningarmerki við, svona er þetta bara !

Hvernig væri að fara með túrista í svona fýladrápsferð !!! Ég er hrædd um að hvalveiðar hrifu alveg úr umræðunni ! Fýllinn er ekki eins magnaður og hvalurinn eða eins sætur og selurinn ! Ég er ekki að segja að eitt útiloki annað, ég er einmitt að segja að eitt útilokar ekki hitt !SaveTheHarpSeals7

Ég skrifa þessa færslu til minningar um þá fugla sem ég var með til að drepa sem barn. Og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta ! Ég vona að þessi pistill fái fleiri til að hugsa um þessa hluti !

AlheimsLjós til ykkar og fuglasálarinnar  


Móðir Jörð andar út á morgnana , inn á kvöldin.

000thoughts

 

Dagurinn í dag er bara fallegur ! Var að koma heim eftir vinnuna og það er helgi. Fyrsta vikan í skólanum var yndisleg, okkur hlakkaði öllum svo til að hittast.

Það hafði gerst ýmislegt, ein af okkar ungu nemendum sem býr ein og er oft ansi einmanna hafði fengið litin hvolp, Trille ! Hún fær að halda frí fyrstu vikuna til að gefa Trille tíma til að venjast að vera ein smá stund í einu. Einn annar nemandi minn hafði misst móður sína fyrir 14 dögum. Hún er einbirni og mjög náin mömmu sinni. Ekki nóg með að móðir hennar lést þá fékk pabbi hennar hjartaáfall nokkrum dögum eftir að mamman var jörðuð. Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir  G. Hún kom í skólann fyrsta daginn og H. sem fékk hvolp kom líka fyrsta daginn til að sýna Trille. Við tókum öll hjartanlega á móti hvert öðru. Það var kysst og talað. Í eitt augnablik þegar ég sat og horfði yfir hópinn fékk ég sting í magann yfir hversu dásamleg þau eru. Þarna sat G. Og tárin láku niður kinnarnar hennar á meðan sumir voru í kringum hana og hún sagði frá hvernig allt hefði verið í miklum smáatriðu. Rétt hjá henni sat H. með litlu Trillu og þar var líka hópur í kringum hana og dáðist að litla hundinum. Svo gekk fólk svona fram og til baka og tók þátt í mikilli gleði og stórri sorg í raun á sama augnabliki. Ég fann fyrir svo mikilli gleði yfir hversu stórhjörtuð þau eru. Allt er þetta fólk sem á við vandamál að stríða, hafa einhverja fötlun eða eru með lélega sjálfsmynd, en þau gátu verið þarna og upplifað allar þessar tilfinningar og haft pláss fyrir þær.

Ég er ánægð með vinnuna mína !mountaintop

Mig langar að skrifa svolítið meira (ekki mikið) um reiðina. Ég skrifaði fyrr í vikunni um hvernig ég gaus upp um síðustu helgi.

En ég hef mikið verið að velta fyrir mér í langan langan tíma um þetta með reiðina. Reiðin er í raun orka, sem við(persónuleikinn) eins og straumbreytir getum valið hvernig við notum.

Ég hef mjög mikla orku og hef alltaf haft, og oft hef ég notað hana neikvætt, en nú seinni ár oftast jákvætt. Ég held  að þegar við erum kannski alveg keyrð út af sporinu með reiðina þá sé mikilvægt að skoða þessa orku og ákveða sig hvernig maður vill nota hana. Hún hleypur ekki í burtu, en er þarna og þetta er Guðs gjöf en við í persónuleikanum breytum henni í neikvæð öfl á meðan við ekki vinnum með okkur og notum þessa orku jákvætt. Við reynum oft að loka þessa orku inni í kistunni, og við sitjum á lokinu og pössum að hún komist ekki út, en það er ekki endalaust hægt að sitja á lokinu og þá sleppur hún út og skapar kaos, við söfnum henni saman , troðum henni í kistuna og sitjum og reynum að láta eins og ekkert  sé ! Það væri sennilega best að hleypa henni út og nota hana í eitthvað jákvætt, eins og tildæmis að vera með til að skapa heila hreina Guðdómlega Jörð fyrir og með bræðrum okkar og systrum !   

Það sem ég gerði var að byrja að hugleiða og vinna að bættum heimi. Ég reyni að nota alla þessu orku á eins jákvæðan hátt og mögulegt er. (það tekst sko ekki alltaf) En þegar það gerist að ég missi tökin eins og ég gerði á laugardaginn þá reyni ég að finna út úr hvað liggur á bak við, því það er þarna eitthvað sem ég þarf að vinna á og það sé ég sem möguleika á þroska.   

Fyrir mér Sálin okkar allra  fullkomin, persónuleikinn hefur ýmislegt sem hann þarf að vinna með.  Persónuleikinn er það hljóðfæri sem við spilum á sem manneskjur og það er svo mikilvægt að finna Lífstóninn svo við spilum  ohm3saman sem hin stærsta Guðdómlega hljómsveit, konsert sem sameinar allt Líf á Jörðu sem eitt, einn andardráttur með Móður Jörð sem andar út á morgnana , inn á kvöldin.  

 Hljómsveitarstjórinn er almættið, hin hreina orka frá  einum Kærleika til okkar allra og alls Lífs á Jörðu.

Við þurfum að vera meira meðvituð um að það er í raun alveg sama hvað við köllum okkur, íslendinga, dani, svía, Kristna, Gyðinga .....

Ef kærleikurinn er ekki í því sem við segjum  þá  þá tölum við ekki frá hjartanu eða út frá hinu æðra, heldur frá því sem liggur lægra, tilfinningunum  sem stjórna okkur svo oft og láta okkur halda að við séum þau einu sem halda rétt og gera rétt !

 láta okkur sundra en ekki sameina.

Best held ég að  sé að vera meðvitaður um þessa hluti og hugsa áður en við dæmum aðra og okkur sjálf.

Við sem mannkyn erum ekki meiri eða minni en veikasti hlekkurinn, það sýnir hversu mikilvægt það er að taka í hönd bróður og hjálpa honum með, og bróðir tekur í mína hönd og hjálpar mér með !261219609

 Ég sé þessa hluti mjög aðskilda. Sálina, Persónuleikann, tilfinningarnar, hugsunina og líkamann. það sem sameinar þessar einingar er kannski það sem við köllum heilög orka, ég æðra ÉG ið.....

Ég skrifaði í fyrrnefndum pistli að ég hefði heyrt mig tala á tveim stöðum. Þar að segja ég hlustaði á tvær raddir inni í mér sem rökræddu fram og til baka.

Hver var það sem HLUSTAÐI !

AlheimsLjós til ykkar


 


Ég vil skilja undirmeðvitundina !

hellofriendcz5

Það er rólegt eftir storminn ! 

Ég átti erfiðan dag í gær.

Það er ótrúlegt að hugsa hvað reynsla, hugsanir og pælingar færa mann svo í reynsluna aftur sem gefur manni ennþá betri  skilning á því sem maður er að pæla í.

Síðasta færsla var mikið um það að við skiljum á mörgum plönum, við skiljum og heyrum oftast frá fortíðinni.

Þetta hafði ég upplifað í fríinu, ásamt þeim sem ég var með í fríi, en var þó meira á þeirri hlið sem sá að hlutirnir voru ekki upplifaðir í núinu, heldur voru átök yfir orðum sem voru ekki raunveruleg, en komu frá undirmeðvitundinni. Þannig að ég upplifði þetta ekki í mér, en sem sá sem reynir að koma í skilning um.

Í gær var yndislegur laugardagur, sólin skein og það var heitt. Við nutum þess að vera í garðinum og dútla að blómum. Ég fann að það var stuttur þráðurinn hjá mér, strax þegar ég vaknaði, en ekkert svona alvarlegt, enda verð ég sjaldan reið nú orðið, en get verið  innaðvent og hugsi.

Við ákváðum að fara í göngutúr í skóginn sem er hérna rétt hjá og athuga hvort við fyndum ber, og eitthvað skemmtilegt. Við tókum hundana með að sjálfsögðu. Lappi byrjar um leið og hann sér að við tökum fram hundaólarnar að nú ætlum við í göngutúr, og hann hoppar og vælir og veit ekki hvað hann á að gera, þar til hann finnur út úr að það er víst best að setjast á bossann og bíða eftir að ólin verði krækt í hálsbandið. Iðunn er aðeins rólegri og fylgir okkur grannt með augunum. Við förum inn í skóginn Ledreborgsskov. Hann er stór og dásamlegur og fullur að lífi, dádýrum og öllu sem lifir í Danmörku. Við elskum að ganga þarna um og tala um hvað allt er orðið stórt og breytt frá því við fluttum hingað fyrir 11 árum. Þetta tré og hitt tréð hefur stækkað svona mikið. Á leiðinni inn í skóginn förum við alltaf inn á Lejre fótboltavöllinn og hundarnir hlaupa lausir, við rifjuðum upp þegar við komum hingað með Sólina okkar í barnavagni og Iðunni, til að þjálfa Iðunni, Við byrjuðum tvisvar með hana í hundaskóla en gáfumst upp, hún var svo brjáluð, en fórum á fótboltavöllinn í staðinn.

heart20hand

Núna er Sólin okkar 10 ára, Iðunn 11 ára og Lappi með, lítill kúkur tveggja ára. Þetta töluðum við um og hlupum með hundunum, Það var sennilega mest Sól sem hljóp, við gerum það í minningunni fyrir 10 árum.

Við gengum inn í skóginn, sáum dádýr, fullt af froskum.

Við sáum vínberjasnigla. Þeir eru risastórir og mig hefur alltaf langað í þá í garðinn minn. Við fundum 6 og settum þá í poka og núna eru þeir í garðinum okkar.

Við löbbuðum hjá ánni þar sem Iðunn baðaði alltaf í gamla daga, og Gunni fann myntu sem við eigum ekki og tók rót með heim.

Við komum inn í Jungelstigen, sem er svæði í skóginum sem er smá girt að. Þetta er leiksvæði  með allavega ævintýralegu gert úr sjálfum trjánum og þeim aðstæðum sem er í kring. Þarna er stórar rólur sem hanga frá efsta tré.og við róluðum, það var gaman.

Þarna var reipi sem hékk niður frá efsta tré og á endanum bar smá hluti af bíldekki sem gert var ráð fyrir að bossinn væri á. Sól sveiflaði sér eins og apaköttur fram og til baka voðalega gaman. Gunni sveiflaði sér líka.

Ég þori ekki mörgu svona, fer aldrei í neitt í tívolí er hrædd við hraða og hæðir, allt sem ég get ekki haft kontról yfir.

jd

Ég hugsaði mig lengi um, og ákvað svo að prufa, ég byrjaði hægt og rólega og það var gaman að svífa svona í loftinu, Gunni byrjaði að ýta mér og í fyrstu var það gaman. En svo varð það ansi hratt og ég kalla nei, nei, nei, hann tekur það ekkert alvarlega og ýtir mér ennþá hærra og snýr mér um leið þannig að ég snýst í loftinu í hring, ég varð alveg BRJÁLUÐ ! ég öskraði á hann að stoppa, sem hann gerir strax, sér að nú eru góð ráð dýr, ég stoppa, öskra á hann og ræð ekkert við mig , hann segir fyrirgefðu, en það er enginn leið, ég hafði misst völdin...

Ég rauk af stað með grey Iðunni sem vil alltaf halda hópnum saman, ég labba á undan og vorkenni mér alveg hræðilega. Af hverju koma þau ekki á eftir mér ? Nei þau halda áfram að leika sér. Ég vorkenni mér ennþá meira og held áfram og finnst ég vera alein í heiminum. 

Ég sest niður í slottsgarðinum og bíð eftir þeim um leið og ég hugsa mitt,

Ég get aldrei treyst honum, hann fer alltaf yfir strikið og svona hélt ég áfram að byggja upp neikvæð hugsunarform, sem ég vildi ekki út úr. Ég var líka á öðru plani meðvituð um hversu langt úti ég var, og horfði eins og niður á mig og hugsaði : taktu þig nú saman manneskja, þú ýkir upp úr öllu valdi, svona alvarlegt er þetta ekki !! Ætlarðu að eyðileggja skógartúrinn með þessu, eða koma til baka og biðjast afsökunar á að þú hafir brugðist svona harkalega við.readCropThumbFile

Gunni ,Sól og Lappi komu gangandi, og ég var enn ferlega fúl, fannst hann ekki hafa iðrast nóg, þannig að ég sat áfram og var fúl með fúlum hugsunum.  Eftir nokkur hörð orð okkar á milli halda þau áfram og ég sit og er enn fúl og vorkenni mér alveg hroðalega. Allt var svart.

Ég fer svo smátt og smátt að hugsa ekki bara í persónuleikanum, hvað er þetta eiginlega, löngu horfnir brestir (að ég hélt) koma svona og laumast inn í líf mitt, mér algjörlega að óvörum ! Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan þessar hugsanir voru þarna voru hinar líka að brjótast um og reyndu að halda í völdin, Það var eins og þær neikvæðu og þær jákvæðu berðust um að halda athyglinni hjá mér. Ég gekk af stað og hugsaði fram og til baka. Ég mætti elsku fjölskyldunni á leiðinni, fann að Iðunn vildi helst ekki vera hjá mér, orkan var betri hjá þeim.

Skil hana vel.

Við komum heim og jákvæðu hugsunarformin voru búinn að sigra, ég varð leið yfir þessari hegðun og bað Gunna og Sól afsökunar.

Núna sit ég hérna og velti þessu fyrir mér. Ég veit að ég slæst við það (eða ég hélt slóst við) að treysta fólki, ég á erfitt með ef ég hef ekki sjálf tökin í hlutunum . Þetta er að sjálfsögðu gamalt sem þarf að vinna á. Það kemur fram núna vegna þess að þetta er ennþá veikleiki minn. Það verður aldrei markvert þegar þetta er um tannlækna, tívolí, þegar ég fæ flís í fótinn og ég ÞARF að fá einhvern annan til að taka flísina. Fer til læknis og þar að fara í rannsóknir. Allt þetta er hægt að fela undir að ég er bara duttlungafull. En að missa svona stjórn á sér eins og ég gerði í gær get ég ekki falið undir neitt. Eitt er að Gunni hefði átt að hlusta á þegar ég sagði nei, annað er þessi miklu viðbrögð.2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2

 Kannski gerði hann mér ómeðvitað greiða með því að stoppa ekki. Ef hann hefði ekki stoppað væri ég ekki hér í þessum pælingum.

Það er orsök fyrir öllum hlutum og það er afleiðing. Afleiðingin af þessu er að ég þarf að kíkja á hvað er að gerast í undirmeðvitundinni, hvað er það sem hefur gerst sem veldur því að ég treysti ekki öðrum, þegar á reynir ?

Það sem ég upplifði var ekki að Gunni rólaði mér hátt, og hann stoppaði ekki um leið og ég sagði, ég upplifði eitthvað miklu dýpra, hræðslu við það að missa tökin, og af hverju hef ég þessa hræðslu.  Ef ég hefði bara orðið hrædd hér og nú, hefði ég ekki brugðist svona rosalega við. Ég hefði sennilega bara orðið fúl og hellt mér smá yfir hann, og svo búið, það er að mínu mati nokkuð eðlileg viðbrögð. En að missa gjörsamlega stjórn á sér, þá liggur meira undir.

Núna þegar ég sit hérna er þetta bara ennþá einn möguleikinn í lífinu að takast á við og það verður spennandi eins og svo margt annað.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þetta er að ég veit að það er fullt af fólki sem hefur svipaða hluti að slást með og með því að deila minni reynslu get ég kannski gefið einhverjum eitthvað sem hann/hún getur stuðst við í sinni þróun sem betri manneskja.

Núna ætla ég að eiga góðan dag með fjölskyldunni, heyri að þau eru að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.

Ljós og friður til ykkar á fallegum sunnudegi.9210db36-1


Við heyrum ekki alltaf í núinu, við heyrum oftast frá fortíðinni

 Billede 3142

Komum heim eftir 9 daga ferð til Svíþjóðar. Þetta var ferð með miklu, upplifun, tilfinningum upp og niður.

Sem sagt lærdómsrík. Við keyrðum fyrst í Pippiland, þar að segja í garð í Smálöndum þar sem er hægt að upplifa öll ævintýrin hjá Astrid Lindgren í leikritum, leikjum húsum og bæjum. Við fórum þangað fyrir 3 árum og það var þvílík upplifun hjá Sól dóttur okkar og Lilju barnabarni okkar sem var þá 2 ára.Þarna var aftur gaman að vera, nema ég er orðin of gömul fyrir að nenna svona tjaldveseni !!!  Við skoðuðum líka nýtt safn sem hefur verið gert um Astrid Lindgren. Við hérna á bær höfum verið mjög hrifinn af bókunum hennar og lesið upphátt fyrir Sól.  Bræðurnir Ljónhjarta er mitt uppáhald. Græt með ekkahljóðum þegar ég les þessa dásamlegu bók. Þessi kona hefur verið stórmerkileg og langt á undan sinni samtíð og er ég þá að skoða sýn hennar á dýr og dýravelferð.

 

Hún barðist mikið fyrir þessa bræður okkar og systur .

Hún fékk m.a. í afmælisgjöf  frá Sænska ríkinu þegar hún varð 9o ára,ný lög sem segja að öll dýr eiga að hafa aðgang að ökrum og útiveru. Þetta finnst mér frábær afmælisgjöf !! Þetta þýðir að það eru engin búrdýr í Svíþjóð !Billede 3303

Við vorum sem sagt þarna í 4 daga, mjög gaman fyrir okkur öll.

Við fórum svo að hitta hugleiðslugrúppuna og fjölskyldur þeirra. Við vorum með þeim í 5 daga í húsinu í skóginum við vatnið. Frábær staður, frábær náttúra.

Húsið var risa stórt pláss fyrir ca 30 manns. Við hugleiddum á morgnana frá 8 til 9. Á meðan fóru Gunni og Sól að synda í vatninu. Við vorum svo allan daginn að svamla, syngja, spila, tala, leika, horfa í bálið, borða góðan mat, mála, teikna, syngja karókí (ég söng karókí) Þetta var dásamlegt Við komumst langt inn í hvert annað, sáum barnið hvert í öðru, sársaukann hvert í öðru, gleðina hvert í öðru. Þetta var gott fyrir grúppuna.Billede 3373

Ég varð meðvitum um hversu mikilvægt það er að vinna með sjálfan sig og þá fortíð sem maður hefur, hvernig fortíðin getur haft áhrif á þá sýn sem við upplifum í okkar daglega lífi. Hvernig fortíðin getur fengið okkur til að heyra hluti á ólíkum plönum. Við heyrum ekki það sem er sagt, en við heyrum frá fortíðinni, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

Við upplifðum svo mikið þegar við erum börn frá bæði foreldrum okkar og þeim sem eru í kringum okkur. Við höfðum í raun engar varnir gagnvart þeirri orku og þeim orðum sem voru í kringum okkur.

Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig. Það var í raun stórmerkilegt, en mjög erfitt að upplifa þessa hluti svo tens sem ég upplifði. Það er líka gjöf, því þá verð ég meðvituð um hversu mikilvægt það er fyrir mig að vinna áfram með Gordon (sem ég er í þerapí hjá). Lífið er einn langur lærdómur.Billede 3437

Við komum heim í gærkvöldi. Ég vaknaði svo í morgun og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var nýja kisa komin, Ingeborg.

Ingeborg átti að fara yfir í kattasálina. Við vorum beðin að taka hana því eigendur hennar pössuðu ekki vel upp á hana. Getur maður sagt nei, þó svo maður sé með 3 aðra ketti, tvo hunda og tvo páfagauka.

Nei við gátum það ekki , þannig að Ingeborg er hérna liggur á vinnustofunni minni hjá mér , ofan á öllu dótinu frá ferðalaginu og sefur. Hún er 4 ára og voða sæt.

Núna er föstudagur, ég ætla að hvíla mig mikið um helgina, erum samt að spá í að mála eldhúsið !

Ljós og friður til ykkar allra.

 

Billede 3557

 

 


mætum öðrum þar sem þeir eru !

252201711_6c1efae194

 

 

Allt er svo rólegt í dag ! Við erum ein heima með dýrunum, ég og Gunnar.  Ulla og Claudia vinir okkar komu í mat í gærkvöldi og dóttir þeirra Nína er vinkona Sólar, svo Sól fór heim með þeim og svaf þar í nótt!

Við nennum ekki miklu, höfum borðað góðan mat, fengið okkur kaffi og köku, sem ég og Sól bökuðum saman í gær. Við hugleiddum saman og erum svo bara að dúlla okkur.

Við förum til Svíþjóðar á miðvikudag. Förum fyrst í pippiland, (vorum þar fyrir 3 árum og fannst frábært) og verðum þar í tvo daga. Hittum svo hugleiðslugrúppuna í Smálöndum. Við höfum öll saman leigt risastórt hús inni í skóginum 3 metra frá vatni sem hægt er að synda í. Þarna ætlum við að vera saman fimm daga.  Við ætlum að sjálfsögðu að hugleiða saman eins oft og við getum. Ég ætla að kaupa striga, akrýlliti og allt sem þarf til að mála, við ætlum nefnilega inn í skóginn að mála og reyna að sansa álfa. Við ætlum að fara í leiki saman sjá bíómyndir sem eru tengdar okkar áhugaefni. Við förum að borða á frábærum stað þar sem allt er lífrænt ræktað og staðurinn er mjög andlega upp byggður sjá:.Hillesgarden

Ég og Gunni ætlum líka að týna bláber í sænska skóginum og við heyrðum líka að það væru komir sveppir (kantaellur). Þannig að þetta verður vonandi alveg dásamlegt.

Ég gæti svo sem hugsað mér að skrifa um margt og mikið, en eins og er akkúrat núna hugsa ég upp og niður, út og suður.

Ég vil skrifa um allt.

En það sem ég hugsa um núna, er að dæma !l_62bc2ec8eb90a32656f5d1411da1ad87

Já ætli ég spái ekki aðeins í það. Við erum öll svo dugleg  að dæma, og þegar ég skrifa um þetta er ég kannski að dæma okkur fyrir að dæma, þetta er ekki alveg auðvelt. En eitt er kannski að dæma annað að hafa skoðun, eða hvað?

Það er að mínu mati mikilvægt að hafa skoðun, en það er svo auðvelt að detta í það frá sinni skoðun að dæma aðra sem gera og hugsa öðruvísi. Ég hef verið að lesa hin og þessi blogg undanfarið og oft verð ég ansi leið yfir hversu tóninn er hörkulegur og fólk er fljótt að fella dóm yfir einu og öðru, ég segi ekki að ég sé hótinu skárri en það væri svo gott ef maður væri duglegri að hugsa sig aðeins um áður en hamarinn fellur.

Það eru nefnilega svo margir sannleikar, og svo margar hliðar á hverju máli. Við höfum hver okkar sannleika og okkar hátt á að sjá lífið, sem er svo ólíkt hjá hinum og þessum. Ef ég tek trúmál, sem eru oft  í brennidepli. Það er fólk sem er mjög heittrúað og það stendur með ritninguna og að því sem þeim finnst sannleikan í hendinni, og því miður heyri ég og les oft fordæmingu yfir þeim sem ekki hugsa alveg eins þeir. Í kristinni trú er aðalatriðið  að mínu mati eða það sem ég hef lesið og heyrt: Kærleikurinn til alls Lífs. Það sem stendur upp úr, en því miður er það ekki það sem oftast skín í gegn. Kannski þegar allt leikur í lyndi, en sjaldan þegar á reynir. Það er að mínu mati vöntun á víðsýni ekki bara í kristinni trú, en í öllum trúarbrögðum.

Ef við öll værum meira opin fyrir hvert öðru og hvað hver og einn hefur valið sem sína leið til Guðs, væri kannski ekki þatta hatur á milli trúarbragða. Það er ótrúlegt að stærsta stríðið í heiminum sé á milli þeirra sem trúa á sannleikann, sinn sannleika, en hata hina sem hafa hinn sannleikann. Er kannski ekki þegar upp er staðið; þeir sem eru hvað mest fordómafullir gagnvart þeim sem hafa aðra sýn á hvað er trú, hvað er Guð, hvaða leið er best til Guðsríkis þeir sem skapa trúnni og Hinu Æðra hvað mestum vandræðum í að sameina okkur bræður og systur á Jörðinni. Eru ekki þeir sem er hvað mest öfgafullir í trúnni þeir sem fæla bræður og systur í burtu frá hinu Guðlega.

m_cae8ceb5959aad3a9935a6dffe4a65b3

Ég hef alla tíð frá því ég var barn verið trúuð, en hef ekki getað fundið mig í þeim öfgum sem oft vilja verða, og þeirri hugsun : við hin trúuðu og svo  hinir ! Því fyrir mér hangir það ekki saman, því fyrir mér er ekki  við og þið, heldur bara VIÐ.  Við erum öll eitt ! Og ef ég hjálpa ekki bróður mínum eða systur þar sem þörf er á þá hjálpa ég ekki sjálfri mér. Hvort sem bróðir minn eða systir er Kristinn, Islam, Gyðingur Buddisti Djöfladýrkandi, dýr eða hvað sem er....

Það er allt um Kærleikan, ekki bara Kærleikan til ákveðins trúarhóps, heldur til Alls Lífs ! Það er lika annað sem ég finn að hefur áhrif á mig það er þegar við lifum í orðinu sem trúuð, en ekki í því hvernig við erum og hugsum. Það er svo auðvelt að slá um sig með stórum orðum um Guð og það Heilaga. En það er erfiðara að lifa það.  Þá vil ég meina að það sé mikilvægara að lifa það en að segja það. Því það hverning við lifum og erum við samferðafólk okkar hvort sem eru manneskjur eða dýr  er miklu áhrifameira en upphrópanir og tilvitnanir í Bókina sönnu.

Við ættum að mér finnst að vera meðvituð um allt það sem við eigum sameiginlegt með hvert öðru en ekki það sem við eigum ekki sameiginlegt !grandmotherandchild

Ég hef tekið eftir að það eru ekki mörg trúarbrögð sem setja dýrin hátt. Það undrar mig, því í mínum sannleika eru þau jafn mikið börn Guðs og við, bara ekki komin eins langt. En vonandi verður breyting á um leið og heimurinn verður betri og við öll saman erum duglegri að skrifa og hugsa fallega um okkur og alla hina.

Um leið og ég skrifa þessi orð set ég inn frétt  um hunda, besti vinur mannsins ! Hundar og kettir notaðir lifandi sem beita fyrir hákarla. Meðferð okkar á dýrum hefur sennilega ekki verið hroðalegri í sögu mannkyns, en þá er bara ein leið UPP !

Ég er hérna ekki að dæma (vonandi) en hafa skoðun (held ég )

Alheimsljós til ykkar allra

 

STRAY dogs are being skewered on hooks and dragged behind boats as live shark bait The cruel practice takes place on French-controlled Reunion Island in the Indian Ocean A six-month-old labrador pup was recently found ALIVE with a huge double hook through its snout051019_dogs_sharks

and another through a leg The pup was found in a coastal creek and is thought to have somehow freed itself from a fishing line.But other dogs and kittens have been chomped up and swallowed by sharks.

http://news.nationalgeographic.com/news/2005/10/1019_051019_dogs_sharks.html


I Like to note that before i created this petiton i did some research on this because when i first read this news report i couldnt belive it so i did some research and i got some feedback from a local in the area who has confirmed that this has happened in that island.

http://www.snopes.com/critters/crusader/sharkbait.asp i also like to post this link it says that this is a hoax but yet it says right in here that it has happened and that some fishermen have used this practise to catch sharks

 

157023025

 

 

 

 

 


Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!

Billede 2941

Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum.  Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar  í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.

Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.

Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !!  Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt  á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna

Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !butterflyanimi

Ég sem sagt henti verkinu !!!

Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.

Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri  flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !

Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.

Þessu má og þarf ég að breyta.

Henda út, skapa nýtt.

Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.

Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

whiterosesereratorlx8

 
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .infinity-sign

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.

 Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.

aaa_visual_newlarge

 

 

 

Og hvað þurfum við til þess ?

Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !QuoteMotherTeresa-Peace_large

Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Alheimskærleikur til ykkar allra

 

 ..



 Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.

Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

 

Í skjóli föðurgarðsins

Og í skelfingu bersvæðanna

Átti ég þig að, leiðtogi minn

 

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.

Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

 

Þú varst mér ilmur

af eplum og greni.

Þú sem ert fiskur ristur á vegg

rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

 

Þú sem ert Einhyrningur

og enga myrkviður skelfist.

 

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns

En þig missti ég

Og þín er ég að leita sífellt...

 

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.

Gamli maðurinn heldur áfram:

 

Dag einn

Dreymdi mig þig

Einhyrningurinn

Aleinn sit ég við fótskör þína

Hugur minn er kvíðafullur

Hornið fram úr enni þér gnístir !

Hjartaslag eftir hjartaslag

hnikar  því nær

og rakleitt

að rótum dýpstu bænar minnar.

Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég

Svo lengi að það standi

Gegnum mig

Og í gaflinn dökka mér að baki ?

Endurleysi mig ?

Engu svaraðir þú, en mæltir:

 

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða

ber ég eld að sjálfum mér.

Í augsýn

alls heimsins mun ég loga !

Ég er íþyngdur spádómsritum

íþyngdur testamentum

játningum og jarteiknum.

 

Eitthvert sinn

Þegar ókomnar stundir líða

þyrla ég sögunni frá enni mér

þvílíkt sem skýjum

og brenni sjálfan mig

til svartrar ösku

 

Fylli svo aftur hvern hlut

fylli nálægðirnar

fylli víðátturnar

vængjaður sögulausum geislum !

 

Og hjarta mitt kyrrist

Það kveið engu framar.

Hjarta mitt átti sér gleðisöng

Engin takmörk !

 

Þetta voru orð skáldsins.

Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:

Ávallt fylgi ég þér

Og öllum hinum dýrunum

 

Horn mitt er geisli

Það heggur í tvennt vegleysuna !

 

Ég renn á undan ykkur

Um rautt myrkur skóganna.....

Sama hvort er banggrátt

blik  tungls um granir ykkar

ellegar þið berið

í alsælu leiðslu

á herðakambinum

háa stjörnu......

 

Ég renn á undan ykkur

 

Sjá ég er vatnið

Sem var og er, þótt það brenni !

 

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

En þig missti ég.

Og þín er ég að leita , sífellt......

unicorn041

 

 


 

 

 

   

 

  


Jannis Kounellis prófessorinn minn frá Dusseldorf

 

 

Kounellis2

 

 

 

 

Jannis Kounellis var prófessorinn minn þegar ég var í Listaakademiunni í Dusseldorf !

Fyrir mig er hann stórkostlegur listamaður og maður.

Hann fékk mig til að trúa að ég GÆTI !

Hann var með til að styrkja mig í að það er jákvætt að vera sá sem maður er í verkunum sínum, en ekki að kópía aðra.

Hann fékk mig til að sjá trúna í því sem ég geri.

Hann var eitt að því besta sem ég hef upplifað í þróun minni sem manneskja því hjá honum fékk ég trúna á sjálfa mig!

Þegar ég hugsa um hann og það sem hann gaf mér sé ég hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur.

Þegar ég hugsa um marga af öðrum kennurum sem ég hef haft í gegnum lífið sem hafa rifið mig niður en haldið að þeir væru að byggja mig upp hugsa ég líka um hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur. Orð hafa áhrif, uppbygging eða niðurrif.

Ég upplifði hjá honum að vera séð sem myndlistamaður og tekin alvarlega í því sem ég var að gera.

Ég upplifið skilning á mínum hugarheimi, sem var dýpri en ég hafði sjálf,

Ég hafði áður haft marga kennara, en enginn hafði það sama og hann.

Hann sá langt inn í sálina mína og með einhverjum töfrum fékk hann allt það sem ég hafði fram , þangað, sem ég gat notað það og trúað að það væri rétt.

Honum er ég eilíflega þakklát fyrir þau 3 ár sem ég var nemandi hans.

Hérna er tvö video um verkin hans

Alheimskærleikur til ykkar og hans !


Hver man ekki eftir honum !!!

 

dddd


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband