Færsluflokkur: Bloggar

hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt

Við erum upptekin af friði, og Við viljum vel, Við gerum oftast vel, eða eins vel og Við getum. Við erum meðvituð um það sem gerist í heiminum, kannski meira en Við oft erum um það sem gerist í okkur sjálfum. Það er auðveldara að hafa skoðun á Abdulla í Tyrklandi, en að hafa skoðun á sér. Það er auðveldara að finnast hvað Abdulla á að gera, til að gera rétt, en skoða hvað Við sjálf eigum að gera til að gera rétt. Við höfum skoðanir á hvað hinir og þessir í Palestínu eiga að gera, og Við höfum líka skoðun hvað þeir í Ísrel eiga að gera. Við skrifum fram og til baka til hinna og þessara með skoðun sem er á eina hlið, en það vantar hina hliðina, það finnst manni ekkert athugavert við. Hinir skoða hina hliðina og skoða ekki þessa hlið, og þeim finnst ekkert athugavert við það. Hvað gerist ef við skoðum hina hliðina ? Það hrynja borgir, það hrynur mynd, það þarf að byrja upp á nýtt, og kanski skifta um skoðun, og kannski finnast eitthvað annað. Að skipta um skoðun og finnast eitthvað annað er leið til þroska og víðsýni. Það er ekki það sem sumum finnst, því gömul hugsun er að halda fast í sína skoðun, því þá er hún rétt, og þú ert sterkur !
Er það rétt?

Er maður þá ekki hið andstæða.....

Við heyrum oft um Kærleikann, en skiljum við Kærleikann, hvað er Kærleikur?
Er Kærleikur það sem við upplifum til maka, barna, föður , móður....eða er Kærleikur eitthvað sem er meira en tilfinning til föður og móður. Kærleikur er eitthvað sem liggur dýpra og ofar og innar og ytra en það Kærleikur er tilfinning sem fæstir hafa upplifað, en við öll rembumst við að finna. Við leitum og leitum, í bókum, í bíómyndum, í kærustum, ... en við leitum ekki þar sem Kærleikurinn er . Hann er í mér og hann er í þér. Kærleikurinn er eins og Alheimstónn sem smýgur í allt og alla, en við eigum erfitt með að finna þennan tón, við erum oftast fyrir neðan, en stundum fyrir ofan. Til að finna þennan rétta tón, göngum leið hina bröttu leið upp upp upp á fjall, sem aldrei virðist taka enda, við klifrum og skerum okkur, föllum og meiðum okkur. Við höldum áfram á einhverjum innri krafti sem við ekki alltaf skiljum en látum kraftinn stjórna förinni. Einhverntíma langt langt inni í framtíðinni þegar við höfum lifað allt og skilið allt, verið allt,hugsað allt, þjáðst vegna alls, grátið allt, hlegið allt.. þegar við höfum Vísdóminn þá finnum við Kærleikann í allri sinni dýrð, við skiljum Kærleikann, við erum Kærleikurinn, þá getum við hætt að leika Kærleikann.
BlessYou


nýjar tölur í New Hampshire

img_1270.jpg

Ligg en í rúminu, nenni ekki að fara á fætur og inn í föstudaginn. Ligg með lappa við hliðina á mér og heyri í fuglunum úti í garði.
Sólin er farinn í skólann.Var að skoða fréttir frá USA, Obama vann í kosningunum í New Hampshire

Obama 39%
Clinton 34%
Edwards 18%

 http://blogs.guardian.co.uk/usa/2008/01/exit_polls_obama_and_mccain_ah.html

Það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist. Ég vona að Obama vinni, held að það sé gott að fá alveg nýja orku í þetta embætti.

Við erum að fara til Washington í júní, það verður spennandi.

Jæja ekki meiri pælingar um USA, ætti að fara að huga að því hvort ég vil standa upp inn í daginn því þá þarf ég að gera svo margt, og það er bara ekki alveg það sem ég nenni núna. Gæti sennilega óskað mér að kl. væri 4 og allir væru komnir heim. (núna hringja kirkjuklukkurnar átta)Við værum saman að fá okkur te og undirbúa kvöldmatinn. Á eftir byrjar X FAKTOR sem er svona einhverskonar leit að undrinu sem hefur verið falið og allir verða svo glaðir að heyra þvílíkan Pott syngja innan danskra landamæra.

Núna heyri ég að Ingiborg sem er kisan okkar og ansi mikil frekja opnaði kattadallinn hérna úti, hún nennir ekkert að bíða heftir mér til að fá matinn sinn finnur sennilega letina flæða héðan út um gluggann.
Þarf eiginlega að hugleiða, skrifa grein, fara í göngutúr með lappa og.....
Ég veit að flestir fara í vinnu á þessum blessuðu föstudögum, og ég lifi í þeim lúxus að hafa frí þriðju hverja viku, en ég er bara orðin svo góðu vön.
Í gamla daga þegar ég vann á Kópavogshæli vann ég oftast 16 tíma á dag. Kvöldvakt og morgunvakt. Þetta var bara svona vani og ekkert óeðlilegt við það. Fyrir utan það voru tvö smábörn sem þurfti líka að passa.
Þegar ég bjó á Hornafirði þá var líka unnið brjálæðislega, í fiski , elliheimilinu á næturvöktum og í búðinni. Þegar ég fór svo í nám, beittist viðhorf mitt til svona mikillar vinnu. Naut að grúska í myndlistinni og hafa tíma til þess.
Eftir að ég flutti til Danmerkur hef ég bara ekki unnið mikið, heldur vil ég hafa minni pening, en geta þá í staðin sinnt börnunum, dýrunum, myndlistinni og hinum andlegu málum. Ég held að ég hreinlega gæti ekki unnið fulla vinnu , ég myndi koðna niður. Ef þetta væri vinna sem hefði allan minn huga gæti ég það að sjálfsögðu alveg, en vinna sem ég yrði að hafa, en væri bara vinna, það yrði mér erfitt. Ég dáist að því fólki sem getur það, það fólk eru þær raunverulegu hvunndagshetjur. En því miður er það oft það fólk sem fær minnstu launin, þetta eru jú mikilvægust störfin. Þetta er  eins og er orðin klisja að segja svona. Í raun ætti að breyta þeirri þróun sem er í dag þannig að þeir sem vinna með fólk, ættu að fá hæðstu launin. Þeir sem vinna á elliheimilum, barnaheimilunum, skólunum. Þegar við erum orðin gömul sjáum við eftir að hafa ekki gert eitthvað í þeim málum þegar við höfðum möguleika á því
Var að spjalla við hana Sigyn mína í göngutúrnum í gær um að þegar ég verð orðin gömul þá er ekkert fólk til að passa okkur gömlu. Nema kannski það verði komnir róbótar.
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að hugleiða, opna augun inn í daginn.....

BLESS á ykkur öll


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæljón eru ekki þau mikilfenglegustu, en þau eru þau skemmtilegustu

 Miðvikudagkvöld, ég ligg við opin gluggann og gardínurnar bærast í hljóðri kvöldgolunni. Lappi og Múmín liggja hérna líka. Ég var í Kaupmannahöfn í dag. Fór að heimsækja son minn Sigga og skoða nýju íbúðina sem hann og Alina eru flutt í. Það var gaman að sjá hvernig þau búa þetta er flott íbúð á Nørrebro.

Við fengum okkur hádegismat saman og fórum svo, ”gengum” alla leið frá honum og til Marmorkirken sem er á Bredgade. Hann býr lengst í burtu.

Við hugleiddum saman í kirkjunni. Þaðan fórum við í stúdíóið hans í Akademíunni, og svo gengum við í gegnum miðbæinn að lestarstöðinni.

Kom heim dauð þreytt af að ganga, af hávaðanum og orkunni sem er á öðru plani en í sveitinni. En glöð eftir frábærann dag með Sigga. Við töluðum alla leiðina, rökræddum myndlist fram og til baka. Það var gaman, og mikið hlegið.

Ég hef verið að hugsa mikið um Sæljón þessa dagana. Verið að lesa um þau á netinu og spá í hvernig þeim vegnar í lífskeðjunni. Ég hef alltaf sjálf haldið að Sæljón hefðu það bara ágætt. En ég hef haft aðra tilfinningu undanfarið og þess vegna fór ég að kíkja. Á nokkrum stöðum í heiminum eru þau í raun og veru í útrýmingarhættu, m.a. í Suður Kaliforníu og Ástralíu og ég las að ein eyja utan við Nýja Sjálandi bannaði allar veiðar á þeim. Þetta vissi ég ekki áður. Ég las líka að Sæljón eru eitt af aðal fæðu hjá háhyrningum og hákörlum. Háhyrningar og hákarlar eru ein af þeim dýrum sem er fylgst mikið með vegna þess að þau er í útrýmingarhættu.

Aðalfæða Sæljóna eru mörgæsir , selur og fiskur. Mörgæsirnar eru í útrýmingarhættu og fiski fækkar mikið í höfunum. Fiski fækkar eins og við vitum vegna eiturefna sem fara í andrúmsloftið CO2. POP/ Persistent Organic Pollutants og DDT. Þessi eiturefni hafa að sjálfsögðu áhrif á dýralíf jarðar. 

Annað sem einnig er áhugavert og ég hef ekki gert mér grein fyrir áður eru sjóræningjar. Nútímasjóræningjar sem stela fiski af litlum bátum, sem þýðir að litlu bátarnir veiða meira til að fólk hafi í sig og á. Þetta þýðir líka að það er engin leið að fylgjast með hvað mikið að fiski er veitt

Vissuð þið að það eru 11o1 spendýrs tegndundir í heiminum í útrýmingarhættur. Það eru 20% af öllum spendýrstegundum sem við þekkjum.

Jæja held áfram með þessar vangaveltur um Sæljónin. Það sem ég hef verið að hugsa er að einhvernvegin virkar það á mig að Sæljón séu einhvernvegin mitt á milli í þessari fæðukeðju, mitt á milli þeirra stóru og smáu. Þegar háhyrningar og hákarlar eru í útrýmingarhættu er það að mér dettur í hug vegna fæðuskorts, og vegna ofveiði. (hef lesið um það að m.a. hvíti hákarlinn sé ofveiddur og sé þar að leiðandi í mikilli útrýmingarhættu). Ef það er fæðuskortur hjá þessum stóru dýrum þá ráðast þeir að enn meira afli á þá bústaði þar sem Sæljón halda til og þá þarf mörg Sæljón , eða Sæljónaunga til að metta einn maga

Hvers vegna ég er að spá í þetta, góð spurning?

Ein ástæðan er að einhvernvegin eru Sæljón það sjáfardýr sem hefur gefið okkur hvað mesta gleði  af öllum sjáfardýrum. Ekki að ég held að við hugsum svo mikið um það þegar við hugsum um dýrin í hafinu. En þegar ég hugsa um það þá eru Sæljón í næstum öllum dýragörðum í heiminum og í næstum öllum sirkusum.

Sæljón erum mjög klár og eiga auðvelt með að læra.

En þau eru ekki eins sæt og selir, mikilfengleg og hvalir, sjarmerandi og höfrungar ekki eins óhuggulegir og spennandi og hákarlar og ekki eins klárir og flottir og háhyrningar.

Þeir eru einhversstaðar þar sem þeir eru....

Við heyrum aldrei talað Sæljón sem eitthvað ferlega spennandi. En Sæljón eru samt þau dýr sem hafa gefið okkur mest af öllum þeim dýrum sem eru í hafinu. Að mínu mati. Ef það er rétt, að það er hætta á að Sæljónin verði útdauð, væri það mjög sorglegt ?

Vildi bara aðeins deila þessum pælingum með ykkur. Er alls ekki búin með þessar pælingar og leit af uppl. á netinu um Sæljón.Það er ekki auvelt að finna gott efni um þau á netinu, það kom mér á óvart.

Set með myndband sem er ansi óhuggulegt um baráttu Sæljóna við háhyrninga. Endar vel, en að mínu mati gerir það hvernig þetta endar þessi átök ennþá óhuggulegri, og kannski vonlausari.

 Góða nótt kæru bloggvinir.

AlheimsLjós til allra og megi Óli lokbrá kyssa ykkur öll á ennið í nótt.


Vonin og ég

IMG_1429

Það snjóar, alveg frábært!!
Var á fundi í Köge i dag, vorum að plana næsta hálfa ár með skólann og flutninga í vor. Við flytjum skólann frá Greve til Köge.Þetta er miklu stærra húsnæði með góðum garði og mjög nálægt miðbænum.
Er núna hérna í eldhúsinu mínu og horfi á snjókornin dansa fyrir utan gluggann minn.
Gunni situr hérna á móti mér og vinnur á sína tölvu. Sólin situr í stofunni og les blað um gæludýr sem ég keypti á leiðinni frá Köge. Lappi liggur og er eitthvað að stríða henni, heyri hana hlæja og segja nafnið hans af og til. Ósköp notalegt hérna í sveitinni í dk.

Hef verið að velta fyrir mér dialog sem ég hafði við bloggvinkonu mína vonina í gær. Ég hafði kommentað hjá henni blogg um mjög átakanlegt efni, baráttu kristinna við múslima. Mjög átakanlegt .
Ég fann samt að þó ég væri sammála því sem hún skrifaði, þá var eitthvað í því hvernig málið var lagt fram sem ég var ósammála. Hef upplifað þetta hjá fl. bloggurum sem skrifa í nafni trúarinnar. Ég er sammála því sem er skrifað, en þó ekki. Vonin og ég höfðum skrifað smá hver á eftir annarri og í þeim svörum sem hún gaf mér, gat ég ekki annað er verið sammála enda var efnið þess eðlis . En það var eitthvað sem ég ekki var sammála.

Ég er þannig gerð að ég þarf oft tíma til að finna út úr því hvað mér finnst og hvers vegna. Þannig var þetta með þetta blogg. Ég þakka minni kæru bloggvinkonu fyrir það að hafa fengið mig til að hugsa um það sem hefur verið að brjótast í mér í langan tíma.

Ég hef núna bloggað í tæpt ár, og fer af og til rúntinn á blogginu. Fer oft inn á trúarleg efni, en verð oftar leið en glöð þegar ég les þau blogg.. Það veldur mér oft vonbrigðum að sjá hvaðan fólk nálgast efnið. Það er fókuserað mikið á hina og þessa teksta og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er líka mikið agnúast út í önnur trúarbrögð, oft með mikilli heift. Ég upplifi lítinn eða engan skilning fyrir þeim sem hugsa öðruvísi. Það er talað um bræður og systur, en bara þeir sem hugsa eins og maður sjálfur. Þetta er lokaður heimur, þar sem hver kvittar hjá örum og staðið er saman. Það get ég á einhvern hátt skilið, því það er gott að vera með þeim sem hugsa eins.
Ég vil taka það fram að einn af mínum bloggvinum er múslimi og þegar ég fer inn á bloggið hans eru alltaf áhugaverðir textar sem ég stundum kópia inn á tölvuna mína til að lesa í rólegheitum. Ég er mjög þakklát fyrir það efni sem hann sendir út á bloggið, það gefur innsýn í þann heim sem hann stendur fyrir. Fyrir mér er mikilvægt að vera opin fyrir því hvernig aðrir hugsa og þar get ég lært heilmikið.
Þegar við hættum að hlusta, þá hættum við að þróast.
Já svo ég haldi áfram þá er það sem ég upplifi að vanti, og það vantar í allar umræður á milli trúarbragða, er að finna leið svo við getum verið hérna á jörðinni saman. Það er ekki lausn á þessum vandamálum að vera í stríði, hvorki þegar notaður er penninn, eða önnur vopn. Það sjáum við á því hvernig heimurinn er í dag. Eina leiðin er að finna leið sem allir geta verið sáttir og fundið sitt pláss hérna á jörðinni. Það er hvorki hægt að útrýma öllum kristnum, né öllum múslimum, hvað þá öllum sem eru einhversstaðar annarsstaðar í sinni trú.
Þetta er það sem ég finn að fer fyrir brjóstið á mér í þeim skrifum sem eru á blogginu, það er ekki skrifað um lausnir.
Það finnst sennilega mörgum alveg fáránlegt að hugsa um lausn þegar þetta og þetta margir deyja sökum trúar sinnar, eins og kom fram í annars átakanlegri frásögn vonarinnar.
En hvað annað er hægt að gera ?
Það er hægt að slást og rífast næstu margar aldir, en það breytir ekki því að einhveratíma þarf að finna lausn, í lausninni er fyrirgefning og skilningur á hver öðrum. Kannski eru þau trúarbrögð sem eru hvað stærst á jörðinni í dag of einangruð hver í sér til að mögulegt sé að finna þessa lausn. Kannski þarf að skapa aðra trú sem inniber það sem allir geta verið sammála um sem byggir á meiri Náungakærleika, Skilningi, Fyrirgefningu Víðsýni, Kærleika til alls lifandi og Fordómaleysi
en ég upplifi í þeim trúarbrögðum sem eru núna, ekki bara í orði, en líka í verki.
Það er engin vafi að flestir þeir sem segja sig trúaða, kunna ritninguna, bæði þeir kristnu, múslímar og gyðingar. Það gerir það sennilega að það er erfitt að standa i rökræðum við þá. En er það það sem gerir að maður er nær Guði, að kunna ritninguna?
Ég vil taka það fram að ég er ekki á ráðast á einn eða neinn, ég sjálf trúi á Krist. Ég geri mér samt grein fyrir að mín trú er ekki bókstafstrú, heldur trúi ég þar sem ég finn að hjartað í mér segir sannleika. 

Vonin skrifaði: Jesú var ekki hippi, hann var beittur þegar þess þurfti. Það er ábyggilega rétt, en hann hafði eitt umfram okkur og þar að leiðandi höndlaði hann það betur að vera beittur en við gerum, hann hafði óendanlegan Kærleika til alls lífs á jörðu.

Hatur vinnur ekki bug á hatri
En Kærleikurinn getur það og gerir...
Kærleikurinn sem þolir allt
Og er gæskuríkur, tekur á sig ábyrgð,
Sem berst og þjáist, særist og fellur
Fyrir málstað sinn – en rís á ný

Daníel A. Poling


AlheimsLjós til ykkar allra.


Guð og fíllinn

00000childrenof1universe
Laugardagur, og alveg frábær laugardagur. Hérna er kalt, mjög kalt  það er eins og  mínus 20 gráður vegna roksins og einnig er smá snjór. Í dag byrjaði ég með litla myndlistarskólann fyrir Sólina og Lilju okkar. Sólin hefur verið að nuða um að fá að fara í myndlistarskóla sem er hérna í bænum. En hún er í fiðlunámi og í kór og þar sem ekkert er ókeypis hefur hún ekki fengið að fara í fl. en þetta tvennt. En í vor lofaði ég henni og Lilju að ég ætlaði að kenna þeim sjálf. Enda alveg fáránlegt að nota alla þessa menntun ekki í eitthvað sem kemur fjölskyldunni minni til góða. Sem sagt við byrjuðum í morgun. Þetta eru duglegar stelpur, en ég sé að það er mikil vinna framundan. Metnaðurinn fyrir að þetta eigi að vera eins og uppsetningin er yfirsterkari gleðinni við að skapa. Þetta verður spennandi. Eftir skólann fórum við öll á flóamarkað og við keyptum sitt lítið af hverju. Við keyptum m.a. ljós í annan hlutann af eldhúsinu.Tvö flott ljós sem ég hef haft auga á í nokkurn tíma. Þau voru silfurlit, en eru núna orðin rauð. (sprautuðum þau þegar við komum heim) Mjög flott. Sá eins ljós í Illum fyrir jól, þau kostuðu hátt upp í 10.000 ísl. stykkið. Það er svo sannarlega hægt að gera góð kaup hérna úti á landi.við keyptum bæði á 1500 islkr.

Annars er allt bara í rólegheitum hérna. Vinna, sofa, lesa og horfa á bíómyndir.
Langar að segja frá sögu sem Lisbeth vinkona mín frá Svíþjóð sagði mér um daginn. Við hittumst einu sinni í viku ásamt öðrum og hugleiðum saman. Einnig skrifum við greinar um hin og þessi málefni. Aðalega þó um pólitík út frá hinni innri sýn.
Við vorum að ræða um trúarbragðarstríðið sem herjar á milli Kristinna, Múslíma og Gyðinga. Þá sagði hún þessa frábæru dæmisögu sem er svo lík þeirri mynd sem ég sem barn upplifði og skildi þessi ólíku trúarbrögð.

Hún sagði : Guði getum við líkt við fíl sem er lokaður inni í lítilli hlöðu.
Þannig að það er ómögulegt að sjá Guð í heilu lagi.

Áður fyrr þegar það var ómögulegt fyrir manneskjur að upplifa Guð í heilu lagi og að skilja og upplifa heildarmyndina
Þá mynduðust ólík trúarbrögð út frá ólíkur sjónarhornum. Manneskjan opnaði eitt lítið gat inn í hlöðuna og rannsakaði varlega hvað það var inni í hlöðunni, eða það svæði sem hendin náði að skoða á fílnum. Höndin rannsakaði og skoðaði halan á fílnum og í einfeldni sinni hélt hún að þetta væri það, þetta er Guð ! Hinn eini sanni stóri sannleikur.
Ný trú myndaðist, Gyðingatrú ! Þetta var Abraham sem nú breiddi sannindin út um Guð sem er sá eini rétti.

Önnur manneskja, Múhammed leitar líka að sannleikanum um Guð á öðrum stað á öðrum tíma. Hann opnar líka smá gat á vegginn í hlöðunni. Hann þuklar með hendinni, finnur og upplifir, hinn eina sanna Guð, hann þuklar á rananum á fílnum. Hann upplifir að sjálfsögðu allt annan Guð en Abraham. Fyrir Múhammed er þetta hinn einu sanni Guð.Hann vill gera Islam að heimstrúarbrögðum.
Önnur trúarbrögð sjá líka hver sinn hluta af Guði. Það fer allt eftir því hvar þú opnar inn í hlöðuna og hvaða hluta af fílnum þau rannsaka.Þetta finnst mér svo rétt mynd af því hvernig ég held að þetta allt saman hangir saman.
Á þessu er hægt að upplifa hinn ótrúlega óendanleika í Almættinu.

Þetta er það sem ég skrifa í dag.

AlheimsLjós til ykkar allra.


Fyrirgefningin /Aðskilnaður

 

Foto 90Næst síðasti dagurinn á árinu. Nýtt ár byrjar annað kvöld með nýjum möguleikum, nýjum ævintýrum.
Það er alltaf gaman af nýjum möguleikum, þó svo að það geti verið fjandi erfitt.

Einu sinni þegar ég var lítil, fannst mér erfiðast af öllu að biðjast fyrirgefningar. Það var kvöl og pína, því það var sko ekki auðvelt að viðurkenna að maður hafi hugsað eða gert rangt gagnvart öðrum og með því að biðjast fyrirgefningar þá er maður jú að viðurkenna óréttinn sem maður gerði.
Þetta var svona í raun fram eftir öllum aldri.
En svo tók ég mig saman á ulingsárunum og píndi mig til að segja ”fyrirgefðu” stundum oftar en í raun var nauðin, eiginlega til að fá þetta inn í það sjálfsagða, og það gerir maður með því að endurtaka, endurtaka og endurtaka þangað til þetta gerist næstum því að sjálfum sér. Eitthvað hef ég samt ekki alltaf meint þetta að fyrirgefa því miklu lengur átti ég erfitt með að fyrirgefa öðrum. Ég gat að sjálfsögðu alveg sagt JÁ, en ég hafði oft á tilfinningunni að sá sem baðst fyrirgefningar meinti það ekki alveg frá hjartanu, og ég held að það hafi verið að ég tók á móti straumum sem ég þekkti sjálf og hafði í mér sem gerði það að ég fann þessa strauma. En þá sagði ég bara NEI ég get ekki fyrirgefið þér vegna þess að ég er viss sum að þú meinar þetta ekki. Púffff það urðu oft læti.
Núna reyni ég að segja”já ég fyrirgef þér” þó svo að ég finni en þessa tilfinningu, að þetta er ekki heil beiðni. En þegar ég tek á móti fyrirgefningunni þá sendi ég góða strauma yfir til þess sem biðst fyrirgefningar sem hefur svo áhrif á okkar samskipti. Við hugsum sennilega oftast þegar við heyrum um  að fyrirgefa , að fyrirgefa einhverjum sem gerir eitthvað beint til okkar. En það er hægt að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað sem hefur áhrif á líf okkar og eru langt í burtu. Það hefur örugglega sömu áhrif, því orka fylgir hugsun.
En ef við fyrirgefum þeim stjórnmálamönnum sem hafa gert hluti sem eru miður góðir, þá getum við fyrirgefið þeim.En er það jafn auðvelt og að fyrirgefa maka sínum eitthvað. Nei ég held ekki. Ef við kíkjum á þá reiði sem hægt er að sýna til trúarbragða eða  stjórnmálamanna þá jaðrar það oft við hatur. Við sjáum fjölda dæma um það hérna í bloggheiminum. Manni verður oft illt í hjartanu yfir því hvað fólk getur látið út úr sér hvert við annað.

Ég hef heyrt um grúppu frá Ástralíu sem setti í gang fyrirgefningar viku sem er haldið árlega. Núna er fyrirgefningarvikan frá 20. janúar til 26. janúar.
Alveg frábær hugmynd. Efni fyrirgefningarvikunnar er

Fjölskyldan
Vinir og kunningjar
Samstarfsfólk
Stjórnmálamenn sem hafa ólíkar skoðanir en maður sjálfur
Manneskjur frá ólíkum trúarbrögðum og með ólík þjóðerni en maður sjálfur.
Þær manneskjur sem eru látnar og tilheyra einhverjum af þeim sem ég skrifaði hérna að ofan.
Sjálfum sér.

Þetta er alveg frábært framtak og mjög mikilvægt að senda svona orku út
Því að fyrirgefa er það sem heldur lífinu á jörðinni í gangi. Ef við fyrirgefum ekki þá tortímum við okkur og Jörðinni.

Fyrirgefning er andardráttur lífsins.

Anda inn mótaka fyrirgefningu
Anda út að fyrirgefa.

Að fyrirgefa er í raun að skilja og að skilja leysir upp neikvæðni milli manneskja, trúarbragða, þjóðfélaga.

Í gamla daga gat maður keypt sér fyrirgefningu hjá kirkjunni, og það kostaði mikið. Það var kirkjan sem gat ráðið hvort þú fékkst fyrirgefningu og komst til himna. Í kaþólsku kirkjunni færðu en þann dag í dag syndafyrirgefningu frá presti. Ég held að það að gefa öðrum fyrirgefningu fyrir hönd Almættisins sé að skapa sér karma sem maður er lengi að borga til baka. En ef þetta er gert í bestu meiningu  þá gerir það vonandi greiðluna  mildari. Ég held að allt það sem við gerum hvort sem við meinum vel eða illa fáum við til baka eða borgum við til baka og þegar það kemur að þeim reiknisskilum þurfum við númer eitt að fyrirgefa okkur sjálf. Allt sem þú gerir öðrum gerir þú sjálfum þér við erum eitt með öllu.
Eitt með Almættinu.

Fyrirgefning er líka proces sem færir til Right Human Relations (veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku), til sjálfrar þín, til annarra manneskju, annarra þjóðfélaga, annarra trúarhópa Fyrirgefning skapar góð samskipti. Og ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda í dag á okkar blessuðu jörð þá er það Fyrirgefningin/skilningur.


 Aðskilnaður er sennilega það sem er andstætt fyrirgefningunni, Aðskilnaðurer að að skilja sig frá, öðrum, skilja þjóðir frá öðrum þjóðum að skilja sig í trúarbrögðunum frá öðrum. Fyrirgefningin er að færa saman. Aðskilnaður er það sem kemur og skilur eitt frá öðru. Skapar fordóma þjóðarstolt, aðskilda trúarhópa. Þetta er það að ekki skilja, ekki fyrirgefa. Þetta færir hugsanir mínar aftur í byrjun þar sem ég skrifa um það að ég vildi ekki fyrirgefa því ég var hrædd við að viðurkenna, eða kannski var ég hrædd um að missa mitt stolt. En í staðin fyrir að ÉG myndi missa, þá hefðum við náð sáttum sem er miklu ríkara en eitt og stolt ”mitt stolt” hvort sem það er þjóðarstolt eða að vera stoltur að sjálfum sér er að skilja sig frá öðrum.

Hvað er stolt ísl. Orðabókin :  dramb, hroki ofmetnaður stórlæti (sökum sjálfsvirðingar).

Áhugavert ekki satt því við íslendingar og margar aðrar þjóðir erum full af þjóðarstolti, bæjarbúastolti, trúarbragðastolti. Hvernig er hægt að komast frá þeirri hugsun sem liggur svo djúpt í mörgum þjóðum. Gömul hugsanaform sem hafa byggst upp öld eftir öld og verður að mínu mati myrkur massi yfir svo mörgum þjóðum. Sjáum til dæmis Ísrael, USA, Ísl, Palestínu, Danmörk og fl. þjóðir .

Sennilega væri gott að byrja í hinu smáa, til dæmis þegar við erum að rúnta á bloggheiminum og skoða hin og þessi blogg.
Að skilja.
Maður þarf ekki að vera sammála en maður gæti hugsað sig aðeins um og reynt að skilja.
Sennilega eru margir sem ekki hefðu þá neitt gaman af því að blogga því þeir nærast á neikvæðninni og breiða henni á eins marga og hægt er því miður. Þeir eru það sem halda uppi Aðskilnaðinum þeir sem  fylgja ekki lögum Kærleikans.
Aðskilnaður heldur hræðslunni og reiðinni í lífi og það er svo mikið að því i þessum blessaða heimi. Heilu þjóðunum er haldið í óttanum til að stjórnvöld geti haldið í völdin. Þetta var líka fyrr á öldum þegar kirkjan hélt fólki í óttanum til að halda í völdin og í dag sjáum við þess dæmi í mörgum trúarbrögðum  og einnig sjáum við þetta þegar okkur er haldið föngum í óttanum við að missa það sem við höfum að lífsgæðum.  Þar er óttinn mestur hjá mér og þér. En það er hægt að breyta þessu neikvæða í jákvætt. Óttinn getur orðið að Frelsi með því að deila því sem við eigum og vera ekki hrædd við að missa. Því hvað er það sem við missum ?

Megi grunntóninn á Móður Jörð árið 2008 vera fyrirgefningin.

AlheimsLjós til ykkar allra


ætla að muna eftir öllum sannleikunum

 Foto 202

Ég held að það sé fimmtudagur ! Ég er ein heima með blessuðum dýrunum mínum. Þetta hafa verið dásamleg jól. Lesið, borðað konfekt, fengið gesti, farið í heimsókn, horft á sjónvarp, hlustað á músík..... Sólin okkar fékk bæði geisladiskinn frá Sigur Rós, og DVDín. Sáum DVDín í gær og fengum heimþrá, sáum Víkina mína, Kirkjubæjarklaustur, Langaði heim... en bara í huganum. Við sáum líka Mýrina í gær, okkur lagaði heim...en bara í huganum.
Það er alveg frábært að hafa Sigyn og Albert hérna í næsta nágrenni, droppum þangað við af og til þegar við förum í göngutúr með Lappa, fórum í gærkvöldi, fengum kaffi, te og konfekt. Hef aldrei getað ímyndað mér að það væri svona frábært. Sól varð eftir hjá þeim, og svaf þar í nótt. Gunni fór í vinnu í morgun, þannig að ég sit hérna, ný búinn að hugleiða,  er að borða banana, hlusta á Magnús Þór sem þú elsku Guðni minn gafst okkur í jólagjöf (takk fyrir það) og drekk kaffi latte. Lífið á Kirkebakken er ljúft.
Að sjálfsögðu á þessum tímamótum hugsar maður fram og til baka, hvað náði ég sem ég er sátt við, og hvað vil ég ná á næsta ári. Ég var með til að gera tvær grúppur sem ég er ánægð með The One Earth Group. Aðal hugarefni okkar þar er Móðir Jörð, með þeim dýrum og öllu lifandi sem á henni er. Ef þið viljið skoða þá er heimasíðan www.oneearthgroup.net. Hin grúppan er fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á andlegum efnum, en vita ekki hvert þau eiga að leita til a finna þá sem hugsa eins. Það er fullt af ungu fólki sem er leitandi, en hvorki kirkjan múslímar eða hina trúarsamfélögin uppfylla það sem þau leita að.
Þessi gruppa er fyrir þau. Sjá : esotericyouth.

Það sem mig langar að gera á næsta ári.... hummmm. Ég hef hugsað tvennt, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er það sem ég ætla að reyna að vinna að.
1.    Ekki hugsa eða tala illa um aðra. Ég er ekki  að tala um að ég ætli ekki að hafa skoðanir, annað væri óeðlilegt. En vera meðvituð um að allir hafa sinn sannleika, og þó svo að aðrir hugsi ekki eða sjái hlutina eins og ég, þá er það í lagi. Minn sannleikur er ekki sá eini rétti, við höfum hver okkar sannleik, og það vil ég virða. Í dag virði ég það, en ég vil ná að virða það alveg inn i hjartað, bæði þá sem ég ekki þekki og mína nánustu, sem verður sennilega það erfiðasta.
2.    Ég ætla að sinna minni líkamlegu dívu, þar að segja kroppnum mínum. Æfa hann og huga að þeirri næringu sem ég gef honum. Vera þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig, og gefa honum þá athygli sem hann á skilið.Ég hef sennilega verið mest í höfðinu, og lítið gefið þessum kroppi mínum það sem hann á skilið. Árið 2008 verðir breyting á því.

Þetta er sem sagt það sem verður nr. 1. Annars ætla ég bara að lifa því lífi sem ég geri og sem ég elska. Ég er soddan sveitalubbi, og elska að vera hérna í sveitinni. Ég ætla að vinna að myndlistinni minni meira en á síðasta ári, hef saknað þess. Er með einhverjar sýningar og get notið þess að vinna að þeim. Ég fer nú í einhver ferðalög,t.d til íslands í mars, systir mín á Bolungavík er að ferma hann Nikulás, ég Siggi og Alina ætlum þangað. Ég hef ekki farið til Bolungavíkur í 10 ár.við ætlum að gera nýtt baðherbergi, nýtt altan, við gaflinn á húsinu og og og.

Sigyn mín var að hringja, þau eru á leiðinni í heimsókn, svo ég  ætla að  setja yfir kaffi 1
AlheimsLjós á ykkur


Skilaboð frá fugladivunni

Jólin eru boðskapur friðar og ástar. Hérna sjáið þið fugladívunnar skilaboð til okkar, skoðið vídeóið til enda og sjáið fugla forma mannveru og teygja arma sína til himins !

Friður og kærleikur til ykkar 

http://video.google.com/videoplay?docid=8761390434094738310


mikil tilfinning í litlum kroppi !

Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Jólin eru alveg að koma.

Ég ætla að fagna fæðingu hins mikla Meistara Krists í faðmi fjölskyldunnar minnar.

Ég ætla að njóta þeirrar orku sem streymir til jarðarinnar 12 daga fyrir jól og 12 daga eftir jól.

Ég ætla að muna hvað mig dreymir og vera vökul í hugleiðslu.

Ég ætla að senda KærleiksLjós til alls lífs á jörðu. 

Fann þetta dásamlega videó hjá prakkaranum og finnst það viðeigandi svona rétt fyrir jólin. 

Sofið rótt í nótt.

AlheimsLjós til Móður Jarðar.

steina 

 

 


A Wonderful World


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband