Færsluflokkur: Bloggar
the Simple life of mother nature and the animals she created
17.12.2007 | 15:04
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er jólakærleikurinn á undanhaldi
11.12.2007 | 15:20
Hátíð Kærleikans hérna í Danmörku
Er að nálgast hægt og hægt, finn svolítið fyrir því, í maganum og smá í hjartanu. Það er þó skrítið hvernig þessi fallega hátíð sem á að færa okkur saman, nær og nær hvert öðru fer allt í einu að verða um eitthvað allt annað
Við hugsum til ættingja, njótum samverustunda saman, við hlökkum til frídaga, morgna á náttfötum, borða kökur, konfekt, fara í göngutúra og finna Kærleikann sem Kristur boðaði fyrir yfir 2000 árum til hvers annars.
Við hérna á bæ elskum að fara í göngutúra með hundana/hundinn núna, á þessum tíma. Við förum alltaf í göngutúr á aðfangadagskvöld og smá kíkjum inn um glugga og sjáum kerti í gluggunum og ef glugginn er stór sjáum við smá meira af jólagleðinni hjá fólkinu hérna í bænum.Sumir dansa í kringum jólatréð, stundum glittir í jólasvein eða hvað sem er annað á bak við gluggatjöldin
Á jóladag förum við alltaf í skógartúr í skóginum okkar. Þar hittum við hina og þessa sem ganga einir eða í hóp, ef þau eru nógu mörg. Það er heilsað og brosað og við komum hvert öðru við.
Þetta er yndislegt og við njótum hverrar sekúndu yfir jólin. Núna í ár verðum við mörg saman, við erum heppin að hafa hvert annað.
Við verðum hjá Sigyn dóttur okkar og Albert og börnunum tveim. Þau búa rétt hjá okkur. Þarna koma Siggi sonur okkar, Steina frænka sem á heima í borginni með stelpurnar sínar og við þrjú. Ég er alveg viss um að þetta verður yndislegt.
Ég er veik þessa dagana og ligg þess vegna ansi mikið og horfi á sjónvarpið. Ég get setið og verið hissa yfir því hvað fjölmiðlar eru að segja okkur hvað okkur langar í, og hvað er það mest mikilvæga að fá í jólagjöf. Það eru ekkert smá gjafir sem er verið að tala um. Þá hef ég verið að velta fyrir mér hvað er orðið um okkur og jólin. Er jólakærleikurinn á undanhaldi, eru jólin ekki orðið um eitthvað allt annað en það sem við höldum. Við þekkjum alveg söguna um fæðingu Jesús sumir trúa henni aðrir ekki, aðrir segja söguna metafor.
En öll segjum við að þetta sé tími fjölskyldunnar og Kærleikans og og og, en er þetta ekki orðið í raun jól verslana, kaupmanna, þeirra sem græða peninga á kaupþörf okkar hinna. Þörf sem er í raun bara eitthvað sem kemur í augnablik, og við getum alveg látið líða hjá án þess að þurfa að uppfylla þessa þörf.
Hérna í Danmörku er 50.000 börn sem kvíða jólunum, vegna ofdrykkju foreldra sinna. Það eru líka fjölda heimilislausra, eldri borgara, einstaklingar sem kvíða jólunum. Þeir hafa engan til að taka þátt í þessari gleði sem við öll eigum að upplifa, og á oft að kosta svo mikið. Það eru sem betur fer fl. og fl. sem halda samkomur fyrir þá sem enga aðstandendur hafa, eða að einhverjum ástæðum geta ekki verið með vinum og vandamönnum.
Í Kristjaníu er haldin stór jólaskemmtun fyrir þetta fólk. Siggi sonur okkar hefur verið þar tvisvar að hjálpa á jólunum og notið þess. Ein af kennurum í vinnunni minni var að skilja í ár og börnin hennar eiga að vera hjá pabba sínum, hún var að velta fyrir sér að gera eitthvað allt annað en að fara í jólaboð þar sem hún er minnt á skilnaðinn og sagði ég henni frá jólaveislunni í Kristjaníu. Sennilega fer hún þangað.
Við vitum af börnum um allan heim sem eiga ekki fyrir mat, eiga ekki foreldra, enga framtíð, hvers vegna ekki að leggja hjálparhönd þar og kaupa í staðin minni gjafir handa þeim sem eru svo heppnir að lifa við vellystingar Gjafir eru ekki bara góðar af því þær eru dýrar, gjafir eru góðar af því að þeim fylgir Kærleikur. Ef jólin eru tíminn sem við hugsum um aðra, og eins og sagt er í Danmörku Tími Kærleikans væri þá ekki gott að sýna það í verki, bæði til þeirra sem eru okkur næstir og þeirra sem hafa svo mikla þörf á.
Gefa þeim
Framtíð, Líf, Von, Hugsun.
Væri það ekki í anda Krists?
Í byrjun desember langaði mér í og ég taldi mér trú um að mig vantaði nýjan gemsa, helst rauðan,nýjan náttslopp og svona hitt og þetta. Nú hef ég fylgst með því sem gerist í samfélaginu, kaupa, kaupa , kaupa, eiga, eiga og eiga meira, séð hvað þetta er í raun eitthvað langt út í buskann, og hvað við og fjölmiðlar getum talið okkur sjálfum og öðrum trú um.
Okkur hérna vantar ekkert, við höfum í raun allt sem við þurfum og börnin okkar líka. Að sjálfsögðu er það hluti jólanna að gefa hvort öðru eitthvað sem gleður bæði þann sem fær og þess sem gefur, vegna þess að það er góð tilfinning að gleðja EN er nauðsynlegt að það kosti heilan bóndabæ ?
Hvað með að fyrir helming þess sem við gefum gjöf til barnsins okkar eða maka okkar eða þeim sem er okkur kær ,gefum við til barns úti í heimi sem á ekkert, eða styðja smábæi með að gera brunna svo bæjarbúar hafi aðgang að vatni. Gefa dýrum í útrýmingarhættu, að gefa einhverjum hjálparstofnunum sem við vitum að peningarnir fara til bætts heims.
Sennilega eru margir sem hugsa, því hef ég ekki efni á !
Ef við skoðum djúpt inn í hjartað , höfum við svo ekki alveg efni á því,
ég hef ..................
AlheimsLjós og Kærleikur til alls Lífs á Jörðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ræðan hans Al Gore !!!
10.12.2007 | 18:17
Dear Steinunn Helga,
I wanted to share with you my speech from the Nobel Peace Prize ceremony in Oslo. Check AlGore.com for video of the event later today.
Thank you,
Al Gore
SPEECH BY AL GORE ON THE ACCEPTANCEOF THE NOBEL PEACE PRIZE
DECEMBER 10, 2007
OSLO, NORWAY
Your Majesties, Your Royal Highnesses, Honorable members of the Norwegian Nobel Committee, Excellencies, Ladies and gentlemen.
I have a purpose here today. It is a purpose I have tried to serve for many years. I have prayed that God would show me a way to accomplish it.
Sometimes, without warning, the future knocks on our door with a precious and painful vision of what might be. One hundred and nineteen years ago, a wealthy inventor read his own obituary, mistakenly published years before his death. Wrongly believing the inventor had just died, a newspaper printed a harsh judgment of his lifes work, unfairly labeling him The Merchant of Death because of his invention dynamite. Shaken by this condemnation, the inventor made a fateful choice to serve the cause of peace.
Seven years later, Alfred Nobel created this prize and the others that bear his name.
Seven years ago tomorrow, I read my own political obituary in a judgment that seemed to me harsh and mistaken if not premature. But that unwelcome verdict also brought a precious if painful gift: an opportunity to search for fresh new ways to serve my purpose.
Unexpectedly, that quest has brought me here. Even though I fear my words cannot match this moment, I pray what I am feeling in my heart will be communicated clearly enough that those who hear me will say, We must act.
The distinguished scientists with whom it is the greatest honor of my life to share this award have laid before us a choice between two different futures a choice that to my ears echoes the words of an ancient prophet: Life or death, blessings or curses. Therefore, choose life, that both thou and thy seed may live.
We, the human species, are confronting a planetary emergency a threat to the survival of our civilization that is gathering ominous and destructive potential even as we gather here. But there is hopeful news as well: we have the ability to solve this crisis and avoid the worst though not all of its consequences, if we act boldly, decisively and quickly.
However, despite a growing number of honorable exceptions, too many of the worlds leaders are still best described in the words Winston Churchill applied to those who ignored Adolf Hitlers threat: They go on in strange paradox, decided only to be undecided, resolved to be irresolute, adamant for drift, solid for fluidity, all powerful to be impotent.
So today, we dumped another 70 million tons of global-warming pollution into the thin shell of atmosphere surrounding our planet, as if it were an open sewer. And tomorrow, we will dump a slightly larger amount, with the cumulative concentrations now trapping more and more heat from the sun.
As a result, the earth has a fever. And the fever is rising. The experts have told us it is not a passing affliction that will heal by itself. We asked for a second opinion. And a third. And a fourth. And the consistent conclusion, restated with increasing alarm, is that something basic is wrong.
We are what is wrong, and we must make it right.
Last September 21, as the Northern Hemisphere tilted away from the sun, scientists reported with unprecedented distress that the North Polar ice cap is falling off a cliff. One study estimated that it could be completely gone during summer in less than 22 years. Another new study, to be presented by U.S. Navy researchers later this week, warns it could happen in as little as 7 years.
Seven years from now.
In the last few months, it has been harder and harder to misinterpret the signs that our world is spinning out of kilter. Major cities in North and South America, Asia and Australia are nearly out of water due to massive droughts and melting glaciers. Desperate farmers are losing their livelihoods. Peoples in the frozen Arctic and on low-lying Pacific islands are planning evacuations of places they have long called home. Unprecedented wildfires have forced a half million people from their homes in one country and caused a national emergency that almost brought down the government in another. Climate refugees have migrated into areas already inhabited by people with different cultures, religions, and traditions, increasing the potential for conflict. Stronger storms in the Pacific and Atlantic have threatened whole cities. Millions have been displaced by massive flooding in South Asia, Mexico, and 18 countries in Africa. As temperature extremes have increased, tens of thousands have lost their lives. We are recklessly burning and clearing our forests and driving more and more species into extinction. The very web of life on which we depend is being ripped and frayed.
We never intended to cause all this destruction, just as Alfred Nobel never intended that dynamite be used for waging war. He had hoped his invention would promote human progress. We shared that same worthy goal when we began burning massive quantities of coal, then oil and methane.
Even in Nobels time, there were a few warnings of the likely consequences. One of the very first winners of the Prize in chemistry worried that, We are evaporating our coal mines into the air. After performing 10,000 equations by hand, Svante Arrhenius calculated that the earths average temperature would increase by many degrees if we doubled the amount of CO2 in the atmosphere.
Seventy years later, my teacher, Roger Revelle, and his colleague, Dave Keeling, began to precisely document the increasing CO2 levels day by day.
But unlike most other forms of pollution, CO2 is invisible, tasteless, and odorless -- which has helped keep the truth about what it is doing to our climate out of sight and out of mind. Moreover, the catastrophe now threatening us is unprecedented and we often confuse the unprecedented with the improbable.
We also find it hard to imagine making the massive changes that are now necessary to solve the crisis. And when large truths are genuinely inconvenient, whole societies can, at least for a time, ignore them. Yet as George Orwell reminds us: Sooner or later a false belief bumps up against solid reality, usually on a battlefield.
In the years since this prize was first awarded, the entire relationship between humankind and the earth has been radically transformed. And still, we have remained largely oblivious to the impact of our cumulative actions.
Indeed, without realizing it, we have begun to wage war on the earth itself. Now, we and the earth's climate are locked in a relationship familiar to war planners: "Mutually assured destruction."
More than two decades ago, scientists calculated that nuclear war could throw so much debris and smoke into the air that it would block life-giving sunlight from our atmosphere, causing a "nuclear winter." Their eloquent warnings here in Oslo helped galvanize the worlds resolve to halt the nuclear arms race.
Now science is warning us that if we do not quickly reduce the global warming pollution that is trapping so much of the heat our planet normally radiates back out of the atmosphere, we are in danger of creating a permanent carbon summer.
As the American poet Robert Frost wrote, Some say the world will end in fire; some say in ice. Either, he notes, would suffice.
But neither need be our fate. It is time to make peace with the planet.
We must quickly mobilize our civilization with the urgency and resolve that has previously been seen only when nations mobilized for war. These prior struggles for survival were won when leaders found words at the 11th hour that released a mighty surge of courage, hope and readiness to sacrifice for a protracted and mortal challenge.
These were not comforting and misleading assurances that the threat was not real or imminent; that it would affect others but not ourselves; that ordinary life might be lived even in the presence of extraordinary threat; that Providence could be trusted to do for us what we would not do for ourselves.
No, these were calls to come to the defense of the common future. They were calls upon the courage, generosity and strength of entire peoples, citizens of every class and condition who were ready to stand against the threat once asked to do so. Our enemies in those times calculated that free people would not rise to the challenge; they were, of course, catastrophically wrong.
Now comes the threat of climate crisis a threat that is real, rising, imminent, and universal. Once again, it is the 11th hour. The penalties for ignoring this challenge are immense and growing, and at some near point would be unsustainable and unrecoverable. For now we still have the power to choose our fate, and the remaining question is only this: Have we the will to act vigorously and in time, or will we remain imprisoned by a dangerous illusion?
Mahatma Gandhi awakened the largest democracy on earth and forged a shared resolve with what he called Satyagraha or truth force.
In every land, the truth once known has the power to set us free.
Truth also has the power to unite us and bridge the distance between me and we, creating the basis for common effort and shared responsibility.
There is an African proverb that says, If you want to go quickly, go alone. If you want to go far, go together. We need to go far, quickly.
We must abandon the conceit that individual, isolated, private actions are the answer. They can and do help. But they will not take us far enough without collective action. At the same time, we must ensure that in mobilizing globally, we do not invite the establishment of ideological conformity and a new lock-step ism.
That means adopting principles, values, laws, and treaties that release creativity and initiative at every level of society in multifold responses originating concurrently and spontaneously.
This new consciousness requires expanding the possibilities inherent in all humanity. The innovators who will devise a new way to harness the suns energy for pennies or invent an engine thats carbon negative may live in Lagos or Mumbai or Montevideo. We must ensure that entrepreneurs and inventors everywhere on the globe have the chance to change the world.
When we unite for a moral purpose that is manifestly good and true, the spiritual energy unleashed can transform us. The generation that defeated fascism throughout the world in the 1940s found, in rising to meet their awesome challenge, that they had gained the moral authority and long-term vision to launch the Marshall Plan, the United Nations, and a new level of global cooperation and foresight that unified Europe and facilitated the emergence of democracy and prosperity in Germany, Japan, Italy and much of the world. One of their visionary leaders said, It is time we steered by the stars and not by the lights of every passing ship.
In the last year of that war, you gave the Peace Prize to a man from my hometown of 2000 people, Carthage, Tennessee. Cordell Hull was described by Franklin Roosevelt as the Father of the United Nations. He was an inspiration and hero to my own father, who followed Hull in the Congress and the U.S. Senate and in his commitment to world peace and global cooperation.
My parents spoke often of Hull, always in tones of reverence and admiration. Eight weeks ago, when you announced this prize, the deepest emotion I felt was when I saw the headline in my hometown paper that simply noted I had won the same prize that Cordell Hull had won. In that moment, I knew what my father and mother would have felt were they alive.
Just as Hulls generation found moral authority in rising to solve the world crisis caused by fascism, so too can we find our greatest opportunity in rising to solve the climate crisis. In the Kanji characters used in both Chinese and Japanese, crisis is written with two symbols, the first meaning danger, the second opportunity. By facing and removing the danger of the climate crisis, we have the opportunity to gain the moral authority and vision to vastly increase our own capacity to solve other crises that have been too long ignored.
We must understand the connections between the climate crisis and the afflictions of poverty, hunger, HIV-Aids and other pandemics. As these problems are linked, so too must be their solutions. We must begin by making the common rescue of the global environment the central organizing principle of the world community.
Fifteen years ago, I made that case at the Earth Summit in Rio de Janeiro. Ten years ago, I presented it in Kyoto. This week, I will urge the delegates in Bali to adopt a bold mandate for a treaty that establishes a universal global cap on emissions and uses the market in emissions trading to efficiently allocate resources to the most effective opportunities for speedy reductions.
This treaty should be ratified and brought into effect everywhere in the world by the beginning of 2010 two years sooner than presently contemplated. The pace of our response must be accelerated to match the accelerating pace of the crisis itself.
Heads of state should meet early next year to review what was accomplished in Bali and take personal responsibility for addressing this crisis. It is not unreasonable to ask, given the gravity of our circumstances, that these heads of state meet every three months until the treaty is completed.
We also need a moratorium on the construction of any new generating facility that burns coal without the capacity to safely trap and store carbon dioxide.
And most important of all, we need to put a price on carbon -- with a CO2 tax that is then rebated back to the people, progressively, according to the laws of each nation, in ways that shift the burden of taxation from employment to pollution. This is by far the most effective and simplest way to accelerate solutions to this crisis.
The world needs an alliance especially of those nations that weigh heaviest in the scales where earth is in the balance. I salute Europe and Japan for the steps theyve taken in recent years to meet the challenge, and the new government in Australia, which has made solving the climate crisis its first priority.
But the outcome will be decisively influenced by two nations that are now failing to do enough: the United States and China. While India is also growing fast in importance, it should be absolutely clear that it is the two largest CO2 emitters most of all, my own country that will need to make the boldest moves, or stand accountable before history for their failure to act.
Both countries should stop using the others behavior as an excuse for stalemate and instead develop an agenda for mutual survival in a shared global environment.
These are the last few years of decision, but they can be the first years of a bright and hopeful future if we do what we must. No one should believe a solution will be found without effort, without cost, without change. Let us acknowledge that if we wish to redeem squandered time and speak again with moral authority, then these are the hard truths:
The way ahead is difficult. The outer boundary of what we currently believe is feasible is still far short of what we actually must do. Moreover, between here and there, across the unknown, falls the shadow.
That is just another way of saying that we have to expand the boundaries of what is possible. In the words of the Spanish poet, Antonio Machado, Pathwalker, there is no path. You must make the path as you walk.
We are standing at the most fateful fork in that path. So I want to end as I began, with a vision of two futures each a palpable possibility and with a prayer that we will see with vivid clarity the necessity of choosing between those two futures, and the urgency of making the right choice now.
The great Norwegian playwright, Henrik Ibsen, wrote, One of these days, the younger generation will come knocking at my door.
The future is knocking at our door right now. Make no mistake, the next generation will ask us one of two questions. Either they will ask: What were you thinking; why didnt you act?
Or they will ask instead: How did you find the moral courage to rise and successfully resolve a crisis that so many said was impossible to solve?
We have everything we need to get started, save perhaps political will, but political will is a renewable resource.
So let us renew it, and say together: We have a purpose. We are many. For this purpose we will rise, and we will act.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
betra seint en aldrei, opnun í dag á Akureyri !!
1.12.2007 | 08:38
Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar sýninguna "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14. Það verður gaman að sjá verkin hennar Steinu á þessu ljómandi kaffihúsi. Nú stendur yfir frábær sýning Birgis Sigurðssonar en henni lýkur á föstudag. Hér er tilkynning um sýningu Steinu:
Steinunn Helga Sigurðardóttir
að snertast í augnablikinu
01.12.07 - 04.01.08
Velkomin á opnun laugardaginn 1. desember 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14 opnar Steinunn Helga Sigurðardóttir sýninguna "að snertast í augnablikinu", á Café Karólínu á Akureyri.
Steinunn Helga Sigurðardóttir útsrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.
Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.
Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"
Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. janúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. desember, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
það ætti að gefa pláss fyrir kveðjubréf til dýra í Morgunblaðinu.
28.11.2007 | 20:34
Af hverju er Morgunblaðið ekki með síður fyrir minningargreinar til dýra frá þeim sem sakna ?
Kannski útí hött, eða er það ?
Ég held aldrei að ég hafi fundið fyrir eins miklum söknuði og ég geri til ástinnar minnar hennar Iðunnar. Iðunn var bara hundur. Hún bjó hjá okkur og lifði í 12 ár. Eins og mörg ykkar vita var hún svæfð í síðustu viku á fimtudaginn.
Við vorum öll hérna saman , við og börnin. Síðustu dagana var allt síðast.
Síðasti göngutúrinn,
síðasta strandferðin,
síðasta nóttin ....
Þetta var verra en orð fá lýst. við vorum öll svo hrygg .
Á fimmtudagsmorgninum vorum við hérna öll með henni. Ég byrjaði á að kveikja á kertum og biðja um hjálp fyrir okkur fjölskylduna, og hjálp fyrir Iðunni að fara yfir í hinn innri heim.
Hún lá á dýnunni sinni inni í stofu og við keluðum við hana til skiptis. Einum tíma áður en dýralæknirinn kom sátum við hérna öll. Ég sat á gólfinuð höfuðið hennar við brjóstið mitt og hin sátu hér og þar í stofunni, við sátum í hring í kringum kertaljósin. Það lagðist falleg þögn yfir okkur öll og við bara sátum í langan tíma. Ég hugleiddi, Gunni hugleiddi og Siggi hugleddi. Ég upplifði í fyrsta sinn frá því í vor þegar við vissum að tíminn væri að koma, tilfinninguna að þetta væri í lagi. Hún var tilbúinn, á okkar forsendum. Ég fann fyrir því að við vorum ekki ein, það fundu Gunni og Siggi líka. Við fundum öll fyrir því að það yrði vel tekið á móti henni, og þá gat ég á því augnabkiki sleppt.
Hún vissi vel að þessu var lokið, og það var ró yfir henni.Á því augnabliki skein sólinn inn um gluggana, sem við öll upplifðum mjög jákvætt . Þegar dýralæknirinn kom var hann dásamlegur, þessu var fljótt lokið og við fundum að sjálfsögðu aftur sorgina hrynja yfir okkur. Við settumst og skoðuðum myndir af henni, og sögðum sögur. Við fengum okkur smá að borða einsskonar erfisdrykkju. Við töluðum um hverning við ætluðum að jarða hana. Við fáum nefnilega öskuna hennar eftir viku. Við ákváðum að grafa hana í garðinum og planta Paradísareplatré bestu sortinni sem finnst ofan á leiðið hennar. En eins og þið vitið var Iðunn sú sem passaði eplagarðinn með ungdómseplunum hjá Ásunum. Og Paradísarepli er jú af því að hún er í Paradís.
Við sátum í barnaafmæli fyrir 12 árum. Ég var að skoða blöðin, sá auglýsingu um hvíta scheffer hvolpa til sölu. Ég átti bráðum afmæli og vildi fá hund í afmælisgjöf. Við hringdum þangað, sem var Norður Sjáland. Okkur var boðið að kíkja um helgina. Við tókum bíl a leigu. Vorum Kaupmannahafnarbúar og áttum ekki bíl. Þegar við komum þangað var okkur vísað í eldhúsið það sem var fullt af þessum líka dásamlegu hvolpum. Við kíktum á hina og þessa, en einn af þeim vildi bara ekki leyfa okkur að kíkja á neinn nema sig, hún hékk í skóreimunum okkar og buxnaskálmum og krafðist allrar athygli. Þetta var hún. Minnst af þeim öllum, eina sem var komin með bæði eyrun upprétt og ferlega frek. Konan á bænum sagði að hún yrði sennilega erfið að ala upp, því að hún væri svo sjálfsstæð. Það var mikill sannleikur, hún var alveg ferleg. Fyrstu þrjú árin var hún að gera okkur gráhærð. Við fluttum fljótlega í hús eftir að við fengum hana , húsið okkar hérna í Lejre. Það var eins gott því þvílíkan brjálæðing getur maður bara haft í stórum garði. Ef hún var ein heima, safnaði hún öllu sem hún fann eyðilagði það, setti í hrúgu á gólfinu og beið spennt eftir að við kæmum heim og svo sýndi hún okkur það stollt. Hún hoppaði út um gluggana ef það var möguleiki. Hún skrúfaði frá vatntninu á baðinu til að drekka, kunni bara ekki að loka fyrir það aftur. Hún hræddi alla póstmenn út af lífinu. Hún gat opnað útihurðina ef hún var ekki læst, ég vil taka það fram að útihurðin opnast inn á við. Hún einfaldlega setti fótinn inn undir hurðahúninn og þrýsti honum niður og gekk afturábak. Við fórum með hana á tvö hundanámskeið, ég held að þálfararnir gleymi henni aldrei, hristu bara hausinn. Ef henni var sleppt hlóp hún 10 kilómetra í burtu og æsti alla hina hundana upp. Og kom sko ekki til baka fyrr en eftir dúk og disk. Þegar Iðunn var eins árs, þá fengum við Sólina okkar.
Þegar Gunni fór heim af spítalanum um kvöldið tók hann litla húfu með heim sem hafði verið sett á litla höfðið hennar Sólar þegar hún fæddist. Iðunn fékk húfuna og gat þefað og sleikt. Tveim dögum seinna keyrði hann Guðni Már vinur minn mig heim frá fæðingarheimilinu með Sólina. Hann og fjölskyldan hans sátu inni í bíl með í maganum hverning brjálaði hundurinn tæki barninu. Ég opnaði fyrir Iðunni húsið og lagði Sólina fram til hennar. Frá þessu augnabliki átti Iðunn Sigrúnu Sól. Hún passaði hana eins og sjáaldur augna sinna. Við notuðum alltaf taubleyjur, Iðunn reyndi eins og hún gat að stela þeim ef það var kúkur og svo þvoði hún þessi elska eins og hún ætti lífið að leysa bleyjuna. Þegar Sól varð stærri og Iðunn eldri þá var Iðunn alltaf þar sem barnið var. Ef við vorum í göngutúr með þær og fólk ætlaði að skoða Sól þá gekk Iðunn í veg fyrir þau, til að passa. Hún passaði líka allar veikar kanínur sem við höfðum inni, og vorum að hjúkra af einhverjum ástæðum Hún sleikti kanínurnar og passaði upp á þær. Við vorum líka stundum með hænuunga hérna inni. Þá passaði hún líka. Þvoði á þeim bossann og fylgdist með þeim eins og þetta væru börnin hennar. Hún fékk líka nokkra ketlinga sem komu hingað af hinum ýmsu ástæðum, þeir voru allir aldir upp af Iðunni. Við vorum að rifja upp um daginn að þegar það voru önnur börn hérna og þau voru að borða , þá eins og gerist og gengur kemur mylsna og matur á gólfið. Iðunn tók bara upp það sem fór eftir Sól. Börn fengu að klifra og klípa hana og hún gerði ekkert, lá bara eins og stytta. Stundum urðu þessi börn ansi harðhent, og þá gaf hún frá sér smá urr, þá stoppuðum við leikinn. Iðunn tók Lappa að sér, hún ól hann upp og núna er hann hérna í hennar stað. Lappi hefur alltaf verið númer tvö, því hún hefur alltaf verið númer eitt. En núna er ég viss um að Lappi þegar hann fær það pláss sem honum ber, þá verður hann allra engill. Hann er núna ansi aumur yfir að Iðunn er farinn. Hann stendur fyrir framan húsið og passar og ég get séð það á honum að hann er óöruggur yfir að að hafa svona mikla ábyrgð. Enn hann er flottur og frábær og hann kemur til með að geta allt sem hann vill, þegar honum vex sjálfstraustið. Ég gæti skrifað heila bók um Iðunni og hversu frábær hún var. Þetta er bara brot af frábæru lífi sem ég, Gunni börninn okkar og barnabörn voru svo heppin að fá að vera hluti af í smá stund. Iðunn hefur kennt mér svo mikið og ég er óendanlega þakklát fyrir bæði það og þann tíma sem ég fékk með henni. Ég finn hana í öllu sem ég geri héna heima, hluti af orkunni hennar er hérna ennþá, ég finn trýnið hennar læðast inn undir olbogan minn þegar ég sest niður, sennilega fer hún alveg þegar ég get sleppt alveg.
Enn og aftur það ætti að gefa pláss fyrir kveðjubréf til dýra í Morgunblaðinu.
Sorg, er sorg hvort sem sorgin er til manns eða dýrs.
AlheimsLjós héðan frá Lejre
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Skilaboð til mannkyns frá dýraríkinu !!!
26.11.2007 | 15:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Takk kæru vinir og bloggvinir
20.11.2007 | 17:35
Kæru bloggvinir og vinir mínir. Takk fyrir þennan dásamlega stuðning sem þið hafið gefið frá ykkur. Eins og ég skrifaði til ykkar í athugasemdir þá spurði Siggi sonur minn hvort þetta væru allt vinir mínir sem væru að kommenta á bloggið mitt, því honum fannst svo mikill hlýhugur frá ykkur til þess sem er að gerast í kotinu okkar hérna í Lejre.
Eitthvað er ég rólegri núna en ég var, ég græt ekki alla daga, ég er bara ansi róleg. Ein sem vinnur í skólanum hafði áhyggjur af mér eftir einn daginn okkar saman, því ég var ægilega viðkvæm. Hún skrifaði svo mail til mín og bað um að fá að gera einhverskonar test á mér, án þess að ég væri til staðar til að tékka blómalyf. Ég var ekkert með hugann við eitt eða neitt, en skrifaði bara til baka JÁ.
Hún sendi mér svo tvennskonar náttúrulyf sem ég átti að taka 10 dropa af á tíma. Það hef ég svo gert, og svei mér þá ef ég finn ekki mun á viðkvæmninni.
Ég hef svo gert það daglega að heila Iðunni, til að gefa henni ró og tengja hana við hundasálina. Þetta geri ég til að bæði undirbúa hana og mig. Á þeim tíma þegar ég heila hana finn ég fyrir þessum gamla kropp, sem heldur lífsenergíinu inni, og ég finn sátt inni í mér fyrir því sem koma skal.
Við höfum rætt þetta fram og til baka, og stundum vil ég hætta við. Við höfðum diskotion um þetta um daginn , ég vildi bíða en Gunna fannst það alveg út í hött. Ég ákvað svo að sjá, og þá meina ég sjá hvernig hún hefði það. Við gengum túr með hundana og ég SÁ. Hún átti svo erfitt þessi ástin mín, hún gat ekki beygt sig til að kúka, heldur bara gekk áfram án þess að stoppa. Hún fann til í öllum kroppnum. Ég sá og ég er ekki í vafa að það sem við gerum er það einasta rétta.
Ég hef haft allar þessar vangaveltur um hvað er í raun og veru rétt, er það rétt að gera þetta vegna þess að það er erfitt fyrir okkur að horfa upp á þegar dýrin þjást og að við höfum í raun ekki tíma til að vera eins mikið með dýrinu okkar eins og dýrið hefur þörf á þegar veikindi eru. Er ekki mikilvægt fyrir þróun hverrar tegundar að koma með eins mikla lífsreynslu og mögulegt er frá þessu veraldlega lífi. Við tölum um etisk rétt eða rangt, hvað er í raun etiskt rétt og rangt. Hvað er það besta fyrir dýrið og hvað er það besta fyrir okkur og hvað er það besta fyrir það heila. Allar þessar spurningar hafa hoppað fram og til baka í huganum mínum. Ég geri mér grein fyrir að eins og heimurinn er í dag, og eins og mörg dýr þjást og koma með mikla þjáningu upp í þá sameiginlegu sál, þá er þörf á þeim dýrum sem ekki þjást, sem koma með Kærleika, og Ljós sem öll dýr þeirrar tegundar njóta góðs af og færir þau áfram í þeirri þróun sem þau eru í.
Sum ykkar eru sennilega ekki inn á þessari hugsun, en við getum öll mæst í því að það er mikilvægt að koma frá þessu lífi hvort sem maður er manneskja, dýr eða planta, með Kærleika og harmony yfir í hvað sem maður trúir á.
Á fimmtudagsmorgun kemur dýralæknirinn og við verðum öll hérna, Gunni, Sól, Siggi Sigyn og ég. Ég ætla eftir fremsta megni að fylgja henni eins langt upp og ég get til Almættisins.
Ég heyrði einu sinni bónda segja frá því að þegar dýr deyr, þá á því augnabliki sem það er að deyja er skilningur dýrsins eins og manneskju, því á því aaugnabliki fyllist dýrið af dýrasálinni sem hefur alla þá reynslu samanlagt frá öllum dýrum þeirrar tegundar. Þá dettur mér í hug þegar við heyrum um apa í Japan sem byrja allt í einu að nota ákveðin áhöld sem þeir hafa aldrei notað fyrr, og svo allt í einu á svipuðum tíma byrja apar í Amason að gera samskonar hluti. Þetta er fyrir mér sú tenging sem er í þeirra sál.(bara smá útúrdúr).
Eftir að hún Iðunn okkar er farinn yfir , þá verður hún brennd, og við fáum öskuna. Svo ætlum við að grafa hana í garðinum okkar með öllum hinum dýrunum sem eru grafinn þar. Svo hefur Sól valið tré sem á að gróðasetja það sem gröfin verður.
Það er einhvernvegin gott að planleggja svona athöfn því maður finnur fyrir þeim kærleika sem býr í manni til hennar, og vil svo gjarna gera þessa athöfn sem er í raun og veru svo erfið, fallega.
Sól hefur sofið alla vikuna niðri í stofu hjá Iðunni, hún vil eiga eins mikinn tíma með henni og mögulegt. Ég hugsaði oft í byrjun að við hefðum átt að gera þetta fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekinn, en ég finn þó núna að þetta er góð leið, sorgin fer eiginlega yfir í þakklæti fyrir það sem hún hefur gefið okkur, allar þær frábæru minningar sem hún hefur gefið allri fjölskyldunni. Þetta fann ég ekki í byrjun, ég fann bara þessa svakalegu sorg, sem Iðunn fann líka. En núna á ég svo yndislegan tíma með henni. Hef legið með henni og Lappa á dýnunni í stofunni meira og minna í allan dag og kelað við þau. Þannig að þetta hefur verið dásamlegt.
Á sunnudaginn fórum við í síðustu strandferðina hennar, hún elskar strandferðir. Ég set í lokinn nokkrar myndir frá þeirri ferð. Veðrið var dásamlegt.
Ég skrifa meira þegar þessu er lokið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Það er sorg í húsinu okkar
14.11.2007 | 19:40
Við erum ósköp aum hérna í Lejre þessa dagana, lítið skrifað, enda hugurinn bundinn við annað.
Það kemur dýralæknir hingað heim á fimmtudaginn í næstu viku og þá verður Iðunn okkar elskuleg svæfð.
Við fórum með hana í skoðun í dag, með hnút í maganum, vildum að dýralæknirinn segði við okkur,að Iðunn elskuleg hefði það betra en við vissum. Dýralæknirinn er góður maður, hann sagði sem var, en að hann skildi vel það sem við upplifðum, en hvað á hún skilið af okkur, að við tökum ábyrgð.
Iðunn hefur það erfitt, finnur til alltaf, það verður betra fyrir hana í hundasálinni.
Við verðum hérna öll og kveðjum hana saman.
Iðunn yrði 12 ára í mars, og er ein af okkur. Hún er dásamlegust, enda hefur ákvörðunin verið erfið fyrir okkur,
Skrifa meira þegar þannig er
AlheimsLjós til ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Þegar Ljósið loksins skín á lífið, þá gerast kraftaverk
7.11.2007 | 21:40
Ég hef áður skrifað blogg um skólann MINN, eins og ég hugsa hann af öllu mínu hjarta. Ég veit að þetta er ekki bara minn skóli, en ég hugsa hann svona.
Skólinn er fyrir fólk sem þarf að taka meira tillit til en hjá sumum.
Það gerast stundum undur og stórmerki í lífinu, sem sumir taka ekki eftir, og sumum finnst ekki undur og stórmerki.
Í skólanum mínum gerast oft undur og stórmerki, það finnst ekki bara mér, en líka hinum sem eru áhorfendur.
Ég vil í þessu segja frá einu undrinu sem er að gerast fyrir augunum á mér á hverjum degi, stundum tek ég ekkert sérstaklega eftir því, en í dag tók ég eftir því, og aðra daga líka. Í dag fékk ég löngun að segja ykkur söguna um K .
K er á fjórða ári í skólanum, hann á að halda lokasýningu í júní, og vinnur að því hörðum höndum.
Áður er K byrjaði í skólanum kom hópur fólks frá skólanum sem hann var í . Þessi hópur var i raun desperat að leita eftir plássi fyrir hann. Við fengum að vita fullt um hann, og margt ekki gott. Hann var myrkur, var mín upplifun. Við fengum að vita hversu erfiður hann væri. Við ákváðum að sjá hvernig gengi.
K byrjaði í skólanum, og hann var myrkur. Oft með fúlan svip, og leiðinleg komment til annarra nemanda. Hann átti það til að hvæsa að þeim. Þetta var ekki auðvelt. Einu sinni fóru samskipti milli hans og annars mjög illa, en því var bjargað fyrir horn, og við leigðum stærra húsnæði, þannig að hann fengi sér herbergi og að hann gæti verið fyrir sig, og hljóðin frá hinum trufluðu hann ekki, og að hinir gætu slappað af fyrir leiðinlegum kommentum frá honum. Þetta gekk allt saman á rólegu nótunum í nokkurn tíma en þó þurftum ég og kennararnir að breyta hinu og þessu í því hvernig við vorum gagnvart honum. Við þurftum að vera með allt á hreinu gagnvart honum, og aldrei að sýna óöryggi í því efni sem við komum inn á. Það þýddi ekkert að finnast eitt í dag og annað á morgun. Hann varð að læra að það var hægt að stóla á okkur og að það sem við sögðum stóðst. Þetta er ekki alltaf auðvelt.
Þegar K byrjaði í skólanum, og fyrstu tvö árin vildi hann aldrei koma með ef við fórum eitthvað.
Á föstudögum höfum við alltaf það sem kallast rundt om bordet eða þar að segja við söfnumst öll saman og ræðum um hvernig okkur finnist vikan hafa gengið, og við tökum umræður um verkin sem þau eru að vinna að. Þetta var alveg pína fyrir K. Hann dansaði fram og til baka á stólnum og stundi út í það óendanlega.
Hann borðaði líka alltaf einn, og hann vildi ekki vera með í að borga í kaffikassann. Þetta var ekki alltaf auðvelt, fyrir okkur, eða hann.
Þetta var líka mjög erfitt fyrir fjölskylduna hans . Þegar K byrjaði í skólanum hafði hann mikinn áhuga á að teikna, MANGA stíl. Hann var ekkert sérlega duglegur að teikna, en hann hafði viljann.
Svona gekk þetta semsagt í langan tíma. Hann vann að fullum krafti við að verða betri í teikningunni,
Við keyptum MAC tölvu fyrir skólann með photoshop svo hann gæti unnið á sem besta máta.(núna höfum við fjórar) Við vorum svo heppinn að fá kennara sem er grafískur hönnuður og kunni allt á tölvur og gat farið inn í þessi verkefni. Á þann hátt ósk sjálfstraustið hjá K hægt og rólega. Við mættumst í verkunum hans og gátum rætt saman um ákveðið efni sem hafði allan hans áhuga.
Einn nemandinn átti afmæli, daginn áður en við áttum að fara í afmælið hringdi mamma K og sagði að hann ætlaði að fara með, því annars yrði hún svo leið þar átti hann við nemandann sem átti afmæli. Við vorum mállausar ég og mamman. Þetta var eitt stig svo komu fl. og fl. hlutir sem gátu hreinlega fengið mann til að tárast. Hann fór að fara í túra með okkur. Það gekk ekki alltaf vel í byrjun, eða þar til við fundum út úr að við yrðum að vera rosalega skipulögð með hvert smáariði.
Hann fór að finna upp á að standa við hliðina á manni og halda hendinni um axlirnar á manni, VÁ !!!
Hann hafði á orði ef það voru ekki margir nemendur, hann saknaði þeirra.
Hann fór að borga í kaffikassann.
Hann fór að borða með okkur.
Um síðustu jól þegar við höfðum rundt om bordet hélt hann smá ræðu, þakkaði fyrir gott ár, og góða samveru.
Í vor hringdi mamma hans í mig og sagði að K vildi bjóða okkur öllum heim. Lét hún fylgja að hún væri orðlaus, því þetta hefði hún aldrei upplifað, hann á einn vin, sem kemur ca einu sinni í mánuði og þeir leika sér saman í tölvunni. Hann átti annan sem dó tveimur árum áður.
Á þessum tíma voru byrjaðir tveir strákar í skólanum sem K var mikið með, Það var mikil tilhlökkun hjá okkur öllum. Við fengum vægast sagt frábærar móttökur, hjá allri fjölskyldunni. Pabbinn tók frí í vinnunni til að koma við og heilsa upp á okkur.K og tveir vinir hans fóru inn á herbergi og léku sér við tölvuna meira og minna allan tímann, stelpurnar fóru inn og höfðu gaman að. Foreldrarnir sýndu okkur landareignina og gáfu okkur fullt af plöntum til að planta í garðana okkar. Þetta var frábær dagur fyrir okkur og K. Mamma hans sýndi okkur mynd af honum frá því hann var 5 ára, brosandi og glaður, fallegur strákur. Svo sagði hún okkur frá sorglegri skólagöngu sem braut niður þennan litla dreng. Hann hætti að brosa, varð myrkur. Honum var strítt. Hann var öðruvísi. Hann kunni ekki að skrifa. Hann var útundan, hann átti erfitt með að tengjast, hann skildi ekki af hverju allir voru á móti honum. Þarna byrjar barátta hans og foreldranna. Þarna byrjar ferli um að allir eru á móti manni, og kerfið og allir vilja manni bara það versta.
Ég vil taka það fram að hann er ekki þroskaheftur, en hann hefur núna fengið greiningu sem með asberger sindrom.
Núna er hann á síðasta ári, en hann hugsar sig í skólanum endalaust. Hann vinnur hörðum höndum að lokasýningu, en hann sér sig í skólanum næsta ár, og þar næsta ár. Hann er glaður hlær, á vini, hlýr við alla nemendur og kennara.
Hann lokast um leið og það kemur einn út frá, en hann þarf tíma til að venjast nýju og treysta nýju.
Núna sit ég hérna og hef áhyggjur yfir hvort hann fái leyfi til að halda áfram næsta ár.Við viljum alveg hafa hann i fl ár, en við ráðum því ekki.
Er ekki öllum leyfilegt að lifa í hamingju. Hann er hamingjusamur núna, hann hreinlega dansar af gleði, voru orð mömmu hans þegar ég talaði við hana í gær. En gleði hans er í höndum annarra, aðrir geta ákveðið hvort þessi hamingja fær leifi til að vaxa, eða ekki.
Þið getið séð myndir af verkunum hans hérna og vinnuaðstöðunni. Hann hefur sjálfur teiknað allar myndirnar, hannað persónurnar og allt það sem er á myndunum. allt birt með hans leyfi.
Þessi ferill er fyrir mér kraftaverk.
Það gerast svona dásamlegir hlutir á mörgum stöðum, en við tökum ekki alltaf eftir því.
Að mæta honum á stað sem báðir aðilar voru sterkir var rétt og færði okkur á þann veg sem við gátum mæst á sem manneskjur á fleiri fletum.
Hann gefur knús þegar við hittumst eftir frí.
Hvað er lífið þegar það er harmony, er það ekki þegar öll hlutverk eru tekin ? Hver mannvera hefur ákveðið verkefni á jörðinni, ekki hafa allir sama hlutverk, heldur höfum við hvert okkar hlutverk. Þannig sé ég mikilvægi þess að við öll séum hérna, K kennir mér jafn mikið og ég honum, það er mikilvægt að við skiljum mikilvægi hvers annars, sama hversu ólík við erum.
Er Lífið ekki dásamlegt.
Bloggar | Breytt 8.11.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)