Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Friðsamleg stund í Gro Akademi.

Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.

IMG_2668

Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.

Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.

Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.

Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.

Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.

Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.

Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.

Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.

Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.

Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.

Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.

Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.

Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.

Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.

Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir  Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.

Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert

IMG_2779

Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar.  Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.

Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.

Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.

Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.

Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.

IMG_1779Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn. 

 


Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar

IMG_2488
Múmín og ég settumst út og horfðum saman á sólina, fögur koma upp,  morgunstund i fallegri morgun birtu. Það er þó greinilegt að haustið er á leiðinni, morgunbirtan er ekki eins hátt á lofti. Ég átti dásamlega stund í hugleiðslu með móður jörð allt í kringum mig, með fuglasöng og flugu suði. Flugurnar eru á fullu í kringum öll blóm, áður en það er of seint. 

Ég finn ró í dag, sem ég hafði ekki í gær, var of þreytt eftir spennu undanfarinna vikna, enda hef ég verið á fríu frábæru flugi, með Gro Akademi, sem gengur framar öllum vonum. Hver dagur hefur verið ótrúlegur og erfitt hefur verið að fylgja með. En dagurinn í gær, var einskonar frídagur, sem ég hafði mikla þörf á og á morgun byrjar spennandi vika, með mörgum fundum og nemendurnir  koma á miðvikudaginn. 

Ég var að hugleiða í morgun um hvernig hlutunum er misskipt hérna á jörðinni. Sumir, eiga svo mikið af öllu, að það fólk þarf að geyma peninga, gull, skartgripi og annað í bankahólfum. Það verður aldrei mögulegt fyrir þetta fólk að nota alla þessa peninga, þó svo að þau verði 1000 ára. Annað fólk á ekkert og þá meina ég ekkert. 

Ég hef þá hugsun, að það sé nóg fyrir alla, ef öllu er skipt réttlátlega, þá gætu allir lifað við lífsins gæði. Sumir hugsa eflaust, en svona er þetta bara, en við höfum öll ábyrgð á að byggja upp nýjan heim.
 
Ég hef þá kenningu að svona verði þetta ekki alltaf. Byrjunin á breytingum er það bankahrun sem varð í heiminum og það er bara byrjunin. Það koma fleiri fjárhagsleg högg, þar til það verður meiri jöfnuður á milli fólks. Það verður hrun, eftir hrun, eftir hrun, þar til við lærum að deila jafnt á alla. Ég held nefnilega að náttúrulögin segi að það eigi að vera jafnvægi, það þarf að vera jöfnuður í sjálfri náttúrunni, milli dýra, milli plantna, milli okkar. Það er einfaldlega Alheimslög, annars hrynur það niður sem skapar ójafnvægi.
 
Á tímum risaeðlanna, var líka jafnvægi, þar sem voru risastórar plöntuætur, var alltaf risastór og sterk kjötæta, til að skapa jafnvægi. Við getum ekki haldið að við séum ekki hluti af þessu ferli. Við erum ekkert meira eða minna, en annað líf hérna á jörðinni. 

Ég hef líka verið að hugsa um, hvernig við getum breytt þeirri þróun sem er í flestum löndum. Atvinnuleysi verður meira og meira, fleiri og fleiri fara á einskonar sjúkrapeninga, eða eins og við köllum það í DK verða pensionistar/öryrkjar. 

Þessi kostnaður er óhuggulega mikill fyrir bæði ríki og sveitarfélög, ég veit það frá fyrstu hendi, hef verið að vinna í þessum geira í mörg ár. 
 
Margir af þeim sem eru öryrkjar, myndu elska að hafa einskonar "vinnu". Vera hluti af samfélaginu, þéna sína eigin peninga og gefa það sem í þeirra valdi er, til samfélagsins og fá laun eins og aðrir og sömu laun og aðrir. 

En það er ekki möguleiki, því kröfurnar á vinnumarkaðnum eru svo miklar og þessu fólki er ekki mögulegt að lifa upp til þeirra krafna. 

En ef við sem samfélag hugsuðum þessa hluti aðeins öðruvísi, þá er ég viss um að á atvinnumarkaðnum sé pláss fyrir alla þá sem á einhvern hátt geta verið með. Fyrir það fyrsta, gætu þeir peningar sem koma sem öryrkjabætur, farið inn í atvinnumarkaðinn. Þannig að í staðin fyrir að fólki er plantað út fyrir atvinnulífið, þá sé hægt að finna pláss fyrir alla, þar sem það fólk sem á einhvern hátt vill vera með, að það geti verið með. Að það séu skapaðar aðstæður fyrir alla! 

ég held að til þess að það skapist jafnvægi í heiminum og að við gefum pláss fyrir alla, þá þurfi að skoða launamisrétti og hjálpa því fólki sem gefst upp á vinnumarkaðnum, því við erum mismunandi. Við þurfum að vera meira kreativ og hugsa þetta allt upp á nýtt. Í Danmörku fara fleiri og fleiri á atvinnuleysisbætur og verða öryrkjar, vegna þess að álagið á einhvern hátt, er of mikið. 

Ég get séð fyrir mér, hversu einfalt þetta í raun og veru gæti verið, ef allt væri stokkað upp, upp á nýtt, allt væri hugsað upp á nýtt. En það þarf sennilega algert heimshrun til að svo geti orðið. Vonandi gerist eitthvað sem gerir að það þarf að endurhugsa allan struktur í heiminum, því ég get séð að þessi þróun sem við erum í, gengur aldrei aldrei, aldrei upp.
 
En ég trúi og finn að miklar breytingar eru framundan og VIÐ erum breytingarnar, það ert ég og þú sem erum breytingarnar, við erum ríkið, borgin, landið, mannkyn. Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar, það ert þú og ég. Jæja svona voru mínar hugsanir í morgun og nú. Hafið fagran dag elsku fólk.

Viltu læra á einfaldan hátt að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?

img_0649.jpgKæru vinir og aðrir

Síðasta vetur var ég með hugleiðsluæfingar á skype. Ég er núna að leggja plön fyrir verkefni vetrarins og ég hef áhuga á að halda áfram með hugleiðslukennslu á skype fyrir íslendinga. 
 

Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.

Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?

Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.

Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.

Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 19:00 á íslenskum tíma,  er ég með hóphugleiðslu á skype.

Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.

Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar í heiminum. Kjarnin og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara. 

Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um að  læra að hugleiða, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.

Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.

Ég hlakka til að heyra frá þér.

Með kærri kveðu.

Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar

steinunnhelga@gmail.com

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem gætu haft áhuga.
 
Ef næg þátttaka er, byrja ég fimmtudaginn 26 september kl. 19:00 á íslenskum tíma. 

Ég hlakka mikið til að hitta ykkur og tengjast á innri og ytri plönum.



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband