Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Can we meet problems of our own subconscious which is from our family or colleagues?
18.4.2013 | 12:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blessuð dýrin enn og aftur
14.4.2013 | 11:11
a boy picking something up and gently throwing it into the ocean.
Approaching the boy, he asked, What are you doing?
The youth replied, Throwing starfish back into the ocean.
The surf is up and the tide is going out. If I dont throw them back, theyll die.
Son, the man said, dont you realize there are miles and miles of beach and hundreds of starfish?
You cant make a difference!
After listening politely, the boy bent down, picked up another starfish,
and threw it back into the surf. Then, smiling at the man, he said I made a difference for that one.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blessuð dýrin
12.4.2013 | 06:26
Hundanir tjúllast á hverjum morgni þegar ég hreyfi stóru tánna uppi í rúmi, algerlega óþolandi vani hjá þessum annars illa upp öldu hundum. Vil taka það fram að þeir haga sér eingöngu illa hjá mér, ég hef einhver óþekku áhrif á á þá, enda engin uppalandi, hvorki fyrir börn né dýr.
Sé heiminn of mikið sem leikrit og á oft erfitt með að taka hluti of alvarlega, þegar að þessum blessuðu dýrum kemur, vil bara elska þau og gefa þeim kærleika, sumir myndu segja að einmitt með því að ala þá upp, gæfi ég þeim kærleik, en ég sé einhvernveginn alla hunda í heiminum, eins og einn hund, þannig að það þarf að vera litfagurt, ólíkt á öllum stöðum.
Margir hundar eru ferlega vel upp aldir, gera allt sem húsbóndinn segir þeim, mér finnst það svolítið soglegt, dettur alltaf í hug, kúgaður einstaklingur, sem fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, en er stjórnað til hins minnsta. Hvar er plássið til að taka eigin ákvarðanir og finna sína eigin nýju hugsun, það er ekkert pláss fyrir það. En ef við höldum okkur við þá hugsun mína að allir hundar á jörðinni séu einn hundur, með eina sál og eina undirmeðvitund, sá kemur sú reynsla inn með mínum hundum, þeir taka fullt af eigin ákvörðunum, eru elskaðir skilyrðislaust, þrátt fyrir alla vitleysuna og átökin sem kennir okkur hér á bæ og stóra alheimshundinum.
Það versta sem við gerum að mínu mati sem mannkyn gagnvart dýrunum, er að taka frá þeim möguleikann á að þroskast og læra á meðan þau eru hérna, það eru mörg húsdýr sem verða fyrir því.
Verkssmiðjudýr, eins og ég vil kalla þessar elskur, missa algerlega af þeirri upplifun að hafa möguleika á að þroskast, fá aldrei að taka eigin ákvarðanir eða fá aðra upplifun en vonda. En nóg um það, ætla að hitta vin minn frá hinum hnettinum eftir smá stund.
Góðan föstudag heimur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.
10.4.2013 | 14:50
Margt gerist í þessu lífi sem eykur skilnings manns á manni sjálfum. Eins og fram hefur komið hef ég í langan tíma verð í mikilli innri vinnu. Það er ekkert alltaf voða gaman, tvo skref fram og eitt afturábak.
Ég hef nú í næstum því eitt ár, verið á einhverjum einkennilegum stað, með skilning minn á líkama mínum. Ég hef verið að læra að skilja hans tungumál og að hafa falleg og jákvæð samskipti við hann.
Þetta hefur gengið upp og niður, stundum ferlega vel og ég hef svifið á skýjunum og í önnur skipti bara niður á við og ég verið á barmi örvæntingar.
Ég sem manneskja sem hef stjórn á flestu í kringum mig, stunda andlega vinnu og aðra spennandi vinnu og ég get ekki einu sinni verið í eðlilegu sambandi við líkama minn, þvílíkt pirrandi.
En ég verð að segja að þetta er svo hollt og þetta er í raun og veru þar sem flest mannkyn stendur í einn eða annan hátt. Bæði það sem varðar peninga eða mataræði og hömluleysi á margan annan hátt. Við höfum litla sem enga stjórn á þessum málum.
Í gær skildi ég svo allt í einu, á öðru plani en venjulega hvernig stendur á þessu, hvað er það sem veldur því að ég hreinlega hef engin tök á þessu, á milli þess sem ég hef tök á þessu.
En aðdragandinn er sá að ég sem mörg ykkar vita, hef verið í alla veganna fráhaldi og aðhaldi og ofáti og búlumínu og mallamíu og ommulíu frá því ég man eftir mér.
Ég hef verið eins og harmonikka alla tíð, upp og niður og líf mitt hefur verið mjög upptekið af þessu. En ég geri mér líka grein fyrir að ég er margt annað en þetta, en þetta er svona rennibraut með hinu öllu skemmtilegu, eða miður skemmtilegu.
Ég hef stundað daglega hugleiðslu í mörg ár, mikla andlega vinnu og verið í þerapí. Ég hef í 9 ár verið í þerapí, sem kallað er Joyful Evolution. Þetta er vinna þar sem er unnið að því að skapa fallegt samband á milli þin, hið meðvitaða ég og undirmeðvitundarinnar. Ég hef sjálf tekið námið sem leiðbeinandi og svo eftir það unnið í tvö ár sem leiðbeinandi í þessari tækni svo ég þekki þessa vinnu mjög vel.
Svo gerðist það fyrir rúmlega ári síðan, að ég hætti í öllu aðhaldi og fór að reyna meðvitað að vinna með líkamanum og mínu innra. Þetta hefur eins og fyrr er sagt verið upp og niður ferðalag. Ég hef skilið að það eru hlutar í mínu innra sem hafa hver sínar þarfir og hef eftir bestu getur unnið að því að skapa fallegt samband á milli mín og þeirra allra.
Undanfarið hef ég þó verið á mjög skrítnum stað, þar sem ég hef haft tilfinninguna, að vita ekki hvað er mikið eða hvað er lítið. Hvað er lítill matur og hvað er mikill matur. Sama á við um peninga, hvað er mikill peningur og hvað er lítill peningur, þetta hefur allt í einu verið mjög abstrakt fyrir mér, ég hreinlega hef ekki fattað hugtakið mikið eða lítið. Áður var þetta bara þannig að svona var þatta bara, svona gerum við þetta bara, án mikillar hugsunar á bak við ákvörðunina.
Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.
Í gær er ég svo enn einu sinni að segja frá þessu og í því að ég er að klára að segja frá þessum vanmætti, þá skil ég hvað er vandamálið, ef vandamál skildi kalla, því að í raun er ég komin á dásamlegan stað, þegar ég skil af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.
Ég hef í svo mörg ár verið að vinna með undirmeðvitundina á Kærleiksríkan hátt. Verið að vinna með, þann sem stjórnar, , þann sem er reiður , þann sem upplifir sig misskilinn, þann sem er einmanna, þann sem er sorgmæddur, frekjuna, eyðsluklónna, ofætuna, ekki ætuna og svo mætti lengi telja.
Í gær skildi ég allt í einu að það var ekki neinn frá undirmeðvitundinni sem tók yfir og var að ráðskast með hvorki mat né peninga. Þessir partar í mér sem hafa verið meistarar í þessum málum og hafa stjórnað yfir höfuðið á mér, eru nú að vinna með mér en ekki á móti eða ekki á bak við skjöldinn. Þannig að nú er það hin meðvitaða ég, sem þarf að læra að taka við og vinna með líkamanum en ekki á móti, þar sem einhver partur frá undirmeðvitundinni bara stjórnar með harðri hendi, eins og hefur gerst alla tíð.
Ástæðan fyrir að þetta svæði (hvað er mikið eða lítið af hverju sem er, hvað er að eiga mikið, eða eiga lítið, hvað er að kaupa mikið, eða kaupa lítið)) er svo óþekkt fyrir mér nú orðið, er að þetta er óþekkt fyrir hina meðvituðu ég.
Núna verða margir eflaust mjög undrandi, en þannig er að Harvard háskólinn gerði fyrir nokkrum árum rannsókn á hversu mikið við stjórnumst frá undirmeðvitundinni og það kom fram, að í kringum 98% af öllum ákvörðum sem við tökum, eru ákvarðanir sem við tökum frá undirmeðvitundinni. Sem segir okkur, hversu lítið við í raun og verum erum herrar í eigin meðvitaða húsi.
Undirmeðvitundinn er hluti af okkur, eins og sálin, á því leikur engin vafi, en við erum í litlu eða engu meðvituðu sambandi við undirmeðvitundina.
Það sem ég hef svo séð er að í gegnum alla þessa vinnu með undirmeðvitundina, er undirmeðvitundinn búinn að sleppa tökum á peningamálum og matarmálum, sem þýðir að ég hið meðvitaða ég, verð að fara að taka ábyrgð á mínum peningamálum og matarmálum, með samvinnu við líkamann og þeirri visku sem er í betra sambandi við hið æðra og ytra umhverfi, en undirmeðvitundinn er.
Undirmeðvitundinn er dásamleg orka, sem ég mæli fullkomlega með að læra að vinna með, því þaðan kemur líka mikil viska og mikil þekking, en þetta þarf allt að vera í samvinnu við hið meðvitaða ég, ekki ómeðvitað eins og oftast er.
Hver þekki ekki þegar maður allt í einu, verður ösku reiður og lætur ýmislegt flakka og kannski meira, svo þegar reiðin hverfur og maður situr hissa og spyr sjálfan sig hvaðan þetta hafi eiginlega komið. Eða ef maður er sjúklega vatnshræddur, lofthræddur eða eitthvað álíka, en veit í raun og veru ekki af hverju, gettu : undirmeðvitundinn.
Það að skilja af hverju ég allt í einu er er eins og barn að læra að ganga, með mat og peninga, er þvílík gjöf, sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, en ég vissi aldrei hvernig útkoman mynd verða, eða hvernig það myndi vera að upplifa það, fyrr en ég gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)