Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Ný hugsun með nýrri kynslóð
30.7.2010 | 23:22
Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!
Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.
Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.
Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.
Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4 ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.
Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.
Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.
Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.
Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska
Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.
Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.
Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.
Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.
Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.
Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þegar ekkert er á leiðinni, er gott
27.7.2010 | 07:43
Ég elska svona morgna, einstaka fluga suðar hér og þar í eldhúsinu, eldhúsklukkan segir tik, tak, tik, tak og sofandi hundar liggja við fæturna mínar, annars bara húsaþögn.
Svona byrjar dagurinn minn í dag, og lofar góðu. Inni í herbergi sefur Sól með Rachel vinkonu sinni frá Fjóni, sem verður hérna fram á fimmtudag.
Mér finnst ekkert betra en þegar ég get bara verið og er ekki á leiðinni neitt og ekkert er að gerast í dag eða á morgun. Ég get bara verið að dúllast í garðinum mínum, spjallað við dýrin mín og látið eins og svona getur allt verið að eilífu!
Ég er heldur ekki á leiðinni neitt, ekki í dag og ekki á morgun. Á fimmtudaginn fáum við vini í mati og það eru plön þessarar viku, það er bara alveg frábært.
Ég veit þó að ef ég lifði alltaf svona væri ég ansi þunglynd og leið á lífinu.
Af og til, en þessi þögn bara alveg frábær. Núna mjálmar kisa og vil komast inn, en hún getur bara beðið, hún er heldur ekkert að fara neitt, eða liggur eitthvað á, nei nei, svo er nú það.
Ég held ég máli borðfætur í dag, og hreinsi smá arfa í blómabeðunum mínum. Fæ mér morgunmat á eftir, svo við tækifæri hádegismat, svo kemur Gunni heim og við eldum kvöldmat.
Kannski undirbúum við eldhúsið fyrir að setja flísar upp fyrir ofan eldavélina og eldhúsvaskinn. Ég veit þó að Gunni vil miklu heldur týna hindber, eða einhver önnur ber, eða taka til í matjurtargarðinum, eða bara eitthvað annað sem gerir að hann getur verð úti í garði, en við sjáum bara til.
Sól og vinkonan Rachel, eru voða fínar saman, eru vinkonur frá því þær voru á barnaheimili saman. Rachel flutti til Fjónar fyrir nokkrum árum, en þær hafa alltaf haldið sambandi. Þær sitja sennilega og horfa á musik video í dag, sápuóperuþætti. Kannski baka þær, fara í göngutúr með hundana, klappa kisunum, hlæja og eru kátar, en eitt veit ég sambandið við mig verður ekkert og það er bara notalegt.
Ég elska svona daga þar sem ekkert gerist, og ekkert er planlagt fyrir utan það sem mér dettur í hug hér og þar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég vildi að við hefðum tilfinningareynslubanka sem allir hefðu aðgang að
13.7.2010 | 16:32
Kæru vinir íslenskir og íslenskir !
Núna er sumarfrí og ég er strax farinn að kvíða fyrir að fara að vinna aftur, þó svo að ég upplifi að ég ekki sé í sumarfríi ennþá. Það er samt mánuður þar til að ég fer að vinna aftur og ég geri mér fulla grein fyrir að ég á að að njóta þess að hafa fríi og njóta þess að bara vera.
Ég geri það líka, ég nýt þess að vera, drekk te gert úr jurtum í garðinum mínum. Ég hlusta á ljúfa músík, ég sest á vinnustofuna mína og vinn smá, ég fæ gesti af og til, nýt þess að spjalla um allt og ekkert, en undir öllu þessu kvíði ég fyrir því að fara að vinna þann 11 ágúst.
Ég hef aldrei upplifað þetta áður, ég hef elskað vinnuna mína, elska að kenna og byggja upp aðstæður fyrir fólk til að skapa og gera myndlist. Skólinn er nú að byrja sitt 9 ár, og hvert ár hefur verið spennandi, með nýja möguleika og ný verkefni, en ég hef notið þess.
Hvað hefur gerst sem fær mig til að fá illt í magann þegar ég hugsa um vinnuna ?
Kannski er það að ég opnaði nýjan skóla í fyrrahaust með vinkonu minni, skóla fyrir börn og fullorðna. skolen for kreativitet og visdom .
Kannski var það of mikið og hefur gert það að verkum að ég misst alla löngun, varð of hengd upp í vinnu, já það er möguleiki.
En ef ég hugsa dýpra þá var það ekki bara það ! Ef allt hefði verið gott í listaskólanum, hefði þetta gengið upp, verið erfitt, en ekkert of erfitt.
Það sem var erfiðast, var örvæntingin í lok skólans, örvæntingin hjá foreldrum, kennurum og nemendum. Örvæntingin yfir því að sveitafélögin eru að spara, og spara mikið. Það er sparað þar sem er hægt að spara, og hver skilur það ekki?
Ég veit að allir þurfa að vera með í að spara.
Þar sem ég finn svo til, er að í þessum sparnaði er frelsi tekið frá einstaklingum, frelsi yfir að ráða yfir sínu eigin lífi.
Nemendur sem ég hef haft í mörg ár, fá allt í einu neitun um að halda áfram að mennta sig ! Þeir fá ekki sjálfir að vera með í að skapa sitt eigið líf, ákvörðun er tekin yfir höfuðið á einstaklingum, án þess að þeir hafi möguleika á að gera eða segja neitt. Þetta hefur verið erfitt.
Örvæntingin hefur verið erfið hjá þessum einstaklingum og ekki síður foreldrum, sem sitja tíma eftir tíma fyrir utan skrifstofudyr borgarstjóra til að reyna að fá viðtal, hringja mörgum sinnum á dag til að biðja um stuðning, sem ég í raun get ekki gert. Ég get skrifað bréf til sveitafélagsins, sem ég hef gert, en ekkert annað.
Ég veit að það þarf að spara, en ég hugsa með sjálfri mér, það hlýtur að vera hægt að spara annarsstaðar. Því ég veit sem er, að í þeirri hugsun lúrir minn ótti við þau áhrif sem þetta hefur á skólann minn ! þetta þýðir að kennarar þurfa að finna aðrar leiðir til að lifa, þéna pening, þetta er keðjuverkun, sem ég hef erfitt með að skoða án tilfinninga, það gerir vinnuna og ákvarðanir erfiða.
Viðbrögð kennara, eru erfið, brjálæðið sem kemur upp, þegar hver og einn sér sínu ógnað, það er erfitt. Þú sérð hlið á þeim sem þú hélt að þú þekktir vel og best, en þegar lífi og starfi fólks er ógnað, þá eru viðbrögð óumflýjanleg, hvað er hægt að gera annað en að reyna að hamra út það sem hægt að hamra út af peningum, og það kostar fundi, loforð um að finna lausnir, sem ég veit ekki hvort ég get.
Ég veit að ég á að njóta þess að hvíla mig, og vera í sumarfríi, en lífi margra er ógnað og ábyrgðin er stór, hver ákvörðun er mikilvæg og hefur áhrif á einhvern !
Ég vildi stundum óska að tilfinningarnar væru ekki svona yfirráðandi, en þó er í tilfinningu hlutir sem er mikilvæg öllum sem vinna með annað fólk, eða fyrir annað fólk, og það er tilfinningin, ég er þú og þú ert ég, og ég vil gera allt fyrir mig til að bjarga mínu lífi/þínu lífi og það er það sem ég geri og þess vegna get ég ekki bara farið í sumarfrí og geymt vinnuna þar til í ágúst, heldur er að reyna að finna lausnir til að allir komi sem best út úr þessu.
Stundum vildi ég óska að fleiri deildu hugsunum sínum um hvernig hver ákvörðun í hverju fyrirtæki, hjá hverjum yfirmanni hefur áhrif á þann sem hefur ábyrgð, þar væri reynslubanki fyrir alla !
Við deildum hugsunum, og sýndum að við erum manneskjur með tilfinningar, við hjálpum hvert öðru, og við deilum hvert öðru með hverju öðru. Allt er gegnsætt, allir hafa aðgang að hver öðrum, það væri gott fyrir mig núna . og alla aðra sem finna tilveruna vagla undir fótum sér vegna ákvarðanna sem eru teknar af öðrum um aðra.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)