Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Einu sinni var lítil sæt skotta
18.6.2010 | 21:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þegar lífið er
12.6.2010 | 17:52
Ég sakna þess að hafa ekki tíma til að blogga, eða gera fleiri video . Ég hef því miður barasta ekki tíma þessa dagana eða réttara sagt síðasta ár.
Undanfarinn vetur hefur verið ótrúlega annasamur með báða skólanna. Ég hef haft einn dag frí á viku sem hefur líka verið upptekinn, því allt sem ég náði ekki aðra daga setti ég á þann dag.
Eins og gerist þegar mikið er að gera þá bitnar það á vinum og vandamönnum. Ég hef hreinlega ekki verið í sambandi við aðra en þá sem ég vinn með, eða er í hugleiðslu grúppum með. Ég sakna samskipta við bloggheim, ég sakna samskipta við vini mína og vandamenn. Ég vona þó að það verði betra næsta vetur. Ég er hætt að kenna í öðrum skólanum, eða barnagrúppunum. Ég verð í listaskólanum og mér var boðið að kenna unglingum í Lejre myndlist einu sinni í viku, ég sagði já við því. Ég kem einnig til með að vera með námskeið fyrir ófrískar konur í hugleiðslu og myndlist. Svo er að sjá hvort álagið verði minna.
Það er bráðum skólalok hjá listaskólanum SJÁ allir á fullu að vinna lokaverkefnið, vorsýningu skólans Það er mikið að gera og mikið gaman.
Við erum með fókus á proces, eða þróun verksins, en ekki útkomuna, mjög gaman.
Þann 20 maí, varð ég 50 ára, átti ljúfan dag með mínum nánustu.
Ég var vakin snemma með afmælissöng, marensköku og góðu kaffi og ekki má gleyma gjöfunum. Svo kom fólk svona eitt af öðru, þeir sem mundu eftir því að ég átti afmæli. Ég hafði ekki boðið í neina veislu þann dag. Ég held upp á afmælið 21 ágúst með vinum og vandamönnum í garðinum mínum.
Daginn eftir afmælið mitt fór ég til Ítalíu. Ég var þar í viku uppi í fjöllunum með kærum vinum, frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Við hittumst einu sinni á ári og hugleiðum saman. Núna hugleiddum við fyrir Kærleikanum, til sjálfsins, nágrannans, mannkyns.
Þetta var algjörlega yndislegt og gaf innri ró og frið að nota svona mikinn tíma til að íhuga og fókusera á það sem er svo mikilvægt.
Tengdafaðir minn lést á meðan ég var þarna. Það var ekki auðvelt að vera ekki með sínum nánustu á þeirri stundu. En þar sem ég veit og er meðvituð um að við lifum í mörgum víddum, var ég með þeim öllum og honum, þó að ég í líkamlegu ástandi væri ekki með þeim eða honum.
Lífið heldur áfram, með minningar sem eru með til að skapa framtíðina og gera hana að því sem hún verður. Í dag var hugmyndin að matarklúbburinn kæmi til okkar að borða, en vegna forfalla var því frestað. Ég var bara smá feginn því. Í staðin vorum við í garðinum og plöntuðum blómum og fl.
Eftir smá tíma, fer ég í sumarfrí, daginn eftir förum við á Þýska eyju Hiddenzee . Við dveljum þar með vinkonum okkar og börnum. Ég hlakka mikið til. Ég ætla að taka með mér krimmabækur og konublöð og lesa og lesa, án þess að hugsa.
Áðan þegar við vorum að elda fór Sól að tala við pabba sinn um heimsmeistarakeppnina í fótbolta !!! Hún sagði okkur að í kvöld keppa Englendingar og Ameríkanar, huuuhummmm, pabbi ssgði Sól: eigum við að horfa á þetta saman. Skil ekkert í því að litla skottan mín hafi sagt þetta, eða hafi áhuga á þessu. Ég tek mig þó saman og horfi með og reyni að fylgjast með eins og ég get. Ég hef bara engan áhuga á fótbolta, en ég ætla að þykjast.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)